Flóðhestar (Hippopotamus amphibius) eru stórhættuleg dýr

og valda fleiri dauðsföllum í Afríku en nokkur önnur spendýr.

Tölulegar upplýsingar um hversu margir láta lífið af völdum flóðhesta á hverju ári er á reiki, en talið er að það geti verið allt að 400 manns.

Þótt flóðhestar virðist silalegir eru þeir afar árásargjarnir og þola mjög illa óviðkomandi einstaklinga nærri hjörðinni. Langflestir þeirra sem láta lífið af völdum flóðhesta eru fiskimenn sem fara of nærri flóðhestunum á litlum bátum sínum.

 

 
Mörgum finnst sætt að sjá flóðhesta "geispa". Þetta er þó ekki geispi heldur ógnun þar sem flóðhesturinn sýnir öflugar tennurnar.


Vaxandi mannfjöldi í álfunni hefur orðið til þess að sífellt fleiri árekstrar eiga sér stað milli flóðhesta og manna. Þetta hefur leitt til aukins manntjóns þar sem farið er þrengja verulega að búsvæðum flóðhesta á stórum svæðum víða í álfunni.

Ferðamenn sem heimsækja þjóðgarða álfunnar er venjulega varaðir við því að tjalda við árbakka þar sem flóðhestar halda sig, en þeir eiga það til að labba beint yfir tjöld og annað sem verður á vegi þeirra þegar þeir fara af beitarhögum á kvöldin.

 

 

Svo segir á Vísindavefnum.

©2007 Sigfús Sig. Iceland@Internet.is