Jólasíða

Grýlu þulur og kvæði á Gamanogalvara

SigfúsSig. Iceland@Internet.is

Jóla vísur og kvæði.

 

   Jól

Á jólunum Jesús fæddist,

í jötu var rúmið hans

en englarnir sungu og syngja

í sálu hvers dauðlegs manns.

 

Því hann var í heiminn sendur

á heilagri jólanótt,

að minnka hjá okkur öllum

það allt, sem er dimmt og ljótt.

Hann þekkti hvað var að vera

svo veikt og svo lítið barn;

hann blessaði litlu börnin

svo blíður og líknargjarn.

 

Þau komu til hans í hópum

og hvar sem hann fór og var

þá fundu það blessuð börnin

að bróðurleg hönd var þar.

 

Og því verður heilagt haldið

í hjarta og sálu manns,

um eilífð í öllum löndum

á afmælisdaginn hans.

 

Sigurður Júl. Jóhannesson.

 

Jólaljós.

Rétt ofan við augasteinana
blikkar endurvarp
séríunnar á trénu
í skotinu við sófann.

Þetta endurvarp
er líka í tárinu
sem fellur
af neðri augnhárunum
niður á kinnina.

Hvítur ísaumaður
bómullarklútur
slekkur á
endurvarpinu
slekkur á
endurminningum

gömlu konunnar.

 

Ásgeir Beinteinsson
1953-


Það er gömul trú að sé tunglið vaxandi á jólum verði næsta ár gott en sé þessu öfugt farið og tunglið sé þverrandi megi búast við slæmu ári. Um slíka hjátrú vitna þessar gömlu vísur:

 

Hátíð jóla hygg þú að;
hljóðar svo gamall texti:
Ársins gróða þýðir það,
ef þá er tungl í vexti.

En ef máni er þá skerður,
önnur fylgir gáta,
árið nýja oftast verður
í harðari máta.


Jólaeldur innri þinn
út yfir kveld þitt logi.
Skuggaveldin aldrei inn
að þér heldur vogi.

Höfundur:

Stephan G. Stephansson f.1853 - d.1927

Um höfund:

Fæddist á Kirkjuhóli Skag. Ólst upp í Skagafirði fyrstu árin en fluttist síðar í Bárðardal og til Vesturheims árið 1873. Stephan var í hópi stórvirkustu skálda þjóðarinnar. Ljóðasafn hans er gríðarmikið að vöxtum.

Heimild:

Vísnasafn Sigurðar J. Gíslasonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.

 

Tildrög:

Til Jóns frá Sleðbrjót.


Jólasveina sá ég hér
sveima heim á bæinn minn.
Báru poka á baki sér
biksvartir á hár og skinn.

Höfundur:

Óþekktur höfundur

Um höfund:

Almennur flokkur

 

Heimild:

Vísnasafn Sigurjóns Sigtryggssonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga


Stekkjastaur

Í nótt kemur Stekkjastaur til byggða, ég fæ nú líklega ekki í skóinn út af þessu kvæði.

Stekkjarstaur kemur fyrstur jólasveinanna. Hann var sagður sjúga mjólk úr kindum en hafði staurfætur á báðum svo heldur gekk það brösuglega. Stekkur er gamalt heiti á sérstakri fjárrétt og þaðan dregur sveinninn nafn sitt. (jolamjolk.is)

Fyrstur kom hann stekkjastaur
við stekkinn sást í kauða
krafsandi í kindasaur
kleip oft ær til dauða

Viðbjóðslegur veltist um
vænar fann oft rollur
ef að fannst ein ellihrum
enginn drykkjartollur

Blóðmjólk drakk hann undir á
út í fjársins stekkjum
ekki lét hann segjast sá
þó seig væri og í kekkjum
 
Í sveini heyrðist sælutíst
súr var júgurrjómi
sog til blóðsins vildi víst
varla taldist sómi

En núna er hann aumur þræll
yndæll sést um jólin
stífur er og stirður hæll
og stígur í rauða kjólinn.
 

Skrifað 11.12.2006 kl. 23:33 af Höska Búa


í hellisskúta hátt í bláum fjöllunum

sem hæfir sjálfsagt fáum nema tröllunum.

