Nikulás
langaði mikið til að verða geimfari. Hann hélt að úti í
geimnum væru staðir þar sem annað folk byggi og jafnvel
væru kannski einhvers staðar risaeðlur ennþá til.
Hann langaði mjög mikið til að eignast geimfar. Þá gæti
hann flogið út í geiminn og skoðað sig um.
Bráðum átti hann afmæli. Hann langaði til að fá
risastórt geimfar í afmælisgjöf. Hann var búinn að biðja
mömmu sína og pabba um það og gat varla beðið eftir
afmælisdeginum.
Þegar afmælisdagurinn kom þá fékk hann bara pínulítið
geimfar. Það var silfurgrátt og með bláu plastþaki. Hann
var mjög vonsvikinn og vildi ekki leika sér að
geimfarinu. Hann setti það beint í dótakassann og hugsaði
ekki um það meir.
Það sem hann vissi ekki, var að litla geimfarið, var
töfrageimfar.
Eina nóttina gat Nikulás ekki sofið. Allt í einu sá
hann blikkandi ljós í dótakassanum. Hann stóð upp og fór
að róta í kassanum. Hann varð aldeilis hissa þegar hann
sá að það var litla geimfarið sem lýstist upp.
Hann varð mjög forvitinn og tók geimfarið úr dótakassanum.
Svo settist hann með það í rúmið sitt. Hann skildi ekki
af hverju það blikkaði svona. Þetta var bara
plastgeimfar.
"
Nikulás sagði við sjálfan sig:,,Ég vildi óska að ég hefði
fengið stórt alvöru geimfar svo ég gæti flogið út í geim.?
Litla geimfarið blikkaði nú enn skærar og byrjaði að
stækka í höndunum á honum. Hann setti það á gólfið, alveg
steinhissa. Það hélt áfram að stækka og varð alveg nógu
stórt til að hann gæti sest inn í það.
Nikulás opnaði geimfarið og sá geimfarabúning, passlega
stóran fyrir sig. Hann klæddi sig í búninginn og setti
geimfarakúluna á höfuðið.
Hann var svo spenntur að hann gleymdi að segja mömmu sinni
og pabba hvað væri að gerast. Hann settist inn í
geimfarið og ætlaði að fljúga af stað.
En hann kunni ekki að fljúga.
,,Mig langar að fljúga til tunglsins? sagði hann.
Geimfarið blikkaði grænum ljósum og flaug svo af stað
gegnum gluggann og loftið í herberginu án þess að gera
nokkuð gat.
,,Skilur geimfarið það sem ég er að segja??, hugsaði
Nikulás.
Geimfarið blikkaði. ,,Þýðir þetta já??, sagði Nikulás.
Geimfarið blikkaði aftur. ,,Vá, töfrageimfar!?
Nikulás var rosalega glaður.
,,Fljúgum til tunglsins?, sagði hann. Og hann flaug svo í
geimnum í átt til tunglsins.
Hann flaug framhjá stjörnum og loftsteinum. Hann var
næstum komin til tunglsins. Það var miklu stærra en það
sýndist frá jörðinni.
Nikulás lenti geimfarinu á tunglinu. Hann langaði að
skoða sig um þar og fór út úr geimfarinu.
Það var nú lítið að sjá, svartur sandur út um allt og
lengra í burtu eitthvað sem virtust vera fjöll. Það var
allavega enginn ,,kallinn í tunglinu? eins og mamma hans
hafði sagt honum.
Hann labbaði lengra og sá stóra holu ofan í sandinn og
stiga þar niður. Hann var forvitinn og klifraði niður
stigann. Niðri kom hann í stóran helli. Þar sátu nokkri
grindhoraðir krakkar.
,,Hvað eruð þið að gera hér??, spurði Nikulás.
,,Við fukum hingað í roki af því við vorum svo létt. Við
vildum aldrei borða matinn okkar og nú komumst við ekki
til baka?, sögðu krakkarnir og virtust ekki vera glöð.
