Í vinnslu. 
Mikil bók um merka ætt, Krossaættina.

Niðjatal Krossaættar í Eyjafirði er komið út og er ein mesta bók þeirrar gerðar sem þrykktar hafa verið.

Bókin er í tveim bindum í stóru broti og telur á tólfta hundrað blaðsíður.

I henni eru um 22 þúsund nöfn og á fimmta hundrað ljósmynda.

Höfundur ættfræðitexta er Björn Pétursson.

 

Krossaætt er kennd við bæinn Krossa í Arskógshreppi í Eyjafirði og er rakin frá Þóru Jónsdóttur frá Krossum, sem uppi var á árunum 1780-1862, og Gunnlaugi Þorvaldssyni frá Ingvörum í Svarfaðardal, sem fæddist 1772 og dó 1831.

Þóra fæddist á Krossum og voru foreldrar hennar Jón Jónsson bóndi þar og kona hans Guðlaug Vigfúsdóttir.

Jón er skráður bóndi á Krossum frá 1772 til æviloka og var kallaður Jón ríki.

 

Hann var sjálfseignarbóndi og talinn allvel í álnum.

Þóra var eina barn þeirra sem upp komst en sonur þeirra Jón, sem var ári eldri en systir hans, dó sex ára gamall.

Gunnlaugur Þorvaldsson fæddist á Ingvörum og voru foreldrar hans Þorvaldur Sigurðsson og Hólmfríður Þorvaldsdóttir.

Þorvaldur var skráður bóndi á Þingvörum frá 1760 til æviloka og var bú hans lítið.

Eftir lát Þorvaldar bjó Hólmfríður áfram á Ingvörum til 1788, síðan í Gljúfrárkoti í Svarfaðardal til 1798 og loks á Hverhóli í Svarfaðardal til 1803. Þeim hjónum búnaðist vel og Þóra sýndi góða búhyggni eftir Iát manns síns og naut þess að vera einkabarn efnaðs föður, eftir því sem fram kemur í formála bókarhöfundar.

Margar sögur eru til af Krossaættarniðjum og er þar að finna fjölmarga þjóðþekkta einstaklinga, sem koma kunnuglega fyrir sjónir af þeim á fjórða þúsund persónum sem myndir eru af í bindunum tveim. Auk þess er þar að finna fjölda gamalla mynda af bæjum eldri niðja og yfirlitsmyndir úr sveitum, þorpum og kaupstöðum sem við sögu koma. Mál og mynd gefur verkið út og hefur hvergi til sparað að gera það hið besta úr garði, hvað snertir alla heimildasöfnun, útvegun mynda og að ytra útliti.


GamanOgAlvara SigfúsSig. iceland@internet.is ©SigfúsSig.Iceland@Internet.is