| 
             
            
               | 
            
               
            
            Blómin geta verið 
            hættuleg köttum. 
             
            Það eru ekki allir sem vita að blóm geta verið stórhættuleg og þá 
            sérstaklega fyrir loðnu vini okkar, kisurnar. Mörgum kisum finnst 
            gott að naga og éta blóm sem þær finna á heimilinu við misjafnar 
            undirtektir hjá eigandanum,þess vegna er gott að kynna sér þessa 
            síðu: 
             http://cfainc.org/articles/lilies.html
            
             
            Þessi tilteknu eitruðu blóm kunna 
            einnig að leynast úti í görðum sem erfitt er að fylgjast með.  
             Yfirleitt þurfa eigendur útikatta ekki að hafa áhyggjur 
             en innikettir sem sleppa út kunna ekki á hætturnar í kringum þá.                     
            
             Þarf 
            kötturinn minn ormahreinsun? 
            Já, það ætti að ormhreinsa ketti 
            helst tvisvar á ári. Spólormar eru algengir hjá köttum. Spólormar 
            eru langir og þunnir. Kettir geta líka smitast af bandormum.  
            Innyflaormar eru svo algengir að alla ketti þarf að hreinsa með 
            ákveðnu millibili og að alla kettlinga þarf skilyrðislaust að 
            ormahreinsa jafnvel með styttra millibili en fullorðna ketti.  
            Einnig er vert að benda á að mikla veiðiketti þarf að ormahreinsa 
            með skemmra millibili heldur en ketti sem eru friðarsinnar. Best er 
            að hafa samráð við dýralækni um skipulagningu ormahreinsunar fyrir 
            köttinn þinn.   
            Iðraormar: Kettlingar smitast strax 
            með móðurmjólkinni. Smit er algengast hjá útiköttum sem veiða og éta 
            bráð og þar sem margir kettir koma saman. Iðraormar eru 
            hættulegastir kettlingum ungum köttum, því mótstaða þeirra er lítil. 
            Fulloðnir kettir sýna yfirleitt lítill einkenni ormasmits, en eru 
            stöðugir smitberar. Kötturinn getur haft orma þótt þú sjáir engin 
            merki þess. Merki um smit er:   
            
              - Niðurgangur 
              
  
               
              - Uppköst  
 
              - Hósti  
 
              - Hiksti  
 
              - Mattur feldur  
 
              - Smáir kettlingar  
 
              - Vanþrif  
 
              - Þaninn kviður
 
             
            Spóluormar,bitormar og bandormar 
            hunda geta borist í ketti og frá köttum til hunda.. Mýs, 
            rottur,fuglar og skordýr geta verið hýslar lifra spóluorma og sumra 
            bandormstegunda. Spóluormar geta smitast í fólk, aðallega til barna 
            á aldrinum 0-5 ára. Spóluormar: Kattaspóluormurinn getur orðið allt 
            að 10 cm langur. Smit berst með saur eða bráð. Lirfurnar bora sig í 
            gegnum þarmveggina og berast með blóðrás til lifrarinnar. Þaðan 
            berast þær til lungnanna. Í lungunum fara þær inn í berkjurnar og 
            berast þaðan um barka upp í kok. Lifrunum er kyngt og úr maga berast 
            þær til smágirnis, þar sem þær verða kynþroska ormar, sem verpa 
            eggjum. Eggin berast út með saur. Smádýr sem mýs, fuglar og skordýr 
            éta eggin. Hjá fullorðnum köttum þróast aðeins fáar lirfur í 
            kynþroska orma vegna mótefna kattarins gegn ormum. Þess í stað 
            berast lirfur til ýmissa líffæra kattarins og leggjast þar í dvala. 
            Eftir got flakka lifrur úr líkama móður yfir í júgur og berast þaðan 
            með mjólkinni í kettlingana. Sé smitálag mikið á meðgöngu, fæðast 
            smærri og þróttminni kettlingar. Tveimur til þremur vikum eftir 
            fæðingu hafa kynþroska ormar þroskast í meltingarvegi kettlinganna 
            og endursmit verður til móður, er hún sleikir þá. Egg spóluorma eru 
            lífseig og lifa árum saman úti sem inni - þola frost,hita,sól og 
            hreingerningar. Stundum ælir kötturinn spólormum eða þeir sjást í 
            hægðum kattarins. Egg spólormsins sjást ekki vegna smæðar, en geta 
            verið í hægðum. Spólormar geta valdið vandamálum eins og þembu, 
            magakveisu og jafnvel hægðastoppi eða garnaflækju.   
            Bitormar hafa fundist í innfluttum 
            köttum en ekki greinst í íslenskum.   
            
            
             Bandormar: Margar 
            tegundir bandorma geta fundist í köttum, en eru ekki mjög algengir 
            hér á landi. Bandormar eru langir og flatir og liðskiptir, sem 
            líkjast hrísgrjónum í kattaskítnum eða í feldi kattarins. Bandormar 
            smitast sjaldnast beint á milli katta oftast eru smitleiðir í gegnum 
            millihýsla sem geta t.d verið nagdýr eða flær.
            
             
            Meðferð gegn iðraormum byggist á 
            því að fyrirbyggja smit og útrýma smiti. Tiltölulega auðvelt er að 
            meðhöndla ormasmit í köttum. Mörg mismundi lyf eru á markaðnum, sum 
            hver er jafnvel hægt að kaupa í apóteki án lyfseðils. Rétt er að 
            benda á að ekki eru öll þessi efni jafnvirk og sum virka einungis 
            gegn ákveðnum tegundum orma og öðrum ekki. Best er að láta 
            dýralæknirinn ormahreinsa köttinn um leið og bólusetning fer fram og 
            þess fyrir utan að hreinsa með spólormalyfi (Panacur eða Vermox) 
            þess á milli.   
            Útiketti er best að ormhreinsa 2-4 
            sinnum á ári. Inniketti 1-2 sinnum árlega. Best er að ormahreinsa 
            ketti áður en þeir fara á sýningar eða kattahótel. Læðum á að gefa 
            ormalyf fyrir pörun, fyrir got og aftur um leið og kettlingunum, 
            þegar þeir hafa náð 2-3ja vikna aldri og 5-6 vikna aldri. Gott er að 
            gefa kettlingum aftur fyrir bólusetningu 12 vikna gömlum.  
            (úr bæklingi um Panacur birt með leyfi Thorarensen lyf ehf.)   
            Drög að heilbrigðisreglugerð: 
            Fyrirbyggja skal sýkingar hjá mönnum af völdum spóluorma í köttum. 
            Kattareiganda eða umráðamanni kattar er skylt að láta ormahreinsa 
            kött sinn árlega og ber hann allan kostnað af hreinsun kattarins, 
            nema að annað komi fram í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags. 
            Skylt er að hreinsa alla ketti 4 mánaða og eldri. Kattareigandi skal 
            framvísa vottorði frá dýra1ækni um ormahreinsun kattarins ár hvert 
            til viðkomandi sveitarfélags. Láti eigandi ekki hreinsa kött sinn 
            skal heilbrigðisnefnd grípa til viðeigandi ráðstafana. Að öðru leyti 
            gilda ákvæði samþykkta einstakra sveitarfélaga. Setji sveitarfélag 
            sér samþykkt um kattahald skal í henni kveða á um hreinsun katta og 
            merkingu.   
            Grein á Dagfinni Dýralæknir. 
              
              
              
               | 
           
          
            
            
              | 
            
            
            
             Hvers 
            vegna á að gelda högna?
             
            Högnar fá með aldrinum einkenni sem gerir mönnum erfitt fyrir að 
            halda þá sem gæludýr. Eitt af þessu er mun sterkari hneigð meðal 
            högna en læða til að merkja sér svæði með því að míga umhverfis þau 
            (hland högna gefur frá sér afar sterkan þef) og tilhneigingu til að 
            tileinka sér stór svæði og verja þau af hörku gagnvart öðrum köttum. 
            Þetta þýðir að högnar þvælast mikið að heiman frá sér, oft í nokkra 
            daga í einu, og lenda reglulega í útistöðum og slagsmálum við aðra 
            ketti. Þetta þýðir ekki aðeins að högnar séu líklegir til að fá sár 
            sem þeir fá í slagsmálum, heldur baka þeir líka eigendum sínum 
            óvinsældir nágrannanna með því að ráðast á ketti þeirra. 
            
            
             Allir kettir, hvors 
            kyns sem þeir eru og hvort sem þeir eru ófrjóir eða ekki, eru 
            líklegir til að verja umráðasvæði sín, en þetta vandamál er langmest 
            þar sem um ógelta högna er að ræða.  
            Breimandi kettir í þéttbýli halda oft vöku fyrir fólki og gerir 
            katti óvinsæla hjá mörgum.  
            Heimiliskötturinn er bestur vanaður. Geltur köttur er líklegri til 
            að vera heilbrigðari en ógeltur köttur.   
            Hvað á köttur að vera gamall þegar 
            hann er geltur?  
            Hægt er að gelda ketti á hvaða aldri sem er, en yfirleitt er mælt 
            með því að það sé gert um fimm eða sex mánaða aldur. Þá hefur 
            kötturinn náð ákveðnum þroska en er varla orðinn nógu gamall til að 
            sýna högnastæla.   
            Breytast eðliseiginleikar kattarins 
            við geldingu?  
            Geltur köttur mun að sjálfsögðu ekki fá útlit og eiginleika frjós 
            högna, en gelding ætti ekki að breyta skapgerð hans og 
            eðliseiginleikum. Þar sem geltir högnar eru ekki eins uppteknir af 
            því að verja svæði sín og ógeltir, hafa þeir tilhneigingu til að 
            verða makráðir og fitna oft. Flestir högnar sem haldnir eru sem 
            gæludýr eru reyndar geltir, og veita eigendum sínum yfirleitt mikla 
            ánægju og félagsskap.   
            Getur verið hættulegt að gelda 
            ketti?  
            Þar sem hvort heldur ófrjósemisaðgerð á læðum eða gelding högna 
            krefst svæfingar getur nokkur áhætta fylgt slíkum aðgerðum. Upp geta 
            komið vandamál sem eiga rætur að rekja til svæfingarinnar, svo sem 
            innvortis blæðingar í kjölfar aðgerðarinnar eða sýkingar. Þó að hver 
            sá sem lætur gæludýr
             sitt gangast 
            undir aðgerð verði að vera undir það búinn að einhver áhætta geti 
            verið því samfara, skal lögð á það áhersla að aðgerðir á ungum og 
            heilbrigðum köttum takast í langflestum tilfellum mjög vel og 
            vandamál í kjölfar þeirra eru afar sjaldgæf. Það má staðhæfa að 
            meiri áhætta geti fylgt því fyrir læðu að ganga með og eignast 
            kettlinga en áhættan sem fylgir ófrjósemisaðgerð.   
            Grein á Dagfinni Dýralæknir. 
              
              
              
              
               | 
           
          
            
            
              | 
            
              Uppeldi 
            katta. 
            Læður geta eignast nokkur got af 
            kettlingum á ári hverju allt þeirra líf. Læður verða breima með 
            reglulegu millibili árið um kring, þó oft ekki um dimmustu 
            vetrarmánuðina þó reyndar sé engin trygging fyrir því . Nokkrar 
            kattategundir þó einkum Síams og Burmar verða breima með reglulegu 
            millibili allan ársins hring. Það tímabil sem læðurnar eru breima 
            getur verið all misjafnt, frá 3 - 10 dögum. Ef þær verða ekki 
            kettlingafullar á þessum tíma líða oftast fjórar vikur þangað til 
            nýr hringur hefst. Þetta tímabil er misjafnt milli einstaklingat og 
            sérstaklega "orientalkynin" breima með styttra millibili. Breima 
            læða verður hávaðasamari og kelnari en venjulega. Hún veltir sér 
            mikið á gólfinu og lyftir afturendanum ef henni er strokið. Oft 
            kemur fyrir að fólk heldur að þessi breytta hegðun stafi af því 
            kötturinn sé hreinlega veikur en svo er ekki, allt á þetta sér 
            eðlilegar skýringar.  
            Best er að láta "taka læðuna úr 
            sambandi" nema fólk treysti sér að finna heimili fyrir allan þennan 
            fjölda kettlinga eða er með kattaræktun. Það má ekki gleymast að 
            þrátt fyrir að læðunni sé ekki hleypt út heldur hún kynhvötinni og 
            getur haldið vöku fyrir heimilsfólki svo ekki sé minnst á 
            nágrananna. Breima læða grípur hvert tækifæri sem hún fær til að 
            reyna að skreppa út sem getur leitt til stefnumóts við 
            hverfisfressið!  
            Hægt er að gefa læðum 
            getnaðarvarnarpillur einu sinni í viku eða sprauta læðurnar  
            á 4- 5 mánaða fresti með getnaðarvarnalyfi. Hafa verður í huga að 
            til þess að sprauturnar eða pillurnar virki verður að gæta fyllstu 
            samviskusemi á þeim tíma er dýralæknir segir til um á milli inngjafa 
            eða sprautumeðferðar. Mjög algengt er að það gleymist að gefa 
            pilluna með þeim afleiðingum að læða verður kettlingafull. 
             
            Ef kisa verður kettlingafull er 
            algengasti meðgöngutími 63- 68 dagar en getur þó verið milli 60 og 
            70 dagar. Á þessu tíma getur orðið einhver breyting á 
            hegðunarmynstri læðunar. Hún getur þarfnast ákaflega mikillar 
            athygli eða hún fer meira sínar eigin leiðir. Þegar fer að styttast 
            í fæðinguna fer kisa að leita sér að bæli. Oft er hægt að létta 
            undir með læðunni og hjálpa henni að búa til fleti t.d úr pappakassa 
            og gömlum handklæðum og láta á hlýjan og rólegan stað. Tiltölulega 
            sjaldgæft er að læður eigi við einhverja fæðingarörðuleika að 
            stríða.  
            Stöku sinnum kemur þó fyrir að 
            gripa þarf inn í og hjálpa læðunum. Það getur verið að grind 
            læðunnar sé of þröng, að kettlingarnir liggi illa eða læðan verði 
            hreinlega uppgefin ef fæðing gengur illa eða ef kettlingar eru mjög 
            margir. Af áðurgreindum ástæðum getur verið gott að fylgjast með 
            læðunni meðan á fæðingu stendur. Nauðsynlegt er að hringja í 
            dýralækni ef læðan hefur miklar hríðir og ekkert gerist eða ef 
            kettlingur er fastur í fæðingarveginum. Ef upp koma einhver 
            vafaatriði er réttast að hringja í dýralækni og fá nánari 
            upplýsingar. Ef til þess kemur að hjálpa þarf læðunni og toga 
            kettlingana úr fæðingarveginum munið þá eftir að fara að aöllu með 
            gát og rífa naflastrengin og skilja eftir ca 2 cm bút á kettlingnum. 
            Það á alls ekki að klippa á naflastrenginn það getur orsasakað 
            blæðingar. Ef kettlingurinn andar ekki sjálfur gæti verið vökvi 
            lungum hans. Takið kettlinginn í lófann og hallið kettlingnum í 
            lóðrétta stöðu með höfuðið niður og hristið hann varlega til að 
            reyna að fá vökvann úr lungunum. Strjúkið hnakka og kvið 
            kettlingsins með handklæði til að reyna að örva öndunina. Stundum 
            getur verið gott að gefa kettlingnum vænan selbita í nasirnar við 
            það fer öndunin oft í gang. Þegar tekist hefur að koma önduninni i 
            gang skilið þá kettlingnum til læðunnar og andið léttar ! 
             
            Stundum kemur fyrir að læðan 
            mjólkar ekki eða kettlingur of veikburða til að sjúga. Hægt er að 
            kaupa
            
            tilbúna mjólk, en líka er hægt að búa til blöndu. 
            
              0,8  lítrar mjólk  
            
              0,2 lítrar 12% rjómi 
            
              1 eggjarauða 
            
              6 g beinmjöl 
            
              10 stk sítrónusýrutöflur (leyst upp 
              í matskeið af vatni) 
             
            
              Gott að setja dálítið af vítamínum 
              út í 
            
                
            
              Hita blönduna í 40 gráður og setja 
              þá sítrónublönduna í. 
            
                
            
                
            
              Magn sem er gefið kettlingi eftir 
              aldri: 
            
              3 daga  15-20% af líkamsþunga 
            
              7 daga 22-25% af líkamsþunga 
            
              14 daga 30-32% af líkamsþunga 
            
              21 daga 35-40% af líkamsþunga 
            
                
            
              10-12 daga geta kettlingar oft 
              byrjað að borða aðeins mat með t.d. kjötfars. 
            Grein á Dagfinni Dýralæknir. 
              
              
              
              
            
              
                
                
                  
                      
                      Spóluormar í 
                      köttum (Toxocara cati) 
                        
                      04.01.2006 | Helga 
                      Finnsdóttir 
                      
                      Aðalhýsill þessa 
                      spóluorms (Toxocara cati)er kötturinn, en 
                      millihýslar geta verið bæði smáfuglar og meindýr    
                      
                      
                      Einkenni
                      spóluormasmits er 
                      niðurgangur, þaninn kviður og ljótur og mattur feldur. 
                      Þessi einkenni eru algengast hjá kettlingum og ungum 
                      köttum, en fullorðnir kettir eru oft einkennalausir, þó 
                      þeir geti verið fullir af ormum. Verði kisi veikur, og 
                      kasti upp, bregður eigandanum oft verulega þegar hann sér 
                      hrúgu af iðandi ormum á gólfinu.    
                      
                         
                      
                      
                      Eggin eru örsmá (nánast ósýnileg með 
                      berum augum), en mjög klístrug sem auðveldar þeim að 
                      ,,líma” sig hvar sem er og á hvað sem er. Þau eru afar 
                      lífseig og geta lifað í umhverfinu svo árum skiptir.  
                      
                        
                      
                        
                      
                        
                      
                        
                      
                      
                       Ormarnir eru 
                      hvít-gráir á litinn og geta orðið allt að 10 cm langir. 
                      Ekki er erfitt að staðfesta ormasmit í ketti, því 
                      það leynir sér sjaldnast. Leiki grunur á að kisa sé með 
                      orma, má taka saursýni og leita að eggjum í því. 
                       
