Gaman og alvara - Guðbjörg Sól - Partners/Globalsig

poet

Vísnagátur Sigfúsar Sigurþórssonar/SigfúsSig.

 

Flestar gáturnar sem hér eru, hafa komið fram á vísnagátu bloggi höfundar, ýmist sem aðalgátur ellegar aukagátur, slóðin er:  www.partners.blog.is

Ekki er farið djúpt í siðareglur í skáldskapnum hér, þetta var bara til gaman gert.

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

 

 Deila á Twitter

 

Gáta 24-25/10 (dagsettning)

Á úrið sitt horfir hann við og við

verður að vera á tíma

hafa við viljum, það góðan sið

viljum ei bíða og híma

Svar: Strætisvagnabílstjóri

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 24-25/10

Við endarnir höldum, hvor um sig

hreyfanlegir samt báðir

framan þín augu, þú sérð ekki mig

settar til hliðar við náðir

Svar: Gleraugnaspangir

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 24-25/10

Fer oft í hóp, eð_eitt og sér

ferðast með slefi og fleyru

að lokum það skilar sér þar eða hér

endar þá kannski með veiru

Svar: Sendibréf

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 24-25/10

Sá ég fagra skrítna dís

sá ei með berum augum

stundum þá sömu, ég aftur kýs

samt oft þá fer ég á taugum.

 Svar: Draumar/Martraðir

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aðalgáta dagsins 24-25/10

Svartir, skrítnir, og gömul grey

summa fingranna þinna

nafnið oft þyrnir, á þessari ey

þessa má alsekki kynna

Svar: 10 litlir negrastrákar.

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 24-25/10

Með oddana tvo, og tóma maga

til okkar glottir, jú stundum

veit ég um svein, sem sat þar á snaga

staður með skrítnum grundum

Svar: Tunglið (hálft)

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 19/10 07

Glottandi sést oft, en leynir á sér

sást hér á ferða-lögum

stundum sést líka brosa að þér

stundum í skáldanna sögum

Svar: Tunglið

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 19/10 07

Dýrasti steinninn, er stolinn og dýr

sóttur með miklum látum

enginn hér veit, svo hver þarna býr

halda að leysist úr gátum.

Svar: Tunglið – Tunglferð.

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta 19/10 07

Botninn oft hristist og juggast á mér

bregður við roða á stundum

get ég þá haft hann, þar og líka hér

hér eru svo mikið af sundum.

Svar: Eldavél

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 17/10 07

Með eiganda hneigir sig misjafn einn

einatt hann flýr með Kára

gráleitur stundum, hjá mörgum seinn

sækist þá skítur í fjára.

Svar: Hökutoppur.

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 17/10 07

Ómargt hefst að, hægur, þræll

hefur eitt viðut_nefni

þessi er oftast þreyttur og sæll

þótt hann ekkert stefni.

Svar: Letingi.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 17/10 07

Hring eftir hring, um hlykjótta braut

hlátur og brosið frosið

himinn og jörð, fer gjörvöll í graut

glittir í frosið brosið.

Svar: Rússíbani.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 17/10 07

Án mín verður enginn vænn

varast skal aldurinn minn

stundum gerist ég nokkuð grænn

granda skal í það sinn.

Svar: Matur.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta 17/10 07

Niðdimmt er og talið hægt

nú eru falin augu

þau skulu finnast hljótt og þægt

Þráinn, Siggi og Lauga.

Svar: Feluleikur
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 14/10 07

Oft er mjór hjá meyjunum

má hann helming bera

svolítið sver hjá peyjunum

skal hann aftast vera.

Svar: Hæll
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 14/10 07

Hættan er á háum stað

halda sig margir fjarri

hinir fanga fagurt bað

flísum komast nærri.

Svar: Stökkbretti í sundlaug.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta14/10 07

Opin stundum þanin þrjú

þar oft er hemlafarið

einnig sést hjá fínni frú

fer í þvotta karið

Svar: Nærbrækur.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsins 7/10 07

Stendur vörð um streymi eitt

stilltur líka og snúinn

oftast hlýðinn, höndum beitt

heldur, sértu búinn.

Svar: Vatnskrani.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 6/10 07

Brotinn bleyttur kurlaður

bræður vel hann nærir

margur sýnist sturlaður

sem hann nærir og tærir

Svar: Sykurmoli
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Vísnagáta dagsins 6/10 07

Fyrir angann, áfram fer

fíngert fortjald hefur

þakið þanið, þreyttan ver

þarna einhver sefur,

Svar: Barnavagn
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Aukagáta 5/10 07

Líður þungur, langur oft

lán að þreytist síðar

stundum stígur upp á loft

skaða veldur víðar.

Svar: Reykur
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsins 5/10 07

Leiður beið þar bjáni einn

bragða vildi kiðin

tregur var hann, heldur seinn

hvarf með tóman kviðin.

Svar: Úlfurinn og kiðlingarnir þrír.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 4/10 07

Frá mér líður gráleitt loft

líður í margskonar myndum

þetta sérð þú sem sagt oft

sést líka oft yfir lyndum.

Svar: Gufa.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 4/10 07

Föst er í báða, og ekkert fer

finn fyrir tveimur löndum

svo er ég líka stíf og þver

stundum hangi í böndum.

Svar: Brú
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsins 4/10 07

Lengi lá ég út á sjó

landi náði um síðir

hrakinn tekinn, einhver hjó

heitið gæti víðir.

