Hann hafði alltaf elskað hana, fyrst sem yndislegt barn en seinna
áttaði hann sig á því að tilfinningar hans breyttust þegar hann tók
eftir því að hún hafði breyst í konu.
Hún hafði einnig þekkt hann frá því að hún mundi eftir sér og litið á
hann sem skemmtilegan frænda. Þegar henni varð það ljóst hverjar
tilfinningar hann bar til hennar kom yfir hana ótti og ofboð. Hann gat
enn fundið sársaukann sem nísti hjarta hans sem spjótlag þá.
Hann hafði alltaf gefið henni jóla- og afmælisgjafir. Meðan hún var
barn voru það leikföng eða bækur en seinni árin aðeins peningar til náms
sem hún stundaði í héraðsskólanum fyrst, en seinna í menntaskólanum í
höfuðstað landshlutans. Hún hafði misst föður sinn þegar hún var átta
ára og fátt fólk í fjölskyldu hans en móðurfólkið fátækt. Þau höfðu
verið aðkomin í þorpið þeirra. Móðirin þurfti því á aðstoð að halda.
Það hafði verið um næstliðin jól. Hann hafði langað til þess að gefa
henni þessa gjöf frá því hann sigldi á Þýskaland um haustið og sá þennan
fallega rauða hálfsíða kjól í búð í Hamborg. Kjólum hafið verið stillt
út í glugga á gínu með mikið ljóst hár. Hann sá þá hana fyrir sér í
kjólnum og fann um lið einkar sterka þrá eftir henni. Hann dreymdi um að
gefa henni þennan kjól sem tákn um ástina sem hann bar til hennar. Hann
sá fyrir sér hvernig hún mundi fyllast gleði yfir að fá aftur
persónulegan hlut að gjöf og vegna þess hver gjöfin var æti hún að
skilja þann hug sem hann bar til hennar. Hann hafði séð fyrir sér
hvernig hún mundi hverfa til hans og þá mundi hann þrýsta henni að sér
og láta hana finna ástina sem hafði gagntekið hann.
Þetta varð ekki svona. Langt frá því! Hún hafði vissulega orðið
undrandi þegar hann hafði rétt henni pakkann, rétt eins og hann hafði
vænst og sömuleiðis orðið hrifin þegar hún sá hve kjóllinn var fallegur.
Hún hafði borið hann við sig og fært sig að speglinum og horft spennt á
mynd sína. Þá sem hún sá fyllti hana hins vegar allt annari tilfinningu
en hann hafði vonast eftir. Hún áttaði sig sannarlega á tilfinningum
hans, en viðbrögðin voru allt önnur en hann hafði reiknað með. Hún
fölnaði upp leit snöggt á hann eins og til þess að fá staðfestingu á
hugsun sinni. Hann hafði staðið þarna og ástin sem máluð á andlit hans.
Það kom á hana fát og hún braut kjólinn saman í flýti og lagði hann í
öskjuna sem hann hafði verið í. Hún gekk til hans og kyssti hann snöggt
á vangann og sagði: – Takk, þetta var óþarfi. Upp frá því forðaðist hún
að líta til hans.
Á áramótaballinu bauð hann henni nokkrum sinnum upp. Hún lét sér vel
líka, enda dansaði hann vel og var skemmtilegur. Þó var sem einhverjum
af yngri piltunum þætti hann einoka hana og sömuleiðis fylgdust
einhverjar kvennanna með dansinum af nokkuri öfund. Það höfðu því farið
af stað einhverjar vangaveltur sem urðu svo að kviksögum.
Hann hafði aðeins hitt hana stutt þegar hann kom til að óska þeim
mægðum gleðilegs árs. Svo var hún farinn á skólann. Skip hans kom einu
sinni í höfnina þar og þá lét hann kastljós skipsins lýsa á
herbergisgluggann hennar á heimavistinni eins og í kveðjuskyni. Þetta
var staðfestingin sem vinkonur hennar úr þorpinu þurftu á grun sínum um
að eitthvað væri á milli þeirra.
*
Sögurnar höfðu þar með fengið vængi. Einkum var það aldursmunur
þeirra sem var ræddur. Hann var kominn fram yfir venjulegasta
giftingaraldur og hún menntaskólastúlka. Og hafði hann yfirleitt verið
við kvenmann kenndur?
Mæður sumra vinstúlkna hennar minntu á að hann hefði í raun verið sem
einn af fjölskyldunni og eiginlega gengið henni í föðurstað. Þeir höfðu
verið nánir vinir, pabbi hennar og hann, og þegar hann dó fyrir fáeinum
árum hafði hann staðið við hlið ekkjunnar og gert allt sem gera þurfti í
sambandi við útförina. Menn þóttust vita að hann hefði kostað sitthvað í
því sambandi, enda hafði hann vel efni á því orðinn skipstjóri.
Það hafði hann reyndar gert og huggað mæðgurnar eftir mætti. Hann
hafði orðið eitthvað svo gagntekinn af sorg þeirra og umkomuleysi. Hann
hafði óttast að táralind dótturinnar ætlaði aldrei að þorna. Hann hafði
haldið á henni oft og lengi er hún grét föður sinn. Það var eins og
hjartað ætlaði að bresta af sorg. Með tímanum hafði tárunum fækkað og
hann tekið að sér að hluta forsjárhlutverk föðurins látna.
Um vorið þegar hún kom heim af skólanum var hún ekki lengur
flóttaleg. Það var spurn í augum hennar, þó ekki ágeng á nokkurn hátt.
Hún sagði honum frá skólanum og áhuga sínum á náminu og því
skemmtilegasta í félagslífi skólans. Hún hafði verið með í
skólaleikritinu og leikið þar nokkuð veigamikið hlutverk.
*
Skömmu seinna var sjómannadagurinn. Hann leiddi sína menn í kappróðri
og hafði sigur. Hún óskaði honum til hamingju með aðdáunarbliki í augum.
