Fróðleikur um kýr og kálfa.

>Loka þessari vefsíðu<

Nautið Gutormur

Kvendýrið heitir kýr, hún er stundum kölluð kusa eða belja. 

Karldýrið heitir naut, boli eða tarfur.

Afkvæmið heitir kálfur.

Kvenkynskálfur kallast kvíga.

Kýrin gengur með í 41 viku.

Kýrin baular og rófan heitir hali.

Kýrin er húsdýr, spendýr, jórturdýr og klaufdýr.

Kýr þarf 20-40 kíló af heyi og 100 lítra af vatni á dag.

Kýrin er mjólkuð morgna og kvölds.

Hver kýr getur mjólkað yfir 25 lítra á dag.  

Kýrnar eru íslenskar en eiga ættir að rekja til Noregs og hafa litafjölbreytni sem einkenni.

Íslenska kúakynið. 

Íslenska kúakynið er talið að uppruna það sama og hingað flyst við landnám fyrir um 1100 árum og er þar af leiðandi skylt norska kúastofninum. Mikil litafjölbreytni er í íslenska stofninum. Kýrnar geta verið rauðar, svartar, kolóttar, skjöldóttar, bröndóttar, gráar, sægráar og svo mætti lengi telja. Kýr gera einnig verið hyrndar, hníflóttar eða kollóttar. Áður fyrr var megnið af kúm hyrndar en í dag eru kollóttar kýr í miklum meirihluta.  Í fyrstu voru nautgripir aðallega notaðir til jarðyrju en síðar fóru bændur að huga meira að mjólkurnytjum.

 

Fjölskyldugerð:   naut, kýr og kálfur.
Þyngd:   kýr u.þ.b. 450 kg. og naut 600 kg. (Guttormur er 897 kg.)
Fengitími:   allt árið.
Meðgöngutími:   rúmlega 9 mánuðir.
Fjöldi afkvæma:   1 kálfur (sjaldan 2).
Nytjar:
  kjöt, mjólk, húð og horn.

 

 

Flýtileiðir í meyri fróðleik.

 

 

 

 

Ýmis fróðleikur.

Íslenska kúakynið.

 

 

  Íslenska kúakynið er talið að uppruna það sama og hingað flyst við landnám fyrir um 1100 árum og er þar af leiðandi skylt norska kúastofninum. Mikil litafjölbreytni er í íslenska stofninum. Kýrnar geta verið rauðar, svartar, kolóttar, skjöldóttar, bröndóttar, gráar, sægráar og svo mætti lengi telja. Kýr gera einnig verið hyrndar, hníflóttar eða kollóttar. Áður fyrr var megnið af kúm hyrndar en í dag eru kollóttar kýr í miklum meirihluta.  Í fyrstu voru nautgripir aðallega notaðir til jarðyrju en síðar fóru bændur að huga meira að mjólkurnytjum.

Fjöldi nautgripa á Íslandi.   Samkvæmt hagtölum landbúnaðarins 1998 eru nautgripi á landinu alls 74, 791 og þar af eru 29,502 mjólkurkýr Fjöldi skráðra eiganda nautgripa eru 1,454 og eiga þeir að meðaltali 20,2 gripi.

Þess má svo til gamans geta að á Sturlungaöld er tali að gífurlegur fjöldi nautgripa hafi verið á landinu eða allt að 135,000 gripir og þar af um 80,000 mjólkandi kýr. Munu bændur hafa sett stolt sigg í það að hafa eina mjólkandi kú á hvert hjú sitt.

Meðan Snorri Sturluson var sem voldugastur átti hann bú á mörgum stöðum, þar á meðal var stórt nautgripabú á Svignaskarði í Borgarfirði. Þar gerðist það hinn harða vetur 1226 að 120 nautgripir féllu og sýnir það nokkuð hversu stórt þetta kúabú hefur verið. Talið er að þar hafi hann meðal annars látið verka skinn til handritaskrifta. Frásögn þessi upplýsir einnig nokkuð um meðferð á nautgripum í þá tíð. Þeir hafa augljóslega verið látnir ganga sjálfala úti að vetrarlagi og heyskapur verið í takmarkaðra lagi.

Nautgriparækt. 
Eiginleg ræktun nautgripa hófst ekki fyrr en upp úr 1930. Þá var farið að halda kúm undir ákveðin naut sem þóttu skara framúr að einhverju leyti. Fram að þeim tíma tíðkaðist ekki að láta naut verða mjög gömul. Fyrsta nautið sem eitthvað lætur að sér kveða er Máni frá Kluftum sem fæddur var árið 1936 og út frá honum verður kluftarstofninn þekktur. Að vísu voru áhrif einstakra nauta takmörkuð vegna takmarkaðrar notkunar sem hægt var að fá á hvert naut auk þess sem notkun þeirra var svæðisbundin. Á þessum tíma var algengt að nautin yrðu nokkuð gömul jafnvel talsvert aldri en 10 ára.

Það var ekki fyrr en árið 1946 sem ræktunarmál taka miklum breytingum með tilkomu sæðingarstöðva og á rúmum áratug koma upp stöðvar á Hvanneyri, Lágafelli á Mosfellssveit, í Þorleifskoti og á Blönduósi. Þessar stöðvar náðu að þjóna stórum hluta kúastofnsins í landinu en þá var nautum safnað saman á þessar stöðvar. Það er svo árið 1969 sem Nautastöð BÍ á Hvanneyri tekur til starfa. Með tilkomu hennar var farið að djúpfrysta sæði og þar með var kominn möguleiki á sæðingum nautgripa um allt land.

Nytjar.   
Nautgripir eru einkum ræktaðir vegna mjólkur og kjöts. Íslenska kúakynið er smávaxið og gefur minna kjöt en mörg önnur kyn sem ræktuð hafa verið í nágrannalöndum okkar. Íslenskir bændur hafa verið að flytja inn holdanaut (Galloway) sem eru af skoskum uppruna til að auka kjötgæfni gripa sinna.  Kjöt af nautgripum sem framleitt var árið 1997 var 3440 tonn og kjötsala á hvern íbúa í landinu var 12,7 kíló. Mjólkursalan var aftur á móti 361 lítrar á íbúa. Inni í því er viðbit, rjómi, ostur og aðrar mjólkurafurðir. Alls voru framleiddir 101,945 þúsund lítrar af mjólk á árinu 1997.  Góð mjólkurkú getur mjólkað allt að 25-30 lítra á dag sem samsvarar 25-30 mjólkurfernum. Til þess að kýrnar nái að halda mjólkurnyt svona hárri þarf að huga vel að fóðrun, þær þurfa að fá kjarngott hey og hafa óheftan aðgang að vatni. Það er talið að kýr drekki allt að 100 lítra af vatni á dag.

