Pale Dull YellowHænurGren Squirel

 Hænu fróðleikur

> Loka þessari vefsíðu

ATH að greinar sem hér eru birtar eru allar skrifaðar af fagaðilum

 

Af hverju hleypur hauslaus hæna?
Ánægðar hænur
  Eru egg próteinrík?
  Eru egg hollari hrá heldur en soðin?
  Fuglar eru vængjuð og fiðruð dýr
  Höldum þeim náttúrulegum
Hvaðan barst landnámshænan
  Hvernig verður unginn til.
Litur Hænueggja
Nafn hænunnar Vallus varius
  Um hænsnin.
 
   
   
   
   
   
   
 

 

 

 

 

 

 

 

Um hænsnin.

 

Fjölskyldugerð: hani, hæna og hænuungi.
Þyngd: 1,5-2,0 kg
Fengitími: allt árið.
Útungunartími: 21 dagur.
Fjöldi afkvæma: 10-12 hænuungar.
Nytjar: egg og kjöt.

 

  • Íslensku hænurnar eru taldar vera beinir afkomendur landnámsaldar hænsnanna (haughænsna).

  • Þær eru litlar og harðgerðar og skarta öllum regnbogans litum þegar sól skín.
    Þessi tegund er þó ekki talin heppileg sem varphænur og eru ítölsku hvítu hænurnar alveg teknar við því hlutverki á Íslandi.

  • Líftími íslenska hænsnanna er þó lengri en hvítu Ítalanna þannig að þegar á lengir tíma er litið verpa þær sennilega jafnmikið.

  • Góð varphæna getur orpið allt að 300 eggjum á ári.
     

Íslenskar hænur - Nánari upplýsingar
Hér í garðinum svokölluð haughænsn sem eiga uppruna sinn að rekja til landnámstíma þessa lands og eru mjög skrautleg að lit. Stofninn einkennist af litlum og harðgerðum einstaklingum og skartar öllum regnbogans litum, sérstaklega hanarnir. Þessi tegund hefur ekki hentað sem varphænur og um miðja síðustu öld hófst markviss ræktun erlendrar varptegundar. Varð fyrir valinu hvít tegund ,hvítur Ítali, frá Miðjarðarhafinu að uppruna. Frjóvguð egg eru flutt inn til landsins reglubundið og þeim ungað út í sérstakri sóttkví. Þeir dvelja svo um stund í einangrun áður en þeim er dreift til kjúklinga- og eggjaframleiðenda víða um land. Stærstu hænsnabúin eru á Reykjanesinu og á Suðurlandi. Fjöldi varphæna á landinu öllu voru 128.241 árið 2001 en fjöldi holdahæna sama ár var 28.733. Holdahænur eru sérstaklega aldar til neyslu á kjötinu sjálfu en ekki til eggjaframleiðslu enda vaxtarhraðinn mikill. Þær eru af svokölluðum Plymouth-Rock stofni frá Noregi.

Neysla á alifuglakjöti
Á síðustu áratugum hefur verið lögð vaxandi áhersla á alifuglarækt. Þar er einkum um að ræða hænsni en einnig er töluvert um kalkúnarækt og nú nýlega hafa endur og gæsir bæst í hópinn. Framleitt var af alifuglakjöti árið 2001 heil 3.801 tonn en neysla á hvern íbúa voru 11 kg. Algengara er orðið að hafa kalkúna á veisluborðum og á hátíðisdögum heldur en var hér áður og sennilega hafa áhrifin komið að mestu frá N-Ameríku. Sem dæmi neyta Bandaríkjamenn um 8 kg af kalkúnakjöti á hvert mannsbarn á ári.

Útrýmingarhætta?
Ýmislegt hefur gengið á í íslenska landnámsstofninum í gegnum tíðina og nánast þótti útséð um að stofninn myndi deyja út ef ekki yrði eitthvað að gert. Nú í dag hefur í fyrsta sinn á landinu verið stofnað félag er einsetur sér að halda íslensku hænunni hér við. Það nefnist Eigenda-og ræktendafélag landnámshænsna og var stofnað 1. nóvember 2003. Stofnendur þess voru 148 talsins en nú hafa bæst við 19 félagar í viðbót. Að sögn Jóhönnu G. Harðardóttur, einum af stofnendum þess, eru í dag að meðaltali 8-10 hænur á eigenda er halda þær hér á landi. Ekki eru svokallaðar dverghænur inn í þessari tölu né taldar til landnámshænsna.