,,Ég heiti Nikulás og ég kom hingað á töfrageimfarinu
mínu. Ég skal fljúga með ykkur heim. En þá verðið þið að
borða matinn ykkar svo þið fjúkið ekki aftur?.
Krakkarnir lofuðu allir að gera það.
Nikulás flaug með krakkana í töfrageimfarinu heim til
þeirra. Mikið rosalega voru þau fegin að komast aftur
heim. Mömmur þeirra og pabbar yrðu samt örugglega ennþá
glaðari. Mömmur og pabbar verða nefnilega alltaf svo
hrædd ef krakkar týnast.
Nikulás langaði ekki að fara heim alveg strax.
Hann sagði við geimfarið að hann langaði til að skoða
risaeðlur ef þær væru einhvers staðar í geimnum.
"
Töfrageimfarið flaug með Nikulás til Plútó sem er
fjarlægasta plánetan í sólkerfinu okkar.
Nikulás trúði ekki eigin augum. Á Plútó var svo kalt.
Þar gætu ekki verið risaeðlur. En geimfarið flaug undir
yfirborð plánetunnar. Þarna birtist stór slétta.
Það var allt risavaxið þarna, trén voru eins stór og
blokkir og steinarnir eins og bílar.
Nikulás þorði ekki að lenda og fara út og sveimaði um í
geimfarinu. Hann vildi ekki verða troðinn undir af þeim
risavöxnu verum sem þarna hlytu að búa.
En hvar voru risaeðlurnar?
Þá kom hann auga á þær. Þær voru miklu stærri en hann
hafði nokkurn tíma ímyndað sér.
Risaeðlurnar voru þarna niðri á sléttunni og virtust vera
að borða lauf af trjánum.
Nikulás leit upp og þar sá hann flugeðlur. Þær voru miklu
stærri en geimfarið og virtust ekki vera hrifanar af
því. Þær voru komnar úr öllum áttum og sveimuðu kringum
geimfarið.
Nikulás var hálf hræddur, ætluðu þær að ráðast á hann?
Hann langaði ekki að vera þarna mikið lengur.
Ef þær rækjust í geimfarið þá gætu þær skemmt það og þá
kæmist hann kannski ekki heim aftur.
"
Nikulás var feginn að það skyldu ekki vera risaeðlur
lengur á jörðinni.
Það var alveg nóg að geta skoðað beinagrindurnar af þeim í
söfnum í útlöndum.
Hann sagði við geimfarið að han óskaði þess að hann
væri farinn eitthvert annað. Á stað sem væri mjög
skemmtilegt að vera á.
Geimfarið flaug burt frá Plútó og stefndi á Mars sem er
oft kölluð rauða plánetan. Í stjörnukíki er eins og hún
sé rauð. Á Mars er sandur og grjót en vísindamenn hafa
ekki enn fundið vatn þar. Þeir segja að ef þeir finni
vatn þá gætu þeir kannski fundið einhverjar lífverur.
Nikulás hafði heyrt sögur um Marsbúa. Hann langaði að
sjá sjálfur hvort þeir væru litlir og grænir eins og var
sagt í sögunum.
Nikulás og geimfarið lentu á Mars og það var nú sko
skemmtielgur staður.
Hann hafði beðið geimfarið um skemmtielgan stað og það var
sko alveg staðurinn.
"
Mars var öfugsnúin pláneta. Allt var öfugt, fiskar og
hvalirog hákarlar flugu um loftin. Dýrin gátu talað og
gengu öll í skóm. Það var líka llt svo fallegt á litinn á
Mars.
Fólkið var grænt og pínulítið, það var ekki stærra en
hann. Allir voru brosandi og í góðu skapi.
Það var meira að segja allt svo öfugsnúið að allir voru í
krumma með skóna sína.