Kýrin og kálfurinn.   
Kýr ganga með kálfa í rúma níu mánuði (287 daga að meðaltali). Það er enginn ákveðinn fengitími en tími milli gangmála (gangferli) er að meðaltali 21 dagur og hvert gangmál (beiðmál) er að meðaltali 20 klukkustundir. Þegar kýr er með kálfi segjum við að kýrin sé kelfd. Yfirleitt eiga kýrnar einn kálf í einu en þær geta átt tvo í einu þó að það sé fremur sjaldgæft.

Síðustu vikurnar fyrir burð er kýrin ekki mjólkuð. Eftir burð fer mjólkurstarfsemin í gang og kallast fyrsta mjólkin sem kemur ú kúnum broddur. Mikilvægt er að kálfurinn fái broddinn því í honum er heilmikið af efnum sem eru nauðsynleg ónæmiskerfi líkamans. Afganginn af broddinum nýtir bóndinn sér til matar því ef broddurinn er hitaður þá hleypur hann og myndar búðing vegna þess að hann inniheldur mikið af prótíni. Kallast það ábrystir sem eru sérlega góðar með kanilsykur út á.

Yfirleitt fá kálfar ekki að sjúga mæður sínar. Aðalástæðan fyrir því er sú að þá tapa bændur miklum hluta mjólkurinn en að auki þá breytist lögun spenanna við það að kálfar fá að sjúga þá. Þeir varða þykkir og kýrnar verða mjög fastmjólkandi, þ.e. erfitt er að ná mjólkinni út þeim. Eins er nánast ógjörningur að koma mjaltavélum á spena á kúm sem hafa verið sognar í einhvern tíma. Þess má geta að ein kýrin hér í Húsdýragarðinum, Gráskinna, er nánast aldrei mjólkuð því hún er látin taka að sér alla kálfa sem fæðast hér í garðinum. Spenarnir hennar eru því orðnir mjög stórir og breiðir.

Hringur í nefi nautgripa.   
Þegar naut eru orðin stór og myndarleg er yfirleitt settur hringur í nef þeirra. Ástæðra þess er sú að nautir eru aflmiklar skepnur en þeirra akkilesarhæll er þó sá að miðnesið á þeim er mjög viðkævmt. Þannig að ef þeim rennur í skap er hægt að snúa upp á hringinn og ná þannig valdi yfir þeim. Stundum má einnig sjá kýr með hring í nefinu og hann er með göddum á. Tilgangurinn er sá að hringnum er ætlað að koma í veg fyrir að kýrnar sjúi hvorki sjálfan sig né aðrar kýr.

Jurtaæta.  
Kýrnar eru jurtaætur og jórturdýr. Einkenni jurtaætna eru m.a. að augun eru á hliðunum og eyrun eru hreyfanleg. Þetta er til þess að jurtaæturnar eigi auðveldar með að vara sig á rándýrunum.  Jórturdýr eru með fjórskiptan maga (vömb, keppur, laki og vinstur). Grasið er í fyrstu ótuggið og geymist í stórri vömbinni. Í vömbinni malast fæðan og þar er hún brotin niður. Jórtrunin fer þannig fram að hluta af því sem kýrin étur ælir hún upp í munn og tyggur hana aftur. Fínmöluð fæðan berst svo áfram í hin magahólfin þrjú þar sem hún meltist enn frekar áður en hún berst til smáþarmanna. Nýting jórturdýra á fæðu sinni er alveg til fyrirmyndar en með þessari aðferð er fæðan nánast fullnýtt.

Þjóðsögur
Á jónsmessunótt tala allar kýr. Á Hafrafelli í Laugardalnum dvaldist eitt sinn fjósamaður þessa nótt, þegar fjósverkum var lokið og leyndist í moðbás. Hann beið þar fram undir miðnætti og varð einskis var; kýrnar lágu og voru að jórtra. En um miðnættisskeið stóð sú upp sem næst var dyrum annars vegar í fjósinu og sagði: "Mál er að mæla."
Þá stóð önnur upp sem næst var og sagði: "Maður er í fjósi."
Síðan stóð upp hver af annarri og töluðu:
Þriðja: "Hvað mun hann vilja?"
Fjórða: "Forvitni sýna."
Fimmta: "Ærum við hann, ærum við hann."
Sjötta: "Tölum þá og tölum þá."
Sjöunda: " Fýkur í fossa, segir hún Krossa."
Áttunda: "Ég skal fylla mín hít, segir hún Hvít."
Níunda: "Ég stend á stálma, segir hún Hjálma."
Tíunda: "Ég skal halda, segir hún Skjalda."
Ellefta: "Ég ég sem ég þoli, segir hann boli."
Þá sleit hin fyrsta sig upp og svo hver af annarri. En fjósamaðurinn hljóp í rangala sem lá úr fjósinu og í fjósheyið og út um gat á heyinu og komst svo inn í Hafrafaell. Um morguninn sagði hann tíðindin. En þegar menn komu í fjósið voru allar kýrnar lausar.

Ein helsta sögnin fjallar um það, er þrælar Hjörleifs, fóstbróður Ingólfs, felldu uxa hans og sögðu að skógarbjörn hefði drepið, til að að leiða Hjörleif og menn hans í gildru. Í ásatrú var tengdur við nautgripi einhvers konar hryllingur, sem nálgaðist draugagang (s
br. Þorgeirsboli).
 

 

 

 

 

 

Kúafjöldi

 

 

Samkvæmt hagtölum landbúnaðarins 2004 eru nautgripir á landinu alls 64.639 og þar af eru 24.395 mjólkurkýr. Íslenska nautgripakynið er skyldast norska kyninu "Sidet Trönder og Nordlandsfe" og hefur uppruninn verið rakinn aftur til landnáms. Öll mjólkurframleiðsla í landinu byggist á þessu kyni. Íslenska kýrin býr yfir meiri litafjölbreytni en nokkur annar kúastofn í Evrópu, er smávaxin og vegur aðeins 470 kg. Kúabúum fer fækkandi í dag á landinu en jafnframt eykst mjólkurframleiðsla hvers bús til muna. Þetta kemur meðal annars til að í stað hefðbundna básafjósa rísa nú stórbyggingar þar sem skepnurnar ganga um lausar og eru jafnvel mjólkaðar af mjaltaþjóni (mannshöndin kemur hvergi nærri).

