GamanOgAlvara/SigfúsSig. iceland@internet.is

Það er meyra að segja hægt að nota Barbie dúkkur við brúðkaup.

· Leikurinn með Barbie og Ken er alltaf vinsæll (Hve vel þekkir þú maka þinn). Brúðhjónin sitja bak í bak fyrir framan alla gestina. Þau eru bæði með sitt hvora Barbiedúkkuna og Kendúkkuna. Nú eru hjónin spurð spurninga sem allar ganga út á það hvor þeirra telur sig vera sterkari í því málefni sem spurt er um. T.d.: Hvort ykkar er leiðandi aðilinn í sambandinu eða hver er duglegri við matseldina? Ef brúðurin telur sig vera leiðandi þá heldur hún Barbiedúkkunni uppí loftið og brúðguminn setur sína dúkku (ef hann telur sig vera leiðandi þá setur hann Ken uppí loftið og öfugt). Þetta er mjög skemmtilegur leikur, sérstaklega þar sem brúðhjónin sjá ekki hvort annað. Það er um að gera að hafa spurningarnar margar og misjafnar.

. Þennan leik (
Barbie og Ken) er einnig hægt að setja upp á þann hátt að brúðhjónin fá blöð og penna í hönd. Þau sitja enn bak í bak og sjá þannig ekki hvað hvort þeirra skrifar á blöðin. Nú eru þau spurð spurninga er við koma þeim sjálfum t.d.: Hver er uppáhalds matur brúðgumans? Bæði eiga þau að skrifa svarið á blað (hann fyrir sig og hún það sem hún telur vera rétta svarið fyrir hann) og sýna áhorfendum. Þetta getur orðið stigakeppni milli brúðhjónanna: jafn margar spurningar um hvorn aðila fyrir sig, stig eru gefin til þess aðila sem svarar spurningunni rétt um makann sinn.

Þetta má finna inn á brudkaup.is

© 2001_SigfúsSig. Iceland@Internet.is