Svar: Rekaviður
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 1/10 07

Fyrstu tökin mikið fálm

flestir mikið skjálfa

þilja stundum bæn og sálm

svo í vatn með þjálfa.

Svar: Sundnám.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 1/10 07

Blessað barnið fjörið fann

brosmilt verður kokkur

bönnum barni útí hann

blotna skór og sokkur.

Svar: Drullupollur/drullumall
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aðalgáta 1/10 07

Dvelja þar stundum tveir og þrír

þar má jú horfa og spjalla

opt er með líka, einn og einn frír

er of flott í hjalla.

Svar: Sófasett
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 30/9 07

Tíð er farin tengi leið

telja oft nokkur stykki

opt er brött en ekki breið

bölvum miklu flykki

Svar: Stigi
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsins 30/9 07

Gyrt er ístran, gyrtir rassar

gerði oft unga reiða

stundum laus, sem gera trassar

sett opt undir breiða.

Svar: Hnakkur.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagátas 29/9 07 + 30/9 07

Regnið á bylur, linnu laust

lætur ei undan síga

sést þá mest, í skóla um haust

stórmál að skíta og míga 

Svar: Regngalli
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 29/9 07

Á velli er her, hestar og átök

hestarnir eru þá auðir

haft er í frammi fínleg haustök

flottir þótt séu þeir dauðir.

Svar: Taflmenn
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 28/9 07

Kendur við Mikka, klæði eitt

kerfið hann samþykkti forðum

klæði er af honum, snarleg sneitt

sjaldan hann sjálfan við borðum

Svar: Refur
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 28/9 07

Bísna mikið, er flengd og barin

bjálfarnir aftur mig tína

oft er ég bæði moldug og marin

miðuð á holuna mína

Svar: Gólfkúla.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsins 28/9 07

Dögum saman sést ei hér

samt hún þræðir vegi

stundum hana sjáum vér

skírt á dimmum degi.

Svar: Stjarna
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 27/9 07

Bræður með striga, á vellinum sjást

sérlega léttir og fínir

sjást líka oft, þar sem fólk að kljást

skaði ef öðrum þú tínir.

Svar: Strigaskór.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 27/9 07

Norðan garrinn dropann gerði

gjarnan við sult er nefndur

stinnum vörum fnæsið svo færði

fjúka í roki oft þverir.

Svar: Sultardropi.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsisn 27/9 07

Stikar hún stanslaust, uns slegin er

slíkt gerist ótal sinnum

færslan því ræður, hvort hún þá fer

fallin, nú annars við vinnum.

Svar: Skákklukka.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Kvöldgáta 26/9 07

Oft er hiti í hennar haus

hlaðin þá, svo barin

sumir þá með sífellt raus

sjaldan er hún varin.

Svar: Tóbakspípa.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta26/9 07

Stendur fyrir framan þig

fimlega þig skoðar

fúl er oft við sjálfan sig

sjaldnast nokkuð stoðar.

Svar: Spegilmynd.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta26/9 07

Á kollinn hittir æði hart

hefur klaufir góðar

harðann hefur fremsta part

hann á þyngri bróður.

Svar: Hamar.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 23/9 07náðist ekki að fá lausn,

aftur sem aukagáta 26/9 07

Þessir kappar keppast við

kræsingarnar moka

hefta hægt með góðum sið

hrekkja Jens með hroka

Svar: Tannpínupúkarnir
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsins 26/9 07

Nýr þeim margur höndum með

margur teigir arma

sumir þá með strúrið geð

svo með hreinni hvarma

Svar: Augun/augun nudduð
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsins 24/9 07

Togað í með höndum tveim

trosnar oft þá síðar

í bílum þarf að skipta út þeim

Þá hjá smiðum tíðar.

Svar: Skóreimar.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 23/9 07

Ævistarfi í deilum deilt

dílað jafnvel stundum

helst um það sem þykir heilt

hasar oft á fundum.

Svar: Erfðarskipting/Arfi skipt.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísngátan 23/9 07

Á mæni hékk hér áður oft

heljarinnar flykki

stundum skutlast uppá loft

og snúið þessu stykki.

Svar: Sjónvarps/Útvarps loftnet.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsins 21/9 07

Óma hljóð, og óhljóð hjá

óvært við þá stundum

ótal yngri, þetta þrá

þó við burtu skundum.

Svar: Hátalarar.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 17/9 – Óleyst +Aftur 19/7 V. dagsins

Líður yfir, undir létt

leiðin er á grundu

þá er ljúft að lenda nett

leggst á þeirri stundu.

Svar: Fallhlíf
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta18/9 07

Það hefur eitt sem enginn þráir

hræðast þau híbýli hára

þá verða margir grænir og gráir

grenja svo yfir þeim fjára.

Svar: Ofnæmi.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta18/9 07

Leyfum ljótum hent er út

leyfist mörgum slökum

á meðan hleypur allt í hnút

hefst af mörgum sökum.

Svar: Æla – Uppköst.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 15/9 07 (ekki svara og flutt) +18/9

Hreyfist hvorki á lönd né strönd

hulinn sjónum mínum

við matarborðið er með rönd

matar að skjánum fínum.

Svar: Diskur
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Aukagáta 18/9 07

Vatni upp á leggi ver

vilja oft dýpra fara

þá að innan fljóta fer

flestir vilja para.

Svar: Stigvél
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsins 18/9 07

Skal ég alsekki segja um þinn

svo, breytilegur er hann

aðrir svo velja minn eða sinn

slæma mætti setja í bann.

