Jólasveinninn minn jólasveinninn minn
ætlar að koma í dag
með poka af gjöfum og segja sögur
og syngja jólalag.
Það verður gaman þegar hann kemur
þá svo hátíðlegt er.
Jólasveinninn minn, káti karlinn minn
kemur með jólin með sér.
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
ætlar að koma í kvöld.
Ofan af fjöllum með ærslum og köllum
hann arkar um um holtin köld.
Hann er svo góður og blíður við börnin,
bæði fátæk og rík.
Enginn lendir í jólakettinum,
allir fá nýja flík.
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
arkar um holtin köld,
af því að litla jólabarnið
á afmæli í kvöld.
Ró í hjarta, frið og fögnuð
flestir öðlast þá.
Jólasveinninn minn, komdu karlinn minn,
kætast þá börnin smá.
Ómar Ragnarsson

|