Ráðgátur á GamanOgalvara

Tungl með dularfullt magabelti

 

Öllum að óvörum kemur nú í ljós að á hinu smávaxna tungli Satúrnusar, Japetusi, er hár fjallgarður sem liggur nokkuð nákvæmlega með miðbaug tunglsins. Þetta sést á nýjum myndum frá geimfarinu Cassini. Fjallgarðurinn er um 20 km að breidd, nær allt að 13 km hæð og teygir sig yfir stóran hluta hnattarins.
Það er mönnum hulin ráðgáta hvernig þessi fjöll hafa myndast.

Þau líkjast fellingafjöllum á borð við Alpafjöll eða Himalajafjöll hér á jörð, en til að fellingafjöll myndist þarf jarðskorpufleka á reki ofan á heitri kviku. Slíkt er talið útiloka á svo litlum og frostköldum hnetti.

Lifandi Vísindi
(7. tbl. 2005)

 

Ráðgátur á GamanOgAlvara

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

 

 Deila á Twitter
 

©Sigfús Sig. Iceland@Internet.is