Jólasíða 

Grýlu þulur og kvæði á Gamanogalvara 

                 

Deila síðunni.

Saga jólasveinana.

Jólasveinninn

Jól jólin jóla jólasveinn jólasveinninn jólasveinnjólasveinn

 

Íslensku jólasveinarnir eru dæmi um slíkar jólavættir en þeirra er fyrst getið í Grýlukvæði séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, frá 17. öld. Samkvæmt þjóðtrú voru þeir hið mesta illþýði, þjófóttir og hrekkjóttir og því af allt öðrum toga en hinn alþjóðlegi rauðklæddi jólasveinn. Á síðustu öld tóku gömlu íslensku jólasveinarnir hins vegar upp ýmis einkenni hans þannig að úr urðu séríslenskir jólasveinar sem heita nöfnum gömlu jólasveinanna, en líkjast hinum alþjóðlega jólasveini í útliti og innræti. Íslensku jólasveinarnir eru þó heldur sérkennilegri og nöfn þeirra: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir segja til um einkenni þeirra, sem áður vöktu ótta en þykja nú bara skemmtileg.


 

Siður:

Þessi siður barst til okkar frá Þýskalandi á þriðja áratug 20. alda

 

JÓLASVEINAR Við hér á Íslandi erum svo heppin að eiga hvorki meira né minna en þrettán jólasveina! Þeir koma til byggða einn og einn og sá fyrsti kemur þrettán dögum fyrir jól. Nú á dögum gefa þeir börnunum gjafir í skó sem börnin setja út í glugga. Þessi siður barst til okkar frá Þýskalandi á þriðja áratug 20. aldar og urðu íslensku jólasveinarnir okkar mjög duglegir við þetta eftir 1950. Allir eru þeir nú hrekkjóttir, en í gamla daga hélt fólk að þeir væru vondir og borðuðu börn sem betur fer er það nú ekki lengur. Hér ætla ég að segja ykkur aðeins frá þessum jólasveinum okkar.
 

Kannt þú röðina á jólasveinunum?
Hér er röðin á þeim og aðfaranótt hvaða dags hver og einn kemur:

Aðfaranótt...
12. des: Stekkjastaur
13. des: Giljagaur
14. des: Stúfur
15. des: Þvörusleikir
16. des: Pottaskefill
17. des: Askasleikir
18. des: Hurðaskellir
19. des: Skyrjarmur
20. des: Bjúgnakrækir
21. des: Gluggagægir
22. des: Gáttaþefur
23.des : Kjötkrókur
24.des: Kertasníkir

 

December 12th Stekkjarstaur - Gimpy
December 13th Giljagaur - Gully Imp
December 14th Stúfur - Itty Bitty
December 15th Þvörusleikir - Pot Scraper Licker
December 16th Pottasleikir - Pot Licker
December 17th Askasleikir - Bowl Licker
December 18th Hurðaskellir - Door Slammer
December 19th Skyrgámur - Skyr Gobbler (Skyr, an Icelandic yoghurt-type)
December 20th Bjúgnakrækir - Sausage Snatcher
December 21st Gluggagægir - Window Peeper
December 22nd Gáttaþefur - Doorway Sniffer
December 23rd Ketkrókur - Meat Hooker
December 24th Kertasníkir - Candle Beggar

 

 

 

Lýsing


Jólasveinarnir fara svo aftur til fjalla í sömu röð og þeir komu og fer sá síðasti á þrettándanum

