|
|
||
|
|||
|
|
Ég heiti Bergur Leó Sigurþórsson og er augasteinn mömmu minnar og pabba. Við búum í Keflavík með hundunum okkar tveimur Pjakki og Skugga. Ég er annað barn foreldra minna en ég er svo ríkur að eiga einn englabróðir sem vakir yfir mér og passar mig sem heitir Anton Breki Sigurþórsson en hann hefði orðið 3 ára núna 9. desember síðastliðin. Ég er ofsalega ríkur af ömmum og öfum, langömmum og langöfum og á meira að segja tvær langalangömmur það má því segja að ég sé pínu dekraður þar sem allir vilja gefa mér heiminn og rúmlega það J Mér finnst ofsalega gaman að brosa og hlæja og spara ég það ekki allan daginn það sést varla til mín nema brosandi. Ég er komin með tvær tennur en önnur fannst 30. Desember og hin 3. Janúar. Mamma og pabbi eru svo stolt af mér og segja mér á hverjum degi hvað þau elska mig mikið og hvað ég sé yndislegur í alla staði. Ég held að þau hafi bara rétt fyrir sér og er mér farið að líka vel við það sem ég sé í speglinum finnst það alla veganna afskaplega fyndið þegar ég horfi í hann og sé þennan sæta strák þarna hinu meginJ Afi Sigfús var svo góður að gera þessa fínu heimasíðu fyrir mig og ætlar hann í samvinnu við mömmu og pabba að reyna að setja reglulega inn myndir og upplýsingar hérna inn til að þið getið öll séð hvað ég er stór og flottur strákur J Endilega skrifið í gestabókin mína. Kveðja Bergur Leó ,, ljóni litli“
Fæðing: Byrjaði að láta finna fyrir mér um 6:30 um morguninn. Mamma og pabbi fóru upp á spítala um hádegisbilið voru þá send heim og komu aftur um 14 og ég pompaði í heiminn 18:08 um kvöldið. Allt gekk rosa vel nema að ég ákvað að láta aðeins finna fyrir mér með því að koma pínu skakkur niður en það fór allt vel og ég kom heilbrigður í heiminn sem er fyrir öllu J Spítali: Landspítalinn í Reykjavík Dagsetning: 31.07.10 Klukkan: 18:08 Þyngd: 4.055 kg (16 merkur) Lengd: 53 cm Augnlitur: Dökkur við fæðingu er að verða svolítið græn/brúnn með hverjum deginum Skírður: 10.10.10 í Innri-Njarðvíkurkirkju
Kveðja frá mömmu og pabba.
|
|
©SigfúsSig.Iceland@Internet.is |