Á ballinu um kvöldið dönsuðu þau mest saman og skemmtu sér konunglega.
Það sá ekki á honum vín fremur en endanær.
Seinasta dansinn dönsuðu þau vangadans. Hann hafði vafið hana að sér
í svo mikilli ástúð og hún hjúfrað sig að honum svo innileg. Hann hafði
fylgt henni heim, en ekki gert neina tilraun til þess að fara með henni
inn. Hún kvaddi hann með stuttum en föstum kossi og fór inn til sín.
Hann hafði fyrr um vorið sótt nýtt og glæsilegt skip til Þýskalands.
Daginn eftir hélt hann í þriðju veiðiferðina á því skipi. Hann var
áberandi glaður í þeim túr og aflaði vel. Þegar hann kom að landi fór
eftir vonum hans. Hún beið á hafnarbakkanum eins og svo oft áður, meðan
allt var enn saklaust.
Hann bau henni um borð og sýndi henni stoltur skip sitt. Hún dáðist
óspart að því sem hún sá. Seinast sýndi hann henni vistaverur sínar,
skipstjóraklefann. Þar talaði hann heillaður af áhuga sínum á starfi
sínu, enda var hún áhugasamur hlutstandi og spurði spurninga. Hann bæði
gladdist og varð snortinn af aðdáun hennar.
Frásögn hans dvínaði í þögn. Þau höfðu ýmist setið eða staðið. Nú
stóð hann og horfði heitum augum á hana þar sem hún sat í stól hans.
Andlit hennar var fullt af gleði og eftirvæntingu. Hún stóð upp og lagði
hægt en óhikað arma sína um háls honum. Augu hennar horfðu í hans með
nokkuri spurn en því meiri ásetningi. Hann horfði við henni
eftirvæntingarfullur en logandi af heitri ást sem hafði alla frásögnina
veitt máli hans þunga.
Hún var nokkru lágvaxnari en hann og var þó fremur há. Ljóst hár
hennar myndaði órætt geilsaflóð um ávalt andlit hennar sem endaði í
kringlulaga höku sem tók svo skemmtilega undir við munninn í tjáningu
geðbrigða hennar. Nef hennar var beint en eilítið íbjúgt. Vairnar rjóðar
og hvítar jafnar tennur sem gáfu brosi hennar einkar glaðlegan svip.
Hún rétti að honum þennan munn og neðri vörin titraði létt. Hann laut
niður að henni þar til varir þeirra næstum snertust. Hann lét henni
eftir að ákveða hvort af kossi yrði. Hún lukti aftur augunum og færði
varir sínar svo þær snertu hans. Feginleiki og unaður fór um líkama hans
allan og hann þrýsti henni fast að sér. Fyrsti kossinn var stuttur. Hún
færði andlit sitt fjær og horfði í augu hans og líkaði það sem hún sá,
brosti og kyssti hann aftur og nú lengi og djúpt.
Það var sem hún væri örugg og sæl þegar hún eftir kossinn hjúfraði
sig að breiðri bringu hans. Langa stund voru þau í friðsælu faðmlagi.
Svo losaði hún sig hægt úr faðmi hans og sagði: – Þakka þér fyrir það
sem þú hefur sýnt mér. Ég óska þér til hamingju með það sem þú hefur
eignast.
*
Þau hittust ekki aftur fyrr en á verslunarmannahelginni. Þá hafði
hann boðið skipshföninni og fjölskyldum þeirra í útilegu við skóla sem
hann hafði fengið til afnota í grennd við útihátíðarsvæðið. Hann bauð
henni með frænku sinni sem var ein af konum skipshafnarmanna.
Það var glatt á hjalla og hann hafði bæði séð fyrir rausnarlegum
veitingum og hafði ásamt stýrimanni sínum og vélstjóra undirbúið
margvísleg skemmtiatriði og atburði.
Um kvöldið var farið á dansleikinn á útihátíðinni. Það var ekki ýkja
margt, enda var þetta hérðashátíð og sóðaði ekki að sér mörgu öðru
aðkomufólki en brottfluttum héraðsbúum.
Þau voru ekki samferða á dansstaðinn. Hann skimaði eftir henni þar
til hann sá hvítt hár hennar í mannþrönginni. Hann stefndi í sömu átt
og hún. Hún hafði séð hann og svipur hennar var leyndardómsfullur. –
Hvað hún bar af öðrum konum, hugsði hann. Svo látlaus í hreyfingum en
samt yfir henni reisn og þokki.
Nú kom hún út fyrir dansandi mannsöfnuðinn. Hjarta hans stöðvaðist
eitt andartak. Hún nam staðar, og eins og til þess að sýna sig sem best
sneri hún sér lítillega. Hún var klædd kjólnum rauða sem hann hafði
gefið henni um jólin. Hún var enn fegurri í þessum kjól en hann hafði
órað fyrir. Litur kjólsins fór vel við næstum hvítt hárið sem á sló
bliki svo það minnti á hvítagull. Einfaldleiki sniðsins dró fram línur
beinvaxins líkama hennar. Barmurinn fagurlagaður, þrýstinn en ekki
mikill, þéttar ávalar mjaðmir og þessir fallegu fætur sem hann hafði svo
oft horft á þegar hún striplaðist um sem barn.
Hann stóð sem bergnuminn svo hún kom yfir gólfið til hans. Hún svo
ung, en vissi þó að hún var yndi hjarta hans. Það léði göngulagi hennar
öryggi og tignarleika. Mýkt æsku hennar magnaði í því seyð sem fékk hann
til þess að gleyma öllu öðru en nærveru hennar sem umlukti hann allan.
Tónar dansins lyftu stundinni yfir þennan stað.
Hún tók hann með sér í dansinn og allt varð eitt, dans af dansi og
hljóð aðdáun milli danssyrpanna. Kvöldið var hlýtt. Geislar hniginnar
sólar lituðu loftið logagyllt. Blá móða ljósaskiptanna gerði umhverfið
órætt og ævintýralegt.