Nikulás hitti, rauðan talandi hund sem sagði honum að
allir væru svona glaðir og ánægðir af því að það væri
alltaf nóg að gera.
Enginn kunni að láta sér leiðast og vera í fýlu. Það
var bannað að hanga inni og gera ekki neitt. Og það var
líka bannað að vera leiðinlegur við aðra og stríða. Það
voru allir vinir.
Rauði hundurinn bauð Nikulási að að koma með sér í
leiki og nokkrum dýrum og Marsbúakrökkum. Það var
rosalega gaman, allir léku sér saman í eltingarleik og
feluleik og léku leikrit til skiptis.
Það máttu líka allir prófa allt dótið. Enginn var frekur
og vildi ekki leyfa hinum að prófa sitt dót.
Nikulás ákvað sko að hann myndi koma aftur til Mars og
bjóða vinum sínum með.
Marsbúarnir voru svo fyndnir og skemmtilegir. Það skipti
engu máli þótt þeir væru grænir. Þeir voru alveg
frábærir. Það var líka svo skemmtilegt að dýrin skyldu
kunna að tala.
Nikulás kvaddi nýju vini sína á Mars og lofaði að hann
myndi koma aftur fljótlega ef hann gæti.
Marsbúarnir báðu hann um að lofa að vera alltaf glaður og
ánægður og reyna alltaf að finna sér eitthvað að gera.
Þannig myndi honum aldrei leiðast og þá yrði alltaf jafn
gaman hjá honum og væri hjá þeim.
Nikulás lofaði því.
Nikulás langaði að skoða einn stað enn áður en hann færi
aftur heim.
Áður en mamma hans og pabbi myndu vakna og verða hrædd ef
hann væri ekki í rúminu sínu.
Næst flaug Nikulás töfrageimfarinu til Júpiter.
Það er stærsti hnötturinn í sólkerfinu okkar. Í kringum
Júpiter sveima nokkrir minni hnettir sem eru kallaðir
fylgihnettir.
Hann flaug framhjá fullt af loftsteinum á leiðinni til
Júpiters. Geimfarið passaði sig á að rekast ekki á þá og
komst loksins þangað.
Það var sko stór staður. Allt var risastórt eins og hjá
risaeðlunum á Plútó. En hann sá engar risaeðlur.
Hann sá hins vegar tröll og risa. Mikið var hann
hissa. Hann hélt að þau byggju bara í fjöllunum.
Eiginlega hélt hann að þau væru bara til í ævintýrum og
þjóðsögum.
Risarnir og tröllin voru ekki ljót eins og þau eru í
ævintýrasögunum. Þau litu heldur ekki út fyrir að vera
vond.
Hann ákvað að lenda geimfarinu og skoða sig aðeins um.
Þegar hann lenti komu tvö tröll labbandi til hans. Þau
voru rosalega stór.
,,Hvað heitir þú litli maður??, sagði annað tröllið svo
hátt að Nikulás hélt að eyrun á sér myndu springa.
,,Nikulás?, sagði Nikulás.
,,Ha, hvað segir þú?, sagði tröllið.
,,Þú verður að tala hærra svo ég heyri til þín!?
,,Nikulás!!!?, kallaði Nikulás.
Tröllið tók hann upp með risastóru höndunum sínum og
sagði ,,ég verð bara að lyfta þér upp svo ég heyri í þér,
það er svo langt þarna niður til þín?.
Nikulás varð hálf hræddur, það var svolítið hátt niður
úr fanginu á tröllinu.
Tröllið sagði honum að vera ekkert hræddur. Þau langaði
bara að tala við hann. Þau voru forvitin að vita hvað
hann væri að gera svona langt frá Jörðinni. Þau sögðust
ekki hafa séð Jarðarbúa í mörg, mörg ár.
Nikulás sagði þeim frá töfrageimfarinu sínu og því hvernig
hann hafði ferðast til Tunglsins og Plútó og Mars.
