Skemmtileg íkorna saga

 

Saga ein segir af ungum manni sem var að íhuga framtíð sína og hvaða stefnu hann ætti að taka með lífið sitt. Þar sem hann sat á bekk einum í almenningsgarði verðum honum litið á íkorna í tré fyrir ofan sig. Íkorninn virðist vera að gera sig reiðubúinn að stökkva á grein á öðru tré sem virtist þó vera of langt í burtu til að hann gæti náð stökkinu.

Eins og maðurinn hafði búist við náði íkorninn ekki stökkinu, en lenti þó á grein örlitlu neðar og klifraði síðan að markinu og allt gekk vel.

 

Eldri maður sem sat þarna á hinum enda bekkjarins sagði: „Fyndið, ég hef séð hundruð þeirra hoppa svona, sérstaklega þegar það eru hundar í kring og þeir komast ekki niður á jörðina. Margir ná ekki að hoppa beint að markinu, en ég hef aldrei séð neinn tapa á því að reyna... ætli þeir þurfi ekki að taka áhættuna ef þeir vilja ekki eyða lífinu í sama trénu.“

 

Ungi maðurinn hugsaði þá: Fyrst að íkorninn er tilbúinn að taka áhættu ætti ég þá ekki að vera það líka? 

Hann ákvað þá að taka þá áhættu sem hann hafði hugsað um og endaði í stöðu sem var betri en hann hafði þorað að láta sig dreyma um.

 

Höf.: ókunnur.

©2007 Globalsig./ Sigfús Sig. Iceland@Internet.is