Íslensk fjallasala h.f.
Smásaga eftir Örn Bárđ Jónsson

Pétur Jökulsson var eins og súlan, drottning Atlantshafsins, sem steypir sér úr háloftunum og kafar hvasseyg í djúpiđ eftir ćti. Marksćkin súlan lagar líkama sinn svo ađ hann smjúgi loft og sjó. Straumlínulöguđ skepna međ vald yfir umhverfi sínu og örlögum. Hún er úthafsfugl er skimar eftir ćti úr mikilli hćđ. Hún steypir sér niđur, kafar undir fiskinn og grípur hann á leiđinni upp. Hćfni hennar liggur í eđlinu.

Pétur var eins og súlan, hafđi mikla yfirsýn og var snöggur ađ grípa tćkifćrin í viđskiptaheiminum, var gríđalega klár og sá allstađar glitta í gull. Hugmyndaauđgi hans var viđbrugđiđ. Hann var ráđgjafi fjármálamanna, talađi á fundum Verslunarráđins og Vinnuveitendasambandsins og hvatti íslenska athafnamenn til ţess ađ hugsa stórt. Hann var líka aufúsugestur hjá samtökum launţega ţví allir sáu í honum spámann betri tíma og bćttrar afkomu heimilanna. Ríkisstjórnin leitađi til hans og hann sat oft fundi og veislur međ ráđherrum og erlendum spekúlöntum.

Hugmyndin um sölu Esjunnar byrjađi sem einskonar brandari en hafđi nú ţróast í fúlustu alvöru. Pétur var fljótur til og stofnađi Íslenska fjallasölu h.f. í samvinnu viđ erlenda fjárfesta. Enginn gerđi sér t.d. grein fyrir ţví ţegar Hvalfjarđargöngin voru grafin ađ ţar var ríkisstjórnin ađ láta framkvćma frumathugun, gera smá tilraun skv. ráđgjöf Péturs. Niđurstađan var hagstćđ. Vandalaust var taliđ ađ grafa göng undir Esjuna, saga hana af grunni sínum og selja hana til meginlands Evrópu. Mikil umrćđa skapađist um máliđ. Hinir og ţessir vísindamenn, einir sér eđa í samtökum, gáfu álit sitt og sýndist sitt hverjum. En Íslendingar tvínóna ekki viđ hlutina. Í ţeim rennur blóđ veiđimannsins sem kemst í vertíđarstemmingu í hvert sinn sem verđugt verkefni bíđur lausnar. Íslendingar eru skorpufólk sem rćđst á verkefnin og klárar ţau. Allar tiltćkar verkfrćđistofur tengdust málinu og dugđu samt ekki til. Flutt voru inn tćki og tól, ráđgjafar og sérfrćđingar. Menn boruđu og söguđu dag og nótt. Ríkisstjórnin hafđi látiđ dreifa heyrnarhlífum til allra borgarbúa og Kjalnesingar fengu hlífar međ tvöfaldri vörn.

Aldrei höfđu menn heyrt svona ţungan niđ, svona öflugar vélar rymja. Vélahljóđ alls íslenska farskipaflotans voru eins og vćngjablak mýflugu samanboriđ viđ tröllslegar drunurnar í dráttarbátum Íslenskrar fjallasölu h.f. sem einn af öđrum röđuđu sér í mynni Hvalfjarđar og á Sundin. Ţetta voru öflugustu skip sem hingađ höfđu komiđ og á bóga ţeirra voru máluđ drekahöfuđ, tákn stórhugs íslenskra víkinga fyrr og síđar. Gríđarstórar lykkjur höfđu veriđ festar í Esjuna. Búiđ var ađ koma undir hana völsum međ dúnkrafti. Togvírar voru tengdir í lykkjurnar. Og ţađ var togađ. Jörđin nötrađi, yfirborđ sjávar gárađist í logninu af titringi frá vélum bátanna og marrinu í völsunum undir fjallinu. Upplifunin var eitthvađ í líkingu viđ ţađ ef jarđýta ćki um stofugólfiđ heima. Sérstök vakt var á jarđskjálftadeildinni til ađ fylgjast međ áhrifum á svćđinu í nágrenni Reykjavíkur.

Hćgt, ofurhćgt, mjakađist Esjan af grunni sínum. Sćbrautin, Skúlagatan og göturnar í Skuggahverfinu voru trođnar af mannfjölda sem fylgdist opinmynntur međ guđdómlegri tćkninnni. Hvílík sjón, hvílík snilld! -Pétur er sko okkar mađur, sagđi gamall borgarstarfsmađur andaktugur ţar sem hann stóđ í mannţrönginni á mótum Vatnsstígs og Lindargötu og nćrstaddir tóku undir í sömu hrifningarvímu. -Ímyndiđ ykkur öll störfin sem verkefniđ hefur skapađ, allar evrurnar sem fengust fyrir ţetta eina fjall, bćtti annar viđ. Ţađ fór gleiđstraumur um brjóst áhorfenda. Fjöldi vísindamanna sem flust hafđi heim á liđnum misserum vann á vöktum hjá Íslenskri fjallasölu h.f.

