Jólasíđa

Grýlu ţulur og kvćđi á Gamanogalvara

SigfúsSig. Iceland@Internet.is

Saga jólatrésins.

Til eru ýmsar lýsingar.

 

Guđ sendi ţrjá engla sína til ađ velja tré sem best hćfđi til sem jólatré. Engill trúarinnar, engill vonarinnar og engill kćrleikans voru sendir. Ţeir svifu yfir merkur og skóga og á leiđinni rćddu ţeir um hvernig tré ţeir myndu vilja velja. Engill trúarinnar sagđi: ,, Mitt skal vera merki krossins. Ţađ verđur ađ vera beinvaxiđ og benda međ toppi sínum til himins ". Engill vonarinnar sagđi:,, Ég vil velja ţađ tré, sem er sígrćnt og visnar aldrei, en heldur grćna litnum vetur og sumar, ţví grćni liturinn ţykir mér fallegur".  Engill kćrleikans sagđi: ,, Tréđ sem ég kýs skal geta gefiđ smáfuglunum skjól í limi sínu".

Og grenitréđ varđ fyrir valinu. Kross ţađ ber á öllum greinum, ţađ er sígrćnt sumar og vetur og fuglum himinsins veitir ţađ skjól í limi sínu.  Ţegar englarnir höfđu fundiđ ţađ, gáfu ţeir ţví hver sína gjöfina. Engill vonarinnar setti hina gullnu stjörnu í topp ţess. Engill kćrleikans setti vinagjafirnar viđ fót ţess og á greinarnar. Síđan hefur grenitréđ veriđ jólatré, ţađ tré, sem mennirnir hafa í húsum sínum, ţegar ţeir minnast fćđingar frelsarans.

 

 

 

Jólatréđ eins og viđ ţekkjum ţađ er ekki mjög gamalt í  heiminum.
Elstu heimildir um skreytt tré í heimahúsum á jólum er frá Suđur Ţýskalandi á 16. Öld en ekki eru nema tvö hundruđ ár síđan síđan fariđ var ađ festa kerti á ţessi grenitré. Allra fyrstu jólatré munu hafa sést á íslandi í kringum 1850, en ţó helst hjá dönskum eđa danskmenntuđum fjölskyldum. Algeng urđu ţau ekki , fyrr en komiđ var fram yfir síđustu aldamót.Ţađ er mjög skiljanlegt, af hverju siđurinn festi ekki fyrr rćtur á Íslandi. Hér var víđast hvar engin grenitré ađ hafa, og flestar ađrar vörutegundir hefur ţótt nauđsynlegra ađ flytja inn. Auk ţess tók sigling  oft svo langan tíma , ađ örđugt hefđi  reynst ađ halda ţeim lifandi. Ţetta gerđu ţó sum félög til ţess ađ halda jóltrésskemmtanir fyrir börn , og milli 1890 – 1900 má sjá auglýst bćđi jólatré og jólatrésskraut. Fyrir meira en hundrađ árum hafa menn sumsstađar byrjađ á ţví ađ búa til gervijólatré. Var ţá tekinn mjór staur , sívalur eđa strendur, og festur á stöđugan fót. Á staurinn voru negldar  álmur eđa borađar holur í hann og álmunum stungiđ í. Ţćr voru lengstar neđst, en styttust upp eftir og stóđu á misvíxl. Ţćr voru hafđar flatar í endann, og á honum stóđu kertin. Venjulega var staurinn málađur grćnn eđa hvítur og vafiđ um hann sígrćnu lyngi. Síđan voru mislitir pokar hengdir á álmurnar og eitthvert sćlgćti sett í ţá. Ţessi heimatilbúnu jólatré voru mest notuđ , ţar til fyrir nokkrum áratugum, ţegar fariđ var ađ flytja grenitré inn í stórum stíl. Á síđustu árum hafa svo íslensk  jólatré komiđ á markađinn í ć ríkari mćli 

( .Heimildir: Í Jólaskapi Árni Björnsson. Bjallan 1983 )