GRÝLA er mamma jólasveinanna, óttarleg tröllkerling, hún er mörg þúsund ára, hún er dugnaðarforkur sem stýrir heimilinu með myndarbrag. 
LEPPALÚÐI karlinn hennar Grýlu er fádæma mikill letingi hann gerir allt til þess að forðast húsverkin og annað.
STEKKJARSTAUR kom fyrstur, stirðbusalegur karl, hann fer af stað þrettán dögum fyrir jól, hann reynir að ná sér í sopa af mjólk sem honum finnst ósköp góð en sú heimsókn endar þó oftast með ósköpum því kindurnar verða alveg ærar, stekkjastaur heldur þá áfram án þessa að fá minnstan dreitil, því hann er svo stirður, já hrakfallabálkur er hann Stekkjastaur. 
GILJAGAUR er annar geysimikill príluköttur, þegar fjósamaður og kona eru orðin ráðalaus vegna óláta í kúnum skríkir Giljagaur af ánægju og nær sér svo í mjólkurlög á leiðinni út, já makalaus er hann Giljagaur. 
STÚFUR er sá þriðji óttaleg  písl, hann borðar oft yfir sig því hann vill verða stór og sterkur eins og bræður hans, eitthvað gengur það nú illa og virðist hann hreinlega ekkert stækka þótt hann sé eldgamall, já stuttur er hann Stúfur.
ÞVÖRUSLEIKIR er sá fjórði hinn mesti garpur, hann á það til að taka fleira en sleifina eina og hefur þá skálina með öllu deiginu með sér á brott, hann hættir ekki að sleikja fyrr en allt deigið er búið, já sælkeri er hann Þvörusleikir. 
POTTASLEIKIR er sá fimmti ljúfur í lund, stundum gerist það að hann sleikir svo marga potta að hann verður alveg máttlaus í tungunni af þreytu, já prakkari er hann Pottasleikir. 
ASKASLEIKIR er sá sjötti hann er karl í krapinu, hann flýtir sér stundum svo mikið að hann missir leirtauið í gólfið, við það bregður honum svo mikið að hann þýtur út og gleymir að að setja gott í skóinn, já klaufskur er hann Askasleikir.
HURÐASKELLIR er sá sjöundi afskaplegur hrekkjalómur, af og til læðist hann þar sem einhver situr í makindum og á sér einskis ills von þá opnar hann dyrnar varlega og skellir hurðinni skyndilega svo undir tekur í öllu, já stríðinn er hann Hurðaskellir.
SKYRGÁMUR er sá áttundi sterkur og stór, hann er alveg sérstaklega hittinn hann gerir sér lítið fyrir og kastar inn um glugga því sem í skóin skal, jafnvel margar hæðir, já stórhuga er hann Skyrgámur.
BJÚGNAKRÆKIR er sá níundi, vaskur sveinn, það þykir ekki einleikið hversu miklu hann torgar, svo miklu að það gæti dugað ofaní margar fjölskyldur, já belgstór er hann Bjúgnakrækir.
GLUGGAGÆGIR er sá tíundi, mesti heiðurskall, sjái hann eitthvað fallegt og þá sérstaklega sætar kökur, hristist hann svo mikið af gleði að glugginn hreinlega brotnar, já forvitinn er hann Gluggagægir. 
GÁTTAÞEFUR er sá ellefti heilmikill kappi, ef Gáttaþefur finnur ekki góða lykt í langan tíma skreppur nefið á honum saman og verður eins og gömul kartafla, en um leið og ilmur berst að vitum hans ,blæs það út og verður glansandi fínt, já lyktnæmur er hann Gáttaþefur.
KJÖTKRÓKUR er sá tólfti, kátur kraftakarl, ef Kjötkrókur er mjög svangur borðar hann hangikjötið á leið sinni milli húsa og fleygir svo frá sér beinum í allar áttir, já svakalegur er hann Kjötkrókur.
KERTASNÍKIR er sá þrettándi ósköp viðkvæm sál, að lokum verður hann svo gagntekinn af ljósadýrðinni að hann má ekki til þess hugsa að hverfa út í myrkrið án þess að næla sér í nokkur kerti til að kveikja á, já fagurkeri er hann Kertasníkir. 

Í gamla daga voru jólasveinarnir ekki þessi gæðablóð sem við þekkjum í dag, heldur bæði hrekkjóttir og þjófóttir, eins og nöfn þeirra bera með sér. Eins og alkunna er eru íslensku jólasveinarnir af kyni trölla, synir Grýlu og Leppalúða, og báru þeir í fyrndinni marga af ókostum foreldranna.

Vitað er um 77 mismunandi nöfn á jólasveinum. Almennt er talað um að jólasveinarnir séu 13 eins og áður hefur komið fram. Þeir voru frekar óyndislegir lengi framan af og börn almennt hrædd við þá. Þeir voru alls óskyldir Nú til dags fara þessir sveinar ekki lengur rænandi um byggðir landsins heldur færa góðum börnum gjafir í skóinn en þeim óþægu kartöflur.

