Ţjóđsöngur Íslendinga - formáli eftir Steingrím J. Ţorsteinsson - 1957

Ţjóđsöngur Íslendinga, lofsöngurinn Ó, guđ vors lands, er upphaflega sálmur, ortur viđ sérstakt tćkifćri, og mun hvorki höfundi ljóđs né lags hafa hugkvćmzt, ađ úr yrđi ţjóđsöngur, enda leiđ meira en mannsaldur, áđur en svo varđ.

Áriđ 1874 voru talin 1000 ár liđin frá ţví, er Norđmađurinn Ingólfur Arnarson nam fyrstur manna land á Íslandi. Voru ţađ sumar hátíđahöld um gjörvallt land af ţessu tilefni, en ađal-ţjóđhátíđin fór fram á Ţingvöllum og í Reykjavík. Fyrir ţessa hátíđ var lofsöngurinn ortur, sbr, orđin „Íslands ţúsund ár“, sem fyrir koma í öllum ţremur erindum, og heitiđ á frumútgáfu kvćđis og lags (Rvík 1874) er: Lofsöngur í minningu Íslands ţúsund ára.

Skv. konungsúrskurđi frá 8. sept. 1873 skyldi haldin opinber guđsţjónusta í öllum íslenzkum kirkjum til ađ minnast ţúsund ára byggđar Íslands sumariđ 1874, og átti biskupinn yfir Íslandi ađ kveđa nánar á um messudag og rćđutexta. Sama haust lét biskupinn, dr. Pétur Pétursson, bođ út ganga ţess efnis, ađ messudagurinn yrđi 2. ágúst og rćđutextinn 90. sálmur Davíđs, l.-4. og 12.-17. vers. Ţessi ákvörđun um hátíđarmessu olli ţví, ađ ţjóđsöngurinn íslenzki varđ til, og textavaliđ réđ kveikju hans.

Um sama leyti og biskupsbréfiđ var birt, hélt í ţriđju utanför sína (af ellefu alls) séra Matthías Jochumsson (1835-1920). Hann var sonur fátćkra, barnmargra bóndahjóna og hafđi ţví fariđ gamall í skóla, kostađur af fólki, sem hrifizt hafđi af gáfum hans. Hann hafđi lokiđ guđfrćđiprófi í Reykjavík og gerzt klerkur í rýru brauđi ţar í grennd (í Móum á Kjalarnesi 1867), en sagt af sér prestskap ţetta haust, 1873, er hann átti enn í hugarstríđi eftir ađ hafa misst nýlega ađra konu sína, auk ţess sem hann háđi ţá sem oft endranćr framan af ćvi innri trúarbaráttu. Á nćstu árum gerđist hann ritstjóri Ţjóđólfs (1874-80), tók síđan aftur viđ prestsţjónustu í mikils háttar prestaköllum (í Odda á Rangárvöllum til 1887, síđan á Akureyri) og gegndi ţeim til aldamóta, er hann hlaut fyrstur Íslendinga skáldalaun frá Alţingi, sem hann naut tvo síđustu áratugi ćvinnar.

Matthías Jochumsson er eitthvert víđfeđmasta, andríkasta, mćlskasta - afkastamesta og mistćkasta stórskáld Íslendinga frá öllum tímum. Kunnastur er hann og langlífastur verđur hann fyrir beztu frumort ljóđ sín, snilldarlegar ţýđingará ýmsum öndvegisverkum heimsbókmenntanna og margs konar fjörmiklar ritgerđir og bréf. Hann hefur öllum öđrum fremur hlotiđ tignarheitiđ „ţjóđskáld Íslendinga“. Hann er um fram allt lífsins og trúarinnar skáld, sem kemur m. a. fram í ţjóđsöngnum - ţótt ósanngjarnt vćri í skáldsins garđ ađ telja hann međal allra fremstu ljóđa hans.

Kvćđiđ er ort í Bretlandi veturinn 1873-74, fyrsta erindiđ í Edinborg, en tvö síđari erindin í Lundúnum, og fannst Matthíasi sjálfum aldrei mikiđ til ţeirra koma. Á ţeim tíma var ađeins áratugur liđinn frá ţví, er hann hafđi vakiđ athygli ţjóđarinnar á skáldskap sínum, og enn leiđ áratugur, ţar til út kom sérstök ljóđabók eftir hann.

Höfundur lagsins, Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1926), átti ólík örlög Matthíasi, var sonur eins af ćđstu embćttismönnum ţjóđarinnar, Ţórđar Sveinbjörnssonar dómstjóra viđ landsyfirréttinn, og ól mestan aldur sinn erlendis. Hann var guđfrćđingur, en gerđi síđan fyrstur Íslendinga tónlistariđkan ađ ćvistarfi sínu. Hann hafđi lokiđ 5 ára tónlistarnámi í Kaupmannahöfn, Edinborg og Leipzig og var rétt setztur ađ sem hljómlistarkennari og píanóleikari í Edinborg, ţegar Matthías kom ţangađ haustiđ 1873 og bjó ţar hjá honum, ţví ađ ţeir voru skólabrćđur, ţótt aldursmunur vćri 12 ár. Ţegar Matthías hafđi ort ţarna upphafserindi lofsöngsins, sýndi hann ţađ Svéinbirni og segir svo frá ţessu í Söguköflum af sjálfum sér: „Sveinbjörn athugađi vandlega textann, en kvađst ekki treysta sér ađ búa til lag viđ; fór svo, ađ ég um veturinn sendi honum aftur og aftur eggjan og áskorun ađ reyna sig á sálminum. Og loks kom lagiđ um voriđ og náđi nauđlega heim fyrir ţjóđhátíđina.“ - Sveinbjörn var síđan búsettur í Edinborg, nema hvađ hann átti heima 8 síđustu ćviárin í Winnipeg, Reykjavík og Kaupmannahöfn, ţar sem hann lézt, sitjandi viđ píanó sitt. En allt frá ţví, er hann samdi lagiđ viđ „Ó, guđ vors lands“, 27 ára gamall, hélt hann áfram margs háttar tónsmíđum alla ćvi, og eru ţeirra á međal ýmis ágćt lög viđ íslenzk ljóđ, ţótt lengstum vćri hann í litlum tengslum viđ ţjóđ sína og yrđi öllu fyrr kunnur sem tónskáld í dvalarlandi sínu en föđurlandi. Samt eru tónverk hans fremur samin í norrćnum anda en engilsaxneskum. Og í fámennum flokki íslenzkra tónskálda er hann bćđi međal brautryđjenda og međal ţeirra, sem hćst ber.

