Á Íslandi eru í gildi
lög um mannanöfn frá árinu 1996. Í þeim kemur meðal annars fram að
skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. Sé það
ekki gert er hægt að leggja 1.000 kr. dagsektir á forsjármenn þangað til
barnið hefur fengið nafn.
Samkvæmt lögunum er fullt nafn einstaklings eiginnafn eða
-nöfn, millinafn og kenninafn. Eiginnöfn og millinafn geta ekki verið
fleiri en þrjú samtals.
Dómsmálaráðherra skipar svonefnda mannanafnanefnd sem hefur
meðal annars það verkefni að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem
teljast heimil skv. 5. og 6. grein laga um mannanöfn. Eins og fram kemur
á
heimasíðu dómsmálaráðuneytisins gilda þessar meginreglur um
eiginnöfn:
Nafnið þarf að geta tekið íslenskri
eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
Það má ekki brjóta í bága við íslenskt
málkerfi.
Það skal ritað í samræmi við íslenskar
ritvenjur nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
Það má ekki vera þannig að það geti
orðið þeim sem ber það til ama.
Stúlku má aðeins gefa kvenmannsnafn og
dreng aðeins karlmannsnafn.
Mannanafnanefnd hefur einnig það hlutverk
að skera úr ágreiningmálum sem upp koma um nafngjafir og nafnritun.
Svarið við spurningunni hér að ofan er þess vegna að finna í
mannanafnaskrá. Hér er
listi yfir öll samþykkt eiginnöfn stúlkna. En þar er meðal annars að
finna nöfnin:
Atena
Eneka
Ingimaría
Mundheiður
Tryggvína
Þúfa
Hér er
listi yfir samþykkt eiginnöfn drengja. Þar er meðal annars að finna
nöfnin:
Brynsteinn
Fjólmundur
Mekkinó
Októ
Tístran
Öndólfur
Einnig er sérstakur
listi yfir nöfn sem innihalda 'th' og annar
listi yfir öll samþykkt millinöfn.
Að lokum er rétt að birta
lista yfir nöfn sem mannanafnanefnd hefur hafnað. Á þeim lista eru til
dæmis eiginnöfnin:
Heiðaringi
Kosmo
Vídó
Naomi
og millinöfnin:
Finngálkn
Zeppelin
Piltar mega þess vegna heita þessum
nöfnum og stúlkur þessum
nöfnum en strákar og stelpur mega ekki bera þessi
nöfn.
Ef forráðamenn ætla að gefa börnum önnur nöfn en er að finna á listunum er
þeim bent að hafa samband við mannanafnanefnd, annað hvort í síma
551-5230 eða með því að senda bréf í Pósthólf 7049, 127 Reykjavík.
Mannanafnanefnd úrskurðar um lögmæti nafna sem ekki eru í mannanafnaskrá
innan fjögurra vikna frá því að beiðni berst.
Eins og bent er á í svari við spurningunni
Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku? þarf að byrja á því að
ákveða við hvaða aldur á að miða þegar talað er um börn. Í því svari er
miðað við að til barna teljist þeir sem eru 14 ára og yngri en sú
aldursviðmiðun er höfð til hliðsjónar á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna
þegar svokallað framfærsluhlutfall (e. dependency ratio) er reiknað
(lesa má meira um framfærsluhlutfall í áðurnefndu svari).
Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu
Sameinuðu þjóðanna er áætlað að árið 2005 séu 1.829 milljónir
einstaklinga 14 ára eða yngri, eða 28,3% af íbúum jarðar. Ef við viljum
hins vegar miða við hærri aldur, til dæmis 18 ár eins og gjarnan er gert
á Íslandi, þá eru 2.194 milljónir barna í heiminum sem samsvarar 34%
jarðarbúa.
Svokallaðar mannfjöldaspár eða
fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá
fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni.
Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að
leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem
nýtingu náttúruauðlinda og hvernig mannkynið eigi að hafa í sig og á.
Margar alþjóðastofnanir, svo sem Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn,
hafa sérfræðinga á sínum snærum sem framreikna mannfjöldann í heiminum
öllum. Það er þó ekki síður mikilvægt að reyna að átta sig á því hvernig
mannkynið muni dreifast um jörðina í framtíðinni. Því eru líka gerðar
fólksfjöldaspár fyrir afmörkuð svæði, til dæmis heimsálfur eða
þróunarlöndin sem heild.
Staðbundnar stofnanir, eins og til dæmis hagstofur einstakra landa, gera
fólksfjöldaspár fyrir viðkomandi land en einnig er gjarnan reynt að spá
fyrir um þróun afmarkaðra hópa eða svæða innan landa. Sem dæmi má nefna
að skoðað er hver er líkleg þróun meðal þjóðarbrota eða menningarhópa
innan sama lands, hvernig fólki muni fjölga eða fækka í mismunandi
landshlutum og hvernig aldurssamsetning getur orðið (svo sem hvað gera
megi ráð fyrir mörgum undir 15 ára aldri eða yfir 65 ára).
Mannfjöldaspár byggjast á ákveðnum forsendum um frjósemi, það er að
segja hversu mörg börn má ætla að hver kona eignist að meðaltali, og
dánartíðni þar sem gengið er út frá lengd meðalævi. Ef verið er að
skoða minni einingar en jörðina í heild þarf einnig að taka tillit til
búferlaflutninga milli landa og jafnvel innan sama lands. Út frá þróun
undanfarinna ára er síðan reynt að áætla hvernig frjósemi, dánartíðni og
búferlaflutningar muni þróast á næstu árum og áratugum. Þó er erfitt er
að gera öruggar mannfjöldaspár langt fram í tímann þar sem smávægilegar
breytingar á forsendum geta breytt tölum um framreiknaðan mannfjölda
mjög mikið.
Þar sem enginn veit í rauninni hvernig frjósemi og dánartíðni verða í
framtíðinni, hafa stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar brugðið á það
ráð að gefa út fleiri en eina mannfjöldaspá þar sem gengið er út frá
mismunandi forsendum. Sameinuðu þjóðirnar gefa þannig út fjórar
mismundandi útgáfur af fólksfjöldaspá sem byggja á mismunandi forsendum
um þróun frjósemi.
Í eftirfarandi töflu má sjá hvernig mismunandi forsendur fyrir þróun
frjósemi leiða til mismunandi niðurstaðna (skoða má forsendurnar í
hverju tilfelli fyrir sig á heimasíðu
Sameinuðu þjóðanna).
Ár
Miðgildi
(000)
Há
frjósemi
(000)
Lág
frjósemi
(000)
Núverandi
frjósemi
haldist óbreytt
(000)
2000
6.070.581
6.070.581
6.070.581
6.070.581
2025
7.851.455
8.346.838
7.334.237
8.585.639
2050
8.918.724
10.633.442
7.408.573
12.753.513
Ef gengið er út frá miðgildinu þá gerir spá Sameinuðu þjóðanna ráð fyrir
því að jarðarbúar verið tæplega 7,8 milljarðar árið 2025 og rúmlega 8,9
milljarðar árið 2050. Það er fjölgun um meira en 2,8 milljarða frá því
sem er í dag. Þrátt fyrir það hefur hægst á fólksfjölgun í heiminum á
undanförnum árum. Á tímabilinu 1965-1970 fjölgaði jarðarbúum um 2%
árlega og er það örasta fjölgun sem mælst hefur. Síðan þá hefur dregið
úr árlegri fólksfjölgun og er áætlað að á tímabilinu 2000-2005 fjölgi
„aðeins“ um 1,2% árlega. Sérfræðingar gera ráð fyrir því að enn dragi úr
fólksfjölgun þegar líður á 21. öldina og um miðja öldina verði árleg
fjölgun komin niður í um 0,5% eða svipað því sem hún var snemma á 19.
öld.
Ef við skoðum hvernig sérfræðingar gera ráð fyrir að fólksfjöldaþróunin
verði í hverri heimsálfu fyrir sig næstu 50 árin og miðum áfram við
miðgildi kemur í ljós að gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi í öllum
heimsálfunum nema Evrópu. Gert er ráð fyrir að Asíubúar einir geti verið
tæplega fimm og hálfur milljarður eða jafn margir og allir jarðarbúar
voru upp úr 1990.
Heimsálfa
2000
(000)
2025
(000)
2050
(000)
Afríka
793.621
(13,2%)
1.292.085
(16,4%)
1.803.298
(20.2%)
Asía
3.679.737
(60,6%)
4.742.232
(60,7%)
5.222.058
(58,6%)
Mið- og S-Ameríka
520.229
(8,6%)
686.857
(8,7%)
767.685
(8,6%)
N-Ameríka
315.915
(5,2%)
394.312
(5,08%)
447.931
(5,0%)
Evrópa
727.986
(12,0%)
696.036
(8,8%)
631.938
(7,1%)
Eyjaálfa
31.045
(0,5%)
39.933
(0,5%)
45.815
(0,5%)
Eins og taflan sýnir breytast hlutföllin milli heimsálfanna aðeins og á
það sérstaklega við um Afríku og Evrópu. Árið 2000 voru Afríkubúar um
13% mannkyns og Evrópubúar um 12% en hálfri öld seinna er gert ráð fyrir
því að um 20,2% mannkyns muni búa í Afríku en einungis 7,1% í Evrópu.
Að lokum getum við skoðað hvernig mannfjöldaspá fyrir Ísland lítur út en
hana má nálgast á heimasíðu
Hagstofunnar. Þar er reyndar aðeins sýnd spá til ársins 2045 en ekki
til 2050 eins og á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. Miðað við þær forsendur
sem Hagstofan gefur sér varðandi frjósemi, meðalævi og búferlaflutninga
er áætlað að Íslendingar nái því að verða 300.000 árið 2008, verði
orðnir 334.762 árið 2025 og 353.416 árið 2045.
Hvað munu margir búa á jörðinni
árið 2050?“. Vísindavefurinn 19.2.2003.
Enginn veit nákvæmlega hvað stjörnurnar í alheiminum eru margar. Aftur á
móti er vitað að fjöldi þeirra er ótrúlega mikill.
Í svarinu
Hvað eru margar stjörnur í geimnum? eftir Sævar Helga Bragason og
Tryggva Þorgeirsson kemur fram að gróft áætlað séu stjörnurnar í
sýnilegum alheimi 20.000 milljarðar milljarða eða 20.000 trilljónir!
Þær stjörnur sem hægt er að sjá frá jörðinni eru aftur á móti miklu færri.
Við bestu aðstæður er hægt að sjá um 6000 stjörnur með berum augum, eins
og kemur fram í svarinu
Hversu margar stjörnur getur maður séð á heiðskírri nóttu? eftir Sævar
Helga Bragason.
Til þess að geta lifað og starfað í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að
hafa gengið í skóla. Það er hvort tveggja nauðsynlegt einstaklingunum,
hverjum í sinni hamingjuleit, og samfélaginu í heild, bæði til að öllum
störfum sé sinnt sem þurfa þykir og að virkt lýðræði haldist í landinu.
Lýðræðisþróun
Innifólgin í lýðræðishugsjón Evrópu er hugmyndin um frelsi þegnanna og
jafnræði þeirra – hver og einn er frjáls gjörða sinna og allir eiga
jafnan hlut að þeim ákvörðunum sem snerta alla landsmenn. Ísland er
lýðræðisríki. Við teljum okkur því bæði skylt að hlúa að frelsi
einstaklinganna til ákvarðana í því sem þá eina varðar og gera þeim
kleift að taka raunverulega þátt í þeirri starfsemi sem varðar
samfélagið allt.
Þekkingin gerir menn frjálsa. "Frjáls" maður án menntunar er eins og
blindur maður í ókunnu landi. Honum er lítið gagn að því að ráða ferð
sinni sjálfur – hann verður af allri fegurðinni í landslaginu og hann
gengur sjálfsagt fyrir björg einhvern daginn. Gefðu manninum sjón,
göngustaf og kort og hann mun ekki einvörðungu forðast hætturnar heldur
getur hann gert hvort heldur sem er, séð fallegu staðina sem merktir
hafa verið á kortið og dvalist þar, eða farið fram úr þekkingu þeirra
sem á undan fóru, um ókunn lönd, ótroðnar slóðir.
En í lýðræðissamfélaginu er hver maður einnig meðábyrgur fyrir fjöldanum.
Hættan er ekki einasta sú að blinda manninum verði gengið fyrir björg
heldur að hann taki hina með sér. Til að við getum hegðað okkur
skynsamlega í kosningum eða á öðrum vettvangi þar sem við höfum áhrif á
þróun samfélagsins alls þurfum við að hafa þekkingu á málum.
Grunnmenntun er þar nauðsynleg.
Iðnvæðing
Tækninýjungar hafa leitt af sér gerbreytta starfshætti frá því sem
þekktist fyrir hundrað árum. Vélar sinna mestri erfiðisvinnu -- vélar
vefa klæði, framleiða gosdrykki og bíla, flytja okkur á milli staða
o.s.frv. – menn geta einbeitt sér að öðru en puði og streði.
Fáir þurfa lengur að starfa við nauðþurftaframleiðslu á Íslandi. Aðeins
lítill hluti mannaflans fæst við að framleiða matvæli, fatnað og
húsnæði. Margir vinna nú við að flytja vörur til, kaupa þær og selja,
framleiða afþreyingu og menningu, starfa að vísindum og rannsóknum, auk
þess að skipuleggja allt þetta. Menn þurfa að vera færir um að mennta
sig til þessara starfa, en það eru þeir ekki án nokkurrar
undirstöðumenntunar, s.s. lestrar- og skriftarkunnáttu. Nú starfar
einnig hver með öðrum og menn þurfa að geta haft samskipti og samráð um
starfsemi sína. Lestur, skrift, reikningur og ýmiss konar
undirstöðuþekking önnur er þar nauðsynleg.
Þéttbýlismyndun
Það er stutt síðan flestir Íslendingar bjuggu á bóndabýlum, til sveita. Nú
búum við, flest hver, í þéttbýliskjörnum. (Árið 1900 bjuggu enn 80%
Íslendinga í sveit, nú rétt um 8%).
Í sveitinni var verkum skipt innan heimila. Verkin sem þurfti að vinna
áður fyrr voru tiltölulega fábreytt og helst þau sem foreldrar sjálfir
inntu af hendi frá degi til dags. Þau lærðust því heima fyrir. Nú eru
verkin sem vinna skal fjölbreyttari, við þrengjum starfssvið okkar
frekar og skiptum verkunum enn meir á milli okkar – um allt land og í æ
ríkari mæli um allan heim Og hvort tveggja virðist opnast um leið,
þörfin á að einhverjir sérhæfi sig í kennslu, því það sem kennt skal er
annað en foreldrarnir hafa fyrir stafni, og möguleikinn á slíkri
sérhæfingu, í nábýlinu.
Í stað þess að hvert foreldri noti hálfan daginn til að kenna börnunum það
sem þau þurfa að læra, hálfan daginn til að undirbúa kennsluna og vinni
á nóttunni, hefur þessu kerfi verið komið á, að ákveðnir einstaklingar
taki að sér kennarastörf og kenni um það bil 20 barna hópum í einu.
Þetta er skólakerfið. Þá fá foreldrarnir sofið, samfélagið virkar og
börnin geta lært.
Skyldan sjálf
Börn eru ekki sjálfráða, skv. lögum. Foreldrar mega skylda þau til
þátttöku í starfsemi sem þykir börnunum til góða. En börn eiga líka rétt
og skyldur út fyrir fjölskylduna. Menntun þykir nógu mikilvæg bæði
börnunum sjálfum og samfélaginu til að börnin skuli njóta hennar,
hvernig sem þeim eða foreldrum líkar. Sú skylda er tvíhliða: Börnunum er
skylt að læra (skólaskylda) en okkur er líka skylt að kenna þeim
(fræðsluskylda).
Getur heilahimnubólga komið aftur
eftir að maður hefur fengið hana einu sinni?
Ef heilahimnubólga er ekki smitandi,
hvernig fær maður hana þá?
Heilahimnubólga er eins og nafnið ber með
sér bólga í himnum sem umlykja heilann. Orsakir bólgunnar geta verið
margar en oftast er um að ræða sýkingu af völdum veiru eða bakteríu.
Heilahimnubólga af völdum veiru er algengari en heilahimnubólga af
völdum bakteríu en er jafnframt ekki eins alvarleg og þarfnast yfirleitt
ekki meðferðar. Heilahimnubólga af völdum bakteríu er hins vegar
yfirleitt mjög alvarleg og án meðferðar deyja langflestir.
Þar sem heilahimnubólga er oftast vegna sýkingar þá getur sýkillinn
smitast milli einstaklinga en hættan á smiti er mismunandi mikil, allt
eftir því hver sýkillinn er. Algengasta orsök alvarlegrar
heilahimnubólgu hér á landi er baktería sem nefnist meningókokkur
og getur hún smitast nokkuð auðveldlega milli manna. Því er í dag
ráðlagt að gefa þeim sem umgangast náið sjúkling sem fengið hefur
heilahimnubólgu af völdum meningókokks sýklalyf til uppræta bakteríuna
eða bólusetja viðkomandi.
Líkur á því að einstaklingur sem fengið hefur heilahimnubólgu fái hana
aftur af völdum sama sýkils eru litlar. Undantekningin á því eru þó ung
börn sem oft mynda ekki verndandi mótefni eftir eina sýkingu og geta því
sýkst aftur.
Bangsinn er leikfang barna og ekki er hægt að svara með fullri vissu hvaða
leikföng börn hafi haft á öllum tímum hvar í heiminum sem er. Leikföng á
borð við gæludýr eru menningarbundin og lýsa ríkjandi viðhorfum til
umhverfisins. Þannig hygg ég að almennt hafi eftirlíking rándýra sem
gátu verið manninum hættuleg, eins og björninn óneitanlega var, ekki
þótt heppileg leikföng fyrir börn á öldum áður. Eftir að byssu- og
veiðitækni mannsins batnaði, varð vopnaður maður hins vegar margfalt
hættulegri rándýrunum en rándýrin manninum. Þrátt fyrir þessi breyttu
valdahlutföll rándýra og manna breyttist afstaða mannsins til rándýranna
lengi vel lítið, þau voru miskunnarlaust veidd og var mörgum útrýmt
víða.
Það er eiginlega ekki fyrr en á 20. öldinni að menn fara að gera sér grein
fyrir því að þessi gamla og á sínum tíma skiljanlega afstaða til rándýra
var orðin skaðleg og raunar ómannúðleg; síðast en ekki síst ógnaði hún
fjölbreytni dýraríkisins. Farið var að friða rándýr og eru þau nú flest
friðuð, til dæmis öll bjarndýr. Þessi nýja afstaða getur þó einnig
gengið út í öfgar, samanber söguna af sænsku pólförunum sem nú í vor
hittu soltinn ísbjörn á förnum vegi; ísbjörninn sá hér eðlilega vænlega
máltíð í vændum enda eru ísbirnir sennilega eina rándýrið sem aldrei
hefur öðlast arfborna reynslu af manninum hættulega. Svíarnir neyddust
til að skjóta ísbjörninn lífi sínu til bjargar. Þetta olli miklu
fjarðafoki heima í Svíþjóð og skoðanakönnun leiddi í ljós að meirihluti
Svía vildi láta lögsækja pólfarana fyrir ísbjarnardrápið. Þetta er
aðeins eitt dæmi af mörgum um ruglinginn í umræðunni. Menn áður fyrr
óttuðust öll rándýr; nú á að telja rándýr gæludýr og bestu vini
mannsins. Hvalavinir brjótast að næturþeli inn í höfrungabúr í
bandarískum dýragörðum til að ræða við þessi hágáfuðu dýr og finnast
yfirleitt dauðir að morgni.
En þetta var útúrdúr þó að hann veki kannski til umhugsunar. Spurt er um
bangsann. Afstaða til bjarndýra, einkum bjarndýrsunga, breyttist
stórlega í upphafi þessarar aldar. Þá var uppi maður að nafni Theodor
Roosevelt (1858-1919) sem var forseti Bandaríkjanna 1901-1909. Theódór
þessi var meðal annars frægur veiðimaður og fór í sérstakar ferðir til
Afríku til að skjóta þar ljón 1911 og 1913. Hann sérhæfði sig sem sagt í
rándýradrápum og skaut margan björninn í Norður-Ameríku. Hann var frægur
og sérstæður persónuleiki og slúðurfréttamenn þess tíma eltu hann hvert
fótmál, honum til ánægju. Eitt sinn stóð hann frammi fyrir
bjarndýrsunga, miðaði á hann byssu næstum því af eðlishvöt en horfði um
leið í stór og óttaslegin augu ungans. Hann lagði byssuna til hliðar og
sagði: "Látum bjarndýrsungann í friði." Af því að maðurinn var stórtækur
beitti hann sér fyrir því að friðun bjarndýrsunga gilti um fleiri
veiðimenn en sig.
Fréttamenn komu sögunni um bjarndýrsungann fyrir á forsíðum blaða og nú
var þessi gamli skotmaður bjarndýra orðinn sérstakur verndari þeirra.
Bjarndýrsungar hlutu nafnið "Teddy bears", en Teddy var gælunafn
Theódórs Roosevelts. Ekki leið á löngu uns leikfangaframleiðendur fóru
að búa til eftirlíkingar af "Teddy bears". Þessi leikföng urðu fljótt
afar vinsæl, svo vinsæl að nafnið yfirfærðist á þessar nýju tuskudúkkur.
Dúkkur í líki bjarnarunga höfðu þann kost að vera ókynbundnar og nú gátu
litlir drengir líka fengið dúkkur til að hafa hjá sér í rúminu um nætur.
Vinsældir
bangsans eins og "Teddy bear" heitir á íslensku urðu miklar og ekki er
séð fyrir endann á þeim vinsældum ennþá.
Óbeinar reykingar (e. passive smoking, involuntary smoking) er
það þegar einstaklingur andar að sér lofti sem mengað er tóbaksreyk. Sá
sem verður fyrir óbeinum reykingum andar að sér sömu efnum og sá sem
reykir. Áður en við skoðum hvaða afleiðingar óbeinar reykingar geta haft
er rétt að fjalla lítillega um tóbaksreyk.
Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er
margvíslegur: tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar (til
dæmis skordýraeitursleifar), efni notuð við vinnslu plöntunnar (til
dæmis klórsambönd) og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns (til
dæmis
ammóníak). Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu
manna, þar á meðal tugir krabbameinsvalda. Lesa má nánar um þetta í
svari Öldu Ásgeirsdóttur við spurningunni
Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum?
Þegar sígaretta eða annað tóbak brennur verða til tvær tegundir reykjar,
annars vegar reykurinn sem reykingamenn sjúga að sér, kallaður
meginreykur (e. main stream smoke), og hins vegar reykurinn sem
myndast þegar tóbakið brennur sjálft, hliðarreykur (e. side
stream smoke). Reykurinn, sem reykingamenn sjúga að sér, verður til við
tiltölulega fullkominn bruna (600-800°C) og inniheldur minna af
skaðlegum efnum fyrir vikið. Reykurinn, sem myndast þegar tóbakið
brennur sjálft, myndast hins vegar við ófullkominn bruna (um 350°C) og
inniheldur því meira af skaðlegum efnum. Meirihluti hverrar sígarettu
(og annars tóbaks) brennur upp án sogs og myndar hættulegri reykinn
(hliðarreykinn). Reykmengun, sem myndast þar sem reykt er innanhúss, til
dæmis á veitinga- og skemmtistöðum, verður því að stærri hluta til úr
hinum hættulegri hliðarreyk.
Andrúmsloft á veitinga- og skemmtistöðum
er gjarnan tóbaksmengað.
Rúm hálf öld er síðan fyrstu sannanir um heilsuskaðleg áhrif reykinga komu
fram og hefur það margoft verið staðfest síðan. Áratugir eru liðnir
síðan menn gerðu sér grein fyrir því að reykingar þungaðra kvenna hafa
skaðleg áhrif á fóstur. Styttra er síðan vísbendingar komu fram um
heilsuskaða hjá þeim sem ekki reykja sjálfir en búa við tóbaksreykmengað
andrúmsloft á heimili eða í vinnu. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að
óbeinar reykingar geta auk ýmiss konar óþæginda og vanlíðunar valdið
mörgum sömu sjúkdómum og hljótast af því að reykja.
Óþægindi í augum, nefi og öndunarfærum eru algengustu og best staðfestu
heilsufarsáhrif óbeinna reykinga. Sýnt hefur verið fram á að
tóbaksreykur og þau efni og efnasambönd sem hann inniheldur, hafa áhrif
á starfsemi bifhára í öndunarvegi og draga úr hreinsun slíms og
óhreininda, meðal annars reykagna úr öndunarvegi og lungum. Þetta getur
valdið því að þeir sem verða fyrir óbeinum reykingum reglulega eigi
frekar á hættu að fá langvinn öndunarfæraeinkenni, svo sem hósta,
slímuppgang og mæði. Einnig hefur verið sýnt fram á að þeir sem verða
fyrir tóbaksreyk heima eða í vinnunni eru í 40-60% meiri hættu á að fá
astma en þeir sem ekki verða fyrir tóbaksreyk. Fólk, sem er með astma,
fær ekki aðeins alvarlegri astmaköst ef það verður fyrir tóbaksreyk
heldur líður því almennt verr og þarf oftar að leggjast inn á sjúkrahús.
International Agency for Research on Cancer (IARC) hefur skoðað allar
stærri rannsóknir þar sem könnuð voru tengsl milli óbeinna reykinga og
lungnakrabbameins. Þessi sérfræðingahópur komst að þeirri niðurstöðu
að óbeinar reykingar geti aukið hættu á lungnakrabbameini um 20-30%.
Tengsl eru milli þess magns reykjar sem einstaklingur verður fyrir og
hættu á lungnakrabbameini, rétt eins og hjá reykingamönnum. Einnig benda
rannsóknarniðurstöður til þess að óbeinar reykingar geti aukið hættuna á
legháls- og
brjóstakrabbameini.
Margar rannsóknir hafa sýnt að óbeinar reykingar auka hættuna á
hjarta- og æðasjúkdómum hjá þeim sem búa við reykingar heima eða í
vinnunni. Þessar rannsóknir benda til þess að ef einstaklingur sem
reykir ekki á maka sem reykir eða vinnur í reykmettuðu umhverfi aukist
hættan á að þessi einstaklingur fái hjartaáfall um 25-30%. Ekki er
línulegt samband milli reykjarmagns og áhrifa á hjarta- og æðakerfi eins
og þegar lungnakrabbamein hlýst af tóbaksreyk. Sérfræðingar hafa komist
að því að aðeins lítið magn reykjar þarf til að hafa áhrif á
storknun blóðs og myndun blóðtappa en langtímaáhrif koma fram í
æðakölkun. Allt eru þetta áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma.
Nokkuð er um að rannsóknir sýni tengsl milli óbeinna reykinga og
heilablóðfalls. Í ljós hefur komið að fólk, sem varð reglulega fyrir
óbeinum reykingum, var í tvöfalt meiri hættu á heilablóðfalli en þeir
sem urðu ekki fyrir óbeinum reykingum.
Börn eru mjög viðkvæm fyrir óbeinum
reykingum.
Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir óbeinum reykingum. Tóbaksreykur minnkar
lungnavirkni þeirra og þau verða viðkvæmari fyrir sýkingum í
öndunarfærum, svo sem lungnabólgu, berkjubólgu og
eyrnabólgu. Óbeinar reykingar hafa jafnframt verið tengdar minni vexti
lungna (lungun verða ekki eins stór og í jafnöldrum sem búa ekki við
reyk heima við). Einnig valda óbeinar reykingar einkennum eins og hósta
og blístri í öndunarfærum. Börn reykingafólks fá líka oftar astma en
börn þeirra sem reykja ekki og auka óbeinar reykingar fjölda og
alvarleika astmakastanna. Í Bretlandi er áætlað að um 17.000 börn undir
5 ára aldri séu lögð inn á sjúkrahús á ári hverju vegna heilsubrests sem
rekja má til óbeinna reykinga.
Ófædd börn verða fyrir óbeinum reykingum ef móðir þeirra reykir eða ef
reykt er í kringum þungaða móður. Lítil fæðingarþyngd og fyrirburafæðing
er algengari ef móðirin hefur orðið fyrir óbeinum reykingum á meðgöngu
og hættan eykst eftir því sem óbeinu reykingarnar eru meiri og tíðari.
Einnig hefur verið bent á að
vöggudauði sé algengari ef barn verður fyrir óbeinum reykingum.
Þetta svar er hluti af lengri greinargerð um áhrif óbeinna reykinga sem
unnin var á vegum
Lýðheilsustöðvar og birt hér með góðfúslegu leyfi hennar. Með því að
smella
hér má sjá greinargerðina í heild sinni auk ítarlegrar heimildaskrár.
Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um reykingar, til dæmis:
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir of
mikinn kláða þegar fólk fær hlaupabólu?
Það er ekki víst að allir krakkar fái
hlaupabólu, en margir fá hana þar sem hlaupabóla er mjög smitandi
sjúkdómur sem berst fyrst og fremst á milli barna. Hlaupabóla orsakast
af
veiru (varicella-zoster) sem sem berst á milli fólks með úðasmiti eða
með beinni snertingu, til dæmis snertingu við sprungnar blöðrur.
Einstaklingur getur smitað aðra allt að þremur dögum áður en hann fær
sjálfur útbrot og er smitandi þar til allar bólur hafa sprungið og
þornað upp. Veiran er til staðar í vessanum sem er inni í bólunum og því
getur einstaklingur smitað meðan einhver vessi er enn til staðar.
Meðgöngutími sjúkdómsins, það er að segja sá tími sem líður frá því að
einstaklingur smitast þar til hann fer að fá einkenni, í þessu tilviki
bólur, vessafylltar blöðrur og sár, er 10-21 dagur.
Einkenni hlaupabólu eru meðal annars slappleiki og hiti sem geta komið
áður en bólur myndast. Útbrot, sem valda kláða, myndast fyrst á búk og í
andliti en berast síðan í hársvörð, handleggi og fætur. Þau geta einnig
borist yfir á slímhúðir og kynfæri. Til að byrja með eru útbrotin litlar
rauðar bólur sem verða að blöðrum á nokkrum klukkutímum. Blöðrurnar
verða síðan að sárum á 1-2 dögum, það myndast hrúður og þær þorna upp.
Nýjar blöðrur geta myndast eftir 3-6 daga. Það er mjög mismunandi hversu
margar blöðrur hver einstaklingur fær. Börn verða yfirleitt lítið veik á
meðan fullorðnir geta orðið mjög veikir.
Útbrotin sem fylgja hlaupabólu byrja sem
litlir rauðir blettir, verða síðan að vökvafylltum blöðrum og loks sárum
sem þorna upp.
Einstaklingur er smitandi þangað til að allar blöðrur eru orðnar að sárum
og nýjar eru hættar að myndast. Halda skal smituðum einstaklingi heima
við. Gæta verður hreinlætis ef komið er við blöðrurnar eða svæðin í
kring og ráðlegt að þvo sér vel um hendur. Börn klóra gjarnan í
blöðrurnar og geta því borið smit.
Batahorfur eru afar góðar og yfirleitt stafar engin hætta af sjúkdómnum.
Hlaupabóla varir í 7-10 daga hjá börnum en lengur hjá fullorðnum.
Fullorðnir fá oftar fylgikvilla en börn, en þeir eru hins vegar mjög
sjaldgæfir.
Meðferð við hlaupabólu felst í því að draga úr einkennum. Hægt er að lina
kláða með köldum bakstri. Hiti og sviti auka á kláðann og því getur
verið gott að vera í svölu umhverfi og sturta eða bað geta slegið á
kláðann. Sinkáburður, púður og áburður sem inniheldur menthol og
mentholspritt eru dæmi um efni sem gott er að bera á útvortis og draga
úr kláðanum til skamms tíma. Notkun þeirra getur þó valdið sviða í
stutta stund.
Ef kláðinn truflar svefn er hægt að gefa kláðastillandi lyf, en þau geta
haft sljóvgandi áhrif. Hægt er að meðhöndla sjúkdóminn hjá heilbrigðum
einstaklingi með lyfjum. Þeir sem eru í áhættuhópi, svo sem þungaðar
konur sem ekki hafa fengið hlaupabólu og einstaklingar með veiklað
ónæmiskerfi, geta fengið mótefni gegn sjúkdómnum. Í sumum löndum er
bólusett gegn veirunni, en það er ekki gert hér á landi.
Sá sem hefur einu sinni fengið hlaupabólu fær hana aldrei aftur. Hins
vegar getur veiran síðar valdið sjúkdómi sem heitir ristill (herpes
zoster). Einstaklingur með ristil getur smitað aðra af hlaupabólu. Til
þess að fræðast meira um ónæmi (þar með talið ástæðu þess að fólk fær
hlaupabólu aðeins einu sinni) er gott að lesa svar Þuríðar
Þorbjarnardóttur við spurningunni
Hvernig vinnur ónæmiskerfið?
Á
vef
Hagstofunnar má sjá
að árið 1960 fæddust 4.916 lifandi börn á Íslandi og er það fjölmennasti
árgangur Íslandssögunnar, að minnsta kosti til þessa. Næstflest fæddust
árið á undan eða 4.837.
Talsverðar sveiflur eru í barnsfæðingum en þeim hefur heldur fækkað
undanfarin ár. Árið 2003 fæddust 4.142 lifandi börn á Íslandi. Árið 1990
fæddust 4.768 lifandi börn og er það mesti fjöldi sem fæðst hefur á einu
ári síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Það skýrir líka að í lok
ársins 2003 voru 4.
Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem notuð
er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk (aðallega börn) með
málþroskaröskun.
Tákn með tali byggir á líkamstjáningu og notkun tákna sem eru bæði
náttúruleg og tilbúin. Táknin eru ávallt notuð samhliða tali og líkjast
sum þeirra táknum úr táknmáli heyrnarlausra. Tákn með tali byggir á
eðlilegu talmáli þar sem aðeins lykilorð hverrar setningar eru táknuð og
hrynjandi málsins er gerður skýrari með táknunum. Þegar tákn með tali
eru notuð er stefnt að tali hjá barninu.
Það er margt sem mælir með táknum með tali.
Táknin eru einföld og myndræn og byggja á
látbragði sem er öllum eiginlegt. Börn eiga auðveldara með að læra það
sem þau sjá en það sem þau heyra. Með því að tákna lykilhugtök
setningarinnar er börnunum gefin „vísbending“ um hvað verið er að tala
um.
Táknanotkun dregur úr talhraða þeirra sem
tala við börnin. Setningarnar verða styttri og hnitmiðaðri. Táknanotkun
stuðlar því að skýrara tali.
Táknanotkun stuðlar einnig að því að barn
og viðmælandi séu í augnsambandi. Gott augnsamband er mikilvægt til að
barnið nemi málið, hvort sem það eru orð eða tákn.
Mörgum börnum veitist auðveldara að mynda
tákn en að tala. Útfærsla talhljóða er flókið ferli. Auðveldara er fyrir
marga með málþroskafrávik að hreyfa hendurnar á ákveðinn hátt en að
segja skiljanleg orð.
Táknin gefa börnunum möguleika til
tjáskipta, oft löngu áður en þau læra að tala. Að ná valdi yfir
hreyfingum sínum og samhæfingu þeirra er undanfari þess að ná valdi yfir
talfærunum.
Talið tekur oftast við af táknunum smám
saman. Eftir því sem talgetan eykst minnkar þörfin fyrir táknin. Það er
alltaf eðlilegra að tjá sig með tali, ef maður skilst, en að tala með
táknum.
Jóna G. Ingólfsdóttir. „Hvað er tákn með
tali?“. Vísindavefurinn
19.9.2002. http://visindavefur.hi.is/?id=2721. (Skoðað 25.8.2006).
- Réttur
barna til trúnaðar af hálfu opinberra starfsmanna -
Samkvæmt samningi Sameinuðu
þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem
einstaklingur, yngri en 18 ára. Barnasáttmálinn viðurkennir börn sem
sjálfstæða einstaklinga með eigin réttindi óháð réttindum fullorðinna.
Á Íslandi fara foreldrar eða
forsjáraðilar með forsjá barns þar til það hefur náð 18 ára aldri, sbr.
ákvæði 28. gr. nýrra barnalaga. Í þessari lagagrein er jafnframt mælt
svo fyrir, að foreldrum beri að hafa samráð við barn sitt áður en
málefnum þess er ráðið til lykta eftir því sem aldur og þroski barnsins
gefur tilefni til. Skal afstaða barns fá aukið vægi eftir því sem barnið
eldist og þroskast. Í lögunum er hins vegar ekki kveðið á um rétt barna
til friðhelgi einkalífs.
Til umboðsmanns barna hefur
talsvert verið leitað eftir svörum við spurningunni, hver sé
réttur barna til friðhelgi einkalífs? Börn hafa spurt um
rétt sinn og einnig hafa opinberir starfsmenn, svo sem hjúkrunarfólk og
kennarar, spurt um rétt sinn til trúnaðar við börn án vitundar foreldra
og hve langt þeir geti gengið í þeim efnum.
Með skírskotun til þessa
þótti umboðsmanni ástæða til að spyrja: Hver er réttur barns
til friðhelgi einkalífs, að lögum, þ.m.t. réttur þess til
trúnaðarsamskipta við opinbera starsmenn? Í þessu sambandi
hafði umboðsmaður í huga ákvæði 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár
lýðveldisins þar sem segir: Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs,
heimilis og fjölskyldu og svohljóðandi ákvæði í 16. gr.
Barnasáttmálans: Eigi má láta barn sæta gerræðislegum eða ólögmætum
afskiptum af einkalífi þess, fjölskyldu, heimili eða bréfum, né
ólögmætri árás á sæmd þess eða mannorð. - Barn á rétt á vernd laganna
fyrir slíkum afskiptum og árásum.
Í framhaldinu ákvað umboðsmaður
barna, Þórhildur Líndal, að fá Ragnheiði Thorlacius lögfræðing til að
gera athugun á því, hvort réttur barns til friðhelgi einkalífs, innan
fjölskyldu sem utan, og réttur barns til trúnaðar af hálfu starfsmanna
ríkis og sveitarfélaga sé nægilega tryggður í íslenskri löggjöf.
Ennfremur óskaði hún eftir tillögum til úrbóta ef ástæða væri til.
Skýrslan er nú komin út og má
nálgast hana á skrifstofu umboðsmanns barna að Laugavegi 13, 2. hæð eða
panta hana beint hér á heimasíðunni, en pöntunareyðublað má finna undir
liðnum
Nokkrar hugmyndir
til að leyfa börnunum að taka þátt í leik og starfi með okkur!
1. ,,Ég
skal mála allan heiminn, elsku mamma.” – Næst þegar þú málar utanhúss er
tilvalið að láta barnið fá vatn í fötu og málningarpensil til að “mála”
með þér. Þegar barnið málar t.d. gangstéttina sést litabreyting á
stéttinni þegar vatnið er “málað” á og þannig er eins og barnið sé að
mála með pabba!
2. Áttu
hjólbörur? Börnum finnst mjög gaman að sitja í hjólbörum og láta pabba
eða mömmu aka sér um garðinn heima. Gættu samt að fara ekki hratt og að
fara ykkur ekki á voða!
3. Þegar
farið er í fjöruferð eða gengið niður að vatni er um að gera að kenna
hvernig fleyta eigi kerlingar og velja réttu steinanna til þess. Ekkert
eins gaman.
4. Áttu
tjald? Börnum finnst mjög gaman að leika sér í tjaldi. Ef þið getið þá
skaltu fara í tjaldferðalag a.m.k. einu sinni á sumri. Það þarf stundum
ekki að fara lengra en út í garð hjá ykkur.
5. Ertu
að þrífa bílinn? – Leyfðu barninu að vera með þér. Láttu það fá tusku
eða gamla uppvöskunarburstann og þrífa felgurnar. Það er líka hægt að fá
barnið til að þrífa hjólið sitt. Leyfðu barninu að taka þátt á sem
mestan hátt.
Minnispunktar fyrir foreldra og aðra uppalendur.
Börn sem alast upp við ástríka leiðsögn, aga og hafa lært að deila með
öðrum eru líkleg til að þróa með sér jákvæða, sterka sjálfsmynd sem
hjálpar þeim að komast til manns og þykja vænt um og njóta
systkina sinna alla ævi. Með góðum undirbúningi fyrir komu nýbura geta
foreldrar ýtt undir jákvæða reynslu eldra barns. Það stuðlar að betri
tengslamyndun á milli systkina og jákvæðri hegðun eldra systkinis í garð
nýja barnsins og minnkar líkur á afbrýðisemi.
Afbrýðisemi er eðlileg tilfinning sem
flestir, bæði börn og fullorðnir, finna fyrir einhvern tíma á ævinni.
Hún er varnarviðbragð sem kemur fram þegar óvissa ríkir um tilfinningar
annarra í eigin garð, t.d. þegar barn þarf að deila ást og athygli
foreldra sinna með nýju systkini.
Hvernig birtist afbrýðisemi gagnvart nýju systkini?
Algengt er að breyting verði á hegðun eldra barns við fæðingu systkinis.
Slíkar breytingar eru oftast tímabundnar en geta líka orðið langvarandi.
Þar skipta fjölskylda barnsins, aldur þess og persónuleiki máli. Yngstu
börnin hafa óskýra sjálfsmynd og eru mjög háð ást og umhyggju foreldra
sinna. Þau eiga mjög erfitt með að deila þeim með öðrum. Eldri börn hafa
hins vegar skýrari sjálfsmynd og sjálfstæðari vilja en eru samt mjög háð
foreldrum sínum og lítið tilefni þarf til að ógna öryggi þeirra.
Breytt hegðun getur beinst að nýfædda barninu, foreldrum, vinum eða að
barninu sjálfu. Hegðunin getur komið fram sem reiði, í orðum eða
gjörðum, óróleiki, depurð, einangrun eða árásargirni. Barnið getur
fundið fyrir höfnunartilfinningu og hefur meiri þörf fyrir athygli.
Afturhvarf getur orðið í þroska. Barnið getur sýnt aukinn þroska og
sjálfstæði í hegðun.
Á meðgöngu- Að segja frá.
Það fer eftir aldri
barna hversu fljótt og hve nákvæmlega þeim er sagt frá því að von sé á
nýju barni. Eldra barni er sagt frá því um leið og öðrum í
fjölskyldunni, en yngra barni síðar, þegar nær dregur fæðingunni.
