Auga þitt er baldursbrá
birtu heiminn vefur.
Enn þó myrkrið ríkja má
meðan rótt þú sefur.
Að morgni er þitt brúnablóm
breiðir krónu sína.
Syngja fuglar sælum róm
og sólin fer að skína.
Kveða vættir ljúflingslag
litla drengnum, káta.
Gefa honum góðan dag
og gleðja á allan máta.
Berjabrekkan tryggð þér bast
blóm og álfahólar.
Augna þinna endurkast
eru geislar sólar.
höf
ókunnur
Frá eðalfólki
á Hornafirði.
Vináttan
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst mill´ okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymd´ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
höf ókunnur
Hvat-vísur
Þú kalla mátt það hvatvísi að hafa
kjark til þess að standa eða falla
en heigulshátt ég helberan það kalla
að hjakka í gömlu fari af tómum vafa.
Það hefur enginn á þig ljótu logið
og líf þitt hefur flotið hjá í draumi
en ég hef alltaf staðið móti straumi,
stokkið fram af brún og oftast flogið.
Þótt kunni ég ekki forráð mínum fæti
og fyrirhyggju mest í hófi brúki,
og þótt úr einu verki í annað rjúki
með árangri ég fyrir ganið bæti.
Það verður sjaldan varanlegur skaði
þótt vanhugsaða ákvörðun ég taki.
Og brenni ég mér allar brýr að baki
ég byggi aðrar traustari með hraði.
höf ókunnur
Það gerist
eitthvað gott.
Það gerist
eitthvað gott hvern dag
svo gríptu færið, nú er lag
að setja markið hátt og hefjast handa.
Á hamingjunnar heillabraut
mun heppni falla þér í skaut
og hjálp þér hlotnast brátt í hverjum vanda.
Ef allt þér mistekst mundu þá,
af misförunum læra má
og firnamikill kraftur fylgt því getur.
Þín bíður dag hvern blessun ný
þótt búin sé sem flákaský
og er þú reynir aftur allt fer betur.
Svo gefstu ekki upp þótt gefi á
það getur ekkert stöðvað þá
sem keppa að nýrri dáð á hverjum degi.
Velgengninnar vegslóð er
vörðuð hindrunum en þér
mun auðnast ráð að ýta þeim úr vegi.
höf ókunnur
Heilræðavísa
Ef þig svíkur andans kraftur
ekki hætta, reyndu aftur,
hugurinn ber þig hálfa leið
hitt er nám og vinna.
Þér yrði sjálfsagt gatan greið
ef gætirðu kvartað minna.
höf ókunnur
Vöggukvæði
Eftir dagsins argaþras
ýmiskonar bauk og bras,
rifnar buxur, brotið glas
blíðlega strjúka má þér.
Hægt og hljótt,
hægt og hljótt,
þér ég vagga þýtt og rótt.
Það er komin kolsvört nótt
þú mátt kúra hjá mér.
Aldrei líta af þér má
undursnögg er höndin smá,
voða þá ég vísan á
víki ég eitt skref frá þér.
Ofurhugans eldleg þrá
einatt húsið herjar á,
því er kappann sælt að sjá
sofna í hausinn á sér.
Meiri er mér þó gleði af því
að morgni líta enn á ný
leik þinn, bjástur hopp og hí,
horfa á þig vaxa frá mér.
Augnaljósin ljúfu þín
lækna sálarmeinin mín
inn í hugans auðnir skín
ástin sem hef ég á þér.
höf ókunnur
Hvað sem allri skynsemi líður
Enn mig getur girndin blekkt
hún gengur frá mér bráðum
mér var aldrei eiginlegt
að ansa hugans ráðum
því vanann skortir voðans yl
nú veit ég ekki bara,
hvað mig langar, hvað ég vil
né hvert ég er að fara.
Dýra lífsins drullumall!
Dró mig til þín leiðinn.
Fyrir rauðan rugludall
rauf ég skírlífseiðinn.
----
Ekki finnst í orðasafni þínu,
tillitsemi, ábyrgð, tryggð
og trúlega ekki nokkur dyggð.
Mig langar víst til að rústa lífi mínu.
höf ókunnur
BROSIÐ
Brosið
veitir innsýn í framtíðina
Sálfræðingar telja að hægt sé að spá í framtíð fólks eftir því hvernig það
brosir. Því til stuðnings eru niðurstöður könnunar sem gerð var við
Háskólann í Kaliforníu en borið var saman bros kvenna og útkoma úr
persónuleikaprófi. Rannsóknin fór þannig fram að skoðaðar voru myndir úr
árbókum 21 árs kvenmannsnemenda en bros þeirra er talið gefa nægilega
vísbendingu um hvernig líf tilfinningalegt líf þeirra verður næstu 30
árin.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka Einar Ben - Einræður Starkaðar
Vonin
Þó þung séu oft sporin á lífsins leið,
og ljósið svo skelfing lítið.
Skaltu eiga þér von sem þinn vin í neyð,
það virkar, en virðist skrýtið.
Því vonin hún vinnur gegn myrkri og hvíða,
og veitir þér styrk sinn, í stormi og byl.
Sjá ljósið mun stækka, og þess skammt er að
bíða,
að í sólskinið sjáir, ég veit það er til.
SHL
VINUR Í GRENND.
Í
grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir
til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri
vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
"Ég
hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst mill´ okkar bilið.
Dapurleg
skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur,
ef vin þú átt góðan í grennd
gleymd´ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.