Það mátti nú öllum vera ljóst að hún var stúlkan hans. Gleði þeirra
hvort yfir öðru og feguðar ástar þeirra hreif alla.
Í dansinum var hún hans og hreyfingar hennar fylgdu hreyfingum hans.
Það var sem hún laðaði fram í honum sérstæða hrynjandi, svo sem það væri
hún sem vekti í honum þann dans sem hann leiddi hana í. Þau ýmist svifu
um gólfið eins og þau ættu það ein eða lifðu sig inn í fjölbreyttan takt
án stórra hreyfinga. Þau sjálf voru dansinn.
Þau fundu sinn tíma sjálf og hurfu út í nóttina. Það var enn nokkur
skíma á vesturhimninum sem gerði ratljóst um skógarrjóðrin. Áður en þau
höfðu gengið langt námu þau staðar og hurfu hvort til annars í löngum og
þráðum kossi. Varir þeirra og tungur könnuðu mýkt, bragð og tilfinningu
hvors annars. Líkamir þeirra lágu þétt hvor að öðrum og hún fann að
karlmennska hans var vakin. Hann fann að faðmlag hennar var án
fyrirvara.
Þau leiddust lengra inn í skóginn, ræddu krákustíga og vissu að þau
voru ein. Nóttin var sérlega hlý og þau heit eftir dansinn. Þau námu
staðar í rjóðri við lítinn foss sem hjalaði værum nið. Ilmur kom í
skóginn með náttfallinu í algjöru logninu.
Þau stóðu hvort gegnt öðru og héldust í báðar hendur. Þau nutu
eftirvæntingarinnar nokkra stund og renndu augum yfir andlit hvors
annars.
Hún hneppti frá skyrtu hans svo breið bringan birtist með dökku hári.
Hún þrýsti vörum sínum aftur og aftur hægt og innilega að brjósti hans.
Hann fann blóð sitt renna hratt og þungt um æðar. – Hvað hann unni
þessari stúlku heitt.
Hann hafði óttast það langan veturinn að hann hefði hrætt hana frá
sér; að henni hefði misboðið tilfinningar hans gersamlega. Tíminn hafði
unnið í hans þágu og gert henni ljóst að það væri eðlilegt og henni til
hróss að tilfinningar hans hefðu þróast í þessa átt. Henni hafði farið
að líða betur með þessa uppgötvun sína og núna var svo komið að hún var
hans.
Hún losaði um belti hans og hann renndi um leið kjólnum af öxlum
hennar. Hann greip andann á lofti þegar hún stóð nakinn að ofan frammi
fyrir honum. Brjóst hennar voru sem þroskaðir ávextir í barmi hennar,
hvít og stinn með rósbleika unaðskoppa. Hann laut yfir hana og snerti
vörum við þeim; til skiptis hér og hvar. Hann fann að andardráttur
hennar dýpkaði og varð þungur af ástríðu. Hann leit upp. Andlit hennar
var lokað um djúpa upplifun girndarinnar. Hún lét falla af sér kjólinn.
Hann horfði niður eftir henni. Magi hennar var með mildri bungu fyrir
ofan hvítan þríhyrning sem nærhöld hennar mynduðu. Hann renndi af sér
buxum og skyrtu. Hann fór um hana höndum eins og hann vildi festa sér
sem best í minni útlínur hennar. Hann fann léttan tritring í holdi
hennar þegar hann strauk lær hennar og kvið.
Hún lét fallast í fataflekkinn og dró hann með sér, og svo var sem
liðu af þeim þau föt sem þau enn voru í. Hann fór um líkama hennar með
kossum meðan hún ýmisst gróf fingur sína í hár hans eða struk honum um
brjóst, herðar og lendar.
Hann fann að hún gerði kröfu í hann. Kröfu sem hann var meir en fús
að gegna. Han fór höndum um sköp hennar og hún stundi þungt og
krefjandi. Varlega færði hann sig inn í hana. Hún kveinaði aumt er hann
opnaði líf hennar. Hann hikaði, en svo þrýsti hún honum inn í sig með
því að leggja hendur sínar á lendar hans, fast og af þrá.
Hann fór sér að engu óðslega þó girnd hans krefðist síns. Með hægum
hreyfingum og hvíldum til kossa byggði hann upp spennu í líkömum þeirra
beggja þar til einskis var lengur að bíða. Í titrandi sælu lukust
himarnir upp fyrir þeim og nóttin ljómaði heit og þrungin.
*
Þau höfðu leitað skjóls fyrir nætursvalanum í hlöðu á eyðibýli sem
nýtt var til grastekju og grafið sig í ilmandi töðuna. Þar höfðu þau
sofið í faðmlögum. Um morguninn vaknaði hann við það að hún horfði á
hann hlýjum, hugsandi augum.
Þegar hún sá að hann lauk upp augunum fór hún að þekja andlit hans
með kossum. Hann vaknaði allur við það og þau gældu lengi hvort við
annað með kossum og strokum. Loks nutust þau aftur lengi og hægt.
Þau voru ein í heiminum þessa nótt og heimurinn var fyrir þau ein.
Ekkert annað hafði þýðingu en ást þeirra. Þau fundu að allt sem á undan
var gengið, þeirra langa saga sameinaði þau. Það var sem ekkert hefði
þýðingu nema í því samhengi og einmitt það gaf öllu öðru merkingu.
Þau gengu út í morguninn innilega hamingjusöm. Hún bar enn kjólinn
rauða, dagur var á lofti og sólin hafði náð að verma allt. Það var enn
logn og loftið kyrrt og tært. Söngur fugla kvað við í móa og kjarri.
Hann nam staðar og sneri henni að sér og sagði röddu sem var við það
að besta af geðshræringu: – Þú hefur frá því fyrst þú lifðir verið
tilgangur lífs míns. Öllu hefur þú gefið tilgang fyrir mér og ekkert er
til sem ég vildi ekki gera fyrir þig.
