Jólasíða Guðbjargar Sólar

Jólasveinar á GamanOgAlvara

Gáttaþefur

Bréf til jólasveinsins

Póstur frá börnunum

 

22. desember má búast við Gáttaþef.

Forvitnasti jólasveinninn er án efa Gáttaþefur, hann er með stórt nef og finnst óskaplega góð laufabrauðs- og kökulyktin þegar verið er að baka fyrir jólin.

Af og til hefur hann líka reynt að hnupla einni og einni köku.

Þess má geta að 22. desember var stundum kallaður hlakkandi því þá voru börnin farin að hlakka svo mikið til jólanna.

Gáttaþefur

Táknið á táknmáli:

Benda á nefið, þefa

Táknmál á tmt.is

Sigfús Sig Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir.

 

Ellefti var Gáttaþefur 
-aldrei fékk sá kvef, 
og hafði þó svo hlálegt 
og heljarstórt nef. 

Hann ilm af laufabrauði 
upp á heiðar fann, 
og léttur, eins og reykur, 
á lyktina rann. 

Gáttaþefur

 

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

 Deila á Twitter

 

 

 

 

 

Myndir af veraldarvefnum

 

©SigfúsSig. Iceland@Internet.is