Jól 2019
Jólakveðja frá okkur til þín og þinna:
Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla, friðsældar
og farsældar um
hátíðina,
megi hátíðisdagarnir verða sem allra ljúfastir í alla
staði.
Knús og kveðjur:
Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir,
Sigfús Sigurþórsson
og
Bella Villimey.

Með þessari kveðju látum við fylgja
vinsælt og fallegt íslenskt jólalag.
Þegar líða fer að jólum:
Þegar líða fer að jólum
vakna óskir börnum hjá
já, það er alkunn saga
Og ósköp var það líkt
hjá okkur stundum
hérna í gamla daga
Fullt af óskum
þá og draumum eins og nú
sem mátti engum segja
Þeir ólguðu í brjóstinu
og skelfing var oft
sárt að þegja
En mamma skyldi flest
já, mamma, hún var best
hún bætti öllu úr
svo undarlega fljótt
Marga hluti þurfti
að eignast eins og nú
en fáa aura að hafa
Og enginn lét sig dreyma
um að eignast
kannski fjölda gjafa
En jólafötin nýju
allir þurftu líka þá
já, það er gömul saga
Og það var alltaf
von á jólakettinum
í gamla daga
En mamma vissi það
já, mamma kunni það
hún var í önnum oft
þá aðrir sváfu rótt
Þó ekki væri alltaf hægt
að hlaupa út í búð
við höfðum nóg af flestu
Til minninganna
oft ég aftur sný
og á þá jólin bestu
Við undum glöð við okkar
þó að ekkert væri
borgað dýru verði
Og enginn kann
að undirbúa jólin
eins og mamma gerði
Því mamma skildi flest
já, mamma, hún var best
hún bætti öllu úr
svo undarlega fljótt
því mamma vissi allt
(humm með laglínu)
Því mamma vissi allt
já, mamma kunni allt
hún var í önnum oft
þá aðrir sváfu rótt
Flytjandi_lags: Björgvin Halldórsson
Hofundur: Björgvin Þ. Valdimarsson/ Jón Sigfinnsson
|