- Ástvinur minn, sagði hún hátílega, ég er öll þín og þú hefur opnað
fyrir mér dyr meiri sælu og öryggis en ég hélt að gæti verið til. Ég get
ekki hugsað mér framtíðina án þín.
Hann beygði sig í hnjánum, tók um mjaðmir hennar báðum örmum og
lyfti henni upp yfir sig svo hann gat hvílt höfuð sitt við brjóst
hennar. Hún spennti hann lærum sínum svo kjóll hennar lauk um þau bæði.
Hún lagði vanga sinn á höfuð honum og fann sig borna uppi af styrkleika
hans.
Hún fann að hann hreyfði höfuðið og lyfti höfði sínu. Hann horfði upp
til hennar og hún niður til hans. Blá augu hennar skinu djúp við
mógrænum augum hans.
Hver sem hefði séð til þeirra á þessari stundu hefði ekki komist hjá
því að verða gagntekinn af þessari fögru mynd ástar og innileika. Það
var sem hún sæti á háum tróni hamingjunnar og hann bæri uppi farsæld
þeirra beggja. Ljóst og mikið hár hennar lék um vanga hans. Kjóllinn var
sem hjúpur um gleði þeirra, rauður og skær í morgunsólinni, minnti í
senn á eld og blóð og ást.
Þau áttu aðeins tvo ástarfundi eftir þennan áður en hún fór á skólann
um haustið. Það var áður en hann fór á sjóinn aftur og aftur þegar hann
kom næst í land. Svo var hún farin. Söknuður og þrá eftir henni urðu nú
skipfélagar hans.
*
Um haustið vildi nemendaleikfélagið byrja snemma á
leiklistarverkefninu. Þau höfðu ráðið ungan efnilegan leikstjóra sem
lokið hafði námi í London þá um vorið. Það var meiningin að móta fyrir
árámót leikritið sem skyldi samið af hópnum í sameiningu. Meðan jólapróf
og frí stæðu yfir ætlaði leikstjórinn að gera úr drögum hópsins
heildstæða mynd af leikverkinu og framvindu þess.
Það voru ekki liðnar margar æfingar áður en ljóst varð að
leikstjórinn hafði fengið augastað á henni. Athygli hans var öll á
hreyfingum og svipbrigðum hennar. Þetta örvaði hana til þess að leggja
sig alla fram.
Eftir eina æfinguna tók leikstjórinn hana tali og sagði henni það
álit sitt að hún byggi yfir einstæðum hæfileikum. Hreyfingar hennar væru
í senn markvissar og þokkafullar og svipbrigðin lifandi og hrífandi.
Ekki spillti það svo hve falleg hún væri.
Það var sem þessar jákvæðu athugasemdir leikstjórans kveiktu í henni
nýtt líf. Víst vissi hún að hún var falleg stúlka, svo átti hún ást sem
gerði hana í senn sæla og vissa í framkomu. Nú hafði manneskja sem víða
hafði ratað bætt um betur með mikilsverðu hrósi sem styrkti sjálfsmynd
hennar og efldi.
Það fór því svo að þetta sást á framkomu hennar. Sumar vinkonur
hennar og skólasystur túlkuðu þetta af öfund sinni sem hroka. Ef til
vill var þetta í fyrstunni næsta saklaus gleði yfir eigin verðleikum en
hugsunin um eigin frábærleika varð smásaman áleitnari og dró athygli
hennar sem segull að henni sjálfri.
Leikstjórinn hafði frétt af ástarsambandi hennar því hann fór að
víkja að því æ oftar hvað það væri óráðlegt fyrir hana að bindast svo
ung og kasta frá sér takifærum til mennta og frama. Hann virtist ekki
sjá hvernig gæti öðruvísi farið en að hún yrði bundin við bú og
barneignir. Þetta bar í tal með þeim með ýmsum hætti, beint og óbeint.
Smám saman fór þetta að síga inn í hugsun hennar svo hún fór að sjá
fyrir sér nám í útlöndum og leiklistarferil í framhaldi af því. Jafnvel
lét hún sér í huga koma að leita aðstoðar hans með þetta en þótti það
ósanngjarnt ef hún léti hann svo róa síðar.
*
Það var nokkuð ráðvillt stúlka sem kom í jólfrí í litla þorpið sem
átti eins og hún mikið undir þessum manni. Hann var skipstjóri á eina
stóra fiskiskipinu. Faðir hans hafði byggt upp útgerð þess frá því hann
byrjaði með einn vélbát, allan í skuld. Hann hafði að verulegu leyti
byggt upp þetta þorp. Fyrst útgerðina og svo síðar fiskverkunarstöðina.
Þetta hafði svo lagt grunn að hafnargerð og allri annari uppbyggingu
seinustu áratugina.
Þeir létu ekki mikið yfir sér feðgarnir og unnu störf sín í
hljóðlátri iðjusemi og af yfirvegun. Eiginkonan, móðirin var í raun mun
meira áberandi. Hún var frumkvöðull í félagslífi, sat í hreppsnefndinni,
var fyrir kvennadeild slysavarnarfélagsins og var í senn formaður
sóknarnefndar og söng í kirkjukórnum.
Þau hittust strax og hann kom í land í jólastopp. Það var eins og
tíminn sem liðinn var hefði tekið frá þeim það hispursleysi sem þau
höfðu eignast. Kannski var það fyrst og fremst hún.
Hann kom í heimsókn til mæðgnanna á aðfangadag eins og hann var
vanur. Hann færði þeim sjaldfengið góðgæti og henni fallegt krossmen að
gjöf. Það var létt yfir samfundi þeirra enda farið um gamalkunnan
farveg. Hann mundi ekki heimsækja þær aftur um jóladagana og yrði síðan
að skreppa ásamt föður sínum til höfuðborgarinnar vegna útgerðarinnar.
Hún skyldi hins vegar koma og borða með fjölskyldu hans á gamlárskvöld.
Móðir hennar var auðvitað velkomin líka en hún kaus að vera heima.