Grýla í potti hrærir þar við hlóðirnar

og hendir sauðataði inn í glóðirnar.

Og Leppalúði húkir þar í húminu

honum líður alltaf best í rúminu.

 

En bráðum úti í dimmu skoti heyrist hark

háir geispa, rifrildi og fótaspark.

Eftir svefninn valtir, stirðir, vaknaðir

vappa út á gólfið jólasveinarnir.

Þegar stundin styttast fer að jólunum

staulast þessir karlar fram úr bólunum.

 

Þá lifnar yfir piltunum og léttist geð

þá langar jólaköttinn að vera með

og ná í eitthvað hnossgæti í húsunum

því hann er orðinn dauðleiður á músunum.

Þeir tygja sig til ferðar,hjá Grýlu fá þeir graut

gráðugir þeir éta og halda svo á braut.

 

Allir vita að kraftur er í köllunum

þeir koma einn á hverjum degi úr fjöllunum.

Í rökkurbyrjun laumast þeir að húsum heim

og hvæsandi fer jólakisi á eftir þeim.

Úr eldhúsunum margt í þeirra maga fer

og mörgum finnst þeir undarlega haga sér.

 

*Kemur 12. des*  Stekkjastaur  *Fer 25. des.*

 

Stekkjastaur í fjárhúsunum flæktist um

friðurinn var úti þá hjá kindunum.

Óskaplega gaman honum þótti það

en þá kom hrúturinn að gá hvað væri að.

Reiður yfir ónæðinu renndi karlinn á

og ræfillinn hann Stekkjastaur í forinni lá.

 

*Kemur 13. des*  Giljagaur  *Fer 26. des*

 

Giljagaur hann læddist inn í fjósið fór

og fannst honum þar boli geysistór.

Hann gáði í alla kima en fann ekkert fólk

og fór þá strax að reyna að ná sér í mjólk.

Hann teygði sig í spena og mjólk í lófann lak

það líkaði ekki kúnni og fót í hann rak.

 

*Kemur 14. des*  Stúfur  *Fer 27. des*

 

Stúfur greyið alltaf var í önnunum

ágirnd mikla hafði sá á pönnunum

tiplandi á litlum fótum leikinn var

að laumast inn í búrið þar sem steikin var.

Úti í horni beið hann þar sem enginn sá

eftir því að pönnu væri hægat að ná.

 

*Kemur 15. des*  Þvörusleikir  *Fer 28. des*

 

Þvörusleiki fannst til byggða leiðin löng

langur er og mjór eins og fánastöng.

Hann flýtti sér í myrkrinu að finna pott

og fór að sleikja þvöruna og þotti gott.

Af græðginni það ekki skyldi undra mig

þó einhvert sinn á tungunni hann brenndi sig.

 

*Kemur 16. des*  Pottasleikir  *Fer 29. des*

 

Laginn gamli Pottasleikir löngum var

hann langaði svo gríðarlega í skófirnar.

Pottunum af kvenfólkinu kippti hann

og kepptist við að skafa úr þeim allt sem fann.

Og lengi hann við pottana suma sat

sjálfsagt hefur komið á þá marga gat.

 

*Kemur 17. des*  Askasleikir  *Fer 30. jan*

 

Askasleiki gjarnan seint að garði bar

hann gægðist inn í húsin þar sem borðið var

og heilmikið þá kættist alltaf karllanginn

ef krakkaflóninn borðuðu ekki matinn sinn.

Því Askasleiki langaði í leifarnar

hann læddist inn og sleikti það sem eftir var.

 

*Kemur 18. des*  Hurðaskellir  *Fer 31. des*

 

Út við dyrnar Hurðaskellir hokinn sat

hann var alltaf laginn við að gera at.

Seint á kvöldin karlinn hafði unum af

ónæði að gera meðan fólkið svaf.

Og nokkuð oft svo harkalega hurðin skall

að hundarnir þeir flúðu upp á stigapall.

 

*Kemur 19. des*  Skyrgámur  *Fer 1. jan*

 

Skyrgámur var gráðugur í góðan mat

gjarnan uppí rjáfri úti í búri sat

og þegar búrsins loksins sá hann lokast dyr

þá laumaðist hann niður og fékk sér skyr.

