GamanOgAlvara
Guðs kristni í heimi

Guðbjörg Sól, gamanogalvara, gamanogalvara.com, leit, finna, jól, jólasveinar, jólasveinn, jólin, sigfús sig, frír, frítt, leita, leit, trú, guð, jesús, myndir, mynd, myndavarðveisla, Myndir, fiskar, fuglar, hundar, kettir, kisur, sigurþór guðni, ester inga, iceland, ísl, msn, Fríar auglýsinga

 

Guðs kristni í heimi, krjúp við jötu lága.

Sjá konungur englanna fæddur er.

Himnar og heimar lát lofgjörð hljóma.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

 

Hann ljós er af ljósi, Guð af sönnum Guði,

einn getinn, ei skapaður, sonur er.

Orðið varð hold í hreinnar meyjar skauti.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

 

Sjá himnarnir opnast. Hverfur nætursorti,

og himneskan ljóma af stjörnu ber. 

Heilagan lofsöng himinhvolfin óma.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

 

Á Betlehemsvöllum hirðar gættu hjarðar.

Guðs heilagur engill þeim fregn þá ber.

Fæddur í dag er frelsari vor Kristur.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

 

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

 

Já, dýrð sé í hæðum Drottni, Guði vorum, 

og dýrð sé hanns syni, er fæddur er.

Lofsöngvar hljómi. - Himinhvolfin ómi:

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

 

                               Valdimar Snævarr