 

 

 

 

 

 

Ýmislegur nauðsinlegur fróðleikur varðandi mjólk

 

 

Fitusnautt fæði ekki besta leiðin til megrunar

Rannsókn sem gerð var í Boston nýlega, sýndi að neysla á fitumeiri matvælum gerir það auðveldara fyrir fólk að megra sig og að árangurinn verður varanlegri. Þó svo fólk sem vill megra sig borði frekar fitusnautt fæði, sýndi þessi rannsókn, að matvæli með færri hitaeiningum og meiri fitu er mun árangursríkara.

Fitusnautt fæði.

Í rannsókninni tóku þátt alls 101 manneskja sem þjáðust af offitu og var þeim skipt upp í tvo hópa. Öðrum hópnum var gefin fæða þar sem að jafnaði um 35% hitaeininga kom úr fitu. Hópur tvö fékk fitusnautt fæði þar sem 20% af hitaeiningunum kom úr fitu.

Átján mánuðum seinna var meðal þyngdarlosun hjá hópnum sem fékk venjulega fæðið um 9 pund, en borið saman við hóp tvö sem var á fitusnauða fæðinu var þyngdaraukningin um 6 pund.

Þar að auki hættu 8 af hverjum 10 á fitusnauða fæðinu en 5 af hverjum 10 á venjulega fæðinu. Árangurinn sést á meðfylgjandi töflu.

 

Tafla 1: Áhrif fitusnauðs fæðis og venjulegs fæðis á fitulosun, mittismál  og úthald.

Hópar
Vigt
Mittismál
Dropouts
Venjulegt fæði (35% fita)
- 9 pund
- 6.9 cm
5 hættu af hverjum 10
fitusnautt fæði (20% fita)
+ 6.4 pund
+ 2.6 cm
8 hættu af hverjum 10

Lífræn jógúrt frá grasfóðruðum kúm

Hungur.

Eitt af vandamálunum við fitusnauða fæðið er hversu það þrengir mjög um fæðuval. Það gæti verið ástæðan fyrir því hversu margir hafa gefist upp eftir átján mánuði. Þar að auki inniheldur mikið af fitusnauða fæðinu efni sem geta hindrað fitulosun.

Ef þið hafið einhvern tímann reynt að léttast með neyslu á fitusnauðu fæði, hafið þið sennilega upplifað það að vera alltaf svöng. Þetta er vegna þess að fitusnautt fæði hrindir af stað hormóna breytingu sem örvar matarlystina. Þetta kallar á óhóflega neyslu hjá fólki sem þegar er of þungt.

Fitusnautt fæði hefur verið predikað síðustu tvo áratugi. Hvað sem því líður, þessi rannsókn sýnir að hitaeiningasnautt fæði með að minnsta kosti 35% hitaeininga úr fitu hjálpar til við fitulosun og árangurinn endist betur. 

Til viðbótar má benda á að hinar ýmsu fitugerðir hafa allar mismunandi áhrif á hollustu matvæla. (polyunsaturated, monounsaturated, and saturated fat) 

McManus, K., Antinoro, .L, & Sacks, F. (2001). A randomized controlled trial of a moderate-fat, low-energy diet compared with a low fat, low-energy diet for weight loss in overweight adults. International Journal of Obesity and Related Metabolic Disorders, 25, 1503-1511

 


Mjólkurafurðir hjálpa börnum að forðast offitu

 

Ný rannsókn hefur sýnt að mjólkurafurðir getur hjálpað börnum að halda eðlilegri þyngd. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem American College of Nutrition hefur gefið út. Í yfirlýsingunni segir að þessar niðurstöður geti hjálpað börnum í gegnum viðkvæmt vaxtarstig, og komið þeim hjá að eiga við offituvandamál seinna á lífsleiðinni.

 

Rannsóknin, sem fram fór í Háskólanum í Utha í Bandaríkjunum, skipti 50 heilbrigðum börnum á aldrinum 2 - 8 ára , í tvo hópa. Annar hópurinn HÖFUM HANA LÍFRÆNA. Það er ekki bara kalkið sem hefur áhrif á holdafar. Í mjólk er einnig linolsýra ( CLA ) sem hefur þann eiginleika að breyta fitu í vöðva. Í lífrænni mjólk er tvisvar sinnum meira af þessari linolsýru en í mjólk sem framleidd er með hefðbundnum aðferðum. var látinn borða 4 tegundir mjólkurafurða sem svaraði 1,200 mg af kalki daglega og hinn hópurinn fékk engar mjólkurafurðir. Báðir hóparnir fengu svipað af kaloríum og fitu. Báðir hóparnir voru svipaðir í holdafari í byrjun tilraunar og voru báðir of lágir í kalki.  Eftir 6 mánuði var hlutfall fitu í holdafari hjá þeim sem fengu mjólkina svipað og var í upphafi, en hópurinn sem fékk engar mjólkuafurðir hafði bætt á sig fitu.

 

Aðstandendur rannsóknarinnar segja að niðurstöðurnar sýni að mjólkurafurðir geti hjálpað börnum að halda eðlilegu holdafari og geti þannig komið í veg fyrir að holdafar fari úr böndum. Að halda réttu holdafari á unga aldri sé gríðarlega mikilvægt, þar sem það stuðli að því að fólk eigi síður við offituvandamál seinna á lífsleiðinni.

 

Önnur rannsókn sem gerð var við the Universrsity of Tennessee sýndi sömu niðurstöðu. Þar stóð rannsóknin í 3 ár og var gerð á forskólabörnum. Rannsóknin sýndi að börn sem fengu mikið af kalki úr mjólkurafurðum voru grennri en þau sem fengu minna af kalki í gegnum mjólkurafurðir.

Heimild: American College of Nutrition annual meeting, "The effects of dairy products on children's body fat," October 2001.

 


Látum telja sem telur.