Hún lét óbeina athugasemd hans um að þau gætu hist á jóladeginum
ósvarað.
Hún kom rétt fyrir matinn á gamlárskvöld. Auk þeirra þriggja sem
bjuggu þar heima voru tvö skyldmenni þeirra, eldra fólk. Foreldrar hans
voru alúðlegir og andrúmsloftið notalegt, og þó hún þekkti þau eins og
alla í þorpinu var henni þó enganveginn rótt. Hún reyndi að láta á engu
bera. Það fór þó ekki fram hjá henni að hann tók eftir því hvernig henni
var innanbrjósts. Kvöldið leið uns komið var að sjálfum áramótunum.
Þegar hann skaut upp stórum fallhlífarflugeldi af þeim birgðum
skipsins sem þurfti að endurnýja var honum hugsað til þess hvað árið
hefði verið gott, en bar það með sér fyrirheiti um hið ókomna? Slögin
tólf hljómuðu í útvarpinu og svo áramótasálmurinn. Þau stóðu ein úti á
glersvölum móður hans. Hann lét í ljós hugsun sína og spurði: – Á nýja
árið jafn milka hamingju handa okkur og það gamla benti til?
Hún dró við sig svarið en svaraði svo: – Ég veit ekki hver hugur minn
til framtíðarinnar er, elsku vinur. Leyfðu mér að átta mig til vorsins.
Ég verð nú stúdent í vor og svo er það leiklistin sem leitar á hug minn.
Hann fann til aldursmunar þeirra og hversu miklu það varðaði
framtíðarferil hennar hvað úr yrði. Hann sagði því: – Þú veist að ég vil
að þú njótir þín og getir gert það sem hugur þinn stendur til. Ég þrái
það eitt að fá að vera sem næst þér, elska þig og styðja.
Hún gafst honum um nóttina en svo var sem hún dragi sig í hlé. Það
var ekki sama örlætið og hispurleysið yfir þeim og verið hafði um
sumarið. Samt hafði nóttin verið þeim yndisleg. Varir þeirra jafn
þyrstar eftir að fá að kanna, bragða og gæla. Líkamir þeirra þekktu hver
annan og brugðust sem áður við atlotum og ástarorðum.
Hann átti undarlegt æðruleysi með sjálfum sér. Einhvernveginn eins og
hann hefði fólgið henni algjörlega úrskurð um hamingju þeirra. Hann
vissi að hann gat ekki, né heldur vildi hann hafa önnur áhrif á
ákvarðnir hennar en að láta hana vera vissa um hug sinn.
*
Hann hringdi í hana þegar hann var í landi og sagði henni almælt
tíðindi en miklu fremur vildi hann fá að heyra hvernig henni gengi með
námið og leikstarfið. Hún gat talað um námið en síður um leiklistina.
Hún hafði viljug óviljug lent undir áhrifavaldi leikstjórans.
Leikstjórinn hafði nú mótað leikverkið skýrar þannig að það snerist æ
meira um persónuna sem hún átti að leika. Það einsog lyfti henni upp sem
frjálsum einstaklingi sem hefði allar ástæður til þess að fara sína
leið, velja sinn veg og þiggja og notfæra sér aðstoð annara. Hún hlyti
að kanna sem flest og reyna á sjálfri sér en umfram allt losa um hömlur.
Það var sem leikstjórinn væri með þessu að beina henni í ákveðinn
farveg, segja henni eitthvað um hana sjálfa.
Þetta gekk allt mjög nærri henni og tók mikinn tíma. Hún reyndi að
standa sig jafnvel í náminu og áður svo þetta tók á. Hugsunin um hann lá
svo undir öllu saman. Hjarta hennar leitaði sífellt til hans en hugurinn
vildi taka aðra stefnu. Þetta varnaði henni á stundum nauðsynlegs svefns
og hvíldar.
Nærvera leikstjórans varð líka stöðugt áþreifanlegri. Hann lagði sem
eðlilegt var mikla áherslu á að leiðbeina henni. Hann var henni sem
spegill og sýndi henni andlitshreyfingar og lagði orðin á tungu henni.
Hann stýrði hreyfingum hennar og tók þá stundum í hendur hennar eða stóð
fyrir aftan hana, tók utanum mitti hennar og hreyfði líkama hennar og
arma eftir vild sinni.
Það þvar líkast því sem hann vildi framkvæma í gegnum hana og hafa
stjórn á athöfn hennar og hugsun, og ekki aðeins á leiksviðinu heldur
almennt. Stundum var sem eitthvað erótískt væri við þessa leiðbeiningu.
Það truflaði hana í fyrstu en svo ákvað hún að hún yrði að leika með ef
árangur ætti að nást.
*
Hann stillti svo til með sjóferðir sínar að hann gat komið á
frumsýninguna og var sem í leiðslu að horfa á leik hennar. Hreyfingar
hennar voru að eðlisfari þokkafullar og líkamsfegurð sífellt meira
áberandi eftir því sem hún þroskaðist. Svipbrigðin í undurfögru
andlitinu sögðu margræð ævintýri og þau kunni hann manna best að lesa.
Þó var eins og komið væri eitthvað nýtt til sögu og ekki að öllu leyti
saklaust og hreint, eitthvað fremur margrætt og dulúðugt. Það kom
sérkennilega við hann að hún lék í kjólnum rauða í seinni hluta
sýningarinnar. Hann fann til afbrýði. Kjóllinn var í huga hans helgaður
ást og gleði þeirra einna. Hann fór henni þó afar vel og hæfði
hlutverkinu sérlega vel.
Það var hins vegar ótvírætt að þetta var sannkallaður leiksigur
ungrar konu og um leið staðfesting á hæfni leikstjórans.
Hann gat aðeins náð til hennar og óskað henni til hamingju en þau
höfðu ekkert tækifæri til að vera ein. Hún sá að hann var undurhrifinn
en hún hafði ekki næði til að hugsa frekar um það.