                      
                        
                      
                        
                      
                        
                      
                        
                      
                        
                      
                        
                      
                      
                      Smitleiðir  og lífsferill  
                       
                      
                        
                      
                      
                      
                       1. 
                      Egg
                      
                       
                      
                      
                      
                      2. Smitleiðir eru margar
                      
                       
                      
                      
                      
                      3. Millihýslar
                      
                       
                      
                      
                      
                      4. Lirfur í dvala í líkama kisu
                      
                       
                      
                      
                      
                      5. Lirfur berast í kettlinga með mjólkinni
                      
                       
                      
                      
                      
                      6. Lirfurnar ná kynþroska í þörmunum
                      
                       
                      
                      
                      
                      7. Eggin verða að lirfum sem berast frá þörmum með blóðinu 
                      að lifur, þaðan í lungu og upp barkann og niður í maga þar 
                      sem þær verða kynþroska og byrja að verpa eggjum sem 
                      berast út með saurnum. 
                      
                       
                      
                       
                      
                       
                      
                       
                      
                        
                      
                        
                      
                        
                      
                        
                      
                      
                      
                      Fullorðnir kettir 
                      
                      
                      Algengast er að kettir smitist við að veiða og éta sýkta 
                      fugla og meindýr. Þá losna lirfur sem liggja í dvala í 
                      vefjum bráðarinnar úr læðingi og berast með blóðinu um 
                      líkama kattarins. Þær ná ákveðnum þroska á ferðalaginu sem 
                      endar í þörmunum. Þá eru lirfurnar orðnar að kynþroska 
                      ormum sem  mynda egg. Eggin berast út með saurnum og 
                      hringrásin heldur áfram (7).  
                      
                      Frá 
                      því að kisi étur músina eða fuglinn og þangað til egg 
                      byrja að ganga út með saurnum, líða 2 – 4 vikur. 
                       
                      
                      
                      Kettir smitast einnig við að sleikja í sig egg sem verða á 
                      vegi þeirra í umhverfinu (2). Eggin klekjast í 
                      maganum og verða að lirfum sem bora sig í gegnum 
                      magaslímhúðina inn í blóðrásina og berast með henni til 
                      lifrar og lungna. Þaðan hóstar kisi þeim upp barkann og 
                      kyngir þeim svo niður vélindað í magann og þar þroskast 
                      þær í orma (7). Sumar lirfur ljúka ekki 
                      ferðalaginu heldur leggjast í dvala í vöðvum (4).
                       
                      
                      
                        
                      
                      
                      
                      Kettlingafullar læður 
                      
                      
                      Lirfurnar berast ekki í fóstur á meðgöngunni. 
                       
                      
                        
                      
                      
                      
                       Kettlingarnir
                       
                      
                      
                      smitast nýfæddir með móðurmjólkinni, en lirfurnar berast í 
                      þá strax og þeir fara á spena (5). Ormarnir ná 
                      fullum þroska (kynþroska) í þörmum kettlinganna á 3 – 4 
                      vikum og þá geta þeir gengið niður af þeim eða sést í 
                      uppkasti. Egg kynþroska orma smita svo umhverfið og 
                      endursmita kettlingana.    
                      
                        
                      
                        
                        
                      
                      
                      
                        
                      
                      
                      Smit í fólk er 
                      ekki algengt. Hugsanlega má þakka það þeim sið katta að 
                      grafa yfir saurinn og fela hann. Spóluormaeggin eru hins 
                      vegar afar lífseig og geta lifað í umhverfinu svo árum 
                      skiptir.
                       
                      
                      
                      Almennt er álitið að fólk smitist einna helzt með  
                      menguðum jarðvegi og illa þvegnu grænmeti. Það er því full 
                      ástæða til að gæta fyllsta hreinlætis, sérstaklega þegar 
                      börn eða einstaklingar með skert ónæmi eiga í hlut.    
                      
                        
                      
                        
                      
                        
                      
                      
                      
                      Tíðni spóluorma 
                      í köttum á Íslandi hefur verið rannsökuð nokkrum sinnum, 
                      bæði með krufningum og mælingum á mótefnum í blóði. Fyrstu 
                      rannsóknina á spóluormum í köttum gerði danski læknirinn 
                      Harald Krabbe eftir miðja 19. öldina og fann þá þráðorma (Toxocara 
                      cati) í 51.6% þeirra katta sem hann krufði.1 
                      Árið 1993 var gerð rannsókn á tíðni T. cati í saur 
                      eða meltingarvegi 64 katta og fannst hann í 12.5% þeirra 
                      katta sem rannsakaðir voru2 
                        og árið 2002 
                      voru mæld mótefni gegn T. cati í blóði íslenzkra 
                      katta og var tíðnin þar 68%3. 
                      
                      
                      1.    
                      
                      
                      
                      Páll Agnar Pálsson. 
                      Echinococcosis and its elimination in Iceland í bókinni 
                      ,,Harald Krabbe: Dagbog fra Island. Ferðasaga (1863, 1870, 
                      1871)" København 2000, bls. 93 – 100.   
                      
                      
                      2.    
                      
                      
                      
                      Þorleifur Ágústsson, líffræðingur, 
                      Sigurður H. Richter, dýrafræðingur. 
                      Sníkjudýr í og á köttum í Reykjavík og nágrenni. 
                      Dýralæknaritið í desember 1993, bls. 24 – 29. 
                      
                      
                      3.    
                      
                      
                      
                      Margrét K. Guðnadóttir.  A 
                      seroepidemiological study on the prevalence of 
                      Toxocara canis and Toxocara cati in Icelandic 
                      dogs and cats, A veterinary thesis. KVL 2002 
                      
                        
                      
                      
                      
                      Eru allir kettir smitaðir? 
                      
                      Það 
                      er mun meiri hætta á að spóluormar finnist í þeim köttum 
                      sem valsa út og inn og hafa tækifæri til að veiða. Tíðni 
                      ormasmits í innikisum, þ.e. þeim köttum sem alfarið er 
                      haldið inni, er hins vegar mjög lágt. (Það á reyndar 
                      einnig við um fleiri sníkjudýrasjúkdóma - lesið greinina 
                      um  bogfrymlasótt 
                      í köttum.) Tíðni spóluormasmits hjá kettlingum 
                      fer eftir aldri og hversu vel þeir eru meðhöndlaðir með 
                      viðeigandi lyfjum. 
                      
                      
                      Miðað við niðurstöður rannsóknanna sem getið er hér að 
                      ofan, komast nærri 7 af hverjum 10 köttum í snertingu við 
                      spóluorma og hafa myndað mótefni gegn þeim. 
                      
                        
                      
                      
                      
                      Meðhöndlunin felst 
                      í að gefa viðeigandi lyf gegn spóluormum og gæta þess 
                      að gefa kettlingum nógu snemma.  
                      
                        
                      
                      
                      Kettlingar: 
                      4, 6, 8 og 12 vikna.  
                      
                        
                      
                      
                      Hálfstálpaðir kettir: 
                      3 – 4 á ári, þ.e. á 3ja mánaða fresti. 
                      
                        
                      
                      
                      Fullorðnir kettir:
                       Meðhöndlunin þarf að miðast 
                      við lífsstíl kattarins, þ.e. kettir sem veiða þurfa oftar 
                      lyf en þeir kettir sem fara aldrei út.  
                      
                      Því 
                      miður reynast innfluttir kettir oftar hafa ormasmit en 
                      ,,heimakettir”og því er afar brýnt að gæta þess að gefa 
                      bæði þeim, og sérstaklega kettlingum, ormalyf. 
                       
                      
                        
                      
                        
                      
                      
                      Kattaeigendur 
                       
                      
                      
                      eru hvattir til að ráðfæra 
                      sig við okkur dýralæknana á stofunni um lyf og meðferð.
                       
                      
                      
                      Við seljum ormalyf í 
                      kvoðuformi sem er mjög auðvelt að gefa ungum kettlingum. 
                    
                    
                  
                  
                  Af hverju sjúga sumir 
                  kettlingar ull? Er það hættulegt?  
                   
                  Rétt eins og ungbörn þykir kettlingum gott að sjúga, jafnvel 
                  eftir að búið er að venja þá frá móður sinni. Sumir kettlingar 
                  taka upp á því að sjúga ýmiss konar efni, einkum ull. Þetta 
                  ætti helst ekki leyfa þar sem kettlingurinn gleypir þræði úr 
                  ullinni sem geta valdið harðlífi eða þarmastíflum. Best er að 
                  fjarlægja efnið sem kettlingurinn vill sjúga ef það er hægt. 
                  Því hefur verið slegið fram að kettlingar sjúgi fremur ull 
                  þegar þeir eru svangir eða ef þeir fá ekki nóg af *fíberefnum 
                  í mat sínum. Reynandi er að gera tilraunir með breytingar á 
                  mataræði og athuga hvort það kemur að gagni - stundum er gott 
                  að gefa þurrmat með öðrum mat til að bæta úr þessu. Hægt er að 
                  gefa aukaskamt af *fíberefnum, svo sem *hveitiklíð, blandað í 
                  matarskammtinn. 
                    
                    
                    
                    
                    
                    
                    
                  
                    
                   
                 
                 | 
               
              
                | 
                 
                  
                
                
                  Smitandi 
                lífhimnubólga í köttum - FIP 
                
                  
                
                07.03.2006 | Helga Finnsdóttir 
                
                Smitandi 
                lífhimnubólga í köttum (Feline infectious peritonitis) er ekki  
                algengur sjúkdómur, en hins vegar mjög alvarlegur og hefur til 
                skamms tíma verið talinn algjörlega ólæknandi. Sjúkdómurinn 
                leggst aðallega á unga ketti og er dánartíðnin þeirra katta sem 
                veikjast mjög há, eða nærri 100%.  
                
                Margir 
                þættir geta orðið þess valdandi að köttur veikist, smitist hann 
                af veirunni og má þar nefna magn og hversu meinvaldandi hún er, 
                aldur kisu, tegund og streituálag í umhverfi hennar. Smitandi 
                lífhimnubólga er mun algengari hjá hreinræktuðum köttum en 
                venjulegum heimilisköttum og sumar kattategundir, svo sem síams, 
                burma- og persakettir, eru  móttækilegri fyrir sjúkdóminum en 
                aðrar tegundir.   
                
                  
                
                
                  
                
                Orsök 
                
                Orsök 
                sjúkdómsins er Coronaveira (FCoV), en af henni finnast mörg 
                afbrigði eða stofnar sem eru misjafnlega sjúkdómsvaldandi, 
                en flestir þeirra valda sem betur fer aðeins smávægilegum og 
                saklausum niðurgangskvillum í köttum.  
                
                
                Stofnarnir FECV (feline enteric corona virus) og FIPV (feline 
                infectious peritonitis virus) eru þeir stofnar veirunnar sem 
                skipta máli fyrir köttinn. Stofninn FECV er mjög algengur og  
                veldur engum eða vægum klíniskum einkennum, en FIPV er hins 
                vegar skaðvaldurinn sem veldur sjúkdóminum sem við köllum 
                smitandi lífhimnubólgu. Reyndar eru skilin milli stofnanna 
                flókin og þeir eru einnig misjafnlega meinvaldandi. 
                
                Veiran 
                veldur aðeins alvarlegasta sjúkdómsafbrigðinu komist hún inn í 
                ákveðnar blóðfrumur (macrophage) þar sem hún fjölgar sér og 
                dreifist með blóðrásinni um líkamann. Hvers vegna það gerist er 
                ekki vitað og er reyndar eitthvað sem enginn kann skýringu á. 
                     
                
                Í raun má 
                segja að nafn sjúkdómsins, þ.e. smitandi lífhimnubólga, sé 
                villandi, því hann veldur ekki bara lífhimnubólgu, heldur 
                skemmir æðar, veldur æðabólgum og sýkingum í líffærum og stafa 
                klínisk einkenni hans af því hvaða æðar skemmast og til hvaða 
                líffæra skemmdu æðarnar liggja. 
                
                  
                
                
                  
                
                Smit  
                og smitdreifing 
                
                Veiran 
                FCoV er mjög smitandi og smitar nánast hvern þann kött sem kemst 
                í snertingu við hana. Aðalsmitleiðin er annað hvort bein, þ.e. 
                með saur, eða óbein, þ.e. með saurmenguðum hlutum svo sem 
                afnotum af sama sandkasanum, saurmenguðum matarílátum, óhreinum 
                snyrtiáhöldum, óhreinum fatnaði, skófatnaði eða óhreinum höndum. 
                Smit getur einnig borizt í ketti, t.d. við feldhirðu þegar 
                veirumenguð hár  þyrlast upp og kisa andar þeim að sér. 
                 
                
                   
                
                Kisa A (1) er heilbrigður 
                smitberi sem dreifir veirunni allt í kringum sig (2) og smitar  
                kött B
                
                Kisa A (3) losnar við 
                veiruna, en kisa B skilur nú út veiru og endursmitar köttinn A 
                (5)
                
                Kisa B losnar við veiruna 
                (6) en þá er kisa A (5) byrjuð á nýjan leik. 
                
                  
                
                  
                
                Smit 
                getur, í algjörum undantekningartilfellum, einnig átt sér stað 
                um fylgju til fósturs og fæðast kettlingarnir þá ýmist veikburða 
                eða dauðir. 
                
                  
                
                Flestir 
                kettir veikjast á aldrinum 6 – 24 mánaða, en geta smitast strax 
                 5 – 7 vikna þegar mótefnin, sem þeir fengu gegn sjúkdóminum frá 
                læðunni með broddmjólkinni, hafa lækkað það mikið að þau veita 
                ekki lengur vernd.  
                
                  
                
                Við smit 
                fjölgar veiran sér fyrst í kokinu, en síðan aðallega og nær 
                eingöngu í slímhúð þarmanna. Smitdreifingin á sér stað með 
                saurnum, en veiran getur dreifst með munnvatni í upphafi 
                smits.   
                
                  
                
                
                Þegar kisa smitast af veirunni FCoV, 
                gerist  eitt af  eftirfarandi:  
                 
                
                1. Kisa 
                fær sjúkdóminn smitandi lífhimnubólgu. 
                
                2. Veiran 
                fjölgar sér, mótefni myndast í blóðinu og það myndast ónæmi gegn 
                veirunni sem hættir að fjölga sér, mótefnin lækka og hverfa með 
                tímanum (<10). Flesti kettir (58% ) skilja veiruna út í um 
                mánaðartíma, en hér um bil allir kettir (95%) eru lausir við 
                hana 9 mánuðum eftir smit. Á meðan veiran er í líkamanum er 
                kötturinn heilbrigður smitberi, þ.e. skilur út veiruna í 
                saurnum. 
                
                3. 
                Kisa losnar ekki við veiruna (13%) og verður þ. a. l. 
                heilbrigður smitberi ævilangt. Sumir þessara katta geta verið 
                með langvarandi niðurgang.  
                
                4. 
                Einhverjir kettir (4%) virðast svo hafa algjöra mótstöðu 
                gagnvart veirunni, skilja  hana ekki út með saur og 
                mótefnamyndunin er vart mælanleg þrátt fyrir smit. 
                 
                
                  
                  
                
                
                Sjúkdómseinkenni   
                
                af völdum 
                veirunnar FCoV eru mörg, en oftast væg þegar um er að ræða smit 
                með veiru af stofnium FECV. Stundum er kisa einkennalaus og 
                stundum sést niðurgangur í skamman tíma. Sé aftur á móti um að 
                ræða FIPV, hina skæðu meingerð veirunnar, bregst varnarkerfi 
                líkamans við árásinni, veiran fjölgar sér óheft og berst með 
                blóðrásinni um líkamann og veldur hinum banvæna sjúkdómi.           
                
                Það geta 
                liðið vikur, mánuðir og jafnvel ár frá því að kisa smitaðist þar 
                til  sjúkdómurinn kemur í ljós og geta umhverfisáhrif eins 
                og álag og streita flýtt fyrir framgangi hans. Þegar ungir 
                kettlingar smitast líður yfirleitt ekki langur tími frá smiti 
                til veikinda, en hjá eldri köttum er aðdragandinn lengri og 
                byrjunareinkennin óljósari, en ágerast smá saman.    
                
                    
                 
                
                
                Sjúkdómsmyndirnar eru tvær; þ.e. vökvasöfnun í holrúmum líkamans 
                (effusive/wet FIP) eða bólguhnútar í líffærum (noneffusive/dry 
                FIP). Fyrri sjúkdómsmyndin er mun bráðari en sú seinni og 
                einkennin greinilegri. Algengt er að báðar sjúkdómsmyndirnar 
                fari saman. sem gerir greininguna enn erfiðari.    
                
                  
                
                
                a. Vökvaformið  
                
                Í byrjun 
                sést lystarleysi, deyfð og hár hiti og vegna æðaskemmdanna ber 
                fljótlega á einkennum vegna vökvasöfnunar í holrúmum líkamans, 
                þ.e. kviðar – og brjóstholi, gollursholi, við nýru og í pung. 
                Sjúkdómurinn ágerist og kisa horast  nokkuð hratt og 
                afholdgast, vöðvarýrnun verður áberandi og sérstaklega þaninn 
                kviðurinn. Skert lifrar- og nýrnastarfsemi verður greinileg, 
                vessaþurrð, hjartsláttartruflanir og andnauð sem stafar af 
                vökvasöfnuninni í brjóstholinu.   
                
                   
                
                  
                
                
                                                          Þaninn 
                kviðurinn er greinilegur
                
                
                
                                                                                                   
                
                  
                
                
                b. 
                Þurraformið 
                
                Þurraform 
                sjúkdómsins er frekar hægfara og klínisk einkenni þess koma 
                seinna í ljós og eru bæði óljósri og vægari í byrjun. 
                Byrjunareinkennin eru eins og hér að ofan, þ.e. hár hiti sem 
                lækkar lítið, lystarleysi, deyfð og afholdgun. Veiran myndar 
                bólguhnúta í þeim líffærum sem hún berst til og flest öll 
                líffæri geta orðið fyrir barðinu á henni. Aðallega sækir hún í 
                lífhimnu, nýru, lifur, æðahjúp augnanna og taugakerfi. Einkennin 
                fara svo eftir því hvar hana ber niður og hversu miklar 
                skemmdirnar verða. Við nýrna- eða lifrarbilun sést aukinn 
                þorsti/gula, í augunum bólga í lithimnu og   skemmdirnar í 
                miðtaugakerfi valda skjálfta, riðu,  lömun eða flogum. Uppköst, 
                niðurgangur og sykursýki geta stafað frá sýkingu í brisi og svo 
                getur sést sambland af mörgum einkennum.   
                
                
                  
                
                  
                
                
                Greining og rannsóknir 
                
                Greining 
                á smitandi lífhimnubólgu er mjög erfið og nánast ómöguleg vegna 
                þess hve sjúkdómseinkennin eru mörg og ólík og minna um margt á 
                einkenni annarra sjúkdóma.  
                
