Ráðgátur á GamanOgalvara

Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar.

Það er óleyst ráðgáta, en böndin beinast að flugvélum.

Í stórum skúraklökkum myndast stundum haglmolar sem geta orðið hátt í kg að þyngd. Svo þungt hagl myndast í sterku uppstreymi þar sem ísmoli getur náð töluverðri þyngd áður en hann fellur til jarðar. Á leið sinni niður rekst hann á fjölda undirkældra vatnsdropa sem frjósa fastir við ísmolann og þyngja hann enn frekar.

Í ýmsum heimildum er getið um ísklumpa sem eru margfalt þyngri en þyngsta hagl sem sögur fara af. Auk þess falla margir þeirra í heiðríkju. Verða þeir því trauðla skýrðir á sama hátt og hagl.

Í þessu sambandi hefur athygli manna einkum beinst að flugumferð. Algengt er að yfir 50 stiga frost sé í þeirri hæð sem þotur fljúga í milli landa og því eðlilegt að "úrgangur" frá slíkri umferð komi frosinn til jarðar. Í samantekt J. E. McDonalds í tímaritinu Weatherwise frá 1960 segir frá 30 tilvikum þar sem ísklumpar féllu til jarðar í Bandaríkjunum á 7 ára tímabili og fylgja í mörgum þeirra tilfella upplýsingar um að flugvél hafi nýflogið hjá. Þá mun í opinberri breskri skýrslu frá svipuðum tíma vera upplýst að efnagreining hafi leitt í ljós leifar af sykri, mjólk og telaufum í 7 ísklumpum af 27. Kostur af því tagi mun algengur í breskum flugvélum.
 

Af vef Háskóla íslands.

 

Ráðgátur á GamanOgAlvara

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

 

 Deila á Twitter
 

 

©2010_Sigfús Sig. Iceland@Internet.is