Jólasíða

Grýlu þulur og kvæði á Gamanogalvara

SigfúsSig. Iceland@Internet.is

 

Hvernig varð orðið JÓL til?

Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðsvetrarblót, sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norðurlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færðist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu.

Í færeysku er notað jól, í dönsku, norsku og sænsku jul. Í norsku er jol upprunalegra, en jul er tekið að láni úr dönsku. Orðið juhla 'hátíð' er fornt tökuorð í finnsku úr norrænu og sýnir háan aldur orðsins.

Uppruni orðsins er umdeildur. Elstu germanskar leifar eru í fornensku og gotnesku. Í fornensku eru til myndirnar ol í hvorugkyni og ola í karlkyni, til dæmis rra ola 'fyrsti jólamánuðurinn', það er 'desember' og fterra ola 'eftir jólamánuðinn', það er 'janúar'. Einnig er þar til myndin ili sem notuð var um desember og janúar.

Í gotnesku, öðru forngermönsku máli, kemur fyrir á dagatali fruma jiuleis notað um 'nóvember', það er 'fyrir jiuleis, fyrir desember'. Skylt þessum orðum er íslenska orðið ýlir notað um annan mánuð vetrar sem að fornu misseratali hófst 20.-26. nóvember.

Sumir vilja tengja þessar orðmyndir indóevrópskum stofni sem merkir 'hjól' og að átt sé við árshringinn. Aðrir giska á tengsl við til dæmis fornindversku ycati 'biður ákaft' og að upphafleg merking hafi þá verið 'bænamátið'. Hvort tveggja er óvíst.

Um þetta má t.d. lesa hjá Ásgeiri Blöndal í Íslenskri orðsifjabók (1989:433) og hjá Bjorvand og Lindeman í Våre arveord (2000:442-443).
 

Heimildir: Vísindavefurinn.

Jólasíða

 

SigfúsSig. Iceland@Internet.is