Smellið á myndina hér að neðan og sjáið fleiri myndir.

Haninn Bjartmar

Hani.

Húsdýragarðurinn.is

 

 

 

Gallus varius

Nytjahænsni nútímans eru komin af bankívahænsnum (Gallus gallus) sem er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar kambhænsna (Gallus). Hinar tegundirnar sem teljast til kambhænsna eru seylonhænsni (Gallus lafayetii) leppahæna (Gallus sonneratii) og jövuhæna (Gallus varius).

Nytjahænsnin eru flokkuð sem deilitegund frá Gallus gallus í Gallus gallus domesticus og þaðan í fjölmörg ræktunarafbrigði. Eitt þeirra er hin íslenska landnámshæna. Hún hefur ekki neitt sérstakt fræðilegt flokkunarheiti frekar en til dæmis íslenski fjárhundurinn sem ber aðeins tegundarheitið canis familiaris líkt og önnur hundakyn heims.

Íslensku landnámshænsnin eru smávaxin, dökk eða dröfnótt. Rannsóknir á vefjaflokkagerð þeirra hafa sýnt að þau eru ólík öllu sem nú gerist á Norðurlöndum nema gömlum norskum hænsnum. Þetta er því líklega sami stofninn og landnámsmenn komu með.



Ekki er ljóst hvenær menn fóru fyrst að rækta hænsni en vitað er að í Grikklandi til forna og í Rómaveldi var umtalsverð hænsnarækt. Mátu Rómverjar hænsni svo mikils að þeir tengdu þau jafnvel trúarbrögðum og ræktuðu í hofum sínum heilög hænsni. Þau voru notuðu sem spásagnardýr og var fórnað fyrir stórorrustur. Hænsni voru meðal annars flutt í búrum með stórfylkjum Rómarhersins hvert sem var bæði til spáiðkunar og einnig til að fá ferskt fuglakjöt handa hermönnum. Nytjahænur dreifðust þannig um hið víðfeðma Rómarveldi.

Nytjahænsni bárust meðal annars til Provence í Frakklandi sem á tímum Rómverja tilheyrði Gallíu. Þar náði hænsnarækt að festa sterkar rætur og er það svæði enn þann dag í dag eitt mesta hænsnaræktarsvæði heims. Haninn varð þjóðartákn Galla og smám saman þróaðist sú hugmynd að hænsnin væru upprunnin í Gallíu. Á miðöldum var talað um Gallíufugla og eimir enn eftir af þessum hugmyndum í vísindaheitinu Gallus.

En villtu bankívahænsnin eru þó ekki evrópsk að uppruna heldur asísk. Rætur þeirra liggja á austanverðu Indlandi, Búrma og Indókína og þaðan bárust þau vestur á bóginn. Vitað er að fyrir um 3.500 árum voru alihænsni í Mesópótamíu og Persíu og að þau bárust til Miðjarðarhafsins um 700 fyrir Krist.

Þessi asíski upprunni varð Evrópumönnum ekki ljós fyrr en þeir komu til Indlands og tóku að rannsaka skóga landsins. Þar fundu þeir felugjarna hænsnfugla sem voru nákvæmlega eins og evrópsku hænurnar. Menn áttu í fyrstu erfitt með að trúa því að þessar hænur væru þær „upprunalegu“ og héldu að þær hefðu einhvern tímann verið fluttar frá Evrópu og sleppt lausum á Indlandi. Við rannsóknir kom síðan í ljós að svo reyndist ekki vera.

Hænsnarækt barst til Norður-Evrópu löngu áður en Ísland var numið en barst hingað til lands með landnámsmönnum. Víða í fornum sögnum og ritum koma hænsn við sögu, til dæmis má lesa um hanana Fjalar og Gullinkamb í Völuspá. Í Íslendingasögum er eitthvað minnst á hænur og má þar helst nefna Hænsna-Þóri sem ræktaði og seldi slíkan fiðurfénað.