Hér eru nokkur nöfn jólasveina og meyja: 

Baggalútur, Baggi, Bandaleysir, Bitahængir, Bjálfansbarnið, Bjálfinn, Bjálminn sjálfur, Drumbur fyrir alla, Dúðadurtur, Efridrumbur, Faldafeykir, Flautaþyrill, Flotnös, Flotgleypir, Flórsleikir, Froðusleikir, Gangagægir, Guttormur, Hlöðustrangi, Hrútur eða Hnútur, Kattarvali, Kleinusníkir, Klettaskora, Lampaskuggi, Litlipungur, Lummusníkir,Lungnaslettir, Lútur, Lækjarrægir, Moðbingur, Móamangi, Pönnuskuggi, Rauður, Redda, Reykjasvelgur, Skefill, Sledda, Smjörhákur, Steingrímur, Syrjusleikir, Svartiljótur, Svellabrjótur, Tífall, Tífill, Tígull, Tútur og Þambarskelfir, Þorlákur, Örvadrumbur.


 

 

 

 

 


Elstu dæmi þess að Nikulás hafi komið með gjafir til barna eru málverk frá 15. öld.

Þegar minnst er á jólasveininn verður flestum hugsað til káta feitlagna karlsins sem fer um heimsbyggðina á hreindýrasleða og útbýtir gjöfum á aðfangadagskvöld. Í augum flestra barna er hann einstakur og hefur alltaf fylgt jólunum. En samt er það nú svo að hann á sér marga frændur og langa þróunarsögu. Fyrirmynd jólasveinsins er biskup sem hét Nikulás og var uppi í lok þriðju aldar og byrjun þeirrar fjórðu í Litlu-Asíu, þar sem í dag er Tyrkland. Eftir dauða sinn var hann gerður að dýrlingi í katólskri trú og verndari sjómanna og barna. Hann var líka verndardýrlingur Rússlands og margir rússnesku keisaranna þáðu nafn af honum. Nikulás biskup gekk alltaf í kufli og þaðan kemur klæðnaður jólasveinsins sem við þekkjum. Elstu dæmi þess að Nikulás hafi komið með gjafir til barna eru málverk frá 15. öld og skrásettar frásagnir frá sama tíma. Ein sagan er sú hann hafi hent poka fullum af gulli niður um reykháf fátækrar fjölskyldu. Pokinn hafi lent ofan í sokki sem hékk til þerris á arinhillunni. Þannig á jólasokkasiðurinn að hafa orðið til. Nikulásarmessa var 6. desember og samkvæmt þessum heimildum fór hann þá hann um og gaf góðum börnum gjafir, oft í fylgd púka nokkurs sem veitti óþægu börnunum ráðningu. Þennan dag virðist hafa verið venja að einhver klæddi sig sem Nikulás og setti gjafir í litla pappírsbáta, skó eða körfur sem voru skildar eftir við útidyrnar.

Meðal lúterstrúarmanna sem klufu sig frá katólsku kirkjunni og afneituðu trú á dýrlinga urðu óhjákvæmilega breytingar á þessum sið. Þeir vildu þó gjarnan gera jólin að stórri hátíð fyrir börnin, fjölskylduna og heimilið og til að festa fæðingardag Frelsarans í sessi sem hátíðisdag fjölskyldunnar var gjöfunum sem höfðu fylgt degi Heilags Nikulásar dreift í staðinn þann 25. desember á heimilunum. Þar með var hlutverki Nikulásar gamla lokið í bili meðal mótmælenda því hinn nýji siður breiddist fljótt út. En meðal katólikka var karl enn í fullu fjöri.

Íslendingar tóku marga siði úr katólsku og síðar lútersku en þrátt fyrir það barst hvorugur gjafasiðanna til landsins. Hins vegar tóku evrópskir innflytjendur í Bandaríkjunum þá báða með sér. Bandaríkin voru deigla svo margra þjóðarbrota að fyrr en varði fóru kaþólski og lúterski siðurinn að renna saman og eftir 1870 var jólasveinninn, sem við þekkjum í dag, orðinn til og hefur haldist svo til óbreyttur.

 

Santa and his Reindeer

 

Reindeer

Eins og við vitum öll er hann rauðklæddur, með sítt og mikið hvítt skegg og á aðfangadagskvöld flýgur hann um allan heiminn á sleða sem dreginn er af 8 hreindýrum. Hann stoppar á hverju þaki, rennir sér niður reykháfinn og skilur eftir gjafir handa góðu börnunum. Hann er með verkstæði sitt á Norðurpólnum og þar vinnur fjöldinn allur af álfum árið um kring við að smíða leikföngin sem fara í jólapakkana. En hvernig breyttist hann úr hinum alvörugefna heilaga Nikulási í hinn síkáta Santa Claus?

