Ráðgátur á GamanOgalvara

Ediacara dýrin á síðari hluta forkambríum.

Á síðari hluta fimmta áratugs síðustu aldar (1946) fundust ummerki eftir einhverskonar sjávardýr í seti sem einna helst líktust hveljum. Það var steingervingafræðingur að nafni Reginald C. Sprigg sem kom auga á þessar steingervinga í Ediacara hæðum í suður Ástralíu , en af því er nafnið Ediacara dregið af. Þessar leifar lífvera voru frá lokum forkambríum eða um 630- 540 milljónir ára gamlar og eru þetta elstu steingervingar af fjölfrumugerð. Öll dýrin sem fundust í Ediacara áttu eitt sameiginlegt að hafa mjúkan líkama, þ.e þau voru hvorki með skeljar né bein. Varðveisla þeirra í fínkornóttu sandseti nálgast kraftaverk ef höfð er í huga líkamsbygging þeirra og aldur bergsins. Þó svo að Ediacara séu lítil og frumstæð miðað við nútíma dýr eru þau miklu flóknari að gerð en eldri steingervingar sem hafa fundist. Það hlýtur að hafa tekið lífið margar milljónir ára að þróast frá frumstæðum gerlum og bakteríum til hveljukenndu dýranna í Ediacara. En vitneskja um það sem gerðist á þessum tímabili verður að bíða þar til að einhver finnur steingerving sem brúar bilið milli gerlanna og hveljudýranna.. Vísindamenn eru einnig að reyna leysa þá ráðgátuna um afdrif Ediacara fánunar. Sumir telja að Ediacara lífverurnar hafi dáið út nokkrum milljónum árum fyrir upphaf fornlífsaldar sem kallað er Kambríum tímabilið. Einnig eru ágætis rök fyrir því að þau hafi ekki öll dáið út, heldur hafi hluti af þeim lifað til byrjun fornlífsaldar (Kambríum) og séu jafnvel forfeður dýra sem eftir komu.
Fyrir nærri 3,5-4 milljörðum ára , var líf sem þá byrjaði að þróast einungis einfaldar lífverur svo sem bakteríur, gerlar og svo blágrænþörungar. Það var ekki fyrr en rúmum 600 milljónum árum síðan að lífverur tóku að þróast í fjölbreyttari og flóknari form. Þau lífverur sem talið er að hafi markað fyrstu flóknu lífrikin kallast Vendian eða Ediacara fánan. Frá og með 1947 var talið að “ Kambríum sprengingin” ein og hún er kölluð, hafi markað fyrstu eiginlegu lifandi fjölfrumunga. Eigi að síður uppgötvaðist að það stæðist ekki eftir að steingervingafræðingar að nafni Reginald C.Sprigg og Douglas Mawson uppgötvaði fyrir tilviljun fjöldan alla af steinrunnum sjávardýrum í Ediacara hæðum, og voru meðvitaðir um að upprunalegu voru þau talin tilheyra sandsteinslagi í neðstu jarðlögum kambríum tímans. Í fyrstu voru þessir fundir steingervinga ekki viðurkenndir heldur var þetta álitið vera tilviljunarkennd ólifræn för í bergi. Nokkrum árum síðar fundust menjar einhverskonar liðorma, ormaslóðir og för eftir tvo aðra líffara sem svaraði ekki til neinnar núlifandi lífvera, lifandi eða útdauðra. Þessir steingervingar voru síðar rannsakaðir af steingervingafræðingi Martin Glaessner sem sýndi fram á að þessar menjar sjávarlífvera voru staðsettar vel neðan elstu kambríum jarðlaga, og jarðlögin sýndu síðan að í raun voru þau frá síðari hluta forkambríum. Nokkrum þúsundum sýna hefur verið safnað saman í Ediacara. Öll þau sýni, sem safnað hefur verið sýna fram á að dýrin hafi haft mjúkan líkama. Líkami dýranna virðast hafa verið úr vefi sem haldið væri saman af nálum úr kalsíumkarbónati, sem hefur virkað sem stoðgrind.
Ediacara voru sjávarlífverur. Sumar skriðu eftir botninum, sumar syntu frjálsar í höfunum og önnur voru botnfastar við sjávarbotninn. Ásýnd þeirra er steypt í hart sandsteinsbergið sem hefur skolast eftir af leðju og varðveist sem mót í harðri sandsteinseti. Steingervingar eru oftast harðir líkamshlutar dýra svo sem bein, skel eða tennur. Sennilega hafa dýrin rekið á land, upp í fjöru þar sem þau hafa sólbakast og hulist fljótt í fíngerðum sandi. Því fínna sem lagið er ofan á þeim því meiri líkur á þau varðveitist. Það er erfitt að átta sig á því að lífverur með mjúkan líkama líkt og Ediacara skuli geta varðveist í jarðlögum sem m.a hafa hreyfst til vegna iðustrauma. Víðáttumiklar rannsóknir hafa leitt í ljós skýringu á þessari varðveislu dýranna. Flest lífveranna hafa skolast upp að ströndum þar sem ríkt hefur rólegt veðurfar. Sólin hefur unnið á leifum dýranna , þurrkað þau á milli sjávarfalla og myndað djúpar holur í jörðina. Vegna veðurfarsbreytinga hafa sandar síðan fokið og hulið leifarnar af dýrunum, sem hafa grafist í enn meiri af sand með tilkomu næsta flóðs. En steingert mót þeirra hefur getað varðveist eftir allan þennan tíma þar sem sandurinn lenti undir æ meiri fargi og þjappaðist saman í hörð sandsteinslög og mót þeirra varðveittist þar af leiðandi í berginu. Óvíða hafa vísindamenn rekist á heillegri steingervinga en í Burgess-skarði í klettafjöllum Kanada. Þeir mynduðust fyrir um það bil 530 milljónum ára, á miðju því jarðsögutímabili er nefnt er fornlífsöld (Kambríum). Þetta eru einnig steingervinga lindýra líkt og fundust í hæðum í Ediacara í suður-Ástralíu, þó svo þau hafi varðveist á annan hátt.