Fáum sögum fer af hænsnarækt fyrr á tímum en í Ferðabók Eggerts og Bjarna frá ofanverðri 18. öld er minnst á sérkennilegt svart hænsnakyn. Þetta kyn hélst í einangrun í Öræfum en þegar dr. Stefán Aðalsteinsson tók að safna saman þessum hænsnfuglum árið 1974 til að tryggja varðveislu þeirra var engin slík hæna þar en nokkrar á afskekktum stöðum á Austfjörðum.

Íslenska hænan þótti ekki henta sem varphæna og um miðja síðustu öld hófst markviss ræktun erlendra tegunda. Sú tegund sem aðallega gefur okkur egg og kjöt í dag er upprunnin við Miðjarðarhafið og kallast hvítur Ítali.

Íslenska landnámshænan er núorðið fremur sjaldgæf sjón og telur aðeins nokkur hundruð fugla. Þeir eru meðal annars hafðir á Hvanneyri, nokkrar hænur eru til sýnis í Húsdýragarðinum í Laugardal auk þess sem örfáir bæir hér og þar um landið hafa þetta kyn. Eigendur og ræktendur landnámshænsna stofnuðu fyrir nokkru ræktunarfélag landnámshænsna.

 

 

 

 

 

 


 

 

Ánægðar hænur

Hænurnar eru hamingjusamari

"RANNSÓKNIR erlendis sýna að hænsni í lífrænni ræktun gefa frá sér öðruvísi hljóð og það er talið tákn um meiri hamingju.

"RANNSÓKNIR erlendis sýna að hænsni í lífrænni ræktun gefa frá sér öðruvísi hljóð og það er talið tákn um meiri hamingju. En maður sér líka að fuglunum líður betur og minna er um slagsmál," segir Cees Meyles, bústjóri Sólheimabúsins og umsjónarmaður umhverfismála í byggðahverfinu Sólheimum, þegar hann er spurður að því hvort hænurnar á búinu séu hamingjusamari en búrhænur.

 

>>Mbl<<

 

 

 

 

 

 

 

 

Fuglar eru vængjuð og fiðruð dýr

Hænsn eru fuglar. Fuglar eru vængjuð og fiðruð dýr sem verpa eggjum og hafa heitt blóð. Hænsn eru alætur.

Hænsn eru fremur stórir fuglar. Þau eru klædd fiðri. Fiðrið skiptist í fjaðrir og dún. Dúnninn liggur við kroppinn. Hann skýlir hænunni mjög vel. Á fiðrinu er feiti sem ver hænuna gegn vætu. Hænur fella fiðrið eins og spendýr fara úr hárum. Hænur hafa litla vængi miðað við stærð. Þær geta því lítið flogið.

Hænsn eru tannlaus, þess vegna gleypa þau fæðuna ótuggða. Fæðan safnast fyrst í sarpinn og þar mýkist hún. Þaðan fer hún í kirtilmagann þar sem hún blandast meltingarvökva. Síðan fer fæðan í fóarnið sem mylur hana.
Hænan verpir eggjum. Utan um eggið er skurn. Undir skurninni er himna sem nefnist skjall. Síðan kemur hvítan og innst í egginu er rauðan. Góð varphæna getur orpið allt að 300 eggjum á ári. Þegar hænur eru orðnar fjögurra mánaða gamlar byrja þær að verpa.

Hænur fá oft nöfn vegna lits og einkenna svo sem Doppa, Frekja, Gul og Toppa.


Námsgagnastofnin

 

 

Höldum þeim náttúrulegum

Eitt af því sem við megum ekki gleyma þegar við ræktum landnámshænuna er hversu náttúruleg og sjálfbjarga hún er. Þessi ótvíræði kostur kemur meðal annars fram í sterkri hvöt hennar til að liggja á og unga út sjálf.

Það er óneitanlega fljótlegt og þægilegt að taka frjóvguð egg og setja í útungunarvél, en það er ólíkt skemmtilegra að sjá hænuna unga út og koma með skarann á eftir sér. Ungar sem alast upp með hænunni eiga betra líf. Þeir sem halda hænur sér til skemmtunar ættu ekki að missa af þeirri ánægju að fylgjast með náttúrulegri fjölgun.

ólíkar hálfsystur/Snjólaug Anna á Hellulandi og hani fiðraður á fótum

Ef hænan fær að liggja á er best að færa hana afsíðis og láta hana vera eina yfir eggjunum. Hver hæna getur auðveldlega legið á 10-12 eggum og það er því kjörið að flytja undir hana egg frá öðrum hænum til að fá sem flesta unga úr klakinu.

