>Loka þessari vefsíðu<

Gaman og alvara - Partners/Globalsig/SigfúsSig.

Bangsavísur

Bar or Divider

Bangsi lúrir, bangsi lúrir

Bæli sínu í.

Hann er stundum stúrinn,

Stirður eftir lúrinn.

Að hann sofi, að hann sofi,

Enginn treystir því.

 

 Bar or Divider

 

Bangsímon


Sit ég hér á grænni grein
og geri fátt eitt annað,
en éta hunang borða ber
og/því bíða/bíta, allt er bannað.

Dropar detta stórir hér,
dropar detta, hvað finnst þér?
Dropar detta allt um kring
og dinga linga ling.

Vatnið vex nú ótt og ótt/títt
ég verð að flýja’ úr húsum.
Sit ég hér í alla nótt/Hér sit ég í alla nótt
og borða’ úr mínum krúsum.

Dropar detta ofan í poll,
dropar detta á minn koll.
Dropar detta allt um kring,
og dinga, linga, ling.

 

 Bar or Divider

 

Ljóð sem Bangsímon bjó einu sinni til þegar hann var að bíða eftir Grislingi

 

Snjórinn hvíti

snjórinn hvíti

þekur skógarsvörð.

Kalt er mér á kollinn

kulda fæ nú hrollinn

frost er úti, frost er úti

og fannkoma á jörð.

 

Bar or Divider

 

Ljóð til Bangsímons

 

Ef illa liggur á okkur

og ekkert gaman hjá okkur

er huggunin og helsta von

að hafa upp á Bangsímon.

 

Svo indælt er að eiga hann að

ekkert  jafnast á við það

að mæta bangsabrosi hans

það bætir allar sorgir manns.

 

Hann raular stundum lítið lag

og lemur  trommur slag í slag

svo hugljúft, blítt og hýrt og kátt

að hlæjum við öll býsna dátt.

 

Og alltaf kann hann einhvern leik

öll við förum þá á kreik

að hlaupa, klifra, teygja tá

tipla, skjótast að og frá.

 

Eitt samt þykir bangsa best,

það  bangsar flestir elska mest,

há og bústin hunangskrús

sem hæfir vel í bangsa hús.

 

Þið sýninguna sáuð hér.

Hún sýndi að öllum gefin er

hæfileiki að gera hitt og þetta.

En hver lét sér það fyrst í huga detta?

 

Það var hann Bangsímon

kæri Bangsímon

Okkar góði, glaði Bangsímon.

 

Heill þér, Bangsímon

hjartans Bangsímon

húrra fyrir elsku besta Bangsímon!

 

 Bar or Divider

 

Á Norðurpólnum

 

Ragnheiður situr

í ruggustólnum

með rauða húfu

í bláa kjólnum

í sólskininu

á háa hólnum

norðarlega

á Norðurpólnum.

 

Og ísbirnir sitja

Allt í kring

þeir eru að halda

manntalsþing,

í Ragnheiði að deila

er dálítið gaman

þeir draga hana frá

og leggja hana saman

og gera það allt

af gömlum vana

en mest finnst þeim gaman

að margfalda hana.

 

Svo klóra þeir sér

á kafloðnum maga

og kvaðratrótina

af henni draga

 

Og Ragnheiður syngur

og Ragnheiður hlær

í ruggustólnum

með berar tær.

Og ísbirnir sitja

sáttir  á hólnum

og sólin ljómar

á Norðurpólnum.

            Böðvar Guðmundsson

Bar or Divider

 

>Loka þessari vefsíðu<

©Globalsig./SigfúsSig. 2001/2007 Iceland@Internet.is