Jólatréđ hefur í heila öld veriđ eitt helsta tákn jólanna um heim allan. Ţađ er ţó tiltölulega nýtt af nálinni í núverandi mynd. Taliđ er ađ jólatré hafi borist til norđurlanda skömmu eftir 1800. Áriđ 1862 nefnir Jón Árnason sögu um reynitré og brunnu ljós á greinum ţess alla jólanótt sem slokknuđu ekki hversu mjög sem vindur blés. Áriđ 1952 fékk Reykjavík í fyrsta sinn stórt jólatré ađ gjöf frá Ósló. Var ţađ sett upp á Austurvelli, og hefur sú venja haldist síđan. Í fyrstu var jafnan kveikt á trénu síđasta sunnudag fyrir jól, en sú dagsetning fćrđist framar eftir ţví sem almennur jólaundirbúningur hófst fyrr. Síđan hafa margar erlendar borgir sent vinabćjum sínum á Íslandi jólatré.

Fyrstu auglýsingar um innflutt jólatré birtust ţegar áriđ 1896 en ţau tóku samt ekki ađ seljast í stórum stíl fyrr en eftir 1940.
 

 

 



 

Meyra

Í margar aldir hafa menn skreytt híbýli sín međ greinum sígrćnna trjáa um jólin. Ţótti ţađ sýna mátt ţeirra ađ ţau héldu barri sínu yfir vetrartímann ţegar allar ađrar jurtir lögđust í dvala og felldu laufin.

Sagan segir ađ Ţjóđverjinn Marteinn Lúther, upphafsmađur Lútherstrúarinnar hafi veriđ á gangi í skóginum á ađfangadagskvöld og hrifist af fegurđ grenitrjánna. Hann hjó niđur furu, fór međ hana heim og skreytti hana međ kertum til ađ deila ţessari skógarfegurđ međ börnum sínum. Frá Ţýskalandi barst siđurinn til Frakklands međ ţýskćttuđu fólki viđ hirđ Lúđvíks XVI. Ţýsku drottningarnar Charlotte og Adelaide, sem giftust til Englands seint á 18. öld, tóku siđinn međ sér ţangađ. Vitađ er ađ eiginmađur Viktoríu Englandsdrottningar, Albert prins sem einnig var ţýskur, hafi skreytt jólatré í Windsorkastala 1841. Ţađ voru líka ţýskir innflytjendur sem báru jólatréđ međ sér til Bandaríkjanna og breiddist siđurinn út međal annarra innflytjenda ekki síst vegna ađdáunar á Viktoríu Englandsdrottningu. Ţrátt fyrir ţetta varđ ţađ ekki algengt ađ fólki skreytti jólatré fyrr en seint á 19. öld. Martin Gotlieb Lehman var prestssonur í Holstein, fćddur 1775. Hann vandist skreyttu jólatré í sinni ćsku og seinna ţegar hann kvćntist til Danmerkur ákvađ hann ađ gleđja börn sín međ sama hćtti. Ţegar ţetta fréttist um hina ţá litlu Kaupmannahöfn, safnađist fólk saman á götunni utan viđ heimili hans til ađ sjá međ, eigin augum, hvort hann vćri virkilega međ grenitré í stofunni sem átti ađ kveikja ljós á.



 

Sagt er ađ jólatréđ hafi borist til norrćnna landa frá Suđur Evrópu nokkru eftir 1800.Fyrst í stađ breiddist sú hefđ ađ skreyta jólatré ađallega út í borgum og međal heldra fólks. Seinna barst ţessi siđur líka út í sveitirnar.

Á Íslandi sáust fyrst jólatré í kringum 1850, en ţá helst hjá dönskum eđa dönskmenntuđum fjölskyldum. Algeng urđu jólatré ekki á Íslandi fyrr en komiđ var fram yfir síđustu aldamót.

Í dag eru jólatré á flestum heimilum á Íslandi.Ţau eru af öllum stćrđum og gerđum. Sum eru raunveruleg, önnur eru gervitré.

Viđ skreytum ţau međ alls konar skrauti, t.d bjöllum, kúlum, stjörnum, ljósum, popcorni og fleiru.

Á jólaskemmtunum er dansađ kringum jólatréđ.

 

Jólatré í gamla daga.

 

 

 

 

 

 

 

© 2006 Sigfús Sig. Iceland@Internet.is