Íkornar eru allar tegundir innan
ættarinnar Sciuridae sem er svo aftur hluti af stórum
flokki spendýra sem nefnist nagdýr (Rodentia). Til eru
fjölmargar tegundir íkorna sem dýrafræðingar hafa greint niður
í tvær undirættir. Þær eru jarð- og trjáíkornar (Sciurinae),
sem telja 230 tegundir og flugíkornar (Petauristinae)
með 43 tegundir. Tegundir þessara ætta finnast á öllum
meginlöndum nema í Ástralíu, sem löngum hefur skorið sig úr
hvað varðar dýrafánu.
Íkornar eru fjölbreytilegur hópur nagdýra. Stærsta tegundin
sem finnst er asíska tegundin Ratufa macrura sem getur
orðið allt að 90 sm á lengd. Minnsta tegundin sem fundist
hefur er hins vegar aðeins 6 - 9 sm á lengd með skotti. Það er
dvergíkorninn (Myosciurus pumilio) sem lifir í þéttum
regnskógum Mið-Afríku.
Fyrir utan jarðíkorna lifa íkornar aðallega í trjám og éta í
langflestum tilvikum fæðu á borð við hnetur, fræ og
blómplöntur. Í færri tilvikum éta þeir skordýr.
Sú tegund sem algengust er í Evrópu og norðanverðri Asíu er
rauðíkorninn (Sciurus vulgaris). Þessi íkorni er um 23
sm á lengd án skotts en heildarlengd dýrsins er um 45 sm.
Þessi íkorni sést iðulega safna hnetum á haustin til að birgja
sig upp fyrir veturinn en hann leggst ekki í dvala eins og
margar norðlægari tegundir íkorna gera.
Á
Bretlandseyjum hefur rauðíkorninn verið á miklu undanhaldi
fyrir innfluttri tegund sem nefnist gráíkorni (Sciurus
carolinensis) og í raun er rauðíkorninn algerlega horfinn
af mörgum svæðum. Gráíkorninn er það sem flestir myndu kalla
hinn klassíska íkorna ef svo má að orði komast. Hann er
algengur um austanverða Norður-Ameríku, allt frá laufskógum
Flórída norður í barrskóga Kanada. Gráíkornar leggjast ekki í
dvala heldur eru þeir virkir allt árið um kring. Hvert
fullorðið dýr helgar sér land til umráða, svokallað óðal.
Stærð óðalsins helgast af fæðuframboði og því er munur á stærð
óðals eftir því hvort um sé að ræða vetur eða sumar.
Rannsóknir hafa sýnt að stærð óðala geta verið á bilinu 0,5
til 20 hektarar.
Vert
er að minnast á aðra tegund íkorna, sléttuhundinn (e.
prairie dog, lat. Cynomys ludovicianos) sem fyrr á
öldum var mjög algengur á sléttum miðríkja Bandaríkjanna.
Ólíkt rauðíkornum, gráíkornum og skyldum tegundum verja
sléttuhundar mestum tíma sínum í sérstökum jarðgöngum sem þeir
búa sér til. Við opin á jarðgöngunum mynda sléttuhundarnir
hóla og hafa þannig nokkur áhrif á landslagið á sléttunum.
Dýrafræðingar telja að þessir hólar sé vörn gegn flóðum.
Meðal helstu afræningja sléttuhundsins eru ýmsar tegundir
hauka, snákar og úlfar. Á undanförnum áratugum hefur
sléttuhundum fækkað mjög vegna ofsókna mannsins en
sléttuhundurinn á í samkeppni við nautgripabændur um
landsvæði.