Gagnlegt getur reynst að lesa bækur með barninu, sem fjalla um það að
eignast systkin og sýna barninu myndir af því sjálfu frá því það var
lítið. Barnið okkar. Mikilvægt er að fullvissa barnið um tilfinningar
ykkar í garð þess og að þær muni ekki breytast: Að væntanlegt barn verði
„okkar barn“.
Breytingar. Ef breyta þarf daglegum háttum barns (s.s.
skipta um herbergi, rúm, hætta með snuð eða bleiu eða læra að borða
sjálft og klæða sig sjálft) er betra að gera það snemma á meðgöngunni
svo það fái að venjast breytingunum í ró og næði og tengi það ekki komu
nýja barnsins.
Undirbúningur.
Leyfið barninu að
taka þátt í undirbúningi að komu nýburans t.d. með því að velja og hafa
til föt á barnið, undirbúa vöggu/rúm og þess háttar.
Eftir fæðinguna-Fyrstu kynni.
Þegar eldra barn hittir systkin sitt í fyrsta sinn, getur það verið
viðkvæmt fyrir því ef nýburinn er í fangi móðurinnar eða jafnvel á
brjósti.
Að
koma heim. Leyfið eldra barni að koma með til að sækja
nýburann svo öll fjölskyldan geti komið saman heim.
Ættingjar og vinir. Það mætti undirbúa ættingja og vini svo
eldra barni sé sýnd athygli þegar nýfædda barnið er heimsótt.
Daglegar venjur. Halda ætti áfram daglegum venjum eldra
barns eins og að sækja leikskóla og tómstundaiðkun t.d. íþróttir,
tónlist eða hitta vini.
Athygli.
Þegar börnin þurfa athygli samtímis getur nýburinn beðið í stutta stund á
meðan eldri börnum er sinnt.
Skilningur.
Hægt er að stuðla að jákvæðu systkinasambandi með því að kenna þeim eldri
að lesa í hegðun nýburans og skilja viðbrögð hans. Gott er að færa í orð
”sjáðu, nú er hann að horfa á þig” eða ”nú grætur hún, því hún þarf nýja
bleiu” til að auka skilning þeirra á hegðun nýburans.
Hlutverk. Gefið eldra barni tækifæri til að hjálpa
til við umönnun nýburans svo sem við böðun, sækja bleiu eða snuð eða
hugga barnið. Einnig gæti eldra barn hjálpað til við að opna þá pakka
sem litla barninu eru færðir og tekið þátt í að sýna gestum litla
systkin sitt. Munið að hrósa barninu.
Samvera. Gefið eldra barninu ákveðinn tíma einu,
ýmist með mömmu eða pabba til að gera eitthvað sem barnið hefur gaman
af. Það geta verið mikil viðbrigði fyrir eldra barnið að deila athygli.
Aðlögun. Til að styrkja barnið í systkinahlutverkinu
getur verið gott að það eigi mynd af sér með nýja systkininu til að sýna
t.d. á leikskólanum. Ýmsir hlutverkaleikir t.d. mömmuleikur með dúkku
geta hjálpað.
Afturhvarf í
þroska.
Algengt er að eldri
systkin sýni afturhvarf í þroska sem svörun við breyttum aðstæðum á
heimili og geta foreldrar búist við því hvenær sem er eftir komu
nýburans. Börnin byrja þá gjarnan að tala barnamál, vilja fá snuð
o.s.frv. Óþarfi er að hafa áhyggjur af breyttri hegðun barnsins
því hún er oftast tímabundin.
Forðist refsingar. Forðist refsingar og ávítur, það ýtir undir tilfinningu barnsins
um að það hafi hegðað sér illa eða að ykkur þyki ekki vænt um það.
Að
vera eldri og þroskaðri.
Hrósið og hvetjið barnið til jákvæðrar hegðunar og minnið það á kosti þess
að vera eldra og þroskaðra.
Að
eiga systkin. Sýnið barninu ást og umhyggju og segið því
hversu heppið litla barnið er að eiga svona yndislegan bróður eða
systur.
Ættingjar og vinir. Gott er að hvetja ættingja og vini til þess
að sýna eldra systkininu sérstaka athygli á þessu tímabili.
Að
heiman. Hafið í huga að sé eldra systkinið í
dagvistun eða á leikskóla, getur það sýnt sömu hegðun þar.
Dagmæður/leikskólakennarar geta hjálpað eldra systkininu að
vinna með þessar breytingar.
Þolinmæði.
Reynið að vera þolinmóð. Munið að eldri systkin geta átt erfitt með að
átta sig á af hverju ákveðin hegðun eins og að nota pela/snuð og bleiu
er í lagi fyrir litla barnið, en ekki það sjálft.
Uppeldi og afbrýðisemiAfbrýðisemi er eðlileg! Hafið í huga að afbrýðisemi er eðlileg
tilfinning. Kennið börnunum og hvetjið þau til að tala um tilfinningar
sínar eins og gleði, leiða, depurð, reiði eða sorg og sýnið þeim
skilning.
Systkinatengsl. Góð systkinatengsl eru grunnur að vellíðan
og vænlegum þroskaskilyrðum fyrir börn. Systkinatengsl eru einstök
tilfinningaleg tengsl sem vara alla lífstíð. Bræður og systur geta verið
uppspretta félagsskapar, hjálpar og tilfinningalegs stuðnings og eldri
systkin taka jafnvel að sér hlutverk gæsluaðila, kennara eða
fyrirmyndar. Í samskiptum við hvort annað geta systkini því öðlast
félagslega og vistmunalega færni sem stuðlar að meiri og heilbrigðari
félagsþroska.
Samanburður. Varist að gera upp á milli barna eða bera
þau saman á neikvæðan hátt. Slíkt getur aukið sundurlyndi í fjölskyldu
og valdið ójafnvægi og vanlíðan innan hennar.
Samskipti. Leitist við að leiðbeina börnunum á
jákvæðan hátt í stað þess að ávíta þau fyrir neikvæða/slæma hegðun. Komi
upp rifrildi eða ósætti á milli systkina ættu þau að fá tækifæri til að
útkljá málin sín á milli. Foreldrar ættu að forðast að skerast í
leikinn, nema ef til slagsmála kemur eða ef þau beita ofbeldi. Ekki er
hægt að ætlast til að systkini leiki sér alltaf saman í sátt og
samlyndi, en hægt er að dreifa athygli þeirra með því að láta þau hafa
sitt hvort verkefnið að fást við, á sama tíma.
Ást
og umhyggja.
Börn sem alast upp við ást og umhyggju og læra að deila með öðrum eru
líklegri til að öðlast gott sjálfstraust og hafa ánægju af systkinum
sínum ævilangt.
Aðstoð.
Mikilvægt er að bregðast við þegar barn sýnir vanlíðan í tengslum við að
eignast systkini þar sem neikvæðar tilfinningar geta annars fylgt
viðkomandi til fullorðinsára.
Sjálfsagt er að
leita til heilsugæslunnar varðandi úrræði eða ráðgjöf. Starfsmenn
heilsugæslunnar búa að áralangri reynslu og góðu samstarfi við aðra
fagaðila í umönnun barna s.s. skóla/leikskóla, sálfræðinga og
félagsþjónustu.
Fyrir suma feður er
það kvíðinn einn eftir að unglingsárin skelli á dóttur sinni, en það
þarf ekki að vera svo erfitt að upplifa þessi ár ef við gerum okkur
grein fyrir nokkrum hlutum sem við verðum að sætta okkur við. Hér koma
nokkur atriði sem hjálpa okkur feðrum vonandi að ná betra sambandi við
dætur okkar.
Þú
verður að sætta þig við það að litla stelpan þín sem alltaf var svo þæg
og góð mun fara frá þér einn daginn! En engar áhyggjur því hún kemur
aftur!
Unglingsstúlkur
geta verið fleiri klukkustundir í herberginu sínu að gera “bara
eitthvað!” Engin karlmaður hefur fundið út hvers vegna og er þetta sem
ráðgáta fyrir karlmenn. Það getur verið nokkur skipti, reyndar í mörg
skipti að hún viti ekki alltaf hvað hún vill. Það er þá okkar verk að
komast að því og auðvelda fyrir þeim.
Þegar dóttir þín
byrjar að tala um tilfinningar og kynlíf við þig máttu ekki fara hjá þér
eða verða vandræðalegur. Hún sýnir þér traust með því að ræða það við
þig.
Mundu að
tíðarandinn breytist og stelpur læra líka karate, Judó, eða Fótbolta.
Stelpur ætla sér líka að verða forstjórar og ná frama í lífinu. Ekki
draga úr henni á neinn hátt, sama hvað þér finnst!
Gefðu þér tíma að
hlusta á tónlist dóttur þinnar og spurðu út í tónlistina. Mundu að mamma
þín og pabbi fussuðu yfir Wham, Duran Duran og Boy George var
stórskrítin í þeirra augum.
Vertu óhræddur að
tala við hana um ástina, kynlíf, eiturlyf og áfengi, rómantík, og
virðingu milli kynjanna. Talaðu við hana um kvíða og það að vera óörugg
og tilfinninganæm sé eðlilegt en gott að ræða um til að geta lagfært
það. Það gæti verið að þú sért á réttum tíma og réttum stað – fyrir
hana?
Það er nokkuð
öruggt að hún eigi eftir að koma til þín og segja þér að henni þyki
mamma sín ömurleg og leiðinleg! Kenndu henni að bera virðingu fyrir
foreldrum sínum. Vertu rólegur en samt ákveðinn. Það þýðir ekki að leysa
málið með látum.
Mundu að segja
henni frá því að það sé ekki aðalmálið að ganga í merkjavörufatnaði,
heldur frekar að geta gengið í nýjum fatnaði reglulega því sumir geta
það ekki! Mundu að hún á ekki að dæma fólk eftir því.
Heimalærdóminn
þarftu að nálgast með nærgætni og bjóðast til þess ef hún vill að þú
hjálpir henni? Jafnvel fyrir prófin… Þú mannst sjálfur hvað þetta gat
verið pínlegt!
Bekkjapartý eru oft
yfir veturinn. Láttu hana vita að þú treystir henni og það eigi að vera
gagnkvæmt. Fáðu upplýsingar um hvar partýið verður haldið-ekki það að þú
ætlir að fara heldur til öryggis!
Reyndu að fá hana
til að þiggja það að þú keyrir hana og vinkonur hennar í partýið. Ef
hana vantar að komast heim, vertu þá tilbúinn að ná í þær þó það verði
seint. Það er betra að þú sjáir um þetta og sért öruggur, en einhver
annar sjái um þetta og þú óöruggur!
Stelpur skrækja
þegar þær sjá sætan strák, ljóta mynd, sjá eitthvað flott, eða bara að
þær eru ánægðar. Ekki láta þér bregða…
Ef hún kemur heim
reið og sár, skaltu tala við hana strax. Gefðu þér tíma og hlustaðu á
hana. Því lengur sem þú hlustar því meira kemstu að hvað er að og henni
líður kannski betur.
Mikilvægt er að hún
geri sér grein fyrir að Rapparar í MTV séu ekki fyrirmynd af karlmönnum
eða einhverjar glansmyndir frá Hollywood. Virðing gagnvart konum á að
vera mikilvæg hjá karlmönnum alveg eins og hjá konum. Það er auðvelt
fyrir hana að halda að svona “MTV-Líf” sé rosa flott og eigi bara að
vera svona! Vertu með þessa hluti á hreinu!
Ef þú ert með
almanak út í bílskúr af beru kvennfólki skaltu henda því. Þú ert að sýna
konum vanvirðingu. Hvernig ætlar þú að útskýra það fyrir dóttur þinni að
það sé í lagi að hafa klámefni í skúrnum hjá þér? Hentu því frekar í
ruslið… Vertu líka óhræddur að láta skoðun þína í ljós ef þú ferð með
bílinn í viðgerð og sérð svona almanak á áberandi stað. Ef það lagast
ekki þá ferðu bara annað með bílinn!
Einu sinni í viku
skaltu fara út og leika þér með henni. Já, kannski skrítið með ungling
en taktu Frispídiskinn með eða fótboltann. Þið gætuð líka farið í
körfubolta eða stuttan göngutúr. Þetta er ómetanleg stund fyrir þig og
hana líka!
Vertu með góðar
vírus-varnir í tölvunni hennar og vertu með það á hreinu að hún gefi
ekki upp nafn, bankanúmer, kennitölu, heimilisfang eða aðrar
persónulegar upplýsingar á spjallrásum eða annan hátt á netinu. Fáðu
hana til að láta þig vita ef einhver er að biðja um þannig upplýsingar.
Internetið á sín góðu svæði en líka svörtu svæðin og þau eru
stórhættuleg!
Stelpur geta verið
djarfar í klæðaburði í dag. Ef þú ert ósáttur við það hvernig hún klæðir
sig skaltu hiklaust segja henni það og biðja hana að lagfæra það strax.
Vertu ákveðinn og kurteis. Reyndu sem fyrst að útskýra fyrir henni hvers
vegna þú vildir að hún skipti um föt. Ekki gera það í “hita leiksins”
þvi hún hlustar ekkert á þig. Daginn eftir er ágætt.
Að lokum! Mundu það
að hún er dóttir þín og þú átt að elska hana og virða. Alist hún upp við
elsku og kærleik, sýnir hún öðrum það - þar á með foreldrum sínum!
1.Vertu alltaf þátttakandi í lífi dóttur þinnar 2.Berðu virðingu fyrir móður
hennar 3.Notaðu hverja stund sem þú getur
með henni 4.Biddu fyrir henni á hverjum degi 5.Vertu fyrirmynd hennar í allt og
öllu
*Við
feðurnir verðum að viðurkenna það að dætur okkar bræða okkur
hvenær sem þær vilja. Það er alveg sama hvað við ætlum
okkur að vera ákveðnir í að aga þær til, þá bræða þær okkur
þegar þeim hentar!
Verum hluti af lífi þeirra strax í fæðingu, ekki
seinna!
-Þegar þú kemur heim úr vinnunni skaltu spyrja hana hvernig
dagurinn hafi verið hjá henni. Leiktu þér með henni stutta
stund. Gefðu henni hluta af deginum þínum. Taktu utan
um hana og segðu að þú elskir hana. Þú ert að kenna henni að
elska aðra manneskju og eitt það mikilvægasta í lífunu – um
kærleikan!
-Leyfðu henni að vera þátttakandi í lífi þínu. Td. þegar þú
rakar þig skaltu leyfa henni að setja sápuna framan í þig.
Ef hún vill setja sápu framan í sig skaltu leyfa henni það.
Hún metur það mikils að fá að vera með þér og í lífi þínu.
Sama hvað þú gerir skaltu hafa hana í huga. Börn eru svo
fljót að þroskast og áður en þú veist er hún farinn.
-Þegar hún bablar barnamál sem þú skilur ekkert, skaltu
svara henni, “já, já…elskan mín”, áður en þú veist verður
erfiðara að segja “já,já”, þegar hún er orðin eldri!
-Ef
mamma hennar sýnir henni hvernig á að baka smákökur, skalt
þú kenna henni að finna felustaðinn og “smakka”.
-Vertu undir það búinn að horfa á barnaefni með henni mörgum
sinnum. Áður en þú veist ertu farinn að vita betur en
flestir aðrir hver Svampur Sveinsson er, Bambi, Gosi, Afi á
Stöð tvö, Birta og Bárður, Brummi, Bubbi Byggir, Snjóbörnin,
Öskubuska, Bambi og fl. aðilar sem þú verður sérfróður í.
Ekki láta þér bregða þó þú sönglir lagið með “Bubba byggir”.
-Eitt
sem er mikilvægt og fremri alls þess sem hér kemur, það er
að gera aldrei grín að dóttur þinni eða börnum. Það er bara
þannig! Aldrei!!
-Gerðu þér grein fyrir því að hún mótar líf þitt, um leið og
þú mótar hennar!
-Eitt
sem ég hef orðið var við og þykir skemmtilegt, er það þegar
dóttir mín fer út með okkur þá vill hún taka ýmislegt með
sér. Stelpur eru svona. Vertu því tilbúinn að þurfa taka
með: kisubókina, Línudúkkuna, litla-barnið og fullt af öðru
dóti. Þó svo einhver horfi á þig og þér finnist þetta
einkennilegt skaltu samt leyfa henni þetta. Hún er bara að
hugsa um “börnin” sín!
-Mundu það að stelpur geta gert allt það sem strákar geta
líka. Við eigum flínkar stelpur í handbolta og fótbolta.
Hvettu hana til dáða og láttu hana vita það fljótlega
að hún er ekkert siðri en strákar.
-Lestu fyrir hana sögur, ljóð og fl. eins oft og þú getur.
Það kemur svo að því að hún les fyrir þig.
-Taktu þátt í kaffiboði hjá henni. Td. er hægt að nota
litlar kexkökur (Tomma og Jenna kex) og svo er um að gera að
leika með og muna að segja; “já, takk” og “nei, takk”,
“þakka þér fyrir”, “Takk fyrir mig”, o.sv.frv. Þú ert að
gera frábæra hluti með þessu og um leið að kenna henni
kurteisi. Svo er þetta líka gaman…
-Að
fara í veiðiferð með dóttur þína er góð hugmynd. Smyrjið
nesti og leyfðu henni að taka þátt í því. Þegar þið komið á
veiðistaðinn á henni eftir að þykja ormarnir ógeðslegir og
eflaust mun hún vorkenna þeim, en hún á eftir að þykja mjög
gaman að draga inn fisk sem hún hefur veitt alveg sjálf.
-Takmarkaðu sjónvarpsáhorf hennar. Nema þú viljir
að Sápuóperur og Star Trek verði fyrirmynd hennar og ali
hana upp?
-Á
konudaginn skaltu líka gefa dóttur þinni kort, blóm og/eða
gjöf. Hún er líka kona! Þú kennir henni og ert að sýna
frábæra fyrirmynd sem faðir og jafningi milli kvenna og
karla. Mundu að dóttir þín á eftir að sækja um starf
einhversstaðar og kannski verða hafnað-bara af því að hún er
kona!
-Farðu í óvænta ferð með hana. Sýndu henni hvar strætó á
“heima”, gefðu öndunum brauð, sýndu henni skipin og bátana á
höfninni.
-Spurðu hana hvernig dagur hennar hafi verið, alltaf! Hún
virðir það og lærir það að þér þykir vænt um hana og ert
forvitinn um líf hennar.
-Geymdu leyndarmálin hjá þér einum sem hún segir þér. Þannig
lærir hún að treysta karlmönnum.
-Mundu að þú ert fyrsti karlmaðurinn í lífi hennar. Hún
lærir allt af þér og vill að allir strákar séu eins og
pabbi!
-Kenndu henni Ólsen-Ólsen. Mundu að áttan er breytingarspil!
-Ekki
láta þér bregða að hún hringi kannski í þig um miðja nótt
þegar hún ætlar að sofa hjá vinkonu sinni og biðji þig að
sækja sig. Það að hún sakni þín er yndislegt. Reyndu samt að
fá hana til að vera um kyrrt. Syngdu fyrir hana
uppáhaldslagið ykkar eða hennar… Segðu henni sögur, td.
þegar þú og mamma hennar hittust fyrst!
-Kenndu henni hvenær og hvers vegna á
að hringja í 1-1-2. Börn þurfa að vita um Neyðarlínuna. Þú
getur líka sýnt henni heimasíðu Neyðarlínunnar sem er
www.112.is
-Vertu þátttakandi í skólalífi hennar hvort sem það sé
leikskólinn eða grunnskólinn. Farðu á foreldrafundi, taktu
þátt í foreldrastarfinu. Fylgstu með hvað er að gerast í
skólanum. Margir skólar hafa heimasíður og nemendur og
bekkir halda úti skemmtilegum heimasíðum.
-Kenndu henni á tölvu. Vertu þér út um gamla tölvu sem er
með teikniforriti, ritvinnslu og fl. Hún á eftir að nota
tölvur mikið á ævinni-alveg eins og þú ert að gera!
-Þegar þú flettir Morgunblaðinu eða Fréttablaðinu skaltu
leyfa henni að skoða með þér. Segðu henni að þetta séu
fréttir frá heiminum og það sem er að gerast út í heimi.
Dagblöð eru og verða alltaf hluti af menningu okkar. Vertu
sá fyrsti sem kennir henni það.
-Vertu snemma í því að fræða hana um
skaðsemi eiturlyfja og áfengis. Þú vilt EKKI að einhver
annar verði fyrri til að ræða þessi mál við hana. Vertu
ófeiminn en vel undirbúinn. Lögreglan í Reykjavík er með
mjög góða og einfalda fræðslu fyrir foreldra á
www.logreglan.is
-Stund með börnunum fyrir svefninn. Að lesa góða sögu
með börnunum fyrir svefninn er dýrmæt stund og úr góðri sögu
getur orðið gott spjall um lífið og tilveruna. Fara
með stutta bæn áður en börnin eru knúsuð góða nótt.
Heimtilbúin og auðskilin orð gera meira skaða en gagn þegar börn þurfa
að þroska málhæfni sína. Bandarísk rannsókn sýnir að sé talað við börn á
einfölduðu máli þróa þau ekki málskilning. Séu börnin hins vegar látin
venjast flóknu máli fullorðinna verður málþroski þeirra meiri og það
auðveldar þeim að læra fög t.d. á borð við stærðfræði.
Vísindamennirnir benda á að það mál sem börnin heyra hafi meiri þýðingu
varðandi málþroskann en “félagslegar erfðir”. Þannig geta börn með
lítinn málþroska, öðlast góðan skilning á málinu ef kennarinn þeirra
talar við þau á máli fullorðinna. (4. tbl. 2003)
en ekki allir vita að þessi
sjúkdómur getur líka komið fram hjá börnum. Barnamígreni lýsir sér þó
oft á annan hátt en hjá fullorðnum og því er ekki alltaf auðvelt að átta
sig á að um mígreni geti verið að ræða. Mígreni er talið stafa af því að
æðar í höfðinu víkka skyndilega út og valda þannig miklum höfuðverk og
öðrum einkennum. Hjá unglingum og fullorðnum kemur mígreni aðallega fram
í öðrum helmingi höfuðsins og lýsir sér oftast sem sterkur og púlserandi
höfuðverkur. Yfirleitt fylgir ljósfælni og ógleði. Sumir upplifa s.k.
áru áður rétt áður en þeir fá mígrenikast, en hún getur verið þannig að
þeir sjá ljósneista, fá svimatilfinningu, upplifa doða eða sting í útlim
eða andliti o.fl.
Talið er að um 10% barna undir 15 ára
aldri þjáist af mígreni. Þetta hlutfall gæti verið hærra þar sem oft er
erfitt að greina mígreni hjá þessum aldurshóp. Norskar niðurstöður sýna
að um 3% smábarna þjáist af mígreni og þetta hlutfall fari smám saman
vaxandi með aldrinum og hjá 15 ára unglingum séu um 6-10% sem hafa
mígreni. Sem betur fer vex þetta oft af börnunum, þó frekar af drengjum.
Hjá fullorðnum eru konur í meirihluta þeirra sem hafa mígreni, en hjá
börnum eru fleiri drengir sem hafa þennan sjúkdóm heldur en stúlkur.
Mígreni getur komið aftur á fullorðinsárunum þó það hafi horfið á
tímabili.
Ein helsta ástæða þess að erfitt er að
greina mígreni hjá börnum er eflaust sú að þau eiga oft erfitt með að
lýsa hvernig verk þau eru með og hvar hann er staðsettur. Börn hafa
heldur ekki endilega þessi týpísku einkenni mígrenis. Þau hafa mun oftar
jafnari höfuðverk, þ.e. ekki öðru megin höfuðsins, og einnig þurfa þau
ekki endilega að hafa þann púlserandi höfuðverk sem flestir fullorðir
mígrenissjúklingar þekkja. Lengd mígrenikastanna er einnig styttri hjá
börnum og magaverkur er mjög algengur fylgifiskur barnamígrenis. Barnið
verður fölt og slappt, og oft fylgir ógleði og jafnvel uppköst, svimi og
almenn vanlíðan. Ljósfælni og lágur þröskuldur fyrir hávaða er einnig
algengt. Börnin leita því yfirleitt í dimmt og rólegt umhverfi þegar þau
fá mígrenikast. Önnur einkenni geta verið m.a. þorstatilfinning, tíð og
mikil þvaglát, niðurgangur og svitaköst. Hjá sumum börnum er magaverkur
eina einkenni mígrenisins og þá er stundum talað um magamígreni. Börn
upplifa sjaldnar áru en fullorðnir og ef þau upplifa hana getur hún
verið ansi ógnvekjandi þar sem þau skilja ekki hvað er að gerast. Ekki
sjaldan er einkennum mígrenis ruglað saman við venjulega pest, en ef
foreldrar upplifa að þetta gerist aftur og aftur hjá börnum sínum með
vissu millibili er alveg ástæða að leita til læknis og láta athuga með
mígreni.
Svefn er besta meðalið við mígreniköstum
hjá börnum.Verkjalyf geta einnig hjálpað þegar barnið fær kast.
Hefðbundin mígrenilyf eru oft ekki ætluð börnum vegna mögulegra
aukaverkana og/eða lítillar þekkingar um áhrif þeirra fyrir þennan
aldurshóp, en í einstaka slæmum tilfellum getur slík lyfjameðferð þó átt
við. Einnig það hreinlega mjög mikilvægt fyrir börn að fá greningu og fá
þannig skýringu á höfuðverkjunum og fullvissu um að þetta sé ekki
hættulegt þó það sé óþægilegt. Sálarplástur virkar oft vel fyrri börn og
þá er mikilvægt fyrir mömmu og pabba að geta útskýrt að þetta sé ekki
hættulegt og að þetta líði hjá, leyfa barninu að vera í ró og jafna sig.
Besta og mikilvægasta meðferðin gegn
mígreni er að reyna að fyrirbyggja köstin. Þegar nánar er að gáð er oft
hægt að finna ákveðnar aðstæður sem frekar ýta undir mígrenikast.
Foreldrar geta t.d. haldið dagbók um hvernig aðstæðurnar eru þegar
köstin koma hjá barninu og reynt að sjá hvort eitthvað samhengi sjáist.
Algengt er að stress, svefnleysi, óreglulegar máltíðir, vissar
fæðutegundir, sterkt ljós eða hávaði, hiti eða kuldi og áreynsla komi
mígrenikasti af stað. Þetta getur auðvitað verið misjafnt frá barni til
barns. Ef foreldrar finna út að ákveðnar aðstæður koma frekar
mígrenikasti af stað hjá barni þeirra er langbesta mígrenimeðalið að
reyna að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist. Regla á svefni og
máltíðum og halda blóðsykrinum sem stöðugustum er mjög mikilvægt hjá
mígrenibörnum. Reglulegar slökunaræfingar, hæfileg hreyfing og reyna að
minnka stress í daglegu umhverfi barnsin getur einnig gefið góða raun.
Maður skyldi ætíð vera á varðbergi ef
barn fær höfuðverk, þar sem hann getur einnig verið tákn um alvarlegri
sjúkdóma, s.s. heilahimnubólgu. Ef höfuðverknum t.d. fylgir hiti,
hnakkastífleiki, barnið verður sljótt eða meðvitunarlítið og/eða fær
húðblæðingar ber ætíð að hafa strax samband við lækni. Einnig skal
fylgjast vel með ef höfuðverkurinn er orsök höfuðhöggs. Í einstaka
tilvikum getur höfuðverkur einnig verið merki um æxli í höfði.
Langoftast er þó höfuðverkur barna af saklausum ástæðum og oftast er
einfaldlega um að ræða hefðbundinn spennuhöfuðverk, eða höfuðverk
tengdan flensu, kvefi, eða öðrum umgangspestum. En mjög slæma og/eða
endurtekna höfuðverki ber ætíð að láta athuga hjá lækni.
·
Kaj Munk sagði að barnið væri mjög
einmana í sorg sinni. Það getur ekki leitað til annarra barna því þau
skilja ef til vill ekki og vilja bara leika sér og ekki til fullorðinna
því þeir tilheyra öðrum heimi.
·
Aukin þekking á tilfinninga- og
vitsmunalífi barna og þroskaferli þeirra hefur breytt sýn okkar á börnum
og hvernig þau skilja umheiminn.
·
Mikilvægt fyrir þá sem annast börn að
hafa góða þekkingu á aðstæðum.
·
Einstaklingar þrátt fyrir allt
margbreytilegir og hver öðrum ólíkir. Það þarf að passa sig að stimpla
engin viðbrögð sem óeðlileg þegar áföll dynja yfir.
UNDIRBÚNINGUR
FYRIR DAUÐANN
1.
Er hægt að búa börn undir dauðann?
-
Dauðinn fyrrum.
-
Dauðinn nú á dögum.
-
Börn fyrrum.
-
Börn nú á dögum.
-
Ljóð, sögur, ævintýri, leikir o.fl.
·
Sigurður segir að það að tala við
börn um dauðann sé að tala við þau um lífið.
·
Hlátur og grátur eru skyld fyrirbæri.
·
Þegar verið er að velja lesefni fyrir
börn þarf að passa að þau fái innsýn í sem flestar hliðar lífsins,
þ.á.m. í dauðann og óttann. Í ævintýrum og þjóðsögum gefast mörg
tækifæri til að ræða um dauðann og hentar þannig lesefni jafnvel betur
heldur en sosíalraunsæar sögur.
·
Með því að horfast í augu við ótta og
dauða í gegnum lesefni eða myndefni fá börn tækifæri til að vinna gegn
ótta sínum.
·
Við megum ekki leggja of mikla
áherslu á t.d. dauðann og fræða börn of ítarlega um hann en við megum
heldur ekki flýja dauðann og forðast að ræða um hann.
·
Búa þarf börn undir það að dauðinn sé
hluti af lífsferlinu.
2. Spurningar barna um
dauðann
·
Ef börnin vilja spyrja um dauðann þá
á að svara þeim og hinir fullorðnu verða að gefa börnum ærleg svör.
·
Ekki ætti að nota “veigrunarorð” –
börn misskilja orð eins og að “fara”, “sofa” o.s.frv því þeir sem fara
koma vanalega aftur, þeir sem sofna vakna vanalega aftur.
3. Dauðinn kemur samt
alltaf í opna skjöldu
·
Við getum samt leitast við að ala
börnin okkar þannig upp að þau viti hvernig sé gott að bregðast við
þegar eitthvað gerist.
4. Hverjir eiga að styðja
barnið?
·Á
að kalla til sérfræðinga til að styðja barnið?
-
Sigurður vill meina að það eigi ekki
að gera, þeir sem standa barninu næst eigi að veita barninu stuðning.
5. Dauðinn og trúin
·
Versin:
Legg ég nú bæði líf og önd.
Vaktu minn Jesú,
vaktu í mér.
·
Hver tekur við mér þegar ég dey og hvað tekur þá við?
-
Bæði börn og fullorðnir velta þessu
fyrir sér en enginn getur sagt hvað gerist.
6. Þroskaskeiðin – Þekking hjálpar
·
Leikskólaaldur 2-7 ára:
-
Líf = Hreyfing.
-
Dauði = Kyrrstaða.
-
Hringrás árstíðanna.
-
Dauðinn tengdur elli og sjúkleika.
-
Dauðinn er afturkallanlegur, skyldur því að fara og koma aftur.
-
Hvert fór hann/hún? – Hvenær kemur hann/hún aftur?
-
Magísk hugsun – börn telja sig næstum geta stjórnað heiminum með hugsun
sinni og þau halda stundum að þau hafi verið valdurinn að andláti
einhvers.
-
Trúarlegar túlkanir (háðir uppeldi).
-Í
gröfinni / hjá Guði.
-
Dauðaleikir – ekkert óeðlilegt að
börn leiki svona leiki og mikilvægt að þau fái að leika þá að vild.
Fullorðnir mega ekki vera viðkvæmir og stoppa dauðaleikina.
·
Breytingar verða um 6 – 7 ára aldur
·
Skólabarnið 7 – 11/12 ára:
-
Hlutbundin hugsun.
-
Dauðinn er endanlegur.
-
Spurningarnar hlutbundnar: hvar og hvernig.
-
Munur á sjónvarpi og raunveruleikanum. Hætta er samt á að þau verði
veruleikafirrt og hætti að taka dauðann alvarlega.
-
Framan af er dauðinn fyrst og fremst tengdur ellinni en síðan nálgast
hugsunin barnið sjálft.
-
Aðgreining líkama og sálar.
-
Dauðaótti (ca. 10 ára).
-
Dauðaleikir og áhættuleikir (sérstaklega þá strákar).
-
Mikilvægt að börn hafi aðgang að fullorðnum til að geta rætt um dauðann.
-
Margir týna barnatrúnni því enginn getur gefið svör við hæfi.
·
Unglingurinn
-
Tími breytinga og umróts.
-
Leit að sjálfsmynd.
-
Einsemd. Unglingurinn þjáist oft af sjálfsvorkunnsemi.
-
Dauðinn er oft gerður hálfrómantískur.
-
Uppreisnin.
-
Dauðaóttinn.
-
Tilfinningaleg afstaða.
-
Sýn hins fullorðna (án reynslu hins fullorðna).
7.
Kreppa og þroski
·
Kreppur gefa tækifæri til þroska en
það skiptir líka máli hvernig við tökumst á við þær.
Samkvæmt Fowler er mikilvægt á hverju þroskaskeiði
að hafa aðgang að einstaklingum sem geta og þora að takast á við ýmis
mál með börnunum.
ÞEGAR YFIR DYNUR
Hvað þarf þegar dauðinn ber að dyrum?
·
Stóran faðm.
·
Hlýtt hjarta.
·
Opin eyru.
·
Lítill munnur. Syrgjandi þarfnast
ekki predikunar eða billegra lausna.
Barn, sem verður fyrir því að missa einhvern nákominn,
þráir öryggi og þarf að finna að það eigi athvarf hjá einhverjum.
1.Hver á að segja
barninu frá missi?
-Sá
sem stendur barninu næst.
-
Hvernig bar dauðinn að? Var langur
aðdragandi? Kom hann óvænt?
o
Það á að leyfa börnum að fylgjast með þó aðdragandinn sé langur, ekki
“hlífa” börnunum allt þangað til sá veiki deyr. Það dregur ekki úr kvöl
barnsins að láta dauðann koma óvænt þó hinn látni hafi verið veikur
lengi, það eykur frekar á sársauka barnins.
-
Gott að einhver fái það hlutverk að
sinna barninu sérstaklega og vera alltaf til staðar fyrir það.
2.Viðbrögð
-
Háð gerð barnsins og aldri. Engir tveir einstaklingar eru eins.
-
Tengslunum við látna.
-
Aðdragandanum.
-
Munum að börn eru líka fólk og þau geta brugðist við á mismunandi hátt.
-
Dæmi um viðbrögð:
o
Áfall, doði.
o
Afneitun.
o
Spurningar.
o
Andmæli.
o
Lítt sýnileg framanaf. Mikilvægt er að finna út hvað er að gerast í huga
barns sem sýnir engin viðbrögð – ekki neyða barnið til að tjá sig en
heldur ekki láta það alveg afskiptalaust.
-
Ofangreind viðbrögð geta átt bæði við
börn og fullorðna. Þetta eru ekki óeðlileg viðbrögð nema ef þau festast
í sessi og viðhaldast í langan tíma.
Algeng
sorgarviðbrögð barna:
·
Kvíði.
·
Svefntruflanir.
-Ef
barnið vill hafa ljós í herberginu sínu eða fá að koma upp í rúm
foreldranna eftir áfall þá er betra að láta þetta eftir barninu og eru
þá meiri líkur á að þau jafni sig fyrr.
·
Leiði og söknuður.
-
Barnið vill t.d. fá að vera eitt og í friði og endilega leyfa því að vera
eitt – fylgjast samt vel með því að það hátterni festist ekki í langan
tíma.
·
Afturhvarf til fyrri þroskastiga
-
Barnið fer kannski aftur að pissa í rúmið, ná í snuðið sitt, tala barnamál
o.s.frv. Ekki taka á þessu með aðfinnslum og skömmum heldur sýna
skilning og svigrúm og s.s. ætti barnið að halda áfram á sinni leið.
Þetta er ekki sjúklegt ástand og lítil hætta á að það festist alfarið í
sessi.
·
Reiði eða annað atferli sem kallar á athygli.
-
Þau viðbrögð sem einna erfiðast er að eiga við. Sérstaklega ef reiðin
beinist gegn hinum látna.
-
Sjálfsásakanir eru mjög algengar, jafnvel hjá fullorðnu fólki. Ekki gera
lítið úr þessum tilfinningum heldur hjálpa barninu að fá útrás.
·
Sektarkennd og sjálfsásakanir.
·
Erfiðleikar í skóla.
-
Mjög eðlilegt. Gefum barninu svigrúm, jafnvel heilan vetur.
·
Líkamleg einkenni.
-
Margir vilja frekar tala um sorgarvinnu heldur en sorgarferli. Síðara
orðið bendir til að sorginni ljúki en það fyrra getur táknað vinnu sem
stendur yfir alla ævina.
-
“Guð gefi þér mörg eyru til að tala í.”
-
Ekki segja syrgjandanum að segja skilið við hinn látna, ekki þagga niður
grát syrgjandans, ekki predika yfir honum.
-
Látum börn (eða annað fólk) aldrei afneita tilfinningum.
-Ef
barnið ákveður að deila tilfinningum sínum með okkur verðum við að
leggja allt annað strax til hliðar og hlusta vel.
-
Ekki vera hrædd við snertingar.
Viðbrögð við missi geta komið fram við
ýmsar aðstæður
·
Aðskilnaður frá foreldrum
·
Skilnaður foreldra
·
(Stöðugir) flutningar
·
Viðskilnaður við vini
·
Einelti
·
Vímuefnavandi foreldra
·
Ofbeldi (andlegt, líkamlegt, kynferðislegt)
·
Einelti
·
Líkamstjón
·
Atvinnuleysi foreldra
·
Fæðing systkina (ótti við minni athygli)
·
Breytingar á líkamsímynd (t.d.
þroskabreytingar, slys)
3.Að kveðja (virða
óskir barnsins)
-
Við dánarbeð (blóm, bréf, myndir).
-
Kistulagning, útför.
o
Börn, m.a.s. mjög ung börn, eiga að
fá að koma í kistulagningu.
o
Við jarðarfarir er gott að veita börnum hlutverk, t.d. halda á blómum.
-
Greftrun.
4.Þarfir barnanna
-Að
vera tekinn með.
-
Hreinskilni.
o
Ekki fara í neinn feluleik með
dauðann.
o
Það á að segja börnum allan sannleikann, þó hann sé sár. Barnið gæti orðið
gífurlega sárt þegar það kemst að því að það hafi verið leynt einhverju.
-
Umhyggja, umönnun, að eiga sér athvarf.
-
Leyfi til neikvæðra viðbragða.
-
Leyfi til að vera eitt.
-
Öryggi og traust.
Ný tengsl
·
Sýnið börnunum tillitsemi.
·
Hjálpið þeim að varðveita minninguna um þann sem þau misstu.
·
Þegar ný tengsl myndast, t.d. við fósturforeldri, þarf að gera börnunum
ljóst að elska til eins þarf ekki að ýta burtu elsku til annars.
·Ef
báðir aðilar í nýju sambandi eru með börn á framfæri, krefst
undirbúningur nýs hjúskapar alúðar og nærfærni. Börnin þurfa að fá tíma
til að kynnast og sætta sig hvert við annað.
·
Nýi aðilinn ætti að hvetja barnið til að segja sér frá hinum látna og láta
það sýna sér myndir. Þannig sýnir hann barninu að hann sé ekki kominn
til að taka pláss hins látna.
·
Taka þarf meira tillit til barnanna en fjárhagsins – hinir
fullorðnu eru að hugsa um peningamálin, selja og kaupa saman hús og
gleyma þá oft barninu sem er að sætta sig við nýtt líf.
UNDIRBÚNINGUR
KENNARANS
·Að
ræða um dauðann er krefjandi og nærgöngult viðfangsefni, bæði fyrir
nemendur og kennara. Þegar kennari þarf að takast á við efni sem snertir
tilfinningar og lífsviðhorf, skiptir máli að hann hafi gert sér grein
fyrir eigin viðhorfum og tilfinningum. Eftirfarandi atriði geta
hugsanlega verið til hjálpar.
-
Gerðu þér grein fyrir eigin
tilfinningum og viðhorfum til dauðans. Það er eðlilegt að kvíða því að
takast á við þetta efni. Við erum hér að fást við leyndardóm sem lætur
ekkert okkar ósnortið.
·
Við fjölmörgum spurningum sem varða
þetta efni fást engin endanleg svör.
·
Mikilvægt er því að gera sér grein fyrir:
-
hvaða spurningum er raunverulega hægt að svara.
-
við hvaða spurningum fást aðeins svör byggð á tiltekinni trú eða
lífsskoðun.
-
við hvaða spurningum fást engin svör.
·
Svara þarf lífsskoðanaspurningum
heiðarlega og hreinskilnislega samkvæmt lífsviðhorfum okkar. Við sem
erum að fást við annarra manna börn þurfum samt að kynna okkur hvaða
lífsskoðanir uppalandinn hefur og getum þurft að gefa svör gegn okkar
sannfæringu til að virða lífsskoðanir uppalandans.
·
Góð hugmynd að halda fund með foreldrum ef eitthvað kemur upp á til að fá
hugmyndir foreldra um dauðann og viðbrögð við honum. Á slíkum fundi er
einnig hægt að komast að hvaða lífsskoðanir foreldrarnir hafa varðandi
dauðann.
SKÓLINN
Ef nemandi deyr:
·
Mikilvægt að mynda áfallaráð sem
tekur á málum þegar nemandi deyr.
·
Gagnaöflun er mikilvæg til að geta
brugðist sem best við.
·
Vera með “áfallapakka” tilbúinn
-
hvað eigi að segja.
-
hvað eigi að gera.
-
hvernig eigi að vera gagnvart foreldrum.
-
verkefni í tengslum við dauðann.
·
Er skólinn í góðu sambandi við kirkju
eða prest? Er gott samstarf þar á milli?
·
Leyfa nemendum með reynslu að miðla
til hinna.
·
Veita nemendum sem bestar
upplýsingar.
·
Engar vitlausar spurningar til, bara
vitlaus svör!
·
Láta nemendur tjá sig
-
Hvar varstu þegar þú fréttir að. . .?
-
Hvernig fréttirðu að. . .?
-
Hvernig leið þér?
-
Hvernig hefur þér liðið síðan?