                Endanleg 
                staðfesting sjúkdómsins fæst oftast ekki fyrr en við krufningu, 
                en í einstaka undantekningartilfelli við vefjaskoðun, náist sýni 
                af bólguhnút. Nefna má, a ð 
                af þeim sýnum sem dýralæknar senda til rannsókna á 
                rannsóknastofu vegna gruns um smitandi lífhimnubólgu, er aðeins 
                hægt  í 18% tilfella að staðfesta sjúkdóminn. Þegar grunur 
                vaknar að um smitandi lífhimnubólgu sé að ræða og vökvasöfnun í 
                kviðarholi er auðsæ, ætti að taka sýni af vökvanum, en strágult 
                og seigt útflæði er eitt af meinkennum hans.  
                
                  
                
                  
                
                  
                
                  
                
                Mæling á 
                mótefnum í blóði er mikilvægur liður í greiningu sjúkdómsins, en 
                það verður að undirstrika, að hvorki er mögulegt að staðfesta 
                eða útiloka smitandi lífhimnubólgu með mótefnamælingunni einni 
                saman. Við nýsmit myndast mótefni, en þau lækka oftast fljótlega 
                og eru í flestum tilfellum horfin (<10) innan mánaðar (sjá 
                kaflann um mótefni/ekki mótefni hér að neðan) Mikil hækkun 
                mótefna, 1280 eða meira getur,  ásamt öðrum 
                sjúkdómseinkennum, verið vísbending  um  smitandi 
                lífhimnubólgu, en há mótefni ein og sér eru 
                EKKI staðfesting á að kisa sé með sjúkdóminn. Við  
                mótefnahækkun ætti að mæla þau aftur 2 – 3 mánuðum seinna til að 
                sjá hvort þau hafi ekki lækkað.  
                
                
                Mótefnamælingar geta hvorki sannað né afsannað að veiran sem 
                smitaði kisu sé banvæn eða ekki. Mælist mótefni í blóði er það 
                aðeins staðfesting á að kisa hafi smitast.af veirunni FCoV og að 
                möguleikinn á að sjúkdómurinn geti brotist fram sé fyrir hendi. 
                Sé um umtalsverða hækkun að ræða, er mikilvægt að forða kisu frá 
                öllum streituvaldandi umhverfisþáttum (sjá sjúkdómavarnir). 
                
                Sérhæfðar 
                rannsóknarstofur erlendis telja sig geta boðið upp á rannsókn 
                sem í jafnvel 90% tilfella staðfestir eða leiðir líkur á að um 
                smitandi lífhimnubólgu sé að ræða. Skoðaðir eru þá nokkrir 
                þættir eins og mótefni í blóði, gildi albúmíns og glóbúlíns 
                (A:G) í útflæði eða blóðvökva og blóðmynd.  
                
                
                  
                
                  
                
                
                Meðferð                                                                                                                                       
                
                
                            
                Smitandi lífhimnubólga er ólæknandi sjúkdómur og því felst 
                meðferðin fyrst og fremst í líknandi meðferð, þ.e. næringu og 
                vökvameðferð – og þess sem er allra mikilvægast, umhyggju og 
                nostri. Samhliða eru gefin breiðvirk sýklalyf og ónæmisbælandi 
                lyf (Prednisolon/nýrnahettusterar) því sjúkdómurinn ræðst á 
                ónæmiskerfið. Þessi meðferð getur í bezta falli létt á 
                sjúkdómnum um stundarsakir. 
                
                Erlendis 
                eru til veirudrepandi lyf, svokölluð interferón (IFN omega), sem 
                hafa verið reynd og notuð til meðhöndlunar á köttum með smitandi 
                lífhimnubólgu. Talið er að þau geti læknað um þriðjung veikra 
                katta. En lyfið eitt sér er ekki nægilegt (– sum þessara lyfja 
                eru reyndar verulega hættuleg köttum vegna eitrunaráhrifa) því 
                meta verður sjúkdómsástand kisu í hverju tilfelli fyrir sig, 
                hefja meðferð strax og sjúkdómseinkennin gera vart við sig og 
                síðast en ekki sízt, að staðfest sé að um smitandi lífhimnubólgu 
                sé að ræða.   
                  
                  
                  
                  
                  
                  
                  
                
                  
                
                   
                
                
                Bólusetning?                                                                                                                             
                Á markaðnum finnst aðeins ein tegund bóluefnis gegn smitandi 
                lífhimnubólgu en það er bóluefnið 
                Primucell (Pfizer).  Bóluefnið sem er lifandi bóluefni er 
                ,,sprautað" í  nasir kisu og vekur það þá upp mótefnavörn 
                líkamans gegn FCoV veirunni (IgA/cell-mediated  immunity).                                                               
                
                Bóluefnið 
                getur hindrað sjúkdómseinkenni  hjá  50 – 75%  
                katta sem ella hefðu fengið sjúkdóminn. Bóluefnið verndar hins 
                vegar 
                aðeins þá ketti sem 
                hafa aldrei 
                komizt í snertingu við veiruna og hafa þ.a.l. engin mótefni gegn 
                henni í blóðinu. Sé sú ekki raunin, er bóluefnið algjörlega 
                gagnslaust. 
                
                 Hjá 
                ræktendum þar sem veiran FCoV er viðvarandi vandamál (sem er 
                frekar regla en undantekningin þar sem margir kettir búa saman) 
                er mögulegt að bólusetja unga kettlinga að undangengnum 
                varúðarráðstöfunum, svo sem einangrun áður en þeir ná að mynda 
                mótefni gegn veirunni.   
                
                  
                
                  
                
                
                
                Fyrirbyggjandi aðgerðir eru mikilvægar 
                
                  
                
                
                Streita 
                Sýnt hefur verið 
                fram á, að streita er mikill áhrifavaldur í þróun sjúkdómsins og 
                að flestir kettir sem veikjast, hafa orðið fyrir streituvaldandi 
                áreiti áður en sjúkdómurinn brauzt út. Kettir sem hafa einkenni
                vökvaforms sjúkdómsins hafa iðulega orðið fyrir einhverju 
                streituálagi 2 – 4 vikum áður, en þegar um þurraform 
                sjúkdómsins er að ræða, geta streituvaldandi áhrifin hafa átt 
                sér stað mánuðum og jafnvel ári áður en kisa veikist. Hafi kisa 
                mótefni FCoV í blóðinu er mjög skynsamlegast að forðast allt sem 
                getur valdið streitu hjá henni  svo sem að senda hana á 
                nýtt heimili, á kattahótel (frekar fá einhvern til að passa hana 
                heima) og forðast allar skurðaðgerðir (t.d. ófrjósemisaðgerðir), 
                 séu þær ekki lífsnauðsynlegar.     
                
                  
                
                
                Dæmi um streituvaldandi þættir í lífi kisu:                
                
                
                
                  
                
                
                Ø     
                Nýtt heimili eða 
                
                
                Ø     
                flutningur á nýtt 
                heimili. 
                
                
                Ø     
                Breytingar heima 
                við, s.s. barn, hundur, annar köttur eða kettlingur, 
                
                
                Ø     
                kattamergð á 
                heimilinu (> 6 kettir), 
                
                
                Ø     
                dvöl á 
                kattahóteli, 
                
                
                Ø     
                ýmsar 
                (skurð)aðgerðir, 
                
                
                Ø     
                slys, 
                
                
                Ø     
                aðrir sjúkdómar og 
                
                
                Ø     
                meðganga, fæðing 
                og að mjólka kettlingum. 
                
                
                
                  
                
                
                
                Hreinlæti                                                                                                                
                
                
                Hreinn sandkassi er bezta 
                smitvörnin og mikilvægasta aðferðin til að vernda kisuna þína 
                gegn smiti.                                                                                                     
                Kassann verður að hreinsa oft og séu margir kettir á heimilinu 
                verða líka að vera margir sandkassar og ekki færri en einn kassi 
                fyrir hverja 3 ketti (bezt er kassi á kött). Sandkassana verður 
                að staðsetja fjarri matarílátum svo  maturinn mengist ekki. 
                Velja verður sand sem berst ekki með loppunum um allt húsnæðið, 
                því veiran dreifist þá auðvitað líka með. Vikulega, eða oftar, 
                er nauðsynlegt að þvo kassann úr klóri (og skola vel) og 
                jafnframt að ryksuga oft, vel og vandlega, til að minnka mengun 
                í umhverfinu.      
                  
                  
                  
                
                  
                
                
                Kettlingar  
                 
                
                Veira n 
                er ekki sérstaklega harðger, en getur þó lifað utan kisa í þurru 
                umhverfi í allt að 7 vikur, t.d. í saur. Það þarf að hafa í 
                huga, hafi smit komið upp á heimilinu og ætlunin er að læða 
                gjóti eða að fá annan kött inn á heimilið.  
                
                Mótefnin 
                sem kettlingar fá með broddmjólkinni vernda þá til 5 – 7 vikna 
                aldurs. Eigi að forða þeim frá smiti, verður að taka þá undan 
                læðunni áður en mótefnin frá henni hverfa úr blóðinu, einangra 
                þá frá öðrum köttum í hreinu (smitfríu) umhverfi og gæta ýtrasta 
                hreinlætis þangað til þeir fara að heiman. 
                
                  
                
                  
                
                 Veiran 
                FCoV þolir illa flest hreingerningarefni og klór er upplagt 
                sótthreinsunarefni í lausninni 1:32. Á markaðnum finnast einnig 
                önnur sótthreinsunarefn eins og Virkon sem er virkt á 
                veirur.  
                
                  
                  
                
                Mótefni 
                eða ekki mótefni 
                
                
                Ræktendur þurfa að vera 
                mjög meðvitaðir um heilbrigðisástand kattanna sinna sem er 
                auðvitað undirstaða farsællar ræktunar heilbrigðra katta. 
                 
                
                
                Þekking á mótefnastöðu 
                hópsins er bæði mikilvæg og nauðsynleg, því annars er hætta á að 
                fá heilbrigðan smitbera inn í ,,neikvæðan" hóp katta – eða senda 
                inn í hóp ósmitaðra katta. Og það er 
                hægara sagt en gert að losna við veiruna FCoV, hafi hún einu 
                sinni borizt inn í kattahópinn og því fylgir verulegur 
                kostnaður, bæði vegna mótefnamælinga og dýralækniskostnaðar.
                 
                
                
                Heilbrigður smitberi í kattahópnum sem viðheldur og dreifir 
                smitefninu í umhverfinu er eins og tímasprengja, því hann smitar  
                bæði kettlinga og fullorðna ketti og margfaldar hættuna á að 
                sjúkdómurinn blossi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 
                
                  
                
                
                - hvað á að gera ef kettirnir mælast með 
                mótefni í blóði?                          
                 
                
                Á heimili 
                þar sem eru fleiri en 10 kettir, er líklegt að einhver einn 
                þeirra skilji  út veiruna og endursmiti sífellt þá ketti 
                sem ná að losna við hana. Séu hins vegar færri en 10 kettir á 
                heimilinu, er talið líklegra að hópurinn í heild nái að verða 
                ,,veirulaus".  
                
                
                            
                Til að fjarlægja smitberana, verður að mæla mótefni í öllum 
                köttunum reglulega og einangra jafnharðan þá ketti sem mælast 
                ,,neikvæðir" þ.e. með engin mótefni, ella endursmitast þeir á 
                nýjan leik. Smám saman fækkar ,,jákvæðu" köttum í hópnum, en 
                stundum getur liðið langur tími þangað til allir kettirninr eru 
                lausir við mótefnin. Vitað er að það getur tekið einstaka kött 
                jafnvel fleiri ár að losna við veiruna FCoV og er talið að 13% 
                katta losni aldrei við hana að fullu. Þá er ráðið að finna þeim 
                kisa nýtt heimili, þar sem ekki eru neinir aðrir kettir sem hann 
                getur smitað.       
                
                
                
                  
                
                
                
                - og hvernig er hægt að forðast smit inn í 
                ,,neikvæðan" kattahóp? 
                
                
                Takið 
                aldrei kött 
                inn í kattahópinn nema að láta mótefnamæla hann fyrst og: 
                 
                
                
                Ø     
                
                Gangið úr skugga um að 
                fressið sem fara á með læðuna til sé neikvæður með tilliti til 
                mótefna FCoV,  
                
                
                Ø     
                
                sama gildir um læðu sem 
                kemur til pörunar inn á heimilið, 
                
                
                Ø     
                
                látið mótefnamæla nýjan 
                kött eða ketti áður en þeir fá að koma inn í hópinn, 
                
                
                Ø     
                
                einangrið kisu frá hópnum 
                í 2 vikur sleppi hún út og stofni til náins kunningsskapar við 
                fress, fari á kattasýningu eða á hótel og látið þá mæla mótefnin 
                áður en kisu er hleypt inn í hópinn á ný, 
                
                
                Ø     
                
                látið frekar passa 
                kisurnar heima en að fara með þær á kattahótel.   
                 
                
                
                  
                
                Eigi að 
                taka nýjan kött inn á heimilið, verður áður að ganga úr skugga 
                um hvort hann er heilbrigður smitberi eða ekki. Sé kisi 
                ,,jákvæður" þ.e. með mótefni í blóði, verður að einangra hann 
                frá hinum köttunum, endurtaka mælingarnar og sleppa kisa ekki 
                inn í hópinn fyrr en mótefnin eru horfin úr blóðinu. 
                 
                
                
                   
                
                
                Erlendis, t.d. á 
                Bretlandseyjum, hafa rannsóknir sýnt að 84% katta á 
                kattasýningum mælast með mótefni gegn veirunni FCoV í blóði og 
                geta því verið heilbrigðir smitberar. Þess vegna er afskaplega 
                mikilvægt að passa að kettir á kattasýningum hafi ekki afnot af 
                sandkössum annarra katta og lána alls ekki skóflu milli búra til 
                að hreinsa saur úr sandkössum. Sömuleiðis er mikilvægt að 
                dómarar, dómþjónar og dýralæknar sótthreinsi hendur og borð 
                milli hvers kattar sem þeir skoða. Hafa þarf í huga í því 
                sambandi, að í upphafi smits geta kettir skilið veiruna út frá 
                öndunarfærum, t.d. með hnerra og hósta (úðasmit).  
                 
                
                  
                
                Tíðni 
                smitandi lífhimnubólgu í köttum er heldur stígandi og þó 
                dýralæknar geri sitt bezta til að bjarga lífi kisu, er það næsta 
                vonlaus barátta við þennan banvæna sjúkdóm. Ek ki 
                er vitað hvers vegna sjúkdómstilfellunum fjölgar, en hugsanlega 
                má leita skýringarinnar í auknum vinsældum katta og um leið 
                breyttum áherzlum í kattahaldi. Hreinræktaðir eðalkettir sem 
                fara aldrei út, fleiri kettir á hverju heimili sem getur leitt 
                til minna yfirráðasvæðis fyrir hverja kisu og þ.a.l. streitu. Og 
                þegar kisa gerir stykkin sín inni í kassa en grefur þau ekki 
                niður utandyra (og veiruna með), eykur það smitmagnið í 
                umhverfinu í réttu hlutfalli við fjölda kattanna og þar með 
                hættuna á smitandi lífhimnubólgu.   
                
                   
                
                Ekki eru 
                ýkja mörg ár síðan fyrsta tilfelli smitandi lífhimnubólgu 
                greindist í ketti hér á Íslandi, en það var í júní 1998. Síðan 
                þá hefur tilfellum fjölgað og nú er svo komið, að árlega 
                greinast alltaf nokkur tilfelli sjúkdómsins.  
                
                Ábyrgð 
                ræktanda er mikil þegar ungur kettlingur úr hans ræktun greinist 
                með smitandi lífhimnubólgu, því þá er líklegast að 
                undaneldiskisan, eða aðrir kettir á heimilinu, séu heilbrigðir 
                smitberar og hafi borið smitið í kettlinginn, einn eða fleiri.
                 
                
                Mikilvægt 
                er að kanna ástand stofnsins og láta mótefnamæla alla kettina á 
                heimilinu og taka á vandamálinu af fagmennsku og ábyrgð og vinna 
                eftir ofangreindum ráðleggingum til að losna við smitið úr 
                umhverfinu. 
                
                  
                
                  
                
                Heimildir: 
                 
                
                Infectious Diseas Of The Dog and Cat. Craig E.Greene,  
                
                Textbook og Veterinary Internal Medicin, Ettinger/Feldman, 
                
                Diane D. Addie DVM, The University of Glasgow, Scotland, U.K. 
                
                  
                  
                  
                  
                  
                
                
                  | 
               
             
            
              
                
                       Kynþroski 
                  katta
                
 
                
                  16.02.2004 | Helga Finnsdóttir©
                
 
                
 
                
                  
                                                                                                                                    
                  
                
                
                  Kettir eru um margt sérstök dýr 
                  og eiga sér margar hliðar, ekki bara í fjölda lífa, heldur er 
                  t.d. æxlunarmynstur þeirra og meðganga flóknari en hjá öðrum 
                  tömdum rándýrum . 
                
                
                  
                
                Kynþroski 
                
                Flestir kettir verða 
                kynþroska 6 – 10 mánaða, læður heldur fyrr en fress. Kynþroskinn 
                 ræðst að einhverju leyti af því á hvaða árstíma kisa er fædd en 
                einnig  tegund, umhverfi og fóðurástandi. Frávik geta verið 
                veruleg, því þekkt er að læður geti gotið öllum að óvörum 5 – 6 
                mánaða, sem sannar að þær hafi orðið kynþroska 3-4 mánaða, meðan 
                aðrar læður verða svo kannski ekki kynþroska fyrr en 16 – 18 
                mánaða. Eðalkettir verða að jafnaði seinna kynþroska en 
                venjulegar kisur og það sama gildir um ketti, sem alfarið er 
                haldið inni.  
                
                  
                
                
                
                Meðalaldur kynþroska          
                
                
                  
                
                  
                    | 
                    Tegund | 
                    
                    Aldur í mánuðum | 
                   
                  
                    | Heimiliskisa   | 
                    7  (3 – 15) | 
                   
                  
                    | Colorpoint  | 
                    13 (12 – 18) | 
                   
                  
                    | Burma   | 
                             
                    8   | 
                   
                 
                  
                
                
                  
                
                Læður verða í raun aldrei 
                of gamlar til að eignast kettlinga, en sjaldgæft er hins vegar 
                að þær gjóti eftir 14 ára aldur.   
                
                         
                Við kynþroska byrja fresskettir að merkja sér yfirráðasvæði sitt 
                og merkja þá nánast allt sem fyrir verður, innanhúss sem 
                utan. Lyktin er fremur slæm og getur verið erfitt að losna við 
                hana. Við vönun hætta fress að mekja, enda atferlið kynbundið, 
                og lyktin hverfur nánast einnig.    
                