Umrćđa var mikil í ţjóđfélaginu og ekki átakalaust ađ koma ţessu í gegnum ţingiđ en ţađ tókst. Forsćtisráđherra barst stuđningur úr óvćntri átt. Borgarstjórinn var honum sammála og ţótti ţađ tíđindum sćta. Megin ástćđa ţess ađ borgarstjóri fór í eina sćng međ forsćtisráđherra um máliđ var sú ađ ţađ hafđi komiđ í ljós ađ borgin keypti köttinn í sekknum međ Kjalarnesinu, ţetta rokrassgat sem stóđ allri byggđaţróun fyrir ţrifum. Međ sölu Esjunnar varđ logn á Kjalarnesinu og sjóndeildarhringur borgarbúa víkkađi til muna. Og hugsiđ ykkur torgiđ rennislétt sem varđ til undir Esjunni. Öll torg veraldar kćmust fyrir á ţeirri stétt. Lagt var til ađ ţađ hlyti nafniđ Stéttatorg ţví ágóđinn af Esjunni mundi bćta hag allra stétta. Ţegar Esjan var á bak og burt og búiđ var ađ sópa Stéttatorgiđ var haldin mikil veisla. Ríkistjórnin, Pétur Jökulsson og fulltrúar Evrópusambandsins komu akandi í opnum vagni inná Stéttatorgiđ. Skálađ var í nýjum drykk, Fjallanda, sem vann í samkeppni barţjóna en uppistađan í honum er Tindavodki, fjallagrasaseyđi og birkilíkjör sem hellt var yfir krap úr Snćfellsjökli. Haldnar voru miklar rćđur um framţróun vísinda, mikilvćgi frjálsra viđskipta, dreifingu fegurđar og fjalla til allra jarđarbarna. Kjörorđ Íslenskrar fjallasölu h.f. “frjálst er fjallasal” varđ á hvers manns vörum. Stórsöngvari Íslands söng Hamraborgina og var tónslistin svo mögnuđ ađ undir tók í dölum Hvalfjarđar sem nú blöstu viđ Reykvíkingum í austri. Ţröngsýninni var ekki fyrir ađ fara í henni Reykjavík. Nóg var plássiđ, og byggingarlóđirnar nćgar. Hvílík dýrđ! Pétur Jökulsson tók viđ líkani af Esjunni úr gulli um leiđ og hann afhenti ráđherra stóra ávísun í milljörđum evra. Öllu ţessu var lýst af fjölmiđlum í beinni útsendingu og Sjónvarpiđ varpađi ţessu öllu á tjöld sem dreift var um allt Stéttatorg. Flugvélar međ fréttamenn innanborđs sveimuđu yfir dráttarbátum og fylgdust međ Esjunni sem flaut tignarleg í átt til meginlands Evrópu. Gífurleg tilhlökkun var hjá fólki í Danmmörku, Ţýskalandi og Benelux-löndunum en koma átti Esjunni fyrir viđ Frísaeyjar til ţess ađ breyta ásjónu hins marflata lands og bćta veđurfar. Sjónvarpiđ skipti stöđugt á milli mynda af Esjunni og hátíđarpallinum. En allt í einu í miđri rćđu Péturs Jökulssonar var skipt yfir til fréttamanna sem svifu yfir Esjunni. Komiđ var babb í bátinn. Eitthvađ hafđi fariđ úrskeiđis. Esjan var ađ sökkva suđur af Fćreyjum. Hún hafđi lagst á hliđina og nú var ađeins Kistufelliđ uppúr og sjórinn vall eins og í sjóđandi potti. Fréttamađurinn var orđinn hás af ćsingi og geđshrćringu. En ţađ mátti heyra saumnál detta á Stéttatorgi. Mannfjöldinn horfđi agndofa á Esjuna hverfa í Atlantsála í beinni útsendingu. Drottning fjallanna viđ Sundin blá var horfin sjónum manna. Og viđskiptavinurinn í austri fékk aldrei vöru sína og ţví varđ ávísunin stóra uppá milljarđa evra verđlaus ţví enginn hafđi treyst sér til ađ tryggja Esjuna. Hún hafđi veriđ talin fjalltrygg í sjálfri sér. Á sjónvarpsskjánum sást nú ađeins gráblátt yfirborđ Atlantshafsins, eins og líkklćđi sem breytt hafđi veriđ yfir ásjónu sem áđur hafđi brosađ viđ landsins börnum, lifandi í leik ljóss og skugga. Dráttarbátarnir vögguđu á öldunum eins og leikfangabátar í bađkari. Fólkiđ á Stéttatorgi var ringlađ og vafrađi um stefnulaust, stétt međ stétt, í djúpri sorg, hnípin ţjóđ í vanda.

Stéttatorgiđ varđ eins og minnisvarđi mistaka, vottur um sálarlausa ţjóđ, sem seldi fegurđina fyrir baunadisk. Og ţar vildi enginn byggja, enginn búa. Á sumrin var ţar ekki stingandi strá og á vetrum gnauđuđu vindar og fjúk yfir gráum og ísköldum basaltgrunni. Talađ var um ađ gera Stéttatorgiđ ađ vettvangi fyrir heimsmeistarakeppni hjólabrettakappa, gera ţađ ađ skautasvelli á veturnar og kappakstursbraut á sumrin. En enginn hafđi áhuga. Enginn gat hugsađ sér ađ leika og syngja á gröf drottningar fjallanna. Minningin um hana gerđi fólkiđ dofiđ.

Pétur Jökulsson reyndi ađ auka hlutafé í Íslenskri fjallasölu h.f. á mörkuđum erlendis en allt kom fyrir ekki. Erlendir fjárfestar sem lagt höfđu fé í fyrirtćkiđ í byrjun töpuđu sínu og ţjóđin tapađi virđingu og viti og ţar međ varđ ekkert hugvit til sölu lengur, bara vitleysa. Og hver er svo viti firrtur ađ fjárfesta í vitleysu vitlausrar ţjóđar?

 

Áđur birtar smásögur og  hugleiđingar

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

  

 Deila á Twitter
 

©SigfúsSig.Iceland@Internet.is