Ef nemandi missir einhvern sér nákominn:
·
Nota sögur/ljóð til að útskýra fyrir
bekknum hvaða tilfinningar eru að hrærast innra með nemanda sem hefur
misst.
·
Útbúa kveðju til skólafélagans.
Kennarinn ætti einnig að skrifa sérstaka kveðju. Kennarinn á síðan
sjálfur að afhenda kveðjurnar, ekki senda þær í pósti.
·
Undirbúa bekkinn
-að
nemendur verði hlýlegir án þess að vera yfirþyrmandi og að nemendur séu
heldur ekki afskiptalausir.
Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri langþráðan
kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Baráttan hafði þá staðið yfir
frá árinu 1885 en þá skrifaði Valdimar Ásmundsson grein um
stjórnmálaréttindi kvenna í blað sitt Fjallkonuna og sömuleiðis
Bríet Bjarnhéðinsdóttir, og Páll Briem hélt opinberan fyrirlestur um
kosningarétt og önnur réttindi kvenna.
Hátíð fór fram
á Austurvelli
Hátíðin fór fram á Austurvelli og
hófst kl. 5:20 síðdegis með því að fylking kvenna raðaði sér upp í
Barnaskólagarðinum og hélt af stað „í skínandi sólskini og stafalogni og
gleðibrag á öllum andlitum“, eins og Bríet skrifaði í blað sitt
Kvennablaðið. Fremst gengu 200 ljósklæddar smámeyjar með litla
íslenska fána í höndum sér en á eftir kom aðalfylkingin og gengu 3 konur
samhliða. Fyrir þeim fór hornaflokkur og lék ýmis íslensk lög. Fylkingin
gekk eftir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti og Kirkjustræti og
inn á Austurvöll sem var allur fánum skreyttur. Sendinefnd kvenna gekk
inn í þinghúsið með ávarp frá íslenskum konum á fund sameinaðs þings.
Ingibjörg H. Bjarnason las upp skrautritað ávarp til þingsins. Forseti
Sameinaðs Alþingis, sr. Kristinn Daníelsson, þakkaði með stuttri ræðu og
sömuleiðis ráðherra, Einar Arnórsson. Síðast bað séra Sigurður
Gunnarsson konur lengi að lifa og tók þingheimur undir það með þreföldu
húrra.
Eftir þessa
athöfn í þinghúsinu var tekið til við hátíðahöldin á Austurvelli þar sem
söngflokkur kvenna söng kvæði sem Guðmundur Magnússon orti í tilefni
dagsins, lesið var upp skeyti til Kristjáns konungs X og drottningar frá
kvennafundinum og ávarpið til Alþingis. Síðan fluttu þær Bríet
Bjarnhéðinsdóttir og Ingibjörg H. Bjarnason ræður en á milli var sungið
kvæði eftir frk. Maríu Jóhannsdóttur. Að lokum var sungin Eldgamla
Ísafold. Um kvöldið var svo hátíðarsamkoma í Iðnó og var öllum heimilt
að koma sem það vildu og veitt kaffi, te, mjólk og gosdrykkir.
Samkoman var ein
sú fjölmennasta sem sést hafði hér á landi, ef ekki sú fjölmennasta – og
aldrei höfðu áður sést svo margar og jafn prúðbúnar konur. Þá var þetta
í fyrsta sinn sem íslenski fáninn eins og við nú þekkjum hann var hafður
uppi á fjölmennri útisamkomu sem viðurkenndur sérfáni Íslands, en
Kristján konungur X hafði einnig undirritað frumvarp um sérfána Íslands
þann 19. júní. Smámeyjarnar héldu allar á íslenska fánanum, Austurvöllur
var fánum skrýddur og sömuleiðis Iðnó þar sem íslensku flöggin og
íslensku litirnir voru yfirgnæfandi bæði á borðunum undir veisluföngin
og salurinn allur. Minningarhátíðin var því eins ‘íslensk’ og hugsast
gat.
Á
hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best
að bera sig að?
Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og
hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið
menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn
rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á
meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá þó
sérherbergi á einhverjum tímapunkti. Hér á eftir verður stiklað á stóru
um hvað geti skipt máli þegar valinn er tími í það viðfangsefni og hvaða
aðferð sé best að nota.
Ekki er mælt með að barn sé sett í sérherbergi nýfætt. Samkvæmt rannsóknum
er öndun og hjartsláttur nýfæddra barna reglulegri ef það sefur í sama
herbergi og móðirin. Ef til stendur að setja barn frekar ungt í
sérherbergi þá er léttast að það sé gert þegar barnið er 5-9 mánaða. Á
þeim aldri eru þau flest hætt næturdrykkju og kvarta yfirleitt ekki yfir
að sofa ein.
Ef foreldrar vilja bíða lengur þá er oftast best að bíða þangað til barnið
er 15-16 mánaða. Ástæða þess er að í kringum 1 árs aldurinn getur
aðskilnaðarkvíði truflað sum börn (líklega um 30-40% barna); þau vilja
ekki vera skilin ein eftir, hvorki að nóttu né degi. Þetta gengur samt
oftast yfir á nokkrum vikum eða mánuðum.
Það er fleira en aldur barns sem taka þarf tillit til þegar rætt er um
sérherbergi. Persónubundnir þættir geta haft þau áhrif að mælt er
sérstaklega með að barn sofi einsamalt. Til dæmis geta sum börn verið
ofurviðkvæm fyrir utanaðkomandi áreiti, þannig að minnstu hljóð eða
jafnvel nærvera foreldra trufli svefn þeirra. Einnig getur verið að
foreldrar sofi illa í návist barnsins og finnist til dæmis óþægilegt
þegar barnið hreyfir sig í svefni. Einnig getur verið gott að láta barn
sofa í sérherbergi ef það er mjög fjörugt og á það til að fara að leika
ef það sér foreldra sína er það rumskar um nætur.
5-9 mánaða gömul börn þurfa venjulega engan undirbúning fyrir að flytja í
sérherbergi annan en að hafa sömu hlutina í kringum sig og það er vant,
svo sem sængina og bangsann sinn. Hjá eldri börnum er líka best að gera
slíkt hið sama, en einnig er gott að barnið hafi leikið sér í herberginu
og fengið að kynnast því í nokkra daga áður en það er látið sofa þar.
Ef fjölskyldan flytur í nýtt húsnæði er gott að barnaherbergið sé tilbúið
þegar flutt er inn þannig að breytingar hjá barninu verði sem minnstar;
þannig getur það flutt beint úr gamla herberginu sínu í það nýja í stað
þess að sofa á mörgum mismunandi stöðum áður en nýja herbergið er
tilbúið.
Ef venja á barnið á sérherbergi í fyrsta skipti samhliða flutningum þá er
gott að annað foreldrið sofi inni hjá barninu fyrstu næturnar meðan
barnið er að aðlagast nýju heimili. Ekki er ráðlagt að foreldrið sofi
uppi í rúmi hjá barninu, heldur eingöngu inni í herberginu. Þannig
aðlagast barnið rólega og finnur öryggi í nýju herbergi.
Einstök börn er stuðningsfélag barna með
sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað 13.mars 1997 af
foreldrum 13 barna en í dag eru í félaginu 125 fjölskyldur barna
með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma.
Ástæðan fyrir stofnun félagsins var sú að
til er hópur barna með svo sjaldgæfa sjúkdóma að þau eiga í raun ekki
heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum. Sum þessara
barna eyða stórum hluta ævi sinnar innan sjúkrastofnana. Í
þessu félagi fundu foreldrarnir sameiginlegan vettvang til að berjast
fyrir bættum hag barna sinna.
Markmið félagsins er að styðja við bakið
á fjölskyldum þessara barna og gæta hagsmuna þeirra innan sem utan
sjúkrahúsa og fræða almenning um sjaldgæfa sjúkdóma.
Þeir sjúkdómar, sem börnin í félaginu
þjást af, eru allir langvinnir og hafa varanleg áhrif á börnin og
fjölskyldur þeirra. Þar sem um sjaldgæfa sjúkdóma er að ræða hafa
margir þeirra lítið verið rannsakaðir og í fæstum tilfellum er til
eignleg meðferð við þeim. Allir eru sjúkdómarnir alvarlegir og
hafa mikil áhrif á lífslíkur og lífsgæði barnanna. Í verstu
tilfellunum er það vitað með vissu að börnin koma ekki til með að lifa
fram á fullorðinsár.
Sjúkdómarnir eru allir það sjaldgæfir að
aðeins örfá tilfelli af hverjum þeirra eru til hér á landi. Sumir
sjúkdómarnir eru það sjaldgæfir að aðeins örfá tilfelli eru til í
heiminum. Nokkur börn í félaginu eru með enn sjaldgæfari sjúkdóma
og hafa ekki fengið neina staðfesta sjúkdómsgreiningu þrátt fyrir
ítarlega leit.
Allt starf sem unnið er á vegum Einstakra
barna er unnið í sjálfboðavinnu. Til að standa straum af þeim
kostnaði, sem fylgir daglegum rekstri o.fl. notast það fé, sem
fjáraflanir, félagsgjöld og aðrar penginagjafir skila til félagsins.
Eina fjáröflunin sem félagið stendur fyrir er sala jólakorta og
minningarkorta.
Flestir foreldrar í félaginu eru meðlimir
í erlendum stuðningsfélögum og hafa í gegnum þau komist í sambandi við
foreldra barna, sem þjást af sama sjúkdómi. Þar sem þetta eru oft
einu börnin með tiltekinn sjúkdóm hérlendis eru slík sambönd ómetanleg
fyrir fjölskyldurnar og geta jafnvel haft áhrif á líðan og meðferð veiku
barnanna þar sem gjarnan er skipst á upplýsingum um lyf, aðgerðir,
þjálfun og hjálpartæki svo eitthvað sé nefnt. Það er staðreynd að ekkert
er eins gott fyrir foreldra barna með langvinna sjúkdóma en stuðningur
annarra foreldra sem staðið hafa í sömu sporum. Fyrir flest alla
félagsmenn okkar er slíkan stuðning einungis að finna erlendis.
Auk þess hefur það sýnt sig að þrátt fyrir að íslensku sérfræðingarnir
séu gífurlega góðir hafa þeir litlar upplýsingar sjaldgæfa sjúkdóma og
yfirleitt verða foreldrarnir sérfræðingarnir í sjúkdóm barnins með því
að afla sér upplýsinga frá erlendum aðilum.
Í félaginu er leitast við að aðstoða þá
foreldra, sem litlar upplýsingar hafa um sjúkdóm barna sinna, með hjálp
Internetsins og með samstarfi við foreldrafélög í öðrum löndum.
Einnig styrkir félagið tvær fjölskyldur í félaginu árlega til farar á
fjölskylduráðstefnur erlendra foreldrafélaga
Endurlífgun
þarf að beita ef um öndunar- og hjartastopp er að ræða. Hjartaáföll
sem valda hjartastoppi eru algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum.
Að auki getur drukknun, köfnun, raflost, lost og lyfjaeitrun valdið
hjartastoppi. Mörgum mætti bjarga frá dauða ef þeir fengju
tafarlausa hjálp – ef einhver með þjálfun í endurlífgun gerði
viðeigandi lífgunartilraunir þar til sérhæfð aðstoð bærist.
Þegar
um fullorðna er að ræða skal hringja strax á
1-1-2 ef viðkomandi missir meðvitund og sýnir engin viðbrögð við
áreiti og búið er að staðfesta meðvitundarleysi.
Hefðu
endurlífgun með hjartahnoði og blástri ef öndun er óeðlileg. Til
að meta öndunina skaltu leggja vangann við andlitið og
horfa á hvort brjóskassin hreyfist, hlusta
eftir öndunarhljóðum og reyna að finna hvort hann
andar frá sér.
Þegar
um börn er að ræða skal fyrst framkvæma endurlífgun í 1
mínútu, áður en hringt er. .
Hjartahnoð Hnoðaðu á miðjan brjóstkassann með beinum handleggjum,
úlnliðir og olnbogar eiga að vera læstir og axlir beint yfir
hnoðstað. Mikilvægt er að létta öllum þunga af brjóstkassanum eftir
hvert hnoð.
Blástur Til að hægt sé að beita blástursaðferðinni þarf að opna
öndunarveginn vel. Opnaðu öndunarveginn með því að setja aðra hendi
á ennið og ýttu höfðinu aftur, lyftu samtímis undir hökuna með hinni
hendinni. Dragðu eðlilega að þér andann og blástu þannig að þú sjáir
brjóstkassann lyftast aðeins. Komist loftið ekki ofan í lungun
skaltu reyna að sveigja höfuðið aðeins betur.
Aldur
Hvar
eiga hendurnar að vera við hjartahnoð?
Hversu hratt á að hnoða?
Hvernig á að blása?
Hveru
oft á að hnoða og blása?
0-1
árs
Á miðjum
brjóstkassa - einni fingurbreidd neðan við geirvörtur Notaðu tvo
fingur - löngutöng og baugfingur
100 sinnum á
mínútu
Blástur í
gegnum munn og nef á um 2 sek. fresti, 25 x mín..
Hnoðaðu
30 sinnum og blástu 2 sinnum, endurtaktu eftir þörfum.
1-8
ára
Á miðjum
brjóstkassa - á milli geirvartna Notaðu þykkhönd - aðra höndina
100 sinnum á
mínútu
Blástur í
gegnum munn á um 5 sek. fresti, 12 x mín.
Hnoðaðu
30 sinnum og blástu 2 sinnum, endurtaktu eftir þörfum.
8
ára-eldri
Á miðjum
brjóstkassa -á milli geirvartna. Notaðu þykkhönd - báðar hendur
100 sinnum á
mínútu
Blástur í
gegnum munn á um 5 sek. fresti, 12 x mín.
Hnoðaðu
30 sinnum og blástu 2 sinnum, endurtaktu eftir þörfum.
Hvenær skal hætta lífgunartilraunum?
Sjúklingurinn fer að anda.
Læknir,
hjúkrunarfræðingur eða sjúkraflutningamaður tekur við af þér.
Læknir
gefur fyrirmæli um að hætta.
Þú ert
of þreytt(ur) til að halda áfram.
Aðstæður verða þannig að hættulegt gæti verið að halda áfram.
Hjartastoppið hefur varað lengur en hálfa til eina klukkustund
(með eða án lífgunartilrauna) nema þegar um mikla kælingu er
að ræða þá skal halda áfram þar til þú örmagnast eða líkami
einstaklingsins hefur náð 35 stiga hita.
Ítarleg grein um
endurlífgun barna eftir Þórð Þórkelsson, barnalækni, er að finna á
heimasíðu
Barnaspítala Hringsins
(sjá „Fræðsla til barna og foreldra“).
ATHUGIÐ: Ofangreindar upplýsingar koma ekki í stað
skyndihjálparnámskeiða. Mælt er með því að allir sæki
skyndihjálparnámskeið
en noti þessar upplýsingar til upprifjunar.
Varðandi slysavarnir og öryggismál barna er bent á heimasíðu
Árvekni, átaksverkefnis um slysavarnir
barna og unglinga. Þar er að finna mikinn fróðleik um þennan málaflokk.
„Ekki kyngja tyggjóinu – það á að vera í munni en ekki í maga!“ Líklega
hafa flestir heyrt eitthvað þessu líkt þegar þeir fengu tyggjó í fyrsta
skipti. Ekki eru útskýringarnar sem fylgja þessari áminningu endilega
samhljóða, stundum fylgir sögunni að það taki tyggjóið langan tíma að
komast í gegnum meltingarveginn, jafnvel nokkur ár, stundum er börnum
sagt að það geti stíflað meltingarveginn, þau geti fengið garnaflækju og
svo framvegis. Og stundum er skýring þeirra eldri og reyndari á því
hvers vegna ekki megi gleypa tyggjó einfaldlega „af því bara, það er
ekki gott fyrir þig“.
Staðreyndin er hins vegar sú að við berum engan sérstakan skaða af því að
renna tyggjóinu niður, líkaminn bregst við því á sama hátt og öðru sem
við kyngjum en getum ekki melt – hann skilar því út í nokkurn veginn
óbreyttri mynd.
Þó að hver tyggjóframleiðandi hafi sína sérstöku uppskrift er allt
tyggigúmmí að grunninum til úr náttúrulegu eða tilbúnu gúmmíi sem gefur
því seigluna og teygjanleikann sem menn sækjast eftir. Auk þess er í
tyggjóinu einhvers konar mýkingarefni, til dæmis jurtaolíu, sykur eða
sætuefni, önnur bragðefni og litarefni. Þessi efni leysast upp í
munninum á meðan við tyggjum tyggjóið. Gúmmíið sjálft leysist hins vegar
ekki upp, hvorki í munni né í meltingarvegi. Ef því er kyngt fer það
sína leið gegnum meltingarveginn og skilar sér út með hægðum á nokkrum
dögum eins og annar ómeltanlegur úrgangur.
Þess vegna er ekki óhollt að kyngja tyggjói þar sem það gerir okkur ekkert
mein. Hins vegar nýtir líkaminn það ekki á neinn hátt og því er alveg
eins gott að tyggjóið endi í ruslinu eins og gert er ráð fyrir, frekar
en að við kyngjum því og það fari síðan sína leið með hægðum.
Loftmengun verður þegar hlutir eru brenndir.
Við mengum loftið þegar við brennum olíu og kolum til að búa til rafmagn
í orkuverum. Við mengum líka þegar við notum eldsneyti til að knýja
áfram fólksbíla eða fljúgum með flugvélum. Þegar við brennum úrgangi
verður líka til loftmengun.
Eldsneyti sem við vinnum úr jörðinni,
eins og olía, gas og kol, er nefnt 'jarðefnaeldsneyti'. Þegar við
brennum þetta eldsneyti til að framleiða orku, myndast lofttegundir eins
og kolefnis-díoxíð (CO2).
Vindur, sólarljós og vatnsorka er nefnt
'endurnýtanleg orka' en hún mengar ekki loftið.
Akstur og flug veldur mikilli loftmengun.
Næstum helmingur sótagna í andrúmsloftinu kemur frá farartækjum. Í
borgum er það oft aðalástæða loftmengunar.
Margar tegundir loftmengunar geta valdið
ofnæmi og öndunarerfiðleikum. Það er alltaf ofurlítið af efnum í
loftinu, sem ekki ættu að vera þar, en yfirleitt eru þau skaðlaus.
Mengun á sér stað þegar svo mikið er að einhverju aukaefni í loftinu að
það getur skaðað fólk.
Loftmengun getur valdið því að börn verði
oftar veik en ella og fá astma og ofnæmi, og útfjólublá geislun getur
verið varhugaverð vegna hættu á sólbruna og húðkrabbameini.
Loftmengun er mikið vandamál í Mið-Evrópu
og Vestur-Evrópu – en jafnvel enn meira vandamál í Suður-Evrópu.
“Já, einmitt, sorp og
kemísk efni. Þetta er svo sannarlega mjög mikilvægur málaflokkur.”
“Fyrir flest okkar er
úrgangur eingöngu ruslapokarnir sem foreldrar okkar fleygja í
öskutunnuna í hverri viku.
Þú veist líklega að
ruslið 'fer eitthvað' en fæstir hafa í rauninni séð urðunarstaði þar sem
því er komið fyrir eða það er urðað með jarðýtum. Sorpið getur einnig
endað í brennslustöð þar sem það er brennt við mjög háan hita, eða
jafnvel í enduvinnslustöð þar sem það er flokkað fyrir endurnotkun.
Hefur þú sé nokkurn svona stað?”
Doktor Holland
hættir ekki einu sinni til að bíða eftir svörum mínum við
spurningunum, hann heldur bara áfram að veifa örmunum, næstum
eins og vindmylla. Það er greinilegt að hann ætlar að segja
eitthvað meira...
“Það er alveg ljóst að
heimilissorp er ekki nema ofurlítill hluti þess úrgangs sem til fellur á
hverju ári, því það er eins og stórt fjall Og ég skal segja þér það að
fjallið verður alltaf stærra og stærra því við Evrópubúar verðum stöðugt
ríkari og ríkari, við kaupum meira og meira og því fylgir meira sorp. Og
það er sorglegt að segja frá því, vinur minn, að í mörgum löndum er
úrgangurinn ekki meðhöndlaður rétt. Úrgangur sem leysist upp í
náttúrunni, eins og t.d. matarleifar, er urðaður í stað þess að vera
flokkaður og látinn rotna og verða að moltu sem verkar eins og áburður á
jarðveginn. Hættuleg efni eins og þungmálmar, og þar á meðal blý, losna
út í umhverfið frá urðunarstöðunum og skaða börn, fullorðna og dýr sem
lifa í grennd við þessa staði. Við verðum að endurvinna meira af sorpinu
okkar og nota hluti sem endast betur.”
Doktor Holland
hættir að veifa handleggjunum í nokkrar sekúndur og fer að klóra
sér í höfðinu með báðum höndum. En svo fara handleggirnir aftur
af stað og hann fer að tala um kemísk efni:
“Já, já, úrgangur. Hvílík
sóun! En vinur minn, svo er annað vandamál. Það eru kemísku efnin sem eru út um
allt.”
“Vissir þú að
spekingarnir í rannsóknarstofunum hafa búið til meira en 100000
iðnaðartengd kemísk efni? Kemískt efni getur verið fast efni, duft,
vökvi eða gas. En mörg af þessum kemísku efnum hafa aldrei verið til í
náttúrunni fyrr en nú. Hins vegar hafa menn vitað árum saman að sum af
þessum efnum, eins og þungmálmar og svokallaðir 'þrávirkir lífrænir
mengunarvaldar', eru hættuleg. Með orðunum 'þrávirkir lífrænir
mengunarvaldar' er átt við efni sem hverfa ekki af sjálfu sér og þess
vegna geta þau skaðað okkur. Mörg önnur kemísk efni geta einnig verið
hættuleg. Vandamálið er að við vitum ekki hvernig flest slík efni fara í
gegnum umhverfið og hvaða áhrif þau hafa á menn og dýr.”
Mér sýnist doktor
Holland vera frekar sorgmæddur núna, enda ekki að furða...
“Margir vísindamenn í Evrópu
fylgjast með umhverfinu og gera prófanir á vatninu okkar, jarðveginum og loftinu
og svo er öllum þessum atriðum safnað saman hér hjá stofnuninni. Það eru góðar
fréttir að magn margra þeirra efna sem við vitum að eru hættuleg hefur minnkað í
náttúrunni, en samt er enn of mikið af þeim víða í Evrópu. Við vitum líka að
alltaf fjölgar þeim kemísku efnum sem notuð eru í Evrópu. Við verðum öll að
leggjast á eitt til að draga úr notkun kemískra efna – einkum þeirra sem við
vitum að eru óholl.”
Doktor Holland
virðist hafa sagt allt sem hann ætlaði að segja, en þá bendir
hann á mig, og hann er hættur að fórna höndum.
“Ef þig langar að frétta
fleira um sorp og kemísk efni, þá hef ég skrifað nokkrar ítarlegar skýrslum
fyrir umhverfisfulltrúana okkar. Í þeim eru mikilvægar upplýsingar um úrgang og
kemísk efni og hvernig hægt
Í rafhlöðum eru hættuleg kemísk efni og
málmar sem erfitt er að farga með öruggum hætti. Notaðu endurhlaðanlegar
rafhlöður þegar þú getur, eða það sem er enn betra: spennubreyti og
tengingu við rafkerfið í stað rafhlöðu þar sem það er hægt. Forðast ber
að nota rafhlöður sem innihalda málminn kadmíum, sem getur skaðað
taugakerfið, og nikkel sem getur valdið ofnæmi ef það sleppur út í
umhverfið.
Allt sem við fleygjum felur í sér sóun á
auðlindum náttúrunnar og á orkunni sem fór í að framleiða það. Það er
betra fyrir umhverfið að við kaupum frekar hluti sem endast lengi heldur
en hluti sem endast lítið og við verðum að fleygja.
Haldið hættulegum úrgangi vel aðgreindum.
Í því sambandi má nefna að rafhlöður úr vasadiskóum eða geislaspilurum
eru hættulegar – þeim á að skila inn á sérstökum viðtökustöðum, ekki
fleygja þeim með öðru rusli.
Ekki taka nýjan plastpoka í hvert skipti
sem þú ferð út í búð. Betra er að nota góðan innkaupapoka við öll
innkaup.
Með því að endurnýta pappír, flöskur og
annan úrgang er hægt að nota aftur efnin sem þessir hlutir voru
framleiddir úr. Við það sparast orka og það dregur úr hnattrænni hlýnun.
Með því er hægt að komast hjá því að urða plast og þannig er dregið úr
mengun.
Fleygðu ekki rusli á göturnar eða úti í
náttúrunni. Því fylgir mengun og að auki er það ljót sjón og getur
valdið skógarbruna.
Kauptu aðeins það sem þú þarft og aðeins
vörur í háum gæðaflokki sem endast lengi. Reyndu að endurnota umbúðir.
Til dæmis er hægt að nota plastflöskur oftar en einu sinni.
Nokkur góð ráð til að vernda sjálfan sig
fyrir áföllum: Lestu innihaldslýsingar alls sem þú kaupir. Þvoðu ný föt
fyrir notkun því í þeim getur verið umframmagn af litarefnum eða
kemískum efnum sem kunna að valda ofnæmi eða krabbameini. Gættu þess að
velja náttúrleg efni þegar þú kaupir til dæmis nýja liti eða
teiknipenna.
Undanfarin ár hafa birst margar rannsóknir sem sýna að rífleg neysla
grænmetis og ávaxta virðist minnka líkur á mörgum alvarlegum sjúkdómum,
þar á meðal mörgum tegundum krabbameina, hjarta- og æðasjúkdómum og
offitu.
Víðast hvar á
Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi, hefur verið brugðist við þessum
upplýsingum með því að hvetja fólk til að borða meira af þessum
matvörum.
Það magn, sem nánast hvarvetna er mælt með í þessu skyni, er 500-600
grömm af grænmeti og ávöxtum á dag fyrir fullorðna og börn yfir tíu ára
aldri. Víða um heim, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, hefur
hvatningin verið undir kjörorðinu Veljum 5 á dag!
og er þá átt við að æskilegt sé að borða a.m.k. fimm skammta af grænmeti
og ávöxtum á dag. Hér á Íslandi hafa Krabbameinsfélagið, Hjartavernd og
Manneldisráð sameinast um þessa hvatningu og birt auglýsingar og
kynningarefni til að vekja athygli almennings á kostum þessara matvara.
Hlutur grænmetis og ávaxta er óvenju rýr í fæði Íslendinga og því gefst
verulegt svigrúm til að auka neysluna og hafa þar með jákvæð áhrif á
heilsufar þjóðarinnar. Samkvæmt síðustu landskönnun á mataræði sem gerð
var árið 1990 borðuðu Íslendingar á aldrinum 15-80 ára að meðaltali 71g
af grænmeti, 137g af kartöflum og 67g af ávöxtum á dag, samtals 275g á
dag (1). Neysla 10-15 ára barna er mun minni, þau borða að jafnaði 31g
af grænmeti á dag sem samsvarar um hálfum tómati eða einum þriðja úr
gulrót á dag (2). Samkvæmt fæðuframboðstölum hefur nokkur aukning orðið
á grænmeti og ávöxtum frá því könnunin var gerð en neysla kartaflna
hefur minnkað (3). Grænmeti hefur aukist um 33% síðastliðinn áratug,
ávextir hafa aukist um 16%, en neysla kartaflna hefur minnkað um 25%.
Þrátt fyrir þessar breytingar er ljóst að neyslan þarf að aukast um
u.þ.b. 80% til að markmiðinu um 500g á dag verði náð.
Varla
er raunhæft að ætla að svo mikil breyting verði á mataræði þjóðarinnar á
örfáum árum. Hins vegar sýna dæmi frá Finnlandi og víðar að
grænmetisneysla getur margfaldast á tiltölulega skömmum tíma, ef
markvissum aðgerðum er beitt. Þar í landi var neysla svipuð og á Íslandi
árið 1970, um 20kg á mann á ári samkvæmt fæðuframboðstölum. Tíu árum
síðar hafði neysla Finna tvöfaldast og hefur nú þrefaldast miðað við
árið 1970 (3). Hér á landi hefur neyslan u.þ.b. tvöfaldast á þessu
þrjátíu ára tímabili.
En hver er
áætlaður ávinningur af aukinni grænmetisneyslu?
Áhrif á
krabbameinsáhættu
Fram
til þessa hafa verið birtar yfir tvö hundruð faraldsfræðilegar
rannsóknir sem sýna lækkun á krabbameinsáhættu meðal þeirra sem borða
mikið af grænmeti og ávöxtum (4-11). Fyrir flestar tegundir krabbameina
er áhættan u.þ.b. helmingi minni í þeim hópi sem borðar mest af grænmeti
og ávöxtum borið saman við hópinn sem borðar minnst. Er þá þátttakendum
skipt í þrjá til fimm hópa eftir grænmetis- og ávaxtaneyslu og efsti
hópurinn borinn saman við þann neðsta. Fyrir lungnakrabbamein er áhættan
rúmlega helmingi minni meðal þeirra sem borða mest af grænmeti og
ávöxtum í öllum þeim rannsóknum, 24 að tölu, sem birtar hafa verið um
þetta efni, og svipaða sögu er að segja af magakrabbameini þar sem 17 af
18 rannsóknum sýna um helmings minnkun áhættu. Flestar faraldsfræðilegar
rannsóknir á mataræði og krabbameini í ristli, munni og vélinda sýna
einnig lækkun áhættu, frá 15-45%. Sambandið er hins vegar veikara og
óljósara þegar um er að ræða krabbamein í brjóstum, legi og
blöðruhálskirtli, þ.e. hormónatengd krabbamein.
Í
ljósi þess hve erfitt er að fá áreiðanlegar upplýsingar um mataræði
fólks, eru þessar niðurstöður óvenju samhljóma og sannfærandi.
Rannsóknir á líffræðilegri virkni efna og efnasambanda í grænmeti og
ávöxtum styðja auk þess tilgátuna og útskýra að nokkru leyti áhrif
þeirra á krabbameinsáhættu, þótt öll kurl séu ekki komin til grafar í
því efni. Það mun reynast torsótt, ef ekki óyfirstíganlegt, að sanna með
óyggjandi hætti að neysla grænmetis og ávaxta komi í veg fyrir eða
seinki tilkomu krabbameina. Hins vegar eru vísbendingarnar nú þegar það
sterkar að ekki verður undan því vikist að taka afstöðu til þeirra og
ákveða á hvern hátt skuli brugðist við þeim.
Nýlega kom út viðamikil skýrsla á vegum American Institute for Cancer
Research og World Cancer Research Fund: Food, Nutrition and the
Prevention of Cancer: A Global Perspective (6). Þar er komist að þeirri
niðurstöðu að hægt sé að koma í veg fyrir 30-40% allra krabbameina með
bættu fæði. Aukin neysla grænmetis og ávaxta ein og sér er þar talin
geta komð í veg fyrir 20% krabbameina.
Með
því að taka mið af áhættuútreikningum í ofangreindri skýrslu er hægt að
áætla fjölda krabbameinstilfella sem aukin neysla grænmetis og ávaxta
gæti forðað hér á landi ár hvert. Í slíkum útreikningum er rétt að gera
ráð fyrir stigvaxandi neyslu, t.d. 10% aukningu á ári, þar til neyslan
hefur rúmlega tvöfaldast árið 2009. Einnig þarf að taka með í
reikninginn að áhrifa breytts mataræðis á krabbamein gætir fyrst nokkrum
árum eftir mataræðisbreytinguna, og þau koma ekki fram af fullum krafti
fyrr en eftir tíu til tuttugu ár. Því mun í raun taka tvo áratugi að sjá
endanlega áhrif slíkra breytinga í þjóðfélaginu, það er tíu árum eftir
að aukningu líkur. Hér er því verið að fjárfesta til framtíðar, það er
ekki síst heilsa yngri kynslóðarinnar og barna okkar sem hér er í húfi.
Hjarta- og æðasjúkdómar
Hjarta-og æðasjúkdómar eru sjálfsagt þau mannanna mein sem hvað mest hafa
verið rannsökuð með tilliti til áhrifa mataræðis í tilurð sjúkdómsins.
Þær rannsóknir hafa meðal annars leitt í ljós að hlutfall og samsetning
fitu í fæði hefur mikil áhrif á sjúkdómsáhættuna og þá sérstaklega fyrir
æðakölkun. Grænmeti og ávextir voru lengi vel ekki rannsökuð í sama mæli
og fitan, en undanfarin ár hafa nokkrar rannsóknir sýnt áhrif þessara
matvara til verndar gegn æðakölkun. Rannsókn á sautján Evrópuþjóðum
sýndi t.d. sterkt samband milli neyslu grænmetis og lágri dánartíðni af
völdum æðakölkunarsjúkdóma í þessum löndum (12). Rannsóknir á
jurtaneytendum sýna einnig að þeir fá síður kransæðasjúkdóm og lífslíkur
þeirra eru meiri en þeirra sem borða kjöt (13). Fjölmennar
ferilrannsóknir hafa sömuleiðis sýnt hagstæð áhrif grænmetis og ávaxta,
í bandarískri rannsókn á 1001 karli af írskum uppruna reyndust t.d. 40%
færri dauðsföll af völdum hjartasjúkdóma í þeim hópi sem borðaði mest af
grænmeti og trefjaefnum (14). Flestar rannsóknir hafa þó sýnt minni
lækkun á sjúkdóms- eða dánartíðni, oftast á bilinu 15-30% (15), og
nokkrar rannsóknir sýna engin áhrif grænmeti og ávaxta á sjúkdómsáhættu.
Þegar á heildina er litið og tillit tekið til þeirra rannsókna sem sýna
engin áhrif má því búast við að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma lækki á
bilinu 7-20% við aukna grænmetis og ávaxtaneyslu (9).
Hvaða
efni úr grænmeti og ávöxtum vernda gegn æðakölkun?
Líffræðilegar rannsóknir á næringarefnum og öðrum efnisþáttum úr grænmeti
og ávöxtum hafa leitt í ljós að mörg efni sem þar er að finna geta
minnkað líkur á æðakölkun. Þar má nefna B-vítamínið fólasín sem getur
lækkað mikilvægan áhættuþátt hjartasjúkdóma, sem er hómósysteín í blóði
(16), andoxunarefni á borð við E-vítamín, C-vítamín og flavonoíð, sem
koma í veg fyrir skemmdir á LDL fitupróteini, en oxun LDL telst
afdrifaríkt stig í þróun sjúkdómsins (17), en einnig eru estrogenlík
efni í sumum jurtum sem geta haft verndandi áhrif.
Offita
Offita verður æ algengari á Vesturlöndum, meðal annars hér á landi (17).
Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar er hér á ferðinni einn mesti og
alvarlegast heilsuvandi nýrrar aldar, enda fylgja offitu margir
alvarlegir sjúkdómar, m.a. fullorðins sykursýki og hjarta- og
æðasjúkdómar (18). Rannsóknir hafa sýnt að samsetning fæðunnar getur
haft áhrif á líkamsþyngd. Sé sterkja aukin á kostnað fitu í fæði stuðlar
það gjarnan að lækkun líkamsþyngdar og kemur í veg fyrir offitu. Ástæðan
er talin sú að hver hitaeining úr kolvetnum metti betur en sami
hitaeiningafjöldi úr fitu. Fita er meira en tvöfalt orkuríkari en
kolvetni, hins vegar eykur fiturík máltíð ekki brennslu eða orkunotkun á
sama hátt og kolvetna- eða próteinrík máltíð. Þvert á móti stuðlar fitan
að fitusöfnun í fituvefjum. Fiturík fæða hvetur því til ofneyslu og
eykur líkur á offitu.
Grænmeti og ávextir innihalda kolvetni en litla eða jafnvel enga fitu og
oft tiltölulega fáar hitaeiningar. Því getur rífleg neysla grænmetis og
ávaxta verið liður í baráttu gegn offitu og stuðlað að eðlilegri
líkamsþyngd.
Klofinn hryggur og heilaleysa
Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að minnka líkur á fósturgalla á
miðtaugakerfi, klofnum hrygg og heilaleysu, ef móðirin tekur B-vítamínið
fólasín fyrir meðgöngu og á fyrstu mánuðum meðgöngunnar, meðan
miðtaugakerfi er í mótun (20). Grænmeti og ávextir eru þær fæðutegundir
sem hafa að geyma hvað mest af fólasíni. Lifur og innmatur innhalda þó
enn meira af fólasíni, en neysla þessara matvara er ekki talin æskileg á
meðgöngu vegna mikils A-vítamíns sem getur skaðað fóstrið. Víða eru
konur hvattar til að taka fólasíntöflur fyrir meðgöngu en slík aðgerð
getur aldrei komið öllum til góða. Aukin almenn neysla á grænmeti og
ávöxtum í samræmi við ráðleggingar getur veitt þau 400 míkrógrömm af
fólasíni sem minnka líkur á fósturgöllum í miðtaugakerfi.
Markmið og aðgerðir
Manneldisráð telur mikilvægt að hvetja til aukinnar neyslu á grænmeti og
ávöxtum á Íslandi. Ráðið mælir með samtals 500 grömmum á dag af
grænmeti, kartöflum og ávöxtum fyrir fullorðna og börn frá 10 ára, en
400 grömmum fyrir börn frá 6-10 ára. Slík aukning á neyslu krefst
ákveðinna og markvissra aðgerða. Þar getur komið til fræðsla,
auglýsingar og áróður, en einnig verðlagsaðgerðir og aðgerðir sem hafa
áhrif á framboð og aðgengi.
Framboð í skólum
Fæðuvenjur dagsins í dag móta heilsufar þjóðarinnar í framtíðinni. Þegar
horft er til framtíðar er eðlilegt að leggja áherslu á bætt mataræði
barna og unglinga. Skólar eru þar kjörinn vettvangur. Því leggur
Manneldisráð til að grænmeti og ávöxtum verði dreift í skólum á svipaðan
hátt og nú tíðkast með mjólk og drykkjarvörur. Börn geti keypt ávaxta-
eða grænmetismiða rétt eins og mjólkurmiða, og fengið annað hvort ávöxt
eða hrátt grænmeti daglega í nestistímum. Í Noregi hefur slíku
fyrirkomulagi nýlega verið komið á og gefist vel.
Mötuneyti ríkisstarfsmanna og dvalarstofnana
Flestum starfsmönnum ríkisstofnana stendur til boða að fá niðurgreidda
máltíð á vinnutíma. Maturinn sem þar í borði er misjafn að samsetningu,
enda eru engar samræmdar reglur um hvað þar skuli vera í boði. Samkvæmt
könnun Manneldisráðs á mataræði frá 1990 var fæði þeirra sem borðuðu
heita máltíð að staðaldri í mötuneyti, mun fituríkara en þeirra sem
borðuðu heita matinn heima. Víða má því bæta hollustu fæðisins í
mötuneytum, og á þetta að öllum líkindum við um mötuneyti ríkisstofnana
ekki síður en á öðrum vinnustöðum. Ábendingar eða viðmiðunarreglur um
samsetningu fæðis í mötuneytum ríkisstofnana væri leið til að bæta
framboð á hollu og góðu fæði fyrir starfsfólk og gæti meðal annars aukið
hlut grænmetis í fæðinu.
Ekki
er síður brýnt að setja reglur eða viðmiðanir varðandi fæði á dagvistar-
eða dvalarstofnunum, hvort heldur er fyrir börn, aldraða eða sjúka.
Verðlag
Verðlag hefur áhrif á neyslu matvara og sýna markaðsrannsóknir að 20%
verðlagslækkun leiðir að jafnaði til 10% söluaukningar (11). Verðlag á
íslensku grænmeti er hátt, jafnvel svo að fólk veigrar sér við að kaupa
vöruna. Vafalítið á hátt verðlað drýgstan þátt í lítilli neyslu
hérlendis. Verndunaraðgerðir stjórnvalda viðhalda háu verðlagi og hvetja
ekki til samkeppni. Það er mat Manneldisráðs að án verðlækkunar sé
illmögulegt að hvetja til aukinnar neyslu, nema þá eingöngu yfir
vetrarmánuði þegar íslenskt grænmeti er ekki á boðstólum. Áróður
ríkisstofnunar á borð við Manneldisráð um mikilvægi þessarar vöru fyrir
hollustu og heilsu þjóðarinnar verður óneitanlega holur og kraftlítill
ef ekkert er aðhafst af hálfu ríkisvaldins til að verð til neytenda geti
lækkað. Meðan aðrar hefðbundnari landbúnaðarvörur á Íslandi eru
niðurgreiddar af ríki, er enginn stuðningur veittur við
grænmetisframleiðslu. Þvert á móti stuðlar ríkisvaldið að háu
grænmetisverði með því fyrirkomulagi sem nú er við lýði.
Kynning, áróður og fræðsla
Í stefnu og
starfsáætlun Manneldisráðs fyrir árin 1999-2001 kemur fram að
forgangsverkefni ráðsins er að hvetja til aukinnar neyslu grænmetis og
ávaxta undir vígorðinu Veljum 5 á dag!
Samvinna hefur verið um þessa hvatningu frá árinu 1995 milli
Hjartaverndar, Krabbameinsfélagsins og Manneldisráðs. Einnig hafa
dreifingaraðilar grænmetis tekið þátt í verkefninu og er mikilvægt að
auka þá samvinnu en fjárskortur hefur orðið til þess að hvatningin hefur
orðið nokkuð máttvana. Skólar, heilsugæsla og aðrar
heilbrigðisstofnanir, eru nauðsynlegur vettvangur fyrir fræðslu um
hollustu, auk fjölmiðla. Fræðsla ein og sér er þó ekki líkleg til að
skila skjótum árangri, hins vegar er hún nauðsynlegur þáttur í hvers
kyns aðgerðum sem beinast að því að auka grænmetisneyslu þjóðarinnar.
1.
Steingrímsdóttir L, Þorgeirsdóttir H, Ægisdóttir S. Könnun á mataræði
Íslendinga 1990. 1. Helstu niðurstöður. Rannsóknir Manneldisráðs Íslands
III, Reykjavík 1991.
2.
Steingrímsdóttir L, Þorgeirsdóttir H, Ægisdóttir S. Hvað borðar íslensk
æska? Könnun á mataræði ungs skólafólks 1992-1993. Rannsóknir
Manneldisráðs Íslands IV, Reykjavík 1993.
3.
Nordic Statistical Yearbook 1998. Nord 1998:1,Copenhagen 1998.
4. Steinmetz KA,
Potter JD. Vegetables, fruit and cancer. I. Epidemiology.