Af skyrinu hann útmakaður allure var

einkum var þó skeggið flekkótt hér og þar.

 

*Kemur 20. des*  Bjúgnakrækir  *Fer 2. jan*

 

Bjúgnakrækir greyið sífellt svangur var

og sá var ekki lengi niður byggðirnar.

Aldrei neitt á bæjum hann betra fékk

en bjúga sem í loftinu á nagla hékk.

Fyrir jólin víða hann um byggðir bar

og bjúgum frá fólki stal hann allstaðar.

 

*Kemur 21*  Gluggagægir  *Fer 3. jan*

 

Gluggagægir feiknalega forvitinn

á flesta bæi kom hann og leit þar inn.

Á glugganum hann fáránlega fetti sig

ef fólkið sá hann hló hann bara og gretti sig.

Og börnin undir rúmin sín flúðu fljótt

því fésið á karlinum var heldur ljótt.

 

*Kemur 22. des*  Gáttaþefur  *Fer 4. jan*

 

Gáttaþefur kunni að nota nefið sitt

og nýtti sér það til að finna þetta og hitt.

Á lyktinni hann inn á fjöllin fundið gat

hvar fljótastur hann væri að ná í jólamat.

Út úr hríðaréljunum hann birtist brátt

og borðaði svo nefinu í hverja gátt.

 

*Kemur 23. des*  Ketkrókur  *Fer 5. jan*

 

Ketkrókur var lipur með sinn langa krók

hann lagðist upp við strompinn þegar dimma tók.

Niður um strompinn kíkti hann og kjötið sá

krókinn lét hann vaða örsnöggt niður þá.

Í öllum bænum kváðu þá við köll og hróp

en Ketkrókur með jólamatinn burtu hljóp.

 

*Kemur 24. des*  Kertasníkir  *Fer 6. jan*

 

Kertasníkir laðaðist að ljósinu

og laumaðist á jólunum úr fjósinu.

Hann starði heim á kertin sem kveikt var á

og krakkana sem hlupu með þau til og frá.

Svo faldi hann sig inni þar sem enginn sá

og óðara hann búinn var í kerti að ná.

 


Jólasveinar ganga um gólf.

 

Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hendi, móðir þeirra sópar gólf og hýðir þá með vendi.

Upp á stól stendur mín kanna, níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna.

 

                                   Þjóðvísa.

 


Skín í rauðar skotthúfur

 

Skín í rauðar skotthúfur

skuggalangan daginn,

jólasveinar sækja að,

sjást um allan bæinn.

Ljúf í geði leika sér

lítil börn í desember.

Inni’í friði’ og ró,

úti’ í frosti og snjó,

því að brátt koma björtu jólin

bráðum koma jólin.

 

Upp’ á lofti , inn’ í skáp

eru jólapakkar,

titra öll af tilhlökkun

tindilfættir krakkar.

Komi jólakötturinn

kemst hann ekki’ í bæinn inn,

inn í frið og ró,

inn úr frosti og snjó,

því að brátt koma björtu

jólin bráðum koma jólin.

 

Stjörnur tindra stillt og rótt,

stafa geislum björtum.

Norðurljósin logaskær

leika’ á himni svörtum.

Jólahátíð höldum vér

hýr og glöð í desember

þó að feyki snjó

þá í frið og ró

við höldum heilög jólin,

heilög blessuð jólin.

 

Friðrik Guðni Þórleifsson


Aðventan

 

Við kveikjum einu kerti á.

Hans koma nálgast fer

sem fyrstu jól í jötu lá

og Jesúbarnið er.

 

Við kveikjum tveimur kertum á

og komu bíðum hans,

því Drottinn sjálfur soninn þá

mun senda’ í líkingu manns.

 

Við kveikjum þremur kertum á,

því konungs beðið er,

þótt Jesús sjálfur jötu og strá

á jólum kysi sér.

 

Við kveikjum fjórum kertum á.

Brátt kemur gesturinn,

og allar þjóðir þurfa að sjá

að það er frelsarinn.