Meðan hænan liggur á þarf að gæta þess vel að hún hafi alltaf bæði fóður og vatn. Sumar hænur víkja helst ekki af hreiðri og þá er gott að hafa dallana sem næst henni.

Útungunin tekur venjulega 21 dag, og eftir það hefst uppeldi unganna.

 

 

Dagsgamlir landnámshænuungar,- ekki bara gulir!

Meðan þeir eru litlir er sjálfsagt að fóðra þá á ungafóðri til að verja þá sjúkdómum. (Athugið að egg úr hænum sem komast í ungafóður má ekki borða vegna lyfjanna sem í þeim eru.)

Hafið hænuna með ungunum þar til þeir þeir eru settir inn til fullorðnu hænsnanna. Best er að bíða með þá aðgerð þangað til ungarnir eru orðnir 6 vikna gamlir en um það leiti er einnig hægt að kyngreina þá m.a. af lit kambsins.

Þegar ungarnir eru settir inn hjá hænunum er öruggara að hafa handa þeim skjól til að hlaupa í ef ráðist er á þá. Nota má trékassa með mátulega stóri opi á öllum hliðum til að ungarnir sleppi inn um það, en ekki fullorðnu hænsnin ekki.

Yfirleitt líða ekki nema nokkrir dagar þangað til friður er aftur kominn á í hænsnahúsinu og ungarnir orðnir hluti af hópnum.

 

Landnámshænan.is

 

 

 

 

Hvaðan barst landnámshænan

Hænan og haninn

Íslenska hænan eða landnámshænan barst til landsins, ásamt öðrum búsmala með landnámsmönnum á landnámsöld eða á 10. öldinni að talið er og hefur fylgt okkur   og verið okkur til nytja og ánægju allar götur síðan.Til gamans og fróðleiks má geta þess að samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru með blóðtöku úr nokkrum fuglum,þá eru um 78 % af erfðaefnum íslensku landnámshænunnar ekki til í öðrum hænsnategundum í heiminum svo hún er þó nokkuð hrein ennþá.Skiptir því miklu fyrir okkur að blanda hana ekki öðrum stofnum og rækta hana áfram eins hreina og við getum.Þetta er jú einn af okkar menningarörfum og ef við töpum þessum stofni frá okkur,þá getum við ekkert gert,við fáum stofninn hvergi annarsstaðar frá.Þá má einnig til fróðleiks og gamans geta þess að ísraelska Bedúína hænan er skildust okkar landnámshænu,svo skrítið sem það nú er.Íslenska hænan er frekar smávaxinn fugl miðað við margar aðrar hænsnategundir úti í heimi en er mjög harðgerð og dugleg. Hún er virkilega skemmtileg og litskrúðug og má sjá og finna mjög marga liti og litasamsetningar í stofninum, bæði einlita, tvílita og marglita fugla og hefur hver   einstaklingur sín einkenni og sinn "karakter" alveg eins og öll önnur dýr og við mennirnir. Og er gaman að fylgjast með því þegar nokkrir eða margir fuglar eru saman í hóp. Fuglinn er mannelskur og hænist vel að manni og auðvelt er að temja hann og kenna honum ýmislegt. Og hænsni er hægt að temja eins og alla aðra fugla og dýr. Það fer bara eftir því hvað maður er duglegur, opinn fyrir því og nennir að eyða löngum tíma í það. Hafa ber samt í huga að fara að öllu með gát og fara alltaf rólega að fuglunum, eins og öllum öðrum búsmala sem við höfum undir höndum. Hávaði og læti kvekkir þá og hræðir eins og öll önnur dýr. Og athugið að hænan getur goggað fast í mann svo að úr blæði og hanarnir geta rifið illa og meitt með sporunum ef þeir ná að beita þeim. Farið því varlega og passið vel börn, sem eru nálægt fuglunum.

Hænan er dugleg að bjarga sér og fer út í næstum hvaða veður sem er nema þá helst ef það er mikill skafrenningur og frost. Hænsnin skipta sér niður eftir virðingarstiganum, einn hani ræður öllu, svo kemur annar og svo koll af kolli , ef þeir eru fleiri en einn. Sama gildir um hænurnar og geta þær átt það til að fljúgast á ekki síður en hanarnir.

