Ćvintýrahorniđ.

SÓLARGEISLINN  OG  FANGINN

Eftir Hans Christian Andersen - í ţýđingu Steingríms Thorsteinssonar

Vér stöndum á hausttíma á kastalavíggarđinum og horfum út á sjóinn og eru ţar fjöldamörg skip á siglingu. Vér horfum yfir til Svíastrandar hinum megin viđ sundiđ, ţar sem hyllir undir hana í bjarma kvöldsólarinnar. Ađ baka til viđ oss er virkisbrekkan snarbrött og allt umhverfis oss eru stórvaxin tré, og gulnađ laufiđ hrynur af greinunum, en fyrir neđan brekkuna standa skuggaleg hús međ stauragirđingu og í kring og fyrir innan, ţar sem varđmađurinn spígsporar fram og aftur, er dimmt og ţrengslalegt, en ţó er enn dimmra í svartholinu međ grindagluggunum fyrir. Ţar fyrir innan sitja fjötrađir fangar, hinir verstu óbótamenn.

Einn geisli frá sólinni, sem er ađ setjast, skín inn í tómlegan fangaklefann. Sólin skín jafnt yfir vonda og góđa. Fanginn horfir svipdimmur og hörkulegur á kaldan geislann og augnaráđiđ er ljótt. Dálítill fugl kemur fljúgandi ađ gluggagrindinni. Fuglinn syngur jafnt fyrir réttláta og rangláta, hann kvakar stuttlega: "ví, ví," situr kyrr um stund viđ grindina, reytir af sér eina fjöđur og ýfir á sér fiđriđ um háls og bringu - og vondi mađurinn hlekkjađi horfir á ţađ, og mýkist ţá svipurinn nokkuđ, ţó harđur sé og ófrýnn. Ţađ rennur upp bjartari hugsun í brjósti fangans, sem hann getur ekki sjálfur gert sér grein fyrir. En sú hugsun á eitthvađ skylt viđ sólargeislann, sem skein inn í klefann til hans gegnum grindina, eitthvađ skylt viđ ilminn af fjólunum, sem spretta svo grózkulega á vorin utan í virkisbrekkunni. Í ţessu gellur viđ veiđihornsţytur. Fuglinn flýgur frá grindaglugga fangans, sólargeislinn hverfur, og aftur verđur dimmt í klefanum, dimmt í hjarta vonda mannsins. En allt um ţađ, sólin hefur náđ ađ skína ţangađ inn, og fuglinn hefur náđ ađ syngja ţangađ inn.

Hljómiđ áfram, fögru veiđihornstónar! Kvöldiđ er unađsblítt og hafiđ kyrrt og spegilfagurt.

SigfúsSig. Iceland@Internet.isSigfúsSig. Iceland@Internet.isSigfúsSig. Iceland@Internet.is

 

©2002 Sigfús Sig. Iceland@Internet.is