 

                Lilja S. Kristjánsdóttir

 


 

 

Vísnakver krakkanna

 

Freyja segir

 

Freyja segir oft og æ

einhverntíma um jólin,

ég hjá mínum föður fæ

fallega, nýja kjólinn.

                       

Jón G. Sigurðsson.

 


 

Grýla reið fyrir ofan garð

 

Grýla reið fyrir ofan garð

hafði hala fimmtán,

en á hverjum hala

hundrað belgi,

en í hverjum belg

börn tuttugu.

Þar vantar í eitt,

og þar skal koma keipabarnið leitt.

 

                Íslensk þjóðvísa

 


Á léttu vængjum

 

Sigga raular við brúðuna sína

 

Blessuð litla brúðan mín ,

bráðum koma jólin.

Þú skalt vera fjarska fín,

fara í rauða kjólinn.

Hér er kápa handa þér,

heldur falleg, sýnist mér,

græn með hnappa hvíta,

hér gefst á að líta.

 

Eg fæ líka eitthvað nýtt

eflaust, fyrir jólin.

Litla tréð mitt ljósum prítt

ljómar eins og sólin.

Efst er stjarna undurskær,

ef þú bara gengur nær,

margskyns gull og myndir

má vera þú findir.  

 

Það er víst, að ekkert er

Á við blessuð jólin.

Stjarnan fagra birtu ber.

- Bráðum hækkar sólin.

Eg fæ sleða, eg fæ skó,

eg fæ kannski jólasnjó

út um hjarn eg hoppa,

hleyp og renn og skoppa.

 

                Margrét Jónsdóttir (stælt)

 


 

Ljósið mitt

 

Um jólin um jólin

er lágt á lofti sólin.

Logi ljósið mitt,

logi ljósið mitt,

litla rauða, bláa, græna kertið mitt.

Sko, kertið mín vænu,

sko, kertin bláu, grænu.    

 

Margrét Jónsdóttir


 

Kom jólabarn

 

Kom jólabarn, kom Jesús minn, í jóladýrð hingað inn, því grænt er hey í garðinum og glæný mjólk í bollunum.

Hey er fyrir folöldin og fyrir börnin nýmjólkin.

Við lesum líka bæn.

 

Kom jólabarn, kom Jesús minn, í jóladýrð hingað inn, því brauð er nóg á borðunum og bezta mjólk í glösunum, og kökur handa krökkunum, en kornið handa fuglunum.

Við lesum líka bæn.

 

Margrét Jónsdóttir (stælt)

 

Jólastjarnan

 

Á heiðum næturhimni

heilög stjarna skín,

og blíðum barna-augum

hún bendir upp til sín.

 

Og barna-augun brosa,

því blessuð jólanótt,

nú ljómar yfir láði,

svo ljúft og undur rótt.

 

En jólaljósin loga

í lágu koti og höll,

og gleði og sigursöngva

nú syngja börnin öll.

 

Þau biðja Jesúbarnið

að blessa kertin sín

og hefja hugann þangað,

sem heilög stjarnan skín.

 

Margrét Jónsdóttir

 


Jólaálfur

 

Jólaálfur Ó, elsku jólaálfur, ertu þarna sjálfur, sykur og sætabrauð, súkkulaði og kertin rauð?

Tra la, tra la, tra la la.

 

Margrét Jónsdóttir (stælt)


Vísabókin

 

Grýla kallar á börnin sín

 

Grýla kallar á börnin sín,

þegar hún fer að sjóða til jóla:

„ Komið þið hingað öll til mín,

ykkur vil ég bjóða.

Leppur, Skreppur,

Lápur, Skrápur,

Langleggur og Skjóða,

Völustakkur og Bóla.“

 

                Íslensk þjóðvísa

 

 

Að jólahátiðin hefur þótt hinn merkasti tími í

þessu sem öðru, sýna vísur þessar:

Hátið jóla hygg þú að.
Hljóðar svo gamal texti:
Ársins gróða þýðir það,
ef þá er tungl í vexti.
En ef máninn er þá skerður,
önnur fylgir gáta:
Árið nýja oftast verður
allt í harðasta máta.