Fundarstaðir:
Ediacara steingervingar hafa fundist um nær allar heimsálfur, nema á Suðurskautslandi en þar eiga þeir ef til vill eftir að finnast. Helstu staði í heiminum er að finna á Nýfundnalandi. Mistaken point á Avalon skaganum á vesturströnd Nýfundnalands (en þar finnast einna af elstu steingervingarnir), klettafjöllum í norður Kanada, Hvíta hafi í norvestur Rússlandi, Namibíu í suðvestur Afríku (þar er mikilvægur staður fyrir steingervingafræðinga því þar finnast yngstu leifar af þessum lindýrum) og svo þekktasti staður eða Ediacara í Flinder range þjóðgarðinum í suður Ástralíu. Einnig er minna þekktari staði eru að finna á Wales í Englandi, Brasilíu, Síberíu og í Kína. Steingervingarnir fundust fyrst í Namíbíu 25 árum áður en menn rákust á þá í Ediacara, en þeir voru aldrei skilgreindir né aldursgreindir á nákvæman hátt fyrr en þeir fundust 25 árum seinna.

Steingervingarnir:
Vendian fánan er flókin flokkur dýra, þar sem vísindamenn hafa reynt að skilja og túlka þessar undarlegu lífverur. Steingervingafræðingar hafa verið að flokka þá eftir þróunarstigi sem og flokka þá níður eftir mismunandi myndunarformum. Myndunarformin eru flokkuð í 4 mismunadi ásýndir.
􀂃 Eitt algengasta formið eru hringlaga form sem benda til liðfiska og hveljur ekki ólíkt þeim sem við þekkjum í dag. Mörg þeirra eru mjög lík þannig að ekki hefur verið hægt að flokka þau niður í ættkvíslir. Önnur myndunarform í þessum flokki eru hringlaga form talin vera sogskálar eða einhverskonar rætur laufblaða sjávargróður svo nefnt sæfjöður.
􀂃 Næsta myndunarform eru margbreytilegar slóðir og holumyndanir. Vitað eru að slóðirnar eru meira og minna láréttar og hlykkjóttar sem bendir til þess að lífveran sé að færa sig úr stað, sem sagt vitneskja um hreyfanlegar lífverur.
􀂃 Þriðja og algengasta formið eru leifar af einhverskonar botnveru, þar sem sum þessara dýra eru það lík að um skyldleika sé að ræða. Þetta eru liðormar svo sem Spriggina og Dickinsonia.
􀂃 Sældgæfustu formin en jafnframt auðkennilegustu af öllum hinum þremur myndunarformum eru laufblaða lífverur, sem sumir telja að eigi skyldleika til sæfjaðra og annarra kóralla okkar daga.  disklagaform, bendir til einhverskonar liðfiska (marglyttu), c)-d) liðormar s.s spriggina og dickinsonia, e) Tribrachidium