 Á þessum tímum " súpermódela" og örgrannra sýningastúlkna, sem allstaðar ber fyrir í tískublöðum og auglýsingum, og lítum svo á veruleikan í kringum okkur í hversdagslífinu, hvernig getum við þá vitað hvað sé eðlileg þyngd og hvað sé offita. Jú, fundin hefur verið út ákveðin meðal líkamsþyngdarstuðull (BMI hæð x þyngd) sem segir okkur hvað skuli vera eðlileg þyngd og hvað ekki. Eðlilegur líkamsþyngdarstuðull liggur á bilinu 25 til 29.9kg/m sem hæfileg þyngd og 30 kg/m og yfir sem offita. En hvað skyldi valda offitu? Er það of feitur matur, of margar kaloríur borðaðar eða er það lífsmátin og kyrrsetan, liggur þetta í genunum og eða eru það allar þessar fjórar ástæður.

Þegar vandamál vegna offitu ber á góma er það iðulega sett í samband við neyslu á fituríku fæði. Aukið framboð á léttu og fituskertu  fæði hefur þó hjálpað til við að aðskilja þetta tvent á síðustu 25 árum, þar sem neysla á fitu sem prósent af orkuneyslu hefur minnkað. Aldrei hefur framboð á léttu og fitusnauðu fæði verið jafn mikið og aldrei hefur verið eins mikið borðað af slíkri fæðu.

Þrátt fyrir það fjölgar þeim stöðugt sem þjást af offitu ( 19% Íslendinga¹ ). Þetta á sér þá einföldu skýringu að fitusnauð fæða er ekki alltaf orkusnauð fæða (low calories) , sérstaklega eftir komu nútíma verksmiðjuframleiddra fæðutegunda sem eru" léttar" eða fitusnauður en afar kolefnisríkar.

Nú hafa langtíma rannsóknir staðfest að fitulaust eða fitusnautt fæði hjálpar ekki til við að að losa fólk við offitu. Enginn munur er á því hvort borðað er fitusnautt fæði eða fituríkt fæði ef í báðum tilfellum er verið að innbyrða sama magn af kaloríum (orku). Á sama hátt hefur verið rannsakað að neysla á fitu sem inniheldur 18 - 40%  af orkuþörf hefur lítil eða engin áhrif á líkamsþyngd. Niðurstaðan er því sú að með því eingöngu að sleppa neyslu á fituríkri fæðu hjálpar fólki ekki til við að grennast án þess að það minnki heildar orkuneyslu.

Byggt á frétt á Dairyfarmers.com

Heimildir :

  • Expert Panel on the Identification, Evaluation, and Treatment of Overweight in Adults. 1998. Clinical Guidelines on the Identification, Evaluation and Treatment of Overweight and Obesity in Adults: Executive Summary. Am J Clin Nutr 68:899-917. 

  • Willett WC. 1998. Is dietary fat a major determinant of body fat? Am J Clin Nutr 67(suppl):556S-562S. 3. Grundy SM. 1998. Overview. Am J Clin Nutr 67(suppl):497S-499S. 

  • Allred JB. 1995. Too much of a good thing? J Am Diet Assoc 95:417-418. 5. Grundy SM. 1998. Multifactorial causation of obesity: implications for prevention. Am J Clin Nutr 67(suppl):563S-572S. 

  • Seidell JC. 1998. Dietary fat and obesity: an epidemiologic perspective. Am J Clin Nutr 67(suppl):546S-550S

BMI >19,7 (bandarísk viðmiðunargildi)    Strákar:  BMI >23,0, stelpur:BMI >22,6 (bandarísk viðmiðunaragildi) 

¹) Manneldisráð Íslands

 


Líkamsrækt: Mjólkurdrykkur lykilatriði

líkamsrækt og mjólk: góð blanda20.06.01. Ný rannsókn í Danmörku  sýnir að það er tilgangslaust að puða í líkamsræktinni ef þorstanum er aðeins svalað með vatni.  Árangursríkast er að fá sér mjólkursopa eftir æfingar  til að vöðvarnir stækki. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var á Bispebjerg  spítalnum í Danmörku. Niðurstöðurnar sýna að það getur verið tilgangslaust að  erfiða í líkamsræktinni ef markmiðið er að stækka vöðvana ef aðeins er drukkið vatn að loknum æfingum.

Fylgst var með hópi  eldri manna og  þeim skipt í tvo hópa. Annar hópurinn  svalaði þorstanum með prótín- ríkum vökva strax  eftir æfingar en hinn hópurinn fékk aðeins vatn og ekki eggjahvítu fyrr en tveimur klukkustundum seinna.

Niðurstöðurnar komu á óvart að sögn þeirra sem stóðu að rannsókninni. Vöðvarnir stækkuðu um 7 prósent hjá þeim sem fengu prótínríkadrykki  til að svala þorstanum. Vöðvarnir stóðu hins vegar í stað hjá hinum hópnum eða með öðrum orðum engin árangur í þá þrjá mánuðu sem þeir stunduðu líkamsæfingar.

Sérfræðingar segja að rannsóknin staðfesti að þýðingarmikið sé að fá eggjahvítuefni í kroppinn eins fljótt að auðið er til að vöðvarnir tak við sér. Þeir  mæla með því að drukkin sé undanrenna. Hún komist hratt út í blóðið og þar með vöðvana.

Reyndar segjast þeir sem stóðu að þessari rannsókn að ekki hafi verið sannað hvort sykur geti haft sömu áhrif og prótín og að nægilegt sé að fá sér sopa af gosi. Til stendur að fá úr því skorðið með nýrri rannsókn.

Heimild: Ríkisútvarpið 20.06.2001

 


Hátt kalsíum í líkamanum lækkar blóðþrýsting.

 Hún getur líka haldið blóðþrýstingi í skefjum. Ekki vont mál.    Flestar rannsóknir hafa sýnt að fólk með of háan blóðþrýsting hafi lægra kalsíum en þeir sem hafa eðlilegan blóðþrýsting. Nokkrar klíniskar rannsóknir hafa sýnt fram á að aukin kalkneysla geti lækkað blóðþrýsting.

Vissir þú að líkami okkar geymir að öllu jöfnu um 2.5 pund af kalsíum og að 99% af þessum 2.5 pundum eru í beinum og tönnum. Við getum því séð að kalsíum er okkur nauðsynlegt til viðhalds og endurnýjunar.

