Jólasveinar ganga um gólf
með gildan staf í hendi,
móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi.
Uppi’ á stól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.
Jólasveinar ganga um gólf
með gildan staf í hendi,
móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi.
Uppi’ á stól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.
(Svona
er seinna erindið rétt)
Jólasveinar ganga um gátt
með gildan staf í hendi.
Móðir þeirra hrín við hátt
og hýðir þá með vendi.
Uppi’ á stól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.
Þjóðvísur

|