Hreindýr Dýra hornið

>Loka þessari vefsíðu<

 

Hreindýrakálfar eru að fæðast í júní mánuði og eftir burð fara kýrnar að missa hornin, það gerist einu sinni á ári

 

Fengitími
Fengitími hreindýra er á haustin, byrjar í seinni hluta september og stendur í 3 – 5 vikur. Á fengitíma gildnar háls tarfanna mikið og á þá vex sítt hálsskegg.  Í hverri hjörð er einn tarfur ríkjandi.  Tarfarnir leggja mikla áherslu á að vernda hjörð sína fyrir öðrum törfum.  Þeir hafa lítinn tíma til að bíta og eru á sífelldum þönum eftir kúm og öðrum törfum og geta því horast mikið á þessum tíma.

Meðganga og burður
Meðgöngutími hreinkúa er um það bil 227 dagar eða um 7 ½  mánuður.  Aðalburðartíminn er í maí og byrjun júní.  Í flestum tilvikum fæðir hver hreinkýr einn kálf.  Á Austurlandi er aðalburðarsvæðið á Vesturöræfum einkum þess hluta hans sem kallast í Hálsi, austan Jökulsár á Dal. 


Kálfur við Svalbarða

tp-04-1321-04.jpg
     
 
     
     
     
1

>Loka þessari vefsíðu<

©2006 Globalsig./SigfúsSig. Iceland@Internet.is