Flugíkorna má finna vítt og breitt í skóglendi heimsins, meðal
annars í Afríku, Asíu og Ameríku. Þeir hafa nokkurs konar húð
sem tengir saman fram- og afturfótleggi, stór augu og langa
rófu sem þeir nota til að stýra sér þegar þeir svífa á milli
trjástofna. Þessi dýr eru undantekningarlaust á ferli á
næturnar. Þeir gera sér hreiður í trjám en á síðari tímum hafa
þeir notfært sér byggingar til að gera sér íverustað
Efri myndin sýnir gráíkorna. Hún er
fengin af
vefsíðu Dr. Peg Halloran,
Colorado, Bandaríkjunum.
Neðri myndin sýnir sléttuhund. Hún er fengin af
alfræðisíðu á vegum
Microsoft Network
Af hverju má ekki flytja inn íkorna?
Fyrir
fáeinum árum hafnaði landbúnaðarráðherra umsókn um
leyfi til að flytja íkorna til landsins. Rökin
fyrir synjun voru aðallega þau að líklegt þótti að
íkornarnir gætu sloppið út í íslenska náttúru. Ef
svo færi gætu þeir valdið miklu tjóni, enda hefur
tilkoma nýrra dýrategunda alltaf í för með sér
einhverjar breytingar á vistkerfinu. Einnig þótti
líklegt að íkornarnir bæru með sér smitefni sem
eru skaðleg íslenskum dýrum
Nefnd á vegum yfirdýralæknis taldi að íkornar gætu
haslað sér völl í íslenskri náttúru. Þetta ætti
sérstaklega við um norðlægar tegundir eins og
rauð- og gráíkorna.
Íslenskir vetrarkuldar ættu ekki að vera þessum
tegundum nein hindrun, enda lifa þær í barrskógum
Evrasíu og Norður-Ameríku þar sem frost getur
orðið mun meira en hér á landi. Íkornarnir gera
sér yfirleitt hreiðurholur í þroskuðum trjám þar
sem aðgengi að fæðu er nægt. Helsta fæða þeirra
eru ýmsar tegundir fræja, akörn og hnetur.
Íkornarnir leggja sér einnig til munns ýmsar
tegundir sveppa, fuglsegg og jurtir. Yfir
sumartímann og á haustin safna þeir upp
vetrarforða sem þeir grafa í holur ofan í jörðu
eða fela í trjám.
Á vorin þegar sinna þarf ungviðinu, þurfa
rauðíkornar um 80 grömm af fæðu á dag. Á veturna,
þegar þeir hafa hægt um sig, éta þeir hins vegar
aðeins rétt um 35 grömm daglega.
Uppl. fengnar af vísindavefnum.
Á Dýraspjalli.com segir eftirfarandi: |
Íkornar eru allar
tegundir in trjáíkornar (Sciurinae), sem telja 230 tegundir og
flugíkornar (Petauristinae) með 43 tegundir. Tegundir þessara ætta
finnast á öllum meginlöndum nema í Ástralíu, sem löngum hefur
skorið sig úr
hvað varðar dýrafánu.
nan ættarinnar Sciuridae sem er svo aftur hluti af stórum flokki
spendýra sem nefnist nagdýr (Rodentia). Til eru fjölmargar
tegundir íkorna sem dýrafræðingar hafa greint niður í tvær
undirættir. Þær eru jarð- og
Íkornar eru fjölbreytilegur hópur nagdýra. Stærsta tegundin sem
finnst er asíska tegundin Ratufa macrura sem getur orðið allt að
90 sm á lengd. Minnsta tegundin sem fundist hefur er hins vegar
aðeins 6 - 9 sm á lengd með skotti. Það er dvergíkorninn (Myosciurus
pumilio) sem lifir í þéttum regnskógum Mið-Afríku.
Fyrir utan jarðíkorna lifa íkornar aðallega í trjám og éta í
langflestum tilvikum fæðu á borð við hnetur, fræ og blómplöntur. Í
færri tilvikum éta þeir skordýr.
Sú tegund sem algengust er í Evrópu og norðanverðri Asíu er
rauðíkorninn (Sciurus vulgaris). Þessi íkorni er um 23 sm á lengd
án skotts en heildarlengd dýrsins er um 45 sm. Þessi íkorni sést
iðulega safna hnetum á haustin til að birgja sig upp fyrir
veturinn en hann leggst ekki í dvala eins og margar norðlægari
tegundir íkorna gera.