Þeim fannst þetta stórmerkileg ferðasaga og spurðu hann
hvort hann væri ekki svangur eftir allt þetta ferðalag.
Hann sagði þeim að hann væri svolítið svangur en hann væri
nú á leiðinni heim.
Tröllin vildu endilega bjóða honum heim til sín og gefa
honum að borða áður en hann færi heim.
Nikulás var kurteis og sagði ,,já, takk? og fór með
tröllunum heim.
Tröllin áttu tvo tröllakrakka sem voru jafnstórir og
fullorðnir Jarðarbúar en voru samt bara 4 og 6 ára.
Á leiðinni heim til tröllanna, sögðu þau honum frá því
að þau hefðu einu sinni búið á jörðinni.
Jörðin er mikið minni en Júpíter og það var ekki pláss
þar fyrir öll tröllin.
Mennirnir á jörðinni voru líka hræddir við þau og heimtuðu
að þau byggju í fjöllunum. Það fannst tröllunum auðvitað
alveg ómögulegt og leiðinlegt að mennirnir skyldu vera
hræddir við þau.
Þau þurftu hús og aðra hluti eins og mennirnir, bara
stærri. Tröllin fluttu þess vegna frá Jörðinni og völdu
að búa á Júpíter því það var stærsta plánetan og nóg pláss
fyrir þau þar,
Þegar Nikulás og tröllin komu heim til þeirra sögðu þau
honum að fá sér sæti.
Nuikulás komst ekki upp á stóra stólinn sem þau bentu
honum á og hann náði engan veginn upp á borðið.
Tröllið lyfti honum þá upp á borðið og sagði að hann
mætti alveg sitja á borðinu og borða þar af því hann væri
miklu minni en þau sjálf.
Þau komu með hafragraut handa honum í skál sem var jafn
stór og þvottabali og skeið sem var jafnstór og ausa.
Nikulás vildi ekki vera dónalegur við tröllin. Hann
byrjaði að reyna að borða grautinn en hann gat bara ekki
borðað allt saman. Hann varð líka þreyttur að halda á
ausunni, hún var örugglega 10 lkíló.
Hann sagði tröllunum að hann væri orðinn alveg pakksaddur
og yrði að fara að drífa sig heim. Nikulás þakkaði
tröllunum fyrir sig.
Þau fylgdu honum til baka að geimfarinu og buðu honum
að koma aftur í heimsókn og skoða sig betur um.
Nikulás sagði þeim að hann myndi örugglega koma aftur
Síðan flaug hann til Jarðarinnar.
Þegar Nikulás kom aftur heim í herbergið sitt, klæddi hann
sig úr geimfarabúningnum.
Þegar hann settist aftur í rúmuið skrapp geimdfarið saman.
Nikulás setti það ekki aftur í dótakassann, heldur setti
það í rúmið hjá sér.
Þetta var frábærasta gjöf sem hann hafði fengið.
Eftir þetta vildi hann alltaf vera að leika sér að
geimfarinu. Stundum á nóttunni þegar allir voru í
fastasvefni, flaug hann um geiminn og skoðaði nýja staði.
Hann heimsótti oft Marsbúana vini sína og tröllin.
Hann kynntsit líka fullt af öðrum skrýtnum verum og
hnöttunum þeirra.
Töfrageimfarið var uppáhaldsleikfangið hans.
Þegar hann var orðinn of stór til að fljúga í því ákvað
hann að vera mjög duglegur að læra í skókanum. Þá gæti
hann orðið geimfari þegar hann yrði fullorðinn.
Hann ætlaði að stofna geimstrætó og fljúga með fólk út
í geiminn. Þannig gætu margir fleiri skoðað sig um og
kynnst öllum þeim skemmtilegu hlutum sem hann hafði kynnst
á ferðum sínum um geiminn.
Pabbi er ekki enn búin að fynna út hver höfundurinn er. |