Fiðrildi - Dýrahornið - GamanOgAlvara - Guðbjörg Sól - Sigfús Sig.

Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
Fiðrilda fróðleikur.

   

>Loka þessari vefsíðu<

Á íslandi hafa fundist í kringum 100 tegundir fiðrilda, ca 60 af þeim eru innlend.

Öll innlendu afbrigðin eru náttfiðrildi og eru því frekar litsnauð miðað við þau erlendu.

 

Ýmislegt varðandi fiðrildi.

 

 

Fiðrildi eru með fjóra vængi og alsett hreistri sem stundum myndar á þeim skrautlegt mynstur. Íslensk fiðrildi eru yfirleitt frekar litlítil. Fullorðin fiðrildi hafa langan rana sem þau nota til að sjúga með safa úr blómum en lirfurnar naga gjarnan laufblöð og annan gróður.

 

 

parts-of-butterfly.gif - 21389 Bytes

 

 

 

 

Fiðrilda hús.

Butterfly House - Fiðrildahús  Fiðrilda hús

 

Lirfur

 

Tákn með tali.

Tákn með tali tm.is

 

 

Fiðrildi á nokkrum túngumálum.

  • danska: sommerfugl

  • enska: butterfly

  • franska: papillon

  • frísneska: vlinder

  • hollenska: vlinder

  • ítalska: farfalla

  • latína: papilio

  • latínu Lepidoptera

  • norska: sommerfugl

  • papíamentó: barbulètè

  • spænska: mariposa

  • sænska: fjäril

  • þýska: Schmetterling

 

 Hér er fiðrilda vísa eða ljóð sem pabbi gróf einhversataðar upp.

Eins og fiðrildið

stundum
eins og fiðrildi
sem flögrar
inn um gluggann
kviknar hugmynd
í kollinum

ég reyni þá
að fanga hana
flögrandi síkvika

en þegar ég er næstum
búin að ná henni
deyr hún

eins og fiðrildið
sem barðist lengi um
í ljósinu

Inn á Fiskabúr.is er sýnishorn af nokkrum fiðrildum.

 

 

Frétt.13.06.2006

Síðan á laugardag hefur töluvert borið á þistil-og aðmíralsfiðrildum á Höfn og víðar. Í morgun voru nokkur af hvorri tegund í Einarslundi. Í fuglaskoðunarferð á vegum Menningarmiðstöðvarinnar sáust mörg af báðum tegundum í Óslandi, og svo virðast þau vera víða í bænum. Allmörg aðmírals höfðu sést við Kvísker í morgun. Yfirleitt kemur mikið af erlendum fiðrildum í júní og ágúst og eru þessar tvær tegundir mjög algengar.


 

          Þistilfiðrildi                                                                               Aðmíralsfiðrildi

 

 

Efst á baugi á Náttúrugripasafni íslands birtist þessi frétt.

 

 

 

Smelltu á myndina til að stækka hana
Skrautygla. Kom inn í hús
í Árbæ í Reykjavík 16. október. Þekkist á sérkennilega löguðum gulbrúnum vængjum með einkennandi hringamynstri sem helst minnir á agatstein. Ljósm. Erling Ólafsson.

 

 

Umsjónarmaður fiðrildarannsókna á NÍ er Erling Ólafsson.

Smelltu á myndina til að stækka hana
Gammaygla. Náðist innanhúss á Norðurstíg í Reykjavík 16. október. Á gráleitum vængjum er ljóst tákn sem helst líkist gríska bókstafnum gamma. Ljósm. Erling Ólafsson.

 

 

Loks komu fiðrildi úr austri

Árlega berast til landsins erlend fiðrildi af ýmsu tagi. Slíkt á sér einkum stað á haustin þegar hlýir loftmassar berast yfir landið frá Evrópulöndum í suðaustri. Stundum er fjöldi fiðrildanna umtalsverður en þó eru mikil áraskipti af því. Ræðst það bæði af afkomu fiðrildanna á heimaslóðum þeirra það árið og hvernig háttar til með haustlægðirnar. Þessar fiðrildakomur til landsins eru heilmikið krydd í tilveru hinna fáu áhugamanna um þessi fræði hér á landi.