Það urðu alls fimm leiksýningar á þremur vikum og próflestur
nálgaðist óðum. Hún fann sjálf að hún var orðin þreytt. Hún var því
fegin þegar að síðustu leiksýningunni kom. Hún fann að hún átti ekki
kraft í meira og yrði nú að snúa sér alfarið að náminu. Þó yrði hún að
ná að sofa og hvílast vel áður en hún hellti sér út í próflesturinn.
Þegar tjaldið féll í síðasta sinn var hún ósegjanlega þreytt en
fegin. Hún hreinsaði af sér leikfarðann en hafði sig ekki í að skipta
um föt enda hafði hún ekki komið í fötum sem hæfðu betur til þess
samkvæmis sem til stóð. Á meðan yfirgáfu leikhúsgestir salinn og
félagarnir settu upp veisluborð á sviðinu. Veitingar höfðu verið
pantaðar.
Hún hafði litla matarlyst en fékk sér svolítið rauðvín. Hún var víni
óvön en hresstist fljótt af því og gleðin yfir verkalokunum tók völdin.
Ræður voru haldnar og lofi hlaðið, mest á leikstjórann en einnig hana.
Þær tvær voru stjörnur kvöldsins.
Þau leikstjórinn hittust að lokum í búningsklefanum og voru að því að
hún hélt að kveðjast. Hann ítrekaði það sem hún hafði sagt um veturinn
að hún ætti að vera frjáls, reyna margt og verða stórkostleg leikkona.
Þær föðmuðust og kysstust, leikstjórinn og hún. Kossarnir voru af
hálfu hans sérkennilega innilegir og hún varð vör ástríðu sem kom henni
í opna skjöldu. Varir hans voru heitir á vörum hennar og hendurnar
struku henni um líkamann á ástleitinn hátt. Hún hefði sjálfsagt hrint
henni frá sér að bragði ef vald leikstjórans og það sem á undan var
gengið á æfingunum hefði ekki villt um fyrir henni. Hvað vildi hann að
hún upplifði? Hún hikaði við og lék með þar til nokkuð langt var gengið.
Leikstjórinn hafði farið með hönd sína um brjóst hennar meðan hann hélt
áfram kossum sínum og stundi upp aðdáunar og ástarorðum. Hönd hans hafði
færst niður eftir líkama hennar um lær og leitað eftir sköpum hennar
þegar tvær vinkonur hennar úr leikhópnum komu askvaðandi inn að leita að
henni örar eftir teitið.
Þegar þeim varð ljóst hvað var að gerast ráku þær upp óp svo fleiri
dreif að. Það laust hana sem elding í hvílíkar aðstæður hún var komin.
Hún hrundi saman og brast í ofaslegan grát. Leiklistarkonan rauk á dyr
og hvarf þegar án skýringa. Fólkið talaði hvað upp í annað um það sem
hafði gerst. Svona lagað var aðeins til í ljótum blöðum og sem fólk
þorði varla að minnast á.
Einhvern veginn komst hún heim á herbergið sitt. Hún fleygði sér á
rúmið. Henni var hins vegar fyrirmunað að festa svefn. Hún grét og
skalf. Tilfinningalíf hennar var sem í henglum. – Hafði henni kannski
þótt þetta gott? – Nei, það var af og frá. Þetta var fáránlegt. – Hafði
hún kannski látið leikstjórann misskilja sig? – Hvað héldi fólkið sem
kom að – og hvað átti hún að segja honum?
Skjálftinn í líkamanum jókst og var ekki lengur neitt sem hún
kannaðist við og andardrátturinn varð sífellt grynnri og örari. Hún
leið í ómegin.
*
Hann var að ljúka veiðiferð þegar faðir hans sagði honum frá því að
hún hefði veikst alvarlega og lægi á sjúkrahúsi. Þeir höfðu orðið
ásáttir um að hann kæmi strax í land en það yrði ekki fyrr en í nótt
sem hann næði til hafnar.
Hann gat ekki haft hugann við annað á leiðinni í land en hvað hún
væri honum dýrmæt. Það mátti ekkert af þessu leiða. Læknarnir vissu
reyndar ekki enn hvað var á seyði en vissu um álag og þreytu. En það
var líka saga um veikt hjarta í ættinni og að fólk hafði fallið frá á
ungum aldri. Pabbi hennar var aðeins á þrítugsaldri þegar hann lést.
Leiðin í land var löng og bílferðin í höfuðstaðinn ætlaði aldrei að
taka enda.
Hann stendur við rúm hennar og sér hvar hún liggur svo föl í rúmi
sínu. Það sker hann í hjartað að sjá hversu veikluleg hún er. Andlitið
svo líflaust, mjóar hendurnar á sænginni. Andardrátturinn snöggur og
grunnur.
Hann finnur til ótta og sorgar. – Hvað yrði? Og honum með öllu meinað
að hrífa hana burtu úr þessum háska. Hvað vildi hann ekki leggja í
sölurnar avo hun mæti lifa! Hann gæfi glaður sitt eigið líf hannar
vegna.
Hann sér að móðir hennar er hjá henni og lítur til hennar, heilsar og
spyr hvernig staðan sé. Móðirin segir með grátstaf í kverkunum að
útlitið sé ekki gott. Hjartað hafi bilað og svo mikill skaði sé orðinn
að ljóst sé að mikið þurfi til að hún nái fullum bata. – Þetta er eins
og þegar ég missti hann pabba hennar, segir hún og brast í grát. Hann
gengur til hennar og sest hjá henni og tekur utan um hana. Tár hans
ryðjast einnig fram.
Læknirinn kemur stuttu seinna og gerir þeim grein fyrir því að næsti
sólarhringur skeri úr um framhaldið. Það sé að mati lækna að sunnan
ástæðulaust og of áhættusamt að flytja hana, aðgerð komi ekki til greina
að svo stöddu.
Þegar læknirinn var farinn sátu þau bæði áfram hjá henni en hugsuðu
mest sitt. Þau skiptast helst á orðum um augnablikslíðan hennar og það
almælt sem þeim kemur í hug með löngum þögnum.