Um jólanóttina eru þessar vísur og eignaðar álfum:

Sé jólanótinn kyrr og klár,
mun Guð oss frjósamt gefa ár.
En sé vindur og úrfelli,
lítið mun grasið vaxa á velli.
Sunnanvindar sóttir bjóða,
senda úr norðri jarðargróða.
Vindur austan vistum eyðir,
vestan stórhöfðingja deyðir.


Giljagaur

Giljagaur kemur í nótt.

Giljagaur er annar í röð jólasveinanna. Hann faldi sig í fjósinu og fleytti froðuna ofan af mjólkurfötunum þegar enginn sá til. Í gömlum heimildum er getið um Froðusleiki og ekki er ólíklegt að þar sé sami sveinn á ferð.  (jolamjolk.is)

Annar birtist giljagaur
gráðugur með vörtu
í skammdeginu skakkur maur
skreið úr gili svörtu

Froðulykt hann fann við ból
ef feit var mjólkurbeljan
fór á hné í fjós um jól
fituþörf að kvelj'ann.

Makaður í mykjusaur
í myrkri allvel falinn
maraði við mjaltastaur
á mjólkurfroðu alinn

Veiddi hann úr vænum lög
vænsta froðusopann
slefaði þá sláninn mjög
og sleykti upp mjólkurdropann

En núna er hann þægur þræll
þambar kók um jólin
föngulegur feitur sæll
fer í rauða kjólinn.
 

Skrifað 12.12.2006 kl. 23:39 af Höska Búa


 

Grýla kallar á börnin sín,

þegar hún fer að sjóða til jóla.

Komið þið hingað öll til mín,

ykkur vildi ég bjóða.

Leppur, Skreppur,

Lápur, Skrápur,

Langleggur og Skjóða,

Völustakkur og Bjóla.  Vísnabókin.

Gömul þula um þorskhaus

Rífðu fyrir mig kinn, kinn,
hjartakollurinn minn.
Fáðu mér aftur innfiskinn,
kinnfiskinn,
úrfiskinn,
búrfiskinn,
uggafiskinn,
gluggafiskinn,
langfiskinn,
drangfiskinn,
álkufiskinn,
kjálkafiskinn,
roðið og allar himnurnar,
- svo máttu eiga það sem eftir er!

 

Róum við og róum við
fram um fiskiker.
Þar er lúða, þar er lúða,
sem um botninn fer.


Út réri einn á báti
Ingjaldur í skinnafeldi.
Týndi átján önglum
Ingjaldur í skinnafeldi,
og fertugu færi
Ingjaldur í skinnafeldi.
Aftur kom aldrei síðan
Ingjaldur í skinnafeldi.

 



úr bókinni: Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum.

 

Illa liggur á honum kút,
ekki er það gaman,
þegar hann býr við þunga sút
þá er hann svona í framan.
                 
Sorgbitinn situr hann trítill
við sjálfan sig er hann að tala.
Vont er að vera lítill
og vera settur í bala.
 


úr bókinni: Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum.

Kukkan eitt
eta feitt.
Klukkan tvö
baula bö.
Klukkan þrjú
mjólka kú.
Klukkan fjögur
kveða bögur.
Klukkan fimm
segja bimm.
Klukkan sex
borða kex.
Klukkan sjö
segja Ö.
Klukkan átta
fara hátta.
Klukkan níu
veiða kríu.
Klukkan tíu
kyssa píu.
Klukkan ellefu
fleyta kellingu.
Klukkan tólf
ganga um gólf. 



úr bókinni: Stafirnir og klukkan eftir Nínu Tryggvadóttur.

Sól úti
sól inni
sól í hjarta
sól í sinni
sól í sálu minni.
                                   úr bókinni: Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum.
 

 

 


 

Í skóginum

 

Í skóginum stóð kofi einn.

Sat við gluggann jólasveinn.

Kom þá lítið héraskinn,

sem vildi komast inn.

- jólasveinn, ég treysti´ á þig;

veiðimaður skýtur mig.

- komdu, litla héraskinn,

því ég er vinur þinn.   

 

                        Höfundur óþekktur


Ég sá mömmu kyssa jólasveinn

 

Ég sá mömmu kyssa jólasveinn

við jólatréð í stofunni í gær.

