Ráðgátur á GamanOgalvara

Hobbitar, joðskortur eða ráðgáta

Sumar fyrirsagnir skekja þekkingu okkar og umbylta heiminum. Fréttamenn þrífast á grípandi fyrirsögnum, og eins og við höfum rætt hér áður, gerast sumir vísindamenn sekir um ónákvæmt orðalag, til þess eins að vekja athygli á rannsóknum sýnum.

Peter Brown og félagar kynntu leyfar af smávaxinni mannveru, sem fannst á eyjunni Flores, í grein árið 2004 sem hlaut nafnið Homo floresiensis. Hobbitanum, svokallaða var misjafnlega tekið, sérstaklega þar sem leyfarnar voru u.þ.b. 18.000 ára gamlar. Menn héldu að Homo sapiens hafi verið eini fulltrúi mannapa á þessu skeiði, eftir að Neanderthals maðurinn rann sitt skeið. Mannfræðingar hafa tekist á um hobbitan um nokkura ára skeið og er ráðgátan enn óleyst (þetta er stundum svona í vísindum, sumar tilgátur er erfitt að afsanna!)

Tveir nýjir fletir hafa komið upp á málinu á árinu, annar fræðilega athyglisverður, hinn síður.

Fyrst, og veigameiri er tilgáta sem Dr Peter Obendorf við RMIT Háskólan í Melbourne kom með. Hann heldur fram að Homo floresiensis sé ekki raunveruleg tegund, heldur meðlimir okkar tegundar, sem hafi liðið næringarskort. Þeir vísa sérstaklega á hlutverk fyrir joð og selenium. Joð er í skjaldkirtilshormóni og skortur á hvorutveggja leiðir til dvergvaxtar (sjá umfjöllun í the Guardian).

Í öðru lagi birti Lee Berger prófessor í Suður Afríku, grein í PLoS One sem lýsir mannvistarleyfum á eyjunni Palau, sem hann segir að sýni að Hobbitarnir tilheyri Homo sapiens. Greinin hefur fengið merkilega mikla umfjöllun, miðað við að vera PLoS one grein, og frekar slök (sjá vísi.is og the Guardian, sem steig feilspor í þessu tilfelli). Rétt er að árétta að PLoS one er fræðirit þar sem ritrýning er einungis til að meta gæði vísindanna, ekki hvort að efnið falli að tímaritinu eða sé nægilega spennandi. Hugmyndin með PLoS one, er að ritrýningin fari fram síðar, í formi athugasemda sem birtast neðan viðkomandi greinar (sjá t.d. fyrir þessa grein). Greinin sem um er rætt reyndist illa unnin og er fyrsta athugasemdin eftir ritrýnanda, sem hefur bersýnilega fengið greinina til yfirlestrar fyrir annað tímarit og hafnað henni þar. Sá bókstaflega tætir Palau grein Bergers í sig.

Spurning er hvort að tilraun PLoS one til að opna ritrýningarferlið sé til bóta? Vissulega er gott að hin vísindalega umræða flyst út á göturnar en ekki má prenta tómt þvaður sem vísindalegar niðurstöður. Vísindin eru oft eins og rifrildi við matarborðið, en á endanum munu niðurstöður og staðreyndir skera úr um álitamál, fella eina tilgátu eða fleiri. Þannig verður þekking til og okkur miðar fram veginn.

Sent inn 30 Okt. 09

 

Ráðgátur á GamanOgAlvara

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

 

 Deila á Twitter
 

©2010_Sigfús Sig. Iceland@Internet.is