Um kvöldið hægir henni svolítið. Andardrátturinn verður dýpri og
hægari. Seint, undir nótt, lýkur hún upp augunum og sér þau bæði og
brosir, segir bara: – Gott, en sofnar svo hægum svefni. Lækninum þykir
þetta vita á gott og hvetur þau til að sofa líka. Þau dotta í stólum
sínum til skiptis en sofna ekki.
Snemma um morguninn vaknar hún og fær að drekka næringarríkan drykk.
Hún hressist við það og spyr eftir fólkinu þeirra og hvað læknirinn
segi. Hann segir henni að þau verði að sjá til í dag og á morgun.
Hún segir mömmu sinni meðan hann skreppur frá um stund að henni batni
örugglega fljótt. Þetta sé mest þreyta og segir henni nógu mikið um
atburði fyrri nætur til þess að hún skilur hvað hafi verið um að ræða.
Mðir hennar stöðvar tal hennar þegar hún sér hversu mikið henni er um
þetta allt.
Þegar hann kemur aftur er hún dottin út af á ný. Móðir hennar fer þá
og hann situr hjá henni áfram.
Nokkru seinna vaknar hún og augu hennar fyllast tárum þegar hún sér
hvar hann situr ein við rúm hennar. – Elsku vinur, hvað hef ég gert
okkur. Ég hef brugðist þér hræðilega. Þú sem aldrei hefur verið annað en
góður við mig.
Hann veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og getur engu svarað. Hún
tekur því sem ásökun og grætur enn meira og ofsalegar. Hann stendur upp
og sest undir hana og vefur örmum. – Svona, ástin mín, gráttu ekki. Þú
getur ekkert að þessu gert. – Nei, ekki lengur og þegar þú veist allt þá
skilur þú hvað ág er breysk og vond. Ég á ekki ást þína skilið. Ég er
þín ekki verð.
Svona grét hún um stund þar til hann sagði: – Það er mér nóg að þú
sért til og lifir og sért glöð og það sem á milli okkar hefur farið er
og verður mér gleði og hamingja. – Ó, hrópaði hún, og fann greinilega
mikið til, ég á ekki skilið þessa óeigngjörnu ást. Ég hef alltaf elskað
þig, en það hefur alltaf verið sjálfrar mín vegna, af því að þú hefur
verið mér svo góður.
Móðir hennar kom í dyrnar í þessu og heyrði þegar hún rak upp annað
og sárara hróp. Móðirin kallaði fram á ganginn eftir hjálp og hraðaði
sér ða rúminu þar sem hann hafði lagt hana aftur þegar hún æpti og hélt
skelfdur í hönd hennar. Hún lá meðvitundarlaus þegar hjúkrunarkonan og
skömmu síðar læknirinn komu inn í stofuna.
Hjartaritinn sýndi flata línu og tilraunir til endurlífgunar báru
ekki árangur. Hann stóð við höfðagaflinn stjarfur af skelfingu og kvöl.
Móðirin sat við fótagaflinn í hnipri í sæti sínu.
Lífvana líkami stúlkunar sem þau bæði elskuðu lá í hvítum voðum. Öll
tæki voru frá henni leyst og hjúkrunarfólkið hafði dregið sig í hlé.
- Hún er ekki dáin, sagði hann loks hægt og festulega. Hún lifir í
mér. Hún mun alltaf lifa í mér. Hjá mér á hún heima, alltaf. Móðirin
sagði ekki neitt en grét hljóðlega.
Eftir að þau höfðu staðið við lengi, strokið hendur hennar og hár,
kysst hana tárvotum kossum, stóðu þau upp og föðmuðust. Móðirin sagði:
- Þú hefur verið okkur svo góður og hana efur þú elskað frá því fyrsta.
Það ættu allir að fá að njóta svona elsku, en hún naut hennar og dó í
vissu um það.
Þessa stund sem hann stóð yfir dánarbeð hennar hafði öll þeirra
sameiginlega ævi runnið fyrir hugskotsjónum hans. Hann sá hvar kjóllinn
rauði lá í poka og spurði móður hennar hvort hún mætti ekki fá að hvíla
í honum. Henni fannst það viðeigandi. Hann væri ástargjöf hans til
hennar sem hefði gert hana að konu með ást sinni.
*
Það var liðið á kvöld og hann stýrði skipi sínu á miðin. Sólin var að
setjast úti fyrir firðinum. Það hafði verið skýjað en nú haði sólin
gengið svo langt niður að hún skein í gullnum bjarma inn undir skýin. Í
fjarska voru skýjaslæður og báru ótrúleg litbrigði frá gullnu yfir í
grænt í mildum tónum. Fjallahlíðarnar voru sem úr gulli og til móts við
hann teygði sig geislablik. Bárurnar framundan voru sem gulli lagðar.
Hann hugsaði um hana, hún var alltaf í huga hans, ýmist í forgrunni
eða handan við viðfangsefnin. Já, það var satt að hún lifði í huga hans
og minningin um hana ljómaði upp tilveruna eins og þessi sól. Brá lit á
allt, eins og hún hafði gert meðan hún lifði en söknuðurinn gerði hjarta
hans þungt og oft hrutu þungir táradropar af hvarmi hans. Minningin varð
með tímanum svo dýrmæt að hún yfirvann söknuðinn hægt og bítandi.
Það var gott að horfa á sólina og himininn og hugsa um hana. Hún var
þar. Lifði þar og var hún og þar náði ekkert til hennar sem gat hryggt
hana og meitt. Þar var friður fyrir öllu því sem gerir sálu okkar mein.