Þótt jólasveinninn næði strax miklum vinsældum víðast hvar eru nokkur lönd sem hafa einnig haldið sinni eigin þjóðtrú. Til dæmis eiga löndin í Skandinavíu sína jólanissa (julenisser eða juletomter), en þeir eru leifar trúar á heimilisvætti í heiðni sem hafa breyst í dverga með stórar rauðar húfur sem búa í skóginum. Ítalir hafa kerlinguna La Befana sem hendist um húsþökin og gefur börnum gjafir. Sérstæðastir eru þó íslensku jólasveinarnir sem eiga sér enga hliðstæðu.

Jólahúsið


 

Í gamla daga voru jólasveinarnir álitnir tröll, barnfælur og jafnvel mannætur.

Jólasveinarnir voru áður fyrr klæddir í gamaldags bændaföt.Reyndar þekkist sú skoðun að þeir séu annaðhvort klofnir upp í háls eða tómur búkur niður úr.

Á 19. öld var farið að efast um að jólasveinarnir væru börn Grýlu og menn sögðu að þeir ætu ekki börn, þótt þeir væru bæði illviljaðir, hrekkjóttir og þjófóttir eins og sum nöfn þeirra benda til.

Jólasveinarnir voru ýmist taldir vera 9 eða 13 að tölu.. Fyrri töluna draga menn einkum af þulunum: "Jólasveinar einn og átta" og "Upp á stól stendur mín kanna, níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna".

Jólasveinarnir eru nefndir þessum nöfnum eftir röð: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.

Önnur nöfn eru einnig til og eru þessi helst: Tífill, Tífall, Tútur, Baggi, Lútur, Rauður, Redda, Steingrímur, Sledda, Lækjarægir, Bjálminn sjálfur, Bjálmans barnið, Litlipungur, Örvadrumbur, Hrútur, Bjálfinn, Bjálfans barnið, Bitahængir, Froðusleikir, Syrjusleikir.

 

 

 

 

 

KertasníkirHó hó hó hó hahahahahaÍ dag er jólasveinninn á Íslandi ósköp svipaður öðrum jólasveinum: Gamall, góðlegur karl í rauðum fötum með hvítt skegg. Við höldum samt enn í þá trú að það sé ekki bara einn jólasveinn heldur 13.

Krakkarnir trúa að jólasveinarnir byrji að gefa þeim í skóinn 13 dögum fyrir jól og hann komi líka og heimsæki þau á jólaskemmtunum.

Við segjum líka ennþá að pabbi þeirra og mamma heiti: Grýla og Leppalúði.

