Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir.

 

Gullfiskar og aðrar fiskabúrs fiskar.

  

 

Gullfiskar eru á álíka mörgum heimilum og tjaldvagnar

 

Three fish

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innflutningsleyfi

 

 


Samkvæmt reglugerð nr. 935/2004 um innflutning gæludýra og hundasæðis skal innflytjandi sækja um innflutningsleyfi til landbúnaðarráðuneytisins á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Innflytjandi skuldbindur sig og staðfestir með undirskrift sinni að hlíta í hvívetna öllum þeim fyrirmælum sem landbúnaðarráðherra og yfirdýralæknir setur sem skilyrði til innflutnings og einangrunar.

Einangrun
Öll gæludýr sem heimilað hefur verið að flytja til landsins skulu vera í einangrun í 4 vikur. Sækja þarf um pláss fyrir hunda og ketti í einangrunarstöð (annað hvort í Hrísey eða í Höfnum) en kanínur, nagdýr, búrfuglar, skrautfiskar og vatnadýr verða að vera í heimasóttkví, sem er tekin út af viðkomandi héraðsdýralækni fyrir komu dýrsins.

Heilbrigðisvottorð
Mikilvægt er að huga snemma að þeim kröfum sem gerðar eru um bólusetningar, blóðsýni o.fl. þar sem tiltekinn tími þarf að líða frá því að bólusett er og þar til dýrið má koma til landsins.

Sjá nánari upplýsingar um hverja dýrategund með því að smella á tenglana hér til vinstri.

 

 

 

 

 

 

 

Eru til villtir gullfiskar

 

 

Svokallaðir gullfiskar eru strangt til tekið aðeins ein tegund, Carassius auratus, en sú venja hefur skapast að kalla alla gulllitaða fiska í fiskabúrum og tjörnum þessu nafni. Gullfiskar tilheyra ætt karpa (Cyprinidae) og upprunalega lifa þeir villtir í vötnum og ám í Austur-Asíu.

Náttúrulegir gullfiskar eru ekki gylltir heldur er algengast að þeir séu grænbrúnir og steingráir. Breytileiki í lit gullfiska er þó mikill og átti það sinn þátt í að menn fóru að rækta upp hin ólíku litarafbrigði meðal þeirra. Talið er að Kínverjar hafi fyrstir manna farið að halda gullfiska í tjörnum sér til yndisauka, líklega ekki seinna en á valdatíma Sung ættarinnar (960 - 1279).

Margra alda kerfisbundin ræktun hefur nú skapað meira en 120 ólík afbrigði gullfiska sem hægt er að kaupa í gæludýraverslunum um allan heim. Þessi mikli breytileiki gullfiska nær ekki aðeins til litafars heldur líka til líkamslögunar þeirra.

Víða um heim hafa gullfiskar sloppið úr garðtjörnum og pollum og tekið upp hið gamla villta líferni. Það sem er merkilegt í því sambandi er að þessi ræktunarafbrigði hafa smám saman tekið upp gamla litarfarið og stækkað upp í náttúrulega stærð sem getur verið allt að 30 cm. Gullfiskar í búrum og tjörnum eru hins vegar venjulega aðeins 5-10 cm á lengd. Augljóst er að hið sterka náttúruval er hér að verki.

Gullfiskar eru alætur. Þeir éta þörunga, ferskvatnsplöntur, ýmis smádýr, svo sem krabbadýr og ýmsar skordýralirfur, til dæmis lirfu moskítóflugunnar.
 

Vísindavefurinn:
Jón Már Halldórsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafa gullfiskar gaman af dóti.

 

 

Þessari spurningu er erfitt að svara því að þekking okkar á hugsun og tilfinningalífi dýra er takmörkuð. Þó vita þau okkar sem hafa umgengist dýr að mörg þeirra geta leikið sér og haft af því gaman. Hver hefur til dæmis ekki séð hrafna sýna loftfimleika í háloftunum, kisur sem eltast við garnhnykla og hunda sem hlaupa um í eltingaleik?