Svar: Smekkur fólks.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Aukagáta 17/9 07

Þetta finnur konan fín

Fríða, Sigga og Gróa

þetta er hjá þeim ekkert grín

þó reynir karl að þróa.

Svar: Blæðingar
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsisn 16/9 07

Oft er þetta á síður sett

vilja flestir hafa

nöfnin löng, nú eða nett

notað líka á afa.

Svar: Nafn.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Akagáta 15/9 07

Mörg eru á honum liða mót

fer að þínum vilja

þurfa þær þinn hægri fót

þjónn er innan þilja.

Svar: Bifreið.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

Vísnagáta dagsisn 15/9 07

Lúmskur læðist fjær og nær

landa fjandi stundum

frásög oftast kúnninn fær

flestar á leyni fundum

Svar: Leinilögga.
Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Vísnagáta dagsis 15/9 07

Í bola bás hún skotin var

birtist einnig karri þar

sást svo brátt að hér var par

sem veiðimaður niður skar.

 Svar: Rjúpnaveiðar í bolabás á Þingvöllum.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 14/9 07

Flýgur suður silfur lið

skal nú halda hátíð

vænar þotur þurfti við

varla bauðst í þátíð.

Svar: Síldarvinnslan hf. með árshátíð í Tallinn á Eistlandi.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 14/9 07

Hana sérð ei öðrum hjá

hinn sér ekki sjálfur

beinist þetta burtu frá

brenglast sértu hálfur

Svar: Sjónin
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 13/9 07

Á börmum hanga oft voða verk

varla talin siðleg

svona sést um opna kverk

sum eru alveg voðaleg

 Svar: Hálsmen (hakakross, hauskúpa, skrattinn sjálfur ofl)
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 13/9 07

Heimt var út með beittum stáli

heldur vildi bíða

varð þó úr að með þessu prjáli

þeim skal betur líða.

Svar: Keisaraskurður
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 13/9 07

giftur gaurinn bannið fékk

gult nú hefði nægt hér

ógiftur svo hátt með bolta hékk

henti burtu frá sér.

Svar: Klósetseta.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 13/9 07

Lyft er upp, af sinni setu

sett með skömmum niður

karlar þráast við þeirri getu

þó er það góður siður.

Svar: Klósetseta.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 13/9 07

Aurinn stoppar ferða fólk

farar tálmi tíður.

bíður fólk í farar hólk

fyrir neðan síður.

Svar: Aurskriða við Esjurætur 12/9 07
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Sett inn í partners.blog.is 13/9 07(ekki gáta)

Allstór og mikill aurinn er

arkaði hlíðar niður

þessi aur með mokstri fer

mun þá verða friður.

Svar: Aurskriða við Esjurætur og fólk að skammast yfir hve seint gengi að hreinsa skriðuna but af veginum 12/9 07 (fólk fór meða auka rútu)
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 13/9 07

Hver var það, sem raða varð,

vísa skal í nafnið

fagur kjölur og fínlegt barð

fengur er í safnið.

Svar: Vísnahver
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 12/9 07

Situr í klefa, stjórnar hátt

stýrir þá þvert og niður

100 metrar, nær æðri mátt

mun þar vera friður.

Svar: Kraninn hjá Smáratorgi
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 12/9 07

Hendast inn í höfuð þitt

hefja skal þá smíðar

sést þá stundum, en oftar hitt

sést nú í útrás víðar.

Svar: Hugmyndir
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 12/9 07

Stundum langur, ekki sver

síðan ekki falinn

eitt og eitt svo burtu fer

eyddur stundum skalinn

hann er stundum hræðslu tól

hefur samt góðan til-gang

oft þá lengist, langmest um jól

lögmenn gera oft um-stang.

Svar: Skuldalistinn
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 11/9 07

Þjóta um þrautirnar, enda-laust

þannig oft verður til verkur

sumar þær þrautir þú aldrei kaust

þótt þú sért æði sterkur

Svar: Hugurinn.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 11/9 07

Höldur einn góður, hátt hreikir sér

Hefur ei, á sér neinn lengur

frá sólar geyslunum skýldi hann mér

sumardaga fengur

Svar: Hattur
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 10/9 07

Það vill nú svo til, hann hækkar í ár

hann verður í almesta lagi

Í landinu verður svarbrúnleidd sár

sekkur í heiminum skagi.

Svar: Sjórinn.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 11/9 07

Ekkert henni hreyfir við

hvorki níð né bræði

hygginn hefur þol að sið

hugga mann með æði.

Svar: Þolinmæði.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta í lok dagsins 10/9 07

Lítill lágur gegnir oft

lúnum búnum örmum

lyftir oft smáum uppí loft

lagður oft púða görmum

Svar: Skemill
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Akagáta10/9 07

Höllin sú er  fín og fögur

ferlega nídd á stundum

sagðar þar sannar og lognar sögur

svo líka leist er frá skuldum

Svar: kirkjan
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsisn 9/9 07

Eltur er einn þá saklaus er

er kannski minni máttar

svo gæti hann verið, mjór eða sver

stundum utan gáttar.

Svar: Einelti
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 8/9 07

Leiðbeinir, við Búkollu leitina

lausnin er Búkollu hárið

setja skal hárið á beitina

svona er baráttu fárið.

Svar: Votafone auglýsing í útvarpinu.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 8/9 07

Á einni leið er starfað stíft

starf hjá hvítum og rauðum

þrálátt stríð, ei þínum hlíft

þá er líka í sauðum.

