Ráðgátur á GamanOgalvara

Týndur persneskur her birtist upp úr sandinum

Fyrir 2.500 hvarf 50.000 manna persneskur her í eyðimörkinni í Vestur-hluta Egyptalands. Nú fyrst hafa fornleifafræðingar fundið leifar þessa hers sem týndist í sandstormi árið 525 f.Kr. eftir að hafa lagt af stað til vinjarinnar Siwa.

Það var persneski stórkonungurinn Kambyses 2. sem að sögn sagnamannsins Heródóts var reiður við presta musterisins í Siwa, fyrir að neita að viðurkenna yfirráð hans yfir Egyptalandi. Ítölsku fornleifafræðingarnir og tvíburabræðurnir Angelo og Alfredo Castiglioni hafa leitað að leifum hersins síðan árið 1996, þegar þeir fundu stóra kletta ekki langt frá Siwa og fóru að rannsaka svæðið þar í kring.

Stór klettur er ákjósanlegur staður til að leita skjóls þegar sandstormur skellur á og kannski gerðu persnesku hermennirnir einmitt það. Allavega fundu fornleifafræðingarnir bronssverð og fjölmarga örvarodda frá þessum tíma.

Síðan hafa fundist fleiri bronsvopn, eyrnalokkur, beisli og mörg hundruð höfuðkúpur, upplitaðar af sólskininu. Aldursgreining sýnir að höfuðkúpurnar eru líka frá tíma Kambyses 2. Undir sandinum liggja að líkindum miklu fleiri bein og munir. Svo virðist sem persneski herinn hafi valið aðra leið en þá sem algengust var á þessum tíma og því hafa menn fram að þessu leitað á röngum stöðum. En öllum heimildum ber saman um að herinn hafi lent í sandstormi.

„Vindur reisti sig úr suðri, öflugur og banvænn og þyrlaði upp háum sandsúlum sem grófu hermennina undir sér þannig að ekki sást eftir af þeim tangur né tetur,“ skrifaði gríski sagnaritarinn Heródót um þennan harmleik.

 

Geinina má sjá í Lifandi Vísindum.

 

Ráðgátur á GamanOgAlvara

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

 

 Deila á Twitter
 

©Sigfús Sig. Iceland@Internet.is