Ráðgáta hvernig hvalir enduðu í þurrustu eyðimörk heimsins

Vísindamenn frá Smithsonian safninu reyna nú að finna út hvernig beinagrindur af tæplega 80 hvölum enduðu í þurrustu eyðimörk heimsins.

Beinagrindur þessar, sem taldar eru tveggja til fimm milljón ára gamlar  eru mjög heillegar og af skíðishvölum. Sumar þeirra eru á stærð við strætisvagn. Þær liggja í Atacama eyðimörkinni í Síle og fundust fyrr í ár þegar verið var að leggja veg um svæðið.

Það sem veldur vangaveltum er hvernig þær enduðu í eyðimörkinni. Beinagrindurnar liggja nefnilega í yfir kílómeters fjarlægð frá næstu strönd og eru þar að auki uppi á hæð.

Sú tilgáta að hvalirnir hafi lokast inni í lóni sem síðan þornaði upp stenst ekki þar sem engin ummerki eru um að lón hafi nokkurn tímann verið til staðar þarna.

Auk hvalanna hafa fundist tvær aðrar beinagrindur á hæðinni. Önnur er af dularfullum haffugli sem var með fimm metra vænghaf. Hin er af höfrungi sem líktist rostungi enda með vígalegar framtennur. Leyfar af slíku dýri hafa áður fundist í Perú.

Grenin birtist visir.is

 

Ráðgátur á GamanOgAlvara

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

 

 Deila á Twitter