Svar: Blóðæðar.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 8/9 07

Vatn og duft oft sumum svalar

sérlega í morgun sárið

einn og einn sérviskur, malar og malar

mikið er beðið um tárið.

Svar: Kaffi
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 8/9 07

Brotið er uppá efsta gat

er svo með fleiri götum

ávallt er fín með gestum í mat

máttu nú giska úr fötum.

Svar: Skyrta
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 8/9 07

Liggur það lárétt, með stafróf eitt

leikið á fingrunum fráu

eins er oft einum puttanum beitt

er oft í hvítu eða gráu.

Svar: Lyklaborð
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 8/9 07

Einn er maður akandi

ekur hann hringina sína

einhverjum finnst ekki takandi

endeiga bílana fína.

Svar: Strætisvagna bílstjóri
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 7/9 07

Karl einn stundum sýnist mér

svakalega feiminn

sýnir hann stundum hliðina á sér

hefur samt séð allan heiminn.

Svar: Karlinn í túnglinu/hálft túngl.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 7/9 07

Kaldur, harður og mýkist hratt

hefur hann nafna í fjöllum

oft er í lit og rís nokkuð bratt

orðið er frægt á þeim öllum.

Svar: Ís
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 7/9 07

Undir og yfir skín þetta skart

skín oft í myrkri um nætur

sum eru dýr og ferlega smart

skína og þurfa ekki fætur

Svar: Loftljós
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 6/9 07

Hiti er inni, og hleðst hann upp þar

hefur hann verk þar að vinna

stundum þá hest, eða kind sem að bar

stundum er allt sett á pinna.

Svar: Ofn/Grill
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 6/9 07

Rís það úr melum, mörgum til ama

margir því eyða með ráðum

Sjálfstæðisflokkur þar eitt hefur sama

síst vil ég eyða þeim báðum

Svar: Lúpína
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 5/9 07

Getur grant í eyður og orð

Greyðir úr gátum snemma

Hann veit bæði haus og sporð

Helst vill orðu hremma

Svar: Getspakur
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 5/9 07

Hönnuð er hún úr bóndans verki

hentar í köldum vindum

líkar oss best okkar landans merki

líklega best er af kindum.

Svar: Íslensk lopapeisa
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 4/9 07

Efsti toppur oft nú er

á eigandanum sleginn

svo er hann líka stundum ber

sæmilega þveginn.

Svar: hárið.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Sett inn í aukag, sem tilvísun 3/9 07

Frostið setur flekkjá þig

finnst þá rauður blettur

en frostið bítur ekkjá mig

ekkerþví frostmerki settur

Svar: Frostbit
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 3/9 07

Tíðar verkir og sviðinn sár

sýnilegt á sumum

rauðleitar skellur og stundum tár

skaðinn er á frumum.

Svar: Frostbit
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 4/9 07

Skrautlegan bagga á bakinu ber

ber hann á milli húsa

hefur í honum lærlingsins kver

hollan sinn bita og brúsa.

Svar: Krakki með skólatösku
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 2/9 07

Hönd hans gleypti eitt vatna dýr

hrakinn af klukkum og kvalinn

á fljótandi fari fanturinn býr

ferlega illur er talinn.

Svar: Kobbi krókur
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísnagáta dagsins 2/9 07

Gleði og hræðsla, gjörn er þar

gjarnan er þetta kannað

síðar oft sagt hvað þar við bar

stundum rætist og sannað.

Svar: Draumur
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 29/8 07

Hyrndur, illur, glóandi

hefur í mörgu að snúast

bænir reynast róandi

rustar til hans hrúgast.

Svar: Skrattinn
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Gáta dagsins 30/8 07

Brúnleitur er mjöður einn

en svo á hann að vera

í veislum skal ei vera seinn

skal í könnu bera.

Svar: Kakó
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 27/8 07

Þurr og laminn oftast er

oftast smurður líka

verðið er eins og vera ber

veiðum við ekki slíka.

Svar: Harðfiskur

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

 

Gáta dagsins 28/8 07

Blikkar tveimur, bláum títt

tókst að ná um síðir

Sýndi þá barminn og brosti blítt

brátt þeir urðu blíðir.

Svar Kona tekin fyrir of hraðan akstur 27/8 2007

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 27/8 07

Nafn sitt af burðinum ber hann

bjástrar við hólf og raufar

rakkinn bilast, vill oft bít-ann

þú fyrtist ef pilturinn gaufar.

Svar Blaðaburðardrengur.

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísna gáta dagsins 30/6 07

Aftur snúa augu hans

auglýsa skulu verkin

stundum sýna viltan dans

styttist þá í merkin.

Svar Bremsuljós

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísna gáta dagsins??

Blikkar hann mig, bláum títt

bálillur á svipinn

var eins og hefði ég verið grítt

vall út af  mér svitinn.

Svar Kona tekin fyrir of hraðan akstur

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 30/6 07

Farið bak við sófa og steina

síðan byrjar leitin

oftast mega margir reina

má þá finnast sveitin.

Svar Eltingarleikur.

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

 

Aukagáta 30/6 07

Hleypur hringi hratt og létt

Hefur þá skott og fætur

Eyrun þend og hárið þétt

Þá líka stuttar fætur.

Svar Hamstur.

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísnagáta dagsins 28& 07

Mæddur maður heima laus

Marseraði dagana á enda

Þetta líf þá karlinn kaus

kaus þá hvergi að lenda

Svar Flakkari

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 28/6 07

Gleypir matinn gráðugur

gerir maga út _blásinn

skefur restar bráðugur

sama þótt eigi sé krásin.