                  
                
                Fengitími 
                
                læða er árstíðabundinn, 
                en er í lágmarki í svartasta skammdeginu (janúar – september), 
                en nær hámarki um leið og daginn fer að lengja. Sumar læður 
                breima þó árið um kring, sérstaklega þær sem alfarið er haldið 
                inni, því birtumagnið (ljós) hefur áhrif  á kynhormónana. 
                 Fresskettir eru hins vegar tilbúnir til pörunar alla daga 
                ársins þó kynhvötin sé einnig í lágmarki hjá þeim í svartasta 
                skammdeginu.      
                
                Læður verða venjulegast 
                breima viku eftir að kettlingarnir eru teknir undan, þó dæmi séu 
                um að þær geti breimað örfáum sólarhringum eftir got. Þess vegna 
                er nauðsynlegt að halda læðu á kettlingum alfarið inni frá því 
                að hún gýtur og þangað til hún er gerð ófrjó eða sett aftur á 
                pilluna. Tæknilega séð getur læða auðveldlega gotið þrisvar 
                sinnum á ári, miðað við 65 daga meðgöngu. 
                
                  
                
                Gangmálið 
                
                Læður breima að meðaltali 
                á  u.þ.b. 3ja vikna fresti og varir gangmálið (breimaástandið) í 
                 6 – 8 daga. Gangmálið skiptist í fyrirgangmál (proöstrus) sem 
                varir í 1 – 3 daga og þá dagana er kisa óvenju kelin og getur 
                merkt umhverfið með því að spræna eins og fress utan í veggi og 
                húsgögn. Venjulegast er engin útferð eða breyting á ytri 
                kynfærum.  
                
                Tímabilið sem egglos 
                getur átt sér stað (östrus) er 6 – 8 dagar, en andstætt við 
                tíkur verður aðeins egglos hjá læðum parist hún við fress.  
                
                
                 Atferli breima 
                læða fer varla fram hjá nokkrum manni, því kisa gólar í síbylju, 
                veltir sér og nuddar utan í fólk. Lystin minnkar og kisa heldur 
                áfram að spræna hér og þar og með þvaginu skilst út lyktarefnið
                feromon sem laðar fresskettina að.  
                 (Heimildir: Astrid Indrebø. NVT. 1993) 
                   
              
              
              
              
               | 
           
          
            
            
              | 
            
             
            Að fá kött inn á nýtt 
            heimili!  | 
           
          
            | 
             | 
            
            
              
              
              Að fá kött inn á heimilið getur haft töluverðar breytingar í för 
              með sér fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Bæði veitir það mikla ánægju 
              en skyldurnar eru líka margar og ef þú telur þig ekki geta 
              uppfyllt þær og veitt kisa þá umhyggju sem hann þarf ættirðu að 
              hugsa þig tvisvar um. Einnig þarf að athuga hvers konar köttur 
              hentar þér og þínum fjölskylduaðstæðum. Viltu kettling eða 
              fullorðinn kött? Hreinræktaðan eða blending? Snögghærðan eða 
              loðinn (síðhærðan)?  
              
              
              Athugaðu:  
              
              
              Kettlingar þurfa tíma til að þroskast og læra á umhverfið 
              sitt, þeir hafa mikla orku sem þeir þurfa að nota og eru því oft 
              miklir ólátabelgir og fjörkálfar. Einnig þurfa þeir frið til að 
              hvílast. Ráðlegt er að hafa kettling á góðu þurrfóðri (nær 
              eingöngu) og vatni til drykkjar. Verið staðföst í matarvenjum, það 
              fyrirbyggir vandamál tengdum mat síðarmeir. 
              
              
                
              
              
              Þegar þú velur þér kettling þarftu að taka tillit til hvaða 
              heimilisaðstæður voru þar sem hann fæddist og ólst upp. Fyrstu 2-3 
              mánuðina mótast kettlingurinn mjög af umhverfi sínu og það hefur 
              mikil áhrif á persónuleika hans síðar í lífinu. Hvernig var 
              móðirin í skapi og var hún heilbrigð? Ef mögulegt er skaltu 
              fylgjast með kettlingnum að leik til að sjá hvort hann sé ekki 
              heilbrigður o.s.fr. Kettlingar ættu ekki að fara frá móðurinni 
              fyrr en við 9-12 vikna aldur. 
               
  
              
              
              Skoðaðu: 
              
            
              
              
              Eyrun: þau eiga að vera hrein án útferðar. 
              Stanslaust klór í eyrunum getur verið merki um eyrnamaur eða 
              eyrnabólgu. 
               
              Augun: þau eiga að vera tær, björt og án útferðar. 
              Aðeins örlítil rönd af þriðja augnlokinu má sjást.  
               
              Nefið: það á að vera kalt og rakt, án útferðar frá 
              nösum.
                
               
              Munnur og gómar: þeir eiga að vera fölbleikir að lit 
              og ekki illa lyktandi.  
               
              Kviður: á að vera örlítið hnöttóttur en ekki þaninn 
              sem getur verið vísbending um ormasýkingu.  
               
              Feldurinn: hann gefur góða vísbendingu um heilbrigði 
              kattarins. Hann á að vera þéttur og laus við flösu og 
              hálfglansandi-glansandi, allt eftir aldri kettlingsins.  
               
              Afturendi: hann á að vera hreinn, án nokkurra 
              einkenna um niðurgang né útferðar frá kynfærum.  
                 
            
              
              
              Ein af þeim skyldum sem fylgir því að vera með kött er að fara með 
              hann reglulega til dýralæknis í heilsufarsskoðun og
               bólusetningar. 
              Fyrsta skoðun fer fram um það leyti er þú tekur kettlinginn eða 
              við 12 vikna aldur og halda síðan áfram með reglulegu millibili 
              (1*ári) þar til kötturinn er orðinn aldraður. Á Íslandi er 
              bólusett fyrir tveimur smitandi sjúkdómum og stundum þeim þriðja - 
              sjá neðar á síðunni. Þessir sjúkdómar eru kattarfár og 
              kattainfluensa en sá þriðji er chlamydiusýking (þó ekki 
              sú sama og kynsjúkdómur í fólki). Enginn þessara sjúkdóma smitast 
              yfir í fólk. Kettlingarnir eru bólusettir fyrst við 10-12 vikna 
              aldur og grunnbólusetningin endutekin 4 vikum seinna. Síðan er 
              endurbólusett árlega. Ráðlegt er að ormahreinsa kettlingana á sama 
              tíma. Athugið að kettir geta smitast af kattafári og 
              kattainfluensu án þess að yfirgefa heimili sitt, t.d. ef eigendur 
              eða fjölskyldumeðlimir umgangast ketti á öðrum heimilum. Ef kisi 
              verður veikur eða verður fyrir slysi þarf hann að fara til 
              dýralæknis og þangað koma margir kettir sem felur í sér töluverða 
              smithættu fyrir kisa. Einnig er það skylda að hafa kettina 
              bólusetta ef þeir þurfa að gista á kattahótelum. Þó að innikettir 
              fái síður ormasmit kemur það fyrir, þeir geta borið það í sér frá 
              móðurinni (gegnum móðurmjólkina) eða ef þeir veiða t.d. mús.
               
                
              
              
              Athugaðu:  
              
              Ekki er ráðlegt að gefa köttum mjólk 
              að staðaldri, eðlilegra er að þeir fái vatn. Of mikil mjólk hefur 
              neikvæð áhrif á feldinn og meltinguna. Að sjálfsögðu má stöku 
              sinnum gefa kisa eitthvað sem honum finnst gott en hafið það þá 
              algjörlega spari og sjaldan. T.d. ríkir sá misskilningur víða enn 
              að fiskur sé eitthvað sem kettir eiga að borða. Fisk mundi kisi 
              aldrei veiða sjálfur og þar sem fiskur er hlaðinn próteinum getur 
              hann í of miklu magni valdið hárlosi og flösumyndun og aukið 
              líkurnar verulega á þvagsteinsmyndun í fressum en sá sjúkdómur er 
              einungis læknanlegur með þvagblöðruskolun og sérstöku mataræði í 
              kjölfarið. 
               
                
              
              
                
              
              
              Dæmi um fóðurvenjur: kötturinn fær reglulega soðinn 
              fisk og á milli fiskmáltíða er skálin hans full af gæðalitlu 
              þurrfóðri.  
               
              Dæmigerðar orskakir: kötturinn er með ljótan 
              flösugan feld, fer sífellt úr hárum, safnar tannstein á tennur og 
              fær jafnvel þvagsteina á miðjum aldri.  
               
              Til úrbóta: hafðu köttinn þinn alltaf á góðu 
              þurrfóðri sem þú kaupir hjá dýralækninum eða hjá fagbúðum fyrir 
              gæludýr. Gefðu honum ekki meira en ráðlagt er á pakkanum og hafðu 
              alltaf feskt og hreint vatn við hliðina á matnum. Þá minnkar 
              möguleikinn á vandamálum talsvert og þú munt sjá breytingar á 
              útliti og líðan kattarins til hins betra.  
              
              
              Vandamál tengd offitu. 
              Of feitt dýr er það dýr sem vegna 
              aukinnar fitusöfnunar
               vegur 
              meira en 15% af kjörþyngd sinni. Kannanir í V-Evrópu hafa sýnt að 
              um 25% hunda og 10-15% katta eru of feitir. Þegar hundurinn eða 
              kötturinn er fullvaxinn er ágætt að vigta hann til að bera saman 
              kjörþyngd sem upp er gefin fyrir tegundina. Dýrin fitna þegar þau 
              innbyrða fleiri hitaeiningar en þau ná að brenna. 
              
              Helstu vandamál tengd offitu eru 
              tengd stoðkerfi og liðamótum. Offita er líka slæm fyrir hjarta- og 
              æðakerfi og getur einnig leitt til sykursýki svo eitthvað sé 
              nefnt. Að sjálfsögðu er einfaldast og best að koma í veg fyrir að 
              kötturinn eða hundurinn verði of feit. 
                
                
                
              
              
              
              Ófrjósemisaðgerð 
              á kettinum - til hvers?  
              
              
              Fress eru gelt við 6-7 mánaða aldur í fyrsta falli. Kostirnir eru 
              þeir að kötturinn verður rólegri og hin sterka lykt af þvagi 
              þeirra hverfur. Kötturinn verður heimakærari og lendir síður í 
              slagsmálum við aðra ketti og síðast en ekki síst er með 
              geldingunni spornað gegn því að fjölgun katta verði of mikil og 
              fyrirbyggir það að nýgotnir og stálpaðir kettlingar séu svæfðir 
              vegna þess að það finnst ekki heimili fyrir þá. Aðgerðin er 
              einföld og kisi fær að fara heim sama dag. Sárið grær á 5-7 dögum. 
              
              
               
               
                 
              
              
              Athugaðu:  
              
              Það er útbreyddur misskilningur að 
              læður þurfi að eiga kettlinga einu sinni áður en þær eru teknar úr 
              sambandi. Aðgerðin hefur ekki nein áhrif á skapgerði eða hegðun 
              kattarins gagnvart þér eða öðrum heimilismeðlimum. Það sem læðan 
              eða fressin hafa aldrei upplifað munu þau ekki sakna.  
                
              
              
              Læður verða kynþroska á bilinu 6-9 mánaða. Til þess að koma í veg 
              fyrir að þær séu að eiga óæskilega kettlinga er hægt að gera þær 
              ófrjóar með aðgerð eða setja þær á getnaðarvarnarpillu sem gefin 
              er einu sinni í viku alltaf á sama vikudegi. Ófrjósemisaðgerðin er 
              varanleg lausn og aðgerðin er einföld þó inngripið sé meira en hjá 
              fressunum. Kisa fær að fara heim sama dag.  
                
                
                
              
              
              Hvernig virka bóluefni?
              
              
              
            
            
            Þegar kettir eru bólusettir er bóluefninu sprautað undir húð þeirra. 
            Stungan veldur örlitlum sársauka en að öðru leyti finna
             þeir lítið 
            fyrir henni. Bóluefnið kennir hvítu blóðkornunum í blóði kattarins 
            að þekkja og ráðast á þá vírusa eða bakteríur sem bóluefnið 
            inniheldur. Þetta hindrar að kötturinn sýkist af þessum ákveðnu 
            sýkingarvöldum. 
            
            Bólusetningar.
             
            
            
            Kattarfár var ein helsta orsök dauða katta áður en bóluefni gegn 
            kattarfári kom til sögunnar. Sjúkdómurinn er sérstaklega hættulegur 
            kettlingum og ungum köttum og veldur alvarlegum uppköstum og 
            niðurgangi sem á stuttum tíma getur valdið banvænni ofþornun. 
            Vírusinn smitast m.a.með sýktum saur og getur borist í 
            kettlingafóstur gegnum fylgjuna og valdið m.a. fósturláti. 
              
              
              
              
            
            
            Kattainfluensa. 
            
            
            Nær öll tilfelli öndunarfærasjúkdóma í köttum orsakast af 
            herpesvirus eða calicivirus (stundum báðir saman). Kattainflúensa er 
            sjaldnast banvæn, undantekningar eru þó sýkingar hjá mjög ungum 
            dýrum og dýrum sem þjást af öðrum kvillum fyrir. Einkennin eru þau 
            sömu og við influensusýkingu hjá okkur mannfólkinu: hnerri, 
            nefrennsli og rennsli úr augum, en einnig geta myndast sár í 
            munnholi kattanna. Ef köttur sýkist getur hann borið vírusinn í 
            langan tíma og þannig borið smit í aðra óbólusetta ketti. Sumir 
            kettir sýna aldrei nein einkenni en eru heilbrigðir smitberar meðan 
            aðrir eru með sár í munnholi eða "kvef" sem læknast seint. 
             
            
            
            Klamidia.  
            
            (Clamydia) er 
            sjúkdómur sem veldur sársaukafullum bólgum, sáramyndunum og leka frá 
            augum. Klamidía er einnig álitinn einn af orsakavöldum fósturláts og 
            ófrjósemi í læðum. Þessi baktería veldur aðallega usla þar sem 
            margir kettir eru, eins og t.d. í ræktunarbúðum og á kattahótelum. 
            Ef upp kemur sýking á svona stöðum getur reynst erfitt að losna við 
            sjúkdóminn þar sem hann skýtur oft upp kollinum aftur og aftur. Hjá 
            ungum kettlingum veldur klamidía sárum í augum og augnleka allt frá 
            því þeir eru fárra vikna gamlir. Bólusetning gegn klamidíu er ekki 
            eins mikilvæg hjá hinum almenna heimilisketti en hann getur þó 
            auðveldlega smitast ef hann lendir t.d. á kattahóteli. 
              
              
            
            Hvenær fer bólusetningin 
            fram?  
            
            
            Þegar kettlingarnir fæðast fá þeir vernd gegn ýmsum smitsjúkdómum 
            með hjálp mótefna sem þeir fá með fyrstu móðurmjólkinni (broddinum). 
            Ónæmi minnkar síðan smátt og smátt upp úr 7 vikna aldri og fyrsta 
            bólusetning fer jafnan fram í kringum 8-9 vikna aldur. Seinni 
            bólusetning fer svo fram 3-4 vikum eftir þá fyrstu og rétt er að 
            halda kettlingnum frá öðrum köttum þar til nokkrum dögum eftir 
            seinni bólusetningu.  
              
            
            Hafið hugfast!
             
            
            Sú vernd sem flest 
            bóluefni gefa, minnkar með tímanum og mishratt eftir því hvaða 
            tegund bóluefnis á í hlut. Oftast er  
            árleg bólusetning nóg til að viðhalda nægu magni mótefna í blóði 
            kattarins til að ráða við smit. Það er eðlilegt að kötturinn þinn 
            geti e.t.v. orðið dálítið "eftir sig" í 1-2 daga eftir 
            bólusetninguna og kannski myndast smá bólguhnúður á stungustaðnum. 
            Það er sértaklega mikilvægt að endurbólusetja á réttum tíma þá ketti 
            sem oft lenda í slag við aðra ketti, fara á kattasýningar eða gista 
            á kattahótelum.  
            
            
            Enginn hundur eða köttur er fæddur með náttúrulegt mótstöðuafl gegn 
            alvarlegum og oft lífshættulegum sjúkdómum. Veikist þau af sumum 
            þessara sjúkdóma verða þau í flestum tilfellum alvarlega veik eða 
            jafnvel deyja. Sum geta líka hlotið varanlegan skaða.  
              
              
              
              
              
            
            
            
            Ormahreinsun. 
             
            
            
            Regluleg ormahreinsun er auðvitað mikilvæg fyrir heilbrigði dýrsins, 
            til að efla mótstöðuafl þess og auka virkni bólusetninganna, en ekki 
            síður mikilvæg til að vernda umhverfið (önnur dýr, börn og 
            fullorðna) frá því að smitast af ormi. Sem ábyrgum kattareiganda ber 
            manni skylda til að ormahreinsa dýrin a.m.k. 1-2 á ári. Nánari 
            upplýsingar um ormategundir og smit eru á síðunni
            
            ýmsar greinar. Ormahreinsun - af hverju? 
            
            
             Hreinlæti 
            er mjög mikilvægt, þrífa þarf kattasandkassann daglega. Skynsamlegt 
            er að breiða yfir sandkassa sem börn leika sé í (spóluormasmit getur 
            stöku sinnum borist í fólk en aðeins örfá tilfelli leiða til 
            veikinda, öllu verra er bandormasmit).  
            
            
            Meðhöndlun 
            með ormalyfjum. 
            Til eru nokkrar tegundir ormalyfja sem ná til ormanna í görnum 
            dýranna en ekkert lyf nær til lirfa sem liggja í dvala. Skynsamlegt 
            er að ormahreinsa dýrin minnst 1-2 á ári, hvolpa og kettlinga 
            jafnvel oftar. Dýr sem hafa verið ormahreinsuð eru einnig í betra 
            ástandi til að berjast við aðra sjúkdóma. Einnig er mikilvægt að 
            eigendur ormahreinsi dýrin sín reglulega til að koma í veg fyrir 
            fordóma og hræðslu sem stundum grípur um sig þegar rætt er um orma 
            og ormasýkingingar. Það er siðferðileg skylda okkar fyrir 
            samfélagið, heilsu dýranna okkar og okkar sjálfra vegna, að standa 
            okkur í þessum málum. Það er ekkert verra en fordómar og vanræksla 
            dýra af völdum fáfræði um smitleiðir og varnir, sem mjög einfalt er 
            að fylgja eftir. 
            