Ekki er þó vitað hvenær eða hvernig dýr þróuðu með sér þennan hæfileika að geta leikið sér og haft af því gaman. Vangaveltur um það kalla fram fleiri og flóknari spurningar um eðli tilfinninga hjá dýrum. Við höfum lengi vitað að önnur spendýr sýna tilfinningar eins og reiði, hræðslu og umhyggju fyrir afkvæmum sínum. En tilfinningalíf frumstæðra dýra er mun einfaldara og grófara ef svo má segja. Frumdýr sýna til dæmis flóttaviðbrögð við miklu ljósi, hita eða öðrum þáttum sem gætu skaðað þau. Fræðimenn telja þó mjög ósennilegt ef ekki hreinlega útilokað að svo einfaldar lífverur hafi hæfileikann til þess að skemmta sér og leika sér. Því verður að teljast ólíklegt að fiskar hafi öðlast slíka andlega hæfileika.

Gullfiskaeigendur sem setja ýmislegt dót í búrið gera það kannski fyrst og fremst til þess að gera fiskabúrið meira aðlaðandi að horfa á. Ýmsar skrautlegar sjávarhallir og glitrandi fjársjóðir í kistum gera það skemmtilegra fyrir okkur að fylgjast með gullfiskunum. Enginn leið er að segja til um það hvort líðan fiskanna breytist eitthvað við að hafa dótið í kringum sig.

Ef margar og ólíkar búrfiskategundir eru saman í fiskabúri er algengt að fiskarnir marki sér svæði í búrinu. Mikið dót og fjölbreytilegt umhverfi í fiskabúrinu getur auðveldað fiskum að helga sér svæði og þeir fiskar sem verða á einhvern hátt undir í lífsbaráttunni geta fundið sér öruggt athvarf bak við einhvern hlutinn.


Myndina fengum við af vefsetrinu
www.upscm.fsnet.co.uk

Vísindavefurinn:

Jón Már Halldórsson líffræðingur

 

 

 

 

 

 

Ef á að fá sér "gullfiska"

 

 

Skrautfiskar eru til í ótal afbrigðum, mismunandi að lit og lögun. Sumir eru einlitir meðan aðrir eru marglitir. Þeir hafa líka mismunandi eiginleika. Eigendur gullfiska hafa oft gaman af að safna saman ýmis konar fiskum í stórt fiskabúr svo úr verður fallegasta skraut. En fiskarnir þurfa ekki að vera margir saman, sumir eiga einn gullfisk í skál sem er kúlulaga.

 

Ef ætlunin er að safna nokkrum fiskum í fiskabúr með dælu þarf að láta búrið standa með vatni en án fiska í nokkurn tíma til að vera viss um að allt sé í lagi. Að dælan virki og að réttur hiti sé á vatninu. Þann tíma er sniðugt að nota til að skoða fiska og ákveða hvernig fiskar eru valdir. Þegar þeir eru valdir er ágætt að fá góð ráð um hvaða fiskar eiga saman, sumir geta verið árásargjarnir og aðrir stækkað of mikið. Mikilvægt er að gæta þess að jafnvægi ríki í fiskabúrinu. Reglulega þarf að þrífa búrið vel og vandlega.

 

Gæludýravefur RUV

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gullfiskar eru á um 5% heimilum á íslandi.

 

 

Hundar næstvinsælastir á eftir köttum og eru á 8% allra heimila. Gullfiskar eru á álika mörgum heimilum og tjaldvagnar, fellihýsi og hjólhýsi eða tæpum 5 % heimila.  Páfagaukar koma þar á eftir og svo hestar sem teljast til gæludýra í rannsókn Hagstofunnar. Hamstrar koma á eftir hestunum í vinsældum og ekki er minnst á önnur dýr. Kristinn Þorgrímsson, verslunarstjóri í Dýraríkinu, segir að áhuginn fyrir óhefðbundnum gæludýr eins og froskum og salamöndrum sé að aukast en landfroskar eru svotil nýir í sölu hér á landi.

 

   
   
   
   

 

 

 

   
   
   
   
   

 

 

 

 


© 2006 Globalsig./ Sigfús Sig. Iceland@Internet.is 1