JÓLAMATURINN Á 20. öldinni var jólamatur svolítið öðruvísi en við þekkjum í dag. Á haustin var valin jólaærin sem slátrað var rétt fyrir jól einnig var kjöt látið hanga í reyk svo úr varð hangikjöt sem er ævagamall hátíðarmatur Íslendinga. Á þorláksmessu var yfirleitt haft eitthvað vont í matinn svo jólamaturinn myndi bragðast enn betur. Á vestfjörðum borðaði fólk kæsta skötu og enn í dag heldur fólk skötuveislur á þorláksmessu á vestfjörðum og reyndar víðar um landið. Og er það dæmi um sið sem hefur breiðst út. Þá var og er enn haft mörflot með skötunni eða það stappað saman við svo úr verður skötustappa.
Allur matur fyrir jólin var soðinn á þorláksmessu og þar á meðal hangikjötið. Soðið af hangikjötinu var síðan notað til að þrífa t.d. askana í gamla daga svo þeir gljáðu og ilmuðu af hangikjöti, þá fannst fólki jólin fyrst vera komin þegar allt ilmaði svo vel. Einnig var harðfiskur stundum soðinn upp úr hangikjötssoðinu og stundum skatan einnig.
Á suðurlandi voru pokabaunir oft soðnar, þá voru gular baunir settar í bleyti og svo í léreftspoka og bundið fyrir og þær soðnar með hangikjötinu. Síðan var baunastappan sett í skál og hangiflotið notað til að mýkja hana upp. Þessi siður hefur því miður ekki breyðst út. En nú á dögum borðar fólk yfirleitt kartöflujafning með hangikjötinu.
Hér áður fyrr tíðkaðist það einnig að skammta svokallaða jólaskammta sem dugðu fólki yfir öll jólin. Oft var skammtað á hlemmistórar flatkökur og fór stærðin eftir því hvort um var að ræða börn, konur eða menn og var þá raðað á þær allskyns feitmeti og kjöti s.s. smjöri, lundaböggum, sviðasultu, kæfu, magálum, hangikjöti og ýmsu fleiru. Þetta hafði fólkið til að grípa í yfir jólin.
Á aðfangadag var alltaf borðuð kjötsúpa af nýslátruðu eða spaðgraut og ef ekki var til kjöt af nýslátruðu var saltkjöt stundum notað.
Þeir sem ekki höfðu kost á að slátra fyrir jól veiddu sér rjúpur í jólamatinn. Þá var það fátækramatur en í dag þykir það hinn besti jólamatur. Síðar tók lamasteikin við með brúnni sósu og brúnuðum kartöflum. En upp úr 1960 jókst svínakjötneysla landsmanna og í dag er svínahamborgarahryggurinn hafður á hátíðarborði flestra landsmanna á aðfangadagskvöld.
Á jóladag var hangikjötið borðað og tíðkast það enn í dag að fólk borði hangikjötið á jóladag.
Laufabrauð var einnig bakað fyrir jólin frá byrjun 18. aldar svo vitað sé og gengu börnin þá á milli bæja og skáru út og fengu að smakka í staðin. Stundum var einnig kveðist á yfir skurðinum. Enn í dag eru laufabrauð á boðstólnum á jólum.
Fólk bakaði mikið fyrir jólin og þótti best að baka lummurnar upp úr handmöluðu bankabyggi og mjög gott þótti einnig að fá jólagraut úr bankabyggi eða grjónagraut með rúsínum út á. Einnig voru kleinur bakaðar fyrir jólin.
Ekki eru nú svo mörg ár síðan að appelsínur og epli fengust aðeins á jólum hér á Íslandi og enn í dag eru á sumum heimilum eplin og appelsínurnar settar í skál og sérstakir hnífar fyrir ávextina lagðir á borð. Börnum þótti oft mjög spennandi að stelast til að lykta upp úr kössunum sem eplin og appelsínurnar komu í, það var sannkallaður jólailmur.
 

 Gripið er hér inn í hinar og þessar útskíringar.

 

Fyrsti þekkti jólasveinninn var Sankti Nikulás frá Myru  ( Tyrkland í dag ) . Eina barn ríkrar fjölskyldu. Hann varð munarlaus á unga aldri þegar foreldrar hans dóu báðir úr plágunni. Hann ólst upp í klaustri, þegar hann varð 17 ára var einn af yngstu prestum sögunnar. Margar sögur eru til af gjafmildi , hann gaf allan sinn auð til bágstaddra og þá sérstaklega barna. Sagan segir að hann hafi látið poka með gulli detta niður um reykháfa eða hent pokunum inn um glugga og ofan í sokka sem héngu til þerris á arinhillum.Seinna varð hann biskup.

 

Íslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi, . Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Á þessari öld hafa þeir mildast mikið og klæða sig stundum í rauð spariföt, en geta samt verið þjófóttir og hrekkjóttir.

Elsta jólasveinsmynd sem fundist hefur í íslensku riti er á forsíðu jólablaðs Æskunnar árið 1901. Þar eru greinilega litlu dönsku jólanissarnir á ferð. Árið 1906 er mynd í jólablaði Unga Íslands af síðskeggjuðum öldungi í skósíðum kufli með jólatré um öxl og gjafapoka á baki. Þetta er greinilega miðevrópski jólasveinninn en í blaðinu er hann einungis nefndur gamli maðurinn i.
Upp úr síðustu aldamótum taka jólasveinar á Íslandi smám saman að fá æ meiri svip af þessum útlendu körlum bæði hvað snertir útlit, klæðaburð og innræti. Ímynd góða jólasveinsins með gjafirnar náði fljótt nokkurri fótfestu.

 
Smám saman verða jólasveinar smáskrítnir vinir barna fremur en fjendur, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja sögur. Munu verslanir ekki síst hafa stuðlað að þessari þróun með því að nota jólasveina í búðargluggum og seinna blaðaauglýsingum að erlendri fyrirmynd. Afstöðubreyting þessi hefst miklu fyrr í kaupstöðum en sveitum.

