Jólasíða Guðbjargar Sólar

 

Grýlu þulur og kvæði á Gamanogalvara

Senda jólasveini póst

Senda póst á jólasvein:

Póstur frá börnum til jólasveinsins á GamanOgAlvara:

.

 

 

 

 

 

14 Des 2015

Kristín á Akureyri skrifar:

Kæri Þvörusleikir

Mag langar svo mikið i Elsu dúkku í skóinn  viltu gefa mér eina í nott, eg elska frozen

vona að þú fáir þetta so ég fái elsu

bless þvörusleikir.

Kristín

Kæra Kristín

Ég er viss um að ósk þín rætist, og biður svona fallega færðu hana Elsu, annaðhvort í skóinn eða í jólapakka.

Segðu mömmu og pabba að þú hafir beðið mig voðalega fallega, og segðu þeim líka hvað þér þykir mikið vænt um þau.

Kveðja
Þvörusleikir.    Ps. sé þig í nótt :)

 

 

 

 

Bréf til Gluggagægis:

Aþena Líf skrifar:

Hæhæ jólasveinn, mér langar í dúkku í skóinn, sæta og flota svo ég get farið út að labba með hana, og hún verður litla barnið mitt, og ég elska þig.

Gluggagægir:

Sæl Aþena Líf, nú verður gaman hjá þér um jólin, ég er nefnilega alveg viss um að þú færð dúkku í skóinn, vegna þess að þú biður vel og ert kurteis, og hún verður ábyggilega svakalega sæt.

 

 

 

Hún Emilía hrönn aguilar heldur mikið uppá okkur jólasveinana, henni er mikið umhugað um að ósk hennar rætist, því hún sendi tvo pósta, hver öðrum fallegri,,,,, hér eru hennar póstar:

Emilía hrönn aguilar skrifar:

Póstur 1)

kæri stúfur ég á mín eigin ósk!!! óskin er þanig ég hef alltaf óska að fá hvolp!!! vast þú að filgjast með mér. ef þú gerðir það þá hlíturu að muna eftir þegar litla hvolpurinn minn fór þá var ég mjög mjög sár því ég er svo mikið dýravinur!!!mé hef alltaf langar í hvolp plís má ég fá hvolp í skóinn plís ég bið þig ekki um miklan greiða en.... mér langar líka í loom bands kær kveðja: emilía hrönn

Póstur 2:

hæhæ fallegi jólasveininn minn. þú ert skemmtilegur og fyndin jólasveinn!!! en..... ég er með svakalega fréttir til þín!! mér ef óska mér svo leingi að fá hvolp!!! því ég er mikið dýravinur!  þú ert oft að filgjast með mér. og hefur lalveg séð hvað mér er búin að líða illa eftir að litla hvolpurinn fór. mér fannst svo vænt um hana eins og mér þikir líka vænt um þig en... vonandi rædist óskin mín! plís ég bið þig ekki um miklan greiða!!! en svo er líka eitt annað sem mér langar líka í er loom bands! en... bara vonandi rædist ÓSKIN MÍN kærkveðja: emilía

Stúfur:

Kæra Emilía Hrönn, ósk þín er falleg og sýnir hjartalag þitt, haldu áfram með bænirnar, það er ótrúlegt hvað bænir geta verið sterkar, eeen, þú veist að sumar óskir geta alsekki ræst, vegna þess að krakkar eru stundum að biðja um eitthvað sem ekki má, til dæmis, þú getur ekki fengið ósk þína uppfyllta ef þú mátt ekki hafa dýr í húsinu þínu, talaðu við mömmu og pabba og segðu þeim frá þessari fallegu ósk þinni, spurðu þau hvort hvolpur/hundur megi vera á heimilinu þínu, og ef þau segja já, skaltu halda áfram að biðja,, mundu að sýna pabba og mömmu hve þæg þú ert, þá rætist ósk ábyggilega enn frekar.

Bestu kveðjur og þakkir fyrir póstana og gangi þér vel.

Kveðja: þinn Stúfur.

 

 

 

 

 

 

Ástrós Aþena 7ára

Kæri Kertasníkir

Viltu gefa mér eitthvað flott í skóinn

Kær kveðja

Ástrós

 
 

Sæl kæra Ásrós Aþena.

Þú sendir þetta nú aðeins of seint, því að í dag er komin annar í jólum, og eins og þú ábyggilega veist kemur Kertasníkir síðastur, eða aðfaranótt aðfangadags, og þá fékkst þú sko örugglega í skóinn, er það ekki?

En það er svo sem aldrei of seint að óska sér einhvers í skóinn, sú ósk rætist bara næst þegar komið verður af fjöllunum, næstu jól.

Kær kveðja og þakkir fyrir póstinn.

Þinn Kertasníkir.

 
   

 

 

 
  María Ösp Ómarsdóttir 11 ára.  
 

Sæll Kertasníkir.

