Ráðgátur á GamanOgalvara

Greftrunarstaður Ghengis Khan

Ghengis Khan réð stórum hluta Asíu er hann lést árið 1227 og var frægur fyrir grimmd og fjöldamorð. Í Mongólíu er hann aftur hetja. Prýðir mynd af honum gjaldmiðil ríkisins og risastór mynd af honum hangir uppi í utanríkisráðuneytinu.

Grafið hefur verið á stað, sem er í 322 km fjarlægð frá höfuðborginni, Ulan Bator, en þótt engi gröf hafi fundist, þá þykja fórnarleifar, dýra- og mannabein, benda til, að þar hafi eitthvert stórmenni verið lagt til hinstu hvílu.

Maury Kravitz, leiðtogi leiðangursins, hefur leitað að gröf Ghengis Khans í 40 ár og hefur til þess leyfi mongólskra stjórnvalda. Japanskir fornleifafræðingar hafa líka leitað hennar en hættu því 1993 þegar skoðanakönnun í Ulan Bator sýndi, að meirihluti íbúanna var á móti því.

Mongólsk þjóðsaga segir, að hundruðum hrossa hafi hleypt yfir grafarstaðinn til að afmá allt, sem benti til þess, að þar hefði verið grafið. Margir Mongólar trúa því líka, að andar forfeðranna standi vörð um gröfina og því sé betra að láta hana í friði.

Ulan Bator. AP.

 

Ráðgátur á GamanOgAlvara

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

 

 Deila á Twitter
 

©Sigfús Sig. Iceland@Internet.is