Cancer Causes and Control 1991; 2: 325-357.
5.
Block G, Patterson B, Subar A. Fruit, vegetables and cancer prevention:
a review of epidemiological evidence. Nutr Cancer 1992; 18: 1-29.
6.
Jansen MCJF, van´t Veer P, Kok FJ. Fruit and vegetables in chronic
disease prevention. Landouwuniversiteit Wageningen 1995.
7.
Food nutrition and the prevention of cancer: a global perspective, World
Cancer Research Fund/American Insitute for Cancer Research, Washington
1997.
8.
Steinmetz KA, Potter JD. Vegetables, fruit and cancer prevention: a
review. J Am Diet Assoc 1995; 96: 1027-1039.
9.
Frugt og grøntsager Anbefalinger for indtagelse. Red: Trolle E, Fagt S,
Ovesen L. Ministeriet for Fødevarer, Landbrug og Fiskeri. Veterinær- og
Fødevaredirektoratet. Publikation nr. 24, 1998.
10.
Fruit and Vegetables in Chronic Disease Prevention. Ed. Klerk M, Jansen
MCJF, van´t Veer P, Kok FJ. Division of Human Nutrition and
Epidemiology, Wageningen Agricultural University, Wageningen 1998.
11.
Kostnad-nytte vurderinger av tiltak for å øke forbruket av frukt og
grønnsaker, for å redusere forekomsten av kreft. Statens ernæringsråd.
Rapport nr. 4, 1998.
12.
Bellizzi MC, Franklin MF, Duthie GG, James WPT. Vitamin E and coronary
heart disease: the European paradox. Eur J Clin Nutr 1994; 48: 822-831.
13.
Thorogood M. The epidemiology of vegetarianism and health. Nutr Res Rev
1995; 8: 179-192.
14.
Kush LH o fl. Diet and 20-year mortality from coronary heart disease:
The Ireland-Boston Diet Heart Study. N Engl J Med 1985; 312: 811-818.
15.
Ness AR, Powles JW. Fruit and vegetables and cardiovascular disease: a
review. Int J Epidemiol, 1997; 26: 1-13.
16.
Ubbink JB, Becker PJ, Vermaak WJ. Will an increased dietary folate
intake reduce the incidence of cardiovascular disease? Nutr Rev 1996,
54; 213-216.
17.
Hertog MGL, Feskens EJM, Kromhout C. Antioxidant flavonols and coronary
heart disease risk. Lancet 1997; 349-699.
18.
Þorgeirsdóttir H. Per capita supply of food in Iceland 1956-1995 and
changes in the prevalence of overweight and obvesity in men and women
aged 45-64 in Reykjavík 1975-1994.
19.
World Health Organization (WHO), 1998. OBESITY, Preventing and managing
the global epidemic. Report of the WHO Consultation on Obesity, Geneva
3-5 June 1997. Geneva: World Health Organization.
20.
MRC Vitamin Study Research Group: Prevention of neural tube defects:
results of the MRC vitamin study. Lancet 1991; 338: 132-137.
Engin ein
uppeldisaðferð dugir í öllum tilvikum. Börn eru hvert öðru ólík og
bregðast ekki öll eins við aðstæðum. Einnig þarf að miða uppeldi við
þroska barns. Þær aðferðir sem gefast vel þegar átt er við lítil börn
sem eru rétt að byrja að ganga og kynnast heiminum henta síður þegar átt
er við unglinga. Eðlilegt er að hvetja fimm ára barn til að leggjast til
hvílu með því að lofa að lesa fyrir það sögu, en sama aðferð dugir varla
á ungling. Róleg umræða um réttindi og skyldur getur hentað vel til að
vekja barn á fermingaraldri til vitundar um samband þess við aðra, en
svipuð umræða hentar varla fyrir fjögurra ára barn. Vegna þess að
uppeldi og uppeldisaðferðir verða að mótast af þroska þess barns sem átt
er við er hér lýst í stórum dráttum helstu þroskaskeiðum barnsins og
einkennum þeirra með tilliti til uppeldis og þeirra krafna sem eðlilegt
er að gera til barna. Skipting í æviskeið mótast að nokkru leyti af
lífsskilyrðum og aðstæðum í hverju landi. Til dæmis er ekki ýkja langt
síðan farið var að líta á unglinga sem sérstakan hóp með sérstaka siði.
Árunum
þegar eiginlegt uppeldi fer fram, frá fæðingu þar til fólk hefur öðlast
fullgildan þegnrétt um tvítugt, er gjarnan skipt í fjögur skeið og segja
má að sú skipting eigi sér langa hefð, bæði í fræðum um þroska barna og
í hversdagsumræðu um sama efni. Fyrsta skeiðið er árin tvö frá því að
barn kemur í heiminn og þar til það byrjar að tala fyrir alvöru. Annað
skeiðið nær síðan til þess tíma sem það lærir að lesa og skrifa, um það
bil sjö til átta ára. Þá tekur við þriðja skeiðið sem lýkur þegar barn
verður kynþroska. Síðasta skeiðið nær yfir unglingsárin þar til fólk
verður fullveðja. Í daglegu máli eru þessi æviskeið ekki nákvæmt
afmörkuð en ekki er fráleitt að kalla fyrsta skeiðið frumbernsku.
Næsta skeið fer nokkurn veginn saman við
það sem kallað er bernska. Síðan má segja að æska taki við og síðast
unglings? eða ungdómsár.
Slík skipting er algeng í kenningum um vitsmuna? og félagsþroska barna
og á sér einnig stoð í hefðum sem lúta að umönnun barna og þeim
verkefnum sem þeim eru ætluð. Börn í frumbernsku eru kölluð ómálga og
umönnun þeirra er um margt sérhæfð eins og orðin sem þeim eru valin lýsa
best. Þau eru kölluð hvítvoðungar, reifa? og blautabörn, brjóstmylkingar
og ungabörn. Orðin vísa flest til þess að hreinlæti og fæðugjöf séu
mikil að fyrirferð í umönnun barna á þessum aldri.
Frumbernska
Þroski er hraðastur fyrstu árin eftir fæðingu. Spyrja má til gamans
hvort rúmlega tveggja ára barn sé líkara nýfæddu barni eða fullorðnum
manni. Svarið verður væntanlega að málskilningur og hreyfifærni tveggja
ára trítils geri hann, þótt lítill sé, svo ólíkan ósjálfbjarga nýbura að
honum svipi þrátt fyrir allt meira til fullorðins manns.
Í frumbernsku hefur barn ekki stjórn á hreyfingum sínum og hvötum og
skilningur þess á máli er lítill sem enginn. Það er algerlega háð öðrum
um fæðu, hreinlæti og hreyfingu. Þetta ástand kemur auðvitað í veg fyrir
að kröfur séu gerðar til þess nema þá í mjög óverulegum skilningi.
Auðvitað eru samskipti við barnið ýmiss konar bæði í umönnun, leik og
atlotum, en barninu er ekki gert að bera ábyrgð á einu eða neinu. Það
byrjar rétt að læra að sumt sé bannað, þegar á það er hrópað: "Nei,
ekki, uss og skamm." Og það fer smám saman að sinna tilmælum af
einföldustu gerð. Kröfur til barna verða að mótast af hæfni þeirra og
varla verða gerðar flóknar kröfur til þessara barna. Reyndar er
athyglisvert að á þessum aldri eru sennilega gerðar heldur meiri kröfur
til frumburða en yngri systkina, nokkuð sem rekja má til ákafa og
bjartsýni foreldra. Þetta kann að skýra nokkra fylgni milli raðar barns
í systkinahópi og mældrar greindar á greindarprófum, en elstu börn
mælast að jafnaði með örlítið hærri greind en yngri systkini.
Þó svo að félagsþroski á þessum árum sé takmarkaður er næsta víst að
börn yngri en tveggja ára hafa bæði gaman og gott af samneyti við aðra,
einföldum leikjum og samræðum. Enda þykir mörgum fullorðnum mjög
ánægjulegt að fást við börn á þessum aldri og reyna að skilja tákn
þeirra, bendingar og brölt af ýmsu tagi. Niðurstöður nær allra rannsókna
á samskiptum foreldra og smábarna staðfesta að börn njóta þess með ýmsum
hætti ef foreldrar eru næmir á fyrirætlanir þeirra og viðbrögð.
Bernska
Margvísleg þroskaferli þoka barni smátt og smátt frá því að vera
bjargarlaust smábarn í ábyrga vitsmunaveru. Eftir því sem þroska barns
vindur fram verða áhrif skilnings og hugsunar þess á hegðun smám saman
meiri.
Skilningur barna eykst auðvitað vegna aukinnar reynslu, en einnig vegna
betra minnis og vegna aukins hæfileika barnsins til að meta og vinna með
fleiri en eina hugmynd í einu. Lítið barn er að jafnaði fljótt að gleyma
og virðist ekki geyma í huga sér margar hugmyndir að vinna úr eða sem
gera því kleift að draga kerfisbundnar ályktanir. Hugarheimur barnsins
hefur því ekki eins skipuleg áhrif á hegðun þess og síðar verður.
Hegðunin mótast því mest af umhverfinu, hugdettum og umbúðalausum
löngunum barnsins. Hæfileikinn til að meta aðstæður eykst þó smám saman
og barnið fer brátt að geta unnið með nokkrar hugmyndir í einu.
Allir foreldrar reyna að innræta börnum sínum reglur sem þau eiga að
hlíta. En þeir hafa líka rekið sig á að það er ekki alltaf einfalt mál.
Skilningur barns virðist til dæmis koma á undan hegðuninni. Þau gera oft
eitt og annað án þess að hugsa sig um, en það lýsir hvatvísi þeirra.
Börn geta vitað af tiltekinni reglu og jafnvel ætlað sér að fara eftir
henni án þess þó að þeim takist það.
Sem dæmi um hvatvísi barna á þessum aldri má nefna tilraun þar sem
börnum á aldrinum tveggja til fjögurra ára var sagt að kreista
gúmmíbolta þegar grænt ljós kviknaði á sérstökum götuvita í
tilraunastofunni, en að kreista ekki þegar rautt ljós kviknaði. Börn á
þessum aldri, einkum þau yngri, höfðu ríka tilhneigingu til þess að
kreista boltann alltaf þegar ljós kviknaði, sama hvernig það var á
litinn. Þetta má líklega rekja til þess hve stutt er frá
umhverfisáreitum í athafnir hjá litlum börnum. Áður en þau fara að nota
tungumálið, reglur og varnaðarorð til þess að stilla sig, bregðast þau
beint við umhverfinu.
Það þýðir lítið að krefja fjögurra ára barn af mikilli festu um að
standa við loforð, til dæmis að snerta ekki stóra blómið í stofunni eða
blóta aldrei aftur. Þegar barnið sér stóra blómið verður svo freistandi
að snerta það að það verður nánast óhjákvæmilegt. Og þegar barnið verður
reitt gufa reglur og loforð upp, jafnvel enn fyrr en gerist hjá
fullorðnum. Slíka yfirsjón lítils barns er varla hægt að kalla svikið
loforð.
Aukinn orðaforði og málþroski á þátt í því að auka almennan skilning
barna á umhverfi sínu. Sama gildir um hæfileika til að huga að nokkrum
hlutum í einu. Eftir því sem börn þroskast verða þau sífellt hæfari til
að meta mörg atriði í einu með hliðsjón af ólíkum sjónarmiðum. Það þarf
til dæmis allnokkurn orðaforða og talsverða færni til þess að skilja
setningu eins og "auðvitað mátt þú fara út að leika, en ekki nema þú
biðjir Valgeir litla afsökunar fyrst".
Þegar börnin skilja hegðunarreglur, muna þær og geta stillt sig um að
hegða sér á hvatvísan hátt með hliðsjón af þeim, verður auðvitað
breyting á sjálfsstjórn þeirra. Þau verða þá ekki eins háð
umhverfisáreitum og áður. Þau stilla sig með hjálp reglna. Hvatvísi
barna minnkar með aldrinum og sjálfsstjórn þeirra eykst alla jafna.
Reynsluleysi og vanþroskað minni setja hugsun barna skorður. Eitt af því
sem einkennir barn sem er yngra en sex til sjö ára er vanhæfni þess til
að skilja sjónarmið annarra eða setja sig í þeirra spor. Börnum hættir
því til að skilja alla hluti afar jarðneskum skilningi, einkum með
tilliti til eigin hagsmuna. Með því er ekki sagt að þau geti ekki verið
blíð og sýnt öðrum samúð. Sú samúð dregur þó oftast dám af þeirra eigin
stöðu. Tveggja ára barn reynir til dæmis að hugga móður sína með því að
sækja handa henni bangsann sinn.
Takmarkanir á skilningi barna á þessum aldri gera þau þó síður en svo
erfið eða leiðinleg því að hugarheimur þeirra er afar heillandi. Mörk
ímyndunar og veruleika eru líka mjög óljós á þessu æviskeiði og á þessum
aldri læra þau merkingu orða með virkri túlkun og virkri notkun. Fimm
ára drengur fær að vita að maður sem er í heimsókn hjá föður hans heitir
Gestur. "Hvað heitirðu þá þegar þú er heima hjá þér?" spyr sá litli
alveg forviða. Spurningin varpar ljósi á það hvernig barnið reynir að
skilja umhverfi sitt, en athugar ekki að orð sem hefur almenna merkingu
getur líka verið sérnafn.
Æska
Ein mikilvægasta breyting sem verður á lífi barna þegar sjö ára aldri er
náð er formleg skólaganga. Heimurinn stækkar og börnin öðlast nýja
reynslu sem þátttakendur í bekkjarstarfi þar sem vinna þeirra og hegðun
er undir smásjá. Kennari og skóli gera til þeirra nýjar kröfur. Þau
reyna, bæði sjálf og með því að fylgjast með bekkjarfélögum sínum,
hvernig það er að mæta þessum kröfum og eins hvernig það er að uppfylla
ekki þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Þetta tímabil í ævi barnsins
einkennist af athafnasemi og fróðleiksfýsn, bæði í leik og starfi.
Sex til tólf ára börn greina sig að mörgu leyti frá tveggja til fimm ára
börnum. Hugsun þeirra og aðferðir til að muna eru miklu skipulegri en
áður og hæfni þeirra til að leysa bókleg og verkleg verkefni hefur
aukist. Orðaforði eykst hröðum skrefum og þau skilja óhlutbundin orð
smám saman betur. Þar má nefna orð sem lýsa skapgerð, tilfinningum og
fyrirætlunum annarra, orð eins og heiðarlegur, sanngjarn, hjálpsamur,
sár og kátur. Þó lætur þeim ekki vel að fjalla með háfleygum hætti um
félagslíf eða skilning sinn á umhverfi sínu.
Smám saman þroskast hæfni þeirra til að líta í eigin barm og setja sig í
spor annarra. Þau verða æ færari um að aðgreina og samræma ólík
sjónarmið. Þessi hæfni birtist til dæmis vel þegar taka þarf ákvörðun um
í hvaða leik skuli farið. Ekki á aðeins að fara í þann leik sem "ég"
vil, heldur er lagt til að fyrst skuli farið í leikinn sem "ég" vil en
síðan í leikinn sem "þú" vilt. Þannig er reynt að gera báðum til hæfis.
Á þessum aldri sjá börnin líka að reglur eru ekki óumbreytanlegar eins
og eitthvert ytra vald. Þau búa gjarnan sjálf til reglur í leikjum og
leggja áherslu á að þeim skuli fylgt.
Einnig eykst þörf barna fyrir vináttu. Þau verja æ meiri tíma með
jafnöldrum sínum og eignast gjarnan ákveðna vini. Vináttubönd á þessum
aldri mótast meðal annars af breyttum skilningi barna á vináttu og
aukinni innsýn í hugarheim annarra. Hugmyndir þeirra um vináttu fela í
sér að vinum falli vel hvor við annan, þeir hafi ánægju af að umgangast,
hjálpist að, hafi sömu áhugamál eða segi hvor öðrum leyndarmál. Þannig
leggja þau áherslu á tvíhliða samband. Ekki er nóg að aðeins öðrum falli
vel við hinn, sem gæti vel verið uppi á teningnum hjá yngri börnum,
heldur verða tilfinningarnar að vera gagnkvæmar.
Algengast er að börn á þessum aldri sækist einkum eftir samvistum við
önnur börn af sama kyni. Vinir deila áhugamálum og leyndarmálum,
skiptast á skoðunum og bindast tilfinningalega. Í slíkum samskiptum
þroskast félagsleg hæfni barna mikið, jafnvel meira en í samskiptum við
fullorðna að mati sumra. Sjálfsvitund þeirra þroskast einnig. Börn
öðlast öryggi við að eiga vini og hefur sú tilfinning jákvæð áhrif á þá
mynd sem þau hafa af sjálfum sér í samskiptum við aðra. Börn sem ekki
eiga vini og er jafnvel hafnað í félagahópi sýna minni félagshæfni en
önnur börn. Til dæmis eiga vinalítil börn erfitt með að tileinka sér
almennar reglur í samskiptum sem lærast í félagahópnum, svo sem
tillitssemi, og skipta svo miklu máli um hvernig þeim gengur að aðlagast
hópnum. Einnig hefur komið í ljós að jákvæð viðhorf barna til skólans
litast mjög af tengslum þeirra við bekkjarfélaga í upphafi skólaárs og
því hvort þau eiga vin eða vini í skólanum.
Ungdómur
Kynþroskaaldurinn er viðburðaríkur fyrir börn. Þau vaxa hratt og útlit
þeirra breytist eftir því. Þau fara að sýna gagnstæðu kyni aukinn áhuga.
Sumir tala einnig um að unglingar á tilteknum aldri séu svo uppteknir af
sjálfum sér og kunningjahópi sínum að heimsmynd þeirra verði næstum eins
takmörkuð og barna á bernskuskeiði. Sú tilhneiging að apa alla hluti
eftir næsta unglingi gengur þó tiltölulega fljótt yfir.
Ástæða er til
þess að vekja athygli á því að fáar rannsóknir staðfesta það, sem
stundum er sagt, að unglingsár séu tiltakanlega erfitt æviskeið.
Auðvitað er þroski unglinga margvíslegur og þau verkefni sem unglingur
þarf að takast á við eru fjölbreytt og oft strembin. En unglingsárin eru
fleiri en eitt og fleiri en tvö og því fer fjarri að öll þroskaverkefnin
dembist yfir unglinga á sama tíma. Einnig aukast smám saman hæfileikar
unglinganna til að takast á við vanda, móta sjálfsmynd sína,
framtíðaráform, kynímynd og fleira. Þá benda flestar rannsóknir líka til
þess að kynslóðabilið, mikill ágreiningur unglinga og foreldra um hvað
gefi lífinu gildi, sé fyrirferðarmeira í skáldsögum og blaðafrásögnum en
í veruleikanum sjálfum.
Vegferð barna frá hvatvísi til sjálfsstjórnar, frá skilningsleysi til
innsæis, er margþætt og flókin. Í ljósi þess er nauðsynlegt að minna á
þann mikla mun sem hugsanlegt er að komi fram á þroska þeirra og þarf
ekki endilega að vera áhyggjuefni uppalenda. Sum börn tala skýrt um
þriggja ára aldur, önnur ekki fyrr en sjö ára. Hvort tveggja getur verið
innan eðlilegra marka. Börn taka út hraðvaxtarskeið sitt á mismunandi
tíma. Þannig getur verið verulegur munur á stærð tveggja unglinga á
tilteknu tímabili án þess að það gefi góðar vísbendingar um stærðarmun
þeirra á fullorðinsárum. Sama gildir um hæfileika. Börn eru misfljót að
tileinka sér hæfni og þurfa mismikla æfingu. Þetta er mikilvægt fyrir
uppalendur að hafa í huga, til þess að þeir missi ekki móðinn þegar
tiltekinn þroski verður ekki nákvæmlega í samræmi við hliðstæðan þroska
hjá öðrum börnum eða samkvæmt alhæfingum fræðikenninga og
fróðleiksbæklinga. Hafi foreldrar hins vegar rökstuddar áhyggjur af
þroska eða hegðun barna sinna er vissara að láta sérfræðinga athuga
hvort tilefni sé til sérstakra aðgerða.
Sigurður J. Grétarsson, sálfræðingur og Sigrún Aðalbjarnardóttir,
uppeldisfræðingur
Ameríska sálfræðingafélagið lét
nýverið frá sér fréttatilynningu um hvernig internetið getur haft áhrif
á börn. Um 75-90% unglinga í Bandaríkjunum nota netið að staðaldri
og samkvæmt nýlegrum rannsóknum, getur það haft bæði jákvæð og neikvæð
áhrif á ungt fólk.
Rannsóknirnar sýndu að netið getur
ýtt undir hegðun sem snýr að sjálfsmeiðslum hjá sumum en einnig ýtt
undir námsárangur og heilbrigðisvitund hjá öðrum.
Tilgangur rannsóknanna var að sýna
fram á að netið hefur bæði góðar og slæmar hliðar og samkvæmt
sálfræðingafélaginu náðist það takmark. Rannsóknirnar sem um ræðir
könnuðu hvernig unglingar hegða sér á netinu og hvaða áhrif það hafði á
þá. Meðal þess sem var skoðað, var hvernig unglingar sem meiða
sjálfa sig með ýmsum hætti nota netið og hvernig unglingar nota netið
til að auka námsgetu sína.
Rannsóknirnar sýndu fram á að netið
getur veitt mikilvægan félagslegan stuðning fyrir einangraða unglinga en
getur einnig ýtt undir óheilbrigða hegðun. Netið gefur oft slæmri
hegðun hljómgrunn og lætur hana virka eðlilega fyrir ómótaða unglinga og
börn. Þannig eru ógrynni af síðum sem ýta undir óheilbrigða
líkamsímynd og jafnvel dýrkun á anorexiu og spjallsíður sem fjalla um að
skera sig og misþyrma sjálfum sér.
Rannsóknirnar sýndu að þessar síður
geta haft áhrif á unglinga og jafnvel kennt þeim nýjar leiðir til að
meiða sig. Þær sýndu að spjallborð á netinu veita unglingum sem
meiða sjálfa sig stað til að fá útrás og kynnast öðrum sem aðhyllast
sömu eða álíka hegðun.
Rannsóknirnar sýndu einnig að netið
hefur góðar hliðar og getur meðal annars verið gott námstæki fyrir
einangraða landshluta. Þær sýndu að þau börn sem nota internetið
að staðaldri við lærdóm standa sig betur í lestri og fá hærri einkunnir.
Athyglisvert þykir þó að netið hafði engin sjáanleg áhrif á
stærðfræðikunnáttu og því er talið hugsanlegt að hækkun einkunna sé
vegna aukins lesturs sem felst í netnotkun.
Þetta sýnir enn og aftur fram á
mikilvægi þess að foreldrar geri sér grein fyrir hvað börn þeirra eru að
gera í tölvunum sínum og ræði
opinskátt við börnin sín um það sem þau kunna að finna þar.
Um helmingur
barna með Downs-heilkenni eru með hjartagalla. Þessir gallar eru
meðfæddir þó að þeir valdi ekki allir einkennum strax eftir fæðingu.
Þar sem hjartagallar eru svo algengir meðal barna með
Downs-heilkenni ættu öll slík börn að vera skoðuð af
barnahjartalækni á fyrstu vikum ævinnar.
Hjartagallar
sem börn með Downs-heilkenni fæðast með eru hinir sömu og börn sem
eru ekki með slíkt heilkenni en í öðrum hlutföllum. Þannig er
svokallaður lokuvísagalli þar sem op er milli bæði gátta og slegla
og lokan á milli þeirra er óeðlileg (atrio ventricular septal
defect, AVSD) mjög algengur meðal barna með Downs-heilkenni en
annars sjaldgæfur hjartagalli. Aðrir hjartagallar sem börn með
Downs-heilkenni hafa eru í röð eftir algengi; op milli slegla
(ventricular septal defect, VSD), op milli gátta (atrial septal
defect, ASD), ferna Fallots (tetralogy of Fallot, TOF), opin
fósturæð (patent ductus arteriosus, PDA). Aðrir gallar eru
sjaldgæfir en það er athyglisvert að börn með heilkenni Downs hafa
ekki greinst með ákveðna hjartagalla sem annars eru nokkuð algengir,
eins og víxlun á stóru slagæðunum (TGA).
Einkenni
meðfæddra hjartagalla eru yfirleitt annað hvort blámi eða
hjartabilun. Blámi orsakast af því að blátt súrefnissnautt blóð
blandast rauða blóðinu, t.d ef op er á milli hólfa hjartans, berst
útí líkamsblóðrás og veldur bláum húðlit og bláma á vörum.
Hjartabilun er samheiti einkenna sem orsakast af því að hjartað nær
ekki að sinna þörfum líkamans fyrir næringarefnum. Hjartað er þó
ekki bilað heldur hefur ekki undan að dæla nógu blóði um líkamann
þar sem hluti þess fer um op milli hólfa hjartans og ekki út í
líkamsblóðrás. Þetta ástand leiðir til þess að í líkamann og
aðallega lungum, safnast auka vökvi. Þetta veldur því að viðkomandi
svitnar og mæðist, oft samfara fæðuinntöku og vegna þessa, sem og
vegna aukinnar orkuþarfar, þyngist illa.
Meðferð
meðfæddra hjartagalla er í flestum tilfellum skurðaðgerð þar sem
gert er við gallann, opum á milli blóðrása lokað eða létt á
þrengslum útí æðar, eins og í fernu Fallots. Í sumum tilfellum má
gera við gallann í hjartaþræðingu en þannig er t.d. hægt að loka
opinni fósturæð með þartilgerðum gormi sem komið er fyrir í
þræðingu. Oft þurfa börn með hjartagalla að vera á lyfjameðferð um
lengri eða skemmri tíma, aðallega áður en þau fara í aðgerð. Þetta
eru annars vegar lyf sem auka samdráttarkraft hjartans eins og
digoxin (Lanoxin®) eða þvagræsilyf sem auka vökvaútskilnað úr
líkamanum, eins og furosemíð (Lasix®). Önnur lyf eru sjaldnar notuð
en þó þarf oft að gefa auka sölt (kaliumklóríð) sem tapast úr
líkamanum vegna þvagræsilyfjanna.
Aðgerðir
vegna hjartagalla eru gerðar á mismunandi tímum eftir gerð gallans.
Börn með lokuvísagalla, op milli slegla eða fernu Fallots fara
yfirleitt í aðgerð fyrir sex mánaða aldur. Opinni fósturæð þarf
stundum að loka á fyrstu mánuðum ævinnar en stundum síðar, allt
eftir stærð æðarinnar. Opi milli gátta er lokað þegar börnin eru
tveggja til fjögurra ára. Horfur eftir aðgerð eru góðar en börn með
heilkenni Downs og hjartagalla sem hafa farið í aðgerð þurfa flest
að vera í ævilöngu eftirliti hjá barnahjartalækni. Auk þess þurfa
þau flest að viðhafa ævilanga hjartaþelsbólguvörn sem felur í sér
sýklalyfjagjöf fyrir tannaðgerðir og skurðaðgerðir.
Gunnlaugur
Sigfússon,
barnalæknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum barna.
köfnunarhættu.
Börnum er óhætt að leika sér að uppblásnum blöðrum en fullorðnir
ættu að fjarlægja þær strax ef þær springa. Vert er að benda á
að eldri börn hafa verið hætt komin, þegar þau hafa verið að búa til
kúlur úr sprungnum blöðrum
Í Bandaríkjunum valda
blöðrur flestum köfnunarslysum og vitað er um tilfelli hér á landi
þar sem litlu hefur mátt muna. Það er því mikilvægt að vera
alltaf á varðbergi þar sem blöðrur eru í umferð.
Það eru vinsamleg
tilmæli okkar til fyrirtækja og stofnana að börnum séu ekki gefnar
óuppblásnar blöðrur en það er í lagi að gefa þeim blöðrur sem hafa
verið blásnar upp ef foreldrarnir leyfa það.
Vatnsrennibrautir njóta
mikilla vinsælda í dag. Víða þar sem slíkar brautir eru hefur verið
komið fyrir ljósabúnaði sem stýra á umferð í brautina og hindra þannig
árekstra í henni. Þrátt fyrir þennan búnað hefur fjöldi barna lent í
slæmum árekstrum sem meðal annars hafa valdið tannsköðum. Slíkir
skaðar geta reynst afar kostnaðarsamir.
Hvers vegna verða þessir árekstrar þrátt
fyrir að ljósabúnaðurinn sé til staðar? Einfaldlega vegna þess að sumir
sundlaugargestir virða ekki ljósin. Mikið hefur verið um símhringingar
til Árvekni vegna þessara slysa og eru margir foreldrar reiðir
sundlaugarvörðum fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir slysið.
Það er mikilvægt að taka á þessu vandamáli
sem fyrst og það þarf fyrst og fremst að gera í samstarfi við
foreldrana. Það er á ábyrgð þeirra að brýna fyrir börnum sínum að
fara eftir þeim reglum sem gilda í vatnsrennibrautum og að það geti
verið hættulegt að fara ekki eftir þeim. Þeir verða að útskýra
fyrir þeim hvernig ljósin virka.
Á nokkrum sundastöðum hafa sundlaugarverðir
mátt grípa til þeirra ráða að reka þann uppúr sundlauginni sem ekki
hefur virt umgengnisreglurnar og hefur það skilað nokkrum árangri.
Nú er bara spurning hvort fleiri sundstaðir
ættu ekki að grípa til þessara ráða. Það er ljóst að
eitthvað verður að gera. Foreldrar eiga ekki að sætta sig við að
börnin þeirra verði fyrir alvarlegum og kostnaðarsömum slysum, vegna
þess að einhverjir aðrir en þau fara ekki eftir settum reglum.
Tvær tilkynningar um
áverka á höfði hafa borist Árvekni í sumar vegna kengúruprika.
Í báðum tilfellum voru börnin ekki með
hjálm en mikilvægt er að nota t.d.
reiðhjólahjálm þegar hoppað er um á prikinu.
Í samtali við foreldra barnanna kom það
skýrt fram að börnin hefðu slasast illa á höfði þegar þau misstu
jafnvægið á prikinu. Þar sem að börnin þurfa að halda sér fast þegar
hoppað er þá gefst þeim ekki svigrúm til að setja hendurnar fyrir sig ef
þau detta og lenda því illa á höfðinu.
Gerðar hafa verið athugasemdir um að prikið
sé stór hættulegt en í samtali við Guðjón Guðmundsson hjá Vífilfelli
uppfyllir prikið þær kröfur sem gerðar eru til slíks leikfangs og lét
fyrirtækið einmitt kanna það hjá markaðsgæsluaðilum hér á landi áður en
leikurinn var auglýstur. Einnig kom það fram í samtali við Guðjón að
fyrirtækið hefði gert ýmsar aðrar öryggisráðstafanir og má þar nefna að
með prikinu fylgja leiðbeiningar um notkun þess á íslensku og þar er
kvatt til að þeir sem það noti séu með hjálm. Í auglýsingaherferð
tengdum leik fyrirtækisins vakti það athygli að í auglýsingunni var sá
sem var að nota prikið með hjálm.
Það ber að fagna þessu framtaki
fyrirtækisins um leið og við hjá Árvekni viljum benda foreldrum á að
hafa gætur á börnum sínum þegar þau nota kengúruprikið og sjá til þess
að þau noti hjálm og úlnliðshlífar.
Á síðustu misserum hafa
svokölluð lyklabönd verið vinsæl hjá börnum og unglingum. Böndin nota
börnin til að geyma ýmislegt sem þau vilja passa upp á - en böndin geta
verið slysavaldur.
Í
byrjun vetrar mátti litlu muna að alvarlegt slys yrði þegar að 9 ára
stúlka festi sig í leiktæki. Stúlkan var að leika sér í kastala á
skólalóð og um hálsinn var hún með nælonband sem í var festur lykill með
járnkrók. Þegar að stúlkan stökk úr tækinu hékk hún á bandinu því
lykillinn hfi farið í rauf á tækinu og sat þar fastur. Stúlkan barðist
um og við það brotnaði krókurinn og hún lostnaði. Skiljanlega varð hún
mjög skelkuð en hlaut aðeins minni háttar áverka vegna þess hversu
fljótt hún losnaði.
Hægt að gera böndin öruggari
Eftir að Árvekni var tilkynnt um þetta slys var farið að skoða þau bönd
sem eru til sölu. Böndin eru mjög mismunandi, sum eru með öryggislæsingu
(sjá mynd.- gult). Önnur eru heil eins og bandið sem stúlkan var með um
hálsinn þegar að slysið átti sér stað (sjá mynd - blátt). Foreldrum er
bent á að kanna böndin sem eru í notkun á heimilinu. Engin ástæða er til
að henda þeim, heldur ætti að gera þau örugg með því að klippa þau í
sundur og setja franskan rennilás á endana (sjá mynd - rautt).
Með öryggislæsingu
Engin öryggislæsing
Með frönskum rennilás
Herdís L. Storgaard
Verkefnastjóri barnaslysavarna Árvekni
Lýðheilsustöð hafa verið
að berast tilkynningar um óhöpp í rúllustigum þar sem börn hafa fest
stígvél eða gúmmískó í stigunum. Skófatnaðurinn eyðilagðist en börnin
sluppu með skrekkinn í þessum tilvikum. Af gefnu tilefni eru foreldrar
beðnir að hafa gætur á börnum sínum í rúllustigum og leyfa þeim alls
ekki að leika sér þar.
Atvikin sem um ræðir áttu sér stað nú í
haust, annars vegar í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi og hins
vegar í Húsgagnahöllinni. Í Smáralind var drengur á leið upp stigann og
þegar hann ætlaði að stíga af stiganum klipptist framan af öðru stígvéli
hans. Það vildi honum til happs að stígvélin voru vel við vöxt þannig að
tærnar sluppu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona gerist og vitað
er að nokkur börn hafi skaddast á tám við svipaðar aðstæður.
Í framhaldi af frétt, sem birtist um
atvikið í dagblöðum, hafði móðir samband við Lýðheilsustöð og tilkynni
svipað atvik sem átti sér stað í byrjun október í verslunarhúsnæði
Húsgagnahallarinnar. Þar mátti litlu muna þegar að fjögra og hálfs árs
sonur hennar festi gúmmískóinn í rúllustiganum. Sem betur fer skaddaðist
barnið ekki en skórinn flettist í sundur.
Ekki samræmdar aðvörunarmerkingar
Við frekari skoðun kemur í ljós að ekki
eru samræmdar aðvörunarmerkingar í og við rúllustiga og ekki eru gerðar
sömu kröfur um merkingar í stigunum sjálfum. Þetta er ákaflega bagalegt
og því mjög erfitt að ráðleggja fólki hvernig það eigi að nota stigana á
öruggan hátt.
Samkvæmt gildandi íslenskum staðli um
rúllustiga og færibönd, ætlum til fólksflutninga, þá á að vera
stöðvunarbúnaður í stiganum sem stoppar stigann þegar eitthvað fer á
milli þrepanna. Það gerðist í öðru tilfellinu en ekki fyrr en klippst
hafði framan af stígvélinu - sem hefði allt eins getað verið tær
drengsins.
Passið börnin í stigunum
Foreldrar eru hvattir til að gæta barna
sinna mjög vel í og við rúllustiga og alls ekki að leyfa þeim að leika
sér í þeim. Í rúllustiganum er mikilvægt að halda sér í handriðið og
standa í miðju þrepi. Í sumum rúllustigum eru gular línur fremst og til
hliðar á þrepinu en þær gefa það til kynna að þar eigi ekki að standa. Í
öðrum rúllustigum eru engar slíkar merkingar en þeir eru með sópkant til
hliðar við þrepin sem hindrar fólk í að standa of nálægt hliðum
þrepsins. Lausar reimar í skóm geta setið fastar í raufum í þrepunum og
því er mikilvægt að þær séu vel hnýttar þegar farið er í stigann. Á
meðfylgjandi myndum má sjá hversu illa stigarnir fóru með skótau
barnanna.
Hérlendis slasast um 100
börn árlega við það að falla úr innkaupakerrum. Lýðheilsustöð og
Slysavarnafélagið Landsbjörg standa því fyrir átaki til að sporna gegn
þessum slysum og héldu í tengslum við það til kynningarfundar í Byko í
Breiddinni í Kópavogi fimmtudaginn 17. nóvember.
Herdís Storgaard, verkefnisstjóri Árvekni
hjá Lýðheilsustöð, Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri slysavarna hjá
Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, og Hulda Brá Magnadóttir sérfræðingur í
heila- og taugaskurðlækningum, kynntu átakið og sögðu frá slysum sem
orðið hafa þegar börn detta úr innkaupakörfum.
Á kynningunni kom fram að börn sem slasast vegna falls úr innkaupakerru,
gjarnan niður á steypt gólf, meiðast oft mjög illa. Oftar en ekki detta
þau á höfuðið, þar sem afleiðingin er alvarlegur höfuðáverki sem jafnvel
hefur áhrif á líf barnsins það sem eftir er. En sem betur fer er aðeins
um kúlu eða skrámur að ræða í öðrum tilefellum. En með því foreldrar séu
mjög vel á verði og noti körfurnar á réttan hátt fyrir börnin má koma í
veg fyrir þessi slys. Einnig er mikilvægt að foreldrum bjóðist kerrur
með öryggisbeltum í öllum verslunum en fram kom á fundinum að ennþá eru
ekki mjög margar verslanir með slíkar kerrur - en vonandi hefur átakið
þau áhrif að þar verði bætt úr. Verslanir eiga að geta keypt slík belti
hjá þeim aðilum sem selja innkaupakerrur.
Veggspjöld með skilaboðunum hanga nú
vonandi á veggjum verslana um allt land og upplýsinabæklingur fyrir
foreldra liggur þar frammi.
Í tengslum við átakið var verslunum
sendar neðangreindar upplýsingar um það hvernig innkaupakerrur eiga að
vera til að þær séu sem öruggastar fyrir börnin - svo innkaupaleiðangur
foreldranna breytist ekki í martröð.
Svona eru innkaupakerrurnar öruggari:
Enginn vafi er á því að örugg og rétt
notkun á innkaupakerrum getur bæði komið í veg fyrir slys og
fækkað þeim. Slysatölur sýna að sá hópur sem slasast hvað oftast í
tengslum við innkaupakerrur eru börn. Tölurnar gefa ekki til kynna
hvort um er að ræða fall úr kerrunum sökum aðgæsluleysis foreldra eða
hvort innkaupakerrurnar ultu þar sem þær voru lélegar eða t.d. dekk og
undirvagn þeirra slitin eða biluð. Ef fækka á slysum í tengslum
við innkaupakerrur er nauðsynlegt að auka ábyrgð og aðgæslu foreldra og
að verslanir skipuleggi reglubundið eftirlit og viðhald með kerrunum.
Einnig ber að huga að því að kaupa eingöngu innkaupakerrur sem uppfylla
kröfur samhæfður evrópsks staðalls ÍST EN 1929 (Basket trolleys:
Requirements and tests for basket trolleys with or without a child
carrying facility). Staðlar eru ekki lög og því ber
framleiðendum innkaupakerra ekki að hanna og framleiða kerrur sínar
eftir staðlinum en hann er hins vegar það viðmið sem framleiðendur og
staðlasamtök Evrópu, CEN, hafa samþykkt að gildi sem besti kostur.
Staðallinn er í nokkrum hlutum sem hver um sig tekur á ólíkum þáttum við
innkaupakerrur t.d. hönnun barnastóla og að slíkar kerrur skuli vera með
hemlabúnaði, hvaða upplýsingar skulu vera á innkaupakerrum t.d. til
foreldra um rétta og örugga notkun sem og prófunarkröfur er lúta að
stöðugleika. Í staðlinum er einnig skilgreint hvaða upplýsingar
skulu vera sýnilegar s.s. hámarksþyngd barna er nota barnastólana og
hvernig viðhaldi skuli háttað til að tryggja öryggi vörunnar.
Við val og kaup á innkaupakerrum er því mikilvægt að skoða hvort kerrurnar
uppfylli ákvæði staðla um innkaupakerrur og hvort framleiðandi geti
látið í té upplýsingar sem þess efnis að þær hafi verið prófaðar með
hliðsjón af þeim. Jafnframt eiga framaleiðendur að láta kaupendum
í té upplýsingar um viðhald og eftirlit með innkaupakerrunum. Engar
almennar reglur eru til um líftíma innkaupakerra, þar vegur þyngst
notkun þeirra og viðhald verslunar. Það er aldrei of oft tíundað
að slys á börnum í tengslum við notkun innkaupakerra er samspil notkunar
foreldra og viðhalds verslana á kerrunum.
Lýðheilsustöð, Slysavarnafélagið
Landsbjörg og Neytendastofa hvetja verslunareigendur til að koma sér upp
innra skipulagi sem tryggir að reglulega er farið yfir ástand
innkaupakerrana þar sem m.a. yrði horft til upplýsinga frá framleiðenda
auk eftirfarandi:
§
Er einn aðili ábyrgur fyrir öllum kerrum verslunarinnar?
§
Eru skemmdar eða laskaðar kerrur teknar til hliðar í lok dags?
§
Er farið yfir öll barnasæti reglulega s.s. festingar þeirra við kerru?
§
Eru öryggisfestingar barnasæta og belti sætisólar á innkaupakerrum
yfirfarnar reglulega?
§
Er reglulega skipt um belti eða sætisólar?
§
Er reglulega farið yfir hjól innkaupakerra, þau hreinsuð?
§
Eru merkingar um hámarksþyngd barna á kerrunum, ungabarnastóll: 9 kg og
barnasæti: 15 kg.
§
Eru merkingar um að börn sem sitji í sæti kerrunar skuli nota skuli
belti
§
Eru merkingar um að ef sérstök barnasæti eru á kerru þá skuli nota
hemlabúnað.
§
Eru merkingar þess efnis að foreldrar skuli ávallt hafa eftirlit með
börnum sem eru í innkaupakerrunni”.
§
Er nánasta umhverfi verslunarinnar greiðfært fyrir kerrur, geta holur í
bílastæði, háir eða lausir kantar orsakað eða haft áhrif á stöðugleika
kerru?
Um þessar mundir
eru um 40.000 börn og unglingar að setjast á skólabekk. Þar af
eru líklega um 4000 nýliðar sem eru að feta sín fyrstu skref í
umferðinni.
Við flesta skóla landsins myndast umferðaröngþveiti á morgnana.