Hænur eru grimmir fuglar að eðlisfari og hver einstaklingur verður að sjá um sig, annars lifir hann ekki af. Gildir þetta víst um alla,ekki bara hænsfuglana.

Þetta kallast goggunarröðin og er alþekkt meðal fugla og dýra (hjá okkur mönnunum líka) . Munið bara að ef vart verður við illa hegðun, mikla áreitni og ófrið, fjarlægið þá viðkomandi fugl úr hópnum. Hanar geta verið mjög illir og hættulegir og skaðað menn, fugla og dýr, bæði með gogginum og sérstaklega sporunum. Takið slíka hana strax frá og lógið þeim. Aldrei ætti að hafa slíka fugla í hópnum og aldrei að unga út eggjum sem eru frjó eftir þá. Hænan er duglega að verpa og byrjar varp um 5 - 6 mánaða gömul og skilar sínu vel fram á annað ár en eftir það fer að draga úr varpinu. Margir hafa þó hænurnar sínar áfram þó þær hætti að verpa reglulega, sér til skemmtunar og yndisauka og vitað er að margar hænur hafa náð háum aldri. Hér er til dæmis ein á Tjörn sem er orðin 9 ára gömul og löngu hætt að verpa,   hún er bara hér sem ellilífeyrisþegi og hefur það gott og vappar um eins og gömul maddama. Og engin ætlast til þess að hún skili eggi lengur.

Íslenska hænan er besta móðir, er viljug og hörð að liggja á og unga út og ver sig og sína af krafti. Það er gaman að fylgjast með hænunni fara af stað með unghópinn sinn úr hreiðrinu og sjá hvað hún hugsar vel um þá og ekki skemmir heldur fyrir að ungarnir eru ekki allir gulir heldur alla vega á litinn.Munið bara að ungarnir eru ekki leikföng fyrir börn,þetta eru lifandi og viðkvæmar verur.

Þeir sem halda íslensku hænuna hafa mikið dálæti á henni sem sést glöggt á því hvað margir eru komnir með íslensku hænuna núna og hvað hún dreifist víða um landið.Og ekki má gleyma því að eftir að félagið var stofnað hefur hróður Landnámshænunnar aukist mikið um allt land og víða og má þakka það miklu og góðu starfi sem stjórnin og stjórnarmenn hafa skilað af sér undanfarin ár,bæði með kynningum,útgáfu blaðsins,sýningum og fl.Og allt er þetta gert í sjálfboðavinnu. Það ber að þakka.

Við getum verið stolt af því.Bæði félaginu og Landnámshænunni.

 

Íslenskalandnamshaenan.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Af hverju hleypur hauslaus hæna?

Það er vel þekkt að þegar hausinn er höggvinn snögglega af hænu þá getur hún hlaupið rösklega í burtu. Það sama gildir vitanlega líka um hana!

Ástæðan fyrir þessu er sú að viðbrögð í mænunni eru ennþá virk í nokkurn tíma eftir afhausunina og hænan getur þess vegna staðið og hlaupið. Hjartað slær jafnvel enn eftir hausmissinn. Að lokum er það súrefnisleysi sem fellir hænuna.
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eru egg prótenrík?

 

Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það sem einkum breytist er lögun próteinsameindanna.

Í hráu eggi myndar hver próteinsameind lítinn bolta eða kúlu. Veik ósamgild tengi milli atóma halda próteinsameindinni í þessari stöðu. Í öllu efni sem er við hærra hitastig en alkul (-273°C) eru atóm og sameindir efnisins á stöðugu iði. Því hærri sem hitinn er þeim mun meiri er þessi tilviljanakenndi titringur. Þegar egg er hitað verður titringur sameindanna nægur til að slíta veiku tengin sem héldu við kúlulögun próteinsameindarinnar, og það réttist úr henni. Þessi veiku tengi fara nú að verka á annan veg. Hér og þar um eggið koma lausir endar próteinsameinda saman og festast saman á hliðunum með veikum tengjum. Er eggið hitnar enn frekar fara samtengdar próteinsameindirnar að mynda net, en vatn fyllir öll holrúm. Þegar sífellt fleiri próteinsameindir rétta úr sér og tengjast þessu neti styrkist það og eggið verður stöðugt harðara. Þegar netið er orðið nógu sterkt slökkvum við á hitanum undir egginu.

