Fuglaverndarfélag Íslands gefur eftirtalin ráð: „
Í kuldum og frosthörkum þurfa fuglarnir mikla orku til að halda á sér hita og því er fita ein besta fæðan handa þeim.
Margir gefa fuglum fitu sem fellur til á heimilum eins og tólg, kjötsag, flot og mör, en þessi fæða er mjög vinsæl hjá mörgum fuglum.
Kjötsag er hægt að fá í kjötvinnslu og þeim kjötbúum eða kjötborðum, þar sem kjöt er sagað.
Samkeppni er þó töluverð um sagið, t.d. við hundaeigendur.
Mör er hægt að kaupa á haustin, þegar slátur er selt og stundum í kjötvinnslu fram eftir vetri, aðra kjötafganga er líka hægt að brúka.
Á jólum er tilvalið að færa fuglum hangiflotið.
Ýmsir blanda fitu, t.d. tólg, smjörlíki eða matarolíu, saman við aðra fæðu, eins og brauð og jafnvel korn. Slík fæða heldur oft í lífi í fuglum, sem hafa hrakist hingað um haustið og reyna að þreyja þorrann og góuna. Nefna má hettusöngvara, glóbrysting og ýmsar finkur sem dæmi um þess háttar hrakningsfugla.“