Vísindaheiti Panthera leo
Ættbálkur Rándýr (Carnivora)
Ætt Kattarætt (Felidae)
Stærð Skrokklengd 145-200 cm, rófulengd 67-102 cm, hæð á herðakamb 73-112 cm
Þyngd 120-265 kg
Tannafjöldi 30
Fengitími Venjulega einu sinni á ári, en ekki bundið við árstíðir
Meðgöngutími Um 109 dagar (96-119)
Ungafjöldi 1-8, að jafnaði 3
Kynþroski 2-3 ára í dýragörðum, einu ári seinna í eðlilegu umhverfi
Hámarksaldur 29 ár
Erlend heiti D. og n. Löve, s. Lejön, e. og fr. Lion, ít. Leone
  • Fæst kattardýr hafa skýr ytri kyngreiningareinkenni, utan það að karldýrið er stundum eilítið stærra og þarf að gá að gerð kynfæranna til að greina kynin í sundur.  Ljónið er undantekning frá þessu, því karlinn hefur þykkt og mikið fax, sem kvendýrið skortir.  Sídd og litur faxins eru beytileg eftir tegundarafbrigðum, en einnig eftir landsháttum, veðurfari og aldri dýrsins.  Bæði kynin hafa hinsvegar sérkennilegan halaskúf.

  • Ljónin lifa saman í hópum.  Venjulegar sjá ljónynjunar einar um veiðarnar og mynda samhæfan veiðihóp.  Þær hafa þá aðferð að dreifa sér og læðast samtímis að hjörð úr öllum áttum.  Þegar hjarðdýrin verða hættunnar vör, leggja þau á flótta, en vegna undirbúnings ljónanna, eru líkur á að þau hlaupa í veg fyrir þær, þar sem þær liggja í launsátri allt í kring.  Ljónin verða að beita þessari veiðiaðferð, því þau hafa ekkert við fráum klaufdýrum á hlaupum.

  • Hófdýr (þar með talin klaufdýr) í 100-200 kg þyngdarflokki eru algengasta bráð ljónsins.  Mest eru það gnýir og sebrahestar, líklega af því að mest er af þeim í heimkynnum ljónsins.   Ljónið veiðir líka þyngri dýr, svo sem buffla og gíraffa, og léttari eins og vörtusvín, impalahirti og gasellur, en þau vega samt miklu minna í fæðuöflum þess.  Á stöku svæðum hafa þó ljón sérhæfara fæðuval, eins og í Luangwadal í Sambíu, þar sem bufflar eru uppistaðan á matseðli þeirra.

  • Þó oftast séu það ljónynjunar sem afla bráðarinnar, gera karlanir sig merkilega, þegar þeir koma á vettvang.  Þeir ryðja ljónynjunum frá og neta aflsmunar til að gína yfir fegnum og éta síg metta.   Á eftir fá kvendýr og hvolpar að komast að.  Mjög ungum hvolpum leyfist þó að éta með karlljónunum.

  • Minni bráðar neytir þó ljónið oftast á staðnum, rífur hana í sig á stundinni.  oft ber það meðalstór dýr til hliðar í kjaftinum, en verður að draga þyngri skrokka eftir jörðinni.

  • Yfirleitt velur ljónið sér hvíldarstað í lágu grasi eða milli stórra steina.  Sumstaðar, eins og í Manyara-þjóðgarði í Tansaníu, hefur það komist upp á að klifra upp í tré og hvíla sig á grein.

  • Ljónshvolpar fæðast doppóttir eins og kettlingar púmunnar, en blettinir hverfa smámsaman og sjást ekki á fullorðnu ljóni.   Unga ljónið lærir veiðiaðferðir og almenna hegðun undir eftirliti móðurinnar og annarra í hópnum.  Það hefur nógan tíma til þess, því það verður ekki fullvaxta fyrr en 3ja ára.

  • Berbaljónið var undirtegund, sem hvergi finnst villt nú á dögum.  Það átti heima í Norður-Afríku, auðþekkt á óvenju miklu faxi, sem náði ekki aðeins um háls og herðar, heldur um kviðinn og framfæturna ofan til.  Vitað er að afkomendur Berbaljónsins lifðu í dýragörðum, en kynblandað við aðrar undirtegundir.  Nú er lögð mikil vinna að hreinrækta það aftur út úr blöndunni.

  • Þar sem bæði kyn ljóna halda sig saman í hópum, komast hvolparnir ekki aðeins í snertingu við móður sína í uppvextinum, heldur lifa í fjölbreyttu fjölskyldusamfélagi.  Önnur fullorðin dýr í hópnum láta sér annt um hvolpana, meira að segja karlljónin.  Hvolparnir kynnast stöðu sinni í samfélaginu þegar á fyrsta æviári.  Ljónin styrkja innbyrðis tengls sín með því að sleikja hvert annað vinalega, nudda saman vöngum í kveðjuskyni o.s.frv.

Fjölvaútgáfa Úr bókinni Undraveröld dýranna

©2007 Globalsig./ Sigfús Sig. Iceland@Internet.is