Svar Mathákur.

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 28/6 07

Skríður úr sænum klónum á

skríður um lipur en skjótur

fer svo í löðrið aftur sá

sem er svona ansi ljótur.

Svar Krabbi.

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Akagáta 28/6 07

Ferlega fimur maðurinn var

færðist á bandi einu

bar hann sig vel, í hæðini þar

hélt sig á línunni beinu.

Svar Línudansari

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 27/6 07

Sjómaður siglir um heimsins höf

skjótt fær hann verk í maga

mátti ekki verða mikil töf

minnist hans dauða daga.

Svar Sjómaður dó með botnlangabólgu.

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Akagáta 27/6 07

Urðar brekkan blómleg er

brekkan sem áður var lýti

bláa blómið nú yfir fer

bera landið í flýti.

Svar Lúpína

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aðalgáta 26/6 07

Ritarinn ritað getur hratt

ritar þá bæði logið og satt

oft getur myndefnið verið matt

mun ritari þessi þá liggja flatt

Svar Skrifari (í tölvum)

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aðalgáta 25/6 07

Upplyftinga sendi sveinn

sendist þá ólög_legur

geymslustaður er eigi hreinn

en þangað er óhreinn vegur.

Svar Burðardýr

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 25/6 07

Sett er fyrir birtu og sól

stillt og lagað betur

upp skal setja þetta tól

sérlega nótt og vetur

Svar: Bískyggni

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aðalgáta 25/6 07

Synti föðurnum burtu frá

fór á vit ævin_týra

Börnin afar heitt hann þrá

heimilistækin stýra.

Svar: Nemo
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 25/6 07

Dygg var eigi, eitt konu grey

Dó hún í dálitlum garði

Girntist Guðs gjafir sú fagra mey

Guð hana eigi varði.

Svar: Eva
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísnagáta dagsins 22/6 07

Litaðir hringir raðast á rós

Raðast af hugmyndum barna

Þessir englar og litlu ljós

Leika með það að tarna

Svar: Börn að perla.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 22/6 07

Tekur líf og tætir í spað

Til er það hér á landi

Hitlers merki merkir það

Minni samt okkar vandi.

Svar: SS Sláturfélagið.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 21/6 07

Trúir og treystir, á hann hér

treystir ekki á hann einan

helst eiga allir tvo hjá sér

helst bæði hreinan og beinan

Svar: Heimilisbíllinn – bílar.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísna gáta dagsins 21/6 07

Fullir á landi en lög-legir

lufsast þá þungir oft á sér

versna vilja okkar far-vegir

vont ef þeir lenda þá á þér

Svar: Vöruflutningarbílar.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 20/6 07

Hún er geymd á ská slánni

sem reddar málunum oft

gripurinn gripinn af ránni

gripin ef að vantar loft.

 Svar: Hjólreyðapumpa.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins??

Hoppar oft, og hendir sér

 helst fer í bogum niður

við tekur ylvolgt risa kér

virðing og mikill kliður.

Svar: Sundbretta stökk
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

 

 

Vísnagáta 19/6 07

Sneiða má með kuta á

má alsekkert útaf bera

heldur fast og ýtir á frá

förin eiga að vera.

Svar: Brauðbretti

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

 

Aukagáta 18/6 07

Skálað stndum nótt er í

stendur sá, ekki í bænum

gott er að hafa fötin hlý

helst ef hann er í snænum.

 Svar: Skáli
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Auka gáta dagsins 17/6 07

Feykir fati hátt í loft

fyrir helst, siða sakir

þetta efnir hann ekki oft

eftir varða slakir.

Svar: Stúdent
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 17/6 07

Strekkist umgjörð, svignar vel

sett er á höndina dauðinn

í hann efnið valið er vel

verður þá lipur kauðinn

Svar: Bogi
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísna gáta dagsins 18/6  07

Lætur maður falla í far

liprir fingurnir bestir

er hann þvínæst hafður þar

þar til koma gestir

Svar: krókur
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 16/6 07

Flugur fældar burtu frá

ferlega sítt og iðið

sveiflast bæði hlið og ská

sjaldan klikkar miðið

Svar: Tagl á hesti (getur verið hali á td. belju)
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 17/6 07

Borið er á brúnleit borð

bljúgur og ilmandi mjöður

sést þá hvorki í haus né sporð

sest getur í mjöðinn fjöður.

Svar: Eikarbátur lakkaður.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 16/6 07

Berjast skal nú, í þriðja sinn

sigurvissir leik kvenn

fýlu heim skal frakkar inn

fagna því bæði konur og menn

Svar: Knattspyrnu leikur kvenna 16 eða 17 júní 97
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 14/6 07

Rennt er upp og rennt er inn

rennt er þá milljónum innar

bíður þar svo í þetta sinn,

þannig brúkunar sinnar.

 Svar: Bíl ekið inn í bílskúr.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 15/6 07

Liðugur látinn fela krók

líka bleyttur í vatni

gjarnan ert í gúmmí brók

gefur með mikilli natni.

Svar: Ánamaðkur.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 14/6 07

Hvítur hattur borin við

hnoð og sóða-skapinn

ef formúlu ekki höfð sem mið

ertu sko bara, af-glapinn.

