Dýr


>Loka þessari vefsíðu<

Svína fróðleikur.

Svínin lifa á kjarnafóðri sem er korn. Karldýrið heitir göltur, kvendýrið heitir gylta, afkvæmið heitir grís.

Þegar giltan fæðir grísina er sagt að þær gjóti. Gyltan gengur með grísina í um það bil 116 daga.

Svínin eru höfð í húsum allt árið, þau eru höfð í stíum sem heita svínastíur.  

Svínin á Íslandi eru flest hvít á litinn, en einnig eru til flekkótt svín.

Húðin er bleik á litinn af því blóðið litar hana.

Svín eru klaufdýr. 

Þyngd:   200-250 kg.

Rófan á svínum heitir rófa. 

Þegar svínin gefa frá sér hljóð hrín það eða rýtir.

 

Svínin lifa á kjarnafóðri sem er að mestu leiti korn.

Á Íslandi er erfitt að rækta  korn, vegna þess kemur fóðrið sem öll Íslensk  svín lifa á  kemur frá útlöndum.Svínin lifa ekki á grasi nema stutta stund. Gylturnar eru mjög frjósamar,,kvendýrið heitir gylta, karldýrið heitir göltur og afkvæmin grísir.Gylta gýtur.Gylta gengur með grísina í 116 daga. Grísir eru 1200 grömm á þyngd þegar þeir fæðast.Svínin eru í húsum allt árið.Svín eru fín, þrifin og hreinlát ef þau eru í þrifalegu umhverfi,en ef illa er hugsað um svínin verða þau  og stíurnar þeirra sóðaleg.Þess vegna er talað um að það líti út eins og svínastíur hjá fólki sem lagar ekki til hjá sér.Ef svínin fá að vera úti ,róta þau í moldinni til að leita að rótum,ormum og skordýrin sem þau éta.Svínin á íslandi eru oftast hvít eða bleik en flest flekkótt á litin.

Hárið á svínum heitir burst.Svín er klaufdýr eins og kýrin,kindin og geitin.Svín eru með rófu.

Hljóðið sem svínin gefa frá sér er hrýn eða rýt.

Flest svín eru með vígtennur.Vígtennur geta verið stór í fullorðnum svínum,vígtennurnar í gelti eru svo beittar að þær geta verið hættulegt vopn. Þess vegna eru vígtennur kipptar úr grísum rétt eftir fæðingu.Húðin á svínum verður bleik oftast út af því að blóðið litar það bleikt þess vegna eru fleiri bleik svín til en hvít.

 

Íslensku svínin

Svínin fluttu landnámsmennirnir með sér hingað til lands og ekki er talið ólíklegt að þau hafi lifað nánast villt hér eftir það. ýmis örnefni benda mjög sterklega til þess, s.s. Svínafell, Galtarholt, Galtalækur o.fl.
  Svíni hérlendis eru ræktuð með það fyrir augum að fá sem mest og best kjöt af hverri skepnu. Það sést best á því að svínin hafa gríðar stóran búk en litlar fætur í samræmi við búk. Ræktuðu svínin eru samt sem áður komin út frá villisvínum og eru þau m.a. með vígtennur sem þaug hafa fengið í arf frá forfeðri sínum. Ekki hefur tekist að rækta vígtennurnar úr eldissvínum og er því oftast gripið til þess ráðs að klippa af tönnum grísa, þar sem þær særa spena gyltunnar og verða hættuleg vopn í fullorðnum svínum.

 

Gyltur er mjög frjósamar skepnur og þegar grísir hafa verið vandir undan þeim er mjög algengt að þær beiði u.þ.b. 4 – 7 dögum seinna. Það er því skynsamlegt að venja undan gyltunum á fimmtudögum því þá má hleypa til þeirra göltum eða sæða þær frá og með mánudegi og til og með fimmtudags (ekki um helgar). Á sama hátt má skipuleggja fjölda annarra verka.

  • Hver gylta gengur með grísi að meðaltali í 116 daga.

  • Mjólkurskeiðið eftir fæðingu grísanna er um 4 – 5 vikur en þá hafa grísirnir margir náð 7 –10  kg lífþunga og eru vandir undan gyltunum eins og áður segir.

  • Ef gyltan er sædd eða henni haldið 6 dögum eftir fráfærur má reikna út að það líða 150 dagar á milli gota ef allt gengur vel.

  • Hver gylta hefur því möguleika á að eiga um 2,4 got á ári og jafnvel fleiri ef mjólkurskeið er stytt. Þannig er þó raunin oftast ekki og er nokkuð algengt að hver gylta eignist um 2,2 – 2,3 got á ári.

  • Gylta getur gefið af sér 22 – 23 grísi á ári.

  • Fráfærugrís
    Þegar spenagrísinn er vaninn undan nefnist hann fráfærugrís. Í fráfærudeildinni vex hann upp í u.þ.b. 6 – 7 vikur og er þá orðinn 10 – 11 vikna gamall og 25 – 30 kg þungur. Eftir þetta tímabil er algengt að færa hann yfir í eldisdeild og nefnist hann þá eldisgrís. Fóðrun, umhverfi, aðbúnaður og hirðing er aðlöguð eftir þörfum gríssins sem breytist eftir aldri hans. Að loknu eldisskeiði sem tekur 12 – 16 vikur hefur hann náð hæfilegum lífþunga sem gefur að meðaltali um 75 kg skrokkþunga eftir slátrun.