Svarið við því hvað þessir steingervingar eru hefur enn ekki verið útkljáð. Á löngum tíma hafa þeir verið taldir hluta af þörungum, mosum, frumstæðum skrápdýrum og jafnvel einstök lífríki aðskilið sig frá öllu öðru lífríki sem finnast nú á dögum. Sumir af þessum steingervingum eru einföld hringlaga form sem mætti túlka á alla vegu. Sum líkjast ormum, liðfætlum og marglyttum. Flest þau sýni sem safnað hefur verið saman eða um 1500 steingervingar hafa verið flokkaðir í tegundir. Um það bil 30 tegundir hafa verið aðgreindar og þær helstu hafa verið gefin nöfn.
Spriggina: er einn af þeim kynlegum ormum sem talið er hafa skriðið eftir hafsbotninum eða synt með spaðalaga blöðkum. Lífveran hafði mánalaga höfuðform og fjöldan allan af hálfgerðum fálmurum eftir öllum skrokknum. Lífveran er talin tilheyra liðormum eða liðdýrum.
Dickinsonia: er talin hafa verið sívalur ormur, sem hefur hlykkjast eins og slanga eftir sjávarbotninum líkt og Spriggina. Dickinsonia er þekkt frá jarðlögum , bæði í Ástralíu og Nv-Rússlandi. Hún er talin til liðorma vegna samsvarandi vaxtarlags og skyldleika.
Rangea, Charnia: Var ein af stærstu Ediacara steingervingunum og gat verið allt að 1m að lengd. Hún er talin eiga skyldleika til kóraldýra sem hafa myndað sambú, og eru þau í laginu eins og gamaldags fjaðrapenni sem stungið er niður í sjávarbotninn. Haldið var fram að þessu laufblaða lífverur hafi verið í hópi þörunga en flestir eru sammála um að þær eigi skyldleika til núverandi sæfjaðra og kóralla.

ya) Sjávarbotn á síðari hluta forkambríum. b) Spriggina. c) Rangea, Charnia. d) Parvancorina. e) Tribrachidium
Tribrachidium: þessi óvenjulegu lidýr er mjög furðuleg í vexti. Disklaga form sem skiptist í þrjá parta með einhverskonar krókbogna fálmara. Skyldleiki lífverunnar er enn ráðgáta , en tilgátur hafa verið settar fram um að hún eigi nánin ættartengsl til kóralla , ammoníta eða jafnvel ígulkera og sæstjarna okkar tíma.
Parvancorina: lýktist flugdreka í vexti sem hugsanlega hafi hlykkjast eftir sjávarbotninum líkt og Dickinsonia. Hún hefur haft hrygg í miðju með fálmurum út frá því.
Eoporpíta: einkennist af þykku hringlaga skífuformi. Hún er talin tilheyra til botnlægra skrápdýra sem einhverskonar sjávar ameoníta.

Umhorfs í lok forkambríum
Endalok Ediacara
Af einhverjum ástæðum dó fjöldinn allur af þessum dýrum í lok forkambríum. Vísindamenn eru enn að reyna að skilja og túlka afdrif þeirra. Mikill ágreiningur er á milli fræðimanna um hörfun þessara dýra og skiptast þeir í nokkra hópa þess efnis. Ediacara steingervingarnir virðast hafa horfið í miklu mæli mörgum milljónum ára fyrir Kambríum. Hvað gerðist er enn mikil ráðgáta. Ekki er til ein afgerandi niðurstaða. Hvort miklar nátturuhamfarir hafi átt sér stað er talið ólíklegt þar sem engin vitneskja er um það í jarðlögum. Það er óljóst hvort um aldauða lífveranna hefur verið að ræða eða að hugsanlega hafi lífverurnar ekki allar dáið út, heldur hafi hluti þeirra lifað til byrjun fornlífsaldar. Ediacara lífverurnar voru ekki áberandi í byrjun Kambríum. Hugsanlega hafa þær verið étnar af þróaðri dýrum, sem hafa verið ofar í fæðukeðjunni eða einungis verið undir í þróuninni og þurkast þar af leiðandi út. Vísindamaður að nafni Adolf Seilacher heldur því fram, að Ediacara hafi verið ein stór fruma, sem hefur skipað sér í flokka lífvera sem hafa dáið út löngu fyrir Kambríum. Steingervingafræðingur Gregory Retallack er á sama máli um að Ediacara hafi ekki verið dýr heldur samblanda af einhverskonar þörungum og sveppum, sem hafa mistekist í að þróa líf og dáið út fyrir Kambríum. Hinsvegar hafa vísindamenn einnig talið að þessar lífverur hafi ekki allar dáið út. Þeir telja að Ediacara svipi til þeirra lífvera, sem eftir komu bæði í útliti og í vexti. Þeir telja þar af leiðandi að Ediacara hafi getað samlagað sig til byrjun fornlífsaldar og séu ef til vill forfeður dýra, sem á eftir komu..
Gunnar Sverrir Ragnars.

 

Ráðgátur á GamanOgAlvara

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

 

 Deila á Twitter
 

©Sigfús Sig. Iceland@Internet.is