 Svar: Bakstur.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 14/6 07

Röndóttir, eru báðir hlutar

Hafðir á sitt hvorum enda

fjórir ásamt fjörtíu utar

fermingarbörnum oft lenda

 Svar: Röndótt jakkaföt
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 13/6 07

Radar varinn gagnslaus var

verðirnir sleppekki neinum

Þorir varla að aka þar

þar löggur liggja í leynum

Svar: Lögreglan á Blönduósi (frétt á Mbl.)
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 14/6 07

Gagnlegar græjurnar, merkin senda

gagnast þær letingjum betur

þeir líka verða, á annað að benda

augun þá sjá, og heyra hvað setur.

Svar: Fjarstýring.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 13/6 07

Með bogið haldið, nett og hert

haft nú á sérstökum dögum

Snúa þá sumir niður og þvert

því næst lýsa þínum sögum.

Svar: Bolli.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 14/6 07

Teygir sig út, oft teinréttur

tíður á tylli dögum

líka er hann laufléttur

lumar á mörgum sögum.

Svar: Fáninn.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 13/6 07

Nafnið gjarnan, rangt við gjörð

gjarnan smellur er smellir

hafðir helst í húsum hjörð

helst þú í hólfið fellir

Svar: Slökkvari
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 13/6 07

Freyðir ávallt hliðum frá

finnast í skruddum líka

gemsinn gjarnan hangir á

gott að hafa slíka.

Svar: Síða
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 13/6 07

þversum uppi liggja þær

þaðan liggja niður

niður beina brautin fær

vökva sem gerir kliður.

Svar: Þakrennur
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísnagáta dagsins 13/6 07

Glæsileg, er græjan sú

glæst með stilli tökkum

ekki eru svartir molar nú

en prýðir hliðar bökkum

Svar: Gasgrill.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 10/6 07

Stundum þær græta, oft þó gleðja

Gerist oft,  líka um sumar

oft um þetta, fólkið vill veðja

veðrið á mörgu þá lumar.

Svar: Veðurspáin
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 10/6 07

Undir er það, en mjótt og bogið

Eldunar afganga þiggur

Stundum er þetta þrifið og sogið

Þar sem ósóminn liggur

Svar: Vatnslás undir vaski
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 10/6 07

Rakur og lyktar hann, hreint og beint

Hefur samt misjafnleg á hrif

Í mikilli grósku, gleymist hann seint

Grassandi eru þá ó þrif.

Svar: Svitinn
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Ekki sett inn sem gáta

Úpssss

Herinn ræðst inn í dálítinn dal

dátar þar ráðast á snarruglað par

lentu í þyrlu, því lítið var val

lagannavörðurinn ónothæfur þar.

Sérsveitin send til Hnífsdals 8 og 9/6 07
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Ekki sett inn sem gáta

Úpsss2

Málin þeir ræddu um miðja nótt

mennirnir spjölluðu í næði

gaurnum hefur þá líklega þótt

þessi sunnlenska sveit vera æði.

Sérsveitin komin til bissumannsins 9/6 07
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Ekki sett inn sem gáta

Úpsss3

Lögreglu liðið, er liðónýtt þar

Leist ekki á byssu sveininn

Sérsveitin fengin, og spjallað var

síðan var rölt bara í steininn

Sérsveitin búinn að handsama karlinn 9/6 07
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Ekki sett inn sem gáta

Úpsss4

Nú loksins heyrist löggunni í

löggu vestan af fjörðum

héldum að hún hafi farið í frí

frá þessum glæpa gjörðum.

Löggan vestan heimtar í gæsluvarðhald 10/6 07
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 9/6 07

Hótel jöfur grætur grimmt

get ég, vel skilið hana

kemur þá líka ferlega flatt

frekjan í þessum Kana

Svar: Paris Hilton
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Commentað hjá Róberti Tómassyni

Ferlegar fréttir Hnífsdalnum í

fékk ég þá hjálp frá stéttinni

verst að ég vissi, ekkert af því

viðburðum þessum í fréttinni
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 9/6 en sett inn 10/6 07

Lyftir hann upp og hár-togar

Hefst síðan niður-skurður

Á eru settir stál-bogar

Svo verði betri burður

Svar: Járningar.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 9/6 07

Hefur það bæði vinstri og hægri

hentar þá greitt og skorið

víst getur skeð að hægri sé lægri

svo einnig það hverfi um vorið.

Svar: Yfirvaraskégg
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 8/6 07

Gjarnan gagnast í sveitunum

gagnast þó lítið eitt sér

stundum það slítur reytunum

smekklega oft þá smíðum vér.

Svar: Hlið
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 7/6 sett inn 8/6

Skyldan skipar að eiga slíkt

sannlega réðir þú engu

gunni og Hrönn er ekkert líkt

eiga þá gjöf sem  þau fengu.

Svar: Nafn
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísnagáta dagsins 8/6 07

Bítast oft saman, og sundur tennur

sem karlar oft gleyma að laga

misvel og mislangt, greyið rennur

Margoft vill smábörnin plaga

Svar: Rennilás
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 7/6 07

Eftir átta títt er hér

Ekki er ósjaldan tollur

Í harðri umgjörð, hvítt í sér

Heitt það verður pollur

Svar: After aght.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísna gáta dagsins 7/6 07

Fögnuðu ekki, Eyja menn

er ormur fangaði draslið

líka er afar ó ljóst enn

leysir ráðherrann baslið.

Svar: Gtímseyjar ferjan
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 7/6 07

Lekur oft í stríðum straumi

sést oft á miðjum stöðum

sumir hann fela, en nota í laumi

stendur oft líka í röðum

Svar: Bjórinn
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 6/6 07

Bægja verður nú brögðóttum frá

bræðrum sem vinna öll spjöllin

en jens kallinn báðir nú elta og þrá

ef að þeir finna, hann heyrir þá köllin.