Á
Bretlandseyjum hefur rauðíkorninn verið á miklu undanhaldi fyrir
innfluttri tegund sem nefnist
gráíkorni (Sciurus carolinensis) og í raun er rauðíkorninn
algerlega horfinn af mörgum svæðum. Gráíkorninn er það sem flestir
myndu kalla hinn klassíska íkorna ef svo má að orði komast. Hann
er algengur um austanverða Norður-Ameríku, allt frá laufskógum
Flórída norður í barrskóga Kanada. Gráíkornar leggjast ekki í
dvala heldur eru þeir virkir allt árið um kring. Hvert fullorðið
dýr helgar sér land til umráða, svokallað óðal. Stærð óðalsins
helgast af fæðuframboði og því er munur á stærð óðals eftir því
hvort um sé að ræða vetur eða sumar. Rannsóknir hafa sýnt að stærð
óðala geta verið á bilinu 0,5 til 20 hektarar.
Vert
er að minnast á aðra tegund íkorna,
sléttuhundinn (e. prairie
dog, lat. Cynomys ludovicianos) sem fyrr á öldum var mjög algengur
á sléttum miðríkja Bandaríkjanna. Ólíkt rauðíkornum, gráíkornum og
skyldum tegundum verja sléttuhundar mestum tíma sínum í sérstökum
jarðgöngum sem þeir búa sér til. Við opin á jarðgöngunum mynda
sléttuhundarnir hóla og hafa þannig nokkur áhrif á landslagið á
sléttunum. Dýrafræðingar telja að þessir hólar sé vörn gegn
flóðum.
Meðal helstu afræningja sléttuhundsins eru ýmsar tegundir hauka,
snákar og úlfar. Á undanförnum áratugum hefur sléttuhundum fækkað
mjög vegna ofsókna mannsins en sléttuhundurinn á í samkeppni við
nautgripabændur um landsvæði.
Flugíkorna má finna vítt og breitt í skóglendi heimsins, meðal
annars í Afríku, Asíu og Ameríku. Þeir hafa nokkurs konar húð sem
tengir saman fram- og afturfótleggi, stór augu og langa rófu sem
þeir nota til að stýra sér þegar þeir svífa á milli trjástofna.
Þessi dýr eru undantekningarlaust á ferli á næturna. Þeir gera sér
hreiður í trjám en á síðari tímum hafa þeir notfært sér byggingar
til að gera sér íverustað.
Jarðíkornar heita chipmunks á ensku og til þeirra teljast 25
tegundir innan ættarinnar Sciuridae. Þeir finnast í Norður-Ameríku
og Evrasíu. Sameiginleg einkenni þeirra eru meðal annars feldurinn
sem er rauðbrúnn og með hvítri og svartri rönd eftir bakinu og
rófan sem er með löngum hárum. Á hausnum er feldurinn einnig með
svörtum og hvítum röndum.
Ennfremur er hægt að greina jarðíkorna frá öðrum íkornum á
kinnpokum sem þeir geta geymt mat í sem er mjög hentugt þegar þeir
eru að birgja sig upp fyrir veturinn.
Meginfæða
jarðíkorna er meðal annars
fræ, hnetur, egg og skordýr. Á veturna hírast þeir í jarðgöngum
þar sem þeir eru vel birgir af mat. Þeir liggja þar í dvala en
vakna oft á veturna, sérstaklega þegar hlýindi eru eða þegar
hungur sækir að þeim. Mökun hefst hjá jarðíkornum í mars og er
meðgöngutíminn 31 dagur. Kvendýrin eiga frá 3 - 5 unga í hverju
goti og ná ungarnir kynþroska í júlí sama ár og geta farið að geta
af sér afkvæmi vorið eftir.
|