            Athugaðu:  
            
            Dýralæknastofan bíður upp á alhliða 
            meðhöndlun á sjúkdómum dýra. Röntgenaðstöðu, blóðrannsókn, 
            skurðaðgerðir, sónarskoðun, rúmgóða biðstofu, verlsun með fóður og 
            ýmislegt tengt dýrahaldi, vingjarnlegt viðmót og umfram allt góða 
            þjónustu við þig og gæludýrin þín. 
             
             Þetta efni er af vef 
            Dýralækningastofunnar í Lyngási 18 Garðabæ 
              
              
              
              
              
              
            
              | 
           
          
            
            
              | 
            
            
             
              Samþykkt um kattahald í Reykjavík 
            
              nr. 622, 15. september 1999. 
            
                
            
              1.  gr. 
            
              Kattahald  sætir eftirfarandi 
              takmörkunum. 
            
                
            
              2.       
              gr. 
            
              Alla ketti skal merkja með ól um 
              hálsinn, eða á annan sambærilegan hátt þar sem fram koma 
              upplýsingar um eiganda, heimilisfang og símanúmer eða örmerkingu 
              skv. stöðlum Alþjóða staðalráðsins (ISO 11784 eða 11785). 
            
                
            
              3.       
              gr. 
            
              Um kattahald í fjöleignahúsum fer að 
              13. tl. A-lið 41. gr.  laga nr. 26/1994 um fjöleignahús. 
            
                
            
              4.       
              gr. 
            
              Eigendum eða umráðamönnum katta ber 
              að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja 
              bjöllu á ketti og eftir atvikum að takmarka útiveru katta. 
            
                
            
              5.       
              gr. 
            
              Eigi má hleypa köttum inn í svæði 
              þau, sem um ræðir í III.-V. og XI.-XVII. kafla 
              heilbrigðisreglugerðar nr. 149/1990 með síðari breytingum og inn á 
              staði þar sem framleiðsla og dreifing matvæla fer fram, sbr. 
              ákvæði reglug. nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti 
              við framleiðslu og dreifingu matvæla. 
             
            
                
            
              6.       
              gr. 
            
              Ketti skal ormahreinsa og bólusetja 
              reglulega skv. leiðbeiningum dýralækna. 
            
                
            
              7.       
              gr. 
            
              Ef köttur hverfur frá heimili sínu 
              skal eigandi eða umráðamaður gera ráðstafanir til að finna 
              köttinn. 
            
              8. gr 
            
              Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur fer með 
              eftirlit með framkvæmd samþykktar þessarar.  Starfsmenn 
              Meindýravarna Reykjavíkurborgar starfa í umboði heilbrigðisnefndar 
              og er sem slíkum heimilt að fanga  ketti. 
            
              9.       
              gr.
              
             
            
              Borgaryfirvöld skulu gera 
              ráðstafanir til útrýmingar á villi- eða flækingsköttum.  Í 
              því skyni er heimilt að koma fyrir búrum, agni eða sambærilegum 
              tækjum til að fanga ketti enda sé framkvæmdin auglýst með áberandi 
              hætti með sjö daga fyrirvara og kattaeigendum þannig gert kleift 
              að halda köttum sínum inni meðan sú aðgerð stendur yfir. 
            
                
            
              10.   gr. 
             
            
              Sé köttur fangaður er skylt að geyma 
              hann í sjö daga.  Hafi kattarins ekki verið vitjað innan þess 
              tíma skal honum ráðstafað til nýs ábyrgs eiganda, hann seldur 
              fyrir áföllnum kostnaði eða aflífaður.  Ef eigandi gefur sig 
              fram skal hann greiða áfallinn kostnað. 
            
                
            
              11.   gr. 
            
              Ef kvartað er ítrekað undan ágangi 
              katta á tilteknu svæði er starfsmönnum Meindýravarna 
              Reykjavíkurborgar heimilt að handsama þá í búr og flytja í 
              dýrageymslu að undangenginni auglýsingu, sem birtast skal a.m.k. 
              tveimur sólarhringum áður en framkvæmdin hefst. 
            
                
            
                
            
                
            
                
            
              12.   gr. 
            
              Um brot á samþykkt þessari skal fara 
              samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og 
              mengunarvarnir. 
            
                
            
              13.   gr. 
            
              Framangreind samþykkt borgarstjórnar 
              staðfestist hér með skv. 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti 
              og mengunarvarnir og öðlast gildi þegar við birtingu. 
            
                
            
            Umhverfisráðuneytinu 15. september 1999
            
                
            
              F.h.r. 
            Ingimar 
            Sigurðsson
              
              
              
               | 
           
          
            
            
              | 
            
            
              
                | 
                   Bogfrymlasótt 
                - er hún áhættusöm fyrir vanfærar konur? 
                  
                  
                15.02.2006 | Helga Finnsdóttir©                                                                                       
                
                 
                
                
                Bogfrymlasótt 
                
                
                er venjulegast 
                einkennalaus sjúkdómur og ekki hættuleg heilbrigðum 
                einstaklingum sem mynda mótefni á 1 – 2 vikum.                
                
                
                     
                Hjá varnarskertum einstaklingum og þunguðum konum, getur hún 
                hins vegar verið hættulegur sjúkdómur og getur í verstu 
                tilfellum valdið alvarlegum skaða á fóstri og jafnvel 
                fósturláti.  
                 
                
                
                      Tíðni smits er 
                misjöfn eftir löndum og á skortur á hreinlæti, ásamt neyzla á 
                hráu eða lítt elduðu kjöti, stóran þátt í sýkingum manna.   
                
                
                    
                
                Sjúkdómsvaldurinn                                                                                         
                er frumdýrið bogfrymill (toxoplasma gondii)
                 sem 
                fjölgar sér inni í kyrndum frumum allra blóðheitra 
                dýra og  fugla.   
                
                        
                Lífsferill bogfrymilsins var mönnum lengi mikil ráðgáta og  
                þ að 
                eru ekki ýkja margir áratugir síðan það kom í ljós hvernig 
                flóknum lífsferli hans  er háttað. Árið 1970 fundust 
                þolhjúpaðar okfrumur (egg) í kattasaur sem staðfesti að kettir 
                (og öll dýr af kattaætt) eru einu 
                endahýslar sníkjudýrsins.  
                
                                                                                                                      
                Bogfrymill
                
                        
                Sníkillinn getur
                aðeins orðið kynþroska í þörmum katta og það eru 
                aðeins kynþroska bogfrymlar sem geta myndað smitefnið, 
                þolhjúpuðu okfrumurnar, eggin.          
                
                
                Það er þess vegna sem kötturinn er 
                mikilvægasti hlekkurinn í viðhaldi og útbreiðslu 
                smitefnisins 
                  
                
                Lífsferill og hringrás                                                                     
                bogfrymilsins 
                er afar flókinn. Sníkjudýrið getur bæði fjölgað sér með 
                kynskiptri fjölgun (aðeins í meltingarvegi kattanna) og með 
                kynlausri fjölgun bæði í köttum og öllum tegundum millihýsla. 
                 
                
                
                   
                
                
                
                Kettirnir hafa afgerandi áhrif á viðhald og 
                útbreiðslu smits í umhverfinu og viðhalda hringrás þess með 
                veiði á sýktri bráð, nagdýrum eða fuglum sem hafa smitast við að 
                éta  smithæfar okfrumur í saurmenguðum jarðvegi, eða 
                vefjablöðrur úr hræjum.  
                
                
                  
                
                
                Okfrumurnar, eggin, sem skiljast út með kattasaurnum menga 
                umhverfið, jarðveg og vatn. Þær eru afar vel varðar gegn veðri 
                og vindum (með þolhjúp) og geta lifað í umhverfinu svo  
                mánuðum og jafnvel árum skiptir við kjöraðstæður. 
                
                  
                
                
                
                  
                
                        
                Okfrumurnar verða hins vegar ekki smithæfar fyrr en    
                 2-3 (1-5) dögum eftir að þær ganga niður af kettinum, því 
                þær þurfa fyrst að mynda gró, en myndun þess er háð hita- og 
                rakastigi. 
                
                  
                
                  
                
                
                
                Okfruma með gróum, tilbúin til smitunar  
                
                   
                
                      
                Kettir smitast aðeins einu sinni á lífsleiðinni af 
                bogfrymlasótt, en veikjast hins vegar afar sjaldan af 
                sjúkdómnum, eru heilbrigðir smitberar. Þremur til ellefu dögum 
                eftir að kisa smitast, byrja okfrumurnar að skiljast út með 
                saurnum og gera það næstu 2 - 3 vikurnar eða á meðan ónæmiskerfi 
                kattarins er að virkjast. Á þeim tíma skiljast út tugmilljónir 
                eggja, en síðan ekki meir.   
                
                  
                
                
                    
                Erlendar rannsóknir sýna, að á hverjum tíma skilja 1 – 2% af 
                köttum út þolhjúpaðar okfrumur með saur sem geta lifað í 
                umhverfinu í mánuði til ár við kjöraðstæður. 
                
                  
                
                
                Eins 
                og allir vita er það nær ómögulegt fyrir fólk að varast 
                kattasaur í umhverfinu, því kettir hafa þann háttinn á að moka 
                yfir saurinn og lykt, litur og útlit hans breytist á skömmum 
                tíma í rökum jarðvegi. 
                
                  
                
                    
                
                
                Smitleiðir
                 
                
                
                eru margar, bæði í menn 
                og dýr.   
                
                
                     Á myndinni sést 
                hvernig smitið dreifist um umhverfið frá kisu, en upphafið 
                er þegar: 
                
                
                1. 
                Egg bogfrymilsins, þolhjúpuðu okfrumurnar, ganga út með 
                kattasaurnum í  kattasandinn og/eða umhverfið (jarðveg og 
                vatn).
                 
                
                
                2. 
                Þaðan geta eggin borizt í millihýsla sem geta verið nagdýr og 
                fuglar, grasbítar    - og menn. 
                
                  
                
                
                3. 
                Maðurinn getur líka smitast af smituðum millihýslum 
                (vefjablöðrum) og menguðu grænmeti og vatni.      
                 
                
                
                  
                
                
                  
                
                
                
                Hætta á smiti er lítil, og nánast engin, frá köttum sem 
                að staðaldri er haldið inni og fá aldrei tækifæri til að veiða 
                eða komast í mengað umhverfi.  
                
                  
                
                
                Fari kisa hins vegar út, 
                veiði - og smitist, minnkar hættan á smiti í fólk verulega, sé 
                kassinn hreinsaður daglega, því  eggin verða ekki smithæf 
                fyrr en 2 - 3 dögum eftir að þau ganga niður af kettinum.  
                
                
                      
                
                  
                
                  
                
                          
                
                
                Hættan á smiti er hins 
                vegar þeim mun meiri frá ,,útiköttum" og sérstaklega þeim sem 
                eru veiðnir, sem og ungum köttum sem eru nýbyrjaðir að fara út 
                og nýsmitast.   
                
                  
                
                
                Íslenzk rannsókn sýndi að 
                algengi mótefna gegn bogfrymlum í blóði útikatta er 27% hér í 
                Reykjavík, en 30.2 % á landinu öllu.  
                
                
                Algengi mótefna í 
                reykvízkum inniköttum (þ.e. innikatta þegar rannsóknin var gerð) 
                er hinsvegar aðeins 6.2%.  
                
                
                  
                  
                  
                  
                  
                
                  
                
                
                
                - með okfrumum (eggjum) 
                
                
                
                          
                Þegar 
                smithæf egg 
                berst ofan í einhvern millihýslanna, mann, grasbít, nagdýr eða 
                fugl, leysast þau upp í  meltingarvegi hans og verða að sníklum 
                (tachyzoit).
                 Sníklarnir  fara 
                með blóðstraumnum út um líkamann, taka sér bólfestu í frumum 
                margra líffæra og mynda þar vefjablöðrur sem er hvíldarform 
                sníkilsins (bradyzoit) og geta fundizt í þeim í 
                þúsundatali eftir stærð vefjablöðrunnar.  
                
                  
                
                  
                
                  
                
                  
                
                  
                
                
                
                Sniklarnir (tachyzoit) sem berast með blóðinu um líkamann 
                
                  
                
                  
                
                
                
                
                - vefjablöðrum 
                
                
                Þegar maður eða dýr 
                innbyrðir 
                vefjablöðrur 
                t..d. í illa s oðnu 
                eða hráu kjöti, á sama ferlið sér stað; vefjablaðran leysist upp 
                í meltingarveginum og sníklarnir  dreifast um líkamann og 
                mynda vefjablöðrur á nýjan leik.  
                
                Vefjablöðrurnar halda velli ævi hýsilsins á enda, en geta 
                virkjast síðar á ævinni og valdið sýkingu fái einstaklingurinn 
                ónæmisbælandi sjúkdóm, ella heldur ónæmiskerfið sýkingunni í 
                skefjum. 
                
                
                
                                                                                          
                Vefjablaðra í vöðva
                
                  
                
                  
                
                
                Smit í fólk 
                
                
                Undir venjulegum 
                kringumstæðum er helzta smitleið bogfrymla í menn með menguðum 
                matvælum eða drykkjarvatni, sýktu kjöti (með vefjablöðrum) og um 
                fylgju til fósturs. (Sjá mynd af smitleiðum  hér að ofan). 
                
                
                
                     
                 
                
                
                      
                 Á Vesturlöndum er talið að smitefni 
                berist frekar í fólk með hráu eða lítt elduðu kjöti (lamba- og 
                svínakjöti) en köttum. 
                 
                  
                  
                
                  
                  
                
                
                      
                Grænmeti og ávextir geta verið mengaðir okfrumum, því þær berast 
                á grænmeti og ávexti  með menguðu vatni eða jarðvegi. 
                
                
                  
                
                
                       
                Hjá fólki getur sjúkdómurinn birzt með ýmsum hætti, verið 
                meðfæddur eða áunninn. Einkenni hans eru margvísleg og geta sum 
                komið fram síðar á ævinni. 
                
                
                Talið er að bogfrymlasótt 
                sé afar fátíð á Íslandi. 
                
                
                (Sjá 
                Landlæknisembættið/skráningarskyldir sjúkdómar 1996 - 2004)  
                 
                
                
                   
                
                
                - og sauðfé 
                
                
                       
                Sauðfé (og svín) er tiltölulega móttækilegt fyrir 
                bogfrymlasýkingum, þó það sýni engin merki veikleika og því geta 
                fundizt vefjablöðrur í lamba- og kindakjöti.  
                
                
                Helztu einkennin um 
                bogfrymlasýkingar í sauðfé eru snemmbært fósturlát eða fæðing 
                veikburða lamba. (Sjá forvarnir).   
                
                
                  
                
                  
                
                
                Forvarnir og fræðsla 
                
                
                er 
                skilvirkasta og 
                ódýrasta leiðin til að forðast smit með 
                bogfrymlasótt. Mikilvægt er fyrir alla og sérstaklega fólki í 
                áhættuhópum, þ.e. ófrískar konur og sjúklinga með ónæmisbælandi 
                sjúkdóma, að gefa forvörnum verðugan gaum. 
                
                
                  
                
                
                Helztu forvarnir eru: 
                
                
                - á heimilinu 
                
                
                
                Ø       Gegnumsteikja 
                allt kjöt (65°C) og smakka aldrei á hráu kjöti.     
                (Ath. að það er alls ekki öruggt að smitefnið eyðileggist við         
                frystingu,  söltun, matreiðslu í örbylgjuofni eða þegar 
                matvæli eru ,,grafin”). 
                
                
                Ø     Þvo  
                vel hendur og öll áhöld sem hafa komist í snertingu við hrátt 
                eða lítið matreitt kjöt. Ekki snerta slímhúð (augu, nef, munn) 
                með óþvegnum höndum.
                 
                
                
                Ø     
                
                Þvo allt grænmeti og 
                ávexti fyrir neyzlu. 
                
                
                Ø     Fóðra 
                ketti með þurrfóðri/dósamat og láta ekki láta einstaklinga í 
                áhættuhópi hreinsa gamlan kattasaur úr sandkassa kattarins, og
                 
                
                
                Ø     
                
                að þeir þvoi sér alltaf 
                vel um hendur eftir að hafa snert kött. 
                
                
                  
                
                
                - utanhúss: 
                
                
                Ø     Vera 
                með hanzka við garðvinnu (og snerta þá ekki slímhúðir munns, 
                augna eða nefs með hönzkunum),
                 
                
                
                Ø    
                
                Hafa lok á sandkössum 
                barna og skipta um sand leiki minnsti grunur á að köttur hafi 
                gert stykkin sín í sandkassann. Kenna börnum jafnframt að setja 
                hvorki mold né sand í munninn.     
                
                
                  
                
                
                - á sveitabæjum: 
                
                
                Ø     Láta 
                ekki ófrískar konur hjálpa til við sauðburð og 
                 
                
                
                Ø     halda 
                köttum frá fóðurgeymslum og  
                
                
                      hlöðum  og fjarlægja allan  kattasaur úrr 
                útihúsum.
                 
                
                
                Ø     
                
                Fóðra ketti á sveitabæjum 
                með þurrmat/dósamat og  
                
                
                Ø     
                
                koma í veg fyrir að þeir 
                komist í dauð lömb/grísi eða fylgjur. 
                
                
                Ø     
                
                Nota frekar eitur en 
                ketti til að halda músagangi frá útihúsum.   
                  
                
                
                  
                
                  
                
                  
                
                  
                
                
                
                Engin ástæða er til þess, verði kona þunguð og er jafnframt 
                kattaeigandi, að losa sig við kisu. Mikilvægast er að fara eftir 
                ofangreindum varúðarreglum í hvívetna.  
                  
                  
                  
                
                
                Hafi 
                konan hins vegar áhyggjur af því hvort hún hafi smitast af 
                bogfrymlasótt eða ekki, er réttast að fara fram á mótefnamælingu 
                í næstu mæðraskoðun. 
                Mælist engin mótefni í blóðinu gegn bogfrymlasótt, telst hún í 
                áhættuhópi.  
                   | 
               
             
   
              
              
               | 
           
          
            
            
              | 
            
              | 
           
          
            | 
              | 
            
             
            
            ER HÆGT AÐ 
            TENGJA LIT Á FELDI VIÐ SKAPGERÐ? 
            
