Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir.

 

Gullfiskar og aðrar fiskabúrs fiskar.

 

Froska fróðleikur.

 

Margt er athyglisvert hjá froskunum, td. að þar sem froskar hafa afar óþroskuð lungu anda þeir einnig með húð sinni.

 

Froskar koma úr eggjum og anda ungar þá til að byrja með tálknum sem síðan hverfa.

 

Svo segir inn á Dagfinni dýralæknir:

 

 

Froskdýr

FroskurTveir helstu hópar froskdýra eru froskar og salamöndrur.

Froskdýr eru hryggdýr sem á unga aldri líkjast fiskum, lifa í vatni og anda þá með tálknum, en þegar þau eldast skríða þau flest upp á land og anda þá með lungum og húðinni. Lungu eru óþroskuð og því anda þeir flestir einnig með húðinni og eru háðir því að húðin sé rök og þurfa því að vera í röku umhverfi.

Froskar klekjast úr eggi og nefnast þá halakörtur. Halakörtur hafa langan sundhala, eru með tálkn og lifa í vatni. Smám saman breytast halakörturnar, halinn rýrnar, fætur taka að myndast og tálknin hverfa, en lungu myndast í staðinn og dýrin skríða á land. Froskar eru háðir vatni því dýrin hverfa aftur til vatnsins til að verpa eggjum sínum.

Salamöndrur eru ólíkar froskum að því leyti að þær eru búklangar og með hala alla ævina, fætur eru styttri (sérstaklega afturfæturnir) Salamöndrur eru háðar raka líkt og froskar og verpa eggjum sínum í vatni og sumar þeirra ala allan aldur sinn í vatni.    ( Valdimar Helgason Hryggdýr)

 

 

 

Spurningar og svör á Vísindavefnum:

Hvernig gefa froskar frá sér eitur?
Hvernig æxlast froskar?
Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum?
Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?
Hvert er eitraðasta dýr í heimi?
Hvað eru til margar tegundir af froskum?
Hvar eru eyrun á froskum?

 

Á vísindavefnum segir einnig:

Óhætt er að segja að æxlunarhættir froska séu þeir „upprunalegustu“ meðal landhryggdýra, sérstaklega þegar haft er í huga að frjóvgun eggja verður fyrir utan líkama kvendýrsins en ekki innvortis eins og tíðkast meðal annarra landhryggdýra (fugla, skriðdýra og spendýra). Að því leyti líkjast æxlunarhættir froskdýra æxlunarháttum fiska frumstæð froskdýr voru fyrstu landdýr þróunarsögunnar. Fyrstu landdýrin þróuðust í skriðdýr og nokkrir hópar skriðdýra þróuðust síðan í fugla og spendýr.

Þegar líða fer að tímgun reyna karldýrin að heilla kerlurnar með því að kallast á í kapp við hver annan. Margir sem hafa dvalist erlendis í námunda við votlendi, kannast við „kvak“ í froskum að á ákveðnum árstímum. Kvendýrin velja síðan úr þann karl sem þeim finnst hafa kröftugasta kvakið. Þegar kvenfroskurinn nálgast hinn útvalda, fer karlinn upp á bakið á kvenfroskinum og heldur fast utan um kvendýrið, í stöðu sem dýrafræðingar nefna „amplexus“. Froskarnir eru oftast í þessari stöðu í fáeinar klukkustundir en geta verið að í allt að nokkra daga, þar til kvenfroskurinn losar eggin og um leið frjóvgar karlinn eggin með sæðinu.

Utan um eggin er hlaup sem hefur að geyma efnasambönd, sem valda því að eggin þenjast út, og eykur það líkurnar til muna að frjóvgun eigi sér stað. Eftir að æxlun á sér stað yfirgefa foreldrarnir frjóvgunarstaðinn, tjörnina eða annað votlendi. Mikill minnihluti frosktegunda sýnir afkvæmum eða frjóvguðum eggjum nokkra umhyggju; ungviðið þarf yfirleitt að heyja lífsbaráttuna eitt og sér án verndar foreldranna. Kvenfroskar geta losað nokkuð hundruð egg sem er nauðsynlegt vegna þess hve afföllin eru oftast gríðarlega mikil.

Hjá þeirri frosktegund sem hefur verið hvað mest rannsökuð, norður-ameríska trjáfrosknum (Rana sylvaticus), er æxlunartímabilið snemma á vorin. Í apríl hafa eggin síðan klakist út og litlar halakörtur synda um í tjörnum. Í júní eru körturnar komnar með fótleggi og þær hafa misst halann, sem auðveldaði þeim að komast leiðar sinnar í tjörninni. Á þessu stigi eru körturnar að undirbúa síðari hluta lífsferlisins, að gerast landdýr. Þegar körturnar eru tilbúnar að yfirgefa tjörnina eru þær smækkuð eftirmynd foreldra sinna og hefja þá leit að fæðu.

Jón Már Halldórsson. „Hvernig æxlast froskar? “. Vísindavefurinn 16.1.2003. http://visindavefur.hi.is/?id=3014. (Skoðað 31.1.2007).

 

 

Froskamyndir.

 

 

Hér eru ágætis froska upplýsingar á ensku:

 

 


© 2006 Globalsig./ Sigfús Sig. Iceland@Internet.is