Öngþveitinu fylgir hávaða- og útblástursmengun með tilheyrandi óþægindum
og einnig umtalsverð slysahætta þegar börnin eru að skjótast á milli
bíla.
Bílum fjölgar jafnt og þétt. Aukinni umferð fylgir meiri slysahætta og
vegna slysahættunnar er börnum í síauknum mæli ekið til skóla. Þetta er
vítahringur sem vert væri að losna úr. Flestir sem nú eru fullorðnir
ólust upp við það að koma sjálfum sér í og úr skóla, gangandi, hjólandi
eða með strætó. Þetta hefur breyst og stór hluti skólabarna fær nú
far með bíl. Á sama tíma er hreyfingarleysi og ofþyngd vaxandi meðal
ungs fólks og henni fylgja oftar en ekki heilsufarslegur, sálrænn og
félagslegur vandi. Ein leið til að bæta úr er að gera hreyfingu að
lífsstíl.
Kennum börnunum öruggar leiðir til að ganga í skólann. Regluleg hreyfing
er öllum nauðsynleg. Börn ættu, skv. ráðleggingum Lýðheilsustöðvar, að
hreyfa sig að lágmarki klukkustund á dag og daglegur labbitúr til og frá
skóla er þar gott innlegg.
Börn þurfa tilsögn til að læra að forðast hættur í umferðinni. Þar til þau
byrja í grunnskóla hafa þau alist upp undir verndarvæng forráðamanna
heima og á dagheimilum. Besta leiðin til að forðast slys í umferðinni er
að þau læri að umgangast og varast hætturnar.
Gefum okkur tíma og göngum í skólann með barninu. Á göngunni gefst gott
tækifæri til að ræða heimsmálin, fá hreyfingu í skrokkinn og hreint loft
í lungun. Eitthvað sem bæði barni og foreldri verður gott af.
Frá því elstu menn muna
hafa neysluvenjur barna og unglinga verið fullorðnum áhyggjuefni og
jafnvel hneykslunarhella. Svo mikið er víst að það teldist til tíðinda
ef niðurstöður nýrrar neyslukönnunar sýndu að mataræði æskufólks væri
eins og best yrði á kosið. Hitt verður að segjast eins og er að
fullyrðingar um lélegt viðurværi barna og unglinga á Íslandi hafa oftar
en ekki byggst á getgátum eða einhvers konar tilfinningu fyrir
ástandinu. Fram til ársins 1992 höfðu aðeins tvær skipulagðar rannsóknir
verið gerðar á mataræði skólafólks hér á landi, sú fyrri á Vestfjörðum
árið 1939, hin síðari í Reykjavík árið 1977 en Baldur Johnsen læknir
stóð fyrir þeim báðum.
Síðastliðinn vetur gekkst Manneldisráð
Íslands loks fyrir ítarlegri könnun meðal skólabarna sem var meðal
annars ætlað að svara þeirri grundvallarspurningu hvort börnin okkar fái
nægilega holla og næringarríka fæðu. Könnunin fór þannig fram að
þjálfaðir spyrlar heimsóttu 22 skóla víðs vegar á landinu og tóku viðtöl
við nemendur úr 5., 7. og 9. bekkjum grunnskóla, samtals 1166 börn og
unglinga.
Niðurstöður könnunarinnar sýna að skortur
á nauðsynlegum næringarefnum telst varla almennt vandamál meðal
íslenskra skólabarna þótt því sé ekki að neita að einstaka börn sýni
merki um ófullnægjandi viðurværi. Vöxtur og þroski barnanna ber þessari
niðurstöðu ekki síður vitni, því óvíða verða börn hávaxnari en einmitt
hér á landi og hefur meðalhæð farið hækkandi undanfarna áratugi.
Þótt börn og unglingar líði ekki skort er
samt sem áður hægt að benda á nokkur atriði í mataræði þeirra sem brýnt
er að færa til betri vegar. Til dæmis er áberandi að sykurneyslan er
mun meiri en þekkist meðal nágrannaþjóða. Hvert barn borðar að
jafnaði hvorki meira né minna en 167 grömm af sykri á dag og samsvarar
það tveim desilítrum. Þegar dreginn er frá sá sykur sem er í
fæðutegundum frá náttúrunnar hendi, til dæmis í ávöxtum, mjólk og
ávaxtasafa verða enn eftir 96 grömm af hreinum strásykri sem hvert barn
innbyrðir á dag. Svo mikil sykurneysla hefur vart verið skráð í nokkurri
neyslukönnun meðal nágrannaþjóða. Gosdrykkir og aðrir sykraðir
svaladrykkir eiga drjúgan þátt í þessari miklu neyslu og lætur nærri að
helmingur sykursins sé innbyrtur á þann hátt.
Svo vikið sé að öðrum fæðutegundum sem
eru áberandi í fæði ungs fólks þá er neysla mjólkur og mjólkurvara
yfirleitt rífleg bæði meðal stráka og flestra yngri stelpna. Hægt
er að fullyrða að mjólk og mjólkurmatur séu veigameiri þáttur í fæði
íslenskra barna en víðast hvar annars staðar. Þegar stúlkur komast á
unglingsár minnkar mjókurneyslan oft verulega, jafnvel svo að
kalkþörfinni er ekki fullnægt sem skyldi. Fjórða hver stúlka á þessum
aldri fær minna en ráðlagðan skammt af kalki daglega. Þessi þróun er
sérstaklega bagaleg þar sem stúlkur hafa einmitt þörf fyrir kalkríka
fæðu á unglingsárum þegar bein þeirra þéttast hvað mest og örast.
Kalklítil fæða á þessum árum getur því haft afdrifaríkar afleiðingar
fyrir beinstyrk síðar á ævinni og er ástæða til að óttast að bein brotni
frekar eða falli saman þegar komið er á efri ár ef kalk skortir á
unglingsárum.
Þegar á heildina er litið breytist
mataræði stúlkna heldur á verri veg þegar kemur á unglingsár.
Sérstaklega er áberandi hve margar 14 ára stúlkur sleppa morgunmat.
Rúmlega 40 af hundraði þeirra borða engan morgunmat að minnsta kosti
þrisvar í viku eða oftar. Meðal tíu ára telpna telst slíkt til algjörrar
undantekningar og flestir tíu ára krakkar, bæði strákar og stelpur,
borða morgunmat á hverjum degi.
En hversu mikilvægt er að borða
morgunmat? Kennarar gera sér eflaust manna best grein fyrir gildi þess
að nemendur komi ekki matarlausir í skólann. Svangir krakkar eru
einfaldlega ekki góðir nemendur, þeir eru ýmist eirðarlausir eða
þreyttir. En niðurstöður könnunarinnar sýna að áhrif þess að sleppa
morgunverði eru víðtækari en marga hefði grunað. Það kemur nefnilega í
ljós að þeir nemendur sem borða morgunverð sjaldan eða aldrei, fá
mun næringarsnauðara og lélegra fæði
en þeir sem borða nánast alltaf morgunmat. Munurinn á næringarefnum í fæði
þessara tveggja hópa er slíkur að þeir sem borða morgunmat flesta daga
vikunnar fá 50% meira af öllum nauðsynlegum næringarefnum en hinir sem
sleppa morgunmatnum. Ástæðan fyrir þessum mikla mun er ekki aðeins
afburða hollusta og næringargildi morgunverðarins, heldur skiptir hitt
ekki síður máli að þeir sem sleppa morgunmat borða greinilega meira af
lélegri fæðu seinna um daginn en hin sem byrja daginn með morgunmat. Það
kemur því ekki á óvart að sykurneyslan er mun meiri meðal þeirra sem
sleppa morgunmatnum og einnig er algengara að þessi sömu börn séu
feitlagin. Niðurstaðan virðist sú að það sé beinlínis fitandi fyrir
ungar stúlkur að borða ekki morgunmat og með því að byrja daginn án
þess að borða sé að nokkru leyti búið að marka stefnuna fyrir daginn í
sjoppufæði, sælgæti og gosdrykki.
Nesti eða matur í skóla eru mikilvægir
þættir í neyslu barna og unglinga. Tíu ára börn sem búa í þéttbýli koma
langflest með ágætt nesti að heiman, í flestum tilfellum gróft brauð eða
ávöxt. Nestispökkum fer strax að fækka meðal stelpna í 7. bekk og þegar
komið er í 9. bekk sjást fáir með nesti, hvort heldur er strákar eða
stelpur.
Þótt nestismálin séu í ágætu horfi meðal
yngri barnanna er ástæða til að vekja athygli á einu mikilvægu atriði. Í
öllum skólum í þéttbýli eru seldir drykkir í nestistíma. Mjólk er þar
ævinlega á boðstólum en oftast eru þar líka sætir drykkir, kókómjólk,
safi og svaladrykkir. Mjólkin á mjög í vök að verjast þar sem hún er í
samkeppni við sæta drykki og nú er svo komið að hún er sá drykkur sem
minnst er selt af í skólum landsins. Flest börn drekka þar af
leiðandi sætan drykk í skólanum þótt síst sé á sykurneyslu þeirra
bætandi. Það er athyglisvert að vatn stendur nemendum yfirleitt ekki til
boða í nestistímum. Í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi hefur verið
bryddað á þeirri ágætu nýbreytni að bera fram kalt vatn í nestistíma.
Börnin hafa með sér mál eða bolla að heiman sem þau geyma í hólfi í
skólastofunni og er ískalt vatnið borið fram í könnu. Þetta er dæmi um
einfalda og ódýra aðgerð sem getur haft veruleg áhrif til að minnka
neyslu sætra drykkja meðal skólabarna.
Aðstaða barna og unglinga í dreifbýli er
allt önnur en í þéttbýli hvað varðar mat í skóla. Dreifbýlisskólar eru
flestir einsetnir og nemendur fá yfirleitt heitan mat í hádeginu og
jafnvel er boðið upp á morgunverð í sumum heimangönguskólum. Áhrif
skólamáltíðarinnar koma meðal annars fram í því að börnin drekka mjólk
eða vatn í skólanum þar sem ekki er um annað að velja með heita matnum.
Máltíðaskipan nemenda í þéttbýli er
verulega frábrugðin því sem algengt er meðal fullorðinna samkvæmt fyrri
könnun Manneldisráðs. Skólatíminn hefur mest áhrif þar sem margir
nemendur eru í skóla í hádeginu en fá nestistíma um miðjan morgun.
Hádegisverðurinn er því seint og hann er mun veigaminni en hádegisverður
fullorðinna, enda má ætla að mörg börn sjái um sig sjálf eftir skóla og
velji hvað þau fá sér að borða. Hins vegar er síðdegishressingin eða
"kaffið" mun orkuríkari máltíð meðal nemenda í 7. og 9. bekkjum en hjá
fullorðnum.
Síðdegishressingin veitir um fjórðung heildarorkuneyslunnar og er
næststærsta máltíð dagsins meðal nemenda. Á þessum tíma er sykurneyslan
mest þar sem kex, sætir drykkir, sælgæti og sætabrauð eru algengar
neysluvörur.
Það vekur óneitanlega athygli hve lítið
fer fyrir grænmetisneyslu íslenskra barna og unglinga. Meðalneysla á
þessum fæðutegundum er 35 grömm á dag sem samsvarar einum þriðja hluta
úr gulrót eða hálfum tómati á dag. Minna getur það varla orðið
og þetta áhugaleysi fyrir grænmeti kemur skýrt fram í trefjamagni
fæðunnar sem er langt undir ráðlagðri neyslu. Ávaxtaneysla er
heldur ekki ýkja mikil þótt heldur sé hún burðugri en grænmetisneyslan.
Að meðaltali borða börn um það bil hálfan ávöxt á dag eða 73
grömm. Litlar vinsældir ávaxta meðal íslenskra barna má sjálfsagt
útskýra að einhverju leyti með óvenju miklu og almennu sælgætisáti.
Ávextir eru gjarnan borðaðir sem nokkurs konar ígildi sætinda og því er
ekki að efa að börn borðuðu minna af sælgæti ef þau fengju meira af
ávöxtum.
Börn borða alla jafna fituminna fæði
en fullorðnir. Þau smyrja brauðið minna, nota gjarnan minni feiti með mat
og fjarlægja frekar fituna af kjöti en fullorðnir. En fá börnin næga
fitu? Hefur áróður fyrir fitusnauðum matvörum ef til vill gengið út í
öfgar þannig að fæðið fullnægi ekki þörf barna og unglinga fyrir orku og
fitu? Bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum hafa næringarfræðingar og
barnalæknar haft áhyggjur af þessu og fundið dæmis þess að börn hafi
fengið of fitusnautt fæði vegna ofstækisfullrar og misskildrar viðleitni
til heilsusamlegs fæðuvals eða vegna megrunaráráttu ungs fólks. Í fáum
orðum sagt sjáum við engin merki þessa í niðurstöðum könnunarinnar. Fæði
íslenskra barna getur svo sannarlega verið ófullnægjandi bæði með
tilliti til fitu og annarra næringarefna en það á þá rót sína að rekja
til óhóflegs sætindaáts, gosdrykkjaneyslu og lélegra fæðuvenja,
samfara óreglu á máltíðum og engum morgunverði en ekki ofstæki í notkun
fitusnauðra hollustuvara. Það er athyglisvert að samkvæmt könnuninni fá
þau börn sem velja léttmjóllk í stað nýmjólkur að jafnaði hæfilega fitu
úr fæðunni auk þess sem þau borða bætiefnaríkara fæði en almennt gerist
meðal jafnaldra þeirra.
Samkvæmt manneldismarkmiðum er talið
æskilegt að hlutur fitu sé innan við 35 af hundraði heildarorku og
hlutur sykurs innan við 10 af hundraði orkuneyslu. Um helmingur barna og
unglinga nær markmiðinu með tilliti til fitu en mun færri takmarka
sykurneysluna í samræmi við markmið. Aðeins áttunda hvert barn
fylir hollustumarkmiðum Manneldisráðs, þegar á heildina er litið, og
takmarkar bæði fitu og sykur eins og þar er ráðlagt.
Mataræði barna og unglinga ber menningu
okkar ekki síður vitni en afrek á sviði lista og vísinda. Þessum
menningarþáttum gætum við öll sinnt mun betur, bæði foreldrar, skólamenn
og stofnanir. Við þurfum að fræða, rækta og hvetja og það sem mestu máli
skiptir, við þurfum að auðvelda börnum og unglingum aðgang að hollum
mat. Þegar sjoppur eru á næsta götuhorni við flesta skóla, þegar
börn og unglingar eru í skóla á tímum sem stangast á við vinnutíma
foreldra, þegar börn geta ekki matast á venjulegum matmálstímum vegna
skólagöngu eða íþróttaæfinga, þá er ekki alltaf auðvelt að velja hollan
mat.
Þótt þjóðfélaginu verði að sönnu ekki
umbylt á svipstundu og einsetinn skóli með skólamáltíðum sé enn
framtíðarsýn, er engin ástæða til að láta sér algerlega fallast hendur.
Við getum þrátt fyrir þessar aðstæður komið meira til móts við þarfir
barna og unglinga. Manneldisráð hefur nýlega stofnað samstarfshóp sem er
ætlað að koma með ábendingar og hugmyndir varðandi matarmál nemenda á
skólatíma. Skólastjórnendur, foreldrasamtök, menntamálaráðuneyti og
fleiri aðilar eiga fulltrúa í hópnum og er ætlunin að kynna tillögur
hans á haustmánuðum. Eins hefur Manneldisráð dreift bæklingi meðal allra
nemenda í 5., 6. og 7. bekkjum grunnskóla með leiðbeiningum um fæðuval
ásamt bréfi til forráðamanna barnanna og leiðbeiningum fyrir
bekkjarkennara. Samsvarandi bæklingur fyrir eldri nemendur er í bígerð
og verður honum væntanlega dreift á hausti komanda.
Komið er á markað
forritið
Lesheimur
sem er kennsluforrit um lestur.
Forritið er hannað og þróað af Maríu Ingu Hannesdóttur kennara sem hefur
starfað við kennslu og sérkennslu á ýmsum skólastigum í yfir 30 ár.
María byggir forritið á reynslu sinni af lestrarkennslu
Forritið nýtist fólki á öllum aldri, hvort sem það er að læra að lesa,
kenna lestur eða á við lestrarörðugleika að etja. Einnig nýtist
það fólki sem er að æfa framburð því hægt er að hlusta á hljóð stafanna
og skoða teikningar af stöðu munnsins þegar hvert hljóð er borið fram.
Að takast
á við breytingar er hluti af lífi og starfi allra einstaklinga og nú
bíða mörg5 og 6 ára börn eftir að byrja í grunnskóla. Þau hafa
ekki farið varhluta af því að mikið stendur til og heyra umræður
foreldra og annarra um ýmislegt sem tengist skólagöngu þeirra. Er
mín/minn að byrja í skóla? Þau eru allt í einu orðin svo stór og hafa
útskrifast af leikskóla, sem margir hafa gert með mikilli viðhöfn af
leikskólans hálfu. Börnin hafa fengið skólatösku alls konar skóladót,
skólaföt og mörg hver hafa fengið skrifborð og herbergið endurnýjað svo
þau hafi allt til alls fyrir heimanámið og skólagönguna. Barnið hefur
fengið póst og heimsendingar frá stórfyrirtækjum eins og nestisbox,
endurskinsmerki eða annað er tengist skólagöngunni. Þau eru
orðin hluti af markhópi fyrirtækja.
Sum
börn eiga erfiðara með að sofna á kvöldin og foreldrar finna að börnin
hafa væntingar, eru jafnvel spennt, sum áhugalítil en önnur kvíðin.
Margir foreldrar finna líka fyrir kvíða sem tengist skólagöngu barnsins.
Hvernig tekur skólinn á móti okkur? Hvernig verður að kveðja barnið við
skólalóðina, hvenær opnar skólinn, tekur einhver á móti því, hvað með
nestið, klósettferðirnar, heimanámið, samskipti við bekkjarfélaga og
kennara? Mun barnið fá kennslu við hæfi, verður boðið upp á
stoðþjónustu, eignast það nýja vini, hvaða upplýsingar ættu að fylgja
barninu mínu í skólann og hvaða aðstandendur eiga að vera skráðir
sé barnið í stjúpfjölskyldu? Nauðsynlegt er að foreldrar leiti
upplýsinga til að fá svör við þessum spurningum t.d. á heimasíðum skóla.
Hjá skólariturum er hægt að leita upplýsinga um foreldraráð og
foreldrafélög og hvaðeina er tengist skólagöngu barnsins.
Handleiðsla foreldra er mjög mikilvæg alla skólagönguna og verður seint
ofmetin sérstaklega í skólabyrjun. Skólanum ber að rækja hlutverk sitt í
samvinnu við heimilin og foreldrum ber að styðja við barn sitt og skapa
því sómasamlegt lífsviðurværi og námsumhverfi. Það tekur til allra
þátta í lífi barnsins en líðan barnsins er lykilatriði. Barni sem líður
ekki vel er síður móttækilegt fyrir námi og því sem skólinn hefur fram
að færa. Rannsóknir sína að námsárangur barna ræðst að verulegu leyti af
þáttum sem liggja utan skólans sjálfs m.a. stuðningi foreldra við
heimanám.
Vellíðan og velgengni barna í námi byggist öðru fremur á góðum
samskiptum foreldra við skólann og gagnkvæmu trausti þessara aðila.
Jákvætt viðmót og gagnkvæm upplýsingamiðlun er eitt af því sem
foreldrar þurfa að stuðla að. Foreldrar þekkja barnið sitt betur en
nokkur annar og barnið verður að geta treyst á foreldra sína á þessum
tímamótum í lífi sínu. Öflugt foreldrasamstarf styrkir foreldra og er
frábær leið til að styðja við barnið. Munum að bros, hvatning og
hrós skila bestum árangri. Vel upplýstir og glaðir foreldrar eru góð
forvörn.
Viðtal
við Klöru Hjálmtýsdóttur og Kristínu Huld Gunnlaugsdóttur námsráðgjafa.
Birtist
í tímariti Heimilis og skóla 2005.
Í könnun sem gerð var
árið 1996 kom fram að mikill meirihluti nemenda og foreldra vildu auka
samstarf og upplýsingaflæði í framhaldsskólum¹. Margt hefur breyst til
batnaðar á síðustu árum, framhaldsskólarnir eru orðnir opnari en þeir
voru og margir foreldrar meðvitaðri um mikilvægi samstarfs. Sífellt
stærri hluti hvers árgangs hefur nám í framhaldsskólum landsins.
Undanfarin þrjú ár hefur rúmlega 90% árgangsins haldið áfram í námi en
hlutfallið var um 85% árið 1992. Brottfall úr framhaldsskólum er hins
vegar mikið vandamál þó dregið hafi úr því á undanförnum árum. Mikilvægt
er að leita leiða til að draga úr brottfalli og stuðningur foreldra
skiptir þar gríðarlega miklu máli. Samstarf felur í sér að allir aðilar
sem koma að skólanum leggi sitt af mörkum og því þurfa skólastjórnendur,
kennarar, foreldrar, nemendur og yfirvöld menntamála að vera meðvitaðir
um hlutverk sitt og reyna markvisst að auka samstarfið til hagsbóta
fyrir nemendur.
Mikilvægt er að
foreldrar verði enn öflugri en þeir eru nú í samstarfi við
framhaldsskólana , þeir þurfa að kynna sér vel framhaldsskóla
unglingsins, í hverju námið felst og hvaða kröfur eru gerðar. Eins er
mikilvægt að þeir fylgist með því sem er að gerast hverju sinni í lífi
unglingsins bæði innan og utan veggja skólans. Foreldrafélög eru
starfandi við marga framhaldsskóla og ættu foreldrar nýnema að nýta sér
þann vettvang til að kynnast nýjum skóla betur.
Að mörgu er að huga
þegar byrjað er í framhaldsskóla og segja má að nemendur séu að taka
stórt skref inn í ókunnugan heim. Elín Thorarensen ræddi við Klöru
Hjálmtýsdóttur og Kristínu Huld Gunnlaugsdóttur námsráðgjafa í
Verzlunarskóla Íslands um það í hverju þessi breyting felst og hvernig
nemendur og foreldrar þeirra geta tekist á við þessar breytingar.
Hverju
þurfa nemendur að huga að er þeir byrja í framhaldsskóla, hverjar eru
helstu breytingarnar sem þeir standa frammi fyrir?
Þegar nemendur byrja í
framhaldsskóla standa þeir frammi fyrir mun meiri námslegum kröfum en
þeir hafa vanist, auk þess sem námið byggir meira á sjálfsnámi nemenda
þar sem þeir bera meiri ábyrgð á náminu. Einnig er mun meiri
heimalærdómur en í grunnskóla. Nemendur sem hafa lítið lært heima í
grunnskóla finna mest fyrir auknu álagi því þeir hafa ekki tamið sér að
læra skipulega heima sama hversu góðir námsmenn þeir eru. Umhverfið sem
nemendur eru að koma í er líka framandi. Þeir kunna til dæmis ekki á
skólann/kerfið, þekkja ekki kennarana, námskröfurnar, samnemendur og
þetta getur skapað óöryggi.
Hvert
er hlutverk umsjónarkennara í framhaldsskólum?
Hjá okkur hér í
Verzlunarskólanum er hlutverk umsjónarkennara að halda utan um nemendur
í sínum bekk bæði hvað varðar námsástundun, hegðun og mætingu. Þeir
leggja sig fram um að kynnast nemendum og eru á varðbergi fyrir því að
nemendur til dæmis aðlagist ekki eða líði illa af einhverjum ástæðum.
Það er einn umsjónartími á viku fyrsta árið sem umsjónarkennarinn notar
til að kynna nemendum skólann, aðstoða þá við að takast á við lífið í
framhaldsskóla, ræða um ýmsar forvarnir, hrista bekkinn saman með
hópefli sem sagt nokkurs konar lífsleikni. Umsjónarkennari er líka
tengiliður foreldra við skólann. Það eru haldnir tveir foreldrafundir
hér í skólanum á fyrsta ári og einn fundur er á öðru ári með
umsjónarkennara. Á þessum fundum geta foreldrar rætt við umsjónarkennara
og fengið upplýsingar um barn sitt.
Hvert
geta nemendur leitað ef þeim gengur illa að ná utan um námið til dæmis
vegna aukins álags?
Nemendur geta bæði
leitað til kennara eða til námsráðgjafa. Kennarar geta gefið góð ráð
varðandi námsefni í sínu fagi. Námsráðgjafi hjálpar nemanda að fá
yfirsýn yfir það sem hann þarf að gera og aðstoðar hann við að
skipuleggja sig sem best. Nemandinn kemur þá gjarnan í viðtal einu sinni
í viku í nokkrar vikur meðan hann eru að temja sér ný vinnubrögð.
Er
einhverja aðstoð að fá í skólanum í sambandi við heimanám? Hvar liggja
frammi upplýsingar um framboð og tímasetningar?
Boðið er upp á tíma í
stærðfræði einu sinni í viku hér í Verzló og þá þannig að nemendur geta
komið og reiknað og fengið aðstoð frá kennara. Þannig að ekki er um
eiginlega kennslu að ræða. Þessir tímar eru auglýstir á sjónvarpsskjá, á
auglýsingatöflum, með tölvupósti og af umsjónarkennara. Aðra aukakennslu
verða nemendur að útvega sér sjálfir en hægt er að fá upplýsingar hjá
námsráðgjöfum um aðila sem bjóða aukakennslu.
Hvaða
spurningar verðið þið varar við að brenni helst á foreldrum við þessi
tímamót?
Foreldrar eru mjög
óöryggir með það hvort þeir megi skipta sér af og afla sér upplýsinga.
Við hvetjum foreldra eindregið til að hafa samband við skólann ef þeir
eru óöryggir með eitthvað. Þeir geta haft samband við umsjónarkennara
sem hafa auglýsta viðtalstíma sem og námsráðgjafa. Allir foreldrar fá
tölvuaðgang að ákveðnu svæði nemandans en þar koma fram gagnlegar
upplýsingar um væntanleg verkefni, próf, einkunnir og mætingu. Þessi
aðgangur dettur út við 18 ára aldur. Við hvetjum foreldra til að nýta
sér þennan aðgang. Eftir 18 ára aldur geta foreldrar áfram haft
samband við skólann þó tölvuaðgangur þeirra hafi dottið út.
Það má samt ekki gleyma
að láta nemendur sjálfa axla ábyrgð. Það er vænlegra til árangurs að
sýna áhuga á því sem barnið er að gera, ræða um skólann, námið, vinina
og félagslífið en ætla alveg að stjórna þeim. Mikilvægt er að hafa gaman
af þeim og þeirri orku sem einkennir krakka á þessum aldri.
Einnig velta foreldrar
fyrir sér hversu mikið þeir eiga að skipta sér af náminu. Það er
mikilvægt að vera til staðar og geta gripið inn í fljótt ef eitthvað
kemur upp á og hafa samband við skólann um leið og foreldrar finna að
eitthvað er ekki eins og það á að vera. Til dæmis ef nemandinn lærir
aldrei, líður illa eða leiðist, þá er gott að tala við umsjónarkennara
eða námsráðgjafa. Yfirleitt er hægt að leysa öll vandamál svo allir
verði sáttir og því óþarfi að sitja ósáttur heima.
Foreldrar velta einnig
fyrir sér hvort þeir séu velkomnir í skólann og eigi til dæmis að mæta á
skólasetningu. Allir foreldrar eru velkomnir í skólann og á
skólasetningar og krökkunum finnst það sjálfsagt og eru ekki að spá í
hver kemur með foreldri með sér eins og svo margir halda.
Til
hvers eiga foreldrar að mæta á foreldrafundi?
Það er mjög mikilvægt
að foreldrar mæti á foreldrafundi í skólanum. Það sýnir áhuga þeirra á
velferð barnsins. Nemendum finnst skipta máli að þau mæti - þó þau segi
oft annað. Aðalmarkmið haustfundanna er að kynna skólann, starfsfólk og
helstu reglur fyrir foreldrum og þannig minnka bilið milli þeirra og
skólans. Gefa foreldrum hugmynd um það umhverfi sem barnið þeirra er í á
daginn. Hjá okkur er haustfundurinn þannig byggður upp að foreldrar mæta
fyrst í hátíðarsal skólans þar sem aðstoðarskólastjóri ávarpar þau og
segir frá helstu námsuppbyggingu og skólareglum, námsráðgjafi segir frá
sínum störfum, félagslífs- og forvarnarfulltrúar frá sínum og fulltrúi
nemendafélagsins frá starfsemi nemendafélagsins. Á eftir eru umræður sem
verða oft fjörugar. Síðan fara foreldrar í stofur með umsjónarkennara
barns síns og þar geta foreldrar bekkjarins rætt saman um það sem þeim
liggur á hjarta. Að lokum gefst foreldrum tækifæri til að hitta
skólastjórnendur, námsráðgjafa og umsjónarkennara undir fjögur augu ef
þeir hafa áhuga á. Þetta eru fundir sem foreldrar eru mjög ánægðir með.
Hvað með félagslífið og
þátttöku í því, hvernig eiga foreldrar að bregðast við þegar nemendur
vilja halda partý, fara í partý og á böll og vera úti langt fram eftir
nóttu?
Við viljum bara
benda foreldrum á að taka ábyrga afstöðu eins og við segjum við
krakkana. Skólinn mælist til þess að foreldrar séu heima þegar
haldin eru partý þó þeir séu ekki sitjandi inni í stofu. Þeir eru
þá til staðar ef eitthvað kemur uppá og partýin fara betur fram.
Hvaða
aðilar innan skólans halda utan um félagslíf nemenda?
Hjá okkur eru það fyrst
og fremst nemendur skólans en þeim til halds og trausts er
félagslífsfulltrúi úr hópi kennara sem les yfir greinar, skoðar myndbönd
o.þ.h. í þeim tilgangi að ekkert komi fram sem getur sært aðra eða
brjóti lög. Félagslífsfulltrúinn er einnig á flestum viðburðum
nemendafélagsins ásamt fleira starfsfólki skólans. Einnig höfum við
forvarnarfulltrúa sömuleiðis úr hópi kennara sem stuðlar fyrst og fremst
að forvörnum í öllum myndum, þ.e. gegn vímuefnanotkun, reykingum,
átröskun, þunglyndi o.s.frv. Hlutverk þessara tveggja aðila er að stuðla
að heilbrigðu og öflugu félagslífi nemenda.
Hvert
er hlutverk foreldrafélaga í framhaldsskólum?
Hlutverk foreldrafélaga
í framhaldsskólum er fyrst og fremst eins og í grunnskólum að standa
vörð um hag nemenda skólans. Það er starfandi foreldrafélag hér sem
hefur komið ýmsum góðum hlutum á framfæri. Það sem háir foreldrafélögum
framhaldsskólanna helst er að nemendur verða 18 ára og lögráða eftir
eitt og hálft til tvö ár í framhaldsskóla og þá hætta foreldrar mikið að
skipta sér af foreldrastarfinu.
Hvaða
fræðslu geta foreldrar sótt til skólans?
Haldnir hafa verið
fræðslufundir á vegum forvarnarfulltrúa skólans einu sinni á ári en
mæting hefur ekki verið alltof góð eða 30-50 manns. Á foreldrafundina á
haustin hefur hins vegar verið mjög vel mætt eða um 300-400 manns hjá
340 nemendum sem við erum mjög ánægð með.
Eitthvað
að lokum?
Já við viljum bara
hvetja foreldra til að vera til staðar fyrir unglingana sína, fylgjast
með því sem þau taka sér fyrir hendur bæði innan og utan skólans. Ef
hægt er að ræða saman um mál sem koma upp þá auðveldar það líf
unglingsins og getur komið í veg fyrir að hann lendi í aðstæðum sem hann
ræður ekki við. Þetta er frábær tími í lífi unglinganna og um leið
og foreldrar hafa gaman af öllu sem um er að vera hjá krökkunum en líta
ekki neikvætt og með kvíða á allar þessar breytingar verður þetta líka
frábær tími hjá foreldrunum.
¹ Elín Thorarensen.
1998. Samstarf heimila og framhaldsskóla: Viðhorf nemenda, foreldra og
kennara. Kennaraháskóli Íslands. Meistaraprófsverkefni
Veist þú
hvað barnið þitt ber mikla þyngd á bakinu á milli skóla og heimilis?
Á seinasta
áratug hefur skólataskan sem börnin okkar bera þyngst jafnt og þétt með
tilkomu fleiri námsgreina og betur myndskreyttum en jafnframt þyngri
skólabókum. Afleiðingar þessa á heilsu barnanna eru alvarlegar og ástæða
til að staldra við og íhuga hvað er til ráða.
Skólabókardæmi um góða tösku:
Hún ætti
að vera endingargóð, vatnsheld, létt, hönnuð til að falla að líkamanum
og hafa næg endurskinsmerki. Taskan ætti að vernda bakið og gera barnið
vel sýnilegt í umferðinni.
Eina
vandamálið sem þessi uppskrift að góðri tösku leysir ekki, er sú
óhóflega þyngd sem oft vill rata í hana í formi skólabóka og annarra
fylgihluta og veldur því að barnið burðast með þyngd á bakinu sem hefur
slæm áhrif á hrygginn. Ráðlögð þyngd skólatösku er 10-12.5% af þyngd
barnsins, þar sem sjálf taskan ætti ekki að vera þyngri en 1.5 kg, en
fyrstu 2 ár skólagöngunnar ætti hún ekki að vera þyngri en 1.2 kg
Best væri
ef skólatöskur væru þannig úr garði gerðar að hægt væri að aðlaga þær að
hverjum einstaklingi. Áherslan er þá lögð á að hún sitji rétt og að hún
aflagi ekki stöðu/stellingu barnsins. Lykilatriði er að skólataskan
liggi þétt að bakinu, hátt uppi og að raðað sé jafnt í hana. Kostur
bakpokans fram yfir skjalatöskuna er óvéfengjanlegur. Forráðamenn og
skóli þurfa að minna börnin á að bera töskuna rétt og athuga að hún
innihaldi ekki of mikinn og ónauðsynlegan þunga.
Auk
áhættunar á skaða á stoðkerfi, hreyfiþroska og samhæfingu, geta óhóflega
þungar skólatöskur einnig skaðað jafnvægi barnanna og dregið úr hæfni
þeirra til að standa upprétt. Börn á skólaaldri ná ekki fullri
samhæfingu fyrr en á kynþroskaskeiði. Á fyrstu árum skólagöngu ná börnin
ekki að fullu að aðlagast viðbótarþyngd, t.d. skólatösku. Þetta leiðir
til óhappa sem rekja má til ófullnægjandi jafnvægisskyns.
Skólatöskur eru oft of þungar vegna þess að skólabækur eru geymdar í
þeim og bornar milli heimlis og skóla án þess að þeirra sé þörf þann
daginn. Forráðamenn geta ekki einungis minnkað hættuna á skaða á
heilsufar barna sinna af þessum völdum með því að kaupa léttari
skólatöskur, heldur einnig með því að gera reglulega “tiltekt” í
skólatöskunni og fylgjast grannt með því að þar sé ekkert óþarft að
finna. Ekki má hætta að vera vakandi yfir þessu þó barnið vaxi, því
vöðvakerfi 10 ára gamals barns er enn mjög viðkvæmt fyrir því að bera
mikla þyngd. Skólastjórnendur og kennarar þurfa einnig að sjá til þess
að börnin hafi fullnægjandi geymslu fyrir þungar skólabækur í skólanum.
Til viðbótar þungum skólatöskum hefur skortur á hreyfingu einnig mikið
að segja þegar stoðkerfi líkamas skaðast. Börn eyða oft allt of miklum
tíma fyrir framan tölvur og sjónvarp. Mælt er með reglulegri
íþróttaiðkun í fersku lofti til að styrkja stoðkerfi líkamans,
samhæfingu og hreyfiþroska barna.
Nokkrar
hugmyndir sem leitt gætu til bóta:
-
að skilja hluta bókanna eftir í skólanum
-
að börnin hafi skápa í skólunum þar sem þau geta geymt skóladót og bækur
-
að heildarþyngd skólatösku sé ekki meiri en 10% af þyngd barns
-
að takmarka eftirspurn nemenda eftir skólaefni
-
að hafa tvö sett af öllum bókum
-
að takmarka bæði stærð og þyngd skólabóka
-
að skipuleggja stundaskrá þannig að hugað sé að fjölda bóka er barnið
þarf að bera
-
að nota vinnuvistvæn húsgögn
-
að nota léttari skólatöskur
-
að vanda valið þegar kemur að því að kaupa skólatösku fyrir barnið.
-
að nota rafrænar skólatöskur. Í nokkrum löndum er slík á tilraunastigi.
Helstu vandamálin eru þau að kennarar eru ekki allir í stakk búnir til
að notast við tæknina. Áður en farið verði út í það að notast við
“rafrænar skólatöskur” verði að mennta kennara og nemendur betur í
upplýsingatækni. Einnig hefur verið bent á þá staðreynd að “rafræn
skólataska” er ekki endilega léttari en sú er notast er við í dag.
Á þessum árstíma er margt
fólk að endurskipuleggja sitt daglega líf sérstaklega með tilliti til
þess að nú eru skólarnir að byrja. Sumir nemendur eru að færast milli
skólastiga t.d. frá leikskóla yfir í grunnskóla eða frá grunnskóla yfir
í framhaldsskóla, eru að hefja háskólanám eða að byrja á leikskóla.
Margir eru á þessu hausti að fóta sig í nýju íbúðahverfi eða nýju
húsnæði á öðru svæði en þeir eru vanir.
Flest sveitafélög hafa fyrirhyggju
hvað þessar þjóðlífsbreytingar varðar og er þá aðallega verið að huga að
öryggi barna í umferðinni og vegfarendur beðnir að taka tillit til
aðstæðna en það er að ýmsu fleiru að hyggja.
Starfsemi foreldrafélaga og
foreldraráða í grunnskólum landsins liggur að mestu niðri yfir hásumarið
en strax eftir verslunarmannahelgi er hafist handa við undirbúning
hauststarfsins. Þá eru foreldrar nýrra nemenda
boðnir velkomnir í foreldrafélögin og bekkjarfulltrúar taka til starfa.
Yfirleitt eru bekkjarfulltrúar kosnir á námskynningum á haustin en
margir skólar halda nú aðalfundi á vorin og hafa skipulagt að vori
upphaf skólans hvað foreldrasamstarfið varðar.
Foreldraráð sem
starfa skv. lögum með skólastjórum yfirfara skólanámskrár,
stundatöflur og huga að viðurværi og velferð barna í grunnskólum s.s.
öryggi skólabarna sem gott er að huga að einmitt við upphaf skólans og
laga það sem betur má fara.
Umsjónarkennarar eru með viðtalstíma sem oftast er getið um í stundaskrá
nemenda og skóladagatal og innkaupalist er oft hægt að sjá á heimsíðum
skóla jafnvel fyrir skólasetningu. Auk þess starfa
skólahjúkrunarfræðingar og námsráðgjafar innan skólanna og geta
foreldrar leitað til þeirra á auglýstum viðtalstímum.
Heimili og skóli, landssamtök
foreldra beina þeim tilmælum til foreldra að huga vel að börnum sínum
sem mörg hver hafa byggt upp væntingar eða kannski kvíða. Samtökin
vilja einnig hvetja foreldra til að taka virkan þátt í
foreldrasamstarfi. Rannsóknir sýna að mikill ávinningur er af þátttöku
foreldra í skólastarfi og góðri samvinnu heimila og skóla. Milli þessara
aðila þarf að ríkja trúnaður og jákvætt viðmót. Samtökin hvetja
foreldra til að leita sér upplýsinga um hvaðeina er varðar skólagöngu
barnsins hjá starfsfólki skóla, hjá fræðsluyfirvöldum
sveitarfélaganna eða á heimasíðu samtakanna
Réttlæti er undirstaðan fyrir virðingu og
trausti og börn verða að upplifa að foreldrar séu réttlát. Foreldrar
þurfa að vera réttlát í boðum og bönnum, í hlutverki sínu sem
fyrirmyndir barnanna, réttlát hvort við annað í foreldrahlutverkinu
o.s.frv. Það reynir því mikið á þennan þátt í uppeldinu. Það verður þó
að segjast að því miður er það oft sem börn upplifa að foreldrar þeirra
hegði sér þannig að þeim finnast þeir vera óréttlátir.
Allir þekkja söguna af deildarstjóranum sem
var skammaður af forstjóranum sem skammaði undirmannmann sinn sem
skammaði konuna sína þegar hann kom heim en hún skammaði eitt barnanna.
Það barn skammaði yngra systkinið sem var vont við hundinn sem lét svo
sitt “skap” bitna á kettinum.
Svona ferli upplifa mörg börn. Foreldrar
eiga erfitt í vinnunni, í samskiptum hvort við annað, við fólk úti í bæ
eða hafa kannski orðið reið eða pirruð við systkini þeirra. Þá er það
alltof oft sem foreldrar greina ekki á milli í reiði sinni eða pirringi
og láta skapið bitna á “saklausum”. Börn geta orðið ansi varnarlítil því
ef þau fara að afsaka sig eða að reyna að segjast ekki hafa gert neitt,
þá gerðu þau örugglega eitthvað í gær sem hægt er að rifja upp eða
foreldrar telja þau eigi eftir að gera eitthvað af sér. Of margir
foreldrar reyna að ahafa alltaf rétt fyrir sér og lenda studnum í
ógöngum út af því.
Allir þekkja þetta óréttlæti, þekkja það frá
samskiptum innan fjölskyldna, frá vinnustöðum, frá því þeir voru í skóla
og sumir kennara áttu það til að skamma aðra krakka en þá sem áttu hlut
að máli.
Annað sem líka er óréttlátt sem barn er að
vera skammaður fyrir eitthvað sem aðrir hafa gert. Foreldra skamma öll
systkinin fyrir eitthvað sem eitt þeirra hefur gert, kennari skammar
allan bekkinn fyrir það sem fáir nemendanna hafa gert, yfirmaður skammar
alla í deildinni fyrir mistök sem fáir gerðu o.s.frv..
Gætið ykkar því á að vera ávallt réttlát í
samskiptum ykkar við börnin því það er grundvöllur virðingar og trausts
ykkar á milli.
að þú
sýnir hvað þér þykir vænt um þau, hafa þau mesta þörf fyrir það.