Svar: Tannpínupúkarnir.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 6/6 07

Tveir af þeim duga verksins til

Telja, og talningin særir

tæmir þá budduna, of hér um bil

býsninöll á því þú lærir.

Svar: Farsíminn - Símanotkun
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísna gáta dagsins 6/6 07

Slegið í og slegið úr

síst er það alvondur siður

svo fer um síðir að þetta búr

sundrast og allt fellur niður.

Svar: Slá köttinn úr tunnuni.
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 5/6 07

Ferlegur jálkur í fjöruna leit

Fór þar sem honum var bannað

Skal hann í burtu, var mannanna heit

Hann er nú farinn, svo nú sannað

Svar: Wilson Muuga
 Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 5/6 07

Þeytist um byggðir, og þeytist um loft

Þýðist ei mannanna vilja

Laumast svo burtu, en birtist svo oft

Stundum svo hvín milli þilja.

Svar: Vindurinn
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Síðasta kvöldgátan 5/6 07

Skipun hann fær, að setja á bert

Ferlega gerist þá iðinn

Eftir það sérð þú, hvar sem þú ert

Það sem er eftir smiðinn.

Svar: Prentari
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 5/6 07

Mishátt þau teygja sig, skortur er á

Sum þeirra hneigja sig, og falla svo frá

Farnar oft ferðir, um landið að sjá

Fáum svo árlega í eitt stykki ná

Svar: Jólatré
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Gáta dagsins 5/6 07

Oft á því hangir húfa og skór

Haft er þá úti sem inni

Oft er í kringum það, dálítill kór

Krafist þá friðar að sinni.

Svar: Jólatré
Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 4/6 07

Tekist er á um tónfæra enda

títt er að gripurinn bresti

flytur þau boð út, sem þú villt senda

þarfagripur hinn mesti

Svar: Gítarstrengur
 Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Gáta dagsins 3/6 07

Heldur oft fast, um mig og þig

oft er það gamalt og lúið

oft er í snúru, en sýnir þó sig

síðar mun lifa, þó lífið sé búið

Svar: Veggmynd – Myndarammi
 Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísna gáta dagsins 4/6 07

Samnefni ber, með leið yfir bæinn

borg útí heiminum líka

með fólki það fer, oft langt yfir sæinn

finnst mörgum, það geri þá ríka.

Svar: Krítar kort
 Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 1/6 07

Klæðir sinn koll og líka sýn

kunnur af lausnum góðum

Að okkur vinum, gerir grín

gestur á þessum slóðum.

Svar: Bloggarinn Gunnar Þór Jónsson á mbl.blog.is
 Höf: Sigfús Sigurþórsson

 Aukagáta 2/6 07

Velltist oft með þvaður og bull

Oft þá veltist um gatið

Leikur sér oft með alskonar sull

Stundum þá hreinsar hún fatið.

Svar: Túnga

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 2/6 07

Túngulipur er glæpa maður

glæpum hann orðinn er háður

vís með vera, með blaður þvaður

verðir nú stoppa, verðann of bráður.

+

Eigi getur hann gortað af sér

gortað af fyrra stríði

hyggst hann nú reyna, aftur hér

hrökklast skal aftur með príði.

+

Svo getur farið, í þetta sinn

sé síðasta stríð hanns um sæinn

kannski okkar íslands öldu kinn

kissann, og hverfur þá gæinn.

Svar: Paul Watson

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 2/6 07 Sjómannadagshelgin

Gamall siður og gaman er þá

gaman og alvaran saman

þá er það siður, hetjur má sjá

hetjur sem ei sjást í framan.

Svar: Sjómannadagaurinn

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísnagáta dagsins 2/6 07

Með óhljóði og væli hendist hann hjá

H2O hann geymir í búri
múgurinn sækist í verk hans að sjá

sóttur sé brandur í skúri.

Svar: Slökkviliðsbíll

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 1/6 07

Hátt er þetta og býsna bratt,
býr þar fjöldinn allur
sem upp og undir geysa glatt

Utan sést margur stallur.

Svar: Blokk – Háhýsi
 Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 31/5 07

Ég var að lesa rétt áðan hér á blogg síðunum og varð þá þessi til::

Púkalegur er piltur sá

pjakkur, og blálitaður

skammast sífellt alveg má

stundum samt bölvað þvaður.

Svar: Bloggarinn Púkinn á mbl.blog.is
 Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 31/5 07

Svo var ég að hlust á útvarpið áðan og var að hlusta á þátt sem er á föstum tímum og hefur verið lengi, þá varð þessi til.:

Ræður varla við sig hér

vís með að gera allt annað

læðist líka og leikur sér

líka við allt sem er bannað.

Svar: Vindurinn

 Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 30/5 07 svo aðalgáta 31/5 07

Úti stendur einn og sér

stendur, og ei getur annað

áður ávallt nutum vér

ákaft, sem nú er víst bannað. 

Svar: Úti kamar

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 30/5 07

Sá eg einn með svuntu fína,

strekkta undir mitti,

eltir konur, ei að pína

ef í barminn glitti.

Svar: Blómvöndur.

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísnagáta 30/5 07

Ein er sú sem sefur ekki

stundar árásir líka

setur stundum suma í sekki

suma gerir ríka.

Svar: Flensa

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 29/5 07

Sá eg einn með svuntu fína,

strekkta undir mitti,

eltir konur, ei að pína

ef í barminn glitti.

