Jólasíða Guðbjargar Sólar

Jólasveinar á GamanOgAlvara

Hurðaskellir.

Bréf til jólasveinsins

Póstur frá börnunum

 

Hurðaskellir kemur 18. desember.

Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn, hávaðabelgur sem skellir hurðum og truflar svefnfrið fólks.

Sums staðar gengur hann enn undir nafninu Faldafeykir en hann á að hafa feykt til földum.

Þótt margir tengi það við pilsfalda, var upphaflega átt við faldinn sem konur báru á höfðinu.

Nafnið Pilsaþytur hefur því heyrst vegna þessa misskilnings, en ekki náð fótfestu og er hvergi getið í heimildum.

(Mynd: MS)

(Mynd: Tryggvi Magnússon)

 

Táknið á táknmáli:

Opna hurð og skella aftur.

Táknmál á tmt.is

Hurðaskellir - Guðbjörg Sól

 

Sjöundi var Hurðaskellir
-sá var nokkuð klúr, 
ef fólkið vildi í rökkrinu 
fá sér vænan dúr. 

Hann var ekki sérlega 
hnugginn yfir því, 
þó harkalega marraði 
hjörunum í.

Hurðaskellir

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

 Deila á Twitter

 

 

 

Myndir af veraldarvefnum

 

© SigfúsSig. Iceland@Internet.is