Share on Facebook 

Heil og sæl öll.
Vaninn virðist vera sá að fólk segir eitthvað um líðandi ár hjá sér, hvað hefur á daga þess drifið og svo framvegis, en ég er nú arfaslakur í slíku, get þó sagt að árið hafi verið nokkuð viðburðalítið, allavega nokkuð áfallalaust (ekkert annað viðurkennt), heimasætan hún Guðbjörg Sól sem verður  23ggja ára 18 apríl næstkomandi er komin með kærasta, yndislegan dreng (Shane Kristófer Mapes), er samt óflutt að heiman, hún er í vinnu eins og hvert annað vinnandi fólk, stundar söngnám sem er hennar mesta áhugamál, þau ferðast enn með gamla (mér) yfir sumartímann og var sumarið sem leið bara nokkuð vel heppnað, það er að segja ferðalögin, enda slepptum við suðurlandinu ansi mikið í sumar, sem og öðrum rigningasvæðum eins og kostur var (smile) eins og reindar svo oft áður.

Við sendum þér og þínum okkar allra bestu gamlárs og nýárskveðju, þökkum í leiðinni fyrir allar samskipta og eða samverustundirnar á árinu 2022 og hlökkum til samverustunda á nýja ári, megi gæfan fylgja þér og þínum hver sem þú ert, og hvert sem þú ferð.
Sérstakar þakkir frá okkur fá yndislegir vinir og samferðafólk.

 

Kveðjunni fylgir svo lagið Happy New Year með Abba eins og svo oft áður og hér er textinn í nýjum glugga.

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

©SigfúsSig.... Iceland@Internet.is