            
             Copyright 2001, 2003 Sarah Hartwell 
            
            Í kattaathvarfinu þar sem höfundur starfar er talað um “óþekkar 
            tortie læður” og “afslappaða svarta ketti”. Einn af dýralæknunum þar 
            notaði líka þessa umsögn um tortie læðurnar og sagði það alþekkt að 
            þær væru mislyndar. Hinsvegar sagði hann að ef þær væru með hvítu þá 
            hefði það róandi áhrif á þær og tortie læður með eru ekki eins 
            uppstökkar og bröndóttar tortie læður. Þær tortie læður sem eru 
            bláar og krem hafa ekki þennan stimpil á sér, mögulega vegna þess að 
            þær eru sjaldgæfari. Rauðir kettir eru sagðir fjörugir og 
            kraftmiklir (og stundum kvikindislegir eða slóttugir) – sem passer 
            vel miðað við litinn á þeim. Marmarabröndur eru mjög heimakærir á 
            meðan tígrabröndur eru sjálfstæðari. 
            Oft er 
            talað um hinn dæmigerða rauða högna sem flóabitinn uppstökkan 
            flækingskött. Rauðar læður eru “léttúðugar”. Það getur ruglað að 
            stundum er talað um að rauðir kettir séu afslappaðir en það er talað 
            um að þeir séu mjög skapstórir þegar þeir verða reiðir – rétt eins 
            og rauðhært fólk. Það að vera kraftmikill eða ákveðinn getur komið 
            sér vel stundum – bæði fyrir ketti og manneskjur! Marmara bröndur 
            hvort sem er kvenkyns eða karlkyns eru taldar “þægilegar og 
            heimakærar” kisur; róleg og góð gæludýr. Á mörgum kortum má sjá 
            bröndótta ketti sem liggja fyrir framan arininn sem tákn fyrir 
            hlýlegt og þægilegt heimili. Það er sagt að svartir og hvítir kettir 
            séu flakkarar á meðan hvítir kettir eru feimnir eða taugaveiklaðir. 
            Neðst í greininni er listi af einkennum sem eru tengd ákveðnum litum 
            hjá köttum.  
            
              
                
                  | 
                   
                  
                  Líflegir rauðhausar?  | 
                 
                
                  
                  
                    | 
                  
                   
                  
                     | 
                 
               
             
              
            
            Hversu mikið af þessu er uppspuni og að hve miklu leyti er litur og 
            mynstur katta tengt persónuleikanum? Bæði erfast og stjórnast af 
            genum þannig að mögulega gæti litur á feldi tengst skapgerð. Við 
            ræktum ketti fyrir útlitið en sjaldan vegan persónuleika. Litur á 
            feldi, gerð af feldi og sérstök persónueinkenni gætu tengst 
            erfðafræðilega. Í sumum nagdýrum er hvíti liturinn tendur við meiri 
            undirgefni og aukið þol fyrir meðhöndlun, það gæti verið ástæðan 
            fyrir því að hvítar mýs og rottur eru algengar á tilraunastofum.
             
            
            FYRRI SKOÐANIR Á LITUM 
            
            Árið 1872 tengi Dr. Gordon Stables ákveðin persónueinkenni við 
            mismunandi liti á köttum. Í listum sem hann gerði var hann með 
            ákveðnar lýsingar. Lýsing hans á rauðbröndóttum ketti er svona; 
            rauðbröndóttur köttur ætti að vera svipaður að stærð og lögun og sá 
            brúni. Þeir eru jafn hjartagóðir og skapgóðir og brúnu frændur 
            þeirra en betri veiðikettir. Þeir fara lengra og ráðast á stærri 
            bráð. Þeir eru líka stundum góðir að veiða fiska.  (kettir eru, 
            yfirleitt áhugasamri um veiðar frekar en góðir að veiða fiska). Um 
            brúnbröndótta ketti skrifaði hann að þeir nálguðust mest fullkomnun. 
            Þeir eru undirgefnir, heiðarlegir, trúir og nýta sér sjaldan til 
            fulls hversu sterkir þeir eru. Samkvæmt Gordon Stables árið 1872 
            notuðu malarar frekar hvíta ketti til að veiða mýs þar sem þeir 
            sáust ekki eins vel upp við hveiti pokana.  
            R. S. 
            Huidekoper skrifar í bók sinni “Kötturinn” (The Cat, 1895) um liti 
            og skapgerð. Hann sagði um svarta og hvíta ketti “Þeir hafa meiri 
            tilhneigingu en aðrir kettir að verða feitir og latir, eða tættir og 
            vesælir, eins og getur orðið. […] Svartur og hvítur köttur er 
            ástúðlegur og hreinlegur, en sjálfselskt dýr og er ekki er gott að 
            láta börn leika við hann. Huidekoper hélt áfram og talaði um að 
            genið sem olli því að kettir væru með hvítu leiddi líka til 
            hnignandi skapgerðar. Tortie og hvítar læður hafa tilhneigingu til 
            að verða latar þegar aldurinn færist yfir þær – því meira hvítt því 
            latari verða þær. Þær eru sérstaklega hreinlátar og mjög hégómlegar  
            og eyða miklu af tíma sínum í að þrífa sig. Tortie læður sem eru 
            ekki með hvítu, eru bestu veiðikettirnir, hafa mesta þolinmæði við 
            að veiða mýs og eru gífurlega hugrakkar. Þær eru ekki sérlega 
            ástríkar, og stundum jafnvel grimmar og skapvondar að eðlisfari. 
            
            Alveg hvítir kettir eru óframfærnir, mjög hrifinir af klappi og 
            kjassi, hljóðlátir með viðkvæmt skap, heiðarlegir persónuleikar. 
            Þeir vilja frekar fá mat úr skál og af borði á meðan þeir liggja á 
            stól, en að fara út að veiða eða stela úr eldhúsinu. Hvítir kettir 
            eru stundum heyrnalausir, og stundum blindir án þess að það sjáist á 
            augum þeirra.  
            
            Árið 1981 skrifaði Phyllis Lauder “ég ræktaði ágætan tortie 
            kettling, sem vann til verðlauna á kattasýningu í London og eldri 
            félagi spurði mig hvort hún léki sér að vatni? Ég viðurkenndi hissa 
            að þessi kettlingur elskaði að leika sér að vatnsdropum úr krananum 
            með loppunni”. “Tortie læður gera þetta alltaf “ sagði vinur minn 
            alvarlegur og ég uppgötvaði að af öllum kettlingunum sem ég hafði 
            ræktað var þetta eina tortie læðan og eini kettlingurinn sem lék sér 
            að vatni.  
            
            LEITIN AÐ STAÐLAÐRI ÍMYND 
            
            Hluti af vandamálinu er að eigendur búast við því að kettir fylgi 
            ákveðinni staðlaðri ímynd. Ef þú segir við fólk að svartir kettir 
            séu ljúfir að eðlisfari og að rauðir kettir séu skapillir, er 
            líklegt að þetta fólk einblíni á stöðluðu hegðunina og líta svo á að 
            hegðun sem passar ekki sé “ekki í takt við persónuleikann”. 
            Manneskjur eru ekki hrifnar af óreiðu og óvissu og reyna því að 
            finna reglu og mynstur alls staðar – það er þannig sem við höfum 
            orðið árangursríkasta tegundinn á jörðinni – og stundum finnum við 
            eða búum til mynstur þar sem það er í raun ekki til staðar. 
             
            
              
            
            Ef þeir sem umgangast ókunna ketti trúa því að tortie læður séu 
            skapmeiri en aðrir kettir er líklegt að þeir nálgist þær með 
            varfærni. Kötturinn getur skynjað streituna og er líklegri til að 
            vera óþægur við þann sem er stressaður. Þeir sem trúa því að 
            marmarabröndur og svartir kettir séu róglegir geta, hinsvegar, orðið 
            fyrir því að slasa sig þegar þeir fara ekki nógu varlega að 
            ókunnugum köttum sem eru marmarabröndur eða svartir. 1958 sagði PM 
            Soderberg í bókinni Pedigree Cats : Margir hafa sagt að 
            rauðbröndóttir kettir séu mjög sjálfstæðir en á sama tíma vinalegri 
            en flestir aðrir kettir. Þetta er sennilega bara óskhyggja þar sem 
            venjur katta þróast yfirleitt út frá manneskjunum sem hugsa um þá. 
            
            Mögulega er hægt að tengja svartan lit og marmarabröndu við skapgerð 
            sem er laus við árásargirni, ljúfara skap og hærri þolmörk fyrir 
            öðrum köttum en aðrar bröndur. Ef það er satt þá gæti þessi þáttur 
            hafa stuðlað að ketti sem er félagslyndari bæði gagnvart mönnum og 
            öðrum köttum. Það að meira er af svörtum og svart-hvítum köttum í 
            þéttbýli gæti þessvegna verið tengt þessum þætti. Köttur sem 
            er stressaður á erfiðara með að geta af sér afkvæmi og kemur því 
            genum sínum síður áfram. Með tímanum verður því meira af köttum sem 
            hafa lit sem tengist meiri félagsfærni en lit sem tengist 
            félagsfælni. Í sveitum komast þeir kettir betur af sem eru í 
            felulitum, þeir eru líklegri til að vera betri veiðikettir og 
            eignast fleiri afkvæmi en þeir sem ekki eru í felulitum.  
              
             Í 
            Bavaríu komu fram þær niðurstöður, í rannsókn sem gerð var á köttum, 
            að svartir og hvítir kettir færu lengra að heiman en aðrir kettir. 
            Rannsóknin var það viðamikil að niðurstöðurnar bentu til þess að 
            þetta tengdist genum en væri ekki bara tilviljun. Margir atvinnu 
            dýraþjálfarar telja svarta ketti vera þrjóska og erfiðara að þjálfa 
            þá til að ganga í beisli en aðra ketti. Sumir segja jafnvel að það 
            sé jafn erfitt að þjálfa svarta ketti eins og ógelda fressketti 
            (höfundur greinarinnar er ekki sammála þessu og ber við eigin 
            reynslu). 
            
            Árásargirni og viðbrögð eru tengd stærð nýrnahetta. Heimiliskettir 
            hafa minni nýrnahettur en villtir forfeður þeirra og eru því 
            rólegri. Þeir kettir sem eru rólegri og sýna minni viðbrögð við 
            áreiti eru frekar kyrrir á einum stað og fjölga sér. Ef svartur 
            litur tengist í raun hærri þolmörkum myndi hann líka tengjast stærð 
            nýrnahetta, það er þó ekki neitt til sem styður þessa tilgátu.  
            
            Marmarabrendur og svartur litur tengjast víkjandi genum. Tveir 
            svartir kettir eignast svarta kettlinga. Tvær marmarabröndur eignast 
            marmarabröndur ekki tígurbröndur. Þessi víkjandi gen geta verið 
            falin í köttum með aðra liti eða mynstur í margar kynslóðir áður en 
            þau birtast aftur. Ef náttúruval eða tilbúið val (mannfólkið) er 
            meira fyrir marmarabröndur eða svarta ketti myndi ríkjandi brendur 
            deyja út því marmarabrendur og svartir bera bara þau gen. Þar sem 
            víkjandi gen eru falin geta tígurbröndur átt marmarabröndur óvænt 
            þannig að ef náttúruval eða mennirnir velja frekar tígurbröndur eru 
            marmarabrendurnar eða svarti liturinn falin en glatast ekki. 
             
            
            Hvítir kettir eru sagðir óframfærnir eða dálítið tregir. Sumir 
            hvítir kettir hafa arfgengt heyrnaleysi. Hvíti liturinn er stundum 
            tengdur við þau persónueinkenni að vera heimskur eða lengi að hugsa 
            og (sérstaklega læður) feimni, þó gætu þessi einkenni mögulega verið 
            vegna heyrnaleysisins. Heyrnalaus köttur bregst ekki við hljóðum 
            eins og t.d. ef eigandinn kallar nafn hans, mögulega væri hægt að 
            halda þetta vera heimsku.  
            
            RÚSSNESK TILRAUN 
            Í sumum 
            tegundum hefur liturinn verið tengdur við skapgerð. Rauðir refir sem 
            eru ræktaðir í Rússlandi fyrir feldinn eru yfirleitt stressaðir, ef 
            þeir eru truflaðir parast þeir ekki. Ræktendur þeirra vildu fá refi 
            sem væru aðgengilegri. Þó refir séu skyldir hundum hafa þeir aldrei 
            verið tamdir. Rússneski líffræðingurinn D.K. Belyaev valdi gæfustu 
            refina og ræktaði undan þeim, tilfraunin tók 26 ár og er enn í gangi 
            nú 14 árum eftir dauða hans. Eftir 5 kynslóðir hafði hann ræktað 
            refi sem voru mun gæfari en áður en núna eru komnar 30 – 35 
            kynslóðir. Þessu skapeinkenni fylgdi flekkóttur litur og þeirhéldu 
            sumum einkennum hvolpa eins og t.d. linum eyrum, hringuðum skottum, 
            breiðara nefi, þeir vældu meira, geltu og dilluðu skottinu en misstu 
            niður einkenni eins og að þurfa að verja sér svæði og að veiða.  
            
            Refirnir voru ræktaðir eingöngu fyrir skapgerðina. Hinar 
            breytingarnar, þar á meðal flekkótti liturinn og hvítar stjörnur á 
            andliti voru tilviljunarkenndar, hliðarafurðir. Það er erfiðara að 
            greina tengslin á milli litar og skapgerðar hjá köttum þó að 
            heimiliskettir komi í mun fleiri litum en villtir forfeður þeirra. 
            Hvort þetta gerðist í tengslum við það að þeir urðu gæfari eða vegna 
            tilviljunarkenndar stökkbreytinga er óljóst.  
            
            HVERS VEGNA MISMUNANDI LITIR? 
            
            Ólíkir litir komu upp á mismunandi stöðum í heiminum sem 
            sjálfsprottnar stökkbreytingar í köttunum á svæðinu. Mögulegt er að 
            þessir kettir hafi haft sérstaka persónuleika. Colourpoint mynstrið 
            kom upp í Asíu og kemur náttúrulega fram í Tailandi (Síam) og 
            Malasíu. Lilac liturinn getur líka hafa komið fram á þessu svæði. 
            Blár (grár) litur kom mögulega upprunalega fram í Asíu þar sem hann 
            fyrirfinnst í Korat tegundinni og liturinn hefur sennilega borist 
            til Rússlands ( Russian Blue).  
            
            Bletta- og tígurbrendur sjást þegar fornir kettir eru skoðaðir. 
            Alveg eins og brendur á tigrísdýrum eru tígurbrendur felulitir í 
            skóglendi og grasi kvölds og morgna. Aðrir litir myndu sjást vel og 
            kettinum myndi ekki ganga eins vel að veiða eða væri auðveld bráð. 
            Það er talið að marmarabrandan hafi komið fram í Bretlandi og borist 
            annað með nýlendubúum. Marmarabröndur finnast í löndum þar sem 
            Bretar hafa ráðið ríkjum en minna er um þær annars staðar. 
             
            
              
                
                  | 
                   
                  
                    
                  
                  
                  Silfur tabby - villt ("Sparkle")  | 
                  
                  
                   
                  
                  
                  Silfur tabby - milt ("Silver").  | 
                 
               
             
              
            
            Náttúrulegt umhverfi katta er það sem ákvarðar litina sem eru 
            ríkjandi. Svartur og hvítur er ríkjandi hjá köttum í þéttbýli en 
            sveitakettir eru líklegri til að vera  bröndóttir. Úti á 
            landsbyggðinni eru brendur betri felulitir og erfiðara fyrir einlita 
            ketti að komast af. Brendurnar blandast vel við skugga af trjám og 
            skóglendi þegar kötturinn veiðir. Í borgum þar sem kettir eiga 
            auðveldara með að finna sér æti og minni líkur er að þeir séu 
            veiddir kemur það sér ekki illa að vera svartur eða marmarabranda.
             
            Það er 
            talið að dökkir kettir séu algengir þar sem kettir lifa í návígi við 
            mannfólkið og því eldra sem þéttbýli er því hærra hlutfall af dökkum 
            köttum (a.m.k. þangað til gelding kom til). Þessi kenning gefur til 
            kynna að þar sem kettir komu til Ameríku á 17. öld sé meiri 
            fjölbreyttni í litum í eldri iðnaðarsamfélögum þar sem þeir hafa 
            haft meiri tíma til að stökkbreytast og þar sem þéttleiki katta 
            hefur valdið því að félagslyndir kettir hafa orðið ofaná. Líkamsgerð 
            og lengd hára bera þess merki að náttúruval hefur átt sér stað (t.d. 
            kubbslegur frekar en löng líkamsgerð í Amerískum stutthærðum köttum 
            og lengri feldur hjá Main Coon köttum). En kenningin varðandi þróun 
            lita verður sennilega aldrei sönnuð. Algenga bröndótta mynstrið hjá 
            Main Coon köttum endurspeglar líklega þá staðreynd að kettir fylgdu 
            Breskum nýlendubúum um allan heim. Í Ástralíu er hátt hlutfall 
            villtra katta sem hafa brúnt bröndumynstur (með eða án hvíta 
            litarins) sem er besti feluliturinn við veiðar. 
            
            FRÁ HVAÐA TEGUNDUM ERU LITIRNIR UPPRUNALEGA? 
            
            Svartur var sennilega fyrsta litastökkbreytingin en á eftir komu 
            rauður og hvítur. Svartur litur er til í öðrum kattategundum þannig 
            að það er sennilega einföld stökkbreyting. Mismunandi litir komu upp 
            á mismunandi landssvæðum. Á sama tíma voru mismunandi kynþættir 
            katta (það sem við köllum tegundir) að þróast miðað við staðbundnar 
            aðstæður t.d. síðhærðir kettir þar sem kalt var, kubbslegir 
            stutthærðir kettir þar sem var allra veðra von, grannir 
            austurlenskir kettir í heitu loftslagi. Sumir litir hafa verið 
            tengdir við ákveðnar tegundir og um leið við ákveðin 
            skapgerðareinkenni þessara katta eins og t.d. Síamsketti 
            (colourpoint) í fíngerðu köttunum í Tailandi og Malasíu.  
            
              
                
                  | 
                   
                  
                     | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Kastaníu brúnn - forvitinn? (UK Havana) | 
                 
               
             
              
            
            Litirnir og persónueinkenni hafa þróast sem aðgreindar 
            stökkbreytingar; ein er ekki háð hinni. Þegar tegundum er blandað 
            saman er mögulegt að litir og skapgerðareinkenni erfist óháð hvert 
            öðru eða það gæti verið mögulegt að þetta tvennt erfist saman ef 
            genin fyrir lit og fyrir skapgerðareinkenni eru nálægt hvert öðru á 
            litningum kattanna. Um leið og litirnir berast fylgja ákveðin 
            persónueinkenni með þeim. 
            
            Útbreiðsla katta og mismunandi lita  tengist flutningum manna. T.d. 
            rauðir kettir eiga uppruna sinn í Asíu en talið er að útbreiðsla 
            litarins hafi verið með víkingum til norður Evrópu. Þess vegna er 
            rauður litur svona algengur í Skotlandi (sem tengdist víkingum) en 
            ekki eins algengur í suður hluta Bretlands þar sem svartir og 
            marmarabrendur eru algengari. Bláir kettir dreifðust út frá 
            Rússlandi og Frakklandi og marmarabrendur frá Bretlandi.  
            