Í desember þá finnst mér mjög gaman, sérstaglega þegar jólasveinarnir koma til byggða. Hvað finnst þér gaman kertasníkir.?? Hvað gerir þú um sumrin.??? Er gaman að vera síðastur til byggða.??? Hvað gefur þú börnunum oftast í skóinn.??? Ég fékk nefnilega einu sinni í jólasokkinn minn Georg bauk sem komst varla fyrir í sokknum. Bless kæri jóli.

 
 

Heil og sæl María Ösp.

Jahááá.desember er sko skemmtilegasti mánuðurinn, og og allir jólasveinar bíða spennir eftir að röðin komi að þeim, að fara til byggða, og gefa eitthvað fallegt og gott í skóinn.

Mér finnst nú svo margt skemmtilegt, til dæmis að sjá gleðina sem skín í andlitum ykkar barnanna, og auðvitað að gefa í skóinn,,, og það er hrikalega gaman að koma síðastur, að því að langflestum börnum finnst ég skemmtilegastur, og allir krakkar orðnir svo spenntir að sjá mig.

Það er alveg óskaplega misjafnt sem ég gef í skóinn, og veistu hvað? ég hef alveg svakalega sjaldan gefið kartöflu í skóinn, börnin eru bara alltaf svo stillt á þessum tíma.

Já fékkstu Georg bauk, þar varstu ábyggilega heppin, því það eru nú ekki allir sem fá hann, þú hefðir nú átt að vá lánaðan sokk að pabba eða mömmu, þá hefði hann rúmast vel í sokknum.

Ég þakka þér afskaplega mikið fyrir póstinn María Ösp.

 

Kveða

Kertasníkir

 
 

 

 

 

 

 

 
 

Ragnar Dagur Hjaltason 0-5 ára

Kæri Stekkjastaur villt þú gefa mér brjóstsykur sem er eins og j í laginu og er hvítur og rauður og eitthvað með manshester unitet

 
 

Sæll kær Ragnar Dagur.

Gaman að fá póst frá svo ungum jólasveinaaðdáenda, það er sko gaman að vera barn á jólunum,,, reyndar eru flestallir börn á jólunum.

Ekki veit ég um Manshester, en sleikjóinn þekki ég vel, er hann ekki svona

Ekki hef ég neina trú á öðru en að þér verði að ósk þinni, en,,,, þú verður að muna að bursta tennurnar mjög vel.

 

Kveðja:

Stekkjastaur

 
   

 

 

 

 

 

 

Margrét Arnadóttir 12 ára

Hæhæ skyrgámur, þú ert sætasti jólasveinninn !!!!!!!! ég vil fá eitthvað rosa flott í skóinn

 

 

Sæl og blessuð Margrét

Takk æðislega fyrir þetta, mér finnst ég líka langflottasti jólasveinninn, og er viss um að þú ert líka svaka flott.

Ekki trúi ég öðru en að þú fáir eitthvað fallegt í skóinn

 

Kveðja:

Skyrgámur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Líney Tryggvadóttir 13 ára

Sæll elsku Kertasníkir

Ég er að skrifa hér að því að mér þykir alveg óskaplega vænt um ykkur jólasveinana, og ég elska jólin.

Mig hlakkar alltaf jafnmikið til jólanna, ég er svo mikil jólastelpa þótt ég sé orðin 13 ára.

Ég fæ alltaf eitthvað í skóinn, og hef aldrei fengið kartöflu í skóinn´því ég er alltaf svo góð, eða oftast.

Þótt það sé langt í jólin núna er mér farið að hlakka ofsalega mikið til, og finnst gaman að skoða svona jólasíður.

Ég vona líka að pabba líði vel um jólin, en hann er svo langt í burtu að ég get ekki séð hann um jólin.

Jæja, bless elsku Kertasníkir, skilaðu kveðjum til bræðra þinna og sjáumst svo bara um jólin.

Kveðja frá Líney

 

 

Hó hó hó, kæra Líney.

Þakka þér fyrir þennan skemmtilega póst, og þakka þér fyrir að þykja vænt um okkur bræðurna.

Ég þykist viss um að þú fáir í skóinn um jólin, eins og alltaf áður, þú ert greinilega góð stúlka.

Það geta allir verið jólabörn, bæði börn og fullorðnir, það eina sem þarf er JÓALSKAP, gleði, ánægja og bros.

Ég er alveg handviss um að hann pabbi þinn hefur þig um jólin, hann hefur anda þinn hjá sér, meira að seigja jólaandann, mundu eftir að skila kveðju til hans frá mér ef ég skildi nú ekki hitta hann, kannski mun einhver hinna bræðranna minna hitta hann.

Ég óska þér gleðilegra jóla þegar þar að kemur.

 

Kveðja:

Kertasníkir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ásdís árnadóttir 6 ára

Kæri Kertasníkir

Ég er 6 ára og kann ekki ennþá alveg að skrifa, svo mamma hjálpar mér eins og stráknum á undan.

