Markmið og árangur

 

Kristín Rós Hákonardóttir var í sakleysi sínu að keppa á Ólympíuleikunum í Sydney. Hún stóð sig reyndar mjög vel... eignlega bara alveg sjúklega vel! Kristín vann til tveggja gullverðlauna og tveggja bronsverðlauna, sett eitt heimsmet og tvö Ólympíumótsmet.... Jahá!
Okey okey, hún er best og það er bara staðreynd!

En á sama tíma og hún var að bardúsa þetta sat lítil og mjó 10 ára stelpa, sem hafði aldrei haft áhuga á sundi og var í þokkabót vatns hrædd, stjörf fyrir framan sjónvarpið og horfði á fallegu íslensku hafmeyjuna synda.

Eftir að útsendingunni lauk skokkaði litla stelpan inn í eldhús til mömmu sinnar og sagði “ég ætla að æfa sund” :)...... Móðurinn leit furðu lostin á litlu vatnshræddu dóttur sína og sagði “já.... þú segir það?”. Litla stelpan var ekki lengi að svar “já! Ég á meira að segja sundbol!”.... “sko mamma, ég sá konu í sjónvarpinu áðan sem gat keppt þó hún væri fötluð, hún er meira að segja frá Íslandi. Þannig ef hún getur það þá hlýýýt ég að geta það líka!”

Dagarnir liðu og lífið gekk sinn vana gang. Það heyrðist í fréttunum nokkrum vikum síðar að búið væri að ákveða að halda Ólympíuleikana í Kína árið 2008. Litla stelpan var ekki lengi að reikna það út að það væri hentugt að stefna á að komast þangað. “Mig langar rosa mikið til Kína og 8 ár er mátulegur tími. Þá verð ég orðin 18 ára, fullorðin sundkona eins og Kristín Rós.” Hugsaði stelpan......

Hún sagði við mömmu sína að hún yrði að fara að komast á æfingu því hún hafði mikið verk fyrir höndum.

Loksins dröslaðist allt liðið upp í Hátún þar sem Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík æfði af kappi. Það gekk til þeirra fullorðinn, virðulegur maður sem spurðu hvort hann gæti eitthvað hjálpað þessari áttavilltu fjölskyldu. Litla stelpan var ekki lengi að segja “já, mig langar að byrja að æfa sund því ég ætla til Kína árið 2008”.
Fullorðni maðurinn sem sagðist heita Erlingur tók vel í þetta og bauð henni að mæta á æfingu tveim dögum síðar.
Litla stelpan brosti hringinn lengi á eftir og sofnaði með sælubrosið, rosa spennt að byrja að æfa.

Þegar hún mætti á sína fyrstu æfingu koma í ljós að hún var vatnshrædd, ósynd og mjög þrjósk. En fullorðni, virðulegi maðurinn hann Erlingur hafði trölla trú á þessu litla skrímsli og efaðist aldrei um sundhæfileika hennar..... Á fyrsta mótinu sem litla stelpan keppti á var hún svo rosalega heppin að fá fylgd með ofur átrúnaðargoðinu henni Kristínu Rós yfir laugina til að venjast kuldanum og dýptinni.
Mótið gekk vel og litla stelpan synti eins og herforingi með froskalappir, kút og allar græjur og fékk eftir það sinn fyrsta verðlaunapening.
Upp frá þessum degi varð ártalið 2008 alveg sértak fyrir litlu stelpunni. Alltaf þegar hún sá eða heyrði minnst á þetta ártal þá hugsaði hún um Ólympíuleikana.
Hún var reyndar meira um minna alltaf að hugsa um þá. Það var alltaf að popp upp í huganum hennar augnablikið áður enn hún legði af stað í 50 skriðsund í Kína.

7 árum síðar.......

Hefur litla stelpan breyst í litla 17 ára konu. Sem eyðir 12 tímum á viku í sundi.
Það sem einkennir hug hennar allan og hjarta er sundið. Lífið hennar snýst um það og allt annað verður að víkja frá....

Átrúnaðargoðið er ekki lengur bara átrúnaðargoð heldur svo miklu meira.
Kristín Rós er orðin fyrirverndi liðsfélagi og þjálfir, manneskjan sem litla konan hringir í þegar allt virðist svart og ómögurlegt, manneskjan sem litla konan hringir í þegar hlutirnir ganga vel og allt lítur vel út. En eins og Kristín orðar það sjálf þá er hún eins konar stóra systir litlu konunnar.

Litla kona vill alls ekki gefast upp.
Eftir allt þetta...
Alla hundraði tímanna sem hún hefur eytt innan veggja sundlaugarinnar
Alla reynsluna sem hún hefur fengið
Öll mótin sem hún hefur keppt á
Allt yndislega fólkið sem hún hefur kynnst
Öll tárin sem hún hefur eytt í þetta
Alla sorgina sem hrundi yfir hana fimmtudaginn 6. júlí árið 2006
Alla verðlaunapeningana sem hún hefur fengið
Allar mínúturnar sem hún hefur eytt grátandi inni á baðherberginu í sundlauginni
Og allar þær ólýsanlegu, ævintýralegu tilfinningarnar sem hún hefur fengið að upplifa útaf þessu sundi

Sendur hún eftir aðeins nokkrum sentímetrum frá MARKMIÐINU.

Hana vantar aðeins 4 sekúndur til þess að komast í paradís.
Komast á staðin sem er búinn að loða við hausinn á henni síðustu 7 árin og í rauninni búinn að hertaka hann algerlega undanfarin 2 ár.

Ef hún nær lágmarkinu þá kemst hún út til Kína á kvóta sem Kristín Rós náði....

Litla konan veit ekki hvernig hún á að geta þakkað Kristínu fyrir, ætli hún reyni ekki bara að knúsa og kyssa hana í klessu. En hún veit það þó að öll þessi 7 ár hafa algerlega verið henni að þakka!!!

Í dag, þann 19. nóvember árið 2007 kemst EKKERT annað að í huga litlu konunnar nema þetta blessaða mót... Henni finnst svo skrýtið hvað þetta er nálægt! Það eru aðeins 10 mánuðir til stefnu. Þetta er henni svo fjarlægt og ótrúverðugt.....
En hún gerir allt sem hún getur núna, til þess að geta knúsað og kysst Kristínu Rós í klessu!

Til þess að ná markmiði lífsins!!!!!

 

Þessi litla kona heitir Embla

Höf. sögunar ókunnur vefsíðustjóra.

 

Áður birtar smásögur og  hugleiðingar

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

  

 Deila á Twitter
 

©SigfúsSig.Iceland@Internet.is