Svar: Rósavöndur

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 26/5 07

Grár og gugginn stundum er

grínast þá eigi á meðan

birtir svo aftur, því annars fer

alfarið burtu héðan.

Svar: Niðurbrotin maður

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísnagáta dagsins 23/5 07

Skruggukerra stendur á

syllum sem niður sig fóta

Slettugur oftast anginn sá

sem þjónar og til verður nóta

Svar: Bílalifta og bifvélavirki

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 22/5 07

Margvísleg oft myndin er

minni partar sýna

Oft á tíðum í tætlur fer

tveir oft saman rýna.

Svar: Púsluspil

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísnagáta dagsins 21/5 07

Sjást þær hreint í hyllingum
hugljúfar ellegar harðar.
villtari eru hjá villingum
viljum að þær séu varðar.

Svar: Nótur

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins ???

Ómar blítt og ómar hratt,

ómar fjölbreitt hins-vegar

Sagt er í og sungið margt

stendur á borðum víðs-vegar

Svar: Útvarp

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

25/4 07 fyrri gáta dagsins

Þótt úti sértu virkar það

Þrátta stíft á-stundum

seigja stundum rugl eitt-hvað

stundum fjör á fundum

Svar= Mbl.log.is eða Bloggið

Höf: Sigfú Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 17/4 07

Skyggja stundum sólu á

Sundur saman hrífa

Slappar gera samt sitt gagn

Skrautlega kappa prýða

Svar: Gardínur

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

16/4 07

Gefið getur kul og hita

Heyrist stundum í

Frá er rifinn fer að smita

Fær á vetrum sjaldan frí

Svar: Ofn

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Aukagáta 23/5 07

Litfagur lafir og hreyfist í vindi

Löngum hann lafir, en gerir samt gagn

Gagnast ei öllum, en haf af  indi

Ennfremur ekki, við ræðum um magn.

Svar: Kjóll

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 24/5 07

Hávaða seggur, með ó hljóðum tekur

hrifsar og tekur oft völdin

hendurnar einar, get ekki betur

ennfremur oft gert við tjöldin.

Svar: Riksuga

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 23/5 07

Reynist mörgum erfið raun

Reynir þó margur oft mikið

Leifa sér flestir, þó á laun

Loforð sitt, þá hafa svikið

Svar: þegja – halda kjafti

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta II 23/5 07

Helst til margur hrannast í

helst er það gamall siður

söfnum í það æ og sí

sótt, ef þú um það biður

Svar: Myndaalbúm

HÖF: Sigfús Sigurþórsson

 

Aukagáta 23/5 07

Títt er talað um karlinn þann

traustur og styrkist hans hagur

hugsar um kerfi með sóma og sann

kallast ei mjór eða magur.

Svar: Skattmann

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

Vísnagáta dagsins 8/5 07

Loðin ekur lúxus vagni

lukku ungra vekur

Kom gutta einum að góðu gagni

grimma ketti hrekur

Svar: Músin Stuart Little

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

4/5 07 Vísnagáta dagsins.

Margvís - legur er liturinn,

læst komi óboðinn gestur,

veggina vill svo maðurinn,

vitna um,, að hann sé mestur.

Svar: Stóóórt einbýlishús

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Vísnagáta dagsins 18/4 07

Stendur stinnum pörum á.

Stynur sé þunginn hastur.

Færður inn en rifinn frá.

Frjáls ef ekki er fastur.

Svar: Stóll

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

18/4 07 afmæli Guðbjörg Sól.

Tveimur nöfnum tekur mín = Guðbjörg og Sól

tengist Guð þeim báðum = Guð og Sólguð (Td.Helíos)

annað trú en hitt hátt skín –= Guð og Sólin

hlakkar til dagsins bráðum. = Afmælisdagurinn

Svar: Guðbjörg Sól (Sigfúsdóttir fædd 18 apríl 2000)

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

13/4 07 2007

Er með köntum, mest um kring,

mikið skemmtir börnum.

Geymir í vatni gras og lyng,

gnægtir af litlum kvörnum.

Svar: Fiskabúr

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

 

 

Kýs ég nú, og vanda val

vitlaust má ei verða

hlustað hef ég og heyrt margt tal

hreykinn skal nú verða.

 

Vinstri Grænir, eiga von

verð þó þeim að hafna

grænt þeir þusa, lon og don

þeir líklega ekki dafna.

 

Frjálslindir ferlega cool eru hér

Fárast þó barútí kvót-ann

Kvóta málstaðinn vel líkar mér

Læt x-ið mitt þó ekki við hann

 

Sjálfstæðisflokkurinn nú samur er

sennilega áfram situr

eigi veit ég hvert Framsóknin fer

flokkur sem sífellt er bitur.

 

Samfó rembist með rósunum

reynir allt hvað hann getur

grínlaust sé ég úr glósunum

glundur, en sjáum hvað setur.

 

Ómars flokkinn sko varast skal

segja nú gárung-arnir

eilíft er þarna grínara tal

einblína á grænar varnir.

 

Því skal ég nú seta x-ið mitt

settlega á hárréttan stað

saman gerir svo mitt og þitt

stjórn sem þyrfti í bað.

Höf: Sigfús Sigurþórsson

 

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson

Kt: ------------------

 

Svona einhvernvegin fór þetta í kjörkassann árið 2007

 Sigfús Sigurþórsson

 

 

 

 


©2007_SigfúsSig. Iceland@Internet.is