Þegar egg er soðið er það því uppröðun próteinsameindanna sem veldur mestri breytingu. Sameindirnar rétta úr sér, tengjast hver annarri og mynda net sem veldur stífni eggsins. Og þessi breyting gengur ekki til baka þótt eggið kólni aftur; hún er eingeng sem kallað er.

-
Þorsteinn Vilhjálmsson og Tryggvi Þorgeirsson

 

 

 

Eru egg hollari hrá en soðin?

 

Spurningin í heild sinni hljóðar svona:

Eru egg hollari hrá en soðin og er hrár og ferskur matur almennt hollari en eldaður?

Almennt má segja að með tilliti til örverufræðilegra þátta séu elduð matvæli öruggari en fersk. Það stafar af því að hitameðhöndlun dregur mikið úr örverumagni í matvælum og minnkar þannig hættu á hvers konar matarsýkingum. Að þessu leyti má segja um egg að þau geta ekki talist hollari hrá en til dæmis soðin. Eggjaskurnin ver innihaldið frá bakteríum og því er það fyrst og fremst krossmengun frá ytra borði eggjaskurnar eftir að skurnin hefur verið brotin sem getur orsakað að hrátt egg beri með sér sýkla. Einnig er mögulegt að hrá egg frá sýktum hænum innihaldi bakteríur sem geta valdið matarsýkingum, en slíkt er þó afar sjaldgæft.

Suða og önnur hitameðhöndlun, til dæmis steiking eða bakstur, fækkar þá mjög þessum bakteríum séu þær til staðar, auk baktería á yfirborði skurnar. Þetta sama á einnig við um til dæmis kjöt og fisk, þessi matvæli geta borið bakteríur sem geta valdið sýkingum eða eitrunum, og hitameðhöndlun dregur stórlega úr þessari hættu. Fyllsta hreinlætis þarf þó að gæta við matargerð, til dæmis með því að nota ekki sömu eldhúsáhöld á hráa vöru og eldaða til að koma í veg fyrir krossmengun. Grænmeti og ávextir geta einnig borið bakteríur, en yfirleitt hefur verið talið nægilegt að skola þessar afurðir vel fyrir neyslu, þó svo að hitameðhöndlun dragi auðvitað líka úr hættu af völdum örvera.

Næringarinnihald matvæla getur breyst við hitameðhöndlun, til dæmis þola mörg vítamín hitun illa og tapast því við suðu eða aðra hitameðhöndlun. Sérstaklega á þetta við um vatnsleysanleg vítamín, það er C-vítamín og sum B-vítamín. Einnig geta steinefni tapast að einhverju leyti út í suðuvatnið við suðu á matvælum, en þau skemmast hins vegar ekki við hitun. Þetta síðastnefnda á hins vegar ekki við um suðu á eggjum, því þau eru yfirleitt soðin í skurninni sem heldur í vatn og önnur efni sem í eggjunum eru.

Á
Matarvefnum er hægt að bera saman næringarinnihald í hráum hænueggjum annars vegar og soðnum hins vegar og þar má sjá að innihald er nokkuð minna af B2-vítamíni (ríbóflavíni), fólasíni og B12-vítamíni í soðnum eggjum. Á móti kemur að í hráum eggjum eru bíótín (sem er eitt B-vítamínanna) og járn bundin próteinum sem draga úr frásogi þessara efna í meltingarveginum, en þessi prótein afmyndast við hitun og hafa þá ekki lengur áhrif á frásog. Svipuð áhrif má einnig sjá í ýmsum öðrum matvælum.

Að öðru leyti eru egg út frá næringarfræðilegu sjónarmiði ágætur próteingjafi, auk þess að innihalda nokkuð af fituleysanlegu vítamínunum A- og E-vítamíni, auk ýmissa annarra vítamína og steinefna, eins og að ofan er lýst. Helsti ljóður á ráði eggja að þessu leyti er að þau þykja innihalda helst til mikið af kólesteróli og geta því hugsanlega haft neikvæð áhrif á blóðkólesteról, sé þeirra neytt í miklu magni. Þess ber þó að geta að tengsl neyslu kólesteróls við kólesteról í blóði eru mun óljósari heldur en tengsl neyslu mettaðra og transómettaðra fitusýra úr fæðu við blóðkólesteról. Þó er talið æskilegt að stilla neyslu eggja í hóf af þessum sökum, aðallega eggjarauðu, en þar er kólesterólið að finna.