Lofsöngurinn virđist ţó ekki hafa vakiđ sérstaka athygli, hvorki ljóđ né lag, er hann var fluttur í fyrsta sinn af blönduđum kór viđ ţrjár hátíđaguđsţjónustur í dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. ágúst 1874. Ţann dag voru og sungin í Reykjavík 7 minni, sem Matthias hafđi ort ađ beiđni hátíđarnefndar, flest á einum .degi - svo hrađkvćđur gat hann veriđ. En lofsöngurinn er međal ţess fáa, sem hann orti fyrir ţjóđhátíđina af eigin hvötum.

Til hátíđarinnar hafđi drifiđ fólk hvađanćva af Íslandi og tignarmenn komiđ frá ýmsum löndum Norđurálfu og frá Vesturheimi. Međal ţeirra var Kristján IX, og var ţađ í fyrsta sinn, ađ konungur Íslands sótti ţađ heim. Hann fćrđi ţjóđinni ţá nýja stjórnarskrá, sem í voru fólgnar verulegar réttarbćtur (löggjafarvald og fjárforrćđi ađ nokkru). Var ţetta einn af áföngunum í endurheimt sjálfstćđisins (sem glatađist 1262-64), ţar sem hinir nćstu voru: heimastjórn (íslenzkur Íslandsráđherra, búsettur í Reykjavík) 1904, Ísland fullvalda ríki í persónusambandi viđ Danmörku (konungur Danmerkur einnig konungur Íslands) 1. des. 1918 - og loks lýđveldi (međ íslenzkum forseta) 17. júní 1944.

Međan fullveldiđ átti enn langt í land, var ekki um ađ rćđa neinn ţjóđsöng í venjulegum skilningi. En ţegar Íslendingar sungu fyrir minni ćttjarđarinnar, skipađi ţar öndvegis-sessinn á 18. öld og fram yfir aldamót „Eldgamla Ísafold“ eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841; ort í Kaupmannahöfn, sennil. 1808-09). En tvennt olli ţví, ađ ţađ gat ekki orđiđ ţjóđsöngur, ţrátt fyrir almennar vinsćldir. Annađ var, ađ heimţrá fćr ţar útrás í snuprum í garđ dvalarlandsins, nema í fyrsta og síđasta erindi, sem voru og oftast sungin. En einkum var hitt, ađ ţađ var sungiđ undir lagi enska ţjóđsöngsins (ţótt upphaflega muni ţađ samiđ viđ lag eftir Du Puy).

Á síđasta fjórđungi 19. aldar var Ó, guđ vors lands oft sungiđ opinberlega af söngfélögum. En ţađ var ekki fyrr en á tímabilinu frá heimastjórn til fullveldis, milli 1904 og 1918, sem ţađ ávann sér hefđ sem ţjóđsöngur. Viđ fullveldistökuna var ţađ leikiđ sem ţjóđsöngur Íslendinga og hefur veriđ ţađ ćtíđ síđan. - Íslenzka ríkiđ varđ eigandi höfundarréttar ađ laginu - sem áđur hafđi veriđ í eigu dansks útgáfufyrirtćkis - áriđ 1948 og ađ ljóđinu 1949.

Óneitanlega er samt annmarka á ţessu ađ finna sem ţjóđsöng. Íslendingar setja ţađ ađ visu lítt fyrir sig, ađ kvćđiđ er fremur sálmur en ćttjarđarljóđ. En lagiđ nćr yfir svo vítt tónsviđ, ađ ekki er á fćri alls ţorra manna ađ syngja ţađ. Almenningur grípur ţví oft til annarra ćttjarđarljóđa til ađ minnast lands síns, og er ţar á síđustu áratugum einkum ađ nefna „Íslandsvísur“ („Ég vil elska mitt land“) eftir Jón Trausta (skáldheiti Guđmundar Magnússonar, 1873-1918) undir lagi eftir séra Bjarna Ţorsteinsson (1861-1938) og „Ísland ögrum skoriđ“, erindi úr kvćđi eftir Eggert Ólafsson (1726-68), lagiđ eftir Sigvalda Kaldalóns (1881-1946). En hvorki hafa ţessi lög né önnur ţokađ „Ó, guđ vors lands“ úr ţjóđsöngs-sessi.

Ţađ hefur jafnvel hlotiđ ţeim mun meiri helgi sem ţví hefur síđur veriđ slitiđ út hversdagslega. Menn bera lotningu fyrir háleitum skáldskap kvćđisins – einkum fyrsta erindis, sem oftast er sungiđ eitt saman – og hiđ hátíđlega og hrífandi lag er Íslendingum hjartfólgiđ.

eftir Steingrím J. Ţorsteinsson. Áđur birt í Ó, guđ vors lands - ţjóđsöngur Íslendinga útg. af forsćtisráđuneyti 1957

 

©SigfúsSig. Iceland@Internet.is