Skemmst er frá því að segja að þetta ár (2005) hefur verið eitt hið aumasta í þessum efnum frá því að farið var að fylgjast markvisst með komum flækingsfiðrilda hingað. September sem að öllu jöfnu er gjöfulasti mánuðurinn leið án þess að nokkurt erlent flækingsfiðrildi léti á sér kræla.

Föstudaginn 14. október urðu veðrabreytingar sem voru líklegar til að setja strik í þennan reikning. Sú varð og raunin. Að morgni mánudagsins (17. október) bárust Náttúrufræðistofnun Íslands þrjú erlend fiðrildi af tveim tegundum, tvær skrautyglur (Phlogophora meticulosa), önnur frá Árbæ í Reykjavík en hin frá Hafnarfirði, og gammaygla (Autographa gamma) frá miðbæ Reykjavík.

Þar með er ekki öll sagan sögð. Á Kvískerjum í Öræfum er ein af vöktunarstöðvum fiðrilda hér á landi, vel í sveit sett, þar sem suðausturhorn landsins nýtur að öllu jöfnu heimsókna flækingsfiðrilda í mun ríkari mæli en aðrir landshlutar. Á Kvískerjum var mikið að gerast þessa helgi. Ljósgildrur sem þar eru staðsettar til að fanga fiðrildi öfluðu einstaklega vel þessa atburðaríku helgi. Alls fönguðust um 180 skrautyglur! Einnig var töluvert af gammayglum, garðyglum (Agrotis ipsilon) og dílayglum (Perisoma saucia) . Allar þessar tegundir eru algengar austan Atlantsála og eru meðal algengustu flækingsfiðrilda sem til landsins berast. Þær hafa allar náð að geta af sér nýjar kynslóðir hér þegar aðstæður hafa leyft. En veturinn íslenski reynist þeim strembinn. Þá er ónefnt aðmírálsfiðrildi (Vanessa atalanta) sem fátítt er að komi í gildrur.

Á það skal bent að sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar hafa áhuga á frekari fregnum af útlendum fiðrildum. Eru lesendur vefsíðunnar vinsamlegast beðnir um að gera viðvart ef þeir luma á slíkum upplýsingum.

 

Smelltu á myndina til að stækka hana
Fiðrildagildra í Skaftafelli í Öræfum. Ljósm. Erling Ólafsson.

 

Umsjónarmaður fiðrildarannsókna á NÍ er Erling Ólafsson.

Smelltu á myndina til að stækka hana
Kerla haustfetans er nær vængjalaus. Ljósm. Erling Ólafsson.

 

Smelltu á myndina til að stækka hana
Karlinn sest gjarnan á húsveggi og sést þá vel. Ljósm. Erling Ólafsson.

 

 

FIÐRILDARANNSÓKNIR Á NÍ
Síðastliðin sjö ár hefur verið fylgst með fiðrildum á tveim stöðum á landinu, á Tumastöðum í Fljótshlíð og Kvískerjum í Öræfum. Fiðrildi hafa verið veidd í þar til gerðar ljósgildrur en veiðarnar byggja á þeirri áráttu flestra fiðrilda að sækja að ljósum þegar skyggja tekur. Gildrurnar hafa verið tæmdar vikulega frá miðjum apríl og fram í nóvember eins lengi og veðrátta hefur leyft. Undanfarin ár hafa gildrur einnig gengið í Skaftafelli í Öræfum og í húsagarði í Hafnarfirði.

Alls hafa 67 tegundir fiðrilda komið í ljósgildrurnar til þessa, bæði innlendar og útlenskar flækingstegundir. Tegundirnar fljúga á mismunandi tímum, ein tekur við þegar önnur hverfur.

SANNUR HAUSTBOÐI
Haustfeti Operophtera brumata er sannur haustboði sem kemur fram þegar fer að kula. Fyrsta þekkta dagsetningin er 18. september. Að þessu sinni fannst fyrsti haustfetinn 20. september í Hafnarfirði. Hámarki nær tegundin síðan í seinni hluta október og heldur áfram að sjást langt fram eftir nóvember ef veður leyfir.