Oft á tíðum glíma foreldrar við þann vanda að börnin þeirra missa stjórn
á skapi sínu. Það getur verið vegna þes að þau eiga erfitt með að taka
mótlæti, t.d. þegar foreldrar segja NEI. Það getur líka verið vegna þess
að þeim líður illa vegna einhvers annars t.d. félagslegum samskiptum í
(leik)skóla, í félagahóp, eiga erfitt með námið sitt, finnst þau verða
undir í systkinasamskiptum o.s.frv.. Hver svo sem ástæðan er fyrir
þessum erfiðleikum við skapstjórnun er mikilvægt að foreldrar kunni
góðar aðferðir til að hjálpa þeim.
Margir foreldra eru í óvissu
og fara að líta svo á að barnið sé frekt og yfirgangssamt og vilji
stjórna. Þessi afstaða gerir það að foreldra beina athyglinni að sjálfri
hegðun barnanna, því sem þau gera en ekki að því hvernig þeim
LÍÐUR
þegar þau hegða sér svona. Þetta gerir oft það að foreldra bíða eftir að
börnin læri að hegða sér betur, þeir telja að börnin hegði sér svona
viljandi og geti vel breytt ÞEGAR þau vilja. Foreldrar skamma þau svo
fyrir að gera ekki rétt því frá sjónarhorni foreldra væri svo auðvelt að
hegða sér vel. Foreldrarnir velja því að horfa á hegðunarerfiðleika og
skapoffsa hjá börnunum sínum sem eitthvað sem þau geta stjórnað.
Líta þeir þar af leiðandi svo á að börnin "VELJI" að reiðast, missa
stjórnina af illkvittni og þvermóðsku? Kannski er það svo þó ég hafi
ALDREI hitt barn sem hetur stjórnað viljandi skapbrestum sínum. Þar að
auki er þetta því miður frekar vonlaust viðhorf. Þá eru foreldrar alltaf
verið að bíða eftir að börnin breytist og skamma þau fyrir að gera það
ekki.
Ég tel miklu frekar lausnina felast í því að líta svo á að þegar börn
reiðast og missa stjórn á skapi sínu þá sé um það að ræða að þau
hafa ekki nóga sjálfsstjórn til að t.d. taka mótlæti og ÞURFA AÐSTOÐ TIL
ÞESS.
Grunnviðhorfið í að aðstoða
börn
sem reiðast auðveldlega er að
HLUSTA,
sérstaklega að nota það sem dr. Thomas Gordon kallar VIRKA HLUSTUN. Hann
kennir hana m.a. í bókinni sinni
Samskipti foreldra og barna
sem er grunnbók á námskeiðinu með sama nafni sem ég og Wilhelm Norðfjörð
halda, Samskipti foreldra og barna.
Þegar börnin reiðast snýst málið
ekki um að sigra þau
ÞÓ þér finnist þau ætla að sigra þig sem foreldri. Aðalatriði er að kenna
þeim að það séu til aðrar aðferðir en að sigra/tapa í fjölskyldum,
aðferðir þar sem mál eru leyst af virðingu og í sátt. Það er alltof oft
sem foreldrar fara að líta svo á að börnin séu að reyna að sigra
foreldra sína á meðan þau eru fyrst og fremst að fá þau til að hlusta á
sig og að taka mark á sér.
Hlustun er fysta skrefið, en ekki það eina. Hlustaðu vel, farðu ekki í
stríð við barnið um að sigra eða tapa í þessari lotu, líttu ekki á þig
sem andstæðing barnsins þíns. Vertu samhliða barninu þínu, hlustað
vel á það sem það er að segja, virtu innihaldið í því sem það segir ÞÓ
það segi hlutina leiðinleg. Þið eru jú að rífast. Ég get fullyrt að
ÞEGAR þér hefur tekist þetta, að hlusta og virða skoðun barnsins þíns og
forðast að lenda í rifrildi þá hefur þú tekið mikilvægt kref til bættra
samskipta ykkar á milli. Þá getur þú sagt með virðingu í tóninum
"Ég heyri og
skil (það sem hvílir á þér, t.d. að finnast leiðinlegt að fá ekki ????)
en ég vil líka að þú skiljir að þú getur ekki fengið það núna því að
............
.
Mundu að það er líklegast að barnið þitt vilji hlusta á þig og taka mark á
því sem þú segir ÞEGAR þú hefur hlustað á það og það finnur að þú tekur
mark á því sem það segir. Ekki til að það ráði en að þú hafir virt það
sem því finnst og sem það hefur sagt.
Hafið þið heyrt foreldra
segja við börnin sín þegar þau stoppa og vilja etv. ekki labba lengra. "Jæja, pabbi er farinn, bless",
Það eru til ýmsar útgáfur af þessu, m.a. ef börn eru ódæl í búðinni eiga
foreldrar það til að segja "Ég skil þig þá bara eftir hérna"
eða eitthvað á þessa leið. Ég hef ávallt haft ímugust á þessum aðferðum
til að hvetja börn áfram því í mínum huga er verið að skapa ótta og
óöryggi hjá börnum. Skilaboðin eru á þann veg að "ef þú gerir ekki
eins og ég vil núna þá fer ég frá þér". Þetta gera sumir foreldrar
jafnvel við mjög ung börn, kannski þegar þau eru rétt farin að ganga og
vilja etv. fara aðra leið en foreldrar þeirra. Ég get svo sem ímyndað
mér að foreldrar sem segja svona við börn sín fari í vörn og segi
"Ég meina ekkert með þessu, auðvitað skil ég þau ekki eftir, þau vita
það".
Það breytir engu um það í mínum huga, þegar þetta er sagt ER markmiðið að
börnin gegni, annars .......??????
Eitt af því mikilvægasta
sem foreldrar þurfa að gefa börnum sínum er öryggi og festa. Sú
tilfinning barna að það fólk sem þau treysta mest á sé ávallt til staðar
fyrir þau er grundvallaratriði fyrir þau. Þess vegna verða foreldrar að
virða þessa þörf fyrir öryggi og forðast að gera það sem getur ógnað
henni.
Það er margt sem skeður í lífi barna sem getur valdið óöryggi og sem
foreldrar oft hafa ekki stjórn á eða eiga erfitt með að stjórna. T.d.
geta dauðsföll í nánasta umhverfi barnsins skapað öryggisleysi, m.a. með
hugsunum að þeir sem eftir standa og eru næstir því geti líka dáið og
horfið þannig úr lífi þeirra. Skilnaður foreldra skapar oftast mikið
öryggisleysi, flutningar geta einnig gert það o.s.frv., o.s.frv...
Foreldrar verða því
ávallt að hafa í huga að skapa þau skilyrði fyrir barnið að það finni
öryggið í daglegum lífi þess. Stefna að því að daglegt líf sé sem mest í
föstum skorðum, gæta þess að hafa reglu á svefn- og matartíma hjá börnum
og unglingum, gæta þess að standa við þau orð sem gefin eru um að sækja
þau, koma heim á fyrirfram ákveðnum tímum. Það getur líka verið
mikilvægt að hafa einhverja reglu á því sem gerist yfir vikuna t.d. (á
mánudögum er ...), mánuðina og árið (t.d. á páskadagsmorgun er venjan að
...).
Fyrst og fremst er þó mikilvægast fyrir foreldra að láta börnin finna að
þau séu elskuð sama hvað á gengur, ekki síst þegar
hegðun þeirra er foreldrum erfið. Þá getur það skipt sköpum fyrir barnið
að finna til öryggis og að þó að foreldrar þess séu ósátt við það sem
það gerði þá sé því ekki "hafnað" og að það sé áfram hluti af
fjölskyldunni.
Eitt
af þeim vandamálum hjá sumum börnum og foreldrum sem ég hef kynnst
undanfarin ár sem sálfræðingur er það sem nú er kallað tölvufíkn. Mörg
börn eru sífellt lengur og lengur fyrir framan tölvuna og foreldrar eiga
oft erfitt með að draga þau frá henni. Margir foreldrar þekkja það að
þegar verið er að kalla á börnin til að borða, koma að læra, koma í
háttinn, fara með foreldrum í heimsóknir o.s.frv. að heyra æ oftar
setninguna: “ Bíddu”, “Ekki strax”, “Rétt bráðum”, “ég kemst ekki
núna”, “á eftir” ef foreldrarnir fá þá á annað borð svör frá
börnunum.
Margir foreldrar lenda í erfiðleikum í afstöðu sinni til að stjórna
tölvunotkun barnanna sinna.
Í
fyrsta lagi vegna þess að tölvan er mjög
jákvæð og hagnýt tækninýjung sem mikið gagn er af. Á mörgum heimilum er
það svo að nær allir fjölskyldumeðlimir nota tölvuna til að lesa
póst, versla, fylgjast með á ýmis konar heimasíðum og fjölmiðlum,
spjalla við vini og ættingja á MSN o.s.frv..
Í
öðru lagi lenda foreldrar í erfiðleikum með
tölvunotkun barnanna vegna þess að aukningin er fyrirleitt mjög hæg. Það
er erfitt að átta sig á mörkum þess að krakkarnir séu (mikið) í tölvunni
og tölvufíknar. Sumum foreldrum reynist erfitt að stjórna tölvunotkun
eftir að hafa samþykkt hana í langan tíma án athugasemda.
Í
þriðja lagi er vandinn sá að oft kunna börnin
betur á tölvuna en foreldrarnir. Foreldrarnir þurfa oft á því að halda
að börnin aðstoði þá og finnst því erfitt að setja mörk í notkun
tölvunnar hjá barninu vegna þessa.
Í
fjórða lagi geta börnin líka komið með alls
konar viðurkenndar útskýringar á notkun sinni á tölvunni, m.a. eins og
þau þurfi að vinna verkefni fyrir skólann í tölvunni, fylgjast með
skilaboðum frá skólanum m.m.. Börnin segjast e.t.v. vera að vinna
verkefni með bekkjarfélögum á tölvunni og foreldrar eiga erfitt með að
vita hvað sé rétt í því sambandi.
Í
fimmta lagi er tölvan enn ein viðbótin í
tækninni sem foreldrar hafa ekki vaxið upp með og kunna ekki að kenna
börnunum að stjórna. Foreldrarnir hafa ekki sem börn þurft að læra að
hafa stjórn á tölvunotkun eins og börn þurfa í dag. Þeir hafa því ekki
reynsluna af því að setja mörk á þessu sviði, það getur verið erfitt
fyrir þá að vita hvað sé varasamt að vera lengi í tölvunni. Það er
eflaust hægt að finna fleiri atriði sem sýna að foreldrar eiga erfitt
með að stjórna tölvunotkun barna sinna en til að geta greint hvort um
fíkn sé að ræða er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:
Sálfræðilegir þættir sem benda til tölvufíknar:
Börnin upplifa sterka vellíðun eða sæluvímu á meðan þau eru í tölvunni.
Erfiðleikar hjá börnunum við að stjórna notkuninni.
Þau
upplifa óslökkvandi löngun til að vera lengur og lengur í tölvunni
Börnin vanrækja fjölskyldu, vini og ættingja.
Börnin upplifa tómleika, depurð, leiða og eru pirruð þegar þau eru ekki
í tölvunni.
Þau
segja ósatt til um tölvunotkun sína.
Erfiðleikar í námi.
Líkamleg einkenni sem benda til tölvufíknar
Verkir í úlnlið.
Þurr til augnanna.
Höfuðverkur sem lýsir sér eins og migreni
Bakverkir
Röskun á matartímum, t.s. sleppa úr máltíðum.
Vanræksla á persónulegum þrifum.
Erfiðleikar með og eða breytingar á svefni
Byrgjum brunninn.
Það
er mikilvægt fyrir alla foreldra að setja börnum sínum mörk varðandi
tölvunotkun, hvort sem þau eiga í vanda með þetta eða ekki. Þeir
foreldrar sem byrja snemma (helst á leikskólaaldri) að setja reglur um
tölvunotkun á heimilinu kenna börnum sínum að þetta er eitthvað sem þarf
að gæta sín á. Flestir foreldrar ungra barna hafa tekið upp sérstakan
nammidag og eru þá að kenna börnum sínum að sælgæti sé best í
smáskömmtum. Eins geta foreldrar gert með “tölvutíma”. Foreldrar
geta líka “kennt” barninu að nota tölvuna á “betri” hátt. Það eru til
mörg þroskandi tölvuforrit og námsforrit sem eru skemmtileg fyrir
börnin. Skólavörubúðin hefur t.d. í mörg ár verið með fjölbreytt úrval
náms- og leikjaforrita sem eru þroskandi og örvandi fyrir börnin. Það
eru líka margir spennandi vefir í gangi eins og skólavefurinn
o.fl.. Einnig er mikilvægt að foreldrar séu með börnunum í mörgu af því
sem þau gera í tölvunni til að skilja þennan heim barnanna og vera
þátttakendur þar sem annars staðar.
Hvað skal gera ef foreldrar telja börnin eiga í vanda með tölvunotkun.
Ég
hef hitt nokkra hugrakka foreldra sem hafa lokað fyrir aðgang barnanna
að netinu inni á heimilinu. Það er reynsla margra þeirra að eftir viku
eða hálfan mánuð koma börnin “aftur” þeas. losna undan “fíkninni” og
fara að gera eitthvað annað, eins og spila, hitta félaga og jafnvel
lesa bók. Það verður þó að segjast að þetta er sennilega
örlagaríkasta aðgerðin og verður að fara varlega í hana. Best leiðin til
að takast á við þetta er að afla sér upplýsinga (það er hægt að gera á
netinu J, því netið er jú til margs gagnlegt), kynna sér vel tölvunotkun
barnanna, setjast niður með þeim, ræða ástandið, skilgreina vandanna og
áhyggjur foreldranna, finna lausnir og fylgja þeim eftir. Þegar um er að
ræða að börnin eru ekki til í að takast á við vandann eða jafnvel vilja
ekki viðurkenna hann verða foreldrar að taka af skarið hér sem annars
staðar og setja reglur, reglur sem þeir geta verið vissir um að verði
framfylgt. Stundum verða foreldrar að leita sér fagaðstoðar og eru til
ýmsir sérfræðingar sem hafa kynnt sér þessi mál.
Eldavélin
er algengasta ástæða bruna vegna heimilistækja. Sjöundi
hver eldsvoði á heimili er vegna eldavéla og hátt í
helminur allra rafmagnsbruna.
Eldavélabrunar eru óþarfir. Þeir verða oftast vegna
gleymsku eða aðgæslusleysis.
Á hverju ári verður fjöldi heimila
fyrir alvarlegu tjóni vegna eldsvoða. Í
skýrslu
Löggildingarstofu um bruna og slys
vegna rafmagns er að finna tölfræðilegar upplýsingar um
bruna.
Hvað getur þú gert ?
Draga má stórlega úr hættu á eldavélabrunum með því að:
Fara aldrei frá heitri hellu - það getur t.d. kviknað í
meðan talað er í síma
Halda hreinu - feiti sem ekki er þrifin af eldavél eða
viftu getur valdið eldsvoða
Sýna varúð við djúpsteikingu - olían brennur ef hún
ofhitnar. Hafa mátulega mikið í pottinum. Ef olían
byrjar að rjúka er hún of heit, takið þá pottinn strax
af hellunni.
Muna að eldhúsið er ekki leikvöllur - börn geta kveikt á
eldavélum
Reyna aðeins að slökkva viðráðanlegan eld - nota
pottlokið eða brunateppi og alls ekki vatn. Aldrei
snerta pottinn sjálfan, hann brennir
Hafa reykskynjara með rafhlöðum í lagi - það getur
bjargað miklu, jafnvel lífi.
Bregðast rétt við ef eldur logar - loka hurðum, forða
sér og hringja í 112.
• Að í líkamanum eru um 650 vöðvar. Þegar þú
brosir notar þú 17 vöðva. Þegar þú ert með fýlusvip notar þú 43!
• Að það er hægt að teyma kú upp stiga en
ekki niður hann.
•Að yfir daginn þrýstast þófarnir milli
hryggjarliðanna saman svo að við erum styttri þegar við förum að sofa
heldur en þegar við vöknum á morgnana.
• Að hárið á höfði þér vex í 2-6 ár og
venjulega detta 70-100 hár af daglega. Augnhárin endast hins vegar
einungis í 10 vikur.
• Að hraði taugaboða er allt að 300 km á klukkustund!
• Að lærbein í fólki eru sterkari en
steinsteypa en þó er kjálkabeinið harðasta beinið í líkama okkar.
• Að auga strútsins er stærra en heili
hans.
• Að í mannslíkamanum eru 96.000
kílómetrar af æðum. Þær gætu náð tvisvar og hálfum sinnum umhverfis
jörðina.
• Að vindhraðinn þegar þú hnerrar er
meiri en í fellibyl eða allt að 160 km á klukkustund!
• Að Kleópatra var sögð fegurst allra
kvenna af því að hún baðaði sig alltaf í mjólk.
• Að geimfarar eiga erfitt með að gráta
úti í geimnum. Þar sem ekkert þyngdarlögmál er geta tárin ekki runnið og
því svífa droparnir bara um!
• Að fleira fólk notar bláa tannbursta en
rauða.
• Að hjartað slær um það bil 100.000 sinnum á dag - þegar þú hvílist.
• Að þú fjórfaldar brennsluna við að
hjóla, sexfaldar hana við að skokka og áttfaldar hana við að hlaupa.
• Að þó heilinn geti greint á milli
50.000 mismunandi bragðtegunda er ólíklegt að þú getir greint á milli
eplamauks og laukstöppu ef þú heldur fyrir nefið og lokar augunum.
• Að um þrír fjórðu hlutar af hitatapi líkamans verða frá höfðinu á þér.
Áttu góða húfu?
• Að hver maður hefur alls um fimm milljónir hára og þau vaxa um 12
millimetra á mánuði.
• Að hver manneskja hefur sitt eigið
sérstaka tungufar sem er ólíkt öllum öðrum rétt eins og fingraför.
• Að tannskemmdir eru útbreiddasti
sjúkdómur í veröldinni.
• Að börn fæðast með 300 bein en þau eru
ekki nema 206 í fullorðnu fólki. Líkami ungra barna vex mjög hratt og 94
þessara beina gróa saman við önnur bein á fyrstu árunum.
Ný íslensk rannsókn sýnir að lífslíkur
fyrirbura hafa aukist hér úr 22% á árunum 1982-90 í 52% árin 1991-95
sama tíma og hlutfallslega fleiri litlir fyrirburar fæðast í hverjum
árgangi. Þá hefur hlutfall fyrirbura sem greindir hafa verið með fötlun
ekki aukist marktækt milli tímabila þrátt fyrirað fleiri fyrirburar
lifi. Rannsókninni stýrðu Ingibjörg Georgsdóttir og Atli Dagbjartsson,
sérfræðingar í barna- og nýburalækningum, en sagt er frá henni í nýjasta
hefti Læknablaðsins.
Þar kemur fram að hluti fyrirbura glími við
langvinn og alvarleg heilsufarsvandamál og tilgangur rannsóknarinnar
hafi verið að varpa ljósi á lífslíkur og fötlun fyrirbura. Rannsóknin
var gerð á tveimur tímabilum, fyrst árin 1982-90 og síðari hluti
1991-1995 og voru niðurstöðurnar síðan bornar saman.
Á fyrra tímabilinu lifðu 19 af 87 lifandi
fæddum börnum við fimm ára aldur. Af þeim voru þrjú börn fötluð eða 16%.
Á seinna tímabilinu lifðu 35 af 67 lifandi fæddum börnum við fimm ára
aldur en af þeim voru sex börn með fötlun eða 17%. Hlutfall fatlaðra
barna hefur því ekki aukist marktækt. Þakkað reynslu og tækniframförum
Aukin þekking, reynsla og tækniframfarir
seinni ára eru talin hafa bætt lífsmöguleika veikra fyrirbura en einna
þyngst vegur þar aukin notkun svokallaðs lungnablöðruseytis við
glærhimnusjúkdómi en notkun þess hófst árið 1990.
Fyrirburi er barn sem fæðist 3 vikum eða meira fyrir áætlaðan fæðingardag.
Hefðbundinn meðgöngutími er 40 vikur eða 280 dagar. Ef barnið fæðist
áður en 37 vikur eru liðnar frá getnaði er talað um fyrirburafæðingu.
Börn sem fæðast fyrir tímann eru mun léttari en börn sem fæðast eftir
eðlilega meðgöngu. Börn sem vega minna en 2500 grömm þegar þau fæðast
flokkast sem léttburar. Yfirleitt eru börn með fæðingarþyngd undir 2500
grömmum fædd fyrir tímann en þó geta börn verið fyrirburar en samt vegið
meira en 2500 grömm við fæðingu.
Einnig er til í dæminu að börn sem fæðast eftir 40 vikna meðgöngu vegi
minna en 2500 grömm. Það er engin ein regla á því hvernig nýburar eru
flokkaðir; bæði mælingar, fæðingarþyngd og meðgöngutími frá getnaði eru
notuð.
Margar fyrirburafæðingar eiga sér stað þegar stutt er eftir af
meðgöngutímanum og yfirleitt reiðir þeim börnum vel af. Þessir nýburar
þurfa þó flestir að vera lengi á Vökudeild og undir miklu eftirliti.
Þessi börn eru einnig í áhættuhópi hvað varðar ýmis langtíma vandamál.
Helstu sjúkdómar sem ógna heilsu fyrirbura eru sýkingar,
lungnasjúkdómar, sjúkdómar tengdir súrefnisskorti við fæðingu og
heilablæðingar. Hættan á að vandamál komi upp eykst eftir því sem
meðgöngutíminn er styttri því barn sem fæðist fyrir tímann er ekki með
fullþroskuð líffæri.
Þegar barnið er komið í heiminn tekur við
nýr og spennandi en líka mjög krefjandi tími. Foreldrarnir eru að læra
að takast á við nýtt hlutverk og kynnast nýjum einstaklingi. Í öllu
þessu amstri er mikilvægt að foreldrarnir gleymi ekki að rækta samband
sitt og að þeir finni sér tíma til að gera eitthvað saman, bara tvö.
Að drukkna (ekki) í barninu...
Foreldrar ættu að halda í þær venjur sem búið var að koma upp áður en
barnið fæddist. Þetta geta verið venjur eins og að fara í bíó á
fimmtudögum, fara saman í bað eða leysa saman krossgátur. Þetta eru ekki
aðeins dýrmætar samverustundir heldur einnig mikilvægur þáttur í því að
lifa áfram eðlilegu lífi. Eins og gefur að skilja á barnið hug manns
allan en mikilvægt er að varast að "drukkna í barninu" eins og einhver
orðaði það.
Að fara út úr húsi
Það er ótrúlega auðvelt og skemmtilegt að taka nýfætt barn með sér hvert
sem maður fer en foreldrar þurfa einnig að skreppa út saman án barnsins.
Þá er nauðsynlegt að fá einhvern sem maður treystir vel til að passa
barnið svo maður geti virkilega notið þess að vera "frjáls".
Samvera
Ef foreldrana langar til að gera eitthvað meira saman en þau hafa gert
áður er rétti tíminn til þess núna. Þetta getur t.d. verið að læra nýja
íþrótt, fara á dansnámskeið og þess háttar. Ef foreldrar gefa sér nokkra
klukkutíma á viku til að stunda saman tómstundir tryggja þau sér samveru
þar sem áherslan er lögð á þau sem einstaklinga en ekki sem foreldra.
Það er alveg ótrúlegt hvað 2-3 klukkustundir á viku geta gert. (Athugið
að í einni viku eru hvorki meira né minna en 168 klukkustundir svo ekki
fá samviskubit yfir 2-3 tímum!)
Einvera
Eins og það er mikilvægt að foreldrarnir geri eitthvað saman er einnig
mikilvægt fyrir móðurina að fá að vera ein. Hún þarf tíma og svigrúm til
að "hlaða battaríin". Móðirin þarf að fá nokkrar stundir í hverri viku
bara fyrir sjálfa sig. Þann tíma getur hún notað til að fara í búðir,
heimsækja vini, fara í líkamsrækt og þess háttar. Bæði móðir og barn
munu njóta góðs af því að móðirin einangrist ekki félagslega. Hættan á
því er ekki eins mikil fyrir föðurinn þar sem hann vinnur að öllum
líkindum úti og er því í meira sambandi við annað fólk en móðirin.
Þiggið alla hjálp
Eflaust munu afar og ömmur, frænkur og frændur, vinir og ættingjar vera
boðnir og búnir til að gæta nýfædda barnsins. Notfærið ykkur þetta
tækifæri til að vera saman eða hvíla ykkur. Þó svo að barnið sé á
brjósti þarf móðirin ekki að vera til staðar öllum stundum; hægt er að
geyma móðurmjólkina í kæli eða frysti til lengri tíma og gefa barninu úr
pela.
Kyrrð
Mikilvægt er að viss kyrrð ríki í barnaherbergjum. Börn eru oft þreytt
eftir langan dag í leik- eða grunnskólanum og þurfa á rólegu umhverfi að
halda.
Fá leikföng
Hafið færri og vandaðri hluti í barnaherberginu heldur en að fylla það af
alls kyns dóti. Barnið á þá auðveldara með að finna leikföngin og lærir
frekar að umgangast þau af virðingu.
Náttúruleg leikföng
Gott er ef leikföngin eru úr náttúrulegum efnivið en þau eru oft mjög
endingargóð og vönduð.
Hreyfiþroski
Þá getur verið sniðugt að hafa leikföng sem efla hreyfiþroska barnanna
eins og rimla eða palla í barnaberbergjum en auðvitað verður að miða við
þroska barnsins þegar slíkt er sett upp.
Húsgögn
Húsgögnin verða fyrst og fremst að vera barnvæn og sterkbyggð. Það gengur
oft mikið á og húsgögnin verða að þola áganginn.
Hreyfanleiki
Það getur verið þægilegt að hafa einhverjar mublur, eins og til að mynda
fataskápa eða rúm á hjólum, því þær er hægt að færa auðveldlega til
eftir þörfum barnsins, t.d. þegar það þarf meira rými í leik.
Birta
Mikilvægt er að næg birta sé í barnaherbergjum. Lýsingin í barnaherbergjum
skiptir miklu máli og þar er hagnýt lausn að setja dimmer á ljós. Þannig
er hægt að stjórna lýsingunni eftir þörfum barnsins.
Stærðin
Stærð barnaherbergja skiptir ekki alltaf meginmáli heldur hvernig rýmið er
nýtt. Ef herbergið er lítið er t.d. hægt að hafa upphækkað rúm eða koju
í því þannig að plássið undir rúminu nýtist. Stundum getur verið
sniðugra að láta börnin deila saman herbergjum en að setja þau í mjög
lítil herbergi.
Litur
Varast ætti að mála barnaherbergi í mörgum æpandi litum eða setja upp
veggfóður með truflandi litum eða ruglingslegu mynstri.
Færanlegar dýnur
Litlar, færanlegar dýnur geta verið heppilegar fyrir yngstu krílin ef þau
vilja hvíla sig nálægt foreldrum sínum, t.d. þegar þeir eru að matbúa
eða sinna öðrum verkefnum.
Skapandi barnaherbergi
Fyrir börnin sem eru einstaklega skapandi er sniðugt að setja upp
krítartöflu eða teiknirúllu þar sem því verður við komið. Það er þægileg
lausn fyrir börn sem hafa gaman af að teikna eða mála.
Börn
Þegar fjallað er um börn í lögum er átt við einstaklinga yngri en 18 ára.
Við 18 ára aldur verða börn lögráða. Lögráða maður er sjálfráða og
fjárráða, þ.e. ræður einn fé sínu og öðrum persónulegum högum nema lög
mæli á annan veg.
Lögreglu ber að
tilkynna öll afskipti af börnum til barnaverndaryfirvalda
Samkvæmt barnaverndarlögum ber lögreglunni að tilkynna til
barnaverndarnefndar verði hún þess vör að barn búi við óviðunandi
uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni
heilsu sinni eða þroska í í alvarlega hættu. Þá skal lögreglan einnig
tilkynna barnaverndarnefnd þegar hún fær til meðferðar mál þar sem
grunur leikur á að refsiverður verknaður hafi verið framinn annaðhvort
af barni eða gegn því.
Fyrirmæli um afskipti lögreglu af börnum
Í lögreglulögum
segir aðlögreglunni beri
að hafa afskipti af börnum yngri en 16 ára, sem eru á stöðum þar sem
heilsu þeirra eða velferð er alvarleg hætta búin og koma þeim í hendur
forsjármanna eða barnaverndaryfirvalda ef nauðsyn þykir.
Útivistartími
Fjallað er um útivistartíma í barnaverndarlögunum. Þar kemur fram að börn,
12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í
fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á
almannafæri eftir kl. 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá
viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí
til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
Aldursmörk miðast hér við fæðingarár en ekki fæðingardag.
2. Hefur barnið
mitt brugðist illa við bólusetningum áður?
3. Inniheldur
sjúkrasaga barnsins eða fjölskyldunnar eftirfarandi sjúkdóma:
hörð
viðbrögð við bólusetningum
krampaköst
eða taugasjúkdóma
ónæmiskerfissjúkdóma
alvarleg
ofnæmi
sykursýki
4. Veit ég hvort
barnið mitt er í áhættuhópi vegna alvarlegra aukaverkana?
5. Hef ég allar
upplýsingar sem tengjast aukaverkunum bóluefnisins?
6. Þekki ég
aukaverkanirnar ef þær birtast?
7. Veit ég hvert á
að tilkynna aukaverkanir?
8. Veit ég hver
framleiðandi bóluefnisins er?
Sem foreldrar eigum
við að kynna okkur áhættuna við bólusetningar. Það eru ekki öll börn sem
koma jafn vel út úr þeim. Sum veikjast alvarlega og önnur deyja.
Lækni ber skylda að segja þér kosti og galla bólusetningar áður en barnið
er sprautað. Í Bandaríkjunum eru gefnir út bæklingar um hvert bóluefni
fyrir sig. Þeir ættu einnig að vera til hér á landi. Þú getur spurt
lækninn þinn um upplýsingabréf, frá framleiðanda, sem á að fylgja
bóluefninu.
Í Bandaríkjunum er
læknum skylt að halda skrá yfir þær bólusetningar sem barnið hefur
fengið og hvaðan þær eru. Það væri gaman að vita hvort læknar á Íslandi
séu settir undir sömu lög.
Kynntu þér málið varðandi barnasjúkdóma og bólusetningar við þeim. Þú
hefur endanlega ábyrgð gagnvart þínu barni og þú ert sá sem situr uppi
með afleiðingarnar.
Biddu lækninn að athuga vel heilsu barnsins áður en það er bólusett.
Skráðu niður sjúkrasögu barnsins og nánustu skyldmenna og láttu lækninn fá
afrit sem fylgir þá með gögnum um barnið þitt í heilbrigðiskerfinu. Áður
en þú lætur bólusetja barnið spurðu þá hvort eitthvað af fyrrnefndu muni
hafa áhrif á hvernig það bregðist við bóluefninu. Ef barnið hefur fengið
alvarlegar aukaverkanir vegna fyrri bólusetningar er mjög líklegt að það
bregðist enn ver við þeirri næstu. Ef þú ert ekki ánægður með svörin sem
þú færð fáðu þá álit annarra.
Fylgstu vel með barninu eftir bólusetninguna. Hringdu í lækni þinn ef þig
grunar að það sé að fá aukaverkanir og ef hann er ekki áhyggjufullur, en
þú ert það, skaltu fara með það á næstu heilsugæslustöð eða
bráðamóttöku.
Ekki láta starfsfólk heilbrigðiskerfisins hræða þig út í að láta bólusetja
barnið þitt fyrr en þú ert sjálf/ur tilbúin/n að taka þá ákvörðun og ert
áhyggjulaus með hana.
Þessar upplýsingar eru fengnar af vefsíðu National Vaccine Information
Center sem er í Bandaríkj.
Það er
kominn tími til að leiðrétta þann misskilning sem ríkir varðandi
hlutverk fitu í mataræði okkar. Fita er ekki bara fita. Það eru til
fitusýrur sem eru líkamanum lífsnauðsynlegar. Þær eru bæði ómettaðar og
mettaðar, sem þýðir fljótandi við stofuhita eða harðar við stofuhita.
Það eru líka til fitusýrur sem eru líkamanum beinlínis skaðlegar. Ég
ætla að útskýra muninn á þessum fitum á sem einfaldastan hátt. Það er
ekkert leiðinlegra en að lesa tíu blaðsíðna skýrslu og skilja kannski
þrjár af þeim vegna þess að málið er svo tæknilegt að aðeins faglærðir
skilja það. En áfram með smjörið!
Það er líka ágætt að byrja á því, því
smjörið er ein sú besta fita sem við getum borðað. Það er búið að
halda því fram í um það bil 40 ár að mettuð fita eins og í smjöri og
kjöti sé óholl en að fljótandi fita eins og sojaolía og aðrar jurtaolíur
séu hollar. Sojaolía er oft undirstaðan í smjörlíki eins og við þekkjum
það eins og t.d. það óæti sem er selt til þess að smyrja ofan á brauð og
skýrt öllum nöfnum með einhverju "létt" í. Vinnsluaðferðin við að metta
þessa fitu er í stuttu máli sú að vetniseindum er bætt í fituna til þess
að herða hana svo hægt sé að smyrja henni á brauðið. Til þess þarf að
nota hita (215,5°), þrýsting og efnahvata (nikkel, kopar eða platínum)
allt í einu og í allt að átta klukkutíma. Það er firra að halda að
snefill af næringu sé eftir í fæðu sem er búið að vinna svona. Það sem
gerist er að við fáum fitu sem er fín til að steikja upp úr, því hún
þolir vel hita, en efnasamsetning fitunnar hefur breyst og það finnast í
henni leifar af efnahvatanum (málmur) sem notaður var í vinnslunni. Úr
verður fita sem mannslíkaminn þekkir ekki og allt sem líkaminn þekkir
ekki á hann mjög erfitt með að vinna úr til þess að nota sem orku og
uppbyggingarefni. Hann reynir því að losa sig við það sem fyrst. Ef hann
getur það ekki setur hann það á staði í líkamanum þar sem það veldur sem
minnstum skaða, eins og t.d. í liðina, innan á æðarnar og utan á lærin!
Hvað myndir þú gera ef þú gætir ekki losað ruslafötuna í eldhúsinu? Þú
myndir byrja á því að troða ruslinu í ruslaskápinn og þegar hann yrði
fullur færir þú að pota því í öll horn og skúmaskot í eldhúsinu til þess
að þú gætir athafnað þig þar. Síðan, þegar nógu langur tími er liðinn,
yrðir þú að flytja út úr húsinu! Fer smjörið ekki að verða fýsilegri
kostur? Ákjósanlegast væri að smjörið væri úr mjólk sem ekki er búið að
gerilsneyða.
Nú skulum við snúa okkur aðeins að kólesteróli sem er búið að hræða
landann upp úr skónum með í nokkuð mörg ár. Hver einasta fruma líkamans
þarfnast kólesteróls því það er hráefnið sem líkaminn notar til að
framleiða gallsýru, vissa hormóna og próvítamín D3. Það þýðir ekkert að
ætla að útiloka kólesteról úr fæðunni því líkaminn framleiðir það þá
bara sjálfur! Hann getur framleitt um eitt og hálft gramm á dag og gerir
það ef við fáum það ekki úr fæðunni. Þetta er ekki spurning um
kólesteról í fæðunni heldur hvort líkaminn hafi nauðsynleg efni til að
vinna úr því.
Þá komum við að lífsnauðsynlegu fitunni og hvernig hún tengist
kólesteróli. Kólesteról bráðnar við 149°C og þess vegna sest það á
æðaveggina innanverða, en ef fitusýran lesitín er þar nálægt lækkar hún
bráðnunarstigið niður í 82,2°C sem er enn ekki nóg til að líkamshitinn
geti brætt það. Ef við bætum svo við línólfitusýrunum (linoleic,
linolenic) þá lækkar bráðnunarstigið niður í 0°C sem er langt fyrir
neðan líkamshitann og er kólesterólið þar með orðið hættulaust.
Línólfitusýrur eru sennilega þær einu sem við þurfum lífsnauðsynlega að
fá úr fæðunni. Hinar getur líkaminn framleitt sjálfur fái hann rétt
fæði. Línólfitusýrur finnast í hörfræolíu, valhnetum, graskerjum, óunnum
hráum jurtaolíum og mjólkurvörum, séu þær hráar og úr kúm sem eru
fóðraðar eingöngu á
grasi
og smára en ekki kornmeti.
Fiskur og lýsi innihalda mikið af omega 3 fitusýrum og allir vita að þær
eru mjög hollar svo ég hef ekki fleiri orð um það hér.
Önnur mettuð fita sem er búið að ryðja út af matseðli vestrænna þjóða er
kókosfitan. Menn eru nú búnir að komast að því að hún er besta fita sem
hægt er að fá til að steikja upp úr og er talin mjög holl. Íslendingar
eru henni ekki vanir, en hún er og var mikið notuð af suðrænum þjóðum
þeim að skaðlausu í mörg hundruð ár.
Hinar vestrænu þjóðir eru búnar að skera niður fituneyslu (mettaða fitu) í
um það bil fimmtíu ár (hundrað og fjörtíu ef við miðum við herra
Banting) og hjarta-og æðasjúkdómar og offita hafa aldrei verið
algengari. Er það ekki nóg sönnun fyrir því að við séum að gera eitthvað
rangt? Það er ekki svo langt síðan að fita var mjög stór hluti af
mataræði íslendinga t.d. tólg, mör, lýsi og svínafita, sennilega um
þrjátíu ár.
Fita sem Íslendingar eru aldir upp á frá örófi alda og hefur haldið
í okkur lífinu. Það var allavega ekki grænmetið og ávextirnir sem komu
okkur þetta langt því þeir fengust ekki þá. Kartöflur voru ekki einu
sinni ræktaðar hér á landi fyrr en 1759. Þrátt fyrir þessar staðreyndir
er ennþá verið að hampa fitusnauðu fæði.
Atkinskúrinn er mikið í fréttunum þessa dagana og allt gert til þess að
láta hann líta illa út. Ég veit það af eigin reynslu og mannsins míns að
minnkun á neyslu kolvetna lækkar tölurnar á vigtinni. Það sem þarf að
fara varlega í hinsvegar er að auka ekki fituneyslu nema að minnka sykur
og hveitineyslu til muna, þ.e.a.s. ef maður vill grennast. Það sem okkur
hjónunum finnst mest áberandi við þennan kúr er hvað fæðið er mettandi.
Maður verður saddur í marga klukkutíma eftir hverja máltíð í staðinn
fyrir að byrja að leita að einhverju til að bæta á sig eftir klukkutíma
eða svo.
Dr.
Mercola er búinn að skrifa tvær bækur, að minnsta kosti, um kolvetnasnautt
fæði og er að ráðleggja sjúklingum sínum það með góðum árangri. Málið er
að við þurfum prótín, fitu og kolvetni í fæðu okkar. Við þurfum bara að
finna út hversu mikið magn af hverju hentar okkar líkamsgerð.
Það sem mér finns verst við allt þetta bull um fitusnautt fæði er að
börnin eru ósjálfrátt sett á það líka. Ég veit það af því að ég keypti
alltaf Léttmjólk fyrir fjölskylduna hér áður fyrr af því að ég hélt að
það væri svo gott fyrir okkur öll. Börn þurfa fitu og það er mjög erfitt
að fá þau til að borða fitu af kjöti, hvaðan eiga þau þá að fá hana? Ef
um krónískan niðurgang er að ræða hjá börnum gæti verið ráð að auka
fituna í fæði þess og sjá hvað gerist. Ekki samt gefa meira en eina
skeið af lýsi á dag og miða stærð skeiðarinnar við aldur barnsins því ég
þekki líka dæmi um að of mikið lýsi getur valdið ýmsum kvillum.
Við verðum að passa okkur á því sem er mikið hampað í fjölmiðlum, því það
er einungis gert til að selja. Þar er ekki verið að hugsa um hagsmuni
neytandans heldur einungis pyngju seljandans.
Eftir Mark Sircus,
Ac., OMD
Medical News, IMVA 23 feb., 2006.
Í febrúar 2006 skýrði New
York Times blaðið frá því að ofbeldistengdir glæpir hafi verið í
lágmarki um öll Bandaríkin en í borgum eins og New York, Miami og Los
Angeles, þá hafa þeir aukist verulega mikið víðs vegar um landið. Á
meðan glæpir af þessu tagi einkenndust af deilum milli glæpaklíka og
eiturlyfjasvæða áður fyrr, telur lögreglan orsakir flestra manndrápa í
dag vera smávægilegar og ættu ekki einu sinni að valda slagsmálum, hvað
þá skotbardögum eða hnífsstungum. Sakborningar segja lögreglunni að þeir
hafi drepið þann sem niðurlægði þá eða einhvern úr fjölskyldu þeirra,
eða þann sem sendi þeim illilegt augnaráð. [1]
„Lögreglustjórinn
Nannette H. Hegerty frá Milwaukee kallar það „reiðimálið“ segir í
blaðinu sem hefur ennfremur eftir henni: „Við höfum fyrir augunum mjög
reiða þjóð sem berst ekki lengur með hnefunum heldur grípur beint til
byssunnar.“ „Þegar við spyrjum af hverju skaustu þennan mann fáum við
svör eins og „hann rakst í mig“ eða „hann horfði á kærustuna mína“ segir
Sylvester M. Johnson, lögreglustjóri Fíladelfíu. „Það er ekki eins og
þeir séu keyrandi um skjótandi á hvorn annan, heldur eru þetta rifrildi,
heimskuleg rifrildi vegna heimskulegra hluta.“ Ástæða ofbeldisglæpa
hefur oftast verið rifrildi en það sem er að gerast er að menn grípa
miklu fyrr til byssunnar en áður. „Í ránum“ segir
Lögreglustjóri Milwaukee, Hegerty: „jafnvel eftir að manneskja hefur
gefist upp, skýtur byssumaðurinn hann samt. Það var ekki eins mikið um
þetta áður fyrr.“
Hvað getur ollið þessari
aukningu á ofbeldi? Við getum látið okkur detta í hug að skráður
magnesíumskortur 70% þjóðarinnar geti verið hluti af vandamálinu og að
við upplifum glæpi tengda þeim sem eru verst settir af þessum skorti.
Tveir frumþættir þess að heili okkar starfi eðlilega eru nægar
orkubirgðir og hæfilega mikið magn lífefna sem eiga þátt í að senda
taugaboð um líkamann. Magnesíum er lífsnauðsynlegt bæði til að framleiða
orku og taugaboðefni, auk þess til viðhalds varnarveggja milli blóðs og
heila. Kjarni vísindanna tengir magnesíum við taugafræðilega sjúkdóma.