Björn Sigurður Gunnarsson.

 

 

 

 

 

EGGHvernig verður unginn til.EGG

 

Dagur 1
Embryo on Day 01
 

Dagur 2
Embryo on Day 02
 

Dagur 3
Embryo on Day 03
 

Dagur 4
Embryo on Day 04
 

Dagur 5
Embryo on Day 05
 

Dagur 6
Embryo on Day 06
 

Dagur 7
Embryo on Day 07
 

Dagur 8
Embryo on Day 08
 

Dagur 9
Embryo on Day 09
 

Dagur 10
Embryo on Day 10
 

Dagur 11
Embryo on Day 11
 

Dagur 12
Embryo on Day 12
 

Dagur 13
Embryo on Day 13
 

Dagur 14
Embryo on Day 14
 

Dagur 15
Embryo on Day 15
 

Dagur 16
Embryo on Day 16
 

Dagur 17
Embryo on Day 17
 

Dagur 18
Embryo on Day 18
 

Dagur 19
Embryo on Day 19
 

Dagur 20
Embryo on Day 20
 

Dagur 21
Embryo on Day 21
Happy Birthday!

 

 

 

 

Litur hænueggja

 

Litur hænueggs fer eftir afbrigði hænunnar sem verpir því. Til eru mörg mismunandi afbrigði af hænsnum með mismunandi einkenni. Litur eggjaskurnar ræðst af erfðum og virðist haldast í hendur við lit eyrnasnepla. Almenna reglan er að hænur með hvíta eyrnasnepla verpa eggjum með hvítri skurn og hænur með rauða eyrnasnepla verpa eggjum með brúnni skurn. Hvítfiðraðar hænur hafa alltaf hvíta eyrnasnepla en hinar rauð- eða brúnfiðruðu geta ýmist haft hvíta eða rauða eyrnasnepla.

Brúni liturinn kemur til af litarefni sem myndast í legi hænunnar á lokastigi eggmyndunarinnar. Aðeins ysti hluti skurnarinnar litast og hægt er að ná litnum af, til dæmis með því að leggja eggið í edik.

Þar sem hvít egg eru þau einu fáanlegu hér á Íslandi getum við dregið þá ályktun að íslensk hænsn hafi undantekningalaust hvíta eyrnasnepla. Erlendis er þetta mjög misjafnt. Víða í Evrópu eru brún egg algengari en hvít og dökkar hænur þá væntanlega algengari að sama skapi. Í Bandaríkjunum eru hvítu eggin algengari, trúlega vegna þess að þau hafa notið meiri vinsælda og eftirspurnin því meiri, en eggjalitur mun þó vera svæðisbundinn þar.

Þrátt fyrir að hvít og brún hænuegg séu algengust geta þau haft aðra liti. Þannig verpa sum hænsnaafbrigði, til dæmis Araucana-afbrigðið og fleiri, bláleitum eða grænleitum eggjum. Hænsn sem verpa eggjum í slíkum litum eru stundum kölluð páskaeggjahænsn.

Margir standa í þeirri trú að brún egg séu hollari en hvít, líkt og heilhveiti er hollara en hvítt hveiti, brún hrísgrjón hollari en hvít, og svo framvegis. Þetta er misskilningur; næringargildi hvítra og brúnna eggja mun vera nákvæmlega hið sama.

Þar sem við höfum verið að birta svolítið af svokölluðum föstudagssvörum að undanförnu er rétt að taka fram að þetta er ekki eitt af þeim. Þetta er "alveg hreina satt" með eyrnasneplana; öllum heimildum ber saman um það. Hænsn hafa sem sagt eyrnasnepla þótt þau hafi ekki ytra eyra að öðru leyti.

 

 Eyja Margrét Brynjarsdóttir,doktorsnemi í heimspeki við Cornell-háskóla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

> Loka þessari vefsíðu <

 

©2006 Globalsig./Sigfús Sig. Iceland@Internet.is