Ég læddist létt á tá

til að líta gjafir á.

- Hún hélt ég væri steinsofandi

Stínu dúkku hjá.

Og ég sá mömmu kitla jólasvein

og jólasveinninn

út um skeggið hlær

Ja, sá hefði hlegið með,

hann faðir minn, hefð´ ann séð

mömmu kyssa jólasvein í gær.  

 

Hinrik Bjarnason


Jólin koma

 

Grýlukvæði

 

 

Grýla hét tröllkerling

         leið og ljót,

með ferlega hönd

         og haltan fót.

 

Í hömrunum bjó hún

          og horfði yfir sveit,

var stundum mögur

           og stundum feit.

 

Á börnunum valt það,

          hvað Grýla átti gott,

og hvort hún fékk mat

          í sinn poka og sinn pott.

 

Ef góð voru börnin

        var Grýla svöng,

og raulaði ófagran

      sultarsöng.

 

Ef slæm voru börnin

           varð Grýla glöð,

og fálmaði í pokann sinn

        fingrahröð.

 

Og skálmaði úr hamrinum

          heldur gleið,

og óð inn í bæina

        beina leið.

 

Þar tók hún hin óþekku

        angaskinn,

og potaði þeim

nið’r í pokann sinn.

Og heim til sín aftur

       svo hélt hún fljótt,

-         undir pottinum fuðraði

 fram á nótt.

 

 

 

Um annað, sem gerðist þar,

enginn veit,

-         en Grýla varð samstundis

södd og feit.

 

Hún hló, svo að nötraði

          hamarinn,

og kyssti hann

           Leppalúða sinn.

 

Svo var það eitt sinn

        um einhver jól,

að börnin fengu

          buxur og kjól.

 

Og þau voru öll

         svo undurgóð,

að Grýla varð hrædd

            og hissa stóð.

 

En við þetta lengi

         lengi sat.

Í fjórtán daga

          hún fékk ei mat.

 

Þá varð hún svo mikið

         veslings hró,

að loksins í bólið

         hún lagðist - og dó.

 

En Leppalúði

          við bólið beið,

- og síðan fór hann

     þá sömu leið.

 

Nú íslenzku börnin

        þess eins ég bið,

að þau láti ekki hjúin

          lifna við.

 

               Jóhannes úr Kötlum

 


Jólakötturinn

 

Þið kannizt við jólaköttinn,

- sá var köttur var gríðastór.

Fók vissi ekki hvaðan hann kom

eða hvert hann fór.

 

Hann glennti upp glyrnurnar sínar,

glóandi báðar tvær.

- Það var ekki heiglum hent

að horfa í þær.

 

Kamparnir beittir sem broddar, upp úr bakinu kryppa há,

- og klærnar á loðinni löpp

var ljótt að sjá.

 

Hann veifaði stélinu sterka,

hann stökk og hann klóraði og blés,

- og var ýmist uppi í dal

eða úti um nes.

 

Hann sveimaði, soltinn og grimmur, í sárköldum jólasnæ,

og vakti í hjörtunum hroll

á hverjum bæ.

 

Ef mjálmað var aumlega úti,

var ólukkan samstundis vís. 

Allir vissu’, að hann veiddi menn,

en vildi ekki mýs.

 

Hann lagðist á fátæka fólkið,

sem fékk enga nýja spjör

fyrir jólin – og baslaði og bjó

við bágust kjör.

 

Frá því tók hann ætíð í einu

allan þess jólamat,

og át það svo oftast nær sjálft,

ef hann gat.

 

Því var það, að konurnar kepptust við kamba og vefstól og  rokk,

og prjónuðu litfagran lepp

eða lítinn sokk.

 

Því kötturinn mátti ekki koma

og krækja í börnin smá. 

– Þau urðu að fá sína flík

þeim fullorðnu hjá.

 

Og er kveikt var á jólakvöldið

og kötturinn gægðist inn,

stóðu börnin bíspert og rjóð,

með böggulinn sinn.

 

Sum höfðu fengið svuntu

og sum hefðu fengið skó,

eða eitthvað, sem þótti þarft,

- en það var nóg.