LÍTIÐ FYRIR AUGAÐ


Fiðrildin eru heldur lítið fyrir augað. Drappleit og einsleit karldýrin eru meira áberandi en kvendýrin. Þau fljúga helst á nóttinni en hafa hægt um sig að degi til. Þá sitja þau stundum í miklum fjölda á húsveggjum. Kvendýrin eru hins vegar ófleyg enda eru vængir þeirra mjög vanþroska. Haustfeta verður ekki ruglað við aðrar tegundir á þessum árstíma. Fetar eru meðalstór fiðrildi, á íslenskan mælikvarða, sem þekkjast m.a. á þríhyrndum framvængjum sem liggja flatir yfir bolnum í hvíldarstöðu, þannig að flöturinn minnir einna helst á hjarta eða þríhyrning. Sextán tegundir feta finnast hér á landi. Aðeins tvær þeirra fljúga á haustin, þ.e. haustfeti og skógfeti Erannis defoliaria sem er langstærst tegundanna. Hann er mynstraður, gulur og ljósbrúnn á lit, og framhorn vængja karldýranna mun oddhvassari en á haustfeta. Kerlur skógfeta eru alveg vængjalausar. Skógfeti er fágætur og finnst aðeins á Suðausturlandi. Þrjár aðrar fiðrildategundir íslenskar fljúga einnig seint á haustin en þær eru mun minni en fetarnir. Stundum sjást einnig mun stærri fiðrildi á ferli á haustin. Þá er næsta víst að um sé að ræða erlend flækingsfiðrildi sem borist hafa til landsins með hlýjum, suðaustlægum vindum.

 

 
Náttúrufræðistofnun Íslands væri fengur af því að fá upplýsingar um haustfeta á stöðum sem ekki koma fram sem fundarstaðir á meðfylgjandi útbreiðslukorti. Eingöngu verða þó teknar gildar upplýsingar tengdar eintökum sem send eru til Náttúrufræðistofnunar (frekari upplýsingar vegna söfnunar).

"Hvernig fiðrildi er kóngasvarmi? Er það eitrað eða hættulegt? Lifir það á Íslandi?
Kóngasvarmi (Agrius convolvuli, e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiðrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingað stundum sem flækingur.

Kóngasvarmar eru næturdýr og eru þess vegna á ferli eftir að skyggja tekur. Þeir lifa á blómasafa eins og önnur fiðrildi og eru afar stórir miðað við íslensk skordýr, vænghafið getur verið 9-13 cm. Kóngasvarmar geta haldið sér kyrrum á lofti fyrir framan blóm og stinga löngum rana inn í þau til að sjúga blómasafann. Þeir þurfa því ekki að setjast á blómið og minna þannig á fugla, sérstaklega kólibrífugla. Fiðrildaættin sem kóngasvarminn tilheyrir, svarmaætt (Sphingidae), er í samræmi við það kölluð „Hummingbird moth“ á ensku. Kóngasvarmar eru með öllu skaðlausir og er engin ástæða til að hræðast þá.

Kóngasvarmi svífur framan við blóm líkt og kólibrífugl. Sjá mynd.

Þau dýr sem finnast hér á landi hafa að öllum líkindum borist frá Evrópu. Tíðafar í álfunni hefur verið afar hagstætt fyrir kóngasvarmann og suðlægir vindar undanfarnar vikur hafa flutt fjölda einstaklinga hingað norður eftir. Búsvæði kóngasvarmans er víðáttumikið, það nær til Afríku, Asíu, Eyjaálfu auk Suður-Evrópu. Kóngasvarmar ferðast árstíðabundið norðar í Evrópu, meðal annars til Bretlandseyja, en fjölga sér þar ekki. Borist hafa tilkynningar um þessi fiðrildi víða að af landinu eftir 9. ágúst, svo sem frá Stykkishólmi, Blönduósi, höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Neskaupsstað."

Að auki kom fram í Morgunblaðinu, laugardaginn 23. ágúst sl. að fiðrildið hafi sést á Vestfjörðum og starfsmaður Náttúrustofu Vesturlands sá eitt á sunnanverðu Snæfellsnesi.  Einnig hefur Náttúrustofan fregnir af því að dauður kóngasvarmi hafi fundist á Rifi á Snæfellsnesi.