    Hver gylta getur því verið að ala af sér 22 grísi x 75 kg fallþungi = 1. 650 kg á ári. Ef þetta magn er borið saman við góða ær sem gefur af sér 1,8 lömb á ári og fallþungi lambsins er 17 kg gefur ærin 30.6 kg á ári.

Uppl. á vef Dýralæknafélagi Íslands

 



 

 

Inná vef Fjölskildu og húsdýragarðsins má sjá nokkuð af góðum upplýsingum og svo myndir.

 

Fjölskyldugerð: göltur, gylta og grís.
Þyngd: 200-250 kg.
Fengitími: allt árið.
Meðgöngutími: 3 mánuðir, 3 vikur og 3 dagar.
Fjöldi afkvæma: 10-12 grísir í hverju goti.
Nytjar: kjöt, húð og hár.

  • Landnámsmenn fluttu hingað með sér svonefnd landsvín sem voru algeng á Norðurlöndunum. Mörg örnefni benda til þess að svínin hafi verið um allt land.

  • Svín eru alætur og njóta sín vel þegar þeim gefst færi á að róta í leit að möðkum, rótum og skordýrum.

  • Gyltur eru mjög frjósamar. Algengt er að þær gjóti um 10-12 grísum í hverju goti. Meðgöngutími gylta er að meðaltali 114 dagar eða tæplega 4 mánuðir.


Íslensku svínin - nánari upplýsingar

Svínin hérlendis eru ræktuð með það fyrir augum að fá sem mest og best kjöt af hverri skepnu. Það má sjá á þeim ef skoðað er hversu stór búkur þeirra er miðað við smágerða fætur. Ræktuðu svínin eru komin út frá villisvínum og eru þau m.a. með vígtennur sem þau hafa fengið í arf frá forfeðrum sínum. Þar sem ekki hefur verið mögulegt að rækta vígtennurnar úr eldissvínum þá er gripið til þess ráðs að klippa af tönnum grísa rétt eftir að þeir koma í heiminn. Þeir geta annars meitt gyltuna og orðið hættulegt vopn er grísirnir stækka.


Fjöldi svína á Íslandi

Á landinu voru 34 bændur er ráku svínabú árið 2001 samkvæmt upplýsingum úr Hagtölum landbúnaðarins. Þeir eru með 130 gyltur hver á sínu búi. Alls voru um 4.561 svín sama ár og framleidd voru 5.284 þúsund tonn af svínakjöti. Kjötsala á hvern íbúa á landinu það árið var 18,5 kg.

Nytjar

Nytjar af svínum eru ekki eingöngu kjötið því að hárin eru líka nýtt. Hárin kallast burst og eru nýtt í hárbursta, pensla og kústa sem dæmi og áður fyrr voru þau nýtt í tannbursta. Ekki er óalgengt að nýta eyrun af svínum sem hundanammi. Eyrun eru ýmist þurrkuð eða reykt, síðan seld til gæludýraverslana. Hér á landi eru eyrun innflutt í þessum tilgangi.

 

Litur svína

Svín á Íslandi eru flest hvít en þau sýnast bleik vegna blóðstreymis um húðina. Vegna þess hve ljós þau eru þá þola þau mjög illa að vera lengi út í sól. Svínin kunna ráð við því með því að velta sér upp úr mold og bleytu. Það gera þau til að kæla sig og reyna að þekja sig svo þau sólbrenni síður, einnig hreinsa þau húðina í leiðinni. Svín eru því alls ekki sóðaleg eins og margir álykta, þvert á móti eru þau þrifalegar skepnur.

 

Frjósemi

Algengt er að gyltur eigi um 8-12 grísi í hverju goti. Meðgöngutími þeirra er að meðaltali 114 dagar. Oft er sagt að meðgöngutíminn sé 3 mánuðir, 3 vikur og 3 dagar. Tími milli gangmála hjá gyltum er að meðaltali 21 dagur og varir í um 48 klukkustundir. Gotið tekur yfirleitt mjög stuttan tíma miðað við allan þann fjölda grísa sem fæðast. Gylta er með 14 spena og ná því yfirleitt allir grísirnir að vera á spena í einu. Því fylgir mikil hamagangur og eignist gylta fleiri en 14 grísi í einu verða oft einhverjir útundan. Mesti fjöldi sem vitað er um á Íslandi eru 27 grísir en metið í Húsdýragarðinum eru 22 grísir. Við eðlilegt got eru grísir um 400-800 grömm en þeir stækka gríðarlega fljótt enda er móðurmjólkin orkumikil.

 

Alætur

Svín eru klaufdýr en ekki jórturdýr líkt og kýr, kindur, geitur, og hreindýr. Svín éta hins vegar nánast hvað sem er svo framarlega sem það er lífrænt. Nú til dags eru svín höfð í húsum allt árið um kring og lifa á kjarnfóðri. Í Húsdýragarðinum fá svínin að fara út þegar vel viðrar. Þá fara þau á svæði sem lítur út eins og moldarflag en það líður svínunum best. Svín hafa einstaklega gott lyktarskyn og finna meðal annars með því að róta í moldinni með trýninu; maðka, skordýr og rætur.

Upplýsingar af vef: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn



 

Fullnæging svína stendur í 30 mínútur.
 

>Loka þessari vefsíðu<

©2006 Globalsig./Sigfús Sig. Iceland@Internet.is