Kertasníkir kemur á aðfangadag, 24. desember.

 

Í eldgamla daga voru kertin skærustu ljós sem fólk gat fengið. En þau voru svo sjaldgæf og dýrmæt að mesta gleði barnanna á jólunum var að fá sitt eigið kerti, og aumingja Kertasníki langaði líka að eignast kerti.  Stundum át hann kertin því þau voru úr tólg og hét þá Kertasleikir.

 

Kertasníkir

 

Táknið á táknmáli:

Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir.

Táknið er samsett:

Kertið er myndað neðan frá og upp.

rétta fram höndina og beygja að sér, eins og verið sé að taka til sín eitthvað sem maður vill eiga

Táknmál á tmt.is

 

 

 

Þrettándi var Kertasníkir
-þá var tíðin köld, 
ef ekki kom hann síðastur 
á aðfangadagskvöld. 

Hann elti litlu börnin, 
sem brostu glöð og fín, 
og trítluðu um bæinn 
með tólgarkertin sín.

 

 

Share on Facebook

 Deila á Facebook.

 

 Deila á Twitter

 

 

Myndir af veraldarvefnum

©SigfúsSig. Iceland@Internet.is