Kringum 1930 virðist verða einskonar þjóðarsátt um jólasveinana. Þá tók Ríkistúvarpið til starfa og strax um jólin 1931 kom íslenskur jólasveinn í heimsókn í barnatíma þess í útvarpssal. Sá siður hefur haldist æ síðan og leikarar valið sér eitthvert hinna hefbundnu jólasveinanafna, hvort sem þeir komu fram í útvarpi eða á annarri jólatrésskemmtun. Þessi jólasveinn var hinsvegar hvorki hrekkjóttur né ógnvekjandi heldur einfaldur og góðhjartaður fjallabúi sem undraðist borgarlífið og tæknina. Hann gerði að gamni sínu við börnin, sagði frá og söng um ævi sína og bræðra sinna eða hann rakti grátbrosleg ævintýri sín á leið til byggða. Hann var í gervi hins alþjóðlega jólakarls og gaf börnum að skilnaði ávexti eða annað góðgæti. Eftir 1950 tóku rauðklæddir jólasveinar að sjást í stærri verslunum og enn síðar að hafa í frammi tilburði á götum úti eða húsaþökum. Á nokkrum heimilum var einnig tekið upp á því að láta einhvern í gervi jólasveins koma með gjafir á aðfangadagskvöld en það hefur aldrei orðið mjög vinsælt á Íslandi.

1931 og 1964, hannaði Haddon Sundblom nýja Jólasveina   fyrir Coca-Cola samsteypuna og sá jólasveinn varð fljótt frægur var m.a annars á baksíðu blaðanna Post og National Geographic. Þetta er jólasveinninn sem við þekkjum á rauðu fötunum, leðurstigvélunum, hvítu skeggi og slatta af leikföngum í poka á bakinu.

Efalaust má einkum þakka það skáldunum og Útvarpinu að íslenskir jólasveinar héldu bæði fjölda sínum og sérnöfnum þótt þeir tækju upp búning og viðmót útlendra jólagaura. Þjóðminjasafn Íslands tók hinsvegar upp þann sið árið 1988 að skipuleggja heimsóknir jólasveina í safnið síðustu  13. daga fyrir jól. Eru þeir þá í gömlum íslenskum klæðum og hafa orðið afar vinsælir meðal yngstu kynslóðar sem þykja þessir jólasveinar mun áhugaverðari en þessi rauðklæddu.

 

 

 

Næsta efni kemur frá:: 

21. janúar 2004 - Árni Björnsson

Nöfn jólasveina


Ljósm. Ívar Brynjólfsson.

Á 17. öld, í Grýlukvæði sem eignað er síra Stefáni Ólafssyni í Vallanesi (Kvæði I:234-235). Það útilokar að sjálfsögðu engan veginn, að orðið eða fyrirbærið hafi verið til áður. Í þessu sama kvæði eru jólasveinar sagðir vera börn Grýlu og Leppalúða, en þess er ekki getið um alla jólasveina.

Ætíð var talað um jólasveina í fleirtölu, líka þegar þeir voru notaðir til að þýða og staðfæra skyld fyrirbæri, sem í erlendum frumtexta eru í eintölu. Í Tilskipan um hús-agann á Íslandi frá 1746 er í danska textanum meðal margs annars bannað að hræða börn með ‘den såkaldte julesvend eller spögelser’ en í íslenska textanum er bannað að hræða börn með jólasveinum eður vofum (Alþingisbækur Íslands XIII:567). Í Sálarfræði handa námfúsum unglingum, sem íslenskuð var árið 1800, er í þýska frumtextanum talað um ‘Schwarzer Mann’ og í danska millitextanum ‘Bussemand’, en í íslensku þýðingunni ‘Grýlu og jólasveinana’ (Campe 1800:132).

Elstu heimildir minnast ekkert á, hversu margir jólasveinarnir voru. Þó er í Grýlukvæði frá síðara hluta 18. aldar þetta erindi:

 

 

 

Löngum leiðir beinar
labba jólasveinar
þessa þjóðir hreinar
þrettán saman meinar
oft sér inni leyna
illir mjög við smábörnin

(Sbr. Jón Samsonarson 1979:164).
 

 

Nútíma jólasveinar!

Deila síðunni.

 

Jólasíða

©SigfúsSig. Iceland@Internet.is 

 

SigfúsSig. Iceland@Internet.is