Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir

Íkornapönnukökur

Gæðaveitingastaður í Lakeland býður nú upp á pönnukökur eins og tíðkast á kínverskum veitingastöðum, nema á kínverskum stöðum er kjötið í pönnukökunum andakjöt. Hjá veitingastaðnum The Famous Wild Boar Hotel er kjötið af annarri dýrategund, nefnilega íkornum. Frá þessu segir í Daily Mail.

Veitingastaðurinn sem er í Crook, nærri Windermere í Cumbríu, býður gestum sínum að smakka góðgætið frítt í litlum snittum.
Íkornarnir sem eru notaðir í réttinn eru veiddir í landi hótelsins sem er 72 ekrur og eru verkaðir af yfirmatreiðslumanninum Marc Sanders.

Hótelstjórinn Andy Lemm segir að þó enn séu rauðir íkornar á ferðinni noti þeir aðeins þá gráu.
“Viðskiptavinir okkar virðast kunna vel að meta íkornapönnukökurnar og finnst bragðið minna á kanínur.”
Til eru verndarsamtök fyrir rauðra íkorna sem leyfa þó veiði á þeim gráu. Þau hafa drepið 4.521 gráan íkorna síðan í janúar en trúlega eru gráir íkornar í landinu um það bil fimm milljónir.

Matreiðslumennirnir segja að gráir íkornar séu góðir á bragðið og því engin ástæða til að nýta ekki kjötið. “Hver veit nema Jamie Oliver geti komið þessu góðgæti inn í skólaeldhúsin,” segja þeir.

 

Frétt á Eyjan.is

©2007 Globalsig./ Sigfús Sig. Iceland@Internet.is