              
            
            Hlutur áhrifanna kemur með tegundunum sem liturinn erfist frá. Það 
            er viðurkennt að tegundir hafa mismunandi persónueinkenni. T.d. eru 
            Síamskettir fjörugir og bráðþroska kynferðislega og eru þessi 
            einkenni borin áfram til annarra Oriental katta sem eru í raun 
            Síamskettir í dulargerfi. Colourpoint mynstrið hefur komið upp í 
            öðrum tegundum. Það getur hafa komið inn eftir krókaleiðum en það er 
            alltaf hægt að rekja það aftur til forfeðra af Síamsættum þó svo að 
            það sem hægt að rekja það nokkrar kynslóðir aftur til Birma eða 
            Himalaya katta. Það er hægt að tengja fjöruga (extrovert) 
            persónuleikann við colourpoint mynstrið þannig að Himalayans 
            (síðhærðir colourpoint) eru sagðir líflegri en heillitaðir Persar. 
            Ef colourpoint mynstrið hefur náð að halda sér í gegnum margar 
            kynslóðir og paranir er ekki ólíklegt að sum persónueinkenni hafi 
            fylgt því.  
            
            Eins er talað um að Abyssiníu/Somalí kettir gefi af sér ljúfa 
            skapgerð um leið og agouti mynstur þegar þeir eru notaðir með öðrum 
            tegundum. Róleg skapgerð British Blue má mögulega tengja því að 
            fyrri ræktendur gerðu ekki greinarmun á British Blue, Russian Blue 
            og Korats og ræktuðu þá alla saman. Russian Blue og Korats eru bæði 
            mjög rólegar tegundir.  
            
              
                
                  | 
                   
                  
                  Mildir bláir?  | 
                 
                
                  
                  
                    | 
                 
               
             
              
            
            TEKUR FÓLK ÁKVEÐNA LITI FRAM YFIR AÐRA? 
            
            Rannsóknir gefa til kynna að litur hafi mikil áhrif á hvaða kött 
            fólk velur sér. Vinsælustu litir í þéttbýli á 17. öld voru svartur 
            og hvítur, grár og hvítur eða svartur. Sumstaðar var hjátrúin sú að 
            svartur væri gæfumerki. Í Japan er mi-ke (tortie og hvít) 
            heillavænlegur litur. Í Norður Ameríku er svartur óheillalitur. Í 
            mismunandi löndum eru ólíkir litir taldir heppilegir eða óheppilegir 
            og hefur þetta haft áhrif á litaflóru kattasamfélagsins í viðkomandi 
            löndum því þeir kettlingar sem voru í óheppilegum litum voru 
            drepnir.
             
            Í kringum 
            1960 í London var rauður litur eða rauður og hvítur í uppáhaldi. 
            Árið 1975 sýndi könnun í Glasgow að íbúar í úthverfum vildu rauða 
            ketti eða ketti með hvítu. Í Southampton vildi fólk frekar svarta 
            ketti. En í fátækari hverfum voru kettir yfirleitt svartir eða 
            bröndóttir. Í nýlegri rannsókn þar sem fólk átti að gefa 8 litum 
            einkunn var grár vinsælasti liturinn, svartur var númer tvö, en 
            tígurbrendur og svartir og hvítir voru jafnir í þriðja sæti. Rauður 
            var í síðasta sæti en tortie í næstsíðasta.  
            
            Flestar upplýsingar um tengsl litar og skapgerðar eru til gamans 
            gerðar en kannanir hafa verið gerðar þar sem eigendur eða dýralæknar 
            voru beðnir um að tengja liti við persónueinkenni. Upplýsingar eru 
            aðeins til um tvær kattategundir en litið var framhjá einkennum 
            tegundanna og áhersla lögð á tengsl lita og persónueinkenna. 
             
            
              
                
                  | 
                  
                  
                  Litur | 
                  
                   
                  
                  Skapgerðareinkenni  | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  "-" ekki til upplýsingar | 
                  
                   
                  
                  Persian (Síðhærðir)  | 
                  
                   
                  
                  British Shorthair  | 
                  
                   
                  
                  Húskettir (blandaðir kettir)  | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Svartur | 
                  
                  
                  trúr, tortryggir ókunnuga | 
                  
                  
                  gott skap | 
                  
                  
                  þrjóskir, vinalegir, félagslyndir | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Hvítur | 
                  
                  
                  rólegur, friðsamlegur | 
                  
                  
                  vinalegur | 
                  
                  
                  óframfærinn | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Rauður (Ginger) | 
                  
                  
                  kurteis | 
                  
                  
                  - | 
                  
                  
                  slóttugur,ófyrirsjáanlegur, óvingjarnlegur, 
                  rólegur en með mikið skap | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Krem | 
                  
                  
                  skapgóður | 
                  
                  
                  - | 
                  
                  
                  - | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Blár  (Grár) | 
                  
                  
                  blíður | 
                  
                  
                  hljóðlátur, ástríkur | 
                  
                  
                  rólegur, friðsamlegur | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Blá-krem (Tortie með þynningu) | 
                  
                  
                  - | 
                  
                  
                  lífleg | 
                  
                  
                  stríðin | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Tortie | 
                  
                  
                  móðurleg | 
                  
                  
                  klár | 
                  
                  
                  óþekk, skapmikil, mislynd | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Calico (Tortie & hvít) | 
                  
                  
                  róleg, skapgóð | 
                  
                  
                  - | 
                  
                  
                  óþekk, lífleg | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Svartur og hvítur | 
                  
                  
                  hægur | 
                  
                  
                  skapgóður, vinalegur | 
                  
                  
                  flakkari | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Bröndótt | 
                  
                  
                  jafnlyndur | 
                  
                  
                  skapgóður | 
                  
                  
                  daufur, heimakær, gott gæludýr | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Blettir | 
                  
                  
                  - | 
                  
                  
                  geðþekkur | 
                  
                  
                  - | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Svart - Smoke | 
                  
                  
                  afslappaður | 
                  
                  
                  skapgóður | 
                  
                  
                  - | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Pewter/Shaded Silver | 
                  
                  
                  ástríkur og skapgóður | 
                  
                  
                  - | 
                  
                  
                  - | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Cameo | 
                  
                  
                  hægur | 
                  
                  
                  - | 
                  
                  
                  - | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Colourpoint/Himalayan | 
                  
                  
                  blíður, líflegur en ekki opinskár | 
                  
                  
                  - | 
                  
                  
                  - | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Chocolate/Lilac | 
                  
                  
                  opinn, forvitinn 
                   
  | 
                  
                  
                  - | 
                  
                  
                  - | 
                 
               
             
            
            
              
            
              
                
                  |   | 
                  
                  
                    | 
                 
                
                  | 
                  
                  
                  Nipper: Svartur og hvítur ... eða hvítur og 
                  svartur? Feiminn, félagslyndur, þrjóskur? 
                  
                  Staðreyndin er sú að persónuleiki Nippers var 
                  eins forvitnilegur og mynstrið á honum.  | 
                 
               
             
              
            
            Árið 1973 voru eftirfarandi einkenni tengd við liti í bók sem heitir 
            "Your Guide to Cats & Kittens" by Pedigree Petfoods:- 
            
              
                
                  | 
                   
                  
                  Litur  | 
                  
                   
                  
                  Skapgerð  | 
                 
                
                  | 
                  
                  Spotted British stutthærður | 
                  
                  
                  Eiga gott með að ferðast, læra vel á að ganga í 
                  beisli. | 
                 
                
                  | 
                  
                  Blá – krem stutthærðar | 
                  
                  
                  Hafa þann áhugaverða vana að skófla upp mat með 
                  loppunum.
                  
                   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Tortie - stutthærðar | 
                  
                  
                  Ástríkir, trúir og góðir veiðikettir. | 
                 
                
                  | 
                  
                  Tortie og hvítir - stutthærðar | 
                  
                  
                  Frægir fyrir að vera góðar að veiða rottur.
                    | 
                 
                
                  | 
                  
                  Silfur brendur - stutthærðir | 
                  
                  
                  Feimnir en mjög ástúðlegir, og mjög háðir 
                  mönnum. Þrífast ekki vel í búrum.   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Rauðar brendur - stutthærðir   | 
                  
                  
                  Hljóðlátir, auðsveipir og ástríkir, mjög góðir 
                  veiðikettir. | 
                 
                
                  | 
                  
                  Svartir - stutthærðir | 
                  
                  
                  Láta eins og trúðar, skemmta eigendum með 
                  allskonar fíflalátum og miklu ástríki.   | 
                 
                
                  
                  
                  Súkkulaði - Persneskir 
                  Lilla - Persneskir   | 
                  
                  
                  Þeir eru lausir við hræðslu og fara í fangið á 
                  ókunnugum án þess að þurfa kynningu fyrst. Fresskettir eru 
                  sennilega betri gæludýr en læður því þeir sýna eigendum sýnum 
                  mikla tryggð svipað og hundar. Þeir eru góðir með öðrum köttum 
                  og eru tilbúnir til að deila matarskál.   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Colourpoint - Persneskir | 
                  
                  
                  Mjög hraustir kettir og gætu verið úti allt 
                  árið án þess að finna fyrir því.   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Svartir og hvítir tvílitir - Persneskir | 
                  
                  
                  Mjög góðir veiðikettir.   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Brúnar brendur - Persneskir | 
                  
                  
                  Hljóðlátir, kurteisir, þægir og trúir, en á 
                  sama tíma harðgerðir og hugrakkir. | 
                 
                
                  | 
                  
                  Blá – krem -  Persneskir   | 
                  
                  
                  Mjög kvenlegir persónuleikar, góðar en 
                  fjarlægar mæður, hafa meiri áhuga á fuglum eða fressköttum! | 
                 
                
                  | 
                  
                  Tortie, hvítir - Persneskir | 
                  
                  
                  Mjög hreinlegir, miklir persónuleikar.   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Silfur brendur - Persneskir   | 
                  
                  
                  Góð gæludýr, rólegir, góðir á sýningum, eru 
                  mjög virðulegir.
                  
                   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Smoke Persneskir | 
                  
                  
                  Með gott skap, blíðir og ástríkir. Þeir slást 
                  en eru ekki mjög árásargjarnir og yfirliett glaðir að hætta 
                  við slagsmál ef hægt er að halda ærunni. | 
                 
                
                  | 
                  
                  Rauðir Self Persneskir | 
                  
                  
                  Miklir persónuleikar og yfireitt kettir númer 
                  eitt. Læður eru sjaldgæfar en fresskettirnir yfirleitt mjög 
                  góðir í slagsmálum. Þegar þeir vilja geta þeir verið mjög 
                  ástríkir. Þeir hafa mikinn áhuga á því sem er að gerast í 
                  kringum þá.   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Krem Persneskir | 
                  
                  
                  Mjög ástríkir með gott skap, skemmtileg 
                  gæludýr. Þeir reyna yfirleitt að forðast vandræði en geta 
                  varið sig ef þeir þurfa.
                  
                   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Rauð brendur Persneskir | 
                  
                  
                  Gáfaðir og mjög virkir. Skemmtilegir félagar en 
                  þurfa ástríki til að sýna sitt besta. Þótt margir haldi annað 
                  eru þeir ekki illgjarnir. Fresskettirnir geta litið 
                  ógnvekjandi út en er það frekar vegna ótta en reiði.   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Blá- augu, hvítir Persneskir | 
                  
                  
                  Er virðulegur, alvarlegur en finnst gaman að 
                  leika sér en aðeins eftir að hann hefur hugsað sig vandlega 
                  um. Eftir á hvílir hann sig og hugleiðir hversu léttúðugur 
                  hann var. Bláeygðir fresskettir geta verið ástríkir en þeir 
                  halda aftur af sér. Þeir sem eru með appelsínugul augu eru 
                  glaðlyndir og ófeimnir.   | 
                 
               
             
            
            Snemma á 21. öld kom breskur maður, George Ware með kenningar um 
            liti og skapgerð byggt á eigin reynslu en hann rak kattahótel.
             
            
              
                
                  | 
                   
                  
                  Colour  | 
                  
                   
                  
                  Temperament  | 
                 
                
                  | 
                  
                  Silfur brendur | 
                  
                  
                  Stór, lifandi og kröftugur. Mjög oft ríkjandi 
                  kettir, njóta þess að umgangast menn en eru ekki kjöltu 
                  kettir. | 
                 
                
                  | 
                  
                  Brendur | 
                  
                  
                  Vinalegir og afslappaðir, næstum því latir. 
                  Njóta þess oft að láta kitla sig á maganum en láta þig vita 
                  þegar þeir hafa fengið nóg. Ólíklegir til að fara út á 
                  nóttunni, vilja frekar sofa í rúmi.   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Svartir og hvítir | 
                  
                  
                  Sannir kjöltukettir. Mjög trúir fjölskýldu 
                  sinni, sérstaklega einhverjum einum. Geta átt það til að vera 
                  mislyndir.  
                   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Svartir | 
                  
                  
                  Sjálfstæðir og góðir veiðikettir. Líklegir til 
                  þess að vera sofandi inni á daginn og úti að veiða á nóttunni. 
                  Vilja ekki láta fikta mikið í sér eða halda á sér.   | 
                 
                
                  | 
                  
                  Tortie, tortie og hvítir   | 
                  
                  
                  Yfirleitt vinalegir og blíðir en vilja vera 
                  úti, sérstaklega á nóttunni. Hafa tilhneigingu til að vera 
                  gráðugir og verða of feitir. | 
                 
                
                  | 
                  
                  Rauðir og hvítir | 
                  
                  
                  Stórir bangsar, afslappaðir næstum því latir. 
                  Finnst gott að láta klappa sér en líkar illa að vera teknir 
                  upp. Vilja frekar sitja á húsgögnum en í kjöltum. | 
                 
               
             
              
            
            ER HÆGT AÐ TENGJA LIT VIÐ HEILBRIGÐI? 
            
            Samkvæmt Albert C. Jude höfundar Cat Genetics 1995, tengist 
            stærð og litir katta oft. Hann sagði að “brúna” genið hefði 
            tilhneigingu til að fylgja aukinni stærð. Dæmi um “brúnan lit” og 
            aukningu á stærð er brún bröndóttur köttur, sem verður virkilega 
            kröftugur við réttar aðstæður. Önnur lita gen hafa tilhneigingu til 
            að auka stærð hjá öðrum dýrum en hingað til hefur það ekki gerst hjá 
            köttum en “silfur” gen hefur þau áhrif að draga úr stærð eins og 
            sést hjá silfur bröndum, chinchilla og (sennilega) Síamsköttum (hann 
            telur silfur vera samsætu (allele) af Síams/Birma albinoisma). Það 
            virðist því vera tengsl milli litar og beinabyggingar, því þar sem 
            brún branda er kröftug er silfur branda, chinchilla og Síams með 
            fíngerðari beinabyggingu.  
            
            Rannsóknir árið 2003 gáfu til kynna að svartur litur geti haft áhrif 
            á heilsu katta ef ekki skapgerð þar sem hægt er að tengja svarta 
            litinn við aðrar góðar stökkbreytingar. Svartur feldur hefur þróast 
            sérstaklega í mismunandi tegundum katta. Af 37 tegundum, eru 11 
            tegundir (heimiliskötturinn er ekki tekinn með) sem hafa gefið af sé 
            einstaklinga með svartan feld: Geoffray köttur, skoskur villtur 
            köttur, Indverskur (Temminicks), gullni kötturinn, hlébarði, 
            blettatígur, jaguar, caracal, gresjuköttur, jaguarondi, gaupa, 
            bobcat og mögulega fjallaljón. 
            
            Líklegasta útskýringin er betri felulitir en þetta gæti verið 
            tilviljunarkennt í tengslum við aðrar stökkbreytingar. 
            Stökkbreytingarnar sem leiða til þess að feldur verður svartur eru í 
            sömu genafjölskyldu og þær sem tengjast sjúkdómum í mönnum eins og 
            AIDS. Svartir kettir gætu þess vegna haft meiri vörn gagnvart 
            sjúkdómum en kettir með aðra liti samkvæmt gena rannsóknum hjá 
            Bandarísku krabbameins stofnuninni (US National Cancer Institute) 
            hjá Eduardo Eizirik og Stephen O´Brien.  
            
            Dökkur litur getur komið sér vel í myrkri eða í þykkum lágum gróðri 
            á meðan brendur eru betri í skugga að morgni og þegar kvölda tekur. 
            Í gresjuköttum sést svartur litur hjá þeim sem búa á mjög háum 
            stöðum sem gefur til kynna kosti vegna varma. O´Brien stingur upp á 
            að svarta stökkbreytingin hafi lifað af ekki vegna þess að þetta 
            væri betri felulitur held vegna þess að kettir með stökkbreyttu 
            genin hefðu betri varnir gegn vírusum.  
            Í 
            rannsókninni var sameindagrunnur þáttar sem gæti haft þróunarlega 
            yfirburðið kannaður. Rannsakendur kortlögðu tvö gen sem tengjast 
            svörtum litabreytingum og báru kennsl á breytingar í “agouti” 
            geninu. Agouti stjórnar hversu mikið af svörtu er í hárum 
            heimiliskatta; í köttum sem eru með eitt eða tvö “eðlileg” agouti 
            gen er hvert hár með ræmu/rönd (banded, ticked) af dökkum og ljósum 
            lit. Í köttum sem eru með tvö ekki agouti gen eru hvert hár með 
            einum lit. Í bröndóttum köttum er bakgrunnsliturinn röndótti agouti 
            liturinn og síðan er eitthvað mynstur með. Í Abyssíuköttum og 
            svipuðum tegundum er allur líkaminn agouti.  
            
            Rannsóknirnar sýndu að áhrifin tóku til fleiri þátta en bara 
            breytinga á agouti geninu og lit á feldi. Í svörtum köttum hafði 
            líka komið fram breyting á tendgu geni sem er þekkt sem MC1R. MC1R 
            er í fjölskyldu gena sem fela í sér gen í mönnum sem kallast CCR5. 
            CCR5 er með kóða fyrir prótín í frumuhimnunni og er þetta prótín 
            lykill til að hleypa inn hinum ýmsu vírusum eins og HIV. Mögulega 
            eru því svartir kettir ekki eins viðkvæmir fyrir vírusum. 
             