 

 

 


 Fiðrildi þetta sást á Ofanleitishamri 16. júlí 2006

Á svipuðum tíma sáust sams konar fiðrildi á Hánni og á Helgafelli. Þetta mun vera Þistilfiðrildi (Vanessa cardui) sem á ensku gengur undir ýmsum nöfnum, m.a. The Painted Lady, Thistle Butterfly og Cosmopolite. Ekkert fiðrildi finnst eins víða í heiminum, Suðurheimsskautslandið ku vera einn af fáum stöðum sem það hefur ekki fundist á. Það stundar að einhverju leyti farflug og flýgur norður á við á vorin og sumrin en snýr til baka þegar haustar. Þistilfiðrildi er sjaldgæfur flækingur hér á landi.

Heimildir: Tolman, T.W. 2001. Photographic Guide to the Butterflies of Britain and Europe. Oxford University Press, UK og http://www.sdnhm.org/fieldguide/inverts/paintedlady.htmlbiokids.umich.edu

 

 Hvað éta fiðrildi?

Hvernig er lífhringur fiðrilda yfir árið?

Fiðrildi eru ættbálkur skordýra sem heitir á latínu Lepidoptera. Lepidoptera þýðir hreisturvængjur, sem vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Þetta verða allir varir við sem snerta fiðrildi.


Skipta má fiðrildum í hávængjur (e. butterfly) og lágvængjur (e. moth). Hávængjur, sem einnig hafa verið kallaðar flögrur, reisa vængina lóðrétt upp í loftið en lágvængjur eru þau fiðrildi sem leggja vængina lárétt yfir bolinn. Á Íslandi lifa eingöngu lágvængjur en hávængjur berast hingað með loftstraumum frá Evrópu. Alls eru rúmlega 70 tegundir fiðrilda á Íslandi.

Fiðrildi ganga í gegnum fullkomna myndbreytingu, það er að segja lífsstigin eru egg, lirfur, púpur og fiðrildin sjálf. Lirfurnar eru nefndar tólffótungar, en þær hafa 3 pör venjulegra ganglima og breytilegan fjölda fótatota eftir ættum innan fiðrildaættbálksins.

Á tólffótungastiginu lifa flestar tegundir fiðrilda á laufblöðum plantna, en til eru tegundir sem éta efni úr dýraríkinu, til dæmis guli fatamölurinn sem lifir á ull og ullarvörum. Púpustigið er það stig þegar myndbreyting á sér stað frá lirfu til fullorðins fiðrildis. Á þessu stigi étur lífveran ekki. Fullorðið fiðrildi hefur ummyndaða munnlimi, rana sem notaður er til að sjúga upp fljótandi blómasykur úr blómum. Um leið frjóvga fiðrildin blómplönturnar.

Flest fiðrildi á Íslandi hafa lífsferil sem tekur eitt ár. Oftast klekjast fiðrildi út seinni part sumars eða að hausti og verpa eggjum þar sem vænta má að fæða verði fyrir tólffótungana næsta sumar, til dæmis nálægt brumi trjáa. Eggin klekjast síðan um svipað leyti og brumin springa og fær þá lirfan nóg að éta.

Lirfustigið er oftast um einn mánuður, en þá síga tólffótungar sumra tegunda (til dæmis haustfiðrildisins) niður til jarðar og verða að púpum í jarðvegi neðan við tréð eða runnann. Púpustigið varir síðan fram í september eða október hjá haustfiðrildinu, eða í 2-3 mánuði, þegar fullorðna fiðrildið skríður út og nýr lífsferill tekur við.

Þar sem tólffótungarnir éta í flestum tilfellum laufblöð trjáa, runna eða gras (grasfiðrildi) eru þeir bundnir við vaxtatíma plantnanna og klekjast úr eggjum um leið og gróður fer að grænka. Það er þó ekki algilt því tegundir fiðrilda eru margar og til eru aðrar gerðir af lífsferlum. Til dæmis er lífsferill gula fatamölsins nokkuð öðruvísi, enda lifa þau dýr innandyra allt árið.

 

 

 

>Loka þessari vefsíðu<

 

©Sigfús Sig. Iceland@Internet.is