Hver hafði sagt við hann að hann væri þar líka, “núna,” hjá henni? Að
í eilífðinni væri tíminn upphafinn og öllu lokið hér á jörð, fyrir
öllum, og allir þangað komnir sem lifað höfðu í tímanum. Hann og hún
þar, saman. Þá var yndisleg hugsun. Hún upplifði þá ekki aðskilnaðinn,
aðeins hann. Það var í lagi, hugsaði hann, ég er þá ekki að gráta hennar
vegna heldur vegna sjálfs mín. Handan við tíma minn mun ég finna hana á
ný, glaða og frjálsa.
Hann horfði til sólarinnar þar sem hún hvarf hægt bak við ystu
sjónarrönd og hann minntist andláts hennar, hvernig myrkrið seig yfir
sálu hans á þeirri stundu. Gullið hár hennar á koddanum, eins og
sólrákirnar á hafinu.
Svo var sólin horfin og nánast augnabliki síðar roðnuðu skýin og
himininn varð eldrauður nokkra stund.
* * *
Eftirmáli
Við fyrstu sýn og í veru er þetta ástarsaga, en ég tel mér trú um að
þetta sé einnig táknsaga.
Ég var á gangi niður Laugaveginn, etv aldamótaárið og geng þar fram á
auglýsingu um kvikmynd. Á myndinni eru kona og maður í þannig faðmlögum
að maðurinn heldur konunni uppi og höfuð hennar ber hærra en mannsins.
Hún er í rauðum kjól (a.m.k. sá ég hann sem rauðan kjól) sem fellur um
þau bæði og horfir niður í augu hans með innilegt bros á vör.
Myndin festist í huga mér og tengdist með tímanum gamalli ástarsögu
sem ég þekkti. Þaðan fékk sagan andrúmsloft.
Mér komu í hug Ljóðaljóðin og þaðan tengdist hugurinn líkingu Krists
um brúðina og brúðgumann. Í henni er hann brúðguminn en kirkjan og hinn
trúaði fyrir sig brúðurin. Kirkjan hefur notað þessa líkingu allar götur
og kvenfólk sér í lagi.
Stúlkan í þessari sögu er þá hin trúaða sál sem vex upp í samfélagi
við Krist í trú barnsins. Hann er alltaf nærverandi og sér fyrir
margvíslegum nausynjum hennar. Hún eignast sem ung kona afturhvarf, þe
að hún tekur persónulega afstöðu til trúar sinnar, dýpri og innilegri.
Líf hennar ljómar upp.
Maðurinn er í senn föður- og ástmannsmynd, Guð, faðir og Guðs sonur,
Kristur. Hann nærir og verndar. Hann elskar og skilur. Það eru tveir
krossar í sögunni. Dauði föðurins, svik og dauði hennar sjálfrar. Það er
upprisa í sögunni. Lífið sem ástin kveikri með henni og líf hennar í
honum í lok sögunnar.
Trúarsambandinu verður trúlega aldrei til fullnustu lýst með
mannlegum líkingum nema ást karls og konu sé tekin til greina og hið
nána samband þeirra sem aldrei getur eingöngu verið platónskt. Maðurinn
er andi, sál og líkami, í heild sinni. Maðurinn hefur eilífan kjarna,
tilfinningar og líkamsveru. Líkamleg nánd, aðdáun er til staðar, þó hún
sé það aðeins sem minning eða þrá.
Þess vegna er óhjákvæmilegt að láta lesandann einnig finna holdlegar
tilfinningar til þess að fullkomna táknræna hugsun sögunnar. Það að
sagan hefur hug mannsins sem sjónarhól og skilningarvit hans sem
tengiþræði á að lýsa innileik ástar og kærleika Guðs.
Rauði kjóllinn sem hann gefur henni er tákn trúarinnar og þar sem
hann umvefur þau bæði, er alltaf nærverandi, er hann tákn ástar þeirra.
Gjafar trúarinnar sem enginn tekur sér sjálfur en Guð gefur
óhjákvæmilega að fyrrabragði. Hann fygir stúlkunni jafnvel inn í heim
syndarinnar, þar sem hún áttar sig, fyllist sektarkennd, því það sem var
að verða var ekki það sem hjarta hennar kaus.
Það er líklega rétt að skjóta því hér inn í að með þessu er ekkert
neikvætt meint um lesbískt samband út af fyrir sig. Sagan á sér tíma þar
sem slíkt var hneykslanlegt og það er jafnan óþægieg reynsla fyrir þann
sem ekki á slíkar hneigðir að lenda í því að manneskja sama kyns leiti á
mann.
Fráhvarf hennar frá honum og veruleika hans inn í heim
leiklistarinnar og fyrir hana um leið sjálfhverfninnar er engu að síður
staðreynd í sögunni og getur leitt til andlegs dauða í raunveruleikanum.
Það er í sjálfu sér það sem menningarsamfélag okkar ber vottinn um. Þar
er svo fátt sem nærir hinn innri mann ef honum er það fyrirmunað að
skilja það andlegum skilningi, lesa það augum amk kristinnar trúar.
Auðvitað hugsum við öll lostafullar hugsanir. Þær eru ekki fyrir sig
neitt ljótar. Það er hægt að gera allt að klámi, ef það er gert illa og
í sjálfhverfum, niðrandi og grimmum tilgangi. Ástin og unaðurinn eru
tilfinningar sem eins og trúin bera okkur upp yfir stað og stund og
veita okkur nýja sýn á tilveruna. Þetta verður ekki fremur aðskilið en
grunnþættir mannsins, hugsun, tilfinningar og líkami hans.
Kirkjan hefur um aldir gert nægan slag í því að niðurlægja hið
kynferðislega og upphefja hið andlega. Hvorutveggja er samvafið í
tilveru mannsins. Það að maðurinn matast og þvær sig hefur verið gert að
sakramenti. Því skyldi ekki svið ástarinnar eins eiga að njóta ljóss
trúarinnar.
Hugsa þú nú lesandi góður um þessa sögu, lestu hana jafnvel aftur með
þetta allt í huga og vittu til hvort hún upplýsir ekki eitthvað í
hugskoti þínu.

|

|
Deila
á Facebook. |
|
|
Deila á Twitter
|
|
|
|
|