1% af kalsíum er að jafnaði í stöðugu rennsli um líkamann með blóðinu og snertir þannig allar frumur líkamans. Þetta kalsíum er okkur lífsnauðsynlegt.

  • Blood clot formation; 

  • Muscle contraction and growth; 

  • Transmission of nerve impulses; 

  • Absorption of vitamin B12; 

  • Sevings as a metabolic cofactor for many reactions; 

  • Controlling the concentration of many substances on either side of the cell membrane; 

  • Releasing energy from macronutrients (carbohydrates, fat and protein); 

  • Maintaining rhythmic heart action; 

  • Preventing the accumulation of too much acid alkali in the blood; 

  • and Aiding in the body's utilization of iron."

  


Menn sem drekka mjólk eru grennri.Er það ekki kalkið og CLA og svo fitan gagnvart hagstæða kolesterolinu  svo þarf nokkur að vera hissa!

Þeir karlmenn sem neyta mikilla mjólkurvara eru grennri og hafa nokkuð hagstæðara kolesterolinnihald í blóði en þeir sem neyta minna af mjólkurvörum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð hefur verið í Svíþjóð og sagt var frá í Sænska blaðinu "Pejling" á dögunum. Því hefur oft verið haldið fram að mettuðu fitusýrurnar í mjólkurfitunni leiddu til hækkaðs kolesterolinnihalds í blóði. Prófessor Bengt Vestby, sem stóð fyrir rannsókninni telur að hluti skýringarinnar sé að finna í því að menn sem neyta mikillar mjólkur séu mun meðvitaðri um heilbrigt líferni almennt og þar með hvað sé hollur matur. Í því samhengi eru m.a. mjólkurvörur mjög mikilvægar.

(Meieriposten nr. 4 - 1999)

 


 Aukið kalsíum í líkama okkar eykur fitubrennslu.

Nýustu rannsóknir benda til að kalsíum sé meira áríðandi varðandi holdafar fólks, og meira en nokkur maður hefði getað ímyndað sér. Niðurstöður fimm aðskildra rannsókna sýna að konur með lágt kalsíum reyndust þyngsdar. Ástæðan er talin vera sú að hátt hlutfall af kalsíum komi af stað fitubrennslu á meðan lágt hlutfall af kalsíum veldur uppsöfnun á fitu. (næringarefnum)

Einnig mikilvægt: Hátt kalsíum innihald í mat hjálpi til við að fullnægja næringarlegum þörfum, og dragi þannig úr svengdartilfinningum.¹

Mjólk er kalsíumríkasta fæða sem hægt er að fá fyrir utan fáeinar tegundir úr jurtaríkinu. Í mjólk sem ekki hefur verið fituskert er einnig D vitamin en það er nauðsynlegt til að við nýtum kalkið sem best. D vitamin fáum við líka með sólarljósinu, og þess vegna er gott t.d yfir vetrartíman að neyta fæðu sem er extra D vítamín rík svo sem lýsi, fiskmeti og egg.² 

    ¹ ) Dr.Linda Page's Natural Health Tips. Mars 2001. ² ) Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins

 


Kjöt nautgripa sem lifa á heyi heilsusamlegra.

Í meltingarfærum nautgripa sem fóðraðir eru á kornvöru þrífst mikið af þarmabakteríum sem nefnd er escherichia coli (E.coli). Stundum virðast þessi baktería verða fyrir stökkbreytingu sem gerir hana hættulega mönnum en annars er hún talin hluti af eðlilegri þarmaflóru í mönnum og dýrum. Þessi stökkbreytta baktería er nefnd E. coli 0157:H7.

Siðdegissól í Júli 2001Vísindamenn hafa nú uppgötvað að þrátt fyrir stórauknar kröfur um hreinlæti hefur sýkingum í fólki af E. coli0157:H7 stöðugt farið fjölgandi á undanförnum áratugum. Á sama tíma hefur færst í vöxt að nautgripir séu fóðraðir að mestu á kornvöru. Vísindamennirnir fundu að 300 sinnum meira var af E. coli í mykjunni frá nautgripum sem fóðraðir voru á korni heldur en ef þeir fengu aðeins hey. Auk þess voru E. coli bakteríurnar þolnari gagnvar sýruáhrifum, en það skiptir verulega máli, því að álitið hefur verið að magasýrurnar drepi meirihluta þeirra E. coli baktería sem kunna að leynast í fæðu sem við neytum.

Vitað er  og viðurkennt, að illmögulegt er að hindra að eitthvað af þarmabakteríum berist í kjötið í sláturhúsunum og sýruþolnar E. coli bakteríur finnast fyrst og fremst í nautgripum sem lifað hafa á korni, vegna þess að nautgripi vantar ensím til að melta sterkju í korni og því berast ómeltar leifar af sterkju neðar í meltingarveginn þar sem þær gerjast og mynda fitusýru. Í þessu súra umhverfi þróast síðan sýruþolin afbrigði af þarmabakteríum m.a. E. coli 0157:H7.

Séu nautgripir aldir á heyi eingöngu fækkar þessum bakteríum mjög hratt og eftir aðeins fimm daga eru flestar sýruþolnu bakteríurnar horfnar, eftir því sem heimildir telja.

Einnig skal bent á að fólk með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti eða öðru korni ætti ekki að neyta kjöts af nautgripum sem fóðraðir hafa verið á korni, því ofnæmisvaldurinn getur borist yfir í kjötið. þetta á alveg sérstaklega við um fólk af O blóðflokki.

    Birt í Heilsuhringnum vor 2000  Heimild: Science, 11 sept 1998. Ævar Jóhannesson.  

 


Fita er nauðsynleg
 

Þau skilaboð hafa undanfarin  ár farið eins og eldur um sinu um hinn vestræna heim að fólk eigi skilyrðislaust að draga úr fituneyslu. Vísindamenn, næringarfræðingar og íþróttaþjálfarar eru nú samt farnir að reyna að vinna bug á þeim fordómum sem tengjast fituneyslu.

