Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir.

 

Fiska og sjávardýra fróðleikur.

 

  

 

 

 

Fiskar eru hryggdýr

Fiskar eru hryggdýr sem dvelja í vatni og anda með tálknum. Flestir fiskar eru með kalt blóð, en sumar tegundir háfiska og túnfiska eru með heitt blóð. Af fiskum finnast yfir 29.000 tegundir, svo þeir eru fjölbreyttasti hópur hryggdýra. Algengt er að skipta fiskum í vankjálka (Agnatha, t.d. steinsugur), brjóskfiska (Chondrichthyes - háfiskar og skötur) og beinfiska (Osteichthyes). Flokkunarfræðilega eru helstu hópar fiska af samhliða þróunarlínum og innbyrðis tengsl milli tegunda eru mjög umdeild.

Fiskar eru af öllum stærðum, allt frá 16 metra löngum hvalháfum Schindleria brevipinguis sem er aðeins um 8 mm. Ýmsar óskyldar tegundir vatnadýra bera fisksheiti, s.s. smokkfiskur, en þær eru ekki raunverulegir fiskar. Önnur vatnadýr, eins og hvalir, líkjast fiskum en eru í raun spendýr.

Þótt flestir fiskar lifi aðeins í vatni og séu með kalt blóð þá eru undantekningar frá báðum þessara einkenna. Fiskar úr nokkrum ólíkum hópum hafa þróað með sér hæfileika til að lifa á landi um lengri tíma. Sumir þessara láðs- og lagarfiska, eins og eðjustökkullinn, geta lifað og farið um á landi í nokkra daga í senn. Auk þess geta sumar tegundir fiska haldið háum líkamshita að vissu marki. Innvermnir beinfiskar eru allir í undirættbálkinum Scombroidei sem inniheldur meðal annars geirnef og túnfisk og eina tegund af „frumstæðum“ makríl (Gasterochisma melampus). Allir háfiskar af hámeraætt geta haldið jöfnum hita og vísbendingar eru um að þessi hæfileiki sé til staðar í ættinni Alopiidae (skottháfum). Varmajöfnunin er mismikil eftir tegundum, allt frá geirnefnum sem heldur aðeins hita á augum og heila, að túnfiskum og hámerum sem halda jöfnum hita yfir 20°C fyrir ofan umhverfishita vatnsins. Þótt innverming íþyngi efnaskiptunum er talið að hún feli í sér vissa kosti eins og meiri samdráttarkraft vöðva, örari vinnslu í taugakerfinu og hraðari meltingu.

Fiskar eru mikilvæg fæða manna á mörgum menningarsvæðum og fiskveiðar eru stundaðar alls staðar þar sem fiska er að finna. Í fiskeldi eru fiskar ræktaðir til manneldis. Vatnadýr eins og skeldýr eru kölluð skelfiskur í tengslum við matargerð. Fiskar eru líka veiddir og ræktaðir til skemmtunar og hafðir til skrauts í garðtjörnum og fiskabúrum.

vísindagrein sem rannsakar fiska sérstaklega heitir fiskifræði en fiskar eru viðfangsefni ýmissa annarra fræðigreina eins og sjávarlíffræði, vistfræði og lífeðlisfræði.

 

 

Hafið hefur átt mikinn þátt í því að móta Ísland

Á Íslands vefnum segir:
Hafið hefur átt mikinn þátt í því að móta Ísland og lífsafkoma Íslendinga hefur verið tengd hafinu gegnum aldirnar. Á fyrri hluta 20. aldarinnar komu næstum 90% af þjóðartekjum beint frá sjónum í formi afla og framleiðslu. Þetta staðfestir hversu gjöful sjávarmiðin kringum landið hafa verið. Hafstraumar sem innihalda næringarefni streyma upp undir yfirborð sjávar þegar þeir rekast á neðansjávarkanta kringum landið. Þar skapar sólarljósið og birtan, sem á sumrin er allt að 20 klukkustundir á sólarhring, ákjósanlegar aðstæður til að breyta einfrumungum í þörunga með ljóstillífun í miklu magni. Dýrasvif nærist á þörungunum og þar með allt vistkerfið, fiskar, hvalir og fuglar. Á fiskasíðunum, sem eru neðar á þessu blaði, er fjallað um helstu fisktegundir sem finnast hér við land. Um 320 tegundir hafa fundist í hafsvæðinu umhverfis Ísland, margar af þeim sjaldgæfir flækingar, en aðrar djúpsjávartegundir sem sjaldan veiðast. Hin síðari ár hafa æ fleiri sjaldgæfar tegundir fundist, aðallega vegna afkastameiri veiðarfæra, sóknar á dýpri hafsvæði og umfangsmeiri hafrannsókna.
Tvær helstu nytjategundir á fyrri hluta 20. aldarinnar voru þorskur og síld en á síðari hluta aldarinnar minnkaði síldarstofninn verulega. Loðnuveiðar öðluðust þann sess sem síldveiðar skipuðu áður og hefur loðnuaflinn stundum farið yfir milljón tonn á ári. Um það bil 30 tegundir eru veiddar svo einhverju nemi, en líklegt er að sú tala hækki eitthvað í framtíðinni þar sem flestir fiskstofnar eru undir strangri aflastýringu og sókn í nýja stofna því meiri en áður. Nýjasta viðbótin við afla íslenskra sjómanna er túnfiskur en framtíðin mun skera úr um hvort þar verður um áframhaldandi og arðbærar veiðar að ræða.
 

 

Gullfiskar eru á um 5% heimilum á íslandi.

Hundar næstvinsælastir á eftir köttum og eru á 8% allra heimila. Gullfiskar eru á álka mörgum heimilum og tjaldvagnar, fellihýsi og hjólhýsi eða tæpum 5 % heimila.  Páfagaukar koma þar á eftir og svo hestar sem teljast til gæludýra í rannsókn Hagstofunnar. Hamstrar koma á eftir hestunum í vinsældum og ekki er minnst á önnur dýr. Kristinn Þorgrímsson, verslunarstjóri í Dýraríkinu, segir að áhuginn fyrir óhefðbundnum gæludýr eins og froskum og salamöndrum sé að aukast en landfroskar eru svo til nýir í sölu hér á landi.