Ég er mikið jólabarn, það segir mamma, og mér finnst þú æðislegur jólasveinn.

Ég sá þig í kringlunni, þú varst svaka skemmtilegur, en svolítill klaufi.

 

Mamma segir að ég eigi að biðja þig að svar mér, mig langar meira að sjá þig og fá pakka.

Ég veit að þú kemur síðastur af jólasveinunum, ég kann alla jólasveinana fyrstur kemur Stekkjastaur Giljagaur Stúfur Þvörusleikir Pottaskefill Askasleikir Hurðaskellir Skyrgámur Bjúgnakrækir Gluggagægir Gáttaþefur Ketkrókur og svo kemur þú Kertasníkir

Þú veist að það er bannað að borða kerti mamma mín segir það

 

Mér hlakkar svakalega til að opna pakkana.

 

bæbæ

Ásdís.

 

 

Sæl og blessuð Ásdís

Þetta er svakalega flottur póstur frá þér Ásdís, þótt mamma hjálpi smá, það er sko bara fínt.

Ég sé það, þú ert heilmikið jólabarn, kannt bara röðina á okkur öllum.

Og, jú jú, ég var í Kringlunni í fyrra, en sumir bræður mínir voru nú líka þar, bara ekki með mér, nema einu sinni.

Já, við jólasveinarnir erum stundum dálitlir klaufar, enda ekki vanir öllu þessu dótaríi sem er hér neðan fjalla, en okkur þykir afskaplega gaman að koma og heilsa upp á ykkur, sérstaklega ef börnin hafa verið þæg við mömmu og pabba.

Ég kannski bara sé þig á aðfangadagi, eða um nóttina, þótt þú sjáir mig ekki þá.

Haltu áfram að vera jólabarn, vertu jólabarn alla þína ævi, ég er viss um að allir jólasveinarnir elska þig og finnst gaman að koma með í skóinn til þín.

 

Vertu sæl í bili Ásdís, og ég óska þér og þínum gleðilegra jóla, og farsæls komandi árs.

 

Kveðja:

Kertasníkir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristján Bjarnason 8 ára

Sæll og blessaður kæri jólasveinn

Kanski manstu eftir mér því að við hittumst í firra ég man vel eftir þér, þu varst með laust skegg hahahahaha.

Ég vona að þú verðir á jólaballinu mínu í skólanum eins og fyrra og verðir með gjöf eins og þá, stúfur er bestur

mamma er að hjálpa mér að skrifa þér, næsta ár ætla ég að skrifa þér aleinn.

mannstu nokkuð eftir mér, ég tosaði í skeggið þitt hahahaha.

Kveðja kristján bjarnason

 

 

 

Sæll Kristján

Já, kannski man ég eftir þér.

Kannski verð ég á næsta jólaballi hjá þér, en, þér að segja eru bræður mínir alsekki verri, og eru allir mjög skemmtilegir, og ef það má koma með eitthvað góðgæti, gera þeir það alveg eins og ég.

Ég vona allavega að skólinn þinn leifi jólasveini að koma á jólaballið, svo þú fáir nú að heilsa upp á okkur.

Það er allt í lagi að láta mömmu hjálpa sér, og kannski verður þú einfær um það á næsta ári, nú ef ekki, þá bara biður þú mömmu að hjálpa þér aftur, það er ekkert að því.

Ég þakka þér innilega fyrir þennan póst, og óska þér og þínum gleðilegra jóla, og farsæs komandi árs.

Kveðja:

Stúfur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðrún 10 ára á Langholtsveginum.

Sæll kertasníkir

Ég hlakka mikið til jóla og líka að fá pakka ég vona að ég fái pakka.

Ertu íslensur jólasveinn, og sést þú ekki bara á jóladag?

ég sé þig ábiggilega á jóladag, ég sé nefnilega alltaf þann jólasvein.

Fæ ég bréf frá þér eða skrifaru mér eitthvað á moti?

kveðja Guðrún á langholtsvegi.

 

 

Sæl Guðrún

Takk fyrir póstinn.

Auðvitað færðu pakka, þú virðist nú ekki vera kröfuhörð, og skal ég hætta að heita Kertasníkir ef þú færð ekki bæði marga pakka, og fallega, þú lætur mig bara vita.

Sagan segir að ég komi á Aðfangadag, en hver veit, kannski laumast ég til að sjá börnin alla daga jóla, já hver veit.

Þér var sendur tölvupóstur á netfangið sem þú skráðir, um að ég væri búinn að móttaka póstinn frá þér, og eins að svarið mundi birtast hér.

Svo þakka ég ofsalega fyrir póstinn og læt alla vita hve góð stúlka þú ert, og óska þér og þínum gleðilegra jóla, og farsæls komandi árs.

Kveðja:

Kertasníkir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

©SigfúsSig. Iceland@Internet.is