 

Því kisa mátti engan eta,

sem einhverja flíkina hlaut.  –

Hún hvæsti þá heldur ljót

og hljóp á braut.

 

Hvort enn er hún til veit ég ekki,

– en aum yrði hennar för,

ef allir eignuðust næst

einhverja spjör.

 

Þið hafið nú kannske í huga að hjálpa, ef þörf verður á.

- Máske enn finnist einhver börn, sem ekkert fá.

 

 

Máske, að leitin að þeim sem líða

af ljós-skorti heims um ból,

gefi ykkur góðan dag

og gleðileg jól.

 

                        Jóhannes úr Kötlum.


Fljúga hvítu fiðrildin

 

Þrettán dagar jóla.

 

Á jóladaginn fyrsta hann Jónas færði mér, einn talandi páfugl á grein.

 

Á jóladaginn annan hann Jónas færði mér, tvær dúfur til og einn talandi páfulg á grein.

 

Á jóladaginn þriðja hann Jónas færði mér, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

 

Á jóladaginn fjórða hann Jónas færði mér, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

 

Á jóladaginn fimmta hann Jónas færði mér, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

 

Á jóladaginn sjötta hann Jónas færði mér, sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein. 

 

Á jóladaginn sjöunda hann Jónas færði mér, sjög hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nayutin feit, þrú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

 

Á jóladaginn áttunda hann Jónas færði mér, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfalndan hring, fjögur nautin feint, þrú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

 

Á jóladaginn níunda hann Jónas færði mér, níu skip í nasutum, átta kýr með klöfum, sjög hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfaldnan hring, fjögur nautin feit, þrú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

 

Á jóladaginn tíunda hann Jónas færði mér, tíu hús á torgi, níu skip í naustum, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sexx þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

 

Á jóladaginn ellefta hann Jónas færði mér, ellefu hallir álfa,  tú hús á torgi, níu skip í naustum, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

 

Á jóladaginn tólfta hann Jónas færði mér, tólf lindir tærar, ellefu hallir álfa, tíu hús á torgi, níu skip í naustum, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sexx þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

 

Á jóladaginn þrettánda hann Jónas færði mér, þrettán hesta þæga, tólf lindir tærar, ellefu hallir álfa, tíu hús á torgi, níu skip í naustum, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sexx þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

 

                                                         Hinrik Bjarnason.

 


 

Það á að gefa börnum brauð.

 

Það á að gefa börnum brauð

að bíta í á jólunum,

kertaljós og klæðin rauð

svo komist þau úr bólunum, væna flís af feitum sauð

sem fjalla gekk á hólunum. 

Nú er hún gamla Grýla dauð gafst hún upp á rólunum.

 

                                   Þula

 

 


 

Góða veislu gjöra skal

 

Góða veislu gjöra skal

þá ég geng í dans,

kveð ég um kóng Pípin

og Ólöfu dóttur hans.

Stígum fastar á fjöl,

spörum ei vorn skó.

Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól.

 

                                               Færeyskt þjóðlag

 

 


Bráðum koma dýrleg jól

 

Babbi segir, babbi segir

 

Babbi segir, babbi segir:

„ Bráðum koma dýrleg jól.“

Mamma segir, mamma segir:

„Þá fær Magga nýjan kjól.“

Hæ, hæ, ég hlakka til

hann að fá og gjafirnar:

Björt ljós og barnaspil,

borða sætu lummurnar.

 

Babbi segir, babbi segir:

„ Blessuð Magga, ef stafar vel,

henni gef ég, henni gef ég

hörpudisk og gimburskel.“

Hæ, hæ, ég hlakka til

hugljúf eignast gullin mín.

Nú mig ég vanda vil,

verða góða telpan þín.

 

Mamma segir, mamma segir:

„ Magga litla, ef verður góð,

 henni gef ég, henni gef ég,

haus á snoturt brúðufljóð.“

Hæ, hæ, ég hlakka til

Hugnæm verður brúðan fín.

Hæ, hæ, ég hlakka til

himnesk verða jólin mín.

 

                               Benedikt Þ. Gröndal

 

 

Jólasíða

©Sigfús Sig. Iceland@Internet.is

 

SigfúsSig. Iceland@Internet.is