Skilaboðin sem þeir vilja koma á framfæri nú eru þau, að hófleg neysla á fitu sé nauðsynleg.  Fitulítill matur geti ekki bara dregið úr frammistöðu tiltekinna íþróttamanna heldur geti beinlínis teflt heilsu íþróttafólks í tvísýnu.  Nokkrar rannsóknir hafa þegar leitt í ljós, að fitulítill matur getur verið skaðlegManneldismarkmið miða við að fá 25 - 35% hitaeininga úr fitu. Hluti af offituvandamálinu er líklega til komin af hreyfingarleysi og röngu mataræði.ur.

"Við höfum átt samstarf við íþróttafólk, allt frá dönsurum til knattspyrnumanna og langhlaupara. Við höfum komist að raun um, að matur sem inniheldur mjög lítið af fitu - minna en 30% fitueininga - hefur neikvæða hlið;" segir Peter Horvath, aðstoðarprófessor í næringarfræði við Ríkisháskólann í New York í Buffalo í Bandaríkjunum.  Ennfremur kom í ljós að neysla á fitulitlum mat getur haft neikvæð áhrif á bæði heilsusamlega blóðfitu (HDL) og skaðlega blóðfitu(LDL) og þannig leitt  til æðasjúkdóma.  Með því að bæta við fituneyslu úr 20% hitaeininga, er fást úr fitu, í 30% jókst magn HDL en magn LDL minkaði og frammistaða bæði atvinnuíþróttamanna og áhugamanna batnaði.

Birt í Morgunblaðinu 2 júlí, 2ooo. (Heimild: The New York Times Syndicate).

Manneldisráð mælir nú með að 25 - 35% hitaeininga komi úr fitu.

 


Fitusprenging á mjólk. Skaðleg eða ekki skaðleg? Í lífrænni framleisðlu gilda þau sjónarmið að framleiða vöru sem er í takt við náttúrulegan uppruna, án aukaefna. Lífræna mjólkin uppfyllir þau markmið að öðru leyti en því að hún er gerilsneydd að kröfu heilbrigðisyfirvalda.
 

Hér á eftir birtist útdráttur úr grein eftir Ævar Jóhannesson sem birtist í HEILSUHRINGNUM  VOR 2000. (Heimild: Townsend letter for Patients and Doctors) Ævar Jóhannesson er þekktur fyrir að hafa  þróað " lyf " gegn krabbameini úr lúpínu og fleiri jurtum.

Í greininni segir meðal annars... Að mati ýmissa er þó annnað sem sennilega er til muna verra og skaðar  hollustu mjólkurinnar meira en gerilsneyðing ein sér gerir. Það er fitusprengingin. Til að hindra að rjóminn setjist ofan á mjólkina eru fitukúlurnar í henni sprengdar, svo að þær verða miklu smærri en í ófitusprengdri mjólk. Við það sest rjóminn miklu síður ofan á í ílátinu sem mjólkin er geymd í svo sem t.d. í mjólkurfernunni.

Þetta veldur því m.a. að ekki er hægt að búa til smjör úr fitusprengdum rjóma eða þeyta hann. Sumir halda því fram að fitukúlurnar séu svo litlar að hluti þeirra komist ómeltar úr þörmunum inn í blóðrásina og að ekki sé víst að æskilegt sé að vera með ómeltan rjóma í blóðinu. Sannanir eru fyrir að fitusprengd mjólk veldur miklu oftar ofnæmi en ófitusprengd, sennilega vegna þess að yfirborð t.d. próteinagna eða annarra agna breytist við þessa harkalegu meðferð.

Eitt er enn sem kannski er þó alvarlegast.  Í mjólk er ensím sem nefnt er xanþín-oxidasi.  Þetta ensím er í mjólkinni lokað inn í  smá blöðrum eða belgjum, þannig að það blandast ekki mjólkinni.  Við fitusprenginguna springa þessar blöðrur og ensímið blandast mjólkinni.  Xanþín-oxidasi hvetur oxun, eins og nafnið bendir til, og við það að blandast mjólkinni fær það tækifæri til að oxa efni í henni t.d. kólesteról.  Einnig eru nú taldar sannanir fyrir því að xanþín-oxidasi úr fitusprengdri mjólk komist beint úr meltingarfærunum inn í blóðrásina og geti þar m.a. oxað kólesteról, en nú er almennt viðurkennt að aðeins oxað kólesterol setjist innan í æðar og valdi þar hrörnun æðakerfisins, t.d. kransæðarsjúkdómum.

Sjálfsagt er fitusprenging mjólkur ekki eina ástæða þess að kólesteról oxast, eins og raunar oft hefur verið bent á í Heilsuhringnum. Sumar kannanir hafa þó bent til þess að það sé frekar fitusprengd  mjólk en til dæmis feitir ostar og smjör sem hugsanlega tengjast kransæðasjúkdómum. Feitir ostar og smjör innihalda meiri mjólkurfitu en nýmjólk en í þær vörur er ekki notuð fitusprengd mjólk.

 

 

 

 

 

 

Neysla mjólkur minnkar áhættu á sykursýki vegna offitu

 

 

 

Fólk sem þjáist af offitu og drekkur meira af mjólkurafurðum en aðrir sem eins er ástatt um, geta verið í minni áhættu við að þjást af sykusýki samkvæmt rannsókn sem nýlega hefur verið gerð opinber. Rannsóknin fór fram í Harvard Medical School (HMS) og Children's Hospital í Boston.

Sagt var frá þessari rannsókn í Journal of the American Medical Association í síðustu viku. Rannsóknin fólst í því að kanna tíðni ástands sem felst í minnkandi hæfni líkamans til innsúlinupptöku hjá fólki (insulin resistance syndrome ), ástands sem kann að leiða til sykursýki.

Mark Pereire, farsóttafræðingur við Children's Hospital og HMS, sem sá um rannsóknina segir að insúlín vandamál hjá fólki sem þjáist af offitu sé vegna þess að það hafi  skerta möguleika á insúlínframleiðslu. Rannsóknin sýndi að fólk með yfirþyngd og neytti mjólkurafurða oftar en fimm sinnum á dag, á móti einu sinni, geti átt von á að minnka áhættu á sykursýki um allt að 72%.

"Minnkandi hæfni á innsúlínframleiðslu hjá fólki er vaxandi vandamál og veldur áhyggjum í Bandaríkjunum" segir Pereira " Fjórði hver bandaríkjmaður er með sykusýki af einhverju tagi svo þetta er að verða útbreytt vandamál".

