Smá um síðurnar mínar

GamanOgAlvara SigfúsSig. iceland@internet.is

Smá um GamanOgAlvara síðurnar mínar:

 
 

Árið 2001 þegar ég var innan við eins árs, byrjað pabbi að dunda við heimasíðurnar mínar, og kunni karlinn (pabbi) nákvæmlega ekkert í heimasíðugerð enda ekki lært neina heimasíðugerð, og þó eitthvað sé búið laga af þessum eldri síðum má auðveldlega finna að uppsetningu og þvíumlíku, ef sá gallinn er á gesti/um, en það er einmitt það sem við viljum, sérstaklega ef sá aðili lætur okkur vita hvað má betur fara , eða laga (tengill á form er hér neðar), og ekki síst ef eitthvað er ekki að virka rétt.

Muna bara að vefhönnuðurinn (pabbi) hefur ALDREI lært vefhönnun og því auðvelt að finna að hönnun..

Upphaflega var hér samansafn af allskonar leikjum og ýmsu efni sem ég hafði gaman af,  og svo náttúrulega til að geyma minningar sem tengjast mér og mínum, en nú er orðið svo mikið til af leikjasíðum og öðru slíku að sú efnissöfnun er löngu hætt og megninu hér búið að eyða.

Efnið á síðunum mínum spannar nú allt frá myndum uppí rugl og bull, en fyrst og fremst er hún til að halda utanum myndir af ýmsum viðburðum í lífi mínu og okkar pabba, ferðalögum og ýmsum uppákomum, og svo myndir af vinum og ættingjum sem ég umgengst mest.

 
   

Síðufjöldi ofl.:

 
 

sol.heimsnet.is og undirsíður hér eru feyki margar, yfir í 1.800 síður, og heildarfjöldi files er komin á tæpa 33.000 fæla (sjá mynd neðar All files), og tengingar (hyperlinks) á síðunum eru komnar yfir 110.000.

Síðurnar eru reyndar enn fleiri, því síðan er mikið um yfirfærslur á síður sem við eigum undir nokkrum öðrum lénum, og hjá öðrum hýsingar aðilum, þar sem pabbi er með aragrúa af efni (síður) geymt, og eru þá vefsíðurnar komnar hátt í xxxxx síður og undirsíður,,,,,,,,, ÞETTA ER NÁTTÚRULEGA BARA BILUN, já eða KLIKKUN.

Ekki eigum við von á að þér takist að fara yfir þessar síður á stuttri stundu, enda kannski engin ástæða til

Hér fyrir neðan má sjá mynd af sundurliðaðan efnis/aðgerðarlista:

 
 

 
   

Aðstoð:

 
  Þar sem afar erfitt er að fylgjast með ef eitthvað fer úrskeiðis mundum við gjarnan þiggja þú létir okkur vita ef þú verður vör/var við eitthvað sem er að, eða villur, og þá endilega taka afrit (coby) af slóðinni, þú getur sent okkur tölvupóst ellegar fylltir út formið HÉR einnig má fylla út skoðanakönnun HÉR.  
   

Höfundarréttur:

 
 

Eins og þú kannski hefur rekist á, þá er höfundarréttur á mörgu hér, sér í lagi myndum og tónlist, en ekki þó á myndum frá okkur, nema þar sem það er tekið fram.

 
   

Tónlist og texti:

 
 

Tónlist er á all flestum síðum, og texti lagana er neðst á hverri síðu, ef þú rekst á annað máttu endilega senda okkur upplýsingar um hvað er að, og helst slóðina á síðuna HÉR

Ef texta við lag vantar, og ef þú hefur hann í tölvutæku formi máttu gjarnan miðla honum til okkar HÉR

 
 

 

Þungar opnur:

 
 

ATH: vegna margskonar "fídusa" á síðunum eru sumar opnur þyngri en gengur og gerist,  allavega fyrir þá sem slaka nettenginu hafa, sýndu því þolinmæði. Eins virka margir þessarra "fídussa" sennilega ekki nema í Windows Explorer.

Ef síða reynast þyngri en svo að tölvan þín ráði við að opna máttu alveg láta okkur vita með tölvupósti eða HÉR

 
 

Innsláttarvillur:

Stafsetningarvillur sjást ábyggilega hér og hvar, en það er í lagi, því umsjónamaður og síðustjóri hefur algert einkaleyfi á þeim.

 

Ég þakka þér fyrir innlitið, hvort sem þú ert ættingi, vinur eða ókunnug/ur, og vona að þú eigir góðar stundir.

 

Kv.:

Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir og pabbi (SigfúsSig.).

Ps: Illgjarnt fólk er ávallt óvelkomið.

 

 

 

Eða:

Sigfús Sig  Iceland@Internet.is

 

 

©SigfúsSig. Iceland@Internet.is