            Það er 
            áhugavert að veita því athygli að þar sem þéttleiki katta er mikill 
            er mikið af svörtum köttum (eða svörtum og hvítum – þessir kettir 
            eru erfðafræðilega séð svartir en aukreitis með gen fyrir hvítum 
            blettum). Þetta er yfirleitt rakið til þess að svartir kettir eigi 
            auðveldara með að búa í nálægð við aðra ketti og fjölgi sér því 
            meira. Þar sem þéttleiki er mikill dreifast vírusar hraðar þannig að 
            mögulega er það ástæðan fyrir því að meira er af svörtum köttum þar 
            sem kettir sem eru öðruvísi á litinn smitast frekar á meðan þeir 
            svörtu lifa af og fjölga sér.  
            
            Í LOKIN 
            Sumir sem hafa 
            lesið þetta hafa alveg misskilið það sem hér stendur. Þetta er að 
            mörgu leyti könnun á því hvernig kattaeigendur skynja sambandið á 
            milli litar og skapgerðar. Í þessari grein kemur ekki fram að það 
            séu pottþétt staðfest tengsl á milli litar og skapgerðar. Það sem 
            kemur fram er hvað ólíkt fólk á mismunandi tímum hefur tekið eftir.  
            
            Þýtt af Hrund Gautadóttur 
              
              
              
               | 
           
          
            
            
              | 
            
            Hálsól og merki.
            Það á að hafa 
            ól og merki á öllum útiköttum. 
            Á að eyrnamerkja ketti ? Eyrnamerking 
            er varanlegt kennimark sem auðvelt er að framkvæma meðan kötturinn 
            er í svæfingu t.d fyrir geldingu. Á köttum eru kenninúmer yfirleitt 
            merkt í eyra. Kettir geta týnt lausum merkjum á hálsól, en 
            eyrnamerking fylgir þeim ávallt. Það er auðvelt fyrir nágranna eða 
            aðra að sjá að kötturinn er merktur og geta þá hringt og fengið 
            upplýsingar um eiganda til að koma kisu aftur heim. Kattholt hefur 
            lista yfir eyrnamerkingar og dýralæknastofur um sínar merkingar. 
            Einnig er hægt að örmerkja ketti. 
            Örmerki er örlítill kubbur, sem er settur undir húð og virkar líkt 
            og strikamerking.  
            
            
            
            Í kattasamþykkt höfuðborgarinnar er ákvæði um að allir kettir skulu 
            merktir með örmerki. Örmerking er gerð af dýralæknum. Best er að 
            láta örmerkja um leið og gelding eða ófrjósemisaðgerð er gerð.
              
            Grein á Dagfinni Dýralæknir. 
              
              
               | 
           
          
            
            
              | 
            
             
            Kettir eru vinsælastir allra gæludýra  | 
           
          
            | 
              | 
            
            Kettir eru vinsælastir allra gæludýra og þar á eftir kemur besti 
            vinur mannsins, hundurinn. Alls eru gæludýr á um 29% heimila í 
            landinu og gæludýra eru á álíka mörgum heimilum og 
            myndbandsuðppökuvélar sem eru á 27% heimila í landinu. Þetta kemur 
            fram í rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árið 2002-2004 
            en þetta er í fyrsta sinn sem gæludýraeign heimilanna er skoðuð 
            sérstaklega. Eins og áður segir eru kettir vinsælastir gæludýra en 
            kettir eru á tæplega 12% heimilum landsins.   
              
              
               | 
           
          
            | 
              | 
            
              | 
           
          
            | 
              | 
            
              | 
           
          
            
            
              | 
            
            
              
                | 
                 
                Ofnæmi í köttum 
                26.11.2003 | Helga Finnsdóttir 
                Ofnæmi í köttum er ekki óþekkt 
                fyrirbæri og geta þeir, ekkert síður en við mannfólkið, fengið 
                ofnæmi. Ofnæmið, sem stafar af ofurnæmi kattarins gegn efnum í 
                umhverfinu eða fóðrinu, vaknar við að efnið, það er 
                ofnæmisvakinn, berst á köttinn, ofan í hann við öndun eða við 
                inntöku fóðurs. Oftast er kötturinn á aldrinum 6 mánaða til 
                tveggja ára þegar ofnæmi gerir vart við sig. Ofnæmi getur verið 
                árstíðabundið og líka arfgengt. 
                Helsta einkenni ofnæmis er 
                kláði. Ekki er alltaf víst að eigandinn geri sér ljóst að 
                kötturinn hafi ofnæmi þótt hann klæi, því kettir eru meiri 
                einfarar en t.d. hundar og ekki alltaf í sjónmáli við eigandann. 
                Það er kannski ekki fyrr en sár eða skallablettir verða 
                áberandi, að ljóst er að eitthvað er að. Reyndar getur ofnæmi 
                tekið á sig margar aðrar sjúkdómsmyndir og birzt sem húðbólgur, 
                skeinur og sár á andliti, hálsi og haus, ofþrif 
                (hypersoignering) og jafnvel sem eyrnabólga. 
                Sjúkdómsgreiningin felst í 
                ítarlegri skoðun, nákvæmri sjúkrasögu kattarins og jafnvel 
                niðurstöðum úr blóð- og vefjasýnum. Reyna verður að útiloka 
                aðrar ástæður fyrir ástandinu svo sem útvortis sníkjudýr, 
                bætiefnaskort og húð- og sveppasýkingar. 
                Ofnæmi er flókið fyrirbæri og 
                erfitt að gera því fullnægjandi skil í stuttri grein. Hér á 
                eftir verður því aðeins stiklað á stóru varðandi ofnæmisvalda og 
                nokkra ofnæmissjúkdóma af þeirra völdum, einkenni og meðferð. 
                Algengir ofnæmisvaldar 
                Fái köttur ofnæmi getur verið 
                erfitt, ef ekki illmögulegt, að finna orsakavaldinn. Erlendis 
                eru gerð húðpróf (Intradermal Allergy testing) til að reyna að 
                finna ofnæmisvakann. Slík próf eru hins vegar mjög flókin á 
                köttum, krefjast mikillar reynslu og eru þess utan afar dýr í 
                framkvæmd. 
                Dæmi um ofnæmisvaka eru 
                frjókorn, sveppafrjó, rykmaurar, ull, vatt (stopp í húsgögnum), 
                fiður (og dúnn), gúmmí- og plastdót, kattasandur, nikkel, 
                svitalyktareyðir, hreinsiefni, húðflögur af dýrum - og jafnvel 
                tóbaksreykur. 
                Erfitt getur verið að forðast 
                frjókorn eða sveppafrjó þar sem þau eru létt og geta borist 
                hvarvetna. Hafi köttur frjóofnæmi, má reyna að minnka einkennin 
                með því að halda honum innandyra meðan frjótalan er há, þó það 
                dugi ekki alltaf til. 
                Sé ofnæmið stöðugt en ekki 
                árstíðabundið, verður að reyna að fjarlægja þá hluti úr umhverfi 
                kattarins sem hugsanlega geta verið sökudólgurinn. Það er ekki
                alltaf einfalt, en gott er að vera í samráði og samvinnu 
                við dýralækninn sinn um aðgerðir. 
                Fæðuofnæmi 
                Fóður getur innihaldið marga 
                ofnæmisvaka og valdið fæðuofnæmi. Allt að 6% tilfella af 
                húðkvillum eru talin stafa af fæðuofnæmi, en það getur líka 
                valdið meltingartruflunum, öndunarerfiðleikum og jafnvel 
                einkennum frá miðtaugakerfi. Greina þarf fæðuofnæmi frá 
                fæðuóþoli sem getur t.d. stafað af of snöggum fóðurbreytingum. 
                Meðalaldur katta sem fá 
                fóðurofnæmi er 4 - 5 ár. Fæðuofnæmi getur komið í ljós þó köttur 
                hafi fengið sama fóðrið lengi, jafnvel um árabil. Orsökina má 
                oftast rekja til próteina, þó önnur efni í fóðrinu geti einnig 
                verið ofnæmisvaldandi. Helztu ofnæmisvakarnir eru fiskur, 
                nautakjöt og mjólkurafurðir. 
                Sjaldnast stoðar að gefa 
                kettinum aðra tegund matar, því innihaldið í flestum tegundum 
                kattafóðurs er mjög sambærilegt. 
                Til að reyna að útiloka 
                ofnæmisvaldinn, þarf að fóðra köttinn á sérfæði. Það þarf að 
                vera gert úr einni tegund próteins sem er ólíklegt að hafi 
                fundist í tilbúna matnum sem kisi fékk áður, t.d. kanínukjöti 
                eða hjartarkjöti og einni tegund af kolvetnum svo sem 
                hrísgrjónum eða kartöflum. Gott er að gefa vítamín og steinefni 
                ásamt fjölómettuðum fitusýrum daglega. Þetta þykir flestum 
                köttum afar óspennandi kræsingar en verða samt að láta sig hafa 
                það. Því miður getur það tekið margar vikur og mánuði að sjá 
                einhvern árangur af meðferðinni. 
                Eosiniphilic Granuloma 
                Complex EO 
                "Eosiniphilic Granuloma 
                Complex" er nokkuð algengur sjúkdómur hjá köttum sem oftast 
                stafar af ofurnæmi kattarins gegn ofnæmisvaldandi efnum í 
                umhverfinu. Sjúkdómurinn er samfléttun þriggja sjúkdómseinkenna, 
                þ.e. sjúkdómsmyndirnar geta verið þrjár og jafnvel birst allar í 
                senn. Einkennin eru upphleypt sár oftast á efri vör eða vörum, 
                rauðar, vilsandi skellur í húð, oftast á kvið eða nára og 
                afmörkuð sár, oftast aftan á lærum, í andliti, á tungu eða góm.   
                  
                Einkennin sjást frekar hjá 
                læðum en fressum og geta sum komið fram hjá köttum yngri en árs 
                gömlum. Þó orsök sjúkdómsins sé í flestum tilfellum rakin til 
                ofnæmis, er þó talið að álagsþættir af sálrænum toga, umhverfi 
                eða streita geti einnig átt sinn þátt í sjúkdómnum. 
                Meðferð 
                Í flestum tilfellum þarfnast 
                köttur lyfja fái hann ofnæmi. Þau lyf sem hafa bezta virkni gegn 
                einkennum ofnæmis eru barksterar (methylprednisolone acetate) og 
                eru þau því bezti valkosturinn. Stundum eru andhistamínlyf 
                (clorpheniramine) einnig notuð með ágætum árangri hjá köttum, þó 
                þau gefist ekki vel við ofnæmi hjá hundum. 
                Mikilvægt er jafnframt að huga 
                vel að mataræði kattarins og gefa honum einungis fóður sem 
                framleitt er úr hágæða hráefnum og er án litar- og aukefna. Sé 
                ómettuðum fitusýrum (Omega 3/omega6) bætt daglega við fóðrið, 
                sýna rannsóknir að þær hafi verulega bætandi áhrif á einkennin. 
                Þó lyfjameðferð sé ævilöng, eru 
                batahorfur yfirleitt mjög góðar og allir möguleikar á að kisa 
                eigi góða og hamingjusama ævi um langa framtíð.   
                 
 
  | 
               
             
   
               | 
           
          
            
            
              | 
            
            
            
             Er nauðsynlegt að 
            bólusetja ketti, eru nokkrir alvarlegir smitsjúkdómar á Íslandi 
            sem þarf að hafa áhyggjur af? Já það þarf skilyrðislaust að 
            bólusetja ketti. Hægt er að bólusetja fyrir eftirtöldum sjúkdómum:  
            1.Kattarfár (Feline panleukopenie) . Áður en tókst að búa til 
            bóluefni gegn þessum sjúkdómi var þetta ein helsta dánarorsök katta. 
            Sjúkdómurinn er einkum hættulegur kettlingum og ungum dýrum og 
            veldur alvarlegum uppköstum og niðurgangi, sem getur leitt dýrið til 
            dauða á 3-5 dögum eftir að einkenna verður vart. 
            2.Kattainfluensa (feline 
            rhinotracheitis, feline calcivirus) Kattainfluenza er sjaldan 
            banvæn, nema í mjög ungum köttum og þá helst þeim sem eitthvað eru 
            veilir fyrir. Einkenni eru lík slæmu kvefi hjá mannfólkinu, það 
            rennur úr augum og nösum. Smitaðir kettir geta borið vírusinn með 
            sér þó án þess að sýna einkenni og gerir það baráttuna við 
            sjúkdóminn erfiðari.  
            Vert er einnig að geta þess að einnig er á markaðnum bóluefni 
            (Felovax IV Vet) sem auk áðurnefndra sjúkdóma veitir vörn gegn 
            chlamydiu sýkingum en það er notað í minna mæli.   
            Hvenær er best að bólusetja 
            kettlinga? Við fæðingu eru kettlingarnir verndaðir gegn mörgum 
            smitsjúkdómum með mótefnum, sem kettlingarnir fá í gegnum broddmjólk 
            móðurinnar fyrstu klukkutímana eftir fæðingu.  
            Að bólusetja köttinn fyrir 8 vikna aldur því litla þýðingu, mótefnin 
            gera bóluefnið óvirkt. Eftir u.þ.b. 7 vikur fer magn þessara mótefna 
            hins vegar lækkandi og þá fer að verða tími fyrir fyrstu 
            bólusetninguna ca 8 - 12 vikna.  
            Sú bólusetning er síðan endurtekin 3 - 4 vikum síðar og þá telst 
            kötturinn grunnbólusettur. Fram að þeim tíma er kötturinn 
            raunverulega ekki verndaður gegn ofantöldum sjúkdómum og ætti að 
            forða honum frá samneyti við aðra utanaðkomandi ketti. Árleg 
            endurbólusetning er síðan nauðsynleg. Ekki er enn bólusett fyrir 
            Hvítblæði í köttum (Feline leukemiavirus (FeLV). 
            Ekki er hægt að bólusetja fyrir 
            Smitandi lífhimnubólga (Feline Infectious Peritonitis, FIP) né 
            Ónæmisbæling af völdum FIV (Feline immunodeficiency virus)   
            
            
            
            Sjá Samþykkt um kattahald í Reykjavík 
            Grein á Dagfinni Dýralæknir. 
              
              
               | 
           
          
            
            
              | 
            
             
            
            Kattardýr (Felidae)  
            
              
            
            
            Flokkun kattadýra í ættkvíslir og tegundir hefur jafnan verið mjög 
            óljós og á reiki. Algengt er þó að skipa stóru kattardýrunum í 
            pardus-ættkvísl (Panthera) og láta nær alla aðra ketti heyra til 
            katta-ættkvíslar (Felis). Þó eru tvær undantekningar, skuggahlébarða 
            er skipað í milliættkvíslina Neofelis og blettatígur fær sína eigin 
            ættkvísl, Acinonyx. 
            
               
            Þróunarsaga kattardýra er gloppótt. Fyrstu fulltrúar þeirra eru 
            sverðkettir sem komu fram fyrir um 60 milljón árum. Fyrir 45 milljón 
            árum fara svo skepnur sem kallast falskir sverðkettir að gera vart 
            við sig. Þeir dóu út í upphafi ísaldar og tekur núlifandi 
            kattartegunda ekki að gæta fyrr en fyrir um 10 milljón árum. 
            
               
            Kattardýr eiga ýmis útlitseinkenni sameiginleg. Höfuð þeirra eru 
            nánast egglaga og ræðst sú lögun af því að trýni og kjálkar eru 
            stutt. Orsakir þess liggja í minni notkun á lyktarskyni við veiðar í 
            samanburði við t.d. hunda. Heyrn og sjón eru þeim mikilvægari 
            skilningarvit í þessum efnum. Sökum þess að kettir eru sérhæfðar 
            kjötætur eru kjálkarnir stuttir og nota þeir því aðeins tvenns konar 
            tennur; rýtingslaga vígtennur til dráps og jaxla til að bíta og 
            klippa með. 
            
               
            Ekkert skynfæri katta er betur þroskað en augun. Flestir vita hversu 
            vel kettir sjá í myrkri. Augu þeirra eru framan á höfðinu og sjón 
            samhverf. Þess vegna skynja þau fljótt afstöðu og lögun hlutar, 
            fjarlægð og hvort viðkomandi hlutur er á hreyfingu eða ekki. Einnig 
            geta kettir þanið út veiðihárin svo þau minna á blævæng. Getur það 
            verið sérdeilis prýðilegt þegar rata þarf í myrkri. Því má jafnframt 
            bæta við að heyrn katta afar góð. Kettir geta heyrt hljóð sem er 
            tveimur áttundum ofar en það sem mannseyrað greinir. 
            
               
            Kettir eru rándýr, kjötætur, og eins og áður hefur komið fram eru 
            tennur þeirra mjög mikilvægar við veiðiathafnir. Oft er heili 
            bráðarinnar skaddaður og sum kattardýr þurfa ekki að bíta nema einu 
            sinni til að drepa. Sum stærri dýrin læsa svo skoltinum um barka 
            fórnarlambsins eða hálsbrjóta það með hramminum. 
            
               
            Talað er um ,,kattliðugt“ fólk og ekki að ástæðulausu. Kötturinn er 
            táfeti eins og önnur hlaupadýr. Kettir geta dregið klærnar inn fyrir 
            tilstilli sinabanda ofan á ristinni með því að kreppa táliðinn. 
            Loppa kattarins er afar hreyfanleg og hentar vel til að læðast 
            hljóðlega að bráð. 
            
               
            Meðgöngutími kattardýra er mislangur. Tígurkötturinn er 
            kettlingafullur í um 75 daga en ljónynjan hvolpafull í 109 daga 
            (afkvæmi stórra kattardýra eru nefnd hvolpar á íslensku). 
            Meðgöngutími húskattar er svo 63 dagar en gaupa fæðir eftir 69 daga. 
            Ungar kattardýra fæðast blindir og öðlast sjón eftir um það bil eina 
            til tvær vikur.  
            
               
            Til eru afar margar tegundir kattardýra og myndi það æra óstöðugan 
            að ætla að gera skil á þeim öllum. Þó má nefna nokkrar, svo sem 
            evrópskan skógarkött, sem líkist um margt húsketti, núbíukött 
            (afrískur villiköttur), og rauðgaupu. Einnig þekkja flestir kvikindi 
            á borð við tígrisdýr, jagúar, parduskött og hlébarða. Húskettir eru 
            svo ein vinsælustu gæludýr í heimi og munu áreiðanlega verða það 
            áfram um ókomna tíð.  
            
            
              
              
              
              
              
              
              
              
            
              
               | 
           
          
            | 
                | 
            
                | 
           
          
            | 
             
            
               | 
            
                | 
           
          
            | 
                | 
            
                | 
           
         
        
       
      
                  
                  
                  > Loka þessari vefsíðu < 
       |