Pereire segir að minni hæfni líkamans til að nota insúlín hjá fólki, vegna offitu, sé oftast örsök sem leitt geti til sykursýki 2. Orsök sjúkdómsins er blanda af ófullnægjandi insúlínframleiðslu í briskirtli og minnkaðri næmni fyrir insúlíni í frumum líkamans. Þetta er mild einkenni af sykursýki frekar en alvarlegra afbrigði sem er sykursýki 1 þar sem líkaminn er orðinn vanhhæfur um að framleiða insúlin.

Rannsóknin náði yfir um 3,100 fullorðna einstaklinga á fjórum svæðum í Bandaríkjunum.

Rannsóknaraðilar fundu út að þeir sem borðuðu minna af mjólkurafurðum höfðu minna mótstöðuafl gegn sykursýki, en þeir sem borðuðu meira af mjólkurafurðum. Út frá þessu áliktuðu þeir að meiri neysla mjókurafurða geti minkað áhættu á sykursýki. 

Pereire sagði að það gætu verið ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna mjólkurafurðir geta hindrað sykursýki, offitu og hjarta og æðasjúkdóma.

Mjólk, samanborin við gosdrykki t.d., inniheldur mörg ólik næringarefni sem eru saðsöm og hindra frekari neyslu og þar af leiðandi offitu, segir hann.

Raunveruleg ástæða er enn ókunn. " Fólk sem borðar meira af mjólkurafurðum tengist oft heilbrigðari lífsvenjum, svo minnkandi líkur á sykursýki hjá mjólurneytendum þarf ekki endilega að tengjast neyslu mjólkur sérstaklega".

Pereire segir fyrirhugað að fylgja þessum rannsóknum eftir og kanna betur hvernig neysla mjólkurafurða hefur áhrif á þyngd og minnkandi hættu á sykursýki.

Eftir  Audrey J. Boguchwal
http://www.thecrimson.com/

2002 Harvard Crimson, Harvard U. and U-WIRE

 

 

 

 

 

 

Jurtaætur

 

  Kýrnar eru jurtaætur og jórturdýr. Einkenni jurtaætna eru meðal annars að augun eru á hliðunum og eyrun eru hreyfanleg. Þetta er til þess að jurtaæturnar eigi auðveldar með að vara sig á rándýrunum. Jórturdýr eru með fjórskiptan maga (vömb, kepp, laka og vinstur). Grasið er í fyrstu ótuggið og geymist í stórri vömbinni. Í vömbinni malast fæðan og þar er hún brotin niður. Jórtrið fer þannig fram að hluti af því sem kýrin étur ælir hún upp í munn og tyggur aftur. Fínmöluð fæðan berst svo áfram í hin magahólfin þrjú þar sem hún meltist enn frekar áður en hún berst í garnirnar. Nýting jórturdýra á fæðu sinni er alveg til fyrirmyndar en með þessari aðferð er fæðan nánast fullnýtt.

 

 

 

 

 

 

Kúafjöldi

 

  Samkvæmt hagtölum landbúnaðarins 2004 eru nautgripir á landinu alls 64.639 og þar af eru 24.395 mjólkurkýr. Íslenska nautgripakynið er skyldast norska kyninu "Sidet Trönder og Nordlandsfe" og hefur uppruninn verið rakinn aftur til landnáms. Öll mjólkurframleiðsla í landinu byggist á þessu kyni. Íslenska kýrin býr yfir meiri litafjölbreytni en nokkur annar kúastofn í Evrópu, er smávaxin og vegur aðeins 470 kg. Kúabúum fer fækkandi í dag á landinu en jafnframt eykst mjólkurframleiðsla hvers bús til muna. Þetta kemur meðal annars til að í stað hefðbundna básafjósa rísa nú stórbyggingar þar sem skepnurnar ganga um lausar og eru jafnvel mjólkaðar af mjaltaþjóni (mannshöndin kemur hvergi nærri).

 

 

 

 

 

 

Guttormur

 

  Guttormur -íslenskt nautakyn
  • Guttormur var meðal þekktustu nauta landsins, enda af alíslensku kyni kominn og vó hvorki meira né minna en 942 kg þann 18. apríl 2001.
  • Hringur sem settur er í nasir nauts hefur þann tilgang að ef nautið, sem er mjög sterkt og stórt, ákveður að gera eitthvað af sér þá er hægt að grípa í hringinn og snúa upp á hann. Hættir þá nautið venjulega öllum látum og hlýðir þeim er tosar í hringinn. Með því minnkar hann sársaukann en miðnesið á nautgripum er mjög viðkvæmt. Ekki þarf oft að grípa til hringsins sem betur fer, Guttormur er geðgóður með eindæmum.
  • Guttormur var fæddur árið 1992 á Eystri-Sólheimum. Hann kom 15 mánaða gamall í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og átti góða ævi með kúnum í garðinum og eignaðist 25 afkvæmi með þeim.  Hann var felldur þann 23. september 2005. 
  • Guttormur var mikill kostagripur, bæði fallegur og sérstaklega vel skapi farinn. Mikil eftirsjá er af Guttormi en sonur hans Týr hefur nú tekið við hlutverki föður síns sem naut garðsins. 
  • Týr er fæddur 23. september 2005, örlagaríkan dag, er faðir hans var felldur. Týr er líkur föður sínum í vaxtarlagi; stuttfættur og með mikinn háls.  En liturinn er örlítið frábrugðin, hann er rauðhuppóttur með stjörnu. Týr hefur einnig smá hnýfla en það þýðir örlítil horn upp úr kollinum líkt og smá sýnishorn af hornum er verða aldrei stór.

Grein. Húsdýrag.

 

 

 

 

 

Mjaltaröð

 

 
Æskilegt er að mjólka kýrnar í ákveðinni röð, til að draga úr hættu á að smit dreifist frá sýktum kúm í heilbrigðar:

1) heilbrigðar kvígur
2) hámjólka kýr
3) kýr á seinni hluta mjaltaskeiðs
4) kýr með langvinna júgurbólgu
5) kýr sem verið er að meðhöndla

Í lausagöngufjósum er erfitt að koma við ákveðinni mjaltaröð og þess vegna ætti sótthreinsun spena að loknum mjöltum að vera ófrávíkjanleg regla við þær aðstæður.
 