[2]
Magnesíum skortur
veldur serótónín skorti
með væntanlegum afbrigðilegum hegðunum,
þar með töldu þunglyndi, sjálfsmorðum
og óraunhæfum ofbeldisverkum.
Paul Mason.
Magnesíum er ekki eina
næringarefnið þar sem skortur getur valdið vandamálum tengdum huga og
tilfinningum. Sínk er líka mikilvægt steinefni og er tengt geðrænum
sjúkdómum. Yfir 90 málm-ensím þurfa á sínki að halda og starfsemi
heilans byggir á nægjanlegu magni þess. Skortur á sínki getur valdið
minnisleysi, sinnuleysi, þunglyndi, pirringi, þreytu, geðsjúkdómum og
ofsóknaræði. Skortur á öðrum steinefnum getur valdið ýmsum kvillum en
magnesíum og sínk eru þau mikilvægustu.
Margar mikilvægar
rannsóknir sem gerðar hafa verið á
stofnunum fyrir vandræðabörn og unglinga hafa
sýnt að ofbeldi og alvarleg andfélagsleg hegðun
hefur minnkað næstum því um helming
eftir að skipt var yfir í næringarríkari fæðu.
Embættismenn
heilsugeirans og lyfjafyrirtækin vilja ekkert vita um notkun einfaldra
steinefna til meðhöndlunar á þunglyndi eða ofbeldi. Síðan serotonin
lyfin (SSRI) og önnur geðlyf komu á markaðinn hafa ótal rannsóknir sýnt
að hin svokallaða „nýja kynslóð“ geðlyfja hefur reynst gagnslaus
og hættuleg. Um allan heim hefur sala á geðlyfjum aukist, úr
263 milljónum dollara árið 1986 í 8,6 þúsund milljónir dollara árið 2004
og sala þundlyndislyfja aukist úr 240 milljónum dollara árið 1986 í 11,2
þúsund milljónir dollara. Samanlagt jókst salan á þessum tveimur
tegundum lyfja úr 500 milljónum dollara árið 1986 í 20 þúsund milljónir
dollara árið 2004, sem er um 40% aukning, segir Robert Whitaker,
höfundur Mad in America. [3]
Samkvæmt rannsókn sem
Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna
borgaði fyrir þá hefur hefur sjálfsmorðshugsunum- og
hegðun ekkert fækkað þrátt fyrir gífurlega aukningu
á meðhöndlun geðsjúkdóma á undanförnum 10 árum. The Washington Post. Júní 2005.
Þó að það séu margar oft
flóknar orsakir sem ná yfir hið líkamlega, tilfinningalega, geðræna og
andlega svið okkar, þá er hægt að kenna næringarskorti um megnið af því
ofbeldi og þunglyndi sem við upplifum þessa dagana, en er jafnframt
auðveldast að lagfæra. Það er ljóst t.d. skortur eða ójafnvægi á
magnesíumbirgðum líkamans eigi stóran þátt í einkennum
skapgerðasjúkdóma. Athugunar- og tilraunarannsóknir hafa sýnt samband á
milli magnesíums og árásarhneigðar [4][5][6][7][8], kvíða [9][10][11],
ADHD (athyglisbrests, ofvirkni) [12][13][14][15], maníu-þunglyndis
[16][17], þunglyndis [18][19][20][21] og geðklofa [22][23][24][25].
Sjúklingar sem hafa
reynt sjálfsmorð
(annaðhvort ofbeldiskennt eða ekki)
höfðu áberandi minna magn af magnesíumi í heilavökva
sama hvaða sjúkdóm þeir höfðu greinst með. [26]
Pomeranian lyfjaháskólinn
staðhæfir að mataræði eigi mikinn þátt í orsök ADHD og að magnesíum
skortur geti leitt til truflandi hegðunar. [27] Jafnvel vægur skortur á
magnesíumi getur valdið viðkvæmni gagnvart hávaða, taugaveiklun,
pirringi, þunglyndi, ruglingi, viprum, skjálfta, kvíða og svefnleysi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Evelyn Pringle, rannsóknablaðamanni, veigra lyfjafyrirtækin ekki fyrir
sér að raka inn peningum út á börn. Þann 25. apríl, 2005 skýrði
dagblaðið Ohio Columbus Dispatch frá rannsókn á læknaskýrslum sem leiddi
í ljós að 18 börnum, í Ohio fylki, á aldrinum 0 til 3ja ára hafði verið
gefið geðlyf í júlí 2004.“ Það er glæpsamlegt athæfi og sorglegt hvað
barnalæknar og geðlæknar eru að gera börnum með því að gefa þeim þessi
lyf, sem eru full af eiturefnum.
Þegar líkami 19 ára
stúlku, Traci Johnson,
fannst hangandi í sturtuklefa rannsóknarstofu
lyfjafyrirtækisins Eli Lilly voru yfirvöld
Bandaríkjanna fljót að tilkynna að sjálfsmorð hennar
hafi ekki verið tengt nýju þunglyndislyfi
sem hún var að aðstoða við að prófa.[28]
Magnesíum fareindir hafa
næringar- og lyfjafræðilega verkun sem ver okkur gegn taugaskemmdum
allskonar allt frá hávaða frá umhverfinu til líkamlegra áverka.
Magnesíumskortur, jafnvel þó hann sé vægur, eykur móttækileika fyrir
taugafræðilegra og sálfræðilegra streituvalda bæði í dýrum og heilbrigðu
fólki. „Magnesíumskortur eykur móttækileika fyrir líkamlegum skemmdum af
völdum streitu. Áhrif adrenalíns vegna sálfræðilegrar streitu veldur því
að magnesíum yfirgefur frumur og skolast út úr líkamanum með þvagi og og
birgðir líkamans af því klárast.“ segir Dr. Leo Galland. [29]
Linus Pauling var einna
fyrstur til þess að benda á mikilvægi næringar til að hafa áhrif á
afbrigðilegar breytingar í efnaumhverfi heilans. Dr. Pauling sýndi fram
á að næringarefni eins og ascorbinsýra, þíamín, níasínamíd (B3 vítamín),
pýridoxín, B12 vítamín, fólinsýra, magnesíum, glútamic sýra og tryptófan
væru jafn tengd heilastarfseminni og geðsjúkdómar. Auk þess að gera
líkama okkar sterkan og hraustan, hjálpar góð næring okkur að halda
geðheilbrigði og tilfinningalegu jafnvægi. Með réttri næringu sem
inniheldur næringarefni í réttum hlutföllum er hægt að meðhöndla
geðsjúkdóma með góðum árangri.
„Árið 1970 las ég um verk
Dr. Abram Hoffer og á þeim tíma kom til mín vinkona mín sem hafði nýlega
verið stöðvuð af eiginmanni sínum í því að fyrirfara sér í gasofni. Hún
stakk höfðinu inn og skrúfaði frá gasinu. Hún hafði nýlega
byrjað á nýju lyfi við maníu-þunglyndi. Hún hafði verið lögð
inn á geðspítala árlega á vorin. Ég setti hana á stóran skammt af B3,
magnesíum, C vítamín og sínk. Í dag er hún 90 ára og með ljómandi skýran
huga. Á þeim 33 árum síðan þá hefur hún aðeins verið lögð inn á
geðspítalann einu sinni og það var vegna þess að hún hélt að sér væri
batnað og hætti að taka inn vítamín/steinefnablönduna. Á sama tíma kom
til okkar ungur maður á sama geðlyfi sem hafði líka reynt sjálfsmorð.
Sami árangur náðist með hann. Þetta var í litlum bæ með 16,000 manns.
Síðan hefur sami árangur náðst með alla sem hafa komið til mín vegna
þunglyndis, maníu-þunglyndis og geðklofa.“ Michael Sichel, D.O., N.D.
Chittaway Bay, Nýju Suður Wales, Ástralíu.
Árið 2000 skráði
heilbrigðisstofnun bandaríkjanna (Nationa Institue of Health (NIH))
þunglyndi sem einkenni magnesíumskorts. NIH skilgreindi
magnesíumskorts-einkenni með því að skipta þeim niður í þrjá flokka:
Byrjunareinkenni eru (eitt eða fleiri) pirringur, kvíði (ásamt
þráhyggju og Tourette heilkenni), anorexía, þreyta, svefnleysi og
vöðvakippir. Seinni einkenni eru eitthvað af ofantöldu
og mögulega hraður hjartsláttur, óreglulegur hjartsláttur og aðrar
breytingar á hjarta- og æðakerfinu (sumar lífshættulegar).
Alvarleg einkenni eru eitt eða fleiri af ofantöldu og alvarlegri
einkenni eins og stingir um allan líkamann, dofi, stöðugir
vöðvasamdrættir ásamt ofskynjunum og óráði, (ásamt þunglyndi) og loks
vitglöp (Alzheimer sjúkdómur).
Vægur magnesíum skortur
virðist vera algengur meðal sjúklinga með sjúkdóma sem hefta starfsemi
líkamans eða taugasjúkdóma og virðast blandast saman í eina geðflækju
sem samanstendur af þreytu, svefnvandamálum, pirringi, ofurörvun,
vöðvakrömpum og oföndun.
Venjulega eru gleði,
depurð og sorg hluti af daglegu lífi. Stutt tímabil þunglyndis sem
viðbragð við vandamálum daglegs lífs er eðlilegt, en langt tímabil
þunglyndis eða depurðar er óeðlilegt. Flestir þunglyndiskaflar eiga
uppruna sinn í streituvaldandi persónulegu áfalli eins og ástvinamissi
eða breytingum á högum einstaklings og þunglyndi í skamman tíma er hluti
af því að komast í gegnum það. Langtíma þunglyndi
er hinsvegar oftast vegna þess að magnesíum skolast úr líkamanum vegna
streitunnar og fellur niður í hættulega lítið magn.
Með því að bæta líkamanum
upp tapið á magnesíumsöltum, annaðhvort við inntöku þess eða að baða sig
í þeim, eykur strax viðnám hans gegn streitu. Ef heilbrigðisstofnunin í
US veit þetta, af hverju í ósköpunum nota læknar þá ekki magnesíum til
þess að lækna þunglyndi og aðra geðræna (og líkamlega) sjúkdóma, spyr
George Eby, sem læknaði sjálfan sig af þunglyndi með magnesíumi og
stofnaði www.coldcure.com.
Vitnisburður
Georgs Eby:
„Ég er alltaf jafn hissa á gagnsemi magnesíums í að meðhöndla og koma í
veg fyrir þunglyndi. Ég sé líka mikilvægi þess að rannsaka það nánar með
tilliti til hversu mikill skortur virðist vera á því í vestrænu
mataræði, vegna þess hversu ódýrt er að nota það til þess að lækna mjög
marga kostnaðarsama sjúkdóma, hvort sem þeir eru lífshættulegir eður ei.
Ég veit hversu slæmt þunglyndi getur verið, vegna þess að september 1999
til apríl 2000 eyddi ég í þunglyndi sem versnaði stöðugt. Um jólin
versnaði þunglyndið til muna, nærri sjálfsmorðshugsunum í styrkleika og
hélst þannig í fjóra mánuði í viðbót. Ég hélt að ég gæti aldrei orðið
svo illa leikinn lífefnalega að það myndi valda mér sjálfsmorðshugsunum
og tilburðum. Ég hafði verið á Zolofti (þunglyndislyf) síðan 1987 sem
virtist halda þunglyndinu niðri. Ég lifði á Zoloft, en í september 1999
hætti það að virka og ég vissi að eitthvað væri að. Þunglyndi mitt
orsakaðist af margra ára streitu vegna of mikils vinnuálags, kvíða,
minni háttar maníu, vefjagigt, fáum kvíðaköstum, reiði, streitu, lélegu
mataræði, yfirþyrmandi tilfinningaflóði, vöðvakrömpum, ofsóknaræði,
astma, nálardofa í höndum, handleggjum, bringu og vörum. Ég vildi sofa
allan daginn og átti mjög erfitt með að fara á fætur á morgnana. Stundum
fannst mér varirnar á mér ætla að titra út úr andlitinu á mér. Fyrir um
það bil 10 árum fékk ég kvalafullt kalk oxalate nýrnasteinakast sem er
þekkt einkenni magnesíumskorts. Fáum vikum áður en ég var lagður inn á
spítala í janúar 2000 var ég mjög máttfarinn, í geðdeyfð, þunglyndur með
skrítnar sjáfsmorðshugsanir og undir gífurlegu álagi. Núna get ég séð
þessi „geðrænu“ einkenni sem einkenni skorts á magnesíumi og/eða
kalkeitrunar. Ég var látinn á allar tegundir geðlyfja sem þekktust þá og
fékk alvarlegar aukaverkanir af þeim öllum og leið bara verr og verr.
Ekkert virkaði. Ég léttist og var með alvarlegt harðlífi. Ég var líka
með óreglulegan hjartslátt. Þann 12. apríl árið 2000 héldu mínir nánustu
að ég væri að deyja því ég leit svo illa út. Geðlæknirinn minn var því
sammála og tók mig af öllum lyfjum og setti mig á lithíum carbonate í
örlitlu magni (150mg. tvisvar á dag). Stuttu seinna tók ég upp eintak af
Nutrition Almanac, McGraw-Hill Book Company, New York, frá því 1975 og
opnaði það af rælni beint í kaflann um magnesíum. Mér fannst það
athyglisvert að lesa að fólk sem væri þunglynt og með
sjálfsmorðshugsanir væri með lítið magnesíum í blóðvökva. Greinin sagði
líka frá því að magnesíum hefði verið notað með góðum árangri við
þunglyndi. Manneskja með skort á magnesíumi á það til að vera
ósamvinnuþýð, draga sig í hlé, vera sinnulaus og taugaveikluð, vera með
skjálfta og yfirleitt mikið af einkennum sem eru tengd þunglyndi.
Nokkrum mánuðum áður en ég fékk þunglyndi hafði ég verið lagður inn á
spítala vegna brjóstverkja, hjartsláttaróreglu og þess að ég gat ekki
andað meira en 1/5 af eðlilegum andardrætti. Það fannst ekkert að
hjartanu, en læknaneminn gaf mér magnesíum-súlfat blöndu í æð.
Nokkrum klukkustundum seinna hurfu öll einkennin eins snögglega og þau
birtust. Það sem ég var að byrja að uppgötva var að næstum öll
sjúkdómseinkenni fullorðinsára minna voru tengd skorti á magnesíumi.
Loks ákvað ég að byrja að taka magnesíum í þrisvar sinnum stærri skammti
en ráðlagður dagskammtur er í US, 400 mg á morgnana, 400 mg um miðjan
dag og 400 mg um háttatímann. Ég notaði magnesium-glycinate blöndu frá
Carlson (200 mg frum-magnesíum). Mér fór að líða mun betur að nokkrum
dögum liðnum, þunglyndið minnkaði, en ég fékk smá niðurgang. Innan viku
til 10 daga eftir að ég byrjaði að taka magnesíum var ég mjög nálægt því
að vera heill heilsu. Ég leit svo vel út að geðlæknirinn minn sagði að
ég hefði aldrei litið svona vel út áður. Eftir því sem mér batnaði meira
minnkaði ég skammtinn niður í það sem hentaði mér best. Ég minnkaði
skammtinn aðeins of mikið og þá komu einkennin strax aftur. Að lokum
jafnaði ég þetta út og fór að taka reglulega fjórar 200 mg töflur
daglega af magnesíumi (sem magnesíum glycinate). Þunglyndið er
algjörlega horfið. Ég er athafnasamur og virkur andlega, tilfinningalega
og líkamlega. Sjónin mín varð eðlileg og hægðirnar líka.“
Þrátt fyrir allt tal um
verndun barna í Ameríku þá eru allt of mörg börn í hættu vegna geðlækna
og sálfræðinga sem hafa svikið þau. Milljónir barna eru nú á geðlyfjum
sem valda stórkostlegum vandamálum sem aldrei eru skráð. Ef þig langar
að skoða nánar hvaða skaða þau valda lestu þá endilega greinina
FDA Forgot a Few ADHD Drug Related Deaths and Injuries (Fæðu og
lyfjaeftirlit Ameríku gleymdi nokkrum dauðsföllum og skaða sem tengdust
ADHD lyfjum) á
http://usa.mediamonitors.net/content/view/full/27099
Lyfjafyrirtæki og
menntastofnanir eru í mikilli herferð til að fá foreldra til þess að
segja já við heilaskemmandi lyfjum, þar sem Rítalínið ber hæst, jafnvel
þó það sé lyf sem hefur sterkari áhrif á heilann en kókaín. [30]
Yfirgnæfandi meirihluti barna sem sett eru á geðlyf eru sett á þau vegna
ADD (athyglisbrests) ADHD (athyglisbrests og ofvirkni). Í sumum
tilfellum er lyfjataka skilyrði þess að börnin fái að fara í skólann eða
það sem verra er að ríkið fjarlægir þau af heimilum sínum.
Ofan á allt þetta hefur
barnaspítali Fíladelfíu fylkis hefur skýrt frá því að 19% barna sem
nýlega voru greind með sykursýki 2
eru líka með taugasjúkdóma. Mörg þeirra fá geðlyf eins og
t.d. Zyprexa, Risperdal, Geodon, Seroquel, Clozaril og Abilify. Öll
þessi lyf eru með aðvörunarmiða sem varar lækna við hættunni á sykursýki
2. Hugsanlega lækka öll þessi lyf magnesíummagnið í líkamanum.
Ekki, og ég öskra,
EKKI treysta sálfræðingum,
geðlæknum og núverandi eiturlyfjahvetjandi skólakerfi.
Dr. Julian Whitaker
Það er alþjóðleg
sprenging í lyfjagjöf barna vegna þess að foreldrum, kennurum og
stjórnmálamönnum hefur verið talin trú um að einungis mikil lyfjagjöf
frá unga aldri muni koma ‘þjáðu’ börnunum í gegnum erfiðleika lífsins.
Sjálfsmorðum unglinga hefur fjölgað um þriðjung síðan 1960 í USA. Í dag
eru sjálfsmorð helsta orsök dauða 15-24 ára ungmenna, næst á eftir
bílslysum. Frá því í byrjun níunda áratugarins hafa milljónir barna um
heim allan tekið þunglyndislyf sem ríkisvaldið viðurkennir núna að valdi
sjálfsmorðstilraunum. Þetta er önnur hlið magnesíumskorts, hrikaleg
martröð af völdum þessara lyfja, sem í ofanálag lækka magn magnesíums í
líkamanum.
Það hefur verið langur
aðdragandi að árás geðlæknisfræðinnar á ungdóminn. Geðlæknisfræði hefur
á síðustu tveimur áratugum gefið ábatasömum eiturefnavopnum lausan
tauminn sem eyðileggjandi árás á börn og kalla það lyflækningar.
Geðlæknar eru búnir að skapa heila kynslóð af eiturlyfjafíklum og eru í
rauninni að gera lífið miklu verra fyrir börn, þegar þeir ættu að vera
að hjálpa þeim.
Barnageðlæknar eru
einn af hættulegustu óvinum barna
og líka fullorðinna. Það verður að útrýma þeim.
Dr. Thomas Szasz, prófessor í geðlækningum.
Dr. Sydney Walker,
höfundur The Hyperactivity Hoax (ofvirkni blekkingin), segir: „þúsundir
barna sem sett eru á geðlyf eru einfaldlega gáfuð. Þessum nemendum
hundleiðist og fólki sem leiðist iðar í sæti sínu, dillar sér, klórar
sér, teygir sig og (sérstaklega strákar) leitar leiða til að koma sér í
vandræði. Í greininni bætir hann við að ofan á leiðindin bætist við
lítið magn af magnesíumi í líkama þeirra og svo eyðileggingin sem
geðlyfin valda.
Hvað sjáum við þá þegar
við skoðum heildarmyndina? Börn fæðast undir áhrifum lyfja með
ónáttúrulegum aðferðum, svo eru þau bólusett (innrás eiturefna beint í
blóðið), gefið pensillín út í það óendanlega, borða næringarlausa fæðu,
horfa á sjónvarp út í eitt, þjást í gegnum steinrunnið námsefni, eru
varnarlaus gagnvart þúsundum eiturefna í umhverfinu og á heimilinu, fá
fleiri bólusetningar, þjást af næringarskorti á meðan þau troða í sig
alls kyns ruslfæði og fitna, aðeins til þess að þurfa að þjást vegna
lyfjagjafa frá geðlæknum fyrir að vera komin í það ástand sem þau eru.
Sálfræðingar og geðlæknar
ættu að vita betur vegna þekkingar sinnar á huga og tilfinningum og þess
vegna er sorglegt að horfa uppá hvernig þeir svíkja mannkynið með því að
gerast eiturlyfjasalar. Lyfin sem lyfjafyrirtækin framleiða fyrir þá sem
stunda geðlækningar eru eins hættuleg og öll lyfin sem dópsalar götunnar
selja. Magnesíum ætti að koma í stað þessara lyfja, ekki bara vegna þess
að það hefur góð áhrif á taugakerfið og sjúkdóma tengda því, heldur líka
af því að það er mikið öruggara í notkun heldur en öll önnur lyf.
IMPORTANT DISCLAIMER: The communication in this email is
intended for informational purposes only. Nothing in this email is
intended to be a substitute for professional medical advice. MIKILVÆGT: Þessi grein er ætluð til upplýsinga eingöngu.
Ekkert í henni er ætlað að koma í staðinn fyrir að leita til lærðra
meðferðaraðila.
[1]
http://www.nytimes.com/2006/02/12/national/12homicide.html?_r=2&th&emc=th&oref=slogin&oref=slogin
[2] Murck H. Magnesium and Affective Disorders. Nutr Neurosci.,
2002;5:375-389: Murck showed many actions of magnesium ions supporting
their possible therapeutic potential in affective disorders.
Examinations of the sleep-electroencephalogram (EEG) and of endocrine
system points to the involvement of the
limbic-hypothalamus-pituitary-adrenocortical axis because magnesium
affects all elements of this system. Magnesium has the property to
suppress hippocampal kindling, to reduce the release of
adrenocorticotrophic hormone (ACTH) and to affect adrenocortical
sensitivity to ACTH. The role of magnesium in the central nervous system
could be mediated via the N-methyl-D-aspartate-antagonistic,
g-aminobutyric acid A-agonistic or the angiotensin II-antagonistic
property of this ion. A direct impact of magnesium on the function of
the transport protein p-glycoprotein at the level of the blood-brain
barrier has also been demonstrated, possibly influencing the access of
corticosteroids to the brain. Furthermore, magnesium dampens the calcium
ion-protein kinase C related neurotransmission and stimulates the
Na-K-ATPase. All these systems have been reported to be involved in the
pathophysiology of depression. Murck et al. also demonstrated induced
magnesium deficiency in mice to produce depression-like behavior which
was beneficially influenced with antidepressants.
[3] Evelyn Pringle:
http://www.lawyersandsettlements.com/articles/ssri_offlabel.html
[4] Izenwasser SE et al. Stimulant-like effects of magnesium on aggression
in mice. Pharmacol Biochem Behav 25(6):1195-9, 1986.
[5] Henrotte JG. Type A behavior and magnesium metabolism. Magnesium
5:201-10, 1986.
[6] Bennett CPW, McEwen LM, McEwen HC, Rose EL. The Shipley Project:
treating food allergy to prevent criminal behaviour in community
settings. J Nutr Environ Med 8:77-83, 1998.
[7] Kirow GK, Birch NJ, Steadman P, Ramsey RG. Plasma magnesium levels in
a population of psychiatric patients: correlation with symptoms.
Neuropsychobiology 30(2-3):73-8, 1994.
[8] Kantak KM. Magnesium deficiency alters aggressive behavior and
catecholamine function. Behav Neurosci 102(2):304-11, 1988
[9] Buist RA. Anxiety neurosis: The lactate connection. Int Clin Nutr Rev
5:1-4, 1985.
[10] Seelig MS, Berger AR, Spieholz N. Latent tetany and anxiety, marginal
Mg deficit, and normocalcemia. Dis Nerv Syst 36:461-5, 1975.
[11] Durlach J, Durlach V, Bac P, et al. Magnesium and therapeutics.
Magnes Res 7(3/4):313-28, 1994.
[12] Durlach J. Clinical aspects of chronic magnesium deficiency, in MS
Seelig, Ed. Magnesium in Health and Disease. New York, Spectrum
Publications, 1980.
[13] Kozielec T, Starobrat-Hermelin B. Assessment of magnesium levels in
children with attention deficit hyperactivity disorder (ADHD). Magnes
Res 10(2):143-8, 1997.
Er það mögulegt að milljónir manna séu að
fórna heilsu sinni í skiptum fyrir þægindin af örbylgjuofnum? Af hverju
bönnuðu Rússar notkun þeirra árið 1976? Svörin við þessum spurningum
gætu fengið ykkur til að henda örbylgjuofnum ykkar í ruslið.
Yfir 90% af bandarískum heimilum eru með örbylgjuofna. Það eru fá heimili
eða veitingahús án þeirra vegna þess hversu þægilegir og sparsamir á
orku þeir eru. Almennt trúir fólk því að það sem örbylgjuofnar gera við
matinn sem er eldaður í honum skaði hvorki matinn né það sjálft.
Því að sjálfsögðu myndu stjórnvöld banna notkun þeirra ef þeir væru
hættulegir, er það ekki? Þrátt fyrir það sem hefur opinberlega verið
gefið út um örbylgjuofna höfum við hent okkar í ruslið vegna þeirra
staðreynda sem koma fram í þessari grein.
Tilgangurinn með þessari skýrslu er að sýna fram á sannanir þess efnis að
matur eldaður í örbylgjuofnum er ekki náttúrulegur, né hollur og er
hættulegri mannslíkamanum en nokkurn grunar.
Framleiðendur, stjórnvöld og móðir náttúra eru hins vegar mjög dugleg að
fela staðreyndir og sönnunargögn þess efnis. Þess vegna heldur fólk
áfram að örbylgja matinn sinn, alsælt í sinni vanþekkingu, án þess að
gera sér grein fyrir áhrifum og hættum sem eru því samfara. Hvernig virka örbylgjuofnar?
Örbylgjur eru rafsegulfræðileg orka, svipað ljósbylgjum eða útvarpsbylgjum
og nýta hluta af rafsegulsviði orkunnar. Á okkar nútíma tækniöld eru
örbylgjur notaðar til þess að koma símtölum, sjónvarpsútsendingum og
tölvuupplýsingum á milli staða á jörðinni eða gegnum gervihnetti. En við
þekkjum þær best sem orku til þess að hita matinn okkar í.
Í hverjum örbylgjuofni er magnetróna, rör sem inniheldur rafeindir sem
rafsegull og rafmagn er notað til þess að ná fram geislun í stuttri
bylgjulengd u.þ.b. 2450 Mega Hertz (MHz) eða 2.45 Giga Hertz (GHz).
Þessi örbylgjugeislun hefur áhrif á sameindirnar í matnum.
Allar orkubylgjur skipta um póla frá jákvæðum til neikvæðra með hverri
hringrás sem þær fara. Í örbylgjum gerist það mörgum milljón sinnum á
hverri sekúndu. Sameindir fæðunnar, sérstaklega vatns, hafa jákvæðan og
neikvæðan pól á sama hátt og segull hefur norður og suður pól.
Venjulegir örbylgjuofnar taka in u.þ.b. 1000 vött af ryðstraumi. Þegar
þessar bylgjur skella á fæðunni valda þær því að pólarnir í sameindunum
fara að hringsnúast á sama milljónahraðanum á sekúndu.
Öll þessi hreyfing veldur núningi sem hitar upp fæðuna. Þessi óvenjulega
aðferð við að hita upp mat veldur töluverðum skemmdum á sameindunum,
rífur þær í sundur eða afskræmir þær.
Í samanburði eru örbylgjur frá sólinni byggðar á lögmálum um beina strauma
(DC) sem slá þannig að þær valda ekki þessum núningshita; örbylgjuofnar
nota ryðstrauma (AC) sem valda núningshita.
Okkur hefur verið sagt að örbylgjuofnar geisli ekki matinn eins og geislun
gerir (eins og þegar fæða er geisluð til þess að drepa allar bakteríur í
henni, innsk. þýð.) Þessar tvær aðferðir eru sagðar nota gjörólíkar
bylgjur og í mismunandi styrkleikum.
Engar rannsóknir frá opinberum stofnunum eða fæðu- og lyfjaeftirliti
Bandaríkjanna hafa staðfest hættuna sem fólgin er í örbylgjuofnanotkun
en við vitum öll að gildi rannsókna geta verið takmörkuð, stundum
viljandi gert. Margar þessara rannsókna eru síðar sannaðar sem
ónákvæmar. Sem neytendur eigum við að hafa örlítið af heilbrigðri
skynsemi sem við notum til að dæma slík mál.
Tökum sem dæmi egg og þá staðreynd að „sannað“ var á sjöunda áratugnum að
þau væru okkur mjög óholl. Það varð til þess að það urðu til gervi
eggjavörur sem gerðu framleiðendur þeirra mjög ríka en setti eggjabændur
á hausinn. Núna sýna nýlegar opinberar rannsóknir að egg eru okkur ekki
óholl eftir allt saman. Hverjum eigum við þá að trúa og hvaða mælikvarða
eigum við að fara eftir til þess að taka ákvarðanir varðandi okkar eigin
heilsu. Móðureðlið hefur rétt fyrir sér
Ef við sláum á létta strengi þá er mjög erfitt að mótmæla þegar sjötta
skilningarvit mæðra á í hlut. Hefur þú reynt það? Mörg okkar eru af
þeirri kynslóð þar sem mæður okkar og ömmur hafa vantreyst þessari nýju
tækni að elda matinn innan frá og út og sögðu að þessi aðferð væri ekki
góð fyrir flestar fæðutegundir. Móðir mín neitaði að reyna að baka í
örbylgjuofni. Henni fannst líka vont bragð af kaffi sem var hitað í
einum slíkum. Ég verð að játa að ég er henni sammála í báðum tilvikum.
Hennar eðlisávísun sagði henni að þetta væri engan vegin náttúruleg
aðferð til að elda og gæti ekki látið matinn bragðast eins og hann á að
gera.
Margir hafa sömu skoðun en eru taldir gamaldags minnihlutahópur.
Með trega fór samt móðir mín að hita afganga í öbylgjuofni vegna vinnutíma
hennar áður en hún hætti að vinna. Eins og flest ungmenni þess tíma sem
örbylgjuofnar urðu hversdagslegir ákvað ég að hlusta ekki á eðlislæga
visku móður minnar og slóst í hóp meirihlutans sem trúðu að
örbylgjuofnar væru allt of þægilegir til þess að nokkuð gæti verið að
þeim.
Eitt-núll fyrir mömmu. Þó hún hafi ekkert vitað um vísindalegar,
tæknilegar eða heilsufarslegar ástæður þess að örbylgjuofnar væru
hættulegir þá vissi hún bara að þetta gæti ekki verið hollt vegna þess
hvernig maturinn bragðaðist og einnig vegna þess hvernig áferð fæðunnar
breyttist við eldun í þessum ofnum. Örbylgjuofnar eru hættulegir hitun mjólkur fyrir ungabörn.
Margar aðvaranir hafa verið gerðar opinberlega en fáir hafa tekið eftir
þeim. Til dæmis gaf deild út frá háskólanum í Minnesota út svohljóðandi
skýrslu:
„Þó að örbylgjuofnar hiti fæðu á fljótlegan hátt er ekki mælt með því að
hita í þeim pela ungbarna. Pelinn getur verið kaldur að utan en vökvinn
í honum getur verið sjóðandi heitur og brennt munn og háls barna
illilega. Eins ef vökvi er hitaður í lokuðu íláti gæti þrýstingurinn
sprengt það. Hitun pelans í örbylgjuofni getur líka breytt mjólkinni og
valdið því að það tapist vítamín úr henni. Hitun brjóstamjólkur í
örbylgjuofni getur eyðilagt í henni þá verndandi eiginleika sem hún
hefur. Að hita pelann í heitu vatni úr krananum tekur kannski aðeins
lengri tíma en er miklu öruggara. Svo ber alltaf að prófa hitann á
innihaldinu með því að hella smá á úlnliðinn á sér. Örbylgjað blóð drepur sjúkling
Árið 1991 voru málaferli í gangi í Oklahoma vegna notkunar á örbylgjuofni
við að hita blóð sem nota átti vegna blóðgjafar. Kona að nafni Norma
Levitt dó vegna einfaldrar blóðgjafar vegna þess að hjúkrunarkonan hafði
hitað blóðið í örbylgjuofni. Þessi harmleikur gerir það augljóst að það
er miklu meira en „hitun“ sem á sér stað í örbylgjuofni heldur en okkur
er talið trú um. Blóð sem notað er í blóðgjafir er venjulega hitað en
ekki í örbylgjuofnum. Í tilfelli frú Levitt breytti örbylgjuofninn
blóðinu og það olli dauða hennar. Það er augljóst að örbylgjur breyta
eiginleikum þess sem er hitað með þeim og þá er fólk sem hitar sér mat
með þeim að neyta einhvers sem er líkamanum óþekkt.
Vegna þess að líkaminn er rafefnafræðilegur í eðli sínu mun allt það sem
raskar rafefnaboðum hans hafa áhrif á lífeðlisfræðilega uppbyggingu
hans. Þessu er nánar lýst í bók Roberts O. Becker sem heitir The Body
Electric og bók Ellen Sugarman sem heitir Warning, the Electricity
Around You May Be Hazardous to Your Health. Vísindalegar sannanir og staðreyndir
Í samanburðarrannsókn á matvælum elduðum á venjulegan hátt og í
örbylgjuofni sem var gefin út af Raum & Zelt árið 1992 segir:
„Í grunntilgátu náttúrulækninga er tilgreint að allar sameindir og allir
orkugjafar sem líkaminn þekkir ekki er mikið líklegra til að skaða hann
frekar en að gera honum gott. Matur úr örbylgjuofni inniheldur bæði
sameindir og orku sem er ekki til staðar í mat sem er eldaður eins og
maðurinn hefur gert síðan eldurinn var uppgötvaður. Vegna þess hvernig
hitunin á sér stað í örbylguofnum er óhjákvæmilegt að úr verði
ónáttúrulegar breytingar á sameindum fæðunnar. Náttúrulegar amínósýrur
hafa sést formbreytast og líka umbreytast í eiturefni vegna áhrifa
örbylgja.
Ein skammtíma rannsókn sýndu marktækar og alvarlegar breytingar á blóði
einstaklinga sem borðuðu mjólk og grænmeti hitað í örbylgjuofni. Átta
sjálfboðaliðar borðuðu mismunandi samsetningu sömu fæðu, eldaða á
mismunandi hátt. Allur matur sem fór í örbylgjuofna olli breytingum á
blóði sjálfboðaliðanna. Blóðrauði minnkaði, hvítum blóðkornum fjölgaði
og kólesteról hækkaði. Eitilfrumum fækkaði. Sjálflýsandi bakteríur voru
notaðar til þess að greina orkubreytingar í blóðinu. Það kom í ljós að
geislun þessara baktería jókst eftir neyslu matar úr örbylgjuofni. Klínísk rannsókn frá Sviss
Hans Ulrich Hertel, læknir á eftirlaunaaldri, vann sem matvælavísindamaður
í mörg ár hjá einum aðal fæðuframleiðanda í Sviss sem á viðskipti út um
allan heim. Fyrir nokkrum árum var hann rekinn frá fyrirtækinu vegna
þess að hann lýsti efasemdum yfir ákveðnum vinnsluaðferðum fyrirtækisins
sem eyðilagði náttúrulega eiginleika fæðunnar. Árið 1991 gáfu hann og
annar prófessor frá Háskólanum í Lausanne út rannsóknarskýrslu sem benti
á að matur eldaður í örbylgjuofni gæti mikið frekar skaðað heilsu manna
en matur eldaður á venjulegan máta. Hertel var fyrsti vísindamaðurinn
sem gerði klíníska rannsókn á því hvaða áhrif örbylgjaður matur hefði á
blóð og lífeðlisfræði líkamans. Samkvæmt Hertel lækni
„Hvítkornafjölgun sem ekki er hægt að útskýra með einhverjum hætti er
alltaf tekin alvarlega. Hún er oft merki um sýkingar í líkamanum, eins
og t.d. eitranir og frumuskemmdir. Það virðist sem hvítkornafjölgun hafi
eingöngu orðið vart eftir að sjálfboðaliðarnir borðuðu örbylgjumat.
Úrvinnslan úr þessari rannsókn var byggð á efnislegum lögmálum og hafði
verið staðfest áður. Auka geislunin sem sjálflýsandi bakteríurnar sýndu
var aðeins aukastaðfesting.
Það eru til fjöldinn allur af vísindalegum ritum varðandi hættuleg áhrif
örbylgna á lífverur. Það er því furðulegt að uppgötva hversu lítil
áhersla hefur verið á að finna upp náttúrulegri aðferð við að hita
matinn.
Yfirvöld í Sviss brugðust við með að setja bann á Dr. Hertel að upplýsa
almenning um hættur þær sem örbylgjuofnar hafa á heilsu manna, en það
var dæmt honum í hag vegna réttar til tjáningarfrelsis og honum dæmdar
bætur í ofanálag.
(Tvær aðrar rannsóknir voru gerðar, ein í Rússlandi og önnur í Þýskalandi
og er sagt frá þeim niðurstöðum í þessari grein líka en mér finnst of
langt mál að hafa það með en bæti hér við lokaorðunum. Þið getið nálgast
þessa grein á www.mercola.com . Innsk. þýðanda). 10 ástæður fyrir því að henda örbylgjuofninum
1. Að borða sífellt mat hitaðan í örbylgjuofni veldur langtíma- varanlegum
heilaskemmdum vegna áhrifa á rafstrauma í heilanum (umpólun eða afseglun
á vefjum heilans).
2. Mannslíkaminn getur ekki efnaskipt (brotið niður) þessi óþekktu
aukaefni sem verða til við örbylgjuhitun.
3. Framleiðsla á karl-og kvenhormónum minnkar og/eða breytist við langtíma
neyslu á örbylgjuðum mat.
4. Áhrif óþekktra aukaefna sem hafna í líkamanum eru varanleg.
5. Vítamín, steinefni og önnur næringarefni í matvælum minnka eða breytast
við örbylgjur, þannig að líkaminn græðir ekkert á fæðunni.
6. Steinefni í grænmeti breytist í krabbameinsvaldandi sindurefni í
örbylgjuofni.
7. Örbylgjaður matur veldur krabbameinsvexti í maga og þörmum. Þetta gæti
skýrt ört fjölgandi ristilkrabbameinstilfella í Bandaríkjunum.
8. Langtíma neysla matar úr örbylgjuofnum veldur fjölgun krabbameinsfruma
í blóði.
9. Stöðug neysla matar úr örbylgjuofnum veldur röskun á ónæmiskerfi manna
í gegnum eitla-og blóðvökvabreytingar.
10. Neysla matar úr örbylgjuofnum getur valdið minnisleysi,
einbeitingarskorti, tilfinningaóróa og greindarskorti.
Ertu búinn að henda örbylgjuofninum núna?
Eftir að þú hendir honum geturðu notað það sem kallað er toaster oven á
ensku, í staðinn. Hann virkar vel fyrir flestan mat og er jafnfljótur ef
tekið er mið af hversu lengi maður þarf að bíða eftir að maturinn úr
örbylgjuofnunum er lengi að kólna!
Sótthiti er ekki
sjúkdómur heldur einkenni þess að líkaminn sé í ójafnvægi. Mismunandi
skoðanir á hvernig bregðast skuli við hita í börnum gera foreldra oft
kvíðna og áhyggjufulla þegar börn þeirra fá háan hita vegna þess að þá
vita þeir ekki hvernig bregðast skuli við. Hiti er ekki illkynja og er
mikið misskilið einkenni. Almennt ástand barnsins segir okkur mikið
meira um hversu veikt barnið er heldur en hitastigið á mælinum. Börn
undir þriggja ára að aldri geta verið mjög veik með tiltölulega lágan
hita jafnvel undir 37° C, en eldri börn geta hlaupið um með tiltölulega
háan hita.
Flestir telja 37°
eðlilegan hita, en þá er ekki tekið tillit til einstakra undantekninga.
Börn eru til dæmis oftast heitari en fullorðnir. Það er hægt að segja að
á milli 36° og 37,5° sé eðlilegur hiti. Það að borða heitan mat, nýleg
áreynsla, hlýr fatnaður og heit húsakynni geta hækkað hitastig líkamans
um eina til tvær gráður. Líkamshitinn er líka mismunandi yfir daginn og
hjá unglingsstelpum vegna tíðablæðinga. Sótthiti er yfirleitt hæstur
seinni part dags og lægstur að morgni. Því skal ekki halda að þó barn sé
með vægan hita seinni hluta dags boði að það sé að fá háan hita, en ef
barn þitt er með vægan hita að morgni gæti verið ráðlagt að halda því
heima.
Sýkingar eru oftast það
sem veldur sótthita, sérstaklega í börnum. Aðrir hitavaldandi þættir
geta verið æxli, bólgur vegna meiðsla, lyf (antihistamín, sýklalyf),
ónæmissprautur og ofþornun. Tanntaka getur líka valdið hita.
Þegar sýklar örva hvítu blóðkornin á sérstakan hátt þá gefa þau frá sér
efni sem gefa undirstúku heilans merki um að hækka líkamshitann.
Líkaminn hitar sig upp með því að örva efnaskiptin, fara að skjálfa eða
leita í heitara umhverfi. Hann minnkar líka hitatapið með því að minnka
blóðstreymið til húðarinnar, þess vegna verður hann fölur á litinn.
Þegar hitinn hækkar fer húðin að roðna og svitna. Sá sem hitann fær
getur misst matarlyst, fyllst drunga, fengið beinverki og orðið
syfjaður. Þegar þetta kemur fyrir börnin okkar háttum við þau ofan í rúm
og leyfum þeim að sofa.
Sótthiti af völdum bakteríu- eða veirusýkinga getur verið merki um
ónæmiskerfi sem er í góðu lagi. Flest dýr (allavega hryggdýr) fá hita
þegar þau veikjast og er líklegt að maðurinn hafi varðveitt þessi
viðbrögð vegna þess að þau hafa reynst vel í að viðhalda stofninum.
Sumar rannsóknir styðja þessa kenningu; rannsóknir á dýrum hafa sýnt að
þegar hitinn er lækkaður þá minnka batahorfur þeirra. Hiti eykur magn
interferon (náttúlegt mótefni gegn veirum og krabbameini) í blóðinu.
