Á Vísindavefnum segir eftirfarandi:

 
Stærsti api í heimi er górilluapinn Gorilla gorilla. Górilluapinn lifir í frumskógum Mið- Afríku nánar tiltekið í Kongó, sem hét áður Zaire, og í Rwanda og Úganda. Karldýrin vega venjulega um 200 kg og eru yfir 170 cm langir. Kvendýrin eru yfirleitt minni.

Dýrin verða yfirleitt þyngri ef þau búa í dýragörðum en ef þau lifa úti í villtri náttúrunni. enda þurfa þau lítið að hafa fyrir lífinu í dýragörðum. Til eru dæmi um það að górillur hafi orðið 250 kg í dýragörðum.

Framan af 20. öld var lítið vitað um vistfræði górilluapa. Breytingar urðu á því þegar bandaríski dýrafræðingurinn George B. Schaller gaf út bókina The Mountain Gorilla: Ecology and Behavior árið 1963 en hún var byggð á nokkurra ára rannsókn á ýmsum þáttum í líffræði górilluapa í fjöllum Rwanda.

Bandaríski dýrafræðingurinn Dian Fossey (1932-1985) hélt rannsóknum Schaller's áfram og hélt sig á svipuðum slóðum og hann eða í Virunga þjóðgarðinum. Rannsóknir hennar breyttu ýmsum víðteknum hugmyndum um górilluapa. Hún hélt því meðal annars fram að górilluapar væru í raun greindar, feimnar og ljúfar skepnur en ekki blóðþyrstar ófreskjur eins og þeim var gjarnan lýst í kvikmyndum eins og King Kong.

Dr. Fossey varð heimsfræg eftir að kvikmynd var gerð um reynslu hennar og líf meðal górilluapanna. Myndin var gerð fyrir hálfum öðrum áratug og hét Gorillas in the Mist og var með Signourey Waever í aðalhlutverki.

Górilluapar eru í mjög mikilli útrýmingarhættu í dag og í nokkrum stofnum eru einstaklingarnir ekki fleiri en nokkur hundruð.
 
   
   
   
   
   
   
   
   
   
   
   
   
   
   
     

 

.