Prufukanna
Mjólka skal 3 kröftugar bunur í prufukönnu. Þetta hefur þríþættan tilgang. Í fyrsta lagi sést hvort mjólkin er eðlileg. Í öðru lagi örvast kýrin og selur betur og í þriðja lagi innihalda fyrstu bunurnar gjarnan bakteríur sem gætu mengað mjólkina og smitað tækin. Líklega er rétt að gera þetta áður en þvegið er svo að spenar séu ekki óhreinkaðir eftir þvott.

Þvottaklútar
Víða eru þvottaklútar litnir hornauga vegna smithættu og frekar reynt að strjúka af spenum með einnota bréfþurrkum. Nú eru einnig til sérstakar spenadýfur sem auðvelda spenaþvott. Mjaltafólk þarf að nota einnota latex hanska við mjaltir til að minnka hættuna á að bera smit milli gripa og ef þvottaklútar eru notaðir er nauðsynlegt að einn klútur sé á kú og að þeir séu þvegnir og soðnir milli mjalta. Spena þarf að þurrka með pappír eða vel undnum klút, áður en hylki eru sett á, þannig sitja hylkin mun betur á spenunum og minni hætta á því að loft skjótist niður með spenunum.

Örvun á mjólkurkirtlum
Þegar kýrin er þvegin fer hún að selja og mikilvægt er að það verði sem minnst bið ( < 1 mín. ) á því að hylkin séu sett á, annars þarf örvun að byrja upp á nýtt. Hylkin þurfa að sitja vel og mikilvægt er að slöngurnar togi ekki í hylkin til hliðar. Hér koma sérstakir slönguhaldarar að góðum notum. Leitast skal við að láta vélarnar sjá sem mest um mjaltirnar. Að taka af og tappa einstaka spena getur verið hættulegt vegna þess sogflökts sem það veldur. 
 
Sótthreinsun á spena
Loka þarf fyrir sog og bíða þar til jafnþrýstingi er náð áður en hylkin eru tekin af. Til að forðast að mjólkin bleyti spenagúmmíin er rétt að tæma hylkin áður en þau eru hengd upp. Nauðsynlegt er að sótthreinsa spena eftir mjaltir og drepa þannig bakteríurnar sem bárust á spenana við mjaltir. Þetta er hægt að gera ýmist með úða eða dýfu. Með dýfu næst betri þekja á spenann og minna magn er notað heldur en með úða. Almennt er joðsótthreinsiefni talið árangursríkast. Best er að gera þetta sem fyrst eftir að hylkin hafa verið tekin af og áður en að spenaopið hefur dregist saman.
 
Mikilvægt að yfirfara mjaltatækin
Nauðsynlegt er að yfirfara mjaltatækin reglulega a.m.k. árlega. Líftími spenagúmmía er 2500 mjaltir eða 6 mánuðir. Rétt er að fylgja þeirri reglu. Mikilvægt er að  afkastageta sogdælunnar og fyrirkomulag mjaltakerfisins sé þannig að ekki verði vart breytinga á sogi, enda þótt eitt tæki opnist eins og þegar kýr sparkar af sér.

Dýral. félag ísl.

 

 

 

 

 

Júgurbólga

 

  Eins og á við um alla sjúkdóma þá eru það margir þættir sem spila saman og hafa áhrif á sjúkdómamyndina.  Helstu þættir í myndun júgurbólgu eru bakteríurnar, kýrin og umhverfið. Til að sjúkdómur myndist þurfa bakteríurnar að vera til staðar, kýrnar undir álagi og umhverfið í sem víðasta skilningi þess orðs ónotalegt  þ.e. loftræsting, ástand bása og mjaltir viðunandi.
Júgurbólgunni valda í nær öllum tilfellum bakteríur sem ná að komast inn í júgrið og áreita það.
Það er staðreynd að júgurbólga var sjaldséð hér áður fyrr, þegar kýr voru handmjólkaðar og nyt lægri. Júgurbólga er því eitt gleggsta dæmið um framleiðslusjúkdóm, þar sem nútíma aðbúnaður og meðferð hafa haft mikil áhrif. Það er einkum tvennt sem gerist í mjöltum. Í fyrsta lagi dreifist smit milli gripa og í öðru lagi er hætta á að bakteríur komist uppí júgrin vegna sogflökts í mjaltabúnaði. Vinnutilhögun við mjaltir þarf því að vera þannig að um virkar smitvarnir sé að ræða. 

 

 

 

 

 

Stálmi og blóð í mjólk

 

  Stálmi er bjúgbólga þ.e. vökvasöfnun í vefjunum undir húðinni og í bandvefnum í júgrinu. Einkum er fyrsta kálfs kvígum hætt við stálma sem teygist oft fram á kvið og uppeftir júgurhenginu að aftan. Margir þættir hafa eflaust áhrif á bjúgmyndun en orsakaferlið er ekki vel skýrt. Stálmi er hvimleitt fyrirbæri, sem þó hverfur yfirleitt smám saman eftir burð. Oft er ráðlagt að hefja mjaltir fyrir burð í kúm með mikinn stálma. Í stöku tilfelli er bjúgbólgan það mikil að þvagræsilyfjum er beitt til meðhöndlunar. Innyflaormasmit getur verið þáttur í orsökum bjúgbólgu. Osmótískur þrýstingur í blóði ormasýktra gripa er lægri en í hreinum gripum þ.e. albumin er lægra og þess vegna helst blóðvatnið ekki eins vel innan æðakerfisins. Ónóg hreyfing hefur einnig slæm áhrif líkt og flugfarþegar á löngu flugi.

Nokkuð algengt er að mjólk fyrst eftir burð sé blóðmenguð, sem sýnir að háræðar geta opnast þegar júgrið þenst snögglega út. Yfirleitt er ekki ástæða til aðgerða, en í stöku tilfelli er gefið K vítamín sem hjálpar við blóðstorknun.

DF. ísl

 

 

 

 

 

Burður

 

 

Íslenskar kýr eiga almennt sagt gott með að bera. Burður fyrsta kálfs kvíga er þó oftast nokkuð erfiður. Mikilvægt er að fylgjast vel með gangi mála síðustu vikurnar fyrir áætlaðan burð og vakta svo kvígurnar þegar burður hefst. Með þessu móti er eflaust hægt að lækka tíðni dauðfæddra kálfa hjá fyrsta kálfs kvígum.

 

DF. ísl

 

 

 

>Loka þessari vefsíðu<