Vægur hiti eykur líka magn þeirra hvítu blóðkorna sem drepa frumur sem
eru sýktar af vírusum, sveppum eða krabbameini og bæta getu sumra hvítra
blóðkorna til að eyða bakteríum og sýktum frumum. Hitinn minnkar líka
getu baktería og vírusa til að fjölga sér.
Af þessu sjáum við að
hiti er ekki vandamál sem þarf að bæla niður, heldur mjög gott
hjálpartæki sem líkaminn notar til að sigrast á sjúkdómum. Þess vegna er
ekki gott að lækka hitann aftur og aftur heldur fylgjast vel með barninu
(eða þeim fullorðna), hvort hitinn hækki eða hvort önnur einkenni versni
eða bætist við.
Getur sótthiti
valdið skaða?
Hvenær sem líkamshitinn hækkar þá tapast vatn og salt út úr honum gegnum
húðina. Birgðir orku og vítamína, sérstaklega þau vatnsleysanlegu brenna
upp. Við vægan hita getum við bætt líkamanum þetta upp með því að drekka
vatn, borða hollan mat eða taka inn fæðubótarefni. Vatnsleysanlegu
vítamínin C og B er skynsamlegt að endurnýja. Hinsvegar á meðan hitinn
er lokar líkaminn fyrir að sum steinefni nýtist vegna þess að bakteríur
þurfa á þeim að halda til að þrífast. Þegar við fáum hita breytir
líkaminn orkubrennslu sinni frá því að brenna glúkósa (uppáhaldsmat
bakteríanna) í að brenna prótíni og fitu. Þess vegna er minnkandi
matarlyst á meðan, merki um visku líkamans. Með öðrum orðum, ekki neyða
eða plata börn ykkar til að borða á meðan þau eru með hita ef þau hafa
ekki lyst; þau munu líklega bæta sér upp þyngdartapið fljótlega eftir að
veikindin eru yfirstaðin. Það þarf hinsvegar að hvetja þau til að drekka
vatn því vökvatap getur eitt og sér valdið hækkun á hita.
Mjög hár hiti (yfir 41°C) getur skaðað hjartað og heilann. Sumir segja
samt að hiti sé ólíklegur til að valda heilaskaða í barni sem er
heilbrigt fyrir. Við flestar sýkingar heldur heilinn líkamshitanum við
40°C eða undir. Því þarf í flestum tilfellum ekki að hafa áhyggjur af
því að hiti barnsins fari upp fyrir það.
Hvað með
hitakrampa?
Fyrst skulum við skilgreina hitakrampa. Þessir óeðlilegu kippir gerast hjá
börnum á milli 3ja mánaða og 5 ára aldurs í tenglsum við hita en það er
ekkert sem bendir til að þeir tengist sýkingu í taugakerfi þeirra.
Krampakastið stendur ekki yfir lengur en í 15 mínútur (yfirleitt 5 mín.)
og veldur kippum um allan líkamann. Um þrjú prósent barna fá hitakrampa.
Ástæða þess að sum börn eru móttækileg fyrir þessu er ekki alveg ljós. Af
þeim sem fá hitakrampa einu sinni fá einn þriðji af þeim hann aftur.
Endurtekningarmöguleikar eru meiri eftir því sem barnið er yngra þegar
það fær hitakrampann fyrst.
Hitakrampar eru skelfilegir fyrir foreldra að horfa upp á, en þeir eru
samt ekki hættulegir. Þegar þeir eru yfirstignir heldur barnið áfram að
þroskast á eðlilegan hátt.
Barnalæknar geta kennt foreldrum að lækka hitann ef hann ætlar yfir
mörkin. Fyrir þau börn sem fá endurtekna hitakrampa má líka hjálpa á
ýmsan hátt, t.d. með krampastillandi lyfjum.
Hvað gera skal ef barn þitt fær hitakrampa:
• Reyndu að vera róleg/ur. Það er farið fram á mikið að biðja um það en
það er mjög mikilvægt fyrir barnið að foreldri haldi ró sinni. Andaðu
djúpt og segðu við sjálfa/n þig að krampinn muni ekki endast lengi
(jafnvel þó það virðist heil eilífð) og að barnið muni mjög líklega koma
vel út úr þessu.
• Líttu á úrið til að taka tímann á krampakastinu. Það virðist sem það sé
verið að ætlast til of mikils, vegna þess hversu kvíðið foreldrið er
undir þessum kringumstæðum en þú munt annars ofreikna tímann og það er
mikilvægt fyrir lækninn að vita hversu lengi krampinn stóð yfir. Ef hann
fer yfir 5 mín. hringið þá í neyðarlínuna (112 á Íslandi). Snúið barninu
á hliðina, þá minnkar hættan á að það andi að sér útskilnaði (munnvatni,
slími, ælu).
• Passið að nánasta umhverfi í kringum barnið sé öruggt. Færið til hluti
sem það getur rekið sig í.
• Ekki hefta hreyfingar barnsins.
• Huggaðu og hughreystu barnið eftir að krampakastið er yfirstaðið og
hringdu svo í lækninn til að fá tíma strax. Hann mun sennilega vilja
skoða barnið til að athuga hvort um eitthvað annað en hita var að ræða
sem kom þessu krampakasti af stað. Ef kastið stóð yfir lengur en í 5
mín. eða/og barnið virðist mjög veikt þá gæti læknir bent þér á að fara
með það í neyðarmóttöku heilsugæslunnar.
Það segir sig sjálft að
ef hiti hjálpar líkamanum að verjast sýkingum þá munu hita-lækkandi lyf
frekar tefja fyrir því ferli frekar en að hraða því. Þar fyrir utan hafa
mörg hitalækkandi lyf óæskilegar aukaverkanir. Á hinn bóginn vill enginn
horfa upp á barn þjást og hiti getur gengið á krafta barnsins. Kynnið
ykkur vel notkun og aukaverkanir slíkra lyfja áður en þið gefið barni
ykkar þau. Hitalækkandi lyf geta blekkt okkur. Nokkur atriði sem mæla
annaðhvort með eða á móti þessum lyfjum fylgja hér á eftir:
• Hitalækkandi lyf geta látið barninu þínu líða betur og þá er kannski
betra að fá það til að drekka, borða og sofa og það mun kannski flýta
fyrir batanum.
• Þau geta líka falið einkenni. Með öðrum orðum, barnið getur hagað sér
eins og heilsa þess sé betri en hún er.
• Hitalækkandi lyf geta dregið veikindin á langinn. Þessi skoðun sumra
meðferðar-aðila er studd af nokkrum rannsóknum. Ef við gefum okkur að
viðbrögð líkamans (hiti, bólga, syfja) við veikindum séu vegna
aðlögunarhæfni hans þá getum við dregið þá ályktun að allt sem við gerum
til að hefta það ferli geti gert meiri skaða en bót.
Þegar allt þetta er
skoðað sést að það borgar sig að nota þessi lyf varlega. Spurðu sjálfa/n
þig hvort þú ert að nota lyfið til þess að láta barninu þínu líða betur
eða til að minnka þína hræðslu við veikindin. Lyfjalausar aðferðir geta
látið barni þínu líða betur og að ná bata á skömmum tíma. Ef ástandið er
ekki alvarlegt, gætirðu athugað með að nota jurtalyf til dæmis áður en
þú sækir hitalækkandi stíl.
Lyfjalausar
aðferðir til að eiga við sótthita:
Gefðu barninu nóg að drekka. Hiti eykur vökvatap og það getur hækkað
hitann. Börn með hita finna oft ekki fyrir þorsta fyrr en þau hafa
ofþornað og þarf því að bjóða þeim oft að drekka. Það er best að þau
taki litla sopa, sérstaklega ef þeim er óglatt. Ef nauðsynlegt notið þá
dropateljara til þess að koma vatni varlega í munninn á barninu.
Hvort klæða eigi barnið mikið eða lítið fer eftir því hvernig barninu
líður, farðu eftir því. Ef það skelfur, er fölt eða kvartar um kulda
(hitasótt byrjar oft þannig), klæddu það þá í hlý föt sem anda vel, þá
gufar hitinn upp og bleytir ekki fötin. Ef því líður vel og hitinn ekki
hár klæddu það vel og gefðu því heitan drykk til að aðstoða líkamann við
hitamyndunina. Ef það hinsvegar svitnar og kvartar undan hita klæddu það
lítið og leyfðu því að sparka ofan af sér sænginni. Eldri börn sjá um
þetta sjálf.
Ekki neyða það til að borða. Fólk með hita hefur yfirleitt ekki mikla
matarlyst. Leyfðu barninu að ákveða hvað og hvenær það borðar. Hafðu í
huga að matur með miklum sykri í getur tafið fyrir viðbrögðum
ónæmiskerfisins. Ráðleggingar.
Þumalfingursreglur sem jurtalæknar nota við minni háttar veikindum með
hita eru: “Fyrst að fylgjast með í smá tíma án þess að gera nokkuð.
Fylgja því sem áður var sagt hér að ofan varðandi börn undir tveggja ára
aldri og gefa þeim nóg að drekka. Varðandi eldri börn ber að gefa þeim
nóg að drekka, sjáðu til þess að þeim líði vel og fylgist vel með þeim.
Er barnið að drekka nóg? Pissar það að minnsta kosti einu sinni á átta
klst. fresti (helst á þriggja til fjögurra klst. fresti)? Líður því
betur ef þú huggar það? Leikur það sér eðlilega? Ef svarið við þessum
spurningum er já, er barnið sennilega ekki mikið veikt.
Þessa grein fann
ég á heimasíðu Dr. Mercola,
www.mercola.com
og er hún eftir Lindu B. White, MD og Sunny Mavor, AHG og var upphaflega
birt í tímaritinu Mothering. Þetta er úrdráttur úr bók, eftir sömu
höfunda, sem heitir á frummálinu Kids, Herbs and Health; A Parents’
Guide to Natural Remedies.
Eftirfarandi er það sem Dr. Mercola hafði að segja um hana:
Þetta er ein yfirgripsmesta grein sem ég hef lesið um þetta efni. Margar
fjölskyldur munu vilja merkja við hana og jafnvel prenta hana út til
þess að geta gripið til hennar eftir þörfum.
Annars er mesta furða hversu sjaldan börn verða veik ef farið er eftir
mataræði því sem ég mæli með. Við vitum öll að það er mikið betra að
koma í veg fyrir sjúkdóma heldur en að lækna þá. Hiti er varatækni sem
líkaminn býr yfir þegar aðalvörnin bregst. Góður matur, næg hvíld og
geta okkar til þess að höndla stressandi aðstæður eru aðalvörnin.
Ég mæli einnig með að sleppa notkun flestra hitalækkandi lyfja, nema
barninu líði mjög illa eða hitinn kominn vel yfir 40°C.
Börn fæðast varnarlaus inn í þennan heim og hlutverk okkar
foreldra og samfélagsins er að vernda þau svo þau komist farsællega í
gegn um bernsku og unglingsár, þannig að þau öðlist færni til að velja
og hafna.
Þetta er ekki einfalt verkefni sem foreldrar standa frammi
fyrir – því að börnin verða fyrir miklum og misgóðum utanaðkomandi
áhrifum sem við þurfum stöðugt að glíma við. Áreitið í samfélaginu eykst
og það verður bara flóknara og flóknara að eiga við það.
Áreitið getur verið
af ýmsum toga:
Góða amman sem spillir smábarni með sælgæti og óhollustu, stóri frændinn
sem kennir litla barninu ljót orð. Kallinn í næsta húsi sem keyrir eins
og vitleysingur niður götuna, vinurinn sem má hangsa í tölvu allan
daginn eða öll barnaafmælin með bönnuðum hryllingsmyndum.
eða:
Fréttatímar með hryllilegum myndum, litla vinkonan sem má mála sig 6 ára,
óhollur matur sem er auglýstur í barnatíma, vinsælir grínarar sem sýna
slæmt fordæmi, tónlistarmyndbönd frægra hljómsveita sem eru í raun
klámmyndir, vinurinn sem fær „allt“, eða dæmin um börn sem kynnast
klámsíðum í barnaskólum landsins…
Hvernig verndum við
eiginlega börnin við þessar aðstæður?
Banna slæma sjónvarpsþætti? Hafa fréttatímana seint á kvöldin?
Banna tónlistarmyndbönd? Banna internetið? Banna auglýsingar á ákveðnum
tímum eða í kring um barnatíma?
Auglýsingar endurspegla það sem er í gangi í þjóðfélaginu. Þær
benda á og vekja athygli (ef vel tekst til) en þær breyta ekki
samfélaginu. Þær eru ekki hinn eiginlegi drifkraftur, þær styðja aftur á
móti við það sem togar neyslu eða skoðanir áfram.
Sem foreldri finnast mér beinar auglýsingar lítið vandamál sem
frekar auðvelt er að eiga við. En þær virðast vera það sem mönnum dettur
helst í hug að benda á þegar vantar blóraböggul í flóknum heimi áreitis.
Oft virðist sem menn rugli saman áreiti úr sjónvarpi og jafnvel netinu
og kalli það auglýsingaáreiti til einföldunar – en því fer auðvitað víðs
fjarri að það sé rétt.
Sem auglýsingamanneskju finnst mér auðvitað að það ætti fremur
að banna lélegar og illa gerðar auglýsingar og þær eru vissulega margar!
J
Öll viljum við vernda börnin okkar fyrir óæskilegum áhrifum og
sjálf vildi ég gjarnan að það til væru einfaldar leiðir að því, eins og
að banna – en sú leið er að mínu mati ekki líkleg til árangurs.
Eina raunhæfa leiðin er að kenna börnum á umhverfið sem þau
lifa í og kenna þeim gagnrýna hugsun svo þau verði smám saman fær um að
velja og hafna sjálf. Og við megum ekki gleyma því að framan af erum það
við sjálf sem stjórnum því fyrir hvaða áreiti þau verða. Og það erum við
sem kennum þeim hverju á að trúa og hverju ekki.
Til að styðja mál
mitt eru hér nokkur dæmi sem sýna óraunhæfi auglýsingabanns
1. Beinar auglýsingar og óbeinar. – Við getum bannað vel
greinanlegar auglýsingar fyrir barnaefni en við höfum enga leið til að
banna illgreinanlegar auglýsingar sem er að finna inni í dagskrárefninu
sjálfu. Þetta sem kallast „product placement“ eða vörur inni í
dagskrárefni, er miklu lúmskari leið til að auglýsa en beinar
auglýsingar. Og með banni ýtum við fyrirtækjum lengra inn á þá braut.
Mjög margt, ef ekki flest barnaefni, er í raun vara.
Við getum nefnt sem dæmi Disneymyndir en Disney hagnast mun meira á
Disney vörum en dagskrárefni merktu Disney sjálfu. Sama gildir um þætti
eins og Bubbi byggir, Stubbana, Latabæ, jafnvel Lína langsokkur og
Múmínálfarnir er hægt að finna sem dót líka. Ég þekki 4 ára sem spyr
þegar hún sér bangsa – í hverju er þessi? Áttar sig ekki á því að það
eru til leikföng sem eru ekki í sjónvarpi eða á DVD.
2. Við megum heldur ekki gleyma því að eðli markaðssetningar
er þannig að hún leitar alltaf fram hjá hindrunum. Markaðsmál ganga út á
að finna nýjar leiðir og nýjar brautir að fara. Ef við bönnum
auglýsingar finna menn aðrar leiðir og eru í raun löngu farnir að gera
það, samanber það sem ég sagði hér áðan.
3. Hætta á ritskoðun – með því að banna auglýsingar erum við
líka að ýta burt „góðum“ vörum. Má auglýsa nýja barnaljóðabók eftir
Þórarinn Eldjárn eða á að banna það? Má auglýsa mjólk eða ost – er hann
hollur? Kókómjólk? Kók? Franskar kartöflur? Eða nýjan disk með
Strákunum? Hvað með sætt morgunkorn? Eða grænmeti og ávexti? Augýsingar
um umferðina eða önnur góð málefni? Sum okkar segja já við sumu en nei
við öðru, alveg eins og í búðinni þar sem við veljum og höfnum. Hver
verður ritstjórinn?
Ég man eftir syni mínum spyrjandi – hvenær kaupum við
heilsukoddann (auglýstur í sjónvarpsmarkaði) eða grænmetisskrautskerann?
Hann var alveg heillaður af honum. Það er lítið mál fyrir foreldri að
eiga við svona fyrirspurnir – en æði eins og Pokémon sem hvergi var
auglýst var miklu erfiðara að eiga við og kostaði mig og son minn stórfé
og marga misjafna lífsreynslu. Hjá mörgum foreldrum er erfiðasta glíman
í búðinni sjálfri – t.d. fyrir framan sælgætishallir stórmarkaða – ættum
við að banna þær? Eða glíman við að vera eins og hinir… Barátta gegn
auglýsingum eru grín í samanburði við þá baráttu.
4. Önnur spurning er hvort yfirleitt verður framleitt
barnaefni í markaðsumhverfinu (ekki ríkisstyrktu eða áskriftarumhverfi
sem við stefnum hraðbyri inn í ef engar auglýsingar eru.
5. Það er mjög mikilvægt að átta sig á því að
neytendur/foreldrar eru ekki fórnarlömb heldur stýrihópur. Við ráðum
alveg hvort við bregðumst við auglýsingum eða ekki – það er enginn sem
skyldar okkur til að kaupa auglýsta vöru. Þó börnin biðji um eitthvað
þurfum við alls ekki að kaupa það. Eða liggur vandinn þar? Nennum við
ekki að segja nei – eða þorum við ekki að vera sjálfstæð og hvetja
börnin til þess líka. Það erum við sjálf sem mótum börnin okkar mest,
hvort sem það er í hegðun í umferðinni eða sem neytendur.
7. Að lokum má ekki gleyma því að slæm markaðssetning kemur á
endanum niður á framleiðandanum sjálfum. Það sem auglýsandi óttast hvað
mest er að lenda í þeirri aðstöðu að styggja neytendur. Í markaðsdeildum
fyrirtækja er fólk sem er alltaf að leita nýrra leiða til að nálgast
ólíka hópa og stundum tekst vel upp en stundum ekki. Við neytendur ráðum
alveg hvernig við tökum þessum sendingum/auglýsingum.
Dæmi:
-
námsmenn sem fá brúnkuklúta í prófum – þetta átti auðvitað að vera grín
en mæltist illa fyrir hjá stórum hluta markhópsins (skaðinn er hjá
fyrirtækinu)
-
fyrirtæki sem sendir út sælgæti eða súkkulaðidagatöl til smábarna – eru
foreldrar ánægðir með það? Kannski sumir, en aðrir alls ekki og þá beina
þeir viðskiptum sínum sennilega annað sem er ekki gott fyrir sendandann.
Það er staðreynd að börn verða fyrir mjög miklu áreiti í dag
en boð og bönn eru ekki raunhæf leið til að vernda þau. Meðal annars
vegna þess að ómögulegt er að sjá hvar á að leggja línuna - og þar
sýnist líka sitt hverjum.
Eina raunhæfa leiðin er að vernda barnið sjálfur eins og hægt
er, kenna því gagnrýna hugsun og leiðbeina því í samfélagi þar sem við
þurfum stöðugt að vera að velja og hafna, þannig að ekki sé hægt að nýta
sér varnarleysi þess.
Í upphafi
þessa málþings er rétt að fara yfir þær lagareglur, sem
varða auglýsingar og börn og
markaðssetningu sem sérstaklega er beint að börnum -
lagarammann sem við búum við í þessum efnum og
jafnframt eins og hann er í nágrannalöndum okkar.
Þar sem
það er of langt mál að rekja þessi lagaákvæði í einstökum
atriðum hef ég dreift samantekt á þeim hér á
málþinginu. Ég mun því í máli mínu
stikla á stóru en vísa mönnum
á samantektina ef þeir vilja glöggva sig
frekar á efninu
Fyrst ber
að nefna 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar en hún hljóðar
svo: ” Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem
velferð þeirra krefst. ”
Þetta ákvæðikom inn í stjórnarskrána við endurskoðun
mannréttindaákvæða hennar árið 1995. Í athugasemdum með
frumvarpi til stjórnskipunarlaga segir að ákvæðið leggi þá skyldu
á löggjafann að setja lög til að veita börnum fyrrnefnda
tryggingu en jafnframt feli það í sér ”öllu meiri
efnisreglu því unnt gæti verið að sækja stoð og áréttingu til þess fyrir
heimild til undantekninga frá öðrum reglum mannréttindakafla
stjórnarskrárinnar ef slíkar undantekningar eru nauðsynlegar til verndar
börnum.” Samkvæmt þessu gæti tjáningarfrelsi manna verið settar
skorður ef nauðsynlegt getur talist til verndar
börnum.
Ákvæðið
sækir fyrirmynd sína í 2. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna
um réttindi barnsins sem fullgiltur var af Íslands hálfu 1992.
Í 17. gr. hans segir að aðildarríkin viðurkenni
mikilvægi fjölmiðla og skulu þau (ríkin) sjá um að börn eigi
greiðan aðgang að upplýsingum og efni af ýmsum uppruna frá eigin
landi og erlendis frá en þau skulu jafnframt stuðla að því að
mótaðar verði viðeigandi leiðbeiningarreglur um vernd barns fyrir
upplýsingum og efni sem skaðað getur velferð þess .
Ákvæði um
markaðssetningu gagnvart börnum og auglýsingar er að finna annars vegar
í lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi
markaðarins nr. 57/2005 og hins
vegar í útvarpslögum nr. 53/2000.
Fyrrnefndu lögin
taka skv. 1. gr. þeirra til hvers konar
atvinnustarfsemi, svo sem framleiðslu, verslunar og þjónustu, án tillits
til þess hvort hún er rekin af einstaklingum, félögum, opinberum
aðilum eða öðrum. Öllum þeim sem athafna
sig á íslenskum markaði ber því að
fara að þessum lögum í öllu því sem þeir aðhafast þar.
Meginreglu
laganna er að finna í 5. gr. þar sem kveðið er á um að
óheimilt sé að aðhafast nokkuð það sem brýtur í bága
við góða viðskiptahætti í atvinnustarfsemi eins þeir eru tíðkaðir
eða eitthvað það sem óhæfilegt er gagnvart
hagsmunum neytenda.
Þetta ákvæði
er sett til að gæta hagsmuna neytenda á
markaðnum, til að vernda neytendur og þar með talið börn. Þeir sem
stunda viðskipti mega ekki aðhafast neitt sem telst
óhæfilegt í skilningnum- ekki við hæfi, ósæmandi, ótilhlýðilegt,
óviðeigandi. Mat á því hvað telst
óhæfilegt ræðst auðvitað af skilningi manna
og tíðaranda á hverjum tíma en einnig
og ekki síður af því að hverjum
viðskiptum/markaðssetningu er beint hverju
sinni. Þá má ekki aðhafast neitt, sem talist
getur óhæfilegt gagnvart þeim tiltekna
hópi. Þegar markaðssetningu er beint að börnum verður skv. þessu
að gæta þess hvað er við hæfi þegar sá aldurshópur á í
hlut.
Í 8. gr.
laganna er sérstaklega fjallað um auglýsingar
og í þremur af fimm málsgreinum er
sérstaklega fjallað um auglýsingar og börn.:
Auglýsingar, sem höfða eiga til íslenskra neytenda, skulu vera á íslenskri
tungu.
Auglýsingar skulu þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á
að um auglýsingar sé að ræða. Skulu þær skýrt aðgreindar frá öðru efni
fjölmiðla.
Auglýsingar skulu miðast við að börn sjái þær og heyri og
mega þær á engan hátt misbjóða þeim. Í auglýsingum verður að sýna sérstaka varkárni vegna
trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau. Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna
hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess
að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er.
Ákvæði þetta
var fyrst tekið upp í samkeppnislögin frá 1993
og var Ísland fyrst Norðurlandanna til að
setja sérstakt ákvæði um auglýsingar og börn inn í
viðskipta- og markaðslöggjöfina. Leggja ber áherslu á
að það tekur ekki einungis til auglýsinga í
hljóðvarpi og sjónvarpi heldur til allra auglýsinga
hvar sem þær birtast- svo sem í
blöðum, kvikmyndahúsum, á strætisvagnaskýlum, veltiskiltum
og veraldarvefnum.
Neytendastofa
fer með eftirlit samkvæmt lögunum og getur sett
nánari reglur í þessu efni. Gísli Tryggvason, talsmaður
neytenda og Anna Birna Halldórsdóttir, sviðsstjóri Markaðssviðs
Neytendastofu, munu fjalla nánar um í hverju það
eftirlit er fólgið og hverju það varðar að
brjóta lögin.
Í útvarpslögum nr. 53/2000
er vikið að vernd barna gegn óheimilu efni í 14. gr. og
í 20. gr. að vernd barna gegn ótilhlýðilegum
auglýsingum.Í 20. gr. segir:
Ákvæði þetta var sniðið eftir
16. gr. tilskipunar Evrópusambandsins nr. 89/552/EBE
um sjónvarpsrekstur eins og henni var breytt með 97/36/EB
(– nánast orðrétt) sem hér hefur
verið dreift. 20. gr. útvarpslaga tekur þó til
auglýsinga í sjónvarpi og hljóðvarpi.
(Í athugasemdum með frumvarpi til útvarpslaga var rökstuðningur
20. gr. áhugaverður: ”Rík ástæða er til þess að setja nokkrar skorður
við markaðssetningu sem ætlað er að hafa áhrif á börn. Börnum hættir til
trúgirni vegna reynsluleysis síns og þekkingarskorts. Jafnframt eru börn
áhugaverður markhópur margra auglýsenda þar sem þau eru
framtíðarneytendur. Óskir barnanna hafa ekki einungis áhrif á kaup fyrir
þau sjálf, heldur einnig á innkaupamynstur allrar fjölskyldunnar. Verður
að gæta þess svo sem kostur er að með auglýsingum sé forráðamönnum barna
ekki gert erfitt fyrir við ákvarðanir um kaup á vörum og þjónustu í þágu
barnanna og fjölskyldunnar allrar eða að láta kaup hjá líða.
Efni greinarinnar er skýrt og þarfnast ekki nánari skýringa.”)
Auk þessara laga
má nefna ýmis lög sem fela í sér bann við því að
auglýsa tilteknar vörur, svo sem áfengi og tóbak og
lög sem setja því mörk hvernig auglýst er, t.d.
jafnréttislög
Hér hefur verið
gerð fyrir þeim lagaákvæðum íslenskum sem gilda um auglýsingar og
markaðssetningu gagnvart börnum.
Okkur er gjarnt að
líta til þess hvernig nágrannaþjóðir
okkar haga málum. Ég hef því tekið saman
lagaákvæði í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og
eru þau birt í samantektinni sem dreift hefur verið.
Eins og
áður sagði vorum við Íslendingar fyrstir Norðurlandaþjóða til að
setja sérstök ákvæði um börn inn í viðskipta- og
markaðslöggjöfina.
Danir voru nýverið að endurskoða
sína löggjöf (lov om markedsföring nr. 1389-21/12/2005) sem tekur gildi
þann 1. júlí n.k. og er þar nú að finna sérstakt ákvæði um
markaðssetningu sem beint er að börnum auk þess sem
byggt er á meginreglunni um góða viðskiptahætti.
Í desember s.l.
var gefin út reglugerð á grundvelli útvarpslaga frá 2004
þar sem m.a. er kveðið allítarlega á um vernd
barna gegn ótilhlýðilegum auglýsingum Rétt er að nefna að
engar auglýsingar eru sýndar á ríkisreknu
sjónvarpsstöðvunum- DR 1 og DR 2 .
Í Noregi og Svíþjóð
hafa sérstök ákvæði um börn ekki verið sett í
markaðslöggjöf, þar er enn fyrst og fremst byggt á
meginreglunni um góða viðskiptahætti og hvað talist getur
hæfilegt/tilhlýðilegt gagnvart börnum. Þar er þó uppi
mikil umræða um breytingar í þá veru sem gerðar hafa verið hér á landi
og í Danmörku.
Hins vegar
eru í þessum tveim löndum mjög strangar reglur í
útvarpslöggjöfinni:
Í Svíþjóð
er með öllu óheimilt að beina auglýsingum að börnum
undir tólf ára aldri og bannað er að sýna
auglýsingar (hvort sem þeim er beint að börnum eða fullorðnum)
á undan og eftir efni sem ætlað er börnum yngri en
tólf ára.
Í Noregi
er einnig bannað að beina auglýsingum sérstaklega að
börnum yngri en 13 ára og jafnframt bannað að hafa auglýsingar
10 mínútur fyrir og eftir barnaefni.
Áður
hefur verið minnst á tilskipun EB sem
kveður á um auglýsingar í sjónvarpi og
á vettvangi sambandsins er rætt um hvort
breytinga sé þörf á markaðslögum.
Til
viðbótar þeim
lagareglum sem hér hafa verið nefndar er
rétt að nefna að árið 1992 gáfu umboðsmenn neytenda
á Norðurlöndum og Verðlagsstofnun (forveri Samkeppnisstofnunar og nú
Neytendastofu) út sameiginlegar stefnumarkandi
reglur um sjónvarpsauglýsingar sem enn eru í fullu gildi sem
leiðbeiningareglur. ( Þessar reglur er að finna
í gögnum þeim sem dreift hefur verið.)
Loks er
rétt að nefna siðareglur Alþjóða verslunarráðsins (ICC) um
auglýsingar frá 1997 og sérstaka samantekt
ráðsins á reglum þess um markaðssetningu gagnvart börnum frá
2003.
Í reglum þessum
eru fyrirtæki hvött til þess að sýna ábyrgð og taka
tillit til trúgirni og reynsluleysis barna. Þar er
jafnframt gert ráð fyrir því að viðskiptalífið haldi
upp sjálfsvöktun (self-regulatory measures) í
þessu efni.
SÍA (Samband
íslenskra auglýsingastofa) hefur sett sér siðareglur
sem eru byggðar á þessum reglum
og eru þær birtar á heimasíðu þeirra ásamt
sérstökum leiðbeiningareglum sem ICC hefur gefið út
við siðareglur sínar.
Þegar litið er
til þeirra reglna sem ég hefi nú rakið er ljóst
að löggjafinn - og viðskiptalífið -
hafa viðurkennt að börn
þarfnist sérstakrar verndar á markaðinum.
En hvaða
hald er í þessum reglum ?
Þrátt
fyrir að þessar reglur hafi nú verið í
gildi hér á landi í allmörg ár, er það staðreynd
að auglýsingum og markaðssetningu hvers konar
vöru og þjónustu er beint í æ ríkari
mæli að börnum og unglingum. Og
markaðssóknin er ágengari og áhrifaríkari en
áður var.
Hvað er til
ráða ?
Augljóst er að
það þarf að skerpa framkvæmd laganna-
fylgja því eftir að menn virði þau.
·Það þarf að
kynna ákvæði laga og siðareglna betur- fyrir
neytendum og fyrir atvinnufyrirtækjum - bæði efni
þeirra og hvert unnt er að leita telji menn þau
brotin.
·Huga þarf að því hvort
gefa eigi út enn frekari leiðbeiningar um framkvæmd
lagareglnanna.
· Höfða þarf
til samfélagslegrar ábyrgðar markaðarins
og miðlanna en það er unnt að gera með ýmsum hætti.
Ef það dugar
ekki þá er líklegt að það komi fram kröfur um að
lögin verði hert.
Þegar
rætt er um börn í íslenskum lögum er átt við alla
einstaklinga á aldrinum 0-18 ára. Það er auðvitað
sundurleitur hópur- sem þarfnast mismunandi
mikillar verndar. Börn öðlast smám saman
aukinn skilning og þroska til að meta hvað þau sjálf vilja og
hvað þau hafa raunverulega þörf fyrir en einnig
öðlast þau aukin fjárráð og verða þannig
sjálfstæðir neytendur.
Því er
hvorki nauðsynlegt né eðlilegt að sömu reglur
gildi um markaðssetningu gagnvart öllum aldurshópunum.
Það má huga að því hvort rétt væri að setja ákvæði í lög til
að vernda yngstu börnin sérstaklega og gera ráð
fyrir sérstakri fræðslu til eldri barnanna og
foreldra þeirra.
Loks má
huga að því hvort mismunandi reglur eiga að gilda eftir því
á hvaða vettvangi auglýsingar birtast.
Afstaða
manna til markaðssetningar sem beint er að börnum
ræðst að einhverju leyti af gildandi reglum hverju sinni en
ekki síður af siðfræðilegum sjónarmiðum.
Hvar mörkin
liggja er fljótandi og mun ávallt ráðast
af mati.
Það er
nauðsynlegt að við sem samfélag höldum uppi
umræðu um hvar við viljum draga mörkin
og bregðumst við þegar við teljum að farið
sé út fyrir þau.
Það er von mín
að þetta málþing verði upphaf slíkrar
umræðu.
Út eru komnir
tveir bæklingar um kynlíf og kynhegðun unglinga. Annar er fyrir foreldra
og heitir Samskipti foreldra og barna um kynlíf. Hinn
bæklingurinn er ætlaður unglingum og heitir Kynlíf - unglingar.
Foreldrabæklingurinn, Samskipti
foreldra og barna um kynlíf, fjallar um mikilvægi þess að
foreldrar fræði börn sín um kynlíf, og bendir á leiðir fyrir foreldra
til að ræða um kynlíf við börn sín og unglinga.
Hægt er að skoða bæklinginn í pdf formi með því að smella á myndina hér
til hliðar.
Unglingabæklingurinn,
Kynlíf - unglingar, fjallar um rétt unglinga í kynlífi, bjartar og
dökkar hliðar kynlífs og hvert hægt sé að leita til að fá upplýsingar um
kynlíf.
Með því að smella á myndina hér til hliðar er hægt að skoða bæklinginn á
pdf. formi
Bæklingarnir munu einnig koma að notum öllum þeim sem veita ráðgjöf eða
sinna heilsuvernd og forvörnum meðal barna og unglinga, s.s. starfsfólki
heilsugæslustöðva í ung- og smábarnavernd, skólaheilsugæslu og
unglingamóttöku auk starfsfólks í skólum og félagsmiðstöðvum.
Höfundar
bæklinganna eru Dagbjört Ásbjörnsdóttir mannfræðingur, MA í kynlífs- og
kynjafræðum, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir félagsráðgjafi og
Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi, MA í uppeldis- og menntunarfræði.
Þær ákváðu að eigin frumkvæði að ráðast í gerð bæklinganna í kjölfar
fræðslufunda um kynlíf og kynhegðun unglinga sem þær hafa staðið að
undanfarin nær fjögur ár fyrir foreldra og nemendur í 7. – 10. bekk í
grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Fræðsla þeirra ber
yfirskriftina: Tölum saman – samskipti foreldra og barna um
kynlíf.
Sjá nánar um fræðsluna
Að útgáfu bæklinganna
standa Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir (FKB), Lýðheilsustöð,
Landlæknisembættið og Forvarnarnefnd Reykjavíkurborgar. Útlit þeirra
annaðist Gunnar Þór Arnarson hönnuður.
Bæklingarnir eru ókeypis og munu höfundar dreifa þeim á fræðslufundum
sínum en jafnframt er hægt að panta þá hjá
Lýðheilsustöð.
Fyrir jólin
2004 kom út bók sem ætlað er að uppfræða foreldra um
hve mikið er nóg.
Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ ritar formála
að íslenskri þýðingu
bókarinnar en þar
er því m.a. lýst hvernig ofdekur, ofnæring og ofgnótt án
skynsamlegra marka getur hindrað börn í að öðlast mikilvæga færni til að
læra það sem þau þurfa til að geta þrifist sem hamingjusamt og heilbrigt
fullorðið fólk.
Í inngangi segir Sigrún að hún telji styrk
bókarinnar m.a.
vera þann að
bókin gefi okkur
foreldrum betri innsýn á sérstæðu fyrirbæri í menningu okkar. Nefnilega
ístöðuleysi, markaleysi og skorti á festu.
Hvað mikið er nóg
fjallar um foreldraumhyggju og hvernig of mikil afskipti eða
ofdekur getur verið jafn varasamt og of lítil umhyggja, markaleysi eða
vanræksla.
Bókin er
foreldrum hvatning og stuðningur svo þeir geti alið börnin sín upp á
ástríkan og áhrifaríkan hátt þannig að þau geti lifað heilbrigðu og
hamingjusömu lífi. Kannski við ættum að hafa það í huga þegar við kaupum
jólin í ár.
Margir foreldrar og
kennarar hafa áhyggjur af því að unglingar og jafnvel börn sofi ekki
nægilega mikið.
Stór hópur nemenda mætir í skólann að morgni þreyttur og vansvefta. Þessi
þreyta hefur áhrif á skap þeirra, námshæfileika og viðbragðshæfni.
Hæfilegur svefntími barna er:
5-8 ára börn um 10 – 12 klst á sólarhring
9-12 ára börn um 10 – 11 klst. á sólarhring
13-15 ára börn um 9 – 10 klst. á sólarhring
Styttri svefntími getur haft skaðleg áhrif á heilsu og frammistöðu
barnsins í daglegu lífi.
Í nýlegri amerískri rannsókn kom fram að um helmingur unglinga þar í
landi sefur of lítið. Að meðaltali sofa unglingar í Ameríku 7 – 7½ klst
á virkum dögum og reyndar er fjórðungur aðeins að fá 6½ tíma svefn eða
minna. Svefnþörf unglinga er 9 – 10 klst. og því ljóst að þessir
unglingar eru í mikilli „svefnskuld“. Mary Carskadon sálfæðingur
við Brown University sem vann rannsóknina segir að það sé slæmt að svo
margir nemendur hefji daginn á „tómum tanki“ þar sem þeir séu ekki að
fylla hann yfir nóttina. Hún er áhyggjufull því að í rannsókn hennar kom
í ljós að þó nokkur hluti unglinga þjáist af alvarlegum svefnskorti. Hún
telur einnig að rekja megi aukningu á tíðni þunglyndis meðal unglinga
til þessa svefnskorts sem margir þeirra þjást af. Carskadon segir að
aukið sjónvarpsáhorf og tölvuleikjanotkun hafi haft neikvæð áhrif á
svefnmynstur barna og að foreldrar þurfi að vera vakandi yfir þessu.
Einnig telur hún mikilvægt að fræða börn, unglinga, foreldra og
skólafólk um svefn. Hún bendir á að nokkrir skólar í Bandaríkjunum hafi
seinkað því hvenær unglingar eigi að mæta á morgnana og að það hafi haft
margvísleg jákvæð áhrif á nemendur og skólastarfið¹.
Samfelldur svefn er mikilvægur til að fá sem besta hvíld. Helgi Gunnar
Helgason, lífeðlisfræðingur bendir á að á kynþroskaárum breytist
líkamsklukkan þar sem taugaboð sem segja til um hvenær líkaminn þarf að
fara að sofa berast seinna en áður. Því er það svo að þegar unglingar
vilja fara seint að sofa þá stafar það oft af líkamlegum orsökum þar sem
þeir finna ekki fyrir syfju. Þeir þurfa samt að vakna snemma og ef þeir
fara mjög seint að sofa þá myndast svokölluð svefnskuld. Það hve
unglingar eru þungir upp á morgnana stafar einnig af breytingu á
líkamsklukkunni.
Hann telur mikilvægt að unglingar læri inn á svefnmynstur sitt og komi sér
upp svefnrútínu þannig að þeir fari að sofa og vakni á saman tíma alla
daga – líka um helgar. Ef unglingar eru mjög vansvefta þá getur 20
mínútna lúr að degi til dregið úr mestu þreytunni. Ekki má leggja sig í
meira en 30 mínútur að degi til þar sem það getur þá farið að hafa áhrif
á nætursvefninn. Eitt af því sem getur gert börnum og unglingum erfiðara
að sofna á kvöldin er að hafa setið fyrir framan tölvuskjá fyrr um
kvöldið. Birtan frá skjánum virkar örvandi og því verður erfitt að
sofna.²
Í grunnskólanum í Sibbo í Finnlandi ákváðu skólastarfsfólk og foreldrar
að taka höndum saman um að takast á við svefnleysi nemenda. Verkefnið
náði til allra nemenda skólans. Umræða og fræðsla um svefn var tekin
fyrir í tengslum við námsefni, til dæmis í heilsufræði og lífsleikni.
Gangar skólans fylltust smám saman af myndum, ljóðum og öðrum
upplýsingum um svefn og mikilvægi hans. Einnig kom
svefnsérfræðingur í skólann og ræddi við nemendur og foreldra. Allir
nemendur skólans áttu síðan að fylla út svefndagbók í sex daga þar sem
þeir skráðu hve marga tíma þeir sváfu yfir nótt, hvort þeir lögðu sig
yfir daginn og þá hve lengi, hvað þeir gerðu um kvöldið áður en þeir
fóru að sofa ásamt eigin hugleiðingum um nætursvefninn. Svefnbó
kunum var skilað til skólans án nafns. Kennarar og foreldrar voru
sammála um að vel hefði tekist og að samstarf við foreldrafélagið um
verkefnið og jákvæðni foreldra almennt hefði þar skipt sköpum. ³
Foreldrar, sendum börnin úthvíld í skólann á morgnana. Ræðum við börnin um
mikilvægi svefns og verum sjálf góðar fyrirmyndir. Höfum í huga að
skynsamlegir lífshættir, s.s. hreyfing og slökun greiða fyrir svefni og
að hreyfingarleysi og óhófleg sjónvarps- og tölvunotkun getur haft
neikvæð áhrif á svefn. Það að koma á skipulagi og fara að sofa á
svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma alla daga er ein besta leiðin til
þess að tryggja næga hvíld sem stuðlar að því að börnin séu ánægð,
móttækileg fyrir námi og virk í skóla og frístundum.
Elín Thorarensen M. Ed.
Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra
I can only give my life and show you all I am
in the breath I breathe,
I will promise you my heart
and give you all you need if it takes some time,
and if you tell me you don't need me anymore
that our love won't last forever, no~
I will ask you for a chance to try again
to make our life a little better, ooh...
I love you, say we're together baby,
say we're together, ooh...
I need you, I need you forever baby, you and me
You say you hardly know exactly who I am
so hard to understand,
But I, I knew right from the start, the way I felt inside,
if you could read my mind
if you tell you don't need me anymore
that our love won't last forever,
I will ask you for a chance to try again
to make our love a little better
I love you, say we're together baby,
say we're together, ooh...
I need you, I need you forever baby, you and me
Remember when